Gerðu það!

Gerðu það!

Sýningaröðin Meðvirkni hefst á samsýningu Ásgerðar Birnu Björnsdóttur og Gylfa Freeland Sigurðssonar í Harbinger, Freyjugötu 1. Samstarfið nefna þau Gerðu það! en opnunin verður á þjóðhátíðardaginn sjálfan, þann 17 júní kl 17:00.

Meðvirkni er samsýning undir margföldunaráhrifum sem ætlar sér að þenja út sýningaformið og ljá því tilfinningalega spennu. Sýnendum fjölgar eftir því sem líður á sýningartímann, þar sem listamennirnir vinna eftir ströngu kerfi; efnistök eru frjáls en samfélagskvaðirnar miklar.

verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði

Steina’s Pergament / Bókfell

Steina’s Pergament / Bókfell

Steina’s Pergament / Bókfell

In Points of View: A Journey Through the Visual World of Iceland, six cultural institutions in Iceland collaborate in providing a journey through the nation’s visual culture. The exhibition at Safnarhúsið on Hverfisgata reflects the research of each institution and lasts for one year. On view from April 18th, 2015 to June 4th, 2016 was Steina’s video installation Pergament / Bókfell which draws parallels between the history of the written language and the aesthetics of digital code. These parallels are visualized in two installments of approximately 20 minutes of digital video manipulations. Conceived in collaboration with the Vasulka Chamber at the National Gallery of Iceland and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies, Steina takes manuscripts written as early as the 9th century into the current dialogue of digital literacy.

Steina (b. 1940) has been working with the moving image for nearly five decades. Her life work, along with her husband and collaborator, Woody Vasulka, helped to establish video as a viable artistic medium, expanding the boundaries of video technology and electronic imaging. ‘Pergament,’ the Latin word for parchment, is as much about the history of linear thought being mediated by technology as it is about narrative and the constructs of language.

A heavily pixelated manuscript of yellowing parchment, red capitals, thick black script, twists and breaks across the screen. Melted by digital effect, their legibility is doused by the weight of history. Drifting from pages of the sagas seemingly being washed by digital tidal waves, the script becomes a three-dimensional landscape of geometric forms as though testing what visual perception has learned over the thousands of years that humans have been writing.

Photographs from the collection of the Vasulka Chamber at the National Gallery of Iceland.

In the early 1970’s, the Vasulkas’ video experiments developed from machine process into programming. The electronic signal became their building material, which was also found in the digital image. In digital image processing, the smallest programmable unit is used as a point of departure for building a new language of imagery (Yvonne Spielmann). This collide of approaches towards video and computer was happening at the same time that analog and digital were defining the specific natures of different mediums.

In articulating the nature of video, they used tools such as processors, mixers, and computers to manipulate and generate the electronic signal, pushing the meaning of ‘image’ towards multidimensional space. This emerging video aesthetic hich the Vasulkas helped to expand has the ability to be present within multiple structures. Over the course of the Vasulkas’ career, they were able to show that the electronic and the digital share certain characteristics which are encountered in exploring the medium from the inside out as an architectural space in its variable manifestations of temporal and spatial relationships. In Pergament / Bókfell, Steina continues to explore the medium from the inside out suggesting future identities for Icelandic manuscripts and their place in visual culture.

Erin Honeycutt

Af veður- og fortíðarþrá

Af veður- og fortíðarþrá

Af veður- og fortíðarþrá

Tíminn og veðrið eru viðfangsefni Jónu Hlífar Halldórsdóttur á sýningunni Óljós þrá í Grafíksalnum að Tryggvagötu. Efniviðurinn endurspeglar það. Um er að ræða annars vegar traustleg veggverk úr áli eða marmara og misveðruðum kopar og hins vegar viðkvæmnislegan skúlptúr í miðju rýminu; samsafn lítilla hluta eða sýnishorna úr náttúrunni, til dæmis pappír, steina, silkibúta, lifandi kaktus og þurrkuð blóm, sem raðað er með natni á þrjú há og mjó, þrífætt tréborð.

Veggverkin eru öll textaverk, enda hefur Jóna Hlíf lengi unnið með orð og texta í myndverkum sínum. Í koparplötur, sem hún lét tærast úti í íslensku veðri í nokkra daga, hefur hún sagað út stutta texta sem tengjast tímanum. Textarnir eru settir upp eins og línur í ljóði og má þar m.a. finna vísun í eina þekktustu veðurvísu Íslands, eftir Jónas Hallgrímsson, sem hljóðar svo:

Veðrið er hvorki vont né gott
varla kalt og ekki heitt
það er hvorki þurrt né vott
það er svosem ekki neitt.[i]

Í verki sínu heldur listakonan áfram með þessa hugmynd og bætir við nýrri vídd, tímanum: „Án minnis er tíminn / rétt eins og veðrið / svo sem ekki neitt“. Samþætting veðurs og tíma einkennir alla sýninguna og samspil hins að því er virðist óhagganlega, endingargóða, óflekkaða marmara og koparsins, sem halda mun áfram að tærast og breytast eftir því sem tíminn líður, er vel heppnað. Það lýsir m.a. togstreitunni milli óljósrar þrár okkar eftir varanleika og þeirri staðreynd að „Tíminn veðrar / sálina / Lífið drepur / tímann“. Efni og tími vinna þannig saman í þessum verkum og togast jafnframt á.

Fullkomin eftirgjöf

Það sama gildir um efnivið listamannsins og orðin sem hún notar; þetta tvennt spilar saman og togast á í baráttu sinni við tímann. „Vatnið máir steininn / orðin söm við sig“ segir á nokkuð frísklegri koparplötu og á annarri mun veðraðri við hliðina á stendur: „Steinninn máir tímann / orðin söm við sig“. Hér er m.a. vísað til þess að hin óefnislegu orð geta staðist tímans tönn mun lengur en efni sem veðrast og eyðist, enda munu útskorin orðin á koparplötunum haldast lengi óbreytt þótt áferð koparsins breytist smám saman. Tíminn og efnið má ef til vill hvort annað en orðin standa óhögguð af bæði tíma og efni. Á sama tíma sækir sýningin innblástur í bókina Veðurfræði Eyfellings, greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum, sem Þórður Tómasson frá Vallnatúni gaf út árið 1979[ii] og er að einhverju leyti viðbragð við forgengileika orðanna; því að orðaforði fyrri kynslóða yfir veður, sem var „með ólíkindum mikill“, sé nú „að fjúka út í veður og vind“. Þórður kemur þessum orðum í efnislegan búning, sem prentsvertu á blaðsíður bókar, í tilraun til að halda þessu gamla „veðurmáli […] til haga fyrir seinni tíma“.[iii]

Fullkomin eftirgjöf
Fullkomin eftirgjöf
Fullkomin eftirgjöf

Jóna Hlíf ólst sjálf upp undir Eyjafjöllum og þekkir vel bæði veðurfarið þar og hina sterku hefð að hyggja stöðugt að veðri og spá í skýin. Þórður lýsir því svo í inngangi bókar sinnar: „Veðurútlit var ráðið af láði og legi, af útliti loftsins í blikum og skýjafari og heiðríkju, af atferli lífsins frá æðsta stigi til hins lægsta. Forvitri maður byggði veðurspá sína á hugboði og draumum og sá þá oft langt inn í komandi tíð. Líkami mannsins gat orðið honum nokkurs konar loftvog, ekki síst, er þreyta og gigtarstingir tóku að hrjá hann.“[iv] Hlutverk veðursins og hugleiðinga um veðrið í daglegu lífi okkar, veðurtengdur orðaforði, hjátrú og búverk, er viðfangsefni orðanna á hvítum veggverkum úr áli og þá sérstaklega staðbundið veðurfar og kúnstin að þekkja inn á veðurfar ákveðins staðar og búa því sess innan tungumálsins og menningarinnar. Jóna Hlíf tekur þannig þátt í að varðveita falleg og sérstæð orð eins og þerrifluga og deyfutíð og halda þeim í notkun. Verkin hanga á hvítum veggjum, hvít á hvítu, en orðin sjálf gefa þeim dýpt; þrívídd sem listakonan skapar með því að skera þau út í efnið. Að því leyti minna þau á skýin sem eru í raun veðrið sjálft efnisgert; hin sýnilega hlið annars óljósra veðrabrigða.

Jóna Hlíf hefur undanfarin tíu ár unnið textaverk sín náið með eiginmanni sínum, Hjálmari Stefáni Brynjólfssyni, og sömdu þau saman texta sem liggur frammi útprentaður á sýningunni. Textann kalla þau mónólóg og er hann settur fram sem brotakenndar, persónulegar vangaveltur um viðfangsefni sýningarinnar, til dæmis veður, tíma og orð sem vekja þrá – „hvort sem það er dauðaþrá eða fortíðarþrá, burtþrá, þrákelkni, veðurþrá eða heimþrá“.

Skúlptúrarnir í miðjum salnum skapa svo eins konar orðalaust tilbrigði við stef sýningarinnar; þeir eru hlutbundin framsetning þess sem veðrast og eyðist í náttúrunni. Hins vegar gerir framsetningin, þar sem litlum hlutum er tyllt á viðkvæm borð, það að verkum að orðin á veggjunum eru í raun efnislega traustari. Togstreita og samspil hins varanlega og hins forgengilega, hins trausta og hins viðkvæma, og óljós mörkin þar á milli, eru þannig endurtekin á ýmsan hátt í sýningunni. Eftir situr óljós þrá okkar, eftir fortíðinni og eftir að varðveita hið forgengilega, að vinna gegn þeirri staðreynd að: „Tíminn liggur í eina átt / Enginn fær snúið / til baka“. En um leið er það ef til vill dauðaþráin og forgengileikinn sem skapar dýnamík sýningarinnar og gefur henni gildi.

Auður Aðalsteinsdóttir
Bókmenntafræðingur og ritstjóri Hugrásar, vefrits hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Photo credit: Passamynd –  Júlía Runólfsdóttir. Myndir af verkum – Vigfús Birgisson

[i] Tekið úr bók Þórðar Tómassonar: Veðurfræði Eyfellings, Reykjavík, Bjartur, 2014, bls. 58.

[ii] Bókin var endurútgefin með viðbótum fyrir tveimur árum.

[iii] Þórður Tómasson: Veðurfræði Eyfellings, bls. 9-10 og 12.

[iv] Samar rit, bls. 9.

Listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure

Listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure

Sunnudaginn 12. júní kl. 15-16 verður listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure sem verður opnuð næstkomandi laugardag, 11. júní, kl. 15-16.

Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk, þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Listamennirnir sex, Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason / pabbakné, verða allir á staðnum ásamt báðum sýningarstjórum, Hlyni Hallssyni og Ingu Jónsdóttur, og spjalla um sýninguna.

Verið velkomin. Aðgangur er ókeypis.


Einkennismynd með frétt: Birgir Sigurðsson

Goddur islands – Shu Yi exitus

Goddur islands – Shu Yi exitus

Opnun Föstudaginn 10. júní klukkan 16:00 – 19:00
Sýningin stendur til 4. júlí.

Skúlagata 32,

Islands

These sleeping islands… most of which have been abandoned. What are we really thinking when we we visit deserted islands? I have visited them during the last three years for a sentimental escape — to capture them with my camera. Each time I gaze upon them through my view finder, it retraces for me recollections of my ancestors, their protective presence. All my lineage of ancestors with their temperate hearts and their infantile smiles; on my maternal side are those who lived there for centuries. They all visit my mind. My lineage is usually linked with Svefneyjar or The Sleeping Islands on Breidafjördur on the west coast of Iceland. I think about this harsh, isolated living, which actually means “to set apart”, but also their paradise, their shangri-la. In Italian island is isola, which comes from insula. Therefore insular, peninsula, isolation, etc.; all attributes and metaphors of these pieces of land set apart from the rest. These islands that carved their faces, like scriptures on dormant rocks, forming museums of memories in my imagination — on these magical moments I release the shutter on my camera.

Goddur

Goddur (Gudmundur Oddur Magnússon) is a professor in Visual Communication at Iceland Academy of the Arts. He is educated in Fine Art from Iceland College of Art & Crafts in Reykjavik (1976-79) and in Graphic Design and Photography at Emily Carr University of Art & Design in Vancouver, Canada (1986-89)

Goddur’s work in photography have been displayed in solo exhibitions and included in group exhibitions like “New times in Icelandic Photography” at Reykjavik Art Museum and “Seasons of Icelandic Photography” Moscow House of Photography in Russia.

His photography has been widely used in graphic design as posters, cd-sleeves and book jackets. Those work have been published internationally from publication companies like TASCHEN, Laurence King in London and Die Gestalten in Berlin.

__

Exitus

Landscape has always intrigued me as an open invitation. Inherently it contains information about how it has come to be formed. At the same time it recedes and diminishes by exposure to the elements over time. In this exhibition, I have selected two series of photographs that explore the relationship between landscape, time and space. The title Exitus was initially inspired by my reading of Haruki Murakami’s 2002 [trans. 2005] novel Kafka on the Shore. In it, the presence of an entrance stone in the landscape is an important motif in the novel as it represents the boundary between a physical and metaphysical order. In my photographs I capture scenes that reflect my understanding of landscape as both spectator and participant. Whether objective or subjective, they reflect myself, while at the same time they permit me to sense alternative states of being. Exitus refers simultaneously to motion in both directions, from physical to metaphysical states, and from other existences back into our reality.

Shu Yi

Shu Yi is a Fine Art photographer and Graphic Designer based in Reykjavík, Beijing and London. She studied at Capital Normal University in Beijing and completed the master’s programme of Fine art photography at London College of Communication in 2012.

Shu Yi’s aesthetic value and artistic concept has been greatly influenced by a combined effect of both Eastern Buddhist thinking and Western cultural history and philosophy. Most of her photographic work reflects enthusiasm and doubt about the interconnection between time, space, and matter, particularly their proportional relationship, one to the other.

While studying photography at London College of Communication she began her photography practice which is preoccupied with discussing and understanding how human beings perceive time and space in different manners through an artistic point of view.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest