Abstrakt staður án núllpunkts

Abstrakt staður án núllpunkts

Mynd af Huldu e. Daniel Magnússon

Abstrakt staður án núllpunkts

Framlag BERG Contemporary til Listahátíðar Reykjavíkur er Færsla, sýning Huldu Stefánsdóttur sem stendur til 2. júlí. Hulda vinnur verk sem oft hafa einkennst af ljósum litum og margbrotunum verkaheildum sem fikra sig eftir veggjum sýningarrýmisins. Í Færslu heldur hún áfram að rekja sig eftir þræðinum meðvituð um að hann muni sífellt leiða hana á nýjar slóðir. Hlín Gylfadóttir hitti Huldu og spjallaði við hana um sýninguna.

Um titil sýningarinnar segir Hulda:

Ég er ekki vön að vera með titla á stökum verkum en vel titil á hverja sýningu sem er lýsandi fyrir það sem ég er að vinna með hverju sinni. Fyrir vikið verður það sýningartitillinn sem er leiðandi í vinnuferlinu og ég velti orðum og hugtökum fyrir mér fram og til baka, skrifa hjá mér hugleiðingar og reyni hvað ég get að fanga réttu stemmninguna hverju sinni.

Titill sýningarinnar, Færsla, varð til þegar vinnuferlið var komið vel af stað. Ég var með vinnutitil á sýningunni sem ég komst að að var í raun farinn að hamla mér í að vinna verkin. Þetta varð allt í einu allt of hlaðið, of umfangsmikil og flókin orð sem þvældust fyrir mér og voru næstum orðin hamlandi. Færsla felur í sér þá hugmynd að skynjun okkar í núinu er aldrei alveg ný, að við byggjum alltaf um leið á fyrri reynslu, skynjun og þekkingu. Mig langaði til að reyna að ná utan um þessa hleðslu í augnablikinu. Það á sér alltaf stað ákveðin yfirfærsla og því er í raun enginn núllpunktur. Hugmyndin um þann stað er algerlega abstrakt.

Á sýningunni er par verka þar sem ég tek þrykk af öðru verkinu yfir á hitt. Fyrir vikið á sér stað yfirfærsla og í einhverjum skilningi verður til frummynd og eftirmynd en um leið tvær frummyndir sem mér finnst áhugavert. Ég hef áður notað ljósmyndir og ljósrit andspænis málverkum til að skoða hugmyndir um frummynd og eftirmynd. Þá hef ég lagt að jöfnu ljósmyndir, endurtekin ljósrit og málverk, sem er alltaf einstakt.

Verkin á þessari sýningu eru mun sjálfstæðari en oft áður. Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna ljósu verkin upphaflega var að mig langaði að nálgast arkitektúrinn, hvítu veggina í sýningarrýminu. Nú eru verkin meiri einstaklingar og það er eitthvað sem gerðist í upphengi sýningarinnar. Ég vinn upphengið þannig að ég kem með fullt af hráefni í sýningarsalinn sem ég vel úr. Það eru vissulega alltaf einhverjir leiðar póstar í verkaheildinni en ég kom með 35 verk í rýmið og á sýningunni urðu þau verkin 19. Í upphengiferlinu var ég bæði að hugsa um gráskalann og litríkari verk sem myndu mæta þeim. Litirnir núna eru leiddir af þessum skuggum og ljósum. Litirnir eru allt það sem ljósið inniheldur, prismað.

Á sama tíma var ég líka að raða saman verkum af ólíkri stærð inn í sýningarrýmið. Á ákveðnum tímapunkti í upphenginu prófaði ég að taka öll litlu verkin út og lagði póstana, stærri verkin, til að sjá hvernig þau virkuðu saman. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti ekki þennan fjölda af litlum verkum og það hefði bara verið dekoratíft að fara að bæta einhverju við þau stóru. Fyrir vikið er þessi sýning mjög klassísk í upphengi. Þannig að ég er komin frá því að mála á hvað sem er annað en striga, eins og álplötur og viðarplötur, bara allt annað en striga, yfir í stór, strekt strigamálverk og klassískara upphengi, jafnvel miðjusetningu, segir Hulda og hlær.

Þessi sýning hefur staðið til í langan tíma og eru hlutföll flestra verkanna hugsuð út frá þessum sýningarsal. Eitt verkanna var á sýningunni Nýmálað á Kjarvalstöðum 2015. Það verk, sem stendur sem par ásamt dökku verki fremst í sýningarrýminu, kom einnig fram í Framköllun hjá Heklu Dögg Jónsdóttur í Hafnarborg á síðasta ári. Enn eitt verk á sýningunni var á síðustu einkasýningu minni, Upplausn 2010. Það verk er óþekkjanlegt á þessari sýningu þar sem það snýr öðruvísi og ég er auk þess búin að mála ofan í það. Það skiptir mig máli að tengja svona á milli sýninga því ferlið á milli sýninga skapar einhverskonar vörpun á milli þeirra, yfirfærslu frá einni sýningunni til þeirrar næstu.

Aðspurð um hvernig henni finnist hafa verið í starfi sínu sem prófessor við LHÍ segir Hulda:

Það hefur verið ótrúlega gefandi, krefjandi og skemmtilegt. Það kom mér á óvart þegar ég var að byrja hvað maður skynjaði sterkt skólagöngu fólks fram að þeim tíma sem þau koma í BA nám í myndlist. Fyrir nemendur, sem hafa alla sína skólagöngu verið í umhverfi þar sem allt er stimplað annað hvort rétt eða rangt, er það mjög erfitt að takast á við spurningar eins og „Hvað finnst þér?“ og „Hvernig heldur þú að við getum þjónað hugmyndum þínum best?” Þetta voru oft framandi spurningar fyrir þeim. Eins vakti það mig til umhugsunar hvað fólk gat verið með brotið sjálfstraust vegna þess að það hafði ekki fengið að upplifa styrkleika sína nægilega vel áður. Til dæmis nemandi sem hefur rosalega sjónræna hæfileika en hefur alltaf verið niðurbarinn vegna lágra einkunna í bóknámsfögum. Það er mjög skýrt hvað skortir upp á sjónrænt læsi í okkar samfélagi. Eins þarf að koma auga á það að þegar fólk er ekki mjög bókhneigt að þá sé það allt í lagi því hæfileikinn liggi einfaldlega á öðru sviði. Reyndar held ég að margt sé að breytast í þessum efnum. Það eru átta ár síðan ég byrjaði og mér finnst ég alltaf vera að heyra meira af þessari vitund í skólakerfinu.

Við stofnuðum meistaranámsbraut í myndlist árið 2012 og ég er búin að vera fagstjóri þar frá upphafi. MA nám í myndlist á Íslandi er mjög mikilvægur valkostur fyrir fólk að hafa. Þetta er lítil námsbraut, það eru átta nemendur á hverju ári að meðaltali og um helmingur þeirra eru erlendir nemendur og helmingur Íslendingar. Þessi blanda er mjög dýrmæt og styrkjandi. Umræðurnar verða víðari þegar fólk kemur alls staðar að og mér finnst það gefa Íslendingunum mjög mikið. Erlendu nemarnir koma auga á hluti í okkar umhverfi og samfélagi sem eru of nálægt okkur til að við tökum eftir.

Í upphafi var viss tortryggni í garð námsbrautarinnar og gagnrýni á að hún kæmi í veg fyrir að fólk færi til útlanda í framhaldsnám, sem er svo algjörlega ekki stefna sem ég aðhyllist. Ég væri síst sú til að tala fyrir því að fólk ætti að vera heimóttalegt hérna uppi á skerinu. Ég var sjálf í New York í tæp átta ár, lauk meistaranámi árið 2000 og bjó svo og starfaði í borginni fram í ársbyrjun 2006. Það var mjög mótandi tími sem ég bý að og mun eflaust alltaf sakna pínulítið. Þannig að ég myndi svo sannarlega ekki vilja að fólk neitaði sér um slíka reynslu. Það eru hins vegar ekki allir sem eiga þess kost að sækja nám erlendis, og svo eru aðrir sem hafa lokið BA námi erlendis og hentar vel að bæta við sérmenntun sína hér á landi. Listaháskólinn er viðurkenndur háskóli á fræðasviði lista og við þurfum þetta rannsóknarstig menntunar til að styðja við framgang þessara mikilvægu fagsviða lista í okkar samfélagi. Ég trúi því einlæglega að án listrænnar sköpunar og þeirrar greiningar sem listir einar geta gefið til samfélagsins sé ekki býlt í þessu landi.

Núna er ráðningarfestu minni við Listaháskólann að ljúka þannig að ég er að stíga út fyrir skólann eftir þetta misseri. Það er skrýtin tilfinning en ég held líka að þetta sé mjög gott að láta reyna á sig með öðrum hætti. Nú er eins gott að fara að standa með því sem ég segi við nemendur mína, um að þau megi ekki gefast upp og að þau verði alltaf að standa með myndlistinni sinni. Það er gott að hrista upp í sjálfum sér og það er mjög mikilvægt að nýjir einstaklingar komi inn með sínar áherslur, það tryggir nauðsynlegt flæði á milli listsenunnar og skólans. Nám er og á að vera í stöðugri þróun. Það má aldrei segja „þetta er orðið gott“ heldur þarf alltaf að vera að spyrja og róta í möguleikunum og finna nýjar leiðir.

Hvað finnst þér um starfsumhverfi listamanna á Íslandi og hvernig metur þú hlutverk BERG Contemporary í því?

Ég vona og óska þess að fagumhverfi okkar sé að styrkjast, ætla að vera bjartsýn og segja að svo sé. Þar held ég að samstaða okkar myndlistarmanna og annars fagfólks gagnvart ytra umhverfinu skipti miklu máli. Það er alveg hægt að leyfa fjölbreytileika listanna að njóta sín, hafa skiptar skoðanir á málum en sýna samt samheldni. Hvað varðar BERG Contemporary, þá held ég að blasi við að þetta er frábær viðbót við starfsumhverfi myndlistar hér á landi. Þar skiptir mestu sú sterka og afgerandi sýn sem stofnandi gallerísins, Ingibjörg Jónsdóttir, hefur á samtímamyndlist og hlutverki BERG.

Nú er ákveðnu ferli að ljúka við opnun sýningarinnar en þú ert ekki að fara að sleppa hendinni af því sem þú ert að sýna í Færslu.

Nei, það þarf alltaf að halda þessum þræði gangandi inni í vinnustofunni. Það var voða skrýtið þegar við tæmdum stúdíóið og fórum með öll nýju verkin hingað í galleríið. Ég náði mér í nokkra blindramma strax og setti eitthvað í gang í vinnustofunni því það er enginn endapunktur í þessu ferli, þráðurinn lifir áfram.

Ég vinn yfirleitt þannig að ég er með mörg verk í vinnslu í einu og hef þau í kringum mig í smærri heildum. Ég er ekki með stóra vinnustofu þannig að ég þarf að leggja þau til hliðar og draga þau fram til skiptis. Þannig að vinnuferlið felur alltaf í sér þetta nána samtal á milli verkanna. Það er eitt verk á sýningunni sem er samsett af indigó bláum og gulllit sem ég var lengi að kljást við. Það tók mig langan tíma að ná þessu verki saman og ég skildi ekki af hverju ég gat ekki hætt. Svo var ég að fara í gegnum myndasafnið mitt í tölvunni og dett inn í myndir sem ég hafði tekið þegar ég fór til Rómar í fyrsta skipti 2012. Þá sá ég bara einhvernvegin að þetta var Vatíkansafnið með allri sinni gyllingu og bláma og ég mundi það ekki einu sinni sjálf. Svona skjótast gömul hughrif upp í bland við nýrri og það er þetta þvers og kruss samtal minninga við augnablikið hér og nú sem mér finnst svo áhugavert.

Núna er ég að láta reyna á þessi stærri, sjálfstæðu verk en það er ekki þar með sagt að ég hafi sagt endanlega skilið við fyrri nálgun. Það koma alltaf einhverjar nýjar spurningar sem að maður fer þá að glíma við. Mér finnst hver sýning opna á enn fleiri möguleika. Það er dásamlegt hvað myndlistin er rík af möguleikum. En það tekur tíma að koma auga á þá. Ég held að það gerist ekki fyrr en að sýningunni hefur verið lent og svolítið eftir opnun, jafnvel einhverjum árum síðar. Stundum skoða ég eitthvað síðar sem ég hef verið ósátt við á sínum tíma og lagt til hliðar. Þegar ég tek það fram aftur sé ég kannski einhverjar þreifingar, sem eru þá komnar skýrt fram í nýju verkunum. Oftast finnst mér það taka mörg ár að sættast fyllilega við verkin.

Núna undanfarið hafa nemendur mínir verið á fullu að fylgja MA verkefnum sínum eftir með titlum og textum í sýningarskrá, finna leiðir að því að orða hlutina. Á þessu stigi þarf að taka afstöðu, velja og hafna og eiga eigin orð yfir verk og hugmyndir. Í þetta skiptið var ég algjörlega á sama stað og þau í þessu ferli. Þau voru að engjast yfir sínum titlum og ég var að engjast yfir mínum. Þau voru að skrifa í sýningarskrá en á sama tíma var ég að skrifa eigin hugleiðingar. Og ég sagði við þau að óvissan færi greinilega aldrei, þú ert alltaf jafn óörugg með niðurstöðuna. Kannski snýst þetta á endanum um að læra að höndla óvissuna, kunna að njóta hennar. Að þora að ögra sér áfram.

Kærar þakkir fyrir samtalið, Hulda

Hlín Gylfadóttir

Erfðir eða uppeldi?

Erfðir eða uppeldi?

Erfðir eða uppeldi?

Viaggio sentimental nefnist sýning Ólafar Nordal sem var í Harbinger frá 9/4-8/5 síðastliðin. Sýningin samanstendur af 13 ljósmyndum í stærðum í kringum A4, „facsimile“ af nótnabók Jóns Nordals tónskálds, föður Ólafar, frá 1956 sem innheldur vinnuskissur hans, og hljóðverk þar sem tónar eru leiknir upp úr nótnabókinni.

Í fyrri verkum hefur arfleifð þjóðarinnar verið Ólöfu hugleikinn en á þessari sýningu er Ólöf á persónulegri nótum og varpar fram spurningu um sína eigin arfleifð. Hún gengur út frá kenningu þeirra vísindamanna sem halda því fram að upplifanir og minningar skráist í genamengi manna og þar af leiðandi erfi menn reynslu foreldra sinna.

Foreldrar Ólafar dvöldu í Róm árið 1956, þar sem faðir hennar lagði stund á tónsmíðar, fimm árum áður en Ólöf fæddist. Ólöf fylgdi í fótspor þeirra með svarta/hvítar ljósmyndir sem þau höfðu tekið í farteskinu. Hún leitaði uppi sömu staði og þau höfðu tekið myndirnar á og tók myndir frá sama sjónarhorni. Hún sýnir þær síðan sama þannig að nýrri myndin, sem er í lit, liggur yfir þeirri eldri. Sumar af eldri myndunum eru af foreldrum Ólafar við sögufrægar byggingar. Myndirnar sýna að lítið hefur í rauninni breyst í Róm, fornu byggingarnar standa enn eins og þær stóðu fyrir 60 árum en þegar þessir tveir tímar mætast kemur afstæði tímans í ljós. Það er eins og tíminn hafi staðið í stað þegar fornu byggingarnar eru skoðaðar en fjarvera foreldrar hennar á nýju myndunu sýnir hversu skammur tími mannsins er í samanburði við mannvirkin.

Þegar Ólöf kom á staðina sem foreldrar hennar höfðu dvalið á áratugum fyrr var upplifun hennar einhvers konar déjú vu. Hún upplifði staðina ekki eins og hún væri að sjá þá í fyrsta skipti heldur eins og að hún hefði verið þar áður. Þannig finnst henni hún hafa fengið staðfestingu á að kenningin um að maðurinn erfi reynslu foreldra sinna sé rétt. Ef kenningin er rétt þá styður hún þróunarkenningu Darwins. Maðurinn er í stöðugri þróunn og sífellt að bæta við þekkingu sína, jafnvel í bókalausum heimi, þekking forfeðranna er öll skráð í erfðamenginu. Frummyndakenning Platóns rýmast einnig innan þessarar kenningar, að maðurinn fæðist með alla þekkingu, að hann þurfi eingöngu að leysa hana úr læðingi. Sem leiðir hugann einnig að Noam Chomsky og kenningu hans um að maðurinn fæðist með tungumál, að það sé ekki eitthvað sem maður læri eingöngu af reynslu. Aðrir halda því fram að maðurinn fæðist með hæfileikann til að læra og að reynslan eða uppeldið móti hann meira en erfðir.

Ólöf hefur oft séð myndir foreldra sinna frá Róm og heyrt foreldra sinna tala um Róm. Þannig hefur hún mögulega gert sér Róm í hugarlund, skapað þekkingargrunn í heilabúinu eða þekkingarmót. Þegar hún upplifir síðan hlutinn bætir hún við þá þekkingu sem hún hefur aflað sér, myndin sem hún hafði í huganum verður dýpri eða skýrari, það er nýa myndin fellur að þeirri mynd sem hún hafði fyrir.

Sýning Ólafar styrkir kannski ekki kenninguna um að reynsla foreldra erfist en hún varpar engu að síður fram áhugaverðri spurningu og er innlegg í umræðuna um hvað gerir manninn að því sem hann er. Sýningin er einnig fallegur virðingavottur við foreldra hennar sem skópu hana.

Höfundur er Marta Valgeirsdóttir

Hún er menntuð í myndlist og heimspeki

STEYPA Photography Exhibition 2016

STEYPA Photography Exhibition 2016

STEYPA Photography Exhibition 2016

Open daily, 1 June until 31 August, Ólafsvík, Snæfellsnes

The aim of STEYPA Photography Exhibition is to show a broad photographic perspective of Iceland in contrast to the more conventional type of landscape and nature pictures that are usually taken. This concept is the trademark of the exhibition, which creates a very diverse and dynamic outlook on the show.

The photographers

This year’s photographers are Anna Grevenitis (USA), Christel Thomsen (DK), Claus Sterneck (IS, GER), Elli Thor (IS), Emilie Dalum (IS, DK), Gulli Már (IS), Johanna-Maria Fritz (DE), Jutta Wittmann (A) and Rúnar Gunnarsson (IS).

Claus gives a different view at pictures which have not been taken by a drone. Elli Thor shows surfers in Iceland. Johanna-Maria shows pictures of the artists of “Sirkus Íslands“.Emilie was diagnosed with cancer in the lymphatic system. Her project focuses on her inner and outer journey throughout her treatment for recovering. Rúnar shows pictures of fish heads installed in old aquariums.

More about STEYPA and the photographers here:

Homepage www.steypaphoto.com

Facebook: www.facebook.com/steypaphoto

Twitter: http://twitter.com/steypaphoto

Instagram: http://instagram.com/steypaphoto
Vimeo: https://vimeo.com/user51044712

Hashtag: #steypaphoto

Or in real life – in Reykjavík for a coffee or a beer.

https://vimeo.com/user51044712

A popular exhibition

STEYPA Photography Exhibition was held the first time in 2013. During the summers of 2014 and 2015, the word of the STEYPA slowly spread among the people in Iceland and from a broad, and the exhibition gained more and more popularity.

Today there’s no doubt that STEYPA has established a name for itself that many people recognize – having seen the show themselves or read about it in the media.

STEYPA is here to stay. Expect to see us again in 2017. For us STEYPA is like watering and nourishing a plant, evoking the beauty in the growth and expansion of it.

Claus Sterneck and Emilie Dalum

We, Claus and Emilie, love doing this work and put lots of our free time and energy into making the dream come true! Besides corresponding with the photographers, networking, driving repeatedly between Reykjavík and Ólafsvík in Emilie’s old Subaru, we have also arranged the exhibition space, we carry out PR-work and are constantly in contact with each other.

Claus has lived in Reykjavík since 2008, and has never had any formal training in photography – which means he takes pictures by feeling. „One of the goals with my pictures is to show a different side of Iceland, apart from mainstream Reykjavík and other common Icelandic themes.“ Definitely not a part of his portfolio: a typical picture of Northern Lights with green sky reflecting on the mountains and water.

Homepage: www.claus-in-iceland.com / Facebook www.facebook.com/claus.in.iceland

Emilie moved to Iceland in 2012, and has been here since then – only with a short break in the year 2014. Iceland keeps on fascinating her with all its many contrast and surprises. She completed a one-year photography program at the Fatamorgana Danish School of Documentary and Art Photography, and holds a BA in European Ethnology from the University of Copenhagen. She has exhibited her own photographic work in Copenhagen (Denmark), and Djúpavík and Stöðvarfjörður (Iceland).

Homepage: http://emiliedalum.com/

STEYPA in Ólafsvík

After three summers in Djúpavík, this year’s exhibition will be held for the first time in Ólafsvík, (Snæfellsnes) from 1 June until 31 August 2016.
Ólafsvík is located on the popular peninsula of Snæfellsnes, West Iceland.

STEYPA will be held in the former Maritime Museum (Sjávarsafn) located at the habour.

Some remains from the museum are still in the building. By integrating the exhibition into the old interior, like aquariums, fishing boats and historical information, we thereby contribute to keep the old spirits of the Icelandic maritime culture alive. That creates parallel worlds of historical and cultural space on the one hand, and the presence of art on the other.

For many years Ólafsvík was one of the largest producers of salt cod or bacalhau. The building where STEYPA is being held was called “Salthúsið” (“the salt house”) due to the large amounts of salt that were kept there. It was part of a fish freezing facility and factory for producing salt cod until it closed in around 1990. The house was acquired by new owners in 2001 and turned into a marine museum, which closed its doors two years ago.

See you in Ólafsvík this summer!

Rödd náttúrunnar heldur listaverkauppboð

Rödd náttúrunnar heldur listaverkauppboð

Rödd Náttúrunnar / Voice of Nature eru samtök sem eru stofnuð með það að augnamiði að Náttúran fái rödd og réttindi. Þær kynslóðir sem nú byggja jörðina eru þær síðustu sem geta gert eitthvað til þess að koma í veg fyrir stórfelldar mannlegar og náttúrulegar hamfarir.

Rödd Náttúrunnar vill hvetja til hugarfarsbreytingar með því að efla umhverfisvitund meðal almennings og nota til þess listræna tjáningu sem brú milli vísindasamfélgasins og almennings.

Einkunnarorð Raddar Náttúrunnar eru siðferði og sjálfbær þróun.

Facebook síða viðburðarinns: hér

Hér eru listamennirnir sem eru búnir að gefa verk og enn er að bætast í hópinn: 

  • Hlynur Hallsson
  • Tolli
  • Kristín Gunnlaugs
  • The Icelandic Love Corporation
  • Finnbogi Pétursson
  • Guðrún Einarsdóttir
  • Margrét Blöndal
  • Hulda Vilhjálms
  • Guðjón Ket
  • Brynhildur Þorsteinsdóttir
  • Ólöf Nordal
  • Rósa Gísladóttir
  • Spessi
  • Egill Snæbjörnsson
  • Hulda Stefánsdóttir
  • Edda Heiðrún Backman
  • Jóna Hlíf
  • Sigurður Atli Sigurðsson
  • Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
  • Örn Alexander Ámundason
  • Guðrún Kristjánsdóttir
  • Þórður Hall
  • Árni Már Erlingsson
  • Sara Riel
  • Jón Laxdal Halldórsson
  • Ragnhildur Stefánsdóttir
  • Einar Örn Benediktsson
OPEN CALL: PLAN-B art festival

OPEN CALL: PLAN-B art festival

English below
OPEN CALL: PLAN-B art festival
Plan-B art festival hefur formlega opnað fyrir umsóknir listamanna fyrir hátíðina!
Plan-B er listahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn í Borgarnesi og nágrenni helgina 12. –14. ágúst og verða mörg helstu kennileita bæjarins að sýningarrýmum á meðan á hátíðinni stendur. Sérstök áhersla verður lögð á samtímalist og fjölbreytilega birtingarmynd listarinnar með notkun ólíkra miðla. Bæði verður tekið við fullbúnum hugmyndum sem og hugmyndum á byrjunarstigi. Mikilvægt er að hægt sé að aðlaga verkin og vinna inn í þau fjölbreyttu sýningarrými sem standa til boða. 
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Myndlistarsjóði og Arion banka. Styrktaraðilar okkar gera okkur kleift að stuðla að fjölbreyttu og áhugaverðu menningarlífi á Vesturlandi, skapa nýjan vettvang myndlistar að ógleymdum þeim mikilvæga þætti að greiða listamönnum laun fyrir þátttöku í hátíðinni.
Staðfestir listamenn eru þau Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir og Rakel McMahon.
– 
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á planb@planbartfestival.is
 –
 //
OPEN CALL: PLAN-B art festival
Plan-B art festival is now accepting artist applications!
Plan-B art festival will take place in Borgarnes and nearby areas for the first time during the weekend of 12th –14th of August. Attention will be directed towards contemporary art and the conversation between diverse art created with mixed media. Proposals can be fully developed artworks / projects or unformed ideas, adaptable to the variety of untraditional venues.
– 
Plan-B art festival is sponsored by West Iceland Foresight, Icelandic Visual Arts Fund and Arion Bank. With the support of our sponsors we can contribute to the development of the fertile cultural landscape in West Iceland, create a new art scene and last but not least to pay artists for their participation in the festival.
– 
Featured artists are Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir and Rakel McMahon.
– 
For proposals and inquiries, please contact us at planb@planbartfestival.is
 –
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest