Fermenting process: a show and tell with Sindri Leifsson

Fermenting process: a show and tell with Sindri Leifsson

Fermenting process: a show and tell with Sindri Leifsson

With Bold Knife and Fork opens with M.F.K. Fisher poignantly stating that gradual changes in a basic recipe are intrinsically tangled with man’s history and assumed progress.[1] This statement continues to resonate with me months after initially reading it, as it still strikes me with a massive pang of guilt. I think about food more often than I’d like to admit and it’s definitely one of my deepest passions, but I never follow a recipe and I rarely get past the title before beginning to cook. Partly due to laziness, I will admit, but it’s primarily due to trust. For better or for worse, I trust my instincts as well as the food to help me navigate somewhat close to the intended dish, or at the very least, towards a weird but welcomed gastronomical surprise. I’m unsure if I’d equate instinct with progress though, because if anything, my instincts have led me to be deeply set in my ways.

When I approached Reykjavik-based artist and organiser Sindri Leifsson about engaging in this sharing, his initial response was to send me a photograph of the current loaf of bread he was making. It was a turmeric sesame sourdough, and my mouth immediately watered upon seeing the vibrant yellow boule. Meeting some days later, we spoke as he was making a sourdough pizza in the countryside, and he later sent me a photograph of it all finished with his scenic view in the background. A week later, he shared with me his go-to method for baking sourdough bread that he’s carefully developed and perfected over the last three years. I consider recipes to often act as a linear way of sharing a non-linear process, and I realised that this recipe was in many ways the result of Sindri’s process of learning, discovering and perfecting the method of this bread. Graced with moments of his person, he shared suggestions – like how he uses a showercap instead of cling film to cover his dough as it proves, as well as links to tutorial videos on kneading techniques. It became conceivable to imagine his personal trial and errors over time as he honed this particular process.

80% Manitoba Strong Flour, 20% Öland Flour, 78% Hydration, 2% salt, 4gr Turmeric, 30gr Sesame seeds.

Research through experience is the most honest way to learn. While speaking about bread and beyond, Sindri reiterated the importance of being observant and that though one may carefully follow all the protocols, he stressed that it is far more important to have an awareness of what’s happening. To be observant is one thing, but it’s another to know what to do with your observations. This led me to think about how many times we need to activate our senses in a particular way before the action becomes familiar or instinctive.

Signal (sunshine yellow), 2016.

This methodically consistent way of being seems to seep into all corners of Leifsson’s life, and I found his perception of the interconnection of makers and materials to be a necessary aspect of unpacking his practice. With wood being a recurring theme and material in his work, we spoke a lot about the importance and significance of tools, as some of his works even place an emphasis on the tool itself, approaching it as a material in its own right. He keeps revisiting the hand saw in particular, as his interest in it lies in how it acts as a mediator between his hand and the wood. He also reverently stated his affinity with tools remain in their ability to help him create things that last longer than his lifetime.

Axe, 2017. Installation view from the exhibition Hole at The Factory in Hjalteyri.

Axe, 2017.

As we spoke about his working process, Sindri conceded that he’s a project-driven worker as he’s motivated and inspired by juggling multiple activities at once. This is also perhaps why he’s not only deeply committed to his personal practice, but also prioritises contributing to his local art community through acting on the board of a myriad of organizations (such as The Living Art Museum and Sequences Art Festival), as well as working at the Iceland University of the Arts. Alongside this, Leifsson has also run multiple art spaces out of his home, with the current one being listasafnislands.is, affectionately named after his discovery of The National Gallery of Iceland’s missed opportunity of having a .is web domain, which he then unhesitatingly purchased himself to run parallel to the physical namesake space. Sindri’s investment in cultivating these initiatives rests in his desire to have a continuous interaction with art and arts practitioners who he’s interested in, and being drawn to experiencing work in new ways as he continues to foster space for art and life to co-exist. It was curious and humbling to listen to why he rejects the notion of a hierarchy or division existing between arts working and working as an artist. As they occupy the same part of his headspace, Sindri explained that he was more so focused on producing something interesting rather than on the illusion that one form of labour is better or more prestigious than the other. It’s commendable his dedication to making time and space for what he cares about, and also for understanding the privilege he has to be able to make these initiatives happen.

Sketch for maintenance.

In speaking about work and labour, he shared some insights about his current project, which places an emphasis on maintenance. Over time, he has observed points where breakdowns were naturally occurring in the public realm, such as a broken bench, fence or sign. Sindri intends to highlight these moments by accurately repairing them and leaving the break precisely fixed but with the repair still evident. Aware that these radical actions may be perceived as presumptuous with consideration to his person and gender, he acknowledged the importance of being critical and considerate of one’s actions as well as the words used in relation to them regardless of the intention. Sindri stressed that excluding communication is selfish to the process, and that for him, the repair is truly as important as the break. Lisa Baraitser eloquently argues that what is hidden is often not just the labour of maintenance, but also the time embedded within the labour itself,[2] and I believe this to be true. Invested in the ethos of the Japanese aesthetics of wabi-sabi, Sindri’s work is rooted in recognising the temporal nature of things while highlighting the labour needed for them to be maintained. In contemplating this particular project, I was immediately reminded of Mierle Laderman Ukeles’ Handshake Ritual, which was part of her Touch Sanitation Performance (1979-80), where she embarked on the pursuit of meeting and shaking hands with every New York Sanitation Department employee, and thanking them for keeping New York City alive.[3] I also find myself considering the similarities between Leifsson’s current proposition and Francis Alÿs’ When Faith Moves Mountains (2002). This ambitious collaborative action involved 500 volunteers in the outskirts of Lima, Peru taking on the task of moving a sand dune over several inches.[4] I envisage Sindri’s work in line with these as they all generously lend their practice to duration, but more so because they allow for their work to be a means of opening up the conversation on how vulnerability is unraveled through acknowledging the labour involved with maintenance and constant care. These seemingly invisible and momentary gestures continue to resonate far beyond their time.

Entrance, 2019, steel, pine, potatoes.

There’s a curious tension in Sindri’s work which consistently motivates me to question the problems and possibilities of my surroundings. There also exists this refreshing humility in his investment with time passing and time passed that continues to oscillate through my headspace in weird and wonderful ways. Leifsson’s ongoing willingness to learn and experiment regardless of the outcome opens his work to new forms over time as it delicately bleeds between public and private space. It’s evident that his curiosity lies deeply in the labour of process, with considerations to duration coming thereafter, and it’s a privilege to witness Sindri’s methods, recipes, tools, materials, ingredients, photos, sketches, as well as his countless projects on the go, gently unravel into his personal archive of processes as they grow and shift together.

 

Juliane Foronda

 

Sindri Leifsson (b. 1988) raises questions about the autarchy of labour and the product it yields as well as pointing towards the process itself. Sindri received a MFA at Malmö Art Academy in 2013 and a BA at Iceland University of the Arts in 2011. He has exhibited actively in Iceland and abroad.

www.sindrileifsson.com

 

 

[1] Fisher, M.F.K., With Bold Knife and Fork, London: Vintage, 2001, p.14.

[2] Baraitser, Lisa, Touching Time: Maintenance, Endurance, Care in Psychosocial Imaginaries: Perspectives on Temporality, Subjectivities and Activism, PALGRAVE MACMILLAN, 2014, p.21.

[3] ‘Interview: Mierle Laderman Ukeles on Maintenance and Sanitation Art’, Coordinated by Tom Finkelpearl, MIT Press, Cambridge, MA., London 2001.

[4] ‘When Faith Moves Mountains’, Francis Alÿs (blog), 23 June 2015, https://francisalys.com/when-faith-moves-mountains/.

 

Cover picture: Entrance, 2019, steel, birch, potatoes. Sculpture in five parts in Breiðholt as a part of The Wheel, an exhibition series initiated by Reykjavík Association of Sculptors in public space.

Röskum tilverunni

Röskum tilverunni

Röskum tilverunni

Kollektífið RASK, hefur það að markmiði að brúa bilið milli listar og tækni. Þau fylgja þeirri mörkuðu stefnu í nýjustu sýningu sinni, RASK#3, en eins og nafnið gefur til kynna er þetta þriðji viðburðurinn sem RASK heldur. Viðburðurinn var skipulagður af Sóleyju Sigurjónsdóttur, Ida Juhl, Guðmundi Arnalds og Örlygi Steinar Arnalds. Vefsíðuna gerðu Guðmundur Arnalds og Ása Júlía Aðalsteinsdóttir.

Sýningin, sem er eingöngu rafræn, opnaði þann 9.apríl síðastliðinn og hægt er að nálgast hana til 30. á nýrri heimasíðu RASK: www.raskcollective.com  sem opnuð var samtímis sýningunni. Verk eru eftir listamennina Hákon Bragason, Ásdísi Birnu Gylfadóttur, Halldór Eldjárn og Germán Greiner.

Flest verkin, að undanskildu einu, eiga þau sameiginlegt að taka fyrir samskipti með einum eða öðrum hætti. Möguleikarnir í listsköpun í gegnum rafræna miðla eru nær endalausir og það skemmtilegasta við sýninguna var það hversu ólíkt hvert og eitt verk var frá hverju öðru. Tvö þeirra eru  gagnvirk, þ.e.a.s áhorfandinn tekur þátt í verkinu (og stjórnar hvað gerist upp að vissu marki) á meðan hin tvö eru með aðeins hefðbundnara sniði. 

Einmanaleikinn birtist í öllum verkunum og er einn helsti rauði þráður sýningarinnar að mínu mati. Mér fannst ég þurfa að setjast niður með sjálfri mér til þess að njóta verkanna og það er einmitt það sem ég gerði. Settist niður ein og skoðaði þau. Í samræmi við það þema sem ég fann mun ég ræða verkin í röð; frá hinum mesta einmanaleika yfir í snertingu við aðra. 

Fyrsta verkið spyr okkur hversu ein getum við verið án þess að kafna úr eigin sjálfi? Það er verk Hákonar Bragasonar: Bubble Vision. Í verkinu er allur viðbúnaður tölvunnar/símans sem þú notar tekinn inn í reikninginn (mæli samt með því að skoða verkið í síma því þá hreyfist verkið í takti við staðsetningu símans). Hákon notar þessa tækni til að kalla fram einhverja tilfinningu; í mér kallaði það fram einmanaleika. 

Allt við Bubble Vision hrópar óþægileg einvera, frá bleiku undirtónum veggjanna til  sápukúlnanna sem innihéldu mig sjálfa með undirhöku. Þetta kallaði fram innilokunarkennd hjá mér, þó kannski ekki hjá öllum. Að vera í herbergi með ekkert nema tölvuskjá og skrifborð – tákn vinnunnar? – og sjálfa mig að horfa yfir öxlina á mér fékk mig til þess að hugsa um allt það sem á átti eftir að gera. Ég varð að komast út. Kannski er ég ekki tilbúin til þess að horfast í augu við mig sjálfa. Eða kannski er of mikil sjálfskoðun óheilbrigð?

Í verki Halldórs Eldjárns fylgist áhorfandinn með klukku ganga og dagsetningu sett fjórum dögum áður. Fyrir hverja sekúndu sem gengur kemur nýr hljómur – og þó stundum enginn. Þannig getur áhorfandinn fylgst með tímanum líða. Verkið minnti mig á hversu tilkomumikið það er að finna fyrir tímanum líða og hvernig ég er sjaldan eins meðvituð um tímann og þegar mér leiðist eða er að bíða eftir einhverju. En hverju er ég að bíða eftir núna? Ég gæti verið að bíða eftir vorboðanum, afléttingu á samkomubanninu eða jafnvel bara að telja sekúndur út í óendanleikann. 

Ásdís Birna Gylfadóttir

Verk Ásdísar Birnu Gylfadóttur, icelandic conversation in multiple languages, spilar á aðra strengi. Verkið er hefðbundið vídeóverk þar sem hið hljóðræna spilar stóra rullu. Hljóðupptökurnar eru allar teknar á heimili hennar í Enschede, Hollandi, núna á undanförnum vikum. Upptökurnar eru ýmist símtöl við ástvini, ættingja og vini en einnig tónlist og umhverfishljóð. Hljóðin í verkinu minntu mig á þær raddir sem við heyrum dagsdaglega og það sem við heyrum inni á heimilum okkar: meðleigjendur, fjölskylda, vinir, nágrannar, útvarp, sjónvarp. Það sem við heyrum í gegnum vegginn en getum ekki greint. Þekkjum ekki samhengi samræðnanna né erum þátttakendur í þeim. Hlutverk þessara hljóða og radda er alveg magnað og gríðarlega áhrifaríkt. Því þegar það er ekkert hljóð í kring og við heyrum ekkert þá finnum við virkilega fyrir því. Orðin, talið, býr til ákveðinn öryggishjúp sem ég gæti sjálf ekki lifað án. Barn að segja ,,ha?’’ Tónlist í fjarska. Nánd í fjarska.

Sjónræni hluti verksins er einnig á áhugaverðan hátt andstæða þess hljóðræna en upptökurnar í myndbandinu eru úr veðurmyndavélum utan að landi sem sýna frá stormi sem gekk yfir Ísland í kringum 9. desember síðastliðinn. Þegar veðrið er það slæmt að innivera er æskileg förum við öll í svipaðar stellingar og við erum í núna. Við liggjum uppi í sófa, drekkum kaffi eða kakó og höfum það rólegt. Náttúran segir okkur að halda okkur heima. Við erum of viðkvæm og lítil til þess að takast á við veðrið. Við höldum okkur heima og bíðum af okkur storminn. Ekki ósvipað því sem er í gangi núna. Við gerum það þó saman, með kveikt á RÚV eða útvarpinu. 

German Greiner Distant Touch

Síðasta verkið í sýningunni, verk German Greiner, brýtur svo upp hinn rauða þráð einmanaleikans. Bindur hnút á endann á honum og gefur möguleika á að spila tónlist með óþekktum aðila í gegnum skjáinn. Forritið leyfir þannig tveimur einstaklingum að eiga nokkurskonar samskipti í gegnum tónlistina. Manneskjan hinum megin er algjörlega óútreiknanleg. Eins og manneskjur eiga það til að vera. Fjarlæg snerting er aðal þema þessa verks og slær á ótrúlega áhugaverða strengi um hvað það er sem þarf til þess að eiga samskipti. Verkið gefur dæmi um það að samskipti þurfa ekki að vera flókin til þess að eiga sér stað og getur einföld rafræn snerting sem þessi dugað. 

Sýningin í heildina setti svip sinn á lífið í seinustu viku, raskaði hversdagsleikanum og fékk mig til að hugsa. Nú þegar öll söfn og sýningarrými eru lokuð var ótrúlega magnað að sjá hversu hratt var skipt um gír og sýning var sköpuð eins og skot á algjörlega nýjum forsendum. Listin er að minnsta kosti ekki þræll formlegrar staðsetningar, sýningarrýma né nokkurskonar efnislegs pláss.

 

Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Myndskeið: Hluti af opnun sýningarinnar þar sem Rave-að var heima í stofu. DVDJ NNS, Áslaug Magnúsdóttir & Mia Ghabarou og Geigen.

Museums in the time of CoronaVirus – A Conversation Around Digital Efforts

Museums in the time of CoronaVirus – A Conversation Around Digital Efforts

Museums in the time of CoronaVirus – A Conversation Around Digital Efforts

The rise of Covid19 and the government imposed social gathering ban has taken its toll across all cultural platforms of consumption in Iceland, not least of all on the arts. Many museums like Hafnarborg, Gerðarsafn, Listasafn Árnesinga, and Nýlistasafnið, to name a few, have had to temporarily close their doors while our country comes to grips with this health crisis. The Icelandic art scene is a small but flourishing one, but one of course, like all others across the globe, which is dependent on social interaction.

How have art institutions been dealing with these imposed regulations and closures? Hafnarborg was forced to cancel or postpone all concerts and guided tours, and have rescheduled their DesignMarch exhibition until June. Gerðarsafn has postponed two exhibitions until the summer as well. Thankfully, having to temporarily close their doors won’t have massive repercussions on most museum programming, as Kristín Scheving at Listasafn Árnesinga explains: “as all museums in Iceland we needed to close the doors to the public but that didn’t really stop our programming, we just had to postpone some events and move some to the internet. As this situation will come to an end, it won’t change anything for us in the long-run.” This alienating time has then opened up possibilities for museums to take on important projects that have been on the back burner. At LÁ Kristín tells me they have been using the time for renovations, “We have been using this time usefully, with fixing interior issues for example: building walls, painting walls, installing a new major AC system with a dehumidification system which would have been hard during open times.” Nýló, Listasafn Árnessinga, and Gerðarsafn have all increased their use of social media and are thinking of ways to be more digitally visible. In this way museums have been making the most out of an unideal situation and creating something positive out of uncertainty.

Hafnarborg has used the extra time to create digital material that can be experienced online, for example sharing a concert recording of Jennifer Torrence performing Tom Johnson’s Nine Bells. Ágústa Kristófersdóttir, the museum’s director, explains that they signed a contract with Myndstef “which has been in preparation for some time now and allows the museum to share images of the collection through the online database Sarpur (www.sarpur.is). Then we are also producing short videos with guided tours of the exhibitions, as well as music performances – since our music program is a very important part of our work.”

At Gerðarsafn, director Jóna Hlíf Halldórsdóttir and her team have created an exciting live streaming project with the Culture Houses of Kópavogur (Menningarhúsin) and the newspaper Stundin called Culture at 13/Kúltur klukkan 13. “We have asked Einar Falur Ingólfsson and Halla Oddny Magnúsdóttir to discuss the exhibition ‘Afrit’ (e. Imprint), and then we got three artists to talk about creative projects for families, which we call Gerðarstundin (e. ‘Gerður’s Workshop’). The artists introduce fun and interesting ideas that children and grownups can create from simple and easily accessible materials at home. All the events can be seen through the Facebook pages of the Culture Houses and Gerðarsafn.”

Courtesy of Hafnarborg.

Gerðarstundin (e. ‘Gerður’s Workshop’). Courtesy of Gerðarsafn.

Courtesy of Hafnarborg.

In considering potential economic repercussions, for Hafnarborg at least Ágústa explains that the museum is run by the municipality of Hafnarfjörður and only a small percentage of resources come from other sources of income: “aside from our more apparent activities, collection and preservation are an important part of our roles, which we have chosen to focus on during this crisis – a part that quite often gets put aside due to the hectic schedule around events and exhibitions.” Similarly at Gerðarsafn, crowd control measures will not have major impacts on the museum in the long run, as Jóna Hlíf tells me: “Of course this unsettles our exhibition program and affects our artists and technicians. I think this is a challenge, but we are in a favourable position as we are not all-dependent on income from tickets or visitors.”

In this vein, at a time of such global distress and panic, it is easy to question why we should even be worrying about art and culture when the global perspective requires much more dire attention. Why is art still important, relevant even, in times of global crisis where more urgent matters seem to take the forefront? As Dorothee Kirch at Nýlistasafnið says “art is food for the brain and heart. It will always be important and relevant.” Art has the potential to “release people from the constraints of fear, oppression and prejudice”, as Jóna Hlíf explains: “as a mirror for society, as an influencer and as the critic’s voice. Art is by its own nature indestructible and unbreakable, yet at the same time constructive for the mind and the soul.” Kristín relevantly points to the important healing possibilities within art as well, particularly in a time like this: “It can help you reflect on the situation, it can move you and it can teach you.” Art is perhaps especially important precisely in such a moment of global uncertainty – as Ágústa mentions, “Art can make us see the world and ourselves through a different lens and when, if not now, isn’t that necessary?”

The increased virtual presence of museums in these times does however in a way function as a “band aid” solution for our current situation, as Dorothee comments: “I am happy to wait until the pandemic is over to enjoy an exhibition with all my senses again. For me, the virtual platforms will never replace the real bodily experience of an artwork or exhibition, no matter what medium. It has too much to do with our perception of our surroundings in relation to our body. No virtual platform can create that. I believe that Art is a reflection on how we stand in the world, but to experience it we, well, have literally to stand in the world… not look into a window…” Of course nothing can replace an in person visit to a museum, but like Kristín at LÁ points to, “I think (digital efforts are) a wonderful way to reach those who can’t come here. Not only during these times, I have been talking with artists who are making a project with inmates in Litla Hraun (a prison in the county), which I am very interested in collaborating with them in. A virtual tour of an exhibition for someone who can’t come here could be a really interesting way to reach out. Also to people who are in hospitals and so on, children who live far away from the museum etc.” Jóna Hlíf also comments on the importance of the physical museum space in itself. “Museums are not just places to experience art, but also places to come and meet other people, enjoy and create. Gerðarsafn is a venue for active discussion and powerful collaborations and we seek to connect to our guests in new ways, to deepen the discourse, interest and understanding of art and culture. Museums are places to pause and to be with others, for contemplation and fulfilment and for channelling provocative and/or challenging ideas.”

In this way, although we cannot fundamentally experience art in the same way through a computer screen, some positive implications to our current situation can be gleamed. Ágústa says that the current closures “have really helped us gain confidence in that (digital) matter and take more active steps in that direction. Of course, it will not replace the real thing, but it is a very welcome addition, I believe. Like many others, we have thought about branching out in this way before, increasing our visibility on social media, but such ideas or projects often get put aside in favor of the day-to-day schedule.” Similarly, the Culture at 13 programming at Gerðarsafn is something Jona Hlíf plans on utilising in the future; “It is both a great way to access art by those who do not have a chance to go to museums, or are forced to stay away because of sickness or distance. Also, this can become an important archive for the museum and the artists.” These virtual efforts raise interesting debates for how our society may permanently change after the Coronavirus, with regards to how we experience culture. Perhaps post virus we will see a society that is more and more characterized by virtual art experiences and online platforms. How can we continue to support our favorite producers, exhibitors, creators of art in such uncertain times? Visit Gerðarsafn after the crowd controls are lifted, “and even invest in an ‘árskort’ (e. annual ticket) to the museum. We will have a need for meeting, seeing something new, living, creating and enjoying again.” At Nýlistasafnið, Dorothee suggests becoming members or “Friends of Nýló” through their support program, or buying Christmas and birthday presents in their museum shop. Kristín similarly asks the public to be supportive of Listasafn Árnesinga on social media, “keep on reading and learning about things. Use the internet in a positive way. Learn things!” Ágústa recommends supporting Hafnarborg by watching “the content we are creating, ‘like comment and share’ with family or friends. This is a time when we all must find new ways of establishing connections with each other, both as individuals and institutions.”

 

Daría Sól Andrews

 

Gerðarsafn: https://gerdarsafn.kopavogur.is/

Hafnarborg: https://hafnarborg.is/

Listasafn Árnesinga: http://www.listasafnarnesinga.is/list/

Nýlistasafnið: http://www.nylo.is/en/

Samtal í vatni og litum

Samtal í vatni og litum

Samtal í vatni og litum

Það var árið 1996 sem Gjörningaklúbburinn kom með látum inn í íslenska myndlistarsenu með gjörningaverkið ‘Kiss’ – koss sem er aðeins lengri en venjulegur vinakoss en aðeins styttri en koss elskenda – sem fluttur var í þá geysivinsælum Dagsljósarþætti Ríkissjónvarpsins. Gjörningurinn endaði með að þáverandi meðlimur Gjörningaklúbbsins Sigrún Hrólfsdóttir kyssti alla þjóðina með því að kyssa linsu myndavélarinnar. Þannig má segja að ástarsamband Gjörningaklúbbsins við kvikmyndaformið hafi hafist og þær rutt brautina fyrir gjörningakvikmyndaverkum í íslensku myndlistarsenunni. Gjörningurinn var saminn fyrir myndavélina og virkaði vegna hennar.

Rúmum tuttugu árum og nokkur hundruð sýningum seinna ákváðu núverandi meðlimir Gjörningaklúbbsins Eirún Sigurðardóttir og Jóní Jónsdóttir að búa til nýtt verk þar sem þær sæktu innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar. Afraksturinn er verkið ‘Vatn og Blóð’ sem sýnt hefur verið sem einkasýning Gjörningaklúbbsins í Sal 2 í Listasafni Íslands frá því snemma í nóvember 2019 og lýkur núna 1. mars.

Fyrir þá sem ekki eru með á hreinu hver Ásgrímur Jónsson var þá var hann impressjónískur vatnslita-landslagsmálari sem uppi var á áratugunum sitthvoru megin við aldamótin 1900 og var einna fyrstur íslenskra myndlistarmanna til að starfa eingöngu að listinni. Það er ekki sjálfgefið að gjörninga og vídeó kollektíf sem starfar á 21. öldinni og er skipað konum eingöngu finni snertifleti við lífshlaup eða list slíks manns. Í sýningarskrá minnast Jóní og Eirún á að þeim finnist þær tengjast Ásgrími ‘…blóðböndum í gegnum sköpunarkraftinn, innsæið og náttúruna.’

Við frekari eftirgrennslan kemur í ljós að eins og svo margir aðrir eru þær aldnar upp með eftiprentanir af vatnslitamálverkum Ásgríms á veggjum æskuheimilisins. Í báðum tilfellum voru verkin af heimasveit og því þekktu þær fyrirmyndina vel og verkin höfðu mikil áhrif á þær sem börn og síðar sem listnema. Jafnframt sjá þær tengingu í vatninu sem er undirstaða í vatnslitum en þær telja vatn sameiningartákn þeirra beggja, Ásgríms og Gjörningaklúbbsins en þær hafa unnið með vatnsliti á táknrænan hátt, til dæmis í verkinu Aqua Maria. Vatn skipti þær miklu máli enda séu líkamar okkar 75% vatn. Sýningin verður í raun samtal milli Gjörningaklúbbsins sem hefur verið starfandi frá 1996 og Ásgríms Jónssonar sem hóf sinn ferill í byrjun 20. aldar.

Áður en gengið er inn í salinn er gengið framhjá gjörningabúningsskúlptúrum við innganginn. Form og efni eru kunnugleg þeim sem þekkja til verka Gjörningaklúbbsins. Vakti það sérstaka athygli að búið var að taka náttúrugerðar bláskeljar með og sauma þær af mikilli útstjónarsemi inn í búningana/skúlptúranna. Gaf það tóninn fyrir blámann sem er þráður út í gegnum sýninguna. Salurinn sjálfur er svo tvískiptur. Fyrri salurinn er dimmur kvikmyndasalur sérgerður fyrir innlifun á kvikmyndaverki og seinni salurinn er upplýstur salur fyrir skúlptúra og veggverk.

Þungamiðja sýningarinnar er nýtt 25 mínútna kvikmyndaverk sem sýnt er í myrkaða salnum og liggur áhorfandinn líkt og sjónvarpsáhorfendur heima í stofu á vatnslituðum tungusófa en ólíkt því sem gerist í heimastofunni er áhorfandi umlukinn fimm hljóðrásum eins og í dolby-kvikmyndasal og upplifun áhorfandans verður kannski meira í ætt við að vera í lúxus sal sem tekinn hefur verið alla leið. Áhorfandinn sekkur inn verkið og gleymir sér í andrúmsloftinu sem af því stafar. Kvikmyndaverkið líkt og innsetningin sjálf er unnin á mjög faglegan hátt þar sem hugað er að hverju smáatriði. Fagmenn hafa verið fengnir til að nota sérþekkingu sína til að þjóna hugmynd Gjörningaklúbbsins. Kvikmyndataka, klipping, lýsing, hljóðhönnun, tónlist, búningar og föðrun mynda saman sterkan merkingarheim sem drífur samtalið áfram, bæði innan myndarinnar sjálfrar og í gegnum þræðina sem liggja út í salinn.

Kvikmyndaverkið er einskonar skrásetning á undirbúningsferli sýningarinnar þar sem miðill var fenginn til aðstoðar til að tengja konurnar í Gjörningaklúbbnum við Ásgrím á fyrrum heimili hans og vinnustofu á Bergstaðastrætinu og fá Ásgrím til að ræða tengingar þeirra í milli. Miðillinn sjálfur var ekki á staðnum og því var stuðst við facetime og snjallsíma til að miðillinn gæti skynjað andann á Bergstaðastrætinu. Þessa aðferð sem Gjörningaklúbburinn notar núna í annað sinn kalla þær miðill-miðill. Aðrar senur í kvikmyndaverkinu sýna þær Gjörningaklúbbskonur út í náttúrunni og við vatn þar sem þær blanda vatnsliti og fremja aðra vatnstengda rítúala. Litir koma endurtekið við sögu og markvisst notaðir í frásögninni.

Til dæmis er myrkaði salurinn sem umlykur kvikmyndaverkið litaður með dökkbláum lit en ekki svörtum en það skiptir máli fyrir heildarmerkingu. Litahönnunin er gerð með lýsingu í senum teknum í kvikmyndastúdíói þar sem dansarar fremja trylltan óreiðukenndan trans á hvítum blöðum í senu sem kviknar í vinnustofurými Ásgríms á efri hæð hússins. Hvítu blöðin krumpuð í hamaganginum birtast síðan í salnum sjálfum í öðru afmörkuðu rými sem er innan af myrkaða rýminu og eru þar orðin að pappísskúlptúr lituðum af penslum kvikmyndaformsins, lýsingunni, líkt og í kvikmyndinni áður.

Áhorfandi fer ósjálfrátt að bera saman vatnslitanotkun og notkun á lýsingu til að lita. Þetta er síðan undirstrikað á veggnum fyrir ofan þar sem stillt er upp bút úr kvikmyndaverkinu sem sýnir hreyfimynda sjálfsmynd af Gjörningaklúbbskonum með vatnslituð andlit stillt upp við hliðina af innrammaðri vatnslita-sjálfsmynd Ásgríms sjálfs. Samtalshringnum sem hófst við hringborð miðilsins er lokað.

Hulda Rós Guðnadóttir

Hin náttúrulegu og manngerðu tilvistarstig svampa

Hin náttúrulegu og manngerðu tilvistarstig svampa

Hin náttúrulegu og manngerðu tilvistarstig svampa

Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarkona hefur undanfarin misseri dvalið í vinnustofudvöl við Künstlerhaus Bethanien (KB) í Berlín en íslenska ríkið hefur eins og mörgum er kunnugt nýlega gert samning við stofnunina um að styrkja fimm listamenn til vinnustofudvalar á jafn mörgum árum. Áður hafa íslensku listamennirnir Egill Sæbjörnsson, Erla Haraldsdóttir, Ólafur Ólafsson/Libia Castro, Sveinn Fannar Jóhannsson og nú síðast Hulda Rós Guðnadóttir starfað undir verndarvæng stofnunarinnar með hjálp frá hollenskum sænskum, norskum og íslenskum listasjóðum og einkaaðilum. Anna Rún sem útskrifaðist með M.A. gráðu frá Concordia University í Montreal í Kanada árið 2014 flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni árið 2016 og þekkti því ágætlega til Berlínar áður en hún hóf dvöl sína. Þann16. janúar síðastliðinn opnaði síðan einkasýning Önnur Rúnar An Ode – Poriferal Phases’ í sýningarstjórn Birtu Guðjónsdóttur en Birta er einn af þeim fjölmörgu alþjóðlegu sýningarstjórum sem heimsækja vinnustofu listamannana stofnunarinnar með reglulegu millibili.

Innsetningin ‘An Ode – Poriferal Phases’ frá 2019 á sýningu í Künstlerhaus Bethanien í Berlín

undanförnu hefur Anna Rún unnið mikið með mótóra sem knúa fram hringsnúning og er það einnig í ‘An Ode – Poriferal Phases’. Í rúmum 100 m2 sýningarsal KB snýst fjöldi höggmynda rangsælis á hraða sem rétt svo er skynjanlegur. Anna Rún bendir á að Vesturlandabúar upplifa tíma línulegan en það samsvari sig ekki við virkni vistkerfisins sem gangi í hringi. Með því að ganga þvert á það og búa til línulegan tíma eins og Vesturlandabúar hafa gert þá höfum við hætt að hugsa um okkur sem hluta af stærra samhengi, lengri tímahringjum. Í stuttu spjalli á uppsetningartíma sýningarinnar bendir Anna Rún á vitleysuna sem felst í því að við vörpum gangi hinnar manngerðu klukku á skynjun okkar og tölum um að það sem gangi réttsælis sé leið inn í framtíðina en það sem gangi rangsælis sé leið tilbaka í fortíðina. Viðhorfið endurspeglast í orðunum sjálfum, rétt og rangt, fortíð og framtíð, andstæður á línulegum ás.


Vídeóheimild af mótorhringsnúning á sýningunni.

Það er ekki einungis snúningur verkanna sem vekur upp spurningar. Í efnisnotkun og samsetningu verkanna er telft saman iðnaðarframleiddum polyurethane svömpum og náttúrulegum svömpum. Þó svo verkið beri titilinn óður er hér ekki um vegsemd á náttúrunni að ræða heldur er verið að sýna það sem er til og er að gerast í veröldinni, bæði manngert og náttúrusprottið. Anna Rún bendir á mikilvægi þess að taka ábyrga afstöðu út frá því að horfast í augu við það sem við erum að gera. Sjálf segist hún þverstæðuna í ástandi heimsins vera að finna í hennar eigin nálgun. Hún sé jafn sek í ágangi sínum á náttúruna og hver annar. Það sé mikilvægt að hafa í hug að enga galdralausn sé að finna.

Höggmynd úr innsetningunni ‘An Ode – Poriferal Phases’. Hinu manngerða og náttúrsprottna teflt fram. Grjót frá Skandinavíu sem fært hefur verið til Þýskalands af náttúrunnar hendi.

Anna Rún telur að spurningin um hið náttúrlega annars vegar og hið manngerða hins vegar sé ein af mikilvægustu spurningum framtíðarinnar. Að tefla saman náttúrunni og hinu manngerða sem andstæðum er hluti af gamalli vestrænni tvíhyggju og mun áhugaverðara sé að skoða þessi fyrirbæri út frá því að mörkin séu mun óskýrari. Hvenær hættir eitthvað efni að vera náttúrulegt? Ef efninu er skilað aftur eftir manngerðar breytingar á því verður það þá aftur náttúra? Er það sem mennirnir gera ekki hluti af náttúrunni? Erum við ekki náttúruleg? Anna Rún veltir þessum spurningum upp í ljósi þess að undanfarið hafa breytingar auðvitað gerst mjög hratt. Við búum á tímum sem nefndir hafa verið ‘Tími hröðunar’ þar sem hoppað er í stórum skrefum. Í þannig aðstæðum verður íhlutun mannanna afdrífaríkari. Hlutirnir fái ekki að gerast á sínum hæga hraða þar sem allir aðilar geti aðlagast. Anna Rún telur að mannkynið hafi verið fast í því hugarfari að við getum gert allt sem okkur dettur í hug og sjáum svo bara til hvað gerist. Það sé hinsvegar mikilvægt að skoða allar hluti til enda og hvaða afleiðingar gjörðir okkar hafa. Þessar pælingar Önnu Rúnar sjást vel í verkinu. Höggmyndirnar eru flestar að ganga í gegnum hægar breytingar þar sem allt getur gerst og útkoman er óviss. Saltvatn er látið leka hægt á hlutina og storkna. Mjúkir svampar verða harðir eins og grjót. Sjálf segir Anna Rún að verkin séu að fremja efnislegan gjörning. Þetta séu í raun og veru gjörningahöggmyndir.

Höggmynd úr innsetningunni ‘An Ode – Poriferal Phases’.

Annað efni sem hefur verið ríkjandi í verkum Önnu Rún er grjót ýmiskonar. Henni finnst mikilvægt að nota grjót sem hefur öðlast menningarlegt gildi í því samhengi sem hún er að vinna og sýna hverju sinni. Að þessu sinni er hún að sýna í Þýskalandi og því valdi hún grjóthnullunga sem finnast víða um norðurhluta Þýskalands og hafa verið fyrir bændum þegar þeir búa til tún. Þeim er því safnað saman á grjóthnullungaruslahauga þar sem Anna Rún sótti sitt grjót. Það sem er áhugavert við þetta grjót er að hér er um granít að ræða sem rutt var fram við lok síðustu ísaldar en á uppruna sinn í norðri sem nú kallast Skandinavía. Hér er því fyrirbæri á ferð sem oft kemur til tals í sambandi við hið manngerða en það er spurningin um hvað sé staðbundin og hvað tilheyri öðrum stað. Hér hefur náttúran sjálf verið að verki og flutt efni sem á heima í Skandinavíu til meginlands Evrópu þar sem það finnst ekki fyrir og birtist eins og aðskotahlutur. Þetta gerist á allt öðrum og hægari tímaskala en á þeim tíma hröðunar sem við upplifum í dag þegar gjörðir mannanna eru að hafa mikil áhrif á stuttum tíma.

Höggmynd úr innsetningunni ‘An Ode – Poriferal Phases’. Náttúran færð inn í hús.

Vídeóverk og höggmynd úr ‘An Ode – Poriferal Phases’. Myndbandsverk sem sýnir íhlutun listamanns í náttúrunni.

Þyngdarpunktur sýningarinnar er 5 metra langur trjábolur sem snýst rangsælis í hringi og blasir við áhorfendum þegar þeir ganga inn í salinn. Til mótvægis sýnir myndbandsverk svipaðan gjörning framkvæmdan út í náttúrunni þar sem hringlaga gras snýst á sama hátt. Listamaðurinn hefur þarna átt við náttúruna. Hún er óhrædd við að grípa inn í og gerir sér grein fyrir að náttúran er sífellt að taka breytingum. Náttúran er þannig ekki eilíf, alla vega ekki í sömu mynd. Hún er ekki hið ægifagra óbreytanlega í andstöðu við dauðleika manns og dýra. Sýningarstjórinn Birta Guðjónsdóttir bendir á í texta sínum um sýninguna að með því að koma með náttúruna inn í hús sé listamaðurinn að velta fyrir sér hvað það sé í okkur mannfólkinu sem geri það að við viljum vera umlukin náttúru. Á sama tíma erum við haldin ‘náttúrulegri’ þörf til að leika okkur í henni og með hana. Spurningin er ef til vill á hvaða tímaskala það er gert og hvaða afleiðingar það hafi. Hér er ekkert svart og hvítt, neikvætt eða jákvætt. Íhlutun, hvort sem eitt náttúrulegt efni eða atburður hlutast í við annað á sjálfsprottinn hátt eða fyrir tillstilli dýra eða manna, er það sem gerist í sífellu á öllum punktum í hringferð tímans.

 

Hulda Rós Guðnadóttir

 

Cover picture: Anna Rún Tryggvadóttir. Mynd eftir Sögu Sigurðardóttur.

Photo Credit: Anna Rún Tryggvadóttir and Saga Sigurðardóttir.

About the exhibition: https://www.bethanien.de/en/exhibitions/anna-run-tryggvadottir/

Draumkennd augnablik saumuð saman við hversdagsleikann

Draumkennd augnablik saumuð saman við hversdagsleikann

Draumkennd augnablik saumuð saman við hversdagsleikann

Fyrsta einkasýning Loja Höskuldssonar, „Súper lókal“ er sýnd þessa dagana í Hverfisgalleríi, en Loji gekk í raðir listamanna gallerísins fyrr á árinu og verða hans hans áhugaverðu verk sýnd í galleríinu til 8. febrúar næstkomandi. Blaðamaður Artzine settist niður með Loja á dögunum og spurði hann út í vinnu sína og verk og hvað væri á döfinni.

Loji sem er þekktur tónlistarmaður, segist hafa byrjað að vinna útsaumsverk í kringum árið 2010 þegar hann stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Að sögn Loja var hann á leið í tveggja vikna áfanga á Seyðisfirði og átti þá samtal við móðir sína um áhuga sinn á útsaumi þegar allar hans hugmyndir umturnuðust á einu augabragði. „Þegar ég var að segja mömmu frá hugmynd minni um útsaum þá rétti hún mér flosnál og var það eftirminnilegt augnablik. Þarna var ég kominn með verkfæri til að koma öllum mínum hugmyndum á framfæri og hefur þetta verið miðillinn minn síðan þá. Þetta var algjör köllun, en útaf hljómsveitarbröltinu í mér þá fór ég ekki að sinna þessu á fullu fyrr en árið 2018, þá byrjaði þetta af alvöru.“ segir Loji með blik í auga.

Samkvæmt Loja er húmor stór hluti af verkum hans og segir hann það afar gaman að hreyfa við fólki með því að láta það hlæja. „Þegar maður var í Listaháskólanum þá átti meiningin á bakvið verkin sem maður vann, að vera svo djúp og maður leitaði að einhverju sem var svo mikilfenglegt. En ég hef bara fundið að það hentar mér betur að vera á þessum nótum í staðinn fyrir að vera alvarlegur. Það er skemmtilegt að einhver fari í þetta ferðalag að rifja upp eitthvað sem var einu sinni til en er ekki lengur. Hlutirnir breytast og að fara aftur í tímann þegar hlutirnir voru eitthvað annað en í dag, það er þessi minning sem mér finnst vera heillandi. Ég vil ekki sjálfur vera fastur í fortíðinni, en á sama tíma þykir mér vænt um eitthvað sem var einu sinni sem þú færð ekki aftur og að það er gaman að geta fest það í einhverri mynd.“ segir Loji.

Súper lókal, installation view at Hverfisgallerí. Photo credits: Vigfús Birgisson. Courtesy of the artist and Hverfisgallerí.

Að sögn Loja er gefandi að fá einhverskonar viðbrögð fyrir verk sín og vinnu. Honum finnst mikilvægt að fólk skoði verk sín og að það skipti ekki öllu máli hvort þeim finnist þau flott eða fáranleg, mikilvægast sé að fá einhver viðbrögð. „Það er sennilega einhver persónuleg ástæða þess að ég sækist eftir að fá viðbrögð frá fólki, en ég vil vera heiðarlegur og viðurkenni það að það skiptir mig miklu máli. Áður fyrr var ég stressaður yfir hvort að fólki líkaði við verkin mín og ég skildi ekki hver ástæðan var ef það gerði það ekki. En núna snýst þetta um að koma verkunum út, vinna hart að einhverju og fagna svo. Ég fæ stundum komment frá vönum útsaumurum, þau taka myndirnar beint af veggnum og skoða fráganginn aftan á, það skiptir það mestu máli fyrir þeim, frekar en verkið sjálft. Þeim finnst frekar fyndið að sjá að ég noti spor á allt annan hátt en fólk gerir vanalega .En almennt ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki, fólki finnst gaman að sjá hvað ég er að gera.“ segir Loji íbygginn á svip.

Talið berst að uppáhaldsverkum, vangaveltur sem undirritaður taldi vera erfitt fyrir Loja að segja til, þar sem verk listamanna eru oft líkt og afkomendur og erfitt reynist að gera upp á milli þeirra. En það var lítið um hik hjá Loja er kom að því að svara þessu. „Það er sennilega verk sem ég gerði árið 2018 og er af Hagkaupspoka, mér þykir afar vænt um það. Ég á þessa minningu um gamla Hagkaupspokann, sem var svo einföld og falleg hönnun og mig langaði að fá fólk með mér í það ferðalag, að fara aftur til þess tíma þegar þessi poki með appelsínugulu og svörtu röndunum var til. Það eru auðvitað plastpokar og rusl út um allt og ég á minningu um að vera í unglingavinnunni að reita arfa í runnum og það voru plastpokar í öllum runnum. Mér fannst líka fyndið að sauma út plastpoka, þannig að þetta er fyndið og fallegt að mínu mati. Í þessu verki blandaði ég ýmsum hugmyndum saman í hrærigraut og þar er líka fyrsti túlipaninn sem ég gerði. Ég hata hann því mér finnst hann svo ljótur, en í staðinn fyrir að rekja hann upp, þá leyfði ég honum að vera og gerði næsta og hann var enn ljótari. En síðan þá hefur túlípanafærnin mín lagast, þetta snýst bara um að prófa sig áfram og leyfa mistökunum að lifa, í stað þess að vera alltaf að rekja upp.“ segir Loji.

Pulsusinneps blómavasi með gleym-ér-ey og fífum, 2019, burlap og ull, 53,5 x 53,5 cm. Photo credits: Vigfús Birgisson. Courtesy of the artist and Hverfisgallerí.

Loji segist fá innblástur hér og þar, aðallega frá hversdagslegum hlutum, þar sem bætast við draumkennd og falleg augnablik. Eitt verka hans sýnir botnlausa ruslatunnu á staur, þar sem ruslið hefur fallið til jarðar fyrir neðan hana. Loji segir að innblásturinn að því verki sem búðarferð sem hann fór í til að versla sér miðnæturnasl og á vegi hans varð þessi ruslatunna. „Svo snýst þetta líka um eitthvað íslenskt, t.d. um eitthvað blóm sem maður á í hjartanu sínu. Annað dæmi er þegar ég sótti fótbolta sem hafði verið sparkað yfir í garð á fótboltamóti sem ég tók þátt í. Ég var varamaður og var sendur að sækja boltann og þurfti að banka upp á hjá eiganda garðsins. Ég stóð þarna á fertugsaldri og spurði manninn sem kom til dyra hvort ég mætti ná í boltann en hann var ekkert alltof sáttur, sennilega mjög vanur ónæði sem þessu. En hann hleypti mér í garðinn og þetta var fallegasti garður sem ég hef nokkurn tímann séð. Það var einn bolti í tjörn þarna, þetta var mjög fallegt augnablik og eftirminnilegt augnablik og þar varð til hugmynd að mynd af bolta í garði.“ segir Loji og hlær.

Samkvæmt Loja hefur hann ekki farið á nein námskeið er útsaum varðar og segir hann að verk sín hafa batnað til muna eftir að hafa fengið góð ráð og hjálp frá móður sinni. „Ég man að ég var að gera mynd sem átti að vera með gulum og grænum baunum. Mamma horfði á mig gera þessar klunnalegu baunir og spurði hvað ég væri eiginlega að gera. Og hún stakk upp á að ég myndi nota fræhnút og hún kenndi mér að gera það. Þegar þú ert búinn með þennan hnút þá verður eftir kúla á striganum og þetta kveikti allskonar hugmyndir hjá mér, þá gat ég farið að gera t.d. Reynitré, eitthvað sem mig hafði alltaf langað til að gera. Þarna fattaði ég að ég ætti bara að spyrja mömmu ef ég lenti í vandræðum.“ segir Loji.

Loji segir að það sé ekki mikið á döfinni hjá sér og er feginn að svo sé ekki. Hann segir að síðastliðin tvö ár hafi verið mikið að gera og hann hafi stanslaust verið að vinna verk innan ákveðinna tímamarka, áður en sýningar hófust, en er feginn að vera ekki að eltast við það þessa dagana. „Það er ekkert planað hjá mér núna, síðastliðin tvö ár hefur verið talsverð pressa að klára verk fyrir þessa eða hina sýningu. En á árinu 2020 þá býður mín ekkert, sem er góð tilfinning. Ég hef til dæmis ekki haft tíma til að velta fyrir mér hvað ég gæti gert nýtt, en núna gefst tími til að anda og pæla og það er sem sagt það sem er á döfinni, að anda og pæla.“ segir Loji að lokum.

 

Aron Ingi Guðmundsson

 

Cover picture: Skólagarður, 2019, burlap og ull, 63 x 93 cm. Photo credits: Vigfús Birgisson. Courtesy of the artist and Hverfisgallerí.  

https://hverfisgalleri.is/exhibition/super-lokal/

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest