Dream Lover í Ekkisens

Dream Lover í Ekkisens

English below

Víðkunna fjöllistakonan Berglind Ágústsdóttir opnar einkasýninguna Dream Lover í Ekkisens þann 10. júní kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin í opnunarhófið. 

Sýningin verður svo opin til 25. júní frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 16:00 – 18:00 nema annað verði tekið fram á viðburðasíðu.

Berglind hefur undanfarið gert tilraunir með skúlptúra sem unnir eru í gifs sem og gert myndbönd við tónlist af plötu sinni Just Dance. Hún mun sýna skúlptúra, teikningar og vídjóverk í Ekkisens jafnframt því að vinna ný verk á sýningartímanum og gera tilraunarútvarp.

Berglind (f.1975) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur sýnt víða hér á Íslandi og erlendis og staðið að listviðburðum, verið sýningarstjóri og starfað sem tónlistar og myndlistarkona sem hefur ávallt blandað miðlum saman og unnið mikið í samvinnu við aðra. Berglind hefur spilað víða um heim og gefið út plötur og kassettur. Hún vekur hvarvetna athygli enda fer ekkert á milli mála að list hennar er samofin framkomu hennar og atferli dags daglega. Líkt og í hversdagslífinu beitir hún í myndlist sinni litum, mynstri, leikföngum og ljósmyndum til að koma á framfæri því sem henni liggur á hjarta. Verkin eru ýmist gjörningar, myndbönd, tónlist eða innsetningar. Einnig skipurleggur hún tónlistar og list viðburði og gerir tilrauna útvarp


The nationally renowned multi-artist, Berglind Ágústsdóttir will open a solo exhibition „Dream Lover“ in Ekkisens Art Space on June the 10th from 17:00 – 19:00. On display will be a number of playful works, experimental plaster sculptures, drawings and on site happenings. Berglind will create new works in the space during the exhibition and manage an experimental radio. The title of the exhibition is derived from a video art piece which will be premiered in Iceland in the show, a collaboration with the swedish artist Liina Nilsson.

The exhibition will be open from 16:00 – 18:00 till the 25th of June from tuesday to sunday unless something else is stated on the event page.
///

RÍFA KJAFT – Verksmiðjan á Hjalteyri

RÍFA KJAFT – Verksmiðjan á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
RÍFA KJAFT
11. júní kl. 14:00 og þiggja veitingar.
————————–————————–————————–—–
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
RÍFA KJAFT
11th of June at 2 pm, drinks served

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karla Sasche, Sara Björg Bjarnadóttir,
Hekla Björt Helgadóttir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Véronique Legros, Kristín Reynisdóttir, Ólöf Benediktsdóttir.


Verksmiðjan á Hjalteyri, 11/06 – 10.07 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14:00 / Opið alla daga kl. 14:00 – 17:00.

Laugardaginn 11. júní kl. 14-17 opnar myndlistarsýningin «Rífa kjaft», í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þetta er sýning listakvenna einvörðungu, en titillinn yfirlýsing þess að vera staðföst og sjálfri sér trú – láta ekkert hindra sig þó á móti blási.
Þátttakendur eru búsettir á Íslandi og í Þýskalandi, íslenskir og erlendir og á ýmsum aldri, sú yngsta fædd 1990 og sú elsta 1950. Viðfangsefnin og miðlarnir sem notast er við eru margvíslegir. Á opnuninni verður Anna Sigríður Sigurjónsdóttir með gjörning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 10 júlí.

Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir palinarademaker@gmail.com og í síma: 8945818

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

Outsider art 3.hluti – Outsider/Insider?

Outsider art 3.hluti – Outsider/Insider?

Outsider art 3.hluti – Outsider/Insider?

Tobin Siebers, prófessor í bókmennta- og menningargagnrýni við háskólann í Michigan í Bandaríkjunum, hefur skrifað töluvert um fötlun og list. Í grein sinni „Disability Aesthetics“ veltir hann fyrir sér tengslum fötlunar og listaverka í listasögunni og mikilvægu en duldu hlutverki fötlunar í sögulegum verkum. Hann fjallar um áskorun sem listfræðingar og listnjótendur standi frammi fyrir þegar um er að ræða listafólk með þroskahömlun þar sem ætlun listamannsins með verki sínu er ekki ljós. Verkin eru gerð óháð mögulegri framsetningu og án tillits til áhorfandans, listasögulegs samhengis og án tengsla við strauma og stefnur í nútímamyndlist. Hann nefnir sem dæmi verk listakonunar Judith Scott sem hefur skapað sér nafn sem „outsider“ listamaður en verk hennar hafa fengið mikla athygli og eru nú sýnd bæði á vettvangi „outsider“ listar sem og á almennum vettvangi. Judith skilgreindi sjálfa sig ekki sem listamann, hún fór hvorki á söfn né ætlaði sér að skapa listaverk í því almenna samhengi sem það að skapa listaverk er sett í (Siebers, 2006).

Saga Judith er um margt merkileg. Hún er tvíburi, fæddist með Downs-heilkenni og ólst upp í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu sinni til sjö ára aldurs. Þegar formleg skólaganga hennar átti að hefjast þreytti hún munnleg próf og þótti ekki hæf til að ganga í almennan skóla. Fjölskyldu hennar var ráðlagt af læknum að senda hana frá sér á hæli, sem var ráð þess tíma og þeirrar samfélagsgerðar sem þá var. Judith gat lítið tjáð sig og það uppgötvaðist ekki fyrr en seint á ævi hennar að hún var heyrnalaus! Hún var sumsagt sett heyrnarlaus í munnlegt próf þar sem niðurstöður áttu að segja til um greind hennar og var í kjölfarið einangruð á stofnun stóran hluta af lífi sínu. Á hælinu fékk hún fá tækifæri, einangraðist og var nánast afskrifuð.

Eftir lát foreldra hennar þegar Judith var komin á fimmtugsaldur bauð systir Judith henni að flytja til sín til Kaliforníu á svæðið í kringum San Francisco. Judith hóf þá að sækja listmiðstöðina Creative Growth sem staðsett var nálægt heimili þeirra. Creative Growth er listmiðstöð og gallerí í Oakland í Kaliforníu með afar fjölbreytta starfsemi og marga listamenn á sínum snærum. Þar er dagþjónusta þar sem fólk getur komið og unnið að list sinni, allur efniviður er á staðnum og leiðbeinendur eru myndlistafólk. Miðstöðin aðstoðar fólk við að koma verkum sínum á framfæri og kemur á samstarfi við listafólk og hönnuði, þar er rekið faglegt gallerí og miðstöðin sinnir umboðsstörfum fyrir listafólkið.

Til að byrja með naut Judith sín ekkert sérstaklega vel en komst síðan að í smiðju þar sem verið var að vinna með garn og útsaum. Þar kviknaði áhugi hennar og hún fór að vinna að skúlptúrum, þrívíðum verkum, sem hafa markað spor í listasögunni. Inni í verkunum kom hún fyrir alls konar hlutum og dóti sem hún fann og hafa sést þegar verkin eru gegnumlýst. Það eru sögur af því að hlutir hafi horfið frá fólki eins og veski og töskur sem eru nú hluti af þessum listaverkum.

Verk hennar vöktu strax mikla athygli og þá sem „outsider“ listaverk eftir „outsider“ listamann í „outsider“ listheiminum (MacGregor J.M., 1999. Siebers 2006). En það breyttist eftir að hróður hennar barst út. Á heimasíðu Judithar og systur hennar Joyce Scott segir að verk Judithar endurspegli ekki samhengi við ríkjandi menningu og séu afar einstaklingsbundin, þó öðluðust þau og hún sjálf fyrst viðurkenningu innan „outsider“ listheimsins. Með tímanum hefur áhersla á skerðingu hennar og fötlun dofnað og orðið að neðanmálsgrein í lífssögu hennar sem heimsþekktur og markverður listamaður (Hidden worlds, e.d.). Verk hennar hafa öðlast sjálfstætt líf sem merkilegt innlegg í listasöguna, einu sinni skilgreind á jaðrinum en núna einnig viðtekin á almennan hátt sem list. Á síðustu árum hafa verk hennar verið sýnd víða um heim og eru í eigu þekktra og virtra safna.

Saga Judithar er þó ekki almenn þegar kemur að aðgengi verka listafólks með þroskahömlun inn á almennan vettvang. Siebers (2006) veltir því fyrir sér hvað þurfi að breytast þegar kemur að því að skilja og meðtaka list til þess að verk Judithar og annarra séu meðtekin í listasögunni. Hann nefnir að enn séu listnjótendur uppteknir af tilgangi listamannsins með verki sínu og af því hver uppruni listaverksins sé. Sýn þeirra sem fást við fötlun og fagurfræði (e. disability aesthetics) sé að leggja áherslu á að líkamleg fötlun og þroskahömlun (e. mental difference) hafi mikið gildi í sjálfu sér. Jafnframt að sú sýn geti breytt viðtekinni sýn og haft þau áhrif  að fólk kunni að meta þátt fötlunar í nútímalist og jaðarlist og taki þátt í endurmati á fagurfræðilegum viðmiðum og smekk þeim sem útilokar fatlað fólk.

Vísir að samruna

Árið 2013 var Feneyjartvíæringurinn haldinn í 55 sinn. Feneyjartvíæringurinn, La Biennale di Venezia, er stofnun sem hefur frá upphafi lagt áherslu á nútímamyndlist, rannsóknir og nýjar stefnur í myndlist. Á tveggja ára fresti skipuleggur stofnunin alþjóðlegar sýningar sem eru virtar á heimsvísu (La Biennale, e.d.).

veniceencyclopediabigMeðfram hefðbundnum sýningarskálum sýningarinnar árið 2013, þar sem hver þjóð átti einn fulltrúa, var stór sýning þar sem lærðir og leiknir sýndu saman verk sín. Lykillistamaður sýningarinnar var ítalski listamaðurinn Marino Auriti sem er í flokki þeirra sem taldir eru til „outsider“ listamanna. Hann vann alla sína ævi að hugmyndum um heildarsafn allra safna, nánast eins og raungert internet, teiknaði það og gerði í þrívídd og varð safnið sjálft afar stórt að umfangi.

Sýningarstjóri tvíæringsins 2013, Massimiliano Gioni, vann á vissan hátt út frá þessari hugmynd Auriti og var þessi stóra sýning hugmyndafræðilegt afkvæmi hugmynda Auriti. Á sýningunni voru verk fjölda listamanna sýnd og þeir kynntir án formerkja um það á hvaða vettvangi þeir höfðu verið sýndir áður eða hvernig þeir höfðu verið skilgreindir. Talið er að virkilega hafi verið reynt að afmá mörkin með þessari sýningu og var það markviss tilgangur sýningarstjórans að forðast skilgreiningar um „outsider/insider“ sem andstæða póla (Il plazzo enciclopedico, 2013).

Það sem virðist vera að gerast í ákveðnum hlutum listheimsins, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum, er að mörkin á milli þessara póla eru sumsstaðar að dofna. Í auknum mæli eru „outsider“ listamenn farnir að sýna á almennum og virtum sýningum eins og Feneyjatvíæringnum, Documenta og The Carnegie International. Outsider Art Fair er stór hátíð þar sem „outsider“ list er kynnt og er hún haldin bæði í New York og París. Á vorsýningu Outsider Art Fair árið 2014 voru sýnd verk listamanna frá 48 alþjóðlegum galleríum (Outsider art fair, e.d.). Í fyrsta sinn frá stofnun hennar árið 1993 var hún haldin samhliða hátíðinni Frieze Art Fair sem er sambærileg við áðurnefndar hátíðir en þar eru sýnd verk listamanna sem eru kynntir á vegum 190 gallería (Frieze art fair, e.d.).

Í viðtali blaðamanns, Frank, í Huffington Post við nýjan eiganda Outsider Art Fair, Andrew Edlin, er rætt um að gjáin á milli „outsider“ listamanna og þeirra sem eru viðurkenndir í hinum almenna listheimi sé að minnka. Edlin talar í viðtalinu um hversu mikla umfjöllun verk á hátíðinni fái og að umræðan snúist um að verkin eigi skilið að vera skoðuð í samhengi við almenna nútímamyndlist. Hann undirstrikar að æ minni áhersla sé lögð á skilgreiningar og merkimiða á hvað sé „outsider“ og hvað sé meginstraumur (e. mainstream) innan listheimsins (Frank, 2014). Þetta og það sem sést með aðgengi verka Judith Scott inn í almennu senuna er til marks um ákveðinn samruna, eða hið minnsta virðist vera samtal og endurskoðun í gangi. Á meðan staðan sumsstaðar í Evrópu og Bandaríkjunum er þessi er staðan önnur á Íslandi. Mögulega sökum smæðar listasenunar og listmarkaðarins hér. Staðan er sú að þeir sem fallið geta undir „outsider“ skilgreininguna eða teljast vera á jaðrinum stendur enn í dag færri tækifæri til boða til að sýna og fleiri hindranir eru í vegi þeirra vilji þeir byggja upp feril í listum.

Margrét M. Norðdahl

Heimildir:

Frank, P., (2014, 10. apríl). Defining outsider art in anticipation of the Outsider art fair. Huffington Post. Sótt af http://www.huffingtonpost.com/2014/04/10/outsider-art-fair-2014_n_5093206.html

Frieze art fair. (e.d.). Frieze New York. Sótt af http://friezenewyork.com/

Hidden Worlds. (e.d.). Judith Scott (1943 – 2005). Sótt af: http://www.hidden-worlds.com/judithandjoycescott/judith.shtml

Il plazzo enciclopedico: The encyclopedic palace: 55th International Art Exhibition: la biennale di Venezia. (2013). [Sýningarskrá]. Massimiliano Gioni (ritstjóri). Feneyjar: Marsilio.

La Biennale. (e.d.). La Biennale di Venezia. Sótt af: http://www.labiennale.org/en/biennale/organization

MacGregor, J.M., (1999). Metamorphosis, The fiber art of Judith Scott. Oakland: Creative Growth Art center

Outsider art fair. (e.d.). New York 2014. OAF Talks. Sótt af : http://www.outsiderartfair.com/fair/720/program

Siebers, T., (2006). Disability Aesthetics. Journal for Cultural and Religious Theory vol. 7 no.2: bls 63 – 73.

Kvikmyndadagkrá: Bestu vinir mannsins Fimmtudaginn 9. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Kvikmyndadagkrá: Bestu vinir mannsins Fimmtudaginn 9. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla verða sýndar tvær kvikmyndir um samskipti manna og dýra eftir þá Hafstein Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð annars vegar og Kristján Loðmfjörð hinsvegar. Kristján ræðir við gesti að sýningu lokinni.

Drottins náð, Kristján Loðmfjörð, 2015 (43 mín).
Þrettán einstaklingar deila persónulegri reynslu sinni af samvistum við dýr. Heimildarmyndin er tekin upp í sveitum landsins þar sem nánd við húsdýrin er ráðandi þáttur í daglegum störfum og lífi. Titill myndarinnar vísar til hins kristilega lögmáls um dýrin sem gjöf guðs, mönnum til ununar og afnota.

Filma, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð, 2012 (25 mín).
Kvikmyndin segir frá för ljósmyndara eftir suðurströnd Íslands með það fyrir augum að taka ógleymanlega mynd af vitanum í Hrollaugseyjum. Kötturinn Filma er með í för. Ætlun kvikmyndagerðarmannanna um að skrásetja hina listrænu framkvæmd tekur aðra stefnu þegar kötturinn tekur til sinna ráða.

Kvikmyndirnar verða endursýndar fimmtudagana 7. júlí, 4. ágúst og 1. september kl. 20.

Leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðingi

Leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðingi

Sunnudaginn 12. júní kl. 14.00 verður leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðings.

Á sýningunni er að finna mörg öndvegisverka listamannsins frá ferðalögum hans austur í Skaftafellssýslur. Verkin á sýningunni eru frá árunum 1909 – 1928, bæði olíu og vatslitamyndir.

Eyrún mun rekja feril listamannsins og fjalla sérstaklega um vatnslitamálverkin með hliðsjón af blæbrigðum birtunnar í verkunum.

Mynd í prentupplausn: Frá Múlakoti eftir Ásgrím Jónsson

Nánar um sýninguna:hér

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest