Til viðtals: Brynjar Helgason um Hallstein Sigurðsson

Til viðtals: Brynjar Helgason um Hallstein Sigurðsson

Til viðtals: Brynjar Helgason um Hallstein Sigurðsson

Eiríkur Þorvaldson tók Brynjar Helgason tali um sýningu sem opnaði á dögunum á verkum Hallsteins Sigurðssonar og stendur yfir fram í desember. Brynjar er sýningarstjóri sýningarinnar og rekur ásamt Edytu Gabryszewska kaffihús og myndlistarými Café Pysju í Grafarvogi, við Fjallkonuveg í verslunarkjarna sem heitir Foldatorg. Hallsteinn á að baki áhugaverðan feril sem að fæstir kunna ítarleg skil á – þó að flestir kannist nú eflaust við verkin hans í Gufunesinu. Svæðið hafði hann sem sína vinnustofu, utandyra, um rúmlega tveggja áratuga skeið. Á sama tíma vann hann að gerð eilítið smærri verka sem að fara vel innandyra eins og þau sem gefur að líta í galleríinu að þessu sinni. Þá kom út blað; ‘Í Hallsteins Nafni’ og allt er þetta víst – blaðið og sýningin – hlutar af margþættu verkefni sem er mótun.

EÞ: ‘Vísir að yfirliti á (6-7 áratuga) ferli listamannsins’… Auk þess að endurspegla nákvæmlega formlegt inntak sýningarinnar (eitt verk frá hverjum áratug) og ýja að næsta skrefi, þ.e. yfirgripsmeiri yfirlitssýningu? – sem þess til gerð stofnun gæti tekið að sér. Þá hefur þessi titill ópersónulegann blæ eins og t.a.m. bókin hans Joyce ‘Portrait of an artist as a young man’

BH: Jú það er náttúrlega höfuðeinkenni svona andans manna að geta fjarlægst sig sjálfa og titillinn er í samræmi við það. Á bíltúrum okkar um svæði sem geyma verk þessa listamanns hefur hann bent mér á og spurt; ,,og hver skildi nú hafa gert þetta?’’,,…er það sami höfundurinn?’’ – það leynir sér ekki undrunin á honum. Og það er vert að spyrja í fúlustu alvöru: Er þetta allt eftir þann sama? Eða ef við orðum þetta öðruvísi; hvað sjálf eða hugvera framkvæmir svona frábrugðna hluti? Það var þá sem fæddist þessi hugmynd um Hallstein sem virtúós. Ég var lengst af ekki meðvitaður um þetta nafn, en við ákváðum að yfirheiti verkefnisins yrði; ‘Í Hallsteins nafni’ sem Café Pysja hefur haft frumkvæði að, með sýningunni (‘Vísir að yfirliti…’) í galleríinu, blaðaútgáfunni og öðru í framhaldinu. Ég upplifði það sem visst afrek og ég hef spurt aðra mér vitrari sem að hafa staðfest þetta að Hallsteinn sé ekki ‘nafn’ í ‘íslensku listasenunni’. Hann á talsvert tímaritasafn, sem kemur frá föður hans, og það varð okkur innblástur að hönnun og innihaldi blaðsins. Þannig að þetta er ‘retrospektíft’ en líka svona vangavelta um hvað geti falist í því. Og ég held að þetta sé líka í grunninn póst-módernískt móment – þessi sýning á svo sannarlega há-módernískum ‘myndhöggvara’. Þ.e. þegar listamaður af þeim gamla skóla er markvisst plöggaður inn í margslunginn vef tilvísana og ólíkra merkingarheima. Ég held að við þurfum á svona tímaskekkjum, eða tímaleysum réttara sagt, að halda og Hallsteinn hefur sjálfur leynt og ljóst verið meðvitaður um þetta.

EÞ: Afrek? – nafnleysi.

BH: Já ef þú tekur t.a.m. frægastann listamann sinnar kynslóðar eins og Sigurð Guðmundsson, þá kemur hann fram í viðtölum og skrifar bækur um sig og sínar ’tilfinningar’ – þetta er náttúrulega voða mikil hughyggja, sem að fjölmiðlarnir eru sólgnir í (þ.e. ‘hugarfar’ sbr. skoðanir einstaklinga). Hjá Hallsteini (sem er ekki ‘nafn’ vel á minnst) þá snýst þetta ekkert um hann – það eru verkin hans sem hafa verið þarna frá því ég man eftir mér og það án þess að þeim fylgdi einhver sérstakur merkimiði. Þetta eru listaverk – allt og sumt.

EÞ: Ástríðuþungi (la forza) svo ég vitni nú í texta úr ‘dagblaðinu’ sem Ólafur Gísla hefur þýtt eftir ítalskan sálgreinanda; Massimo Recalcati – hefur það ekki allt með hughyggjandi hugveru að gera?

BH: Nei, það er nafnið á hugveru í sambandi við atburð sem að viðkomandi kemst í snertingu við þannig að um sé að ræða hugveru þaðan af – verkfæri einhvers sannleika. Hallstein getum við nefnt móderníska hugveru eða ‘járnsmiðstetur’, ástríðuþrungnar athafnir hvers eru grundvallaðir í einhverju handan hans persónu eða sjálfi.

EÞ: En eins og sönnum listamanni sæmir næmur fyrir því táknræna og það þá sér í lagi á við um hans eigið nafn. Það er og annar álitinn risi á tuttugustu öldinni í íslensku listalífi með keimlíkt nafn sem Hallsteinn hefur fengið að láni titilinn frá: ‘Steinbarn’.

BH: Jú Steinbarnið virðist geta hafa komið frá Laxnesi en hjá honum var það í afar neikvæðri merkingu og tengdist hans tilvistarkreppu gagnvart pólitískri sannfæringu. Þetta verk Hallsteins aftur á móti skopskynið uppmálað og Hallsteinn hefur hugsað með sér: JÁ! – Við höfum aftur hugsað fyrir því á þessari sýningu að tefla fram tveimur steinbörnum; einu svörtu og hinu hvítu. Kannski til að sýna fram á margföldunaráhrif hinnar listrænu athafnar.

EÞ: Hvaða önnur verk eru á sýningunni?

BH: Ef að Steinbarnið hefur þótt þunglamalegt (sem er algjör vitleysa þar sem að það er mjög flottur hrynjandi í þessu verki – í sem kalla mætti; nýkubbastíl) þá eru þarna svifverk – tvö. Eitt leikandi létt, gult á lit frá um miðbiki ferilsins og annað frá seinasta áratug sem er hádramatískt verk af eins og splúndrandi hnetti með sínum mælieiningum, lengdar- og breiddarbaugum. Svo er þarna sívalningslaga verk fyrir miðju rýmisins – það gæti sómað sér vel meðal Brancusi og Duchamp, en líka í öðrum vísindaskáldskap. Þá er eiginlegt altaristöfluverk fyrir veraldlega kirkjur okkar tíma, þ.e. lífvísindastofnanir. Eða eru það ekki líka fagurfræðileg sjónarmið sem að koma til með að ráða því hvaða genum er splæst saman á næstu árum og áratugum? Að lokum skal upphafið skoða: ‘Maður og kona’ frá 68’ – hvaða túlkun sem maður vill leggja í þá góðu mynd.

EÞ: Þá eru upptaldir 6 áratugir. Hvað með þann 7unda?

BH: Sá 7undi er rétt að byrja og hann snýr að ekki ýkja gömlu verki reyndar; ‘Traktornum’ – sem er einn af nokkrum slíkum, og svo eru líka ‘Plógar’. Þetta verk hefur sjálfsævisögulega vídd (Hallsteinn var í sveit á þessum tækjum í Borgarfirðinum) en snýr líka að sögu Íslands og þeirri iðnbyltingu sem að varð í búskap landsmanna, en felur ennfremur í sér ákveðna abstraksjón eða ‘renderingu’. Þetta hugtak er þekkt úr hinum stafræna geira – þeirra sem teikna þrívíddarmódel eða vinna með hljóð og myndvinnslu. Með þessu móti, þ.e. að gera stafræna útgáfu af verkinu, sem getur ferðast í gegnum hin ólíklegustu umhverfi og um leið að ‘auð-kenna’ (tokenize) það, þá hrindum við af stað nýrri ‘byltingu’ með efni á vefnum sem er hægt að nálgast hvar sem er.

EÞ: Þú ert að tala um NFT, eiga verkin hans Hallsteins heima þar?

BH: Já, verkin hans eru ekki endilega bundin við ákveðinn stað, þó þeim hafi vissulega verið fundin ágætis staðsetning mörgum hverjum. Það er þessi staðleysa og sömuleiðis efnisleysa sem að hinn stafræni miðill bíður uppá. NFT snýst um að geta verðlaunað höfundinn fyrir sitt ‘efni’ en er ekki án ókosta eins og varðandi þann ‘námugröft’ sem býr að baki þessu kerfi. Að geta safnað í sína ‘portfolio’ listaverkum sem eru óhlutbundin rétt eins og fyrir þann sem á hlutabréf – sem að baki búa mis áþreyfanleg verðmæti.

EÞ: Talandi um steypu… Hallsteinn hefur unnið í steypu og ýmis önnur efni?

BH: Já það koma inn í hans praktík mjög skýr hagkvæmnissjónarmið – hann hefur t.a.m. ekki unnið í brons, marmara eða svoleiðis. Állinn hefur reynst honum góður og með þeim efnivið hefur hann náð að skala upp verkin sín til mikilla muna. Það hefur þýðingu að lesa í hans orð úr blaðaviðtali frá því snemma á ferlinum þegar hann segist ekki vera merkilegur suðumaður. Þ.e.a.s. hann er ekki fagmaður heldur ‘ævintýra’maður… Hann er að prufa sig áfram með tæknina og þann ‘orðaforða’ sem að þetta veitir honum. Þessar fáeinu aðferðir, steypan eða mótun og mótagerð, og svo suðan, stál og ál – hefur reynst honum drjúg uppspretta allan hans feril.

EÞ: En nú á að varpa honum inn í nýja tíma?

BH: Já það sér fyrir endan á hans jarðvist en gjafir hans halda áfram að gefa (af) sér. Eins og þessir einföldu ‘Traktorar’ að ekki sé nú minnst á hin ólíku farartæki (kosmísku – mundi kannski einhver kalla þau) sem að Hallsteinn hefur mótað. Þetta er mögulega það sem ég átti við með að kalla Hallstein ‘súrrealista’ – ekki síður en t.a.m. vin hans Jón Gunnar – hann er fær um að virkja ímyndunaraflið, svo sannarlega.

Já og við erum líka með afsteypurnar hans, þannig að fyrir áhugasama t.d. í jólapakkann – endilega kíkið á okkur!

Sýningin opnaði 17. september og stendur til 4. desember.


Café Pysja er í Grafarvogi, við Fjallkonuveg í verslunarkjarnanum Foldatorg og er opin fimntudag til sunnudags frá 14-18

Ljósmyndir birtar með leyfi sýningarstjóra.
upplýsingar um listamanninn: www.bit.is/hallsteinn/
Café Pysja er á Facebook og Instagram

Eltir eigin tilfinningu og leyfir ferlinu að leiða sig áfram: viðtal við Elínu Hansdóttur

Eltir eigin tilfinningu og leyfir ferlinu að leiða sig áfram: viðtal við Elínu Hansdóttur

Eltir eigin tilfinningu og leyfir ferlinu að leiða sig áfram: viðtal við Elínu Hansdóttur

Elín Hansdóttir hefur fengið töluverða umfjöllun síðastliðna mánuði, annars vegar út af verkinu Himinglæva (e. Aeolian Harp) fyrir utan Hörpuna og fyrir sýningu sína Eigenzeit í Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Himinglæva er viðamikill skúlptúr úr ryðfríu stáli, einskonar vindharpa sem framkallar hljóma þegar rok blæs í gegn. Eigenzeit er völundar-rými þakið örþunnum slæðum, efni þeirra er gegnsætt og marglit mynstrið dregur innblástur af ólæsilegu mynstri (e. Guilloche patterns). En slík mynstur er að finna til dæmis á peningum, vegabréfum og ýmsum skjölum, til að koma í veg fyrir falsanir. Annað verkið leikur á tóneyra gesta meðan hitt leikur sér að sjónarhorni þeirra. Elín hefur ekki einskorðað sig við ákveðinn miðil innan listsköpun sinnar, hún virðist draga innblástur allstaðar að og þess vegna er sérstaklega áhugavert að kafa í sköpunar- og vinnuferli hennar.

Eyja: þú nefndir í eldra viðtali að þú öðlist stundum ekki fullum skilningi á eigin verkum fyrr en nokkrum árum seinna, getur þú nefnt dæmi um verk sem þér finnst þú hafa betri skilning á núna?

Elín: Einmitt já, mín upplifun er sú að skynjun manns á eigin verkum verði ekki skýr fyrr en að minnsta kosti fimm árum seinna. Það getur verið svolítið snúið þegar þú ert að vinna verkið því eina haldreipið sem að maður hefur er þá að treysta ferlinu og stundum ganga hlutirnir upp og stundum ekki, þetta er ákveðinn vinnu-prósess sem er áhættusamur. En þessi áhætta er líka forsenda fyrir því að halda vinnunni spennandi fyrir mig. Þannig að ég verð bara að taka því þegar hlutir ganga ekki upp.“ (segir Elín og hlær) En þau verk sem sem ég er ánægðust með eru þau þar sem það opnast á túlkunarmöguleika þeirra með tímanum. Þá veit ég að það hafi eitthvað gott verið í gangi. Til dæmis þykir mér rosalega vænt um fyrsta stóra eða umfangsmikla verkið sem ég gerði á Ísafirði á listahátíð árið 2005, Long Place.

Það var eins og ég hefði látið draum rætast með því að byggja þetta monster sem þetta verk var. Verkið tók mig, ásamt teymi sem ég setti saman, 6 vikur að byggja. Á þeim tíma sem ég var að byggja verkið, þá vissi ég ekki nákvæmlega hvað það væri sem ég var að byggja. Ég var einfaldlega forvitin og það var þessi forvitni sem knúði okkur áfram. Það var smá eins og við værum að elta verkið, við unnum bara og byggðum og byggðum þar til verkið öðlaðist á einhvern hátt sitt eigið sjálf. Það er þessi sjálfstæða orka sem lætur mér þykja vænt um verkið. Með því að sleppa tökunum á því að plana frá upphafi hvaða áhrif verkið eigi að hafa, gef ég rými fyrir sjálfstæðri framvindu verksins. Mér finnst það mjög spennandi, þegar maður tekur sénsinn, eltir eigin tilfinningu og leyfir ferlinu að leiða sig áfram. Ég held að það hafi heppnast vel í þessu verki. 

Ég meina, þetta var fáránleg hugmynd – að byggja eitthvað svona rosalega stórt – og á þeim tíma var þetta líka mjög dýrt. Ég hafði selt litla íbúð á þeim tíma og ég eyddi ágóðanum af því í þetta verk (segir Elín hlæjandi) og þetta hljómar svo fáránlega í dag að gera þetta – en ég sá svo sannarlega ekki eftir því, þetta var algjört ævintýri og forréttindi að hafa getað gert þetta.

Long Place er greinilega verk sem situr enn með Elínu og setti mark á hvernig hún starfar sem listakona í dag, en Elín ásamt Anne Kockelkorn og Björn Quiring gaf út sjálftitlað bókverk um Long Place í fyrra og Elín fjallar einnig um verkið í nýlegu viðtali sem var tekið við hana í Berlín. Eyja: Mig langaði út frá þessu að skjóta inn spurningu um konsepti og listsköpun. Hvenær kemur konseptið inn í sköpunarferlið þitt og hversu stóran part spilar það í verkinu sjálfu?

Elín: Þetta er mjög góð spurning, því ég man eftir því þegar ég var í námi að þá er maður þjálfaður á þann hátt að leggja mjög mikið upp úr því að vera með einhverskonar concept. Líklegast af því það er svo mikið lærdómsferli í því að hugsa í konsepti – því maður þjálfar upp gagnrýna hugsun á því að leggja upp með að skapa ákveðna hugmyndafræði í kringum verkið.

En ef ég lít til baka, því nú eru 20 ár síðan ég kláraði nám, þá fór af stað algjör andstæða þess eftir ég fór að vinna sjálfstætt – þá varð einhver svona af koncept-afvæðing hjá mér. (við hlæjum báðar) Þar sem að ég áttaði mig á því að ég væri hamingjusamari þegar ég gæfi mér meira frelsi í hugsun og leyfði innsæinu að ráða meiri ríkjum. En þessi hugmynd, að fólk vildi ekki tala um vinnuna sína og gæti ekki rökstutt listina sem það var að gera, var eitthvað sem ég fyrirleit og fannst alveg fáránlegt þegar ég var í námi. En svo með aldrinum þá er eins og ég hafi vísvitandi farið að gefa skít í þessa áherslu á konsept, sem ég hélt að væri heilagur sannleikur. Og það var rosalega frelsandi.

Þetta gæti einnig verið kynslóðabundið. Því þegar ég er að klára nám þá er vægi sýningarstjóra að verða rosalega mikið og það voru að koma fram stjörnu sýningarstjórar sem að voru að móta ákveðin konsept. Þetta varð til þess að sýningarstjórar voru að hafa samband við listamenn með eitthvað ákveðið konsept í huga fyrir stóra samsýningu og í rauninni var maður beðin um að vinna verk út frá conceptum sýningarstjóranna. Ég fann það mjög sterkt, eftir einhver nokkur ár af því að vinna svona, hvað mér fannst það heftandi – að vera boðið að vinna innan ákveðins fyrirframgefins ramma sem að var ekki sprottinn frá mér. En þetta er svolítið snúið því auðvita vill maður taka þátt í sýningum en það er fín lína að hlusta á hugmyndir konsept sýninga án þess að leyfa þeim gjörsamlega að stýra öllu ferlinu. En nú lít ég svo á að það er verkefni sýningarstjórans að láta verkin passa inn í þeirra konsept – en ekki öfugt. 

í gömlu viðtali þá talar þú um að leggja áherslu á að skapa rými og upplifun frekar en sögu. Fyrst þú notar ekki framvindu sem leiðarljós er eitthvað annað sem þú notar fyrir beinagrind eða drifkraft fyrir eigin verk?

Elín: Já… það hefur alltaf verið mikið áhugamál hjá mér að skoða hvernig við sem mannverur skynjum umhverfi okkar á annan hátt heldur en með hausnum. Mér leiðist myndlist sem er þannig að maður þarf að lesa ritgerð sem fylgir sýningunni til þess að fá aðgang að verkinu. Ég er meira hrifin af verkum þar sem ég veit lítið, nánar tiltekið þegar að myndlist hefur þau áhrif að hún tali beint til annarra skynfæra heldur en einhvers hugvits. Mér líður eins og það sé á 20 öld búið að byggja upp hýrarkíu, hýrarkíu skynfæra, þar sem ofuráhersla hefur verið lögð á sjónina frekar en snertingu eða hljóð eða síkólógísk rými. Ég hef alltaf haft áhuga á þessum beinu áhrifum, sem eru meira síkólógísk heldur en föst í konsepti eða texta.

Síminn hringir og Elín spyr hvort hún megi svara, mamma hennar sé að hringja. Þær mæðgur spjalla um verkefnin sem þær eru með fyrir hendi og skiptast á áliti, þær velta fyrir sér ólíkum nálgunum og möguleikum. Það er mikið hlegið og að símtalinu loknu spyr blaðamaður hvort það séu ákveðnar manneskjur sem hún leitar gjarnan til fyrir álit á eigin verkum?

Elín: Minn nánasti fjölskyldu og vinahringur, eru mín stoð og stytta. Ég treysti öllum mjög vel og við höfum það að venju að viðra hugmyndir okkar á milli. Því það er oft einmitt í gegnum samræður sem ég leysi úr sköpunar-flækjunum. Sérstaklega fyrir mig, sem vinn mikið ein, nema þegar ég er að setja upp verkefni, þá líða stundum nokkrir dagar án þess að ég noti raddböndin (við hlæjum báðar). Þá finn ég sérstaklega hvað það er gott að fá sjónarhorn þeirra sem maður treystir. Það er ómetanlegt, þótt að manneskjan sé með aðra skoðun þá styrkist samt manns eigin í gegnum samtal. Það er eins og samræðan leiði mann alltaf að „réttri“ ákvörðun – eins fáránlegt og það hugtak hljómar í þessum bransa.

Þegar viðtalið heldur áfram ræðum við um hvernig það er að vera kona í listheiminum, veltum fyrir okkur hvort eitthvað hafi breyst. Í uppeldi Elínar var lögð áhersla á að hún gæti gert allt og að kyn kæmi málinu ekki við. Hún rifjar svo upp skellinn að uppgötva að raunveruleikinn samræmdist ekki því uppeldi sem hún hlaut. Þar nefnir hún meðal annars mun á verðlagi verka eftir “stóru meistarana” og kyni þeirra. Elín talar út frá eigin reynslu þess að verða mamma og listakona, hún talar um það sem ákveðið spark í rassinn og að hún hafi orðið afkastameiri í kjölfarið. 

Elín:  Að vera mamma og listakona er alveg frábært og afsannar þá klisju sem ungum konum í myndlist hefur verið sagt, kannski ekki á Íslandi en til dæmis hérna í Þýskalandi þar sem ég fór í mastersnám, að ef konur eignuðust börn að þá gætu þær ekki átt starfsferil. Það var mjög ógnvekjandi umræða sem maður fann fyrir og komandi frá Íslandi fannst manni þetta brenglaður hugsunarháttur en þetta er því miður svona á mörgum stöðum. Foreldrahlutverkið er allavega ekki ofarlega í umræðunni hjá körlum í sama bransa. 

Ég kveð Elínu Hansdóttur full orku og bjartsýni. Um þessar mundir er Elín að vinna að samsýningu í Berlín sem verður haldin núna í september (Stadt Land Dance, sýningarstjóri: Julia Wirxel), auk þess að hanna leikmynd fyrir sýninguna Síðustu Dagar Sælunnar í leikstjórn Unu Þorleifsdóttur, frumsýnt á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu núna í október. Það er margt spennandi framundan hjá Elínu auk einkasýningar hjá Schering Stiftung í lok mars 2023. Fyrir mér enduróma verk Elínar og viðhorf hennar til listarinnar svo fallega aðrar samræður sem ég hef sjálf átt með mínum vinum sem sitja nú eða eru nýútskrifuð úr Listaháskólanum heima. Orð Elínar undirstrikuðu fyrir mér vægi þessara viðhorfa og ég er skilin eftir með þá tilfinningu að það séu breytingar til hins betra í vændum innan myndlistarsenunnar, bæði hér heima og víða.

Eyja Orradóttir

 

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu – Ómar Stefánsson og Berlínarárin

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu – Ómar Stefánsson og Berlínarárin

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu – Ómar Stefánsson og Berlínarárin

“Galdramaðurinn eyðir blekkingu skaparans með því að skapa aðra blekkingu í staðinn. En um leið er mikilvægt að hann eyði jafnóðum þeim blekkingum sem hann skapar” 

Myndlistarmaðurinn Ómar Stefánsson er mörgum kunnugur fyrir óhefðbundnar leiðir sínar í lífi og list. Sextán ára gamall veitti hann helgarblaði Vísis viðtal sem ungur myndlistarnemi og galdramaður, en um sama leyti hóf hann nám Mynd- og Handíðaskólanum hvaðan hann útskrifaðist af Nýlistadeild árið 1981. Listferill hans spannar gríðarlegt magn af málverkum, skúlptúrum, ritverkum í útgefnum bókum sem og umdeildum gjörningaverkum sem framkvæmd voru í slagtogi með Art Brut hljómsveitunum Bruna BB og Inferno 5.

Á tæpum 50 ára  listferli hefur Ómar verið samkvæmur sjálfum sér, eins og greina má frá ofangreindri tilvitnun úr viðtali Helgarblaðsins Vísis frá árinu 1976. Í verkum sínum vinnur hann stöðugt með ádeilu á framsetningu mannkynssögunnar, vísinda og trúarbragða. Ekkert er eins og það sýnist.

Á sýningu sem bar titilinn Flatleikhús fyrir ójafna byltingu, sem ForA Contemporary Platform opnaði á verkum Ómars Stefánssonar í Berlín 12. mars til 10. apríl síðastliðinn, voru málverk, skúlptúrar og dagbækur sem unnin voru síðastliðin fimm ár á vinnustofu listamannsins þar í borg. Verkin af sýningunni segja meðal annars sögu um þá samfélagslegu umbreytingu sem átti sér stað á tímum heimsfaraldursins, í bland við annars konar hvimleiða ringulreið, til að mynda söguna um geimfarann sem drukknaði nærri í sínu eigin pissi.  Þannig leiðir sýningin okkur í gegnum ljóðræna og gróteska satýru þess að vera lifandi og deyjandi mannvera.  Skýjavél í innilokaðri hvelfingu stýrir flóði og fjöru en á meðan tilheyrir mannveran þyngdaraflinu með öðrum botnverum sem hún speglar sig í við daglegar athafnir.


Cloud makers and Tidal Technicians. Olía á striga, 140 x 140 cm. 2017-2022 


“Flatleikhús er einfaldlega skýring á því sem er í gangi hérna, að þýða hluti yfir á tvívíðan flöt, eins og þegar landakort eru gerð til dæmis, þá er verið að varpa þrívíddarlandslagi yfir á tvívíðan flöt og það eru margar aðferðir til þess, sem allar eru jafn réttar, eða jafn villandi, eftir því hvernig maður orðar það, glasið er hálffullt eða hálftómt” 

Námsár Ómars spanna gjörningaferðalög með Hermann Nitsch um Evrópu, starfsnám hjá Dieter Roth og störf hjá Illuminati söfnuðinum í Alpafjöllunum í Sviss. Allt sem greina má áhrif frá í verkum hans til þessa dags. Ómar gerði eins og margir listamenn eftir útskrift frá MHÍ, fór út til frekara náms til Berlínar og varð Meisterschuler í myndlist hjá prófessor Fussmann í Hochschule der Künste árið 1987. En örlögin leiddu Ómar aftur til Berlínar um 30 árum síðar og á sama tíma byrjaði hann að halda dagbók á þýsku þar sem hann greinir frá daglegum atburðum sínum með orðum, klippimyndum og teikningum. Þrjátíu dagbækur með hugleiðingum, hugmyndum og afdrifum hans, spanna hin stormasömu ár Ómars í Berlín 2017-2021 sem enda með nær-dauða-reynslu, líkamsdauða – “og endurfæðingu í stjörnumerki Sporðdrekans” bætir listamaðurinn við kíminn og er hæstánægður með nýja afmælisdaginn sinn.


Sýnishorn úr Berlínardagbókum, Vol. I – XXVI, 2021.

Byggingarlist orða og hugmynda talast á við áþreifanlegan strúktúr bygginga í málverkum Ómars, sem eru formalísk og súrrealísk í senn. Form taka á sig lifandi mynd, virðast geta fært sig um set og endurraðast á hverri stundu. Maðurinn vex inn í sjálfan sig, út úr sjálfum sér, verður hús, verður dýr og rólar sér í orðinu á leikvelli tilverunnar. Á sýningunni í ForA gallerí eru málverk sem fjalla meðal annars um heimsmyndunarfræði og alls konar óvissufræði, einnig það sem bar fyrir augu listamannsins á tímum heimsfaraldursins í Berlín og svo persónulegar kyrralífsmyndir..

Sérhver listamaður verður að gera eitt Tempus Fugit (Lat. Tíminn flýgur) listaverk… Og hugsa um dauðann. Það hlýtur hver listamaður að hugsa um dauðann. Og það kom nú til dæmis fyrir mig hérna í Berlín, að steindrepast bara, það var ekki planið. Svo er hérna myndlist sem hægt er að læra af. Hér er kassi sem á stendur hvað sé fram og hvað sé aftur. Við áttum samræður um þessar mynd, ég og einn heimspekimenntaður maður á opnun þessarar sýningar og við deildum. Ég var hæstánægður með árangurinn, að þessi mynd skyldi vekja upp slíkar deilur, þótt þetta sé bara mynd af kassa. Ég sagði að upp og niður væri klárt. En það eru skiptar skoðanir um það”

Við virðumst búa í tilbúnum heimi þar sem ekkert er tilviljunum háð.  Það sama er þó ekki hægt að segja um teikninguna í málverkunum Ómars, en þau birtast manni sem villt og ótamin fyrirbæri. Kröftugar og öruggar strokur draga upp heim sem sameinar allar listastefnur 20. aldarinnar og þótt lengra aftur væri litið. Ofsafengið og hömlulaust myndefnið hefur augljós tengsl inn í verk jafn ólíkra listamanna eins og Otto Dix, Hiernonymous Bosch og Hans Bellmer.

“Ég veit ekki hvað maður getur sagt..  ég hef verið kallaður klassískur módernisti. Sem er líka smá fyndið. Fyrst kom Art Nouveau, nýi stíllinn og svo kom módernisminn, svo nýi stíllinn og svo nýi nýi stíllinn. Svo er þetta allt orðið klassískur nýr stíll, þannig að ég er mjög klassískur, myndi ég segja, listamaður. Mjög hefðbundinn, miðað við marga” 

Nokkur málverk af sýningunni Flatleikhús fyrir ójafna byltingu. Frá vinstri til hægri: Infected, The Battle of Amari with the Cyclope Cannibals in Crete, Inflated man falling, KaliYuga, Farming for spare parts, Choronzon, Mooning on Mars, The crazy old town. 

Í afstraktmálverkum og skúlptúrverkum Ómars má sérstaklega greina þó áhrif sem hann er undir frá lærifeðrum sínum Dieter Roth, Hermann Nitsch og jafnframt Magnús Pálssyni. Hröð og ötul vinnubrögð fæða af sér gróteskar línur og form í aksjónverkum sem eru unnin bæði með málningu á striga, sem og fundnum og samanskeyttum efniviði. Við og við skjóta svo upp kollinum ansi kómískir titlar, sem gefa þessum ofsafengna myndheimi enn annan vinkil. Ómar er þó þekktari fyrir stórflata málverk sín, sem bera vitni um einstakt vald hans á miðlinum og mikla færni í teikningu. Þessi málverk skírskota til mynduppbyggingu fútúrista, kúbista, súrrealista og á sama tíma myndskreytingarhefða grafískra myndasagna.

Þau listaverk sem nú standa uppi á sýningunni í ForA eru einnig merkileg fyrir þær sakir að hafa komist klakklaust frá Berlínarárum listamannsins. Þónokkur verk sem Ómar hafði í geymsluhúsnæði í borginni urðu húsbruna að bráð. Vinnustofuhúsnæði sem hann deildi með hundruði annarra listamanna í Lichtenberg var gert upptækt með eins dags fyrirvara, sem olli því að hann og fleiri glötuðu aleigu sinni í málalyktum sem verða ekki útlistaðar hér.
Maður er víst ekki maður með mönnum fyrr en maður hefur misst aleiguna” segir Ómar og segist hafa það eftir fyrrum kennara sínum í Nýlistadeildinni, Magnúsi Pálssyni.

Breiðmynd af vinnustofuhúsnæði Ómars í Lichtenberg, Berlín og skúlptúrverkum sem fóru forgörðum. 2019-2021.
Klikkið á myndina til að stækka hana.

Síður dagbókanna sem Ómar hélt í Berlín eru fylltar með teikningum og klippimyndum sem lýsa, líkt og Flatleikhúsið, fimmvíðum veruleika listamannsins á tvívíðu formi. Af magni bókanna og útfylltra blaðsíðna er auðséð að listamaðurinn lætur ekki dag líða án þess að hafast handa við klippimyndir, teikningar eða skrif.

Meira að segja meðan listamaðurinn liggur inni á gjörgæslu hefur tíminn verið nýttur til listsköpunar og skráningar, þar sem myndir eru settar saman úr matarmiðum spítalans og nær-dauða-reynslunni lýst, sem var á svipuðum meiði og aðrar skrásettar frásagnir af sýnum á dánarbeði. Samkvæmt Ómari var hann skyndilega dreginn á löppunum í gegnum göng, sem þó að lokum leiddu hann aftur inn í heiminn, en ekki burtu í ljósið.

Og hvernig var að deyja? “Það var alveg hræðilegt… Haltu lífi eins lengi og þú mögulega getur(!)”

Í raun má segja að allur listferill Ómars Stefánsson bjóði áhorfendum upp á hádramatíska Flatleikhússýningu. Listasýningar hans og undirbúningur þeirra,  gjörningaframkomur og afleiðingar þeirra, úrklippur frá yfirlýsingaglöðum greinaviðtölum við hann, sem og frásagnir áhorfenda af afdrifum hans í gegnum tíðina. Allt dregur þetta upp allsvakalega mynd af ævispori listamanns sem fer ótroðnar slóðir og hefur ekki valið sér auðveldustu leiðina í gegnum lífið. Sigrar mæta ósigrum á úfnum hafsjó þess sem þó myndar þokkalega ferilskrá í dag, ójöfn lífsbylting og ekkert er eins og það sýnist. Baráttan á milli hins góða og illa eins háalvarleg og kómísk og hún getur verið í senn. Jafnvel þegar listamanninum sjálfum er ekki spaug ofarlega í huga, notar hann kímnigáfuna sem verkfæri í frásögn sinni. Hans eigin nær-dauða-reynsla verður að uppsprettu endalausra brandara. Og hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er sannleikur,  hvað er blekking.. “heimurinn  inniheldur bara endalausar spurningar og loðin svör”  

Og er allt svona ruglingslegt að þínu mati? Heyrðist sýningargestur á opnuninni spyrja listamanninn. – Já og jafnvel enn ruglingslegra en ég næ að túlka á þessari sýningu.

Flatleikhús, eins konar
á bílastæði tilverunnar

Þar ferningar færast
og á þeim þríhyrningar nærast.

Allt fer þetta í hringi,
gula, bláa, rauða.

Flatleikhús, eins konar.
á bílastæði tilverunnar.

Endir alvörunnar,
eins konar. 

Sýningin Flatleikhús fyrir ójafna byltingu stóð uppi 12. mars til 10. apríl í ForA Contemporary Platform á Marburger Strasse 3 í Berlín. Á henni var til sýnis eitt frumeintak af Berlínardagbókunum (Bindi XXIV, 2021), fimmtíu og þrjú málverk sem unnin voru að mestu leyti á árunum 2017-2022 í Berlínarborg og sex skúlptúrar. Þá var fyrsta bindi Berlínardagbókanna (Vol. I, 2017) einnig útgefið á prenti á opnun sýningarinnar.

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu, sýning Ómars Stefánssonar í ForA Contemporary Platform, Marburger Strasse 3, Berlín,
12. mars – 10. apríl 2022.

Ómar Stefánsson er fæddur árið 1960 á Íslandi og verk hans hafa verið sýnd á Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og á fjölmörgum einkasýningum á Íslandi. Þá voru verk eftir hann einnig verið sýnd á Heine Onstadt í Osló, Noregi og á sýningu með Cy Twombly, Joseph Beuys í Gallery Händschin í Basel, Sviss. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga málverk eftir Ómar sem og Tækniskóli Íslands, Eimskip sem og Illuminati söfnuðurinn í Sviss. Ómar vann einnig verk sérstaklega fyrir lestarstöðina í Basel, Sviss, ásamt listamönnunum Dieter Roth, Dominik Steiger og André Thomkins.

Nánari upplýsingar um Ómar, verk hans og sýninguna má skoða á hér: omarstefansson.com 

Freyja Eilíf


Aðalmynd með grein: Freyja Eilíf. Myndbönd, upptaka og vinnsla: Freyja Eilíf. Myndir af verkum birtar með leyfi listamannsins.

Would you give it up, to get rid of the Anxiety? Would you give it up, to get rid of the Fear?

Would you give it up, to get rid of the Anxiety? Would you give it up, to get rid of the Fear?

Would you give it up, to get rid of the Anxiety? Would you give it up, to get rid of the Fear?

For as long as I can remember, I have occasionally experienced a vision in a strange dream state shortly before waking. At first I don’t see and feel anything, and nothing exists. However, there comes a strange moment during which my consciousness produces a strong visual-emotional creation marked by features such as: Realism – real people from my life, real places, real characters of people. Excitement – a strong leading emotion that sometimes changes into another and sometimes works in parallel, even with the heavy ones. Time – which is future time, and I am aware of it. Semantic abstractionism – material forms in abstract situations, environments and movement. That vision creates images and emotions and guides me through the journey.

The journey of this exhibition starts with a two questions and a short survey built around them. Anyone can get involved by using a QR codes shown on each poster. Posters are displayed just for a day before an exhibition opens, and they are going to be everywhere – all over the city in a real world, on the internet and traditional media. Surveys results are reflecting how the society feels and reacts in the exact place and time. After processing they will be an integral part of an exhibition and artistic research. We can say that the exhibition is extended not only in time but also in space – out of the gallery showing. Moreover the gallery experience itself is something more than you could expect…

It starts with a „welcome drink” at the beach bar! But there is a catch – a little task to do, to be able to get one. Task is simple and it supports the artist in his artistic journey. Than you can enter an exhibition hall… and this part you need to experience by yourself.

The scope of it is reflected in author’s statement:

I thought the universe was a vision.
The world of language and narration is full of sadness and regret.
Often, I have projects that I can’t finish or see-through.
I know everything happens for a reason.
What makes a person is their own story.
People do live in their own imaginary stories.
Wounded and alone, but time never left.
Time will review how the most minor
and eternal things can significantly impact life.
When I look into people’s eyes, I realize
that no one can see or observe the world the same way as I do.
I know that others will exceed my expectations
in their excellence
in the form of time.

Exhibition text by Sabine Fischer

WOULD YOU GIVE IT UP, TO GET RID OF THE ANXIETY? WOULD YOU GIVE IT UP, TO GET RID OF THE FEAR?

An exhibition: WOULD YOU GIVE IT UP TO GET RID OF THE FEAR? WOULD YOU GIVE IT UP TO GET RID OF THE ANXIETY?
Had an opening 11th of February 17.00. KUBBURINN and it was open for a week, gathered over 250 recipients, which made it one of the most popular exhibitions in Iceland, It has been described by polish -sociaty portal:  icelandnews.is (PL) 

Finally, Patryk was interviewed by Hús & Hillbilly which included a lengthy article in issue # 153 of the STUNDIN newspaper.

The exhibition space began outside of the exhibition space – in the public space, and in the internet space. When you come into the show you saw huge posters on both sides of the school, when entering the space there was a bar with drinks opposite of exhibition space, then you enter the space of exhibition, and you hear a lector who was saying what the exhibition is about. You saw artist with a facemask of himself putting answers from surveys on a curtain and in the middle, there was a space-separated with silk material with a crystal ball on a stand envelope, in which you saw a video.

Patryk designed a space with intention that will visually stimulate emotional, psychological and perceptual quality, as it has stimulated himself during his research. He invented it in his vision process. He used various materials and techniques to manipulate the space, and he rearranged it into layers. He could compare it to that I imagined in a structure as an onion is made.

 Artist Sabine Fisher made a text about an exhibition: 

For a brief moment, you feel like you’re entering the hidden room of a mentally disturbed person trying to live out his antisocial emotions and obsessions in a secret place, but you realize pretty quickly that what surrounds you here is actually the social space, drawn as a mentally troubled human community that we enter and experience day after day.

The provocative way of asking the questions about your fear and your anxiety as if they were your capital of self, creates an interesting curiosity that one mitigates with a slight suspicion, because it speaks the same impactful language of personality stylizations. Entering the room, one is immediately surrounded by language, by countless newspaper articles and media clippings of all kinds in their familiar visual appearance, as we encounter them in our daily media use. All these different snippets of reality literally recite the word „fear“ or “anxiety” in one way or another. The massive variation in which these words can be found in articles or news stories transforms their meaning into a surreal experience. Printed and presented on ceiling-to-floor fabric that spans the entire room, one feels the flood-like force that this subtle language imposes on the body. Sometimes, in between the fabrics, the concrete walls of the room covered with „real“ papers emerge, looking like a raw material and spreading a touch of reality to which one wants to cling somewhat desperately even though it is a reality that you do not wish reality to be made of.

The complex layering of reality and information in this language-used environment takes place not only in the visual plane. A narrative voice, psychologically intent on embodying confidence and self-assurance as an obvious acting performance, again creates a sensory desire for stability that one is aware can only be a simulation of hope. But also this time with a nuance of desperate longing for human simultaneity, one is willing to absorb the constructed narrative as a structure of liveliness.

Real liveliness is experienced through the performative act of the artist in the space, who anonymizes and reduces his body through a face mask made of plaster and dressed in black. Invisibly driven by something, he fills in, in empty spaces that are everywhere on the printed curtains, handwritten the words „yes“ or sometimes „no“, attributed by a small digital

notebook he holds in his hands. The aluminum ladder he uses to reach the blanks is paradoxically refreshing in its profanity, as something that is gratefully simple to grasp. Again one is willing to follow this human reference as something stable.

Behind the purposeful behavior of this body one hopes to find answers to this inescapable reality. The answers „yes“ or „no“ provide the fragments to a personality profile generated by a personality test. Once one has decoded this behavior of that anonymous body, one feels a moment of powerful disillusionment that provides clarity about one’s own body. Where and how can a personality sit in a body that separates body and mind? A self composed of a linearity lives in a permanent fear of losing stability, because this self trusts a language that is abstract and has no physical or concrete existence as its foundation.

An answer to flee this inescapable reality is found in the center of this complex conceptual space. Light transparent silk curtains draw a small room in the middle of which, on a metal frame, sits a hand-sized glass sphere that breaks through a paper envelope. If one dares to look into this sphere, one sees through it a video, played on a cell phone, which shows wandering through nature in detail shots and half-totals. Also perceptible are the sounds of these natural environments, which are lost in the entirety of the space, because the audio voice takes all the audible attention from the visitor.

This small poetic gesture creates a very interesting perception of the weighting in the relationships of the body’s internalities. If one understands this space created by Patryk Wilk as an interior of the body with the visualization of the layers that envelop our inner core, the fabrics as skin and membrane that carry, pass or filter imprinted information, then one experiences the deep complex psychological attempts to understand bodily functioning, as an empathic view of the body’s own insecurities in the face of a supra-bodily linearity.

In order to bring this overweight into a balance, we find in ourselves an instrument which, similar to the secrets of nature, brings forth beauty. If we connect this beauty with linearity, it becomes poetry. What if we use our own beauty to create body based poetry and let it permeate the layers to the outside? We then no longer use our membranes as protection against the things that enter us from the outside. Then we can start trusting the things out there and open up to the social space. Imagine a world where the body’s own beauties combine with linearity and circulate out there in many different forms. Would you give it up for that?

Patryk Wilk (b. 1995 in Łódź, Poland)
He is a conceptual painter, author of installations, videos, and art-based research work. His very expressive works are focused on consumer society subjects and the role of the artist itself, combining social, educative, and art criticism, without tabu, with the existential dimension. Patryk is currently graduading Master of Fine Art at Iceland University of The Arts in Reykjavik, Iceland.

An exhibition: WOULD YOU GIVE IT UP TO GET RID OF THE FEAR? WOULD YOU GIVE IT UP TO GET RID OF THE ANXIETY?

11-18 February 2022
Opening 11th of February 17.00-19.00 Starts with performance at 17:00 Open 12 – 18 of February, 18.00- 20.00

KUBBURINN, Listaháskóli Íslands / Iceland Academy of the Arts Laugarnesvegur 91, 105 Reykjavík


patrykwilk.com / www.lhi.is

Í og við…þennan stað

Í og við…þennan stað

Í og við…þennan stað

Sýningarverkefnið STAÐIR / PLACES fer fram í þriðja sinn núna í ár á sunnanverðum Vestfjörðum. Verkefnið er í umsjón og framkvæmd myndlistarmannanna Evu Ísleifs og Þorgerðar Ólafsdóttur sem höfðu áhuga á að veita listamönnum tíma og umgjörð til að vinna að nýjum verkum og þróa í öðru umhverfi en þeir eru vanir að vinna í. Staðir skiptast í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að nýjum verkum áður en þeim er hrint í framkvæmd og sýnd að ári liðnu. Sýningarnar hafa verið árin 2014, 2016 og núna í þriðja sinn, 2018. Listamennirnir eru Hildigunnur Birgisdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. Sýningarstjórn árið 2018  er í höndum Evu Ísleifs.

Sum verkanna eru varanleg útilistaverk og önnur tímabundin, en kjarni verkefnisins er að hvetja listamenn til að mynda tengingar við umhverfið og viðfang sitt. Margar áhugaverðar umræður hafa komið upp í þróun listaverkanna og þá má líta til sýninga fyrri ára. Spurningar sem flestir listamenn hafa velt fyrir sér er t.a.m. hlutverk sitt sem utanbæjarmaður en með innlegg inn í samfélagið og líta staðinn öðrum augum og sjá aðstæður og umhverfi í öðruvísi ljósi.

Staðir / Places opnaði 7. júlí síðastliðinn og hófst dagskráin klukkan 12 á hádegi á Flakkaranum við Brjánslæk og endaði rétt fyrir kl. 20 í Bakkadal i Arnarfirði. Fyrsta sýningin sem opnaði var með verkum eftir Hildigunni, 10 verk fyrir staðbundna nagla. Hugmyndin af verkunum er sprottin út frá sérstöku númerakerfi sem var til staðar þegar hún heimsótti Flakkarann fyrr á árinu. Bækurnar eru teiknibækur, mismunandi á litin, en form þeirra tákna tölustafina 1,2,3,4,5,6,7,8,9 og 10. Gestir geta tekið blað ef þeir vilja og jafnvel safnað öllum númerunum.

Verk Þorgerðar er unnið í kringum reglulegar ferðir og göngur landvarða að Surtarbrandsgili í Vatnsfirði sem er friðlýst náttúruvætti sökum mikils magn af steingervingum og surtarbrandi. Gestir sýningarinnar hefja göngu sína í gilið fyrir utan gamla prestbústaðinn þar sem hún hefur komið fyrir litlu verki í sýningarkassa Umhverfisstofnunar, 80% af því sem það er, sem kallast á við annað verk sem göngufólk sér þegar komið er upp í gil. Í upphafi og lok göngunnar má líka sjá útilistarverk eftir Þorgerði sem bera titilinn Jökulöldur. Skúlptúrarnir sem sýna geómetrísk form, eru steypt í brons og eru tákn tekin frá jarðfræðikortum sem sýna hvernig jöklar hafa hopað á nútíma eða frá því ísöld lauk. Að lokinni göngu fá gestir að taka heim með sér risograph prent sem sýnir steingervinga og surtabrand.

Verk Þorgerðar er unnið í kringum reglulegar ferðir og göngur landvarða að Surtarbrandsgili í Vatnsfirði.


Í upphafi og lok göngunnar má sjá útilistarverk eftir Þorgerði sem bera titilinn Jökulöldur.

Ágangur veðurs og náttúruafla hefur haft sitt að segja á löngum tíma en ferðamenn hafa líka hægt en örugglega umbreytt staðnum og mikið magn af steingervingum og surtarbrandi hafa horfið. “Það er eitthvað töfrandi við steingervinga. Þetta eru ævaforn prent af plöntum sem eru ekki lengur til en hafa varðveist í milljónir ára – augnablik sem hafa þrykkst í setlög eftir að hafa legið undir þrýstingi hraunlaga frá því að landið fór að muna eftir sér” segir í texta um verk Þorgerðar.

Í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði gefur að líta sýninguna Avant Garde sem Hildigunnur vann í samstarfi við leikskólabörn í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Salnum hefur verið breytt í sýningarsal samtímalistar ásamt því að vera enn notaður fyrir fundarsetu bæjarstjórnar. Hildigunnur bauð upp á myndlistarnámskeið þar sem börnin unnu skúlptúra, lágmyndir og teikningar. “Verk þeirra bera vitni um opin huga, útsjónasemi og tæra hugsun. Verkin miðla berskjölduðum sannleika til þeirra sem vilja nema.” segir Hildigunnur í sýningarskránni. Salurinn er opin á opnunartíma bæjarskrifstofunnar.


Í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði gefur að líta sýninguna Avant Garde sem Hildigunnur vann í samstarfi við leikskólabörn í Vesturbyggð og á Tálknafirði. 


Hildigunnur var með 10 verk fyrir staðbundna nagla á Flakkaranum, Brjánslæk.

Við leggjum leið okkar yfir á Bíldudal. Á bensínstöðinni hefur Hannes opnað hurðina, en hægt er að hringja í hann og fá að eiga við hann viðskipti. Þar er bók Gunndísar Ýrar 1,1111% hlutur, til sölu. Þar eru einnig verk eftir Hildigunni til sölu, Tyggjóklessur og teiknibækur. Gunndís Ýr vann bókverkið 1,1111% hlutur fyrir verkefnið Staðir / Places ásamt því að leiða gesti á opnun sýningarinnar um landið sem kemur við sögu í bókinni. En heitið á bókinni er einmitt byggt á rannsóknum hennar á eignarhlut hennar í fjölskyldulandinu.


Gunndís Ýr vann bókverkið 1,1111% hlutur fyrir verkefnið Staðir / Places ásamt því að leiða gesti á opnun sýningarinnar um landið sem kemur við sögu í bókinni.

Gunndís Ýr leiðir gesti í göngu en farið er út að landamerkjum sem skráð voru frá árinu 1886.

Verkið tekst á við skilgreiningar á afmörkuðu landslagi Hólslandsins. Óvíst er t.a.m. hversu stórt landið er í nútíma-mælieiningum eða hekturum. Gangan var farin út að landamerkjum sem skráð voru frá árinu 1886. Verkið er sérstaklega gert fyrir leiðina frá Standbergi sem nefnist Göltur og er við Ketildalaveg og að Bakka í Bakkadal. Það er þó hægt að lesa það á hvaða leið sem er enda er hægt að nálgast bókina í Reykjavík þar sem hún er til sölu í Nýlistasafninu og í Books in the Back í Harbinger galleríi.

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýningarnar en þeim mun ljúka í lok ágúst. Hægt er að sjá kort sem sýnir hvar verkin eru hér : Kort

Það er ákveðið ferðalag að fara vestur og ferðalag á milli verkanna. Auk þess eru leyniverk á sýningunni sem kannski ekki allir fá að sjá. Sýningarnar eru óhefðbundnar og sum verkanna verða hluti af landslaginu, þú ert ekki bara þarna til að njóta myndlistar heldur ertu þarna líka til að njóta staðanna, náttúrunnar, veðursins og ferðalagsins, já það er bara svo margt sem gerist í ferðalaginu.


Aðalmynd með grein sýnir listamennina sem tóku þátt í verkefninu. Frá vinstri: Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Hildigunnur Birgisdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.
Ljósmyndir eru birtar með leyfi aðstandenda Staðir/Places.

Vefsíða: www.stadir.is

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Á dögunum rakst ég fyrir tilviljun á viðtal sem Morgunblaðið tók við mig fyrir rúmum 20 árum (birt 16. apríl 1994). Ég var þá með stóra einkasýningu í sölum Hafnarborgar í heimabæ mínum Hafnarfirði. Ég ræðst þarna með látum á þá róttæku theoríu sem framar öllu öðru einkenndi veraldarsýn myndlistarmanna á 20. öldinni og gekk m.a.undir nafninu Tilraunin (The Experiment), en hún lagðist til atlögu við miðstöð myndlistarinnar og snerist  með vitsmunalegum rökum gegn hefðbundinni skynrænni eftirtekt og fagurfræði.

Hugmyndin var öðru fremur sú að myndlistin ætti að yfirgefa listasöfnin og verða hluti af hinu daglega lífi. Í viðtalinu tek ég skýrt fram að ég sé LISTmálari og að gáfur, þekking sem og snjallar hugmyndir hafi ekkert með myndlist að gera, ekki frekar en heimspeki og lestur bóka. Hefðin er það sem gildir og listin er fyrst og fremst galdur (!).

Það má vera að margir hafi hrist höfuðið og átt erfitt með að skilja að ég skyldi láta slíkar fullyrðingar frá mér fara og fundist að með þessu móti væri ég að setja spurningarmerki við vandaðar hugmyndir og verk margra kollega minna á Íslandi sem og fjölda alþjóðlegra myndlistarmanna samtíðarinnar. Sú var aldrei raunin og við nánari skoðun er það reyndar þannig, að þessi „framkoma“ er alls ekki svo óvenjuleg og ætla mætti í fyrstu. Því ef betur er að gáð er hér í grundvallaratriðum um  að ræða hegðunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til hugsunarháttar hiðs svokallaða „rómantíska tímabils“ og er í hnotskurn sú sama og róttækir listamenn notuðu á upphafsárum Tilraunarinnar.

Maður vinnur með tabúið. Segir allt sem má ekki segja, í þeim tilgangi að koma (í fyrstu óskýrum) nýjum viðhorfum og hugsanagangi í loftið. Ýkir svo um munar með öfgafullum yfirlýsingum. Flokkar allt í svart og hvítt. Snýr ölllu á hvolf. Það sem virkilega fyrir mér vakti, var að vekja athygli á því að sitthvað er varðar hugarfarið og theoríuna í myndlistinni væri að breytast. Að ef skoðað er listaverk, sé t.d. orðið nauðsynlegt að leggja aftur meiri áherslu á hina sjónrænu eftirtekt, í stað þess að einblína svo til eingöngu á það vitsmunalega. Það var vissulega aldrei ætlun mín að afneita tilvistarrétti Tilraunarinnar, sem væri fjarstæðukennt, en einmitt margt sem einkennir þessa áberandi tvíhyggjulegu myndlistarkenningu er dæmigert fyrir hegðunarmunstur og hugsunarhátt Nútímalistarinnar (Modern Art). Tilefni þessa uppistands míns var og er fyrst og fremst sú staðreynd, að bilið milli manns og náttúru er alltaf að stækka, sem veldur því að skilin milli hugar og náttúrulegs líkama okkar verða með hverjum deginum skarpari. Við upplifum þetta á mismunandi hátt. T.d. með því að hugsa um líkamann líkt og um væri að ræða vél, sem hægt er að gera við og skipta um varahluti, ef eitthvað bilar. Afleiðingarnar eru þær, að sú  náttúra, sem við í rauninni erum, þ.e.a.s. líkaminn, er orðin sjálfsvitund okkar allt að því framandi. Svipað er að segja um ytri náttúruna, umhverfi okkar. Mengun í lofti sem vatni, loftslagsbreytingarnar og röskun á jafnvægi vistkerfa munu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt líf hér á jörðinni. Þar sem yfirgnæfandi Dúalismi og hlutræn veruleikasýn Klassísku náttúruvísindanna, bera framar öðru ábyrgð á þessu brigðula ástandi, liggur í augum uppi að nauðsynlegt er orðið að manneskjan leggji sig í auknum mæli fram um að lifa í samlyndi við náttúruna.

  Um aldamótin 1800 eru það  rómantísk viðhorf, sem vildu stuðla að meiri sameiningu milli manns og náttúru. Og studdu þá skoðun að raunhæft væri að skoða fyrirbrigði veraldarinnar sem heild og að minna máli skipti, það sem Klassísku náttúruvísindin gerðu, að vera stöðugt að velta vöngum yfir einingunum er halda þeim saman. Auk þess ætti að meðtaka veruleikann skynrænt (subjective) og milliliðalaust frá náttúrunni sjálfri, í stað þess að við séum  hlutrænt (objective) að fastsetja hvað náttúran í eðli sínu er og hvernig beri að umgangast hana. Það er því ekki óvitlaust að ætla að við gætum nú í dag haft mögulegan ávinning af því að sjá hlutina frá hinu ljóðræna sjónarhorni Rómantíkarinnar. Og ekki bara það, því annað engu að síður áhugavert er, að þrátt fyrir umhverfisvæn og algild náttúrutengsl, eru það ekki síst mótsagnir, óstöðuleiki, írónía, uppreisnarandi, að ógleymdri óstöðvandi þrá um að eitthvað verði  að breytast, sem allra best endurspegla ímynd rómantískrar afstöðu.

Þar af leiðandi er mikilvægt að minnast þess að án þessa hugarástands, sem allsherjandi var í upphafi 19. aldar; og þá reyndar sama hvort var í myndlistinni, bókmenntunum, náttúruvísindunum eða tónlistinni, hefðum við, þegar fram liðu stundir, aldrei fengið að upplifa listastefnur og listamenn á borð við Dada, Marcel Duchamp, Súrrealismann, Actionlistina, Joseph Beuys, Popplistina og Jeff Koons, svo eitthvað sé nefnt.  Frjáls listsköpun, sjálfstjórn (autonomy), persónuleg tjáning og það að hunsa allar fastar reglur er varða sköpun myndverka, sem og sú móderníska tilhneiging að hafa þörf fyrir að ræða um innihald listaverka, er rómantískur hugsunarháttur.

Hlutverk Rómantíkarinnar er og var alltaf það sama. Að stokka spilin og gefa upp á nýtt.

Á upphafsárum síðustu aldar, þegar franski avantgardelistamaðurinn Marcel Duchamp lét þau afdrifamiklu orð falla „it has to change“ , þá átti hann aðallega við það að myndlistin ætti að vera meira það sem við hugsum og minna það sem við sjáum. Hann vildi að myndlistin hefði meira með hugvitið að gera en skynfærin. Þarna töldu margir að væri komið að upphafi  þess sem þýski heimspekingurinn Hegel spáði að myndi gerast og kallaði „endalok myndlistarinnar“. Í rauninni var þó fremur um að ræða tilraun, er sóttist við að lyfta hinu eiginlega formi og innihaldi myndlistarhugtaksins upp á „hærra“ plan, þar sem hugurinn og orðin ráða ríkjum. Einskonar orðbundin, hlutræn útvíkkun á hugtakinu átti með þessu móti að eiga sér stað. Þetta var náttúrulega stórkostleg hugmynd, þó svo hún væri samtímis alvarleg  árás á miðstöð myndlistarinnar. En það var náttúrulega það sem Duchamp vildi.

Tilraunin hefur haft gífurleg áhrif á framþróunina og valdið straumhvörfum hvað skilning okkar á myndlist varðar. Þrátt fyrir örvæntingu og ótta margra um að þessi aðgerð myndi virkilega ráða myndlistina af dögum, er þegar upp er staðið ekkert nema gott um hana að segja. Í dag er hægt að nálgast myndlist á svo marga og mismunandi vegu. Hún þarf ekki endilega að vera myndræn heild; hún getur líka verið ringulreið,ferli eða konsept. Og hún er ekki eingöngu málverk, teikning, ljósmynd eða höggmynd, heldur getur að sama skapi verið lífsform eða kreatívur leikur, þar sem  áhorfendur verða þátttakendur í sköpun verksins. Hún getur verið innsetning, vídeó, sameining hljóðs, forms, rýmis og tíma eða bara hversdagsleg, málefnaleg, vísindaleg, kappræður, sjálfsskoðun, rannsókn, líffræðilegt breytingarferli, heimspekilegur prósatexti, sjálfbirgingsleg írónía, action, workshop, performance, happening, lækningarmeðferð og margt, margt fleira.

Nú á átjánda ári tuttugustuogfyrstu aldarinnar hefur Tilraunin staðið yfir í ein hundrað ár. Á þessum tíma hefur hún náð að brjóta svo til allar fagurfræðireglur klassíska myndlistarhugtaksins sem og aðrar óæskilegar skynrænar hindranir er stóðu í vegi fyrir henni.  Og undir nafninu „Art in Public Space“ er myndlistin allavega að hluta til komin út fyrir veggi safnanna; auk þess sem hún tengist núna meira en áður gerðist daglegu lífi fólks. Þannig á litið er það skoðun margra að búið sé að sefa brimið og slétta öldurnar; að Tilraunin sé orðin að „hefð“ og þar með búin að ljúka sínu hlutverki. Reynist þetta vera rétt, stöndum við núna á tímamótum. Það þýðir þó enganvegin að Tilraunin sem slík haldi ekki áfram að vera til. Sjálfsafneitunin sem og allar þær frjóu hugmyndir, viðhorf, skoðanir og aðferðir sem þessi nýstárlega theoría hefur getið af sér, munu lifa óhindraðar áfram í meðvitund listamannanna; hafa áhrif á hugsanir þeirra og  verkin sem þeir skapa. Þ.a.l. er ekkert sem týnist eða glatast. Auk þess snýst þetta ekki um það, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á ákveðnum stað og tíma er það sem gerist og verður að veruleika, bundið sérstakri nauðsyn. Þannig séð má segja að þær breytingar er eiga sér stað hverju sinni, liggji í loftinu, gerist að sjálfu sér.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með í myndlistinni að nú er það allra svalasta í bransanum að listamenn fari í föt framkvæmdarstjórans, stofni fyrirtæki og láti allt upp í hundrað manns vinna fyrir sig. Og eins og góðu fyrirtæki sæmir, taka þeir að sér verkefni fyrir ákveðna aðila og eru þ.a.l. byrjaðir að vinna eftir pöntun. Flestir þessara listamanna eru sannir og góðir fulltrúar Nútímalistarinnar, en það breytir því ekki að þessi framkoma gagnvart miðlinum er umhugsunarverð, þar eð hún minnir  á efnahagsleg viðhorf og vinnubrögð þeirra tíma er voru og hétu áður en nútímalistin kom til sögunar, en áhrif kúnnans á þau listaverk sem þarna verða til, eru stöðugt að aukast. Einmitt þetta atriði og sú hætta að farið verði í auknum mæli að vinna listaverk, líkt og siður var á tímum Klassizismanns, í ákveðnum stíl og eftir föstum reglum, gæti með tímanum ógnað hinu dýrmæta sjálfstæði samtímalistamannsins.

Aðaleinkenni Nútímalistarinnar er frelsið, frelsi listamannsins að ákveða sjálfur hvað hann gerir, án tillits til markaðslögmála; og  sjálfstjáningin, sem krefst þess að listamaðurinn vinni, leiki, og/eða flytji verkið sjálfur. Auðvitað er ekkert út á það að setja að menn láti hinn verklega þátt hugverka sinna í hendur annara. Nútímalistin er og var alltaf sambland af hugmyndum og aðferðum Klassizismanns og Rómantíkarinnar. „White Cube“ og hið hreina form Konstrúktívismanns og Mínimalismanns eru t.d. dæmigerð fyrir klassizistíska erfð; sem og raunsær málunarstíll Súrealismanns. Hér er eingöngu verið að minna á mikilvægi sjálfstjórnarinnar og sjálfstjáningarinnar, sem eru svo einkennandi fyrir Nútímalistina og mega þ.a.l. ekki týnast; ekki frekar en viljinn til að ögra og gera tilraunir. Án tilvistar þessara þátta er óhugsandi að Avantgarde-hreyfingin hefði orðið að veruleika. Og án hennar hefði Nútímalistin ekki getað brotist út í fullum blóma. Meðvituð um þetta ættum við í það minnsta að vera á varðbergi gagnvart allri upphafningu og dásömun antímódernískra viðhorfa og vinnubragða.

Það er engin tilviljun að á óvissutímum líkum þeim er áttu sér stað í upphafi iðnvæðingarinnar og þeirra sem digitalvæðing samtímans hefur leist úr læðingi, aukist áhrif rómantískrar hegðunar og hugsunar til muna.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að rómantíska díalektíkin getur virkað sem miðill eða diplómat milli andstæðnanna og vinnur stöðugt að því að sameina eða leysa upp mótsagnirnar. Rómantíkin er nefnilega enginn stíll, hún er afstaða, sem kemur m.a. fram í því að hún er ávalt opin fyrir báðum hliðum málsins. Þessvegna er Rómantíkin full af mótsögnum og getur verið, ef því er að skipta, allt í einu, heimspekileg, djúphugsandi, málefnaleg, hefðbundin og um leið óskynsöm, yfirborðsleg, ljóðræn og framfarasinnuð. Fyrir  myndlistina var og er þessi óvenjulega afstaða mjög þýðingarmikil, en óhætt er að segja að hún hafi á sínum tíma skipt sköpum hvað tilurð Nútímalistarinnar varðar og gæti nú á okkar dögum ráðið úrslitum um framgang og þróun samtímalistarinnar.

Það hefur borið á því um nokkurt skeið að mikill þorri listamanna sækji hugmyndir sínar í fagurfræði er minnir á veröld neyslusamfélagsins. Ein ástæðan fyrir þessu er vissulega sú, að án mikillar fyrirhafnar gefur okkur hversdagsleikinn (Banality) og skrumið  (Kitsch) tækifæri til að uppplifa myndir, hluti, innrými og umhverfi á einfaldan og milliliðalausan hátt. Með því t.d. að breyta leikfangi í list eða öllu heldur að ákveða að eitthvert leikfang sé ekki bara hlutur heldur myndlist, öðlast það nýtt gildi. Við nálgumst fyrirbrigðið á annan hátt, stöldrum lengur við og horfum lengur á það. Þannig gefst okkur tækifæri á að læra á nýjan leik að upplifa myndlistina sjónrænt. Hversdagsleikinn og skrumið takast hér á við skynsemina og vinna sem mótvægi gegn andlegri menntun og þekkingu.

Listamennirnir daðra við glitrið og glansandi smekkleysuna og ögra þannig á írónískan hátt, líkt og Duchamp gerði forðum með „hentunum“, hugtaki myndlistarinnar. Munurinn er hinsvegar sá að í þetta sinn er það ekki það vitsmunalega sem málið snýst um, heldur það skynræna. Meðvitaður eða ómeðvitaður tilgangur þessarar aðgerðar er sú von að með þessu móti takist að koma einhverskonar  metaphysísku ferli í gang. Skrumið er ekkert annað, en það-sem-eftir-er af gleymdum og glötuðum afurðum myndrænnra sviðsetninga og þeirri skapandi vinnu sem þær kröfðust. Og viti menn, takist áhorfandanum að nálgast glansandi yfirborð listskrumsins á „réttan“ hátt, má finna fyrir einhverju er minnir á birtingarljóma íhugunar (contemplation). Um er að ræða líkamlega, sjónræna eftirtekt, ekki ólíka milliliðalausri upplifun barns á umhverfi sínu, hlutunum og leikföngunum í kring um það.

Leikfangið er í augum barnsins eitthvað sem hefur eigið sjálf. Sjónræn upplifun barnsins á leikfanginu kemur þannig frá hlutnum sjálfum, þar eð vissir eiginleikar leikfangsins birtast í vitund þess, áður en barnið er byrjað að hugsa um það. Þessi aðferð, þar sem tilfinningarleg, líkamleg eftirtekt er í fyrirrúmi, gefur okkur þannig möguleika á því að nálgast tilveruna á nýjan hátt. Við stöndum ekki lengur utan við veruleikann heldur erum hluti af honum.  Í Klassísku náttúruvísindunum söfnum við reynslu með því að skoða og athuga hlutinn úr fjarlægð. Við nálgumst hlutinn hlutrænt.

Veltum vöngum yfir honum án þess að láta hann hafa skynræn áhrif á okkur og ákveðum endanlega hlutrænt, hvaða eiginleikar hluturinn hefur. Þetta er kallað ytri reynsla. Með hinni sjónrænu, skynrænu aðferð er reynslan það sem skoðandin upplifir milliliðalaust frá hlutnum sjálfum. Það hefur síðan áhrif á hugsun og endanlega skoðun hans á því hverjir séu eiginleikar hlutarins. Þetta er kallað innri reynsla. Báðar þessar aðferðir eru hver að sínu leyti góðar og nauðsynlegar, samt sem áður, sé tekið mið af þeirri gjá er myndast hefur á síðustu öldum milli manns og náttúru, má segja að nú sé þörfin meiri fyrir þá síðarnefndu. Af þessum sökum munu margar þær forsendur sem einkenna sem mest uppruna nútímalistarinnar, til að mynda ídealíska og rómantíska myndlistarhugtakið, fá aftur aukna þýðingu. Ekki það að eitthvað komi til baka (þessi grundvallaratriði voru aldrei alveg í burtu), hér er einfaldlega verið að minna okkur á það að Nútímalistin er byggð á andstæðum (hefð og framfarir) sem eru í stöðugri glímu við hvort annað, hafa áhrif á hvort annað og taka því með tímanum breytingum.

Það má skýra þetta þannig, að  sá nýji skilningur sem við höfum öðlast með framförunum, er orðinn hluti af hugtaki myndlistarinnar, sem þýðir að þegar við núna í dag, notum hinar upprunalegu hefðbundnu aðferðir, þá eru þær óhjákvæmilega undir stöðugum áhrifum þessa nýja skilnings og þ.a.l. ekki lengnur í einu og öllu það sem þær voru fyrir. Einmitt þessi vitneskja gerir okkur kleift að nota, samhliða öllum þeim nýju vitsmunalegu nálgunarmöguleikum sem okkur standa til boða, klassíska myndlistarhugtakið við sköpun og skoðun samtímalistar; án þess að falla í gryfju endurtekningarinnar. En þetta gildir ekki eingöngu fyrir klassíska miðla líkt og málverkið, því þessi vistvæna theoría gæti að sama skapi virkað sem áskorun fyrir alla hina nýju miðlunarmöguleika er bæði Tilraunin og digitalvæðingin hafa gefið af sér.

Þar sem um er að ræða sjónræna og tilfinningalega eftirtekt sem sækist eftir því að sameina formið innihaldinu (efninu), er líkt og tekið hefur verið fram, mikilvægt að það sem skoðandinn sér, fari milliliðalaust í gegnum líkamann. Þannig séð eru skynfærin líkust móttökustöð, inngangi, sem á þennan hátt geta miðlað til sjálfsvitundarinnar mikilvægum upplýsingum er varða skilning okkar á þýðingu og gildi þeirrar náttúru sem manneskjan í rauninni er. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekkert annað en stefnumót við okkur sjálf. Hið efnislega listaverk er bara miðlun, sviðsetning; hið eiginlega listaverk er andlegt og á sér stað innra með okkur sjálfum.

Hvað sem þessu líður, rómantísk díalektík er alltaf opin fyrir báðum hliðum málsins, þar sem hún leitast í sífellu við að sameina og/eða leysa upp mótsagnirnar (synthesis).  Þessi stöðugi óróleiki, þessi stöðuga þrá um að eitthvað verði að breytast er það sem einkennir rómantíkina; að halda listinni á hreyfingu, koma í veg fyrir að hún staðni í einhverjum útvöldum þröngsýnum sannleika.  Og hvað „endalok myndlistarinnar“ varðar, þá er heimspeki Hegels engin bein lína, heldur hringur, sem þýðir að endir og upphaf renna saman í eitt. Hér er því ekki átt við virkileg endalok; frekar ber að skilja þetta þannig, að í sérhvert sinn sem okkur finnst einhverju vera að ljúka, er  líklegra að um sé að ræða nýtt upphaf með nýjum viðhorfum og áskorunum. Það er því ekki ólíklegt að þetta „nauðsynlega nýja“ sem samtímalistin stendur frammi fyrir í dag og beðið er eftir með spenningi hvað er, sé fyrir löngu hafið; og við einfaldlega ekki búin að átta okkur á því.

Eitt er víst, myndlistin er, var og verður alltaf einstæð; í öllum sínum margbreytileika.

Jón Thor Gíslason myndlistarmaður


Ljósmynd með grein er birt með leyfi höfundar.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest