Sýningaröðin Meðvirkni hefst á samsýningu Ásgerðar Birnu Björnsdóttur og Gylfa Freeland Sigurðssonar í Harbinger, Freyjugötu 1. Samstarfið nefna þau Gerðu það! en opnunin verður á þjóðhátíðardaginn sjálfan, þann 17 júní kl 17:00.

Meðvirkni er samsýning undir margföldunaráhrifum sem ætlar sér að þenja út sýningaformið og ljá því tilfinningalega spennu. Sýnendum fjölgar eftir því sem líður á sýningartímann, þar sem listamennirnir vinna eftir ströngu kerfi; efnistök eru frjáls en samfélagskvaðirnar miklar.

verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This