Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Sunday 7 live on Friday the 13th 3 online gjörningadagskrá Sunday Seven hópsins. Það má geta þess að þennan dag á einn stofnmeðlimur hópsins Snorri Ásmundsson ásamt Whoopy Goldberh heiðursmeðlim hópsins afmæli.

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Sunday 7 live on Friday the 13th 3 online gjörningadagskrá Sunday Seven hópsins. Það má geta þess að þennan dag á einn stofnmeðlimur hópsins Snorri Ásmundsson ásamt Whoopy Goldberh heiðursmeðlim hópsins afmæli.

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

22:00 – Snorri Ásmundsson 

21:40 – Ingibjörg Magnadóttir

21.20 Sigtryggur Berg Sigmarsson

21:00 – Darri Lorenzen

Woodslin is the best

20:40 – Magnús Logi Kristinsson

20:20 – Ásta Fanney Sigurðardóttir
Fingrasetning ll (leiðbeining; kveðja)/ Hand gestures, tutorial in goodbyes

20:00 – Styrmir Örn Guðmundsson + Agata Mickiewicz
 Genesis in the Retort

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

Gjörningalistahópurinn Sunday Seven verður í annað sinn með gjörningadagskrá en hugmyndin kveiknaði útfrá þeim sið sem myndaðist í fyrri Covid bylgju að listamenn af ýmsum toga fóru að gefa af sér til að hressa okkur við og sýna list sína á netinu. Það sem gefur hópnum extra vídd er að þau eru dreifð hingað og þangað um Evrópu en eins og við vitum eru engin landamæri þegar kemur að alnetinu.

Listamennirnir eru þó tengd hvert öðru sterkum böndum; andlegum og listrænum og einnig í tíma en þau hafa flest unnið hvert með öðru í gegnum tíðina og öll haft sterka nærveru á íslenskri listasenu hvert á sinn hátt.  

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Styrmir Örn Magnússon

Ingibjörg Magnadóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Darri Lorenzen

Sigtryggur Berg Sigmarsson

Magnús Logi Kristinsson

Snorri Ásmundsson

Röskum tilverunni

Röskum tilverunni

Röskum tilverunni

Kollektífið RASK, hefur það að markmiði að brúa bilið milli listar og tækni. Þau fylgja þeirri mörkuðu stefnu í nýjustu sýningu sinni, RASK#3, en eins og nafnið gefur til kynna er þetta þriðji viðburðurinn sem RASK heldur. Viðburðurinn var skipulagður af Sóleyju Sigurjónsdóttur, Ida Juhl, Guðmundi Arnalds og Örlygi Steinar Arnalds. Vefsíðuna gerðu Guðmundur Arnalds og Ása Júlía Aðalsteinsdóttir.

Sýningin, sem er eingöngu rafræn, opnaði þann 9.apríl síðastliðinn og hægt er að nálgast hana til 30. á nýrri heimasíðu RASK: www.raskcollective.com  sem opnuð var samtímis sýningunni. Verk eru eftir listamennina Hákon Bragason, Ásdísi Birnu Gylfadóttur, Halldór Eldjárn og Germán Greiner.

Flest verkin, að undanskildu einu, eiga þau sameiginlegt að taka fyrir samskipti með einum eða öðrum hætti. Möguleikarnir í listsköpun í gegnum rafræna miðla eru nær endalausir og það skemmtilegasta við sýninguna var það hversu ólíkt hvert og eitt verk var frá hverju öðru. Tvö þeirra eru  gagnvirk, þ.e.a.s áhorfandinn tekur þátt í verkinu (og stjórnar hvað gerist upp að vissu marki) á meðan hin tvö eru með aðeins hefðbundnara sniði. 

Einmanaleikinn birtist í öllum verkunum og er einn helsti rauði þráður sýningarinnar að mínu mati. Mér fannst ég þurfa að setjast niður með sjálfri mér til þess að njóta verkanna og það er einmitt það sem ég gerði. Settist niður ein og skoðaði þau. Í samræmi við það þema sem ég fann mun ég ræða verkin í röð; frá hinum mesta einmanaleika yfir í snertingu við aðra. 

Fyrsta verkið spyr okkur hversu ein getum við verið án þess að kafna úr eigin sjálfi? Það er verk Hákonar Bragasonar: Bubble Vision. Í verkinu er allur viðbúnaður tölvunnar/símans sem þú notar tekinn inn í reikninginn (mæli samt með því að skoða verkið í síma því þá hreyfist verkið í takti við staðsetningu símans). Hákon notar þessa tækni til að kalla fram einhverja tilfinningu; í mér kallaði það fram einmanaleika. 

Allt við Bubble Vision hrópar óþægileg einvera, frá bleiku undirtónum veggjanna til  sápukúlnanna sem innihéldu mig sjálfa með undirhöku. Þetta kallaði fram innilokunarkennd hjá mér, þó kannski ekki hjá öllum. Að vera í herbergi með ekkert nema tölvuskjá og skrifborð – tákn vinnunnar? – og sjálfa mig að horfa yfir öxlina á mér fékk mig til þess að hugsa um allt það sem á átti eftir að gera. Ég varð að komast út. Kannski er ég ekki tilbúin til þess að horfast í augu við mig sjálfa. Eða kannski er of mikil sjálfskoðun óheilbrigð?

Í verki Halldórs Eldjárns fylgist áhorfandinn með klukku ganga og dagsetningu sett fjórum dögum áður. Fyrir hverja sekúndu sem gengur kemur nýr hljómur – og þó stundum enginn. Þannig getur áhorfandinn fylgst með tímanum líða. Verkið minnti mig á hversu tilkomumikið það er að finna fyrir tímanum líða og hvernig ég er sjaldan eins meðvituð um tímann og þegar mér leiðist eða er að bíða eftir einhverju. En hverju er ég að bíða eftir núna? Ég gæti verið að bíða eftir vorboðanum, afléttingu á samkomubanninu eða jafnvel bara að telja sekúndur út í óendanleikann. 

Ásdís Birna Gylfadóttir

Verk Ásdísar Birnu Gylfadóttur, icelandic conversation in multiple languages, spilar á aðra strengi. Verkið er hefðbundið vídeóverk þar sem hið hljóðræna spilar stóra rullu. Hljóðupptökurnar eru allar teknar á heimili hennar í Enschede, Hollandi, núna á undanförnum vikum. Upptökurnar eru ýmist símtöl við ástvini, ættingja og vini en einnig tónlist og umhverfishljóð. Hljóðin í verkinu minntu mig á þær raddir sem við heyrum dagsdaglega og það sem við heyrum inni á heimilum okkar: meðleigjendur, fjölskylda, vinir, nágrannar, útvarp, sjónvarp. Það sem við heyrum í gegnum vegginn en getum ekki greint. Þekkjum ekki samhengi samræðnanna né erum þátttakendur í þeim. Hlutverk þessara hljóða og radda er alveg magnað og gríðarlega áhrifaríkt. Því þegar það er ekkert hljóð í kring og við heyrum ekkert þá finnum við virkilega fyrir því. Orðin, talið, býr til ákveðinn öryggishjúp sem ég gæti sjálf ekki lifað án. Barn að segja ,,ha?’’ Tónlist í fjarska. Nánd í fjarska.

Sjónræni hluti verksins er einnig á áhugaverðan hátt andstæða þess hljóðræna en upptökurnar í myndbandinu eru úr veðurmyndavélum utan að landi sem sýna frá stormi sem gekk yfir Ísland í kringum 9. desember síðastliðinn. Þegar veðrið er það slæmt að innivera er æskileg förum við öll í svipaðar stellingar og við erum í núna. Við liggjum uppi í sófa, drekkum kaffi eða kakó og höfum það rólegt. Náttúran segir okkur að halda okkur heima. Við erum of viðkvæm og lítil til þess að takast á við veðrið. Við höldum okkur heima og bíðum af okkur storminn. Ekki ósvipað því sem er í gangi núna. Við gerum það þó saman, með kveikt á RÚV eða útvarpinu. 

German Greiner Distant Touch

Síðasta verkið í sýningunni, verk German Greiner, brýtur svo upp hinn rauða þráð einmanaleikans. Bindur hnút á endann á honum og gefur möguleika á að spila tónlist með óþekktum aðila í gegnum skjáinn. Forritið leyfir þannig tveimur einstaklingum að eiga nokkurskonar samskipti í gegnum tónlistina. Manneskjan hinum megin er algjörlega óútreiknanleg. Eins og manneskjur eiga það til að vera. Fjarlæg snerting er aðal þema þessa verks og slær á ótrúlega áhugaverða strengi um hvað það er sem þarf til þess að eiga samskipti. Verkið gefur dæmi um það að samskipti þurfa ekki að vera flókin til þess að eiga sér stað og getur einföld rafræn snerting sem þessi dugað. 

Sýningin í heildina setti svip sinn á lífið í seinustu viku, raskaði hversdagsleikanum og fékk mig til að hugsa. Nú þegar öll söfn og sýningarrými eru lokuð var ótrúlega magnað að sjá hversu hratt var skipt um gír og sýning var sköpuð eins og skot á algjörlega nýjum forsendum. Listin er að minnsta kosti ekki þræll formlegrar staðsetningar, sýningarrýma né nokkurskonar efnislegs pláss.

 

Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Myndskeið: Hluti af opnun sýningarinnar þar sem Rave-að var heima í stofu. DVDJ NNS, Áslaug Magnúsdóttir & Mia Ghabarou og Geigen.

Algjör bylting í sýningahaldi á Akureyri

Algjör bylting í sýningahaldi á Akureyri

Algjör bylting í sýningahaldi á Akureyri

Iðnaðarmenn, listamenn og starfsmenn Listasafnsins á Akureyri vinna nú myrkranna á milli við lokafrágang nýrra salarkynna Listasafnsins. Safnið, sem hefur að mestu verið lokað gestum síðasta árið, verður opnað á ný nú um helgina eftir stórfelldar endurbætur. Efsta hæð gamla samlagshússins hefur verið tekin undir safnið og húsið hefur verið sameinað Ketilhúsinu með nýrri tengibyggingu. Sýningarsalirnir sem voru fimm áður eru nú orðnir tólf auk þess sem kaffihús verður opnað á jarðhæðinni. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting fyrir safnið,” sagði Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, þegar hann tók á móti útsendara artzine í vikunni og lóðsaði hana um húsið. 

Það er hátt til lofts og vítt til veggja á efstu hæð gamla samlagshússins sem Listasafnið hefur loksins fengið til afnota. 

Sex nýjar sýningar verða opnaðar í safninu á laugardaginn. Hér vinnur Aðalheiður Eysteinsdóttir að uppsetningu á sínum verkum.

Magnús Helgason vinnur með segulstál í sínum verkum. Þau eru í rými sem er í senn sýningarsalur og safnkennslurými.

Í einum salnum verða til sýnis verk úr safneign.

Nýja tengibyggingin milli Listasafnsins og Ketilhússins er í senn andyri og kaffihús. Þar verður einnig safnbúð.

Þórgunnur Oddsdóttir


Myndbandsupptaka og eftirvinnsla: Þórgunnur Oddsdóttir

Ljósmyndir: Þórgunnur Oddsdóttir

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Reykjavík hefur orðið fyrir miklum breytingum síðastliðinn áratug. Litskrúðug bárujárnshús hafa verið látin víkja fyrir nútímalegri byggingum, veitingastöðum og hótelum fyrir ferðamennina sem heimsækja borgina. Þeim fylgir fé og því er ferðamannaiðnaðurinn orðinn ein stærsta tekjulind landsins. Ýmsir hafa blygðunarlaust nýtt sér þessa þróun og því er miðbær Reykjavíkur eins og hann er í dag; íbúar, verslanir og fyrirtæki hafa jafnvel neyðst til að flytja sig um set, m.a. vegna hárrar leigu.

Í erlendum borgum þar sem sambærilegar breytingar hafa átt sér stað, eru listamenn oftast í hópi þeirra fyrstu sem verða fyrir barðinu af ruðningsáhrifum af þessu tagi. Hugtakið sem notað er yfir þessi áhrif er Heldrunarferli (e. gentrification). Þetta tiltekna ferli er eitt af meginumfjöllunarefnum stuttrar heimildarmyndar sem kom út á þessu ári og ber heitið Artist Run. Að baki myndarinnar stendur hópur sem kallar sig Lost Shoe Collective. Hópinn skipa níu einstaklingar með ólíkan bakgrunn. Sumir þeirra eru búsettir í Reykjavík og aðrir í Berlín. Þau eru: Beth Cherryman, Fatou Ndure Baboudóttir, Freyja Eilíf, Jeremias Caro Roman, Marta Sveinbjörnsdóttir, Pablo Gonzalez, Ragnar Ingi Magnússon, Sólveig Johnsen og Valentina Pachón.

Heimildarmyndin Artist run í heild sinni.

Í myndinni eru sambærilegir og ólíkir fletir á umhverfi upprennandi listamanna sem starfa annars vegar í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar Neukölln-hverfinu í  Berlín skoðaðir, en Neukölln-hverfið er þekkt listamannahverfi þar sem margir íslenskir myndlistamenn hafa búið og starfað. Sérstök áhersla er lögð á starfsemi sjálfstæðra, listamannarekinna rýma og hvernig listamennirnir sem reka þau takast á við heldrunarferlið. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar; skoðað er hvaða áhrif það hefur á samfélagið, hvernig listamennirnir sjálfir geta verið ómissandi hluti af framvindu þess og hvers vegna það á sér stað yfir höfuð. Þar sem sumir sjá framför sjá aðrir gríðarlegan missi.

Að reka sjálfstætt, listamannarekið rými á svæðum þar sem heldrunarferli á sér stað getur verið erfitt. Til að mynda eru listamannarekin rými sem blómstruðu eitt sinn um gjörvallan miðbæ Reykjavíkur nánast horfin.

Artist Run dregur fram mikilvægi þessarar umræðu. Hún undirstrikar þörf listamannsins fyrir persónulegt rými, upplýsir áhorfendur um stöðu listafólks í samfélaginu auk þess sem hún hvetur listamenn til að sýna þrautseigju og gefast ekki upp þegar heldrunarferli á sér stað. Þótt myndin sé stutt kemur hún skilaboðunum vel til skila.

Heimildarmyndin hefur verið sýnd bæði í Reykjavík og Berlín samhliða myndlistarsýningu þar sem nokkrir listamenn sem komu fram í myndinni, auk annara listamanna, hafa sýnt verk sín. Nú ert hægt að nálgast myndina í heild sinni á internetinu og hvetjum við lesendur eindregið til þess að kynna sér hana.

Sólveig Eir Stewart


Aðalmynd með grein: Birt með leyfi Lost Shoe Collective. 

Frekari upplýsingar um Lost Shoe Collective og Artist Run: http://artist-run.com/

Kæra framtíð

Kæra framtíð

Kæra framtíð

Guðrún Vera Hjartardóttir var með sýninguna „Kæra framtíð” í SÍM salnum frá 5.-20. júlí. Útsendari artzine leit við og fékk að heyra hvað listakonni lá á hjarta. Guðrún Vera hefur verið starfandi í myndlist frá útskrift úr Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1991 og AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi árið 1994. Guðrún Vera hefur þróað á þessum tíma sérstakt samfélag vera sem hafa sterkan karakter en eru þó ofur viðkvæmar, oftast naktar og sýnast vera hlaðnar sterkum tilfinningum. Guðrún vera notar ýmsa miðla sem henta hugmyndinni hverju sinni og eru verk hennar gjarnan settar fram í formi innsetninga. Sýningin í SÍM salnum er innsetning sem byggir á skúlptúrum en líka leik með vatnsliti. Vídeóverkið  er einnig hljóðverk sem er afgerandi þáttur í heildarupplifuninni.

Guðrún Vera við innsetningu sína í SÍM salnum.

Í videoverkinu töluði persónur með grímur í belg og biðu um hluti sem þær voru í uppnámi yfir, eins og mengun sjávar og annað sem truflaði huga þeirra og mynduðu kakófónískt hljóðverk.

Önnur af tveimur leirpersónum sýningarinna horfir upp, kannski hrædd, kannski forvitin.

Skúlptúrinn sem gerður var eftir teikningunni sem var kveikjan að sýningunni.


Vera horfir upp á við.

Gríma.

Helga Óskarsdóttir


Ljósmyndir og upptaka: Helga Óskarsdóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest