Hið óræða haf sem aðskilur tvo heima þegar Þúsund tungur óma

Hið óræða haf sem aðskilur tvo heima þegar Þúsund tungur óma

Hið óræða haf sem aðskilur tvo heima þegar Þúsund tungur óma

Að skapa verk sem dansar á mörkum tón-, sjón- og sviðslista er markmið dönsku leik- og listakonunnar Nini Juliu Bang sem frumsýnir verk sitt Þúsund tungur í Tjarnarbíói þann 29. september n.k. Þar mun hún ásamt bandarísku leikstýrunni Samönthu Shay sýna annað samstarfsverk sitt á Íslandi en síðasta sumar sýndu þær verkið Of Light sem var samið undir handleiðslu Marinu Abramovic og fékk talsverða athygli. Þær sýna nú nýtt verk sem leiðir gesti inn í veröld varnarleysis og ólíka menningarheima. Blaðamaður heyrði í þeim og ræddi við þær um listina og innblásturinn á bakvið verkið.

Hver er ykkar bakgrunnur og hvernig kom til að þið fóruð að vinna saman?

N: Í tíu ár var ég leik- og söngkona í Teatr ZAR, leikhóp The Grotowski Institute í Póllandi. Við ferðuðumst um allan heim með sýningar og Samantha hafði séð hópinn nokkrum sinnum. Við tvær kynntumst þó ekki fyrr en ég var að segja skilið við hópinn. Þá var Samantha byrjuð á hugmyndavinnu fyrir sýninguna Of light og ég stökk inn í það ferli. Ég held að við höfum báðar vitað frá upphafi að þetta samstarf og vináttan sem myndaðist væri eitthvað sem myndi bara dýpka. Núna höfum við unnið saman í fjórum löndum og frumsýnt tvö verk.

S: Ég kem einnig úr leikhúsheiminum. Ég lærði leiklist en hef að mestu leyti verið að búa til mín eigin verk síðan ég útskrifaðist, verk sem eiga margt skylt við gjörningalist og snúa upp á hugmyndir um hefðbundið leikhús. Einnig hef ég leikstýrt tónlistarmyndböndum og kennt vinnustofur um listsköpun. Þegar ég sá Nini á sviði með Teatr ZAR varð ég agndofa. Þessi hópur býr til verk sem eru svo líkamleg og drifin áfram af hljóði. Enn þann dag í dag er verkið þeirra Gospels of Childhood eitt af mínum uppáhalds sviðsverkum. Allt við það er svo sjónrænt og áhrifaríkt fyrir skynfærin að maður verður ekki samur eftir. Á sviðinu var fljót af brotnu gleri og viðargólf sem var eins og tromma þegar leikararnir köstuðu sér í gólfið. Þetta verk hafði mikil áhrif á mig og mín verk. Ég var svo kynnt fyrir Nini löngu seinna og bað hana um leið að vinna með mér að Of Light. Við fundum strax að þetta samstarf myndi vara lengur en þetta eina verk.

Listakonurnar Nini Julia Bang og Samantha Shay. Ljósmynd: Victoria Sandra.

Hvernig varð verkið A Thousand Tongues til og hvaðan kemur titillinn?

N: Mín upplifun er að allt sem ég skapi komi frá furðulegri en þrjóskri þörf í mér til að skilja, vinna úr og tjá mínar upplifanir. A Thousand Tongues óx innra með mér í mörg ár áður en að ég bað Samönthu um að leikstýra því. Ég vissi að hún myndi skilja kjarna þess sem ég var að reyna að segja, jafnvel þó að ég gæti ekki sett það í orð sjálf heldur aðeins tjáð það með tónlist og hreyfingu. Í verkinu syng ég á 10 tungumálum og ég vildi að það kæmi fram í titlinum. Mér hefur alltaf líkað við máltækið að tala tungum sem og söguna af Babelturninum og hvernig við töluðum öll sama tungumálið í upphafi. Þaðan kemur titillinn Þúsund tungur. Ég laðast einnig að hefðbundinni tónlist ólíkra landa og hefða því að mér finnst hún geyma raddir forfeðranna. Það er einhver mikill og merkilegur kraftur í söngvum sem hafa ferðast á milli kynslóða, sumir í þúsundir ára og í gegnum þúsundir manna.

Hvað þýðir verkið fyrir ykkur og hvað viljið þið að áhorfendur skynji?

S: Verkið er um varnarleysi og hvernig Nini tjáir það með rödd sinni. Tónlistin kemur frá svo mörgum heimshornum að það óhjákvæmilega sýnir ólíka menningarheima. Styrkleikinn í rödd Nini er fólgin í því hvernig hún beitir henni. Hún býr til einstaklega sérstök hljóð og kemur þeim til áhorfenda á tilfinningaríkan hátt. Allt það sjónræna í verkinu, hreyfingar, tími og tímasetning, tónn og umhverfi er sprottið frá þessari rödd, sem ræður ríkjum í verkinu.

N: Síðustu 15 árin hef ég ferðast afar mikið og hef oft orðið hissa að það skiptir ekki máli hvert ég fer, við eigum það öll sameiginlegt að deila von um að finna frið, frelsi og ást. Hljómar klisjulega en fjölmiðlar eru sífellt að segja okkur hversu ólík við erum en það er ekki mín reynsla. Það sem er ólíkt okkar á milli ætti að vera það sem okkur finnst áhugavert hvort við annað, ekki öfugt. Í verkinu tala ég til undirmeðvitundarinnar, tilfinninga og innsæisins. Í sköpunarferlinu reyndi ég að skrapa af mér eins mörg lög og ég gat til að vera sem næst kjarnanum og varðveita uppsprettuna sem veitir mér hve mestan innblástur.


Ljósmynd: Samantha Shay

Hvaðan kom innblásturinn fyrir sjónræna hluta verksins?

S: Nini var með margar myndir í huga sem voru henni innblástur. Myndirnar fönguðu andstæður á milli ljóss og myrkurs sem og mikilvægi frumefnanna. Ég valdi að vinna með ævaforna sögu frá Mesapótamíu, sögu sem kemur frá gleymdum menningarheimi Súmerana, þar sem nú er Írak. Þar var mæðraveldi og þeir tilbáðu gyðju sem hét Inanna. Í sögunni, sem er hluti af sálmi, kafar Inanna ofan í undirheima. Við hvert hlið þarf hún að sleppa hluta af sjálfri sér þar til hún kemst á lokastað. Mér finnst fallegur kraftur í kjarna sögunnar. Mér finnst upphaf sálmsins svo magnað; “Inanna, Queen of Heaven and Earth, opened her ear to the great below“ og í þessari menningu þýddi orðið eyra það sama og viska. Þetta nær því yfir þá hugmynd að viska komi ekki einungis úr djúpum sálarleiðangrum, heldur að sú leið tengist hljóði sem var ástæðan að mér fannst hún passa svo við þetta verk.

Þaðan spratt hugmyndin að hafa vatn á sviðinu en það er frumefnið sem hefur verið tengt við hið kvenlega og talið vera hlið til undirheima á sama tíma og það er talið heilandi.

Þið voruð báðar á Íslandi í fyrra til að sýna verkið Of light í Tjarnarbíói við mikið lof. Af hverju Ísland?

N: Þegar ég var aðeins 17 ára fór ég á puttanum um Ísland og var ein í mánuð. Ég var að skrifa ritgerð um ósýnilegar verur og vildi rannsaka tengingu Íslendinga við álfa og náttúruna. Það var rosalega mikilvæg reynsla fyrir mig því þessi ferð gaf mér hugrekkið til þess að ferðast ein um heiminn nokkrum árum seinna. Síðan þá hefur Ísland átt sérstakan stað í hjarta mér og að heimsfrumsýna Of light hérna var töfrum líkast.

S: Mér líður sem verk mín hafi verið betur skilin og metin hér. Eftir að hafa ferðast fram og aftur frá Íslandi undanfarin ár þá er ég nýflutt hingað og var að byrja í meistaranámi í svðislistum við LHÍ. Ég tek eftir miklu óttalausari tilraunum í listum hér á landi. Þegar ég sýni verk mín annars staðar er eins og fólki finnist óþæginlegt að geta ekki sett verkið í orð strax, því ég vinn mikið með tilfinningar og hið sjónræna. Á Íslandi eru ekki sömu tálmar í leikhússköpun og ég hef upplifað annars staðar. Það gæti tengst öfgunum sem þjóðin upplifir með veðrinu eða einangrunin sem fylgir því að vera eyja. Það er varnarleysi í því, auðmýkt og einhver sannur anarkískur kraftur. Ég sé hungur í raunupplifunum í senunni hér og djúpan exístensíalisma líka. Það er þar sem bestu verkin koma, í þránni að halda lífi í óbyggðum eða að verða óbyggðirnar sjálfar. Það er forgangsröðun hér að verk eigi að skilja eftir sterka upplifun. Og þetta kann ég svo vel að meta.

Dagný B. Gísladóttir


Aðeins tvær sýningar, 29. september kl. 20:30 og 1. október kl. 20:30, í Tjarnarbíói.
Miða má nálgast hér: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/4553/
Heimasíður listamannanna:www.samantha-shay.com / www.ninibang.com
Aðalmynd með grein: Silvia Grav.
Hér má sjá umsögn Bjarkar Guðmundsdóttur þar sem hún mælir með verkinu Of Light.

In the Beginning. Again

In the Beginning. Again

In the Beginning. Again

The question of creativity is a recurring theme in the work of Erla S. Haraldsdóttir. One might say that Haraldsdóttir ceaselessly challenges the idea that an artist can create ex nihilo (out of nothing) and questions the romantic notion of “divine inspiration”. For many years, she has been creating fictional systems as tools for her artistic process, as is perhaps most apparent in her paintings. Her method is motivated by an urge to create a space of artistic freedom through self-imposed restrictions,­ such as instructions given to her by friends and colleagues or specifically devised systems. Her works are often the result a sampling of art-historical references that displace the western-oriented hegemony of art. Their themes reflect on the wider question about the beginning, about getting started. How to choose where to start when you could start anywhere? In a conversation, Haraldsdóttir once described the white canvas as a wandering planet without a sun to circle around, implying that the artist must invent that sun or system defining the orbit of the work.

What better way to proceed, therefore, than to choose the beginning of the beginning as a theme? As its title suggests, Genesis is centred on the story of creation as it is told in the monotheistic Abrahamic religions. It is a familiar theme within western church art and a common subject of commissioned and self-determined works by artists and artisans throughout history. Haraldsdóttir already began with that beginning once before – this is indeed the second time in a short while that she is presenting a series of paintings about the story of creation. The first (Hallgrímskirkja, Reykjavik, and Konstepedimin, Gothenburg, 2016) took its cue from the Íslenska teiknibokin, a compilation of medieval drawings made by Icelandic artists between 1300 and 1500. Haraldsdóttir’s paintings, which recall medieval stained glass windows, were composed on a grounding of complementary colours to the effect that the colours seem to glow from within.

“Water” (First day) 2017, oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

“Ocean and Heaven” (Second day) 2017,
oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

“Binary Solarsystem” (Fourth day) 2017,
oil on linen, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

“Unicorn” (Sixth day) 2017, oil on canvas, 120 x 70cm.
Photo: Thomas Bruns

“Forest in Maine” (Third day) 2017,
oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

“Colored Raven” (Fifth day) 2017,
oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

“Sylvía” (Sixth day) 2017, oil on canvas, 120 x 70cm.
Photo: Thomas Bruns

For Genesis, Haraldsdóttir has refined her motifs. When, with her characteristically bold and rich palette, she addresses the story of creation, she also reflects on her own creative processes. We recognise several elements from the story of the origins of the world, but also from art history as well as recurrent details from the artist’s own imagery. Reflections, water mirrors, plants, the Icelandic horse and the crow are intertwined with art-historical quotations and personal snapshots. At first sight, the Fourth Day resembles an album cover or a velour poster from the 1970s; the colourful frame surrounding the unfashionable portrait of the artist’s mother is based on a pattern used by South African Ndbele tribes in jewellery and murals; and the Icelandic horse of the Sixth Day is a paraphrase of a work by the Icelandic painter Þórarinn B. Þorláksson. Despite this rich world of signs and references, it should perhaps be emphasised that the image itself is not what guides Haraldsdóttir’s creation. One can certainly say that she works with symbolic and figurative painting, but as far as painting itself is concerned – the creation of the image – this exhibition demonstrates that the way the image comes into being is as relevant to her as the final result. In other words, the body of the painting, the texture, is even more important than the subject matter. Haraldsdóttir does not make a painting of something; rather, she paints something into existence. The image appears through a mixture of oil and pigment on linen cloth, and it is the movements of the hand that generate the image.

Rather than fighting the materiality of the paint, the texture is part of a process in which pigment and oil shape the outcome. From translation, creation turns into transformation, a series of events that allow the strokes of the brush to bring a breath of wind to the pictorial landscape. Painting is a desire to exist in the moment. And we desire the moment, because the moment, when it happens, can be a new beginning. Perhaps this is why Haraldsdóttir has chosen to stray from the linear story that presents seven evolutionary steps in the creative hierarchy of development. Instead, the tranquility that characterises each of her paintings induces a new beginning. There is a contradictory chronology in the drawn-out temporality of this series: a mountain emerges from the mirroring water, and the eye of the rainbow-shimmering raven reflects the sun in the previous painting.

“Genesis”, 2017, installation view. Solo exhibition. Lund Cathedral, The Crypt, Lund, Sweden. 12 paintings, oil on linen, various sizes. Photo: Kalle Sanner.

When comparing Haraldsdóttir’s paintings to the long tradition of artworks exploring the story of creation, one of their most striking aspects is precisely this sense of serenity. This is particularly apparent in Seventh Day, the most prominent painting in her sequence. With its dominant placement and larger size, it acts as a kind of “altarpiece” in the Cathedral crypt. But while God in the Íslenska teiknibókin or in the work of William Blake is shown blessing the world, and while Michelangelo’s six paintings on the ceiling of the Sistine Chapel never let the Creator rest, the motif of Haraldsdóttir’s centerpiece is based on a smartphone photograph of the artist’s legs, taken while she was lying in bed. It is framed by a pattern composed of what apears to be tubes of paint, and encompasses a wide spectrum of colours. While the rainbow symbolises the Second Creation, the sign of covenant between God and all life on earth (Genesis 9:17), it is the background that immediately catches the viewer’s attention: here we see the vernacular depiction of an untidy apartment, with a paintbrush stuck in a vase and a lopsided frame on the wall.

Theological discussions generally contrast the notion of creatio ex nihilo with creatio ex materia (creation out of matter) and creatio ex deo (creation out of the being of God). With the final painting in her series, Haraldsdóttir proposes to combine the three. Kazimir Malevich claimed that laziness has been branded the mother of all vices when, in fact, it should be regarded as “the mother of life”. Mladen Stilinović ends his seminal text The Praise of Laziness (1993) with the words: “There is no art without laziness.” Similarly, Haraldsdóttir seems to suggest that the Seventh Day is not a well-deserved rest after a job well done. It is ultimate creativity. A stretched-out now.

Jonatan Habib Engqvist


Featured image: Sandra Henningsson
Artist website: erlaharaldsdottir.com

Contemporary Icelandic Prints in Other Hats

Contemporary Icelandic Prints in Other Hats

Contemporary Icelandic Prints in Other Hats

Currently on view at the International Print Center in New York is Other Hats: Icelandic Printmaking, an exhibition of works curated by Ingibjörg Jóhannsdóttir and Pari Stave and organized around the concept of printmaking. It includes prints created through mechanical, bodily, and digital means. Together, they give a glimpse into the rich culture of storytelling in Iceland and reveal the myriad of ways in which the Icelandic landscape has been interpreted by contemporary artists. While the show is not centered around a specific theme, it gives a general understanding of the variety of work being produced by Icelandic artists and artists working with Iceland in mind.

The visual content of the exhibition ranges from paper works that focuses on the abstract and geometric, to works that evoke the scientific and corporeal in 3 dimensions, and even includes a participant-friendly printmaking workshop, Prints and friends (Prent & vinir) by the duo Leifur Ýmir Eyjólfsson and Sigurður Atli Sigurðsson.

Interpretations of the Icelandic landscape seem endless—moss covered mountains and jagged cliffs done in drypoint by the Danish artist Per Kirkeby hang opposite a monoprint of an evergreen tree by Sara Riel, titled Everyevergreen (Barabarrtré). A print by Rúrí from her Future Cartography series comments on the looming effects of climate change on Iceland’s coastline, made digitally with the help of scientific datasets. Line etchings by Georg Guðni beautifully capture mountainous landscapes with simplicity and elegance, while geometric etchings by Sigurður Guðmundsson, from the Sun Stands Still series, reference outdoor spaces but are left purposefully ambiguous for interpretation.

Central to the exhibition are prints by Helgi Þorgils Friðjonsson from the late 1980s and early ‘90s, which depict personal and mythological stories through illustrations, primarily referencing the human, animal, and spiritual realms. Regarded as Iceland’s “most prolific printmaker,” Helgi’s work gives a glimpse into the rich storytelling culture in Icelandic history, but imparts the viewer with his own subjectivity that is simultaneously humorous and sensual. The works that stood out are Gullfoss (1987), Red Clouds (Rauð ský, 1991), and I.N.R.I (1986), due to their bright coloring and uncanny narratives including human angels, a seal, and a surreal creature that brings to mind hallucinatory drawings done by Salvador Dalí.

The exhibition would seem incomplete without a synthetic fiber work by Hrafnhildur Arnardóttir (aka Shoplifter), who is an active member in New York City’s art community. On display is a 3D print of hers entitled Raw Nerves II, made of pink, green, orange, and purple synthetic hairs haphazardly wrapped around a solid center that resembles a neuron, or an underwater coral. At once fascinating yet repulsive, Shoplifter’s use of fake hair adds layers to the meaning of Raw Nerves II, which could even depict a heart, although indisputable is its connection to the intricate human nervous system.

A bright green monotype by Hrafnkell Sigurðsson contrasts with the minimalist photography he is known for, but joins his oeuvre nicely through its repetition of organic shapes. At first glance it, the print resembles a seascape replete with electric green jellyfish, but upon closer inspection, the shapes are distinctly made of hand prints. The skin folds and wrinkles of Hrafnkell’s fisted hands can be made out in some areas, but these details only heighten one’s fascination with his body-focused creative process.

Finally, only in retrospect can the hidden connections between nature and the human body be understood as being foreshadowed by the Dieter Roth print (Hat, 1965) featured on the cover of the exhibition catalogue—inside Roth’s hat are colorful valleys and ridges that attempt to blend into the texture of the man made accessory, but which, to the discerning eye, actually depict intricate details of the Icelandic landscape. Other Hats: Icelandic Printmaking is on view through June 10th 2017.

By Anna Toptchi


All photos (c) International Print Center New York except “Hrafnhildur Arnarsdóttir Nervescape”, which came from her studio.

Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

ENGROS er nafn á stórri myndlistarsýningu sem leggur nú undir sig svæðið Grönttorvet í Valby, Kaupmannahöfn. ENGROS er að frumkvæði listamannahópanna PIRPA og SKULPTURI. Meðal sýnenda eru þær Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir ásamt fjölda danskra myndhöggvara.

Svæðið Grönttorvet er nú í miklu umbreytingaferli. Þar sem áður var lífleg atvinnustarfsemi á gríðarstóru svæði með grænmetis -heildsölumarkaði í stórum skemmum hefur verið skipulögð íbúðabyggð og er nú þegar hafin bygging íbúðahúsnæðis. Byggingar grænmetismarkaðanna standa nú að mestu tómar eða hafa verið rifnar niður og byggingarnar nýju rísa upp allt um kring með ótrúlegum hraða. Umhverfis sýningarsvæðið eru stórir hraukar af niðurbrotnum steinsteypuveggjum og malbiki – byggingarkranarnir vofa yfir. Næstu tvö árin mun þó hluti svæðisins fá að standa og verður vettvangur tímabundinnar menningar og listastarfsemi.

Sólveig sýnir 4 ljósmyndir sem fanga litina umhverfis grænmetismarkaðinn. Ljósmyndirnar eru prentaðar á efni í stærðinni 170 x 110 sem eru festar á stangir utandyra, blakta þar og þeytast til þegar flutingabílar keyra hjá.

Verk Þóru heitir Spíralstigi eða á dönsku VindeltrappeHún hefur valið sér að vinna út frá hringstiga innandyra í rými sem er 2.95m x 2.80m x 8m. Verkið fjallar um stigann sem fyrirbæri í rými, með veggteikningum og prenti.

Hér er linkur á texta eftir Erin Honeycutt um verk Þóru: Spiral of love

Framlag Sólveigar og Þóru er styrkt af Myndlistarsjóði, Muggi og Letterstedtska sjóðnum.
Hér að neðan eru nokkrar myndir af þeirra framlagi til sýningarinnar.

SKULPTURI er hópur 8 myndhöggvara í Kaupmannahöfn sem með margvíslegum hætti hefur skipulagt sýningarverkefni sem snúast um að endurskilgreina svæði, listaverk og rými.

Hægt er að fræðast meira um hópinn hér: skulpturi.dk

SKULPTURI hefur með þessari sýningu á Grönttorvet í Kaupmannahöfn, komið í framkvæmd hugmynd sem um skeið hefur blundað meðal þeirra myndlistamannanna í hópnum, að standa fyrir stórri sýningu, sem er eins konar yfirlýsing (manifest) um margvíslega möguleika skúlptúrsins/rýmisverka, þvert á kynslóðir myndlistamanna.

PIRPA er sýningarrými á Grönttorvet sem myndlistamennirnir Cai Ulrich von Platen  og Camilla Nörgaard reka. Cai Ulrich var boðið að taka þátt í sýningunni Dalir og hólar á Vesturlandi 2012 og þá varð til hugmyndin um að yfirfæra Dalir og hóla-hugmyndina inn á svæði Grönttorvet. Þessar tvær hugmyndir PIRPA og SKULPTURI féllu vel hvor að annarri og urðu að sýningunni ENGROS. Hér má sjá vefsíðu Cai: www.vonplaten.dk  og Camilla: www.camillanorgaard.net

Þáttakendur sýningarinnar ENGROS eru hátt í 50 myndhöggvarar af öllum kynslóðum samtímans og eru fyrir utan þau sem þegar eru nefnd: Ellen Hyllemose, Jörgen Carlo Larsen, Finn Reinbothe, Jytte Höy, Marianne Jörgensen, Nanna Abell, Christian SkjödtAmitai RommNanna Abell, Lisbeth Bank, Julie Bitsch, Anders Bonnesen, Rune Bosse, Ole Broager, Mikkel Carl, Eva Steen Christensen, Jesper Dalgaard, Rose Eken, Esben Gyldenløve, Lone Høyer Hansen, Kasper Hesselbjerg, Ellen Hyllemose, Jytte Høy, Amalie Staunskjær Jakobsen, Klaus Thejll Jakobsen, Oscar Jakobsen, Veo Friis JespersenKirsten JustesenMarianne Jørgensen, Heine Kjærgaard Klausen, Esben Klemann, Jørgen Carlo Larsen, Karin Lind, Karin Lorentzen, Mathias & Mathias, Ragnhild May, Henrik Menné, Morten Modin, Astrid Myntekær, Tina Maria Nielsen, Kaj Nyborg, Peter Olsen, Lars Bent Petersen, Bjørn Poulsen, Finn Reinbothe, Amitai Romm, René Schmidt, Christian Skjødt, Julie Stavad, Hartmut Stockter, Morten Stræde, Daniel Svarre, Laurits Nymand Svendsen, Margrét Agnes Iversen, Malte Klagenberg, Jens Tormod Bertelsen, Søren Krag, Cilla Leitao, Sune Lysdal, Carla fra Hellested, Lorenzo Tebano, Anna Samsøe, Rikke Ravn Sørensen, Mikael Thejll, Charlotte Thrane, Fredrik Tydén, Sif Itona Westerberg og Torgny Wilcke.

Sýningin opnaði þann 19 maí og stendur til 24 . júní, 2017.
Opnunartímar: miðvikudag – sunnudags kl. 12 – 18

www.skulpturi.dk

Eiga myndlistarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína?

Eiga myndlistarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína?

Eiga myndlistarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína?

Samstaða er lykilorðið í baráttu myndlistarmanna fyrir því að fá greitt fyrir vinnu sína, og meirihluti þeirra er tilbúinn í fjöldamótmæli ef listasöfn hafa ekki byrjað að greiða samkvæmt drögum að framlagssamningi í byrjun árs 2018. Mikilvægt er að berjast áfram, enda er um mannréttindabrot að ræða að mati lögfræðings. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna þann 21. apríl síðastliðinn.

Þar var farið yfir það hvaða árangur hefði þegar náðst í herferðinni Við borgum myndlistarmönnum, hvernig hægt væri að ná markmiðum hennar á næstu árum og hvað hægt væri að læra af sambærilegri baráttu í nágrannalöndum. Að auki fluttu Styrmir Örn Guðmundsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir gjörninginn Afhjúpun sem endurspeglaði á sinn hátt hversu erfitt en mikilvægt getur verið að koma rödd sinni á framfæri, og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarkona og varaformaður SÍM, las upp „Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu“ þar sem hún sagði listamenn þurfa að stíga upp úr öskustónni.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, byrjaði á að fara yfir helstu niðurstöður könnunar um stöðu félagsmanna árið 2016. Það sem vakti athygli, líkt og í fyrri könnunum, var bágborin lífsafkoma myndlistarmanna og sú staðreynd að menntun tryggir ekki betri afkomu, en 50% þeirra sem svöruðu hafa lokið framhaldsnámi. „Þetta er hámenntuð stétt,“ sagði Jóna Hlíf og benti jafnframt á að 80% svarenda væru konur sem staðfesti þá sannfæringu hennar að um jafnréttismál væri að ræða. Aðeins rúm 20% svarenda gátu unnið að myndlist eingöngu árið 2016 og 30% höfðu myndlist að aðalstarfi, sem er reyndar lítilsháttar aukning frá síðustu könnun árið 2014 og einmitt sami fjöldi og fær listamannalaun. Yfir 50% fá minna en lágmarkslaun. Algeng röksemd gegn listamannalaunum er að listamenn geti selt verk sín, en staðreyndin er sú að ekki er mikil sala á listaverkum. Einungis 13% svarenda fengu 1,5 milljón eða meira fyrir sölu verka á árinu 2016.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM.

Þá fjallaði Jóna Hlíf um drög að framlagssamningi milli myndlistarmanna og opinberra safna sem sambandið hefur undanfarið barist fyrir. „Frá því herferðin hófst hefur málefninu verið gefinn meiri gaumur. Við erum ekki komin þangað sem við viljum en markmiðið er nær en við höldum,“ sagði Jóna Hlíf. Ljóst sé að kostnaður vegna launa hækki hjá söfnunum en þau séu þó nálægt því að geta greitt samkvæmt framlagssamningnum; það verði eftir fimm ár ef þróunin verður áfram sú sama.

Jóna Hlíf setti fram áætlun um hvernig ná mætti markmiðinu í fjórum skrefum: Fólk verði að halda áfram því sem þegar er hafið; greiðslur fyrir opinbert sýningarhald þurfi að koma úr opinberum, miðlægum sjóði með aðkomu ríkis og sveitarfélaga; söfnin þurfi að gera ráð aukakostnaði og biðja um aukafjárveitingar; og myndlistamenn þurfi að þora að biðja um að fá greitt. Í því samhengi benti hún á reiknivél á heimasíðunni www.vidborgummyndlistarmonnum.info.

Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur, sagði að það væri mannréttindabrot og möguleg lagabrot að greiða ekki listamönnum laun. „Ég skildi ekki erindi ykkar fyrst; að fólk fengi ekki greitt og væri jafnvel að borga með sér. Það er með slíkum ólíkindum að það fauk hreinlega í mig,“ sagði Katrín. Hún kynnti fundargestum nokkrar viðeigandi greinar í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og benti á að í þar sé tekið fram að mannréttindi á borð við sjálfsagða virðingu og rétt gagnvart þeim sem fara með völd eigi að vernda með lögum.

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur.

Katrín sagði að staða myndlistarmanna gagnvart söfnunum snúist ekki einungis um jafnræðisregluna, að allir menn skuli jafnir fyrir lögunum og að ríki viðurkennir rétt sérhvers manns til þess að fá endurgjald fyrir vinnu sína – án nokkurrar aðgreiningar – heldur segi í 23. grein yfirlýsingarinnar: Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi. Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk án manngreinarálits.

„Því er það bæði sjálfsagt og augljóst að fólk eigi að fá laun fyrir vinnu sína,“ sagði Katrín. Að auki beri stjórnvöldum samkvæmt 27. grein skylda til að tryggja fólki rétt til að taka frjálsan þátt í menningarlífi og njóta lista. „Því er súrrealískt að opinberar stofnanir á einu listsviði viðhaldi hefð um að greiða tiltekinni tegund listamanna ekki laun fyrir vinnu sína.“ Ráðlagði hún myndlistarfólki að kynna sér vel hvað felist í ráðningarsambandi. Ráðningarsamningur verði að vera í samræmi við kjarasamning og ákvæði um lakari rétt launamanns eru ógild samkvæmt 1. gr. Laga um starfskjör launafólks. Ráðningarsamband getur stofnast með óformlegum hætti en Katrín ráðlagði fólki að gera kröfu um skriflegan samning og skilja alltaf eftir sig „slóð“, þó ekki væri nema með því að senda tölvupóst á vinnuveitanda þar sem munnlegt samþykki er skrifað niður. Svokölluð „gerviverktaka“ sé algeng en ef um hreinan verksamning sé að ræða eigi að biðja um sundurliðun á þóknun og rökstuðning fyrir upphæðum, þannig að fram komi hvort gert sé ráð fyrir launum fyrir vinnuframlag. Minnti hún einnig á „undurfagra lagareglu“ úr 36. grein Samningalaga þar sem segir að víkja megi til hliðar samningi ef hann sé ósanngjarn – og þá eigi m.a. að líta til þess hvort annar samningsaðilinn er í valdameiri stöðu en hinn, líkt og söfnin gagnvart einstaka listamönnum.

„Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri að allir aðilar, þ.m.t. söfnin, segjast styðja málefnið einhuga. Er það raunin? Mér finnst það ekki. Ég skil stuðning þannig að menn geri eitthvað í málinu. Það þarf að gera meiri kröfu á þessa aðila fyrst þeir eru svona stútfullir af stuðningi. Þið þurfið að krefjast þess sem þið eigið lagalegan rétt á, það er kerfisbundið brotið á ykkur vegna þess hvaða starfi þið gegnið. Það er ekki hægt að sleppa því að taka slaginn, því þetta er slagur fyrir alla myndlistarmenn.“

Hilde Tørdal, formaður NBK, hagsmunasamtaka norskra myndlistarmanna, lagði einnig áherslu á samstöðu er hún sagði frá herferðinni Laun fyrir vinnu, og tilraunaverkefni norska ríkisins en í tvö ár, frá á árinu 2013, fengu 24 söfn og gallerí fjárveitingu upp á 500.000 NKR til þess að greiða myndlistarmönnum vegna sýningarhalds. Niðurstaða verkefnisins verður notuð sem grunnur að samningi sem felur í sér endurbætur á samkomulagi frá 1978 um þóknanir fyrir sýningar á listaverkum eins og um leigu væri að ræða. Frá árinu 2006 hafa NBK barist fyrir því að listamenn fái einnig greidd laun fyrir þá vinnu sem þeir leggja í sýningar.

Hilde Tørdal, myndlistarmaður og formaður NBK.

Fram kom í máli Hilde að þrátt fyrir aukið framlag norskra stjórnvalda til menningarmála minnkaði innkoma listamanna á árunum 2005 til 2013 og að myndlistarmenn hafi lægstu innkomuna. Menningarmálaráðuneytið hefur lagst í greiningu á málefninu og Hilde sagði að frá stjórnmálavettvanginum hafi komið hjálplegar yfirlýsingar, m.a. um að listamenn þurfi að geta lifað af list sinni til að tryggja fjölbreytta menningu og að myndlistarmenn þurfi að sitja við sama borð og listamenn í leikhúsi og tónlist. Hilde benti á að hugmyndin um að listamenn eigi að hagnast á sölu listaverka eigi ekki við í myndlistarumhverfi nútímans, þar sem gallerí og söfn setji fókusinn á miðlun áhugaverðrar og frumlegrar samtímalistar en ekki á sölu og markað. Mikilvægt sé að listamenn fái samt laun fyrir að vinna þannig að samfélagslegri velferð, en staðreyndin sé sú að sýningarstaðir sem fái opinbert fjárframlag séu yfirleitt undirfjármagnaðir og borgi listamönnum sjaldan viðunandi þóknun. „Við verðum að eyða hugmyndinni um að það sé í lagi að listamenn vinni frítt, að efnahagur myndlistarsenunnar byggi á frjálsu vinnuframlagi,“ sagði Hilde. „Það eru ekki næg rök að sýning gefi listamanni virðingarstöðu eða tækifæri seinna á ferlinum. Báðir aðilar ættu að græða jafn mikið á sama tíma, ekki gegnum hugsanlegan framtíðargróða. Markmiðið er að bæta afkomu listamanna, styrkja listasenuna almennt og fá stjórnmálamenn til að viðurkenna að setja þurfi meira fé í opinberar listastofnanir.“ Hér virðist nokkur árangur hafa náðst því fram kom hjá Hilde að allir stjórnmálaflokkar Noregs styðji áðurnefnt tilraunaverkefni og skilji mikilvægi þess að listamenn ættu að geta lifað af vinnu sinni. Þá benti hún einnig á að hægt sé að sækja hvatningu í sambærilega baráttu í öðrum löndum, t.d. á Englandi, í Svíþjóð, Skotlandi og á Íslandi.

Eirún Sigurðardóttir, myndlistarkona og varaformaður SÍM.
Í almennum umræðum í lok ráðstefnunnar kom m.a. fram að stuðningur stjórnmálamanna væri ekki jafn almennur á Íslandi og að þar væri verk að vinna. Fordæmi Noregs sé mikilvægt; þar gangi menn lengra og leggi m.a. áherslu á að þetta sé ekki spurning um lágar fjárhæðir heldur verði átakið dýrt.

Í spurningum úr sal komu fram áhyggjur af því að kröfur um greiðslur gætu skaðað einstaka myndlistarmenn og feril þeirra. Þegar listamenn sýna t.d. sem hluti af hópi er ekki hægt að banna öðrum að gefa vinnuna sína, og erfitt er að vera sá eini sem gerir launakröfur. Allir ræðumenn lögðu áherslu á að spyrja um greiðslur, óska eftir að fá að minnsta kosti greitt samkvæmt framlagssamningi og fá skriflegt samkomulag.

Eftir ráðstefnuna fór fram námskeið um grunnatriði í samningatækni.

Upp kom sú hugmynd að fara í prófmál. Katrín Oddsdóttir sagði vissulega möguleika að taka svo augljóslega óréttlátt mál og fara með það fyrir dómstóla – jafnvel fá gjafsókn því listamenn séu á mjög lágum launum – en enginn vissi dæmi þess að farið hefði verið í slíkt mál, hér eða erlendis. Hilde sagði að sem talsmaður samtaka vilji hún frekar reyna að fá fólk til að sameinast um að núverandi fyrirkomulag sé fáránlegt. Þá kom líka fram að myndlistarmenn hafi litla þekkingu og tíma til að setja sig inn í lagaleg atriði við samningagerð – og að jafnvel þyki ekki fínt að tala um peninga í listheiminum. Eftir ráðstefnuna fór fram námskeið um grunnatriði í samningatækni.

Höfundur: Auður Aðalsteinsdóttir


Ljósmyndir: Með leyfi SÍM

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest