English below

Víðkunna fjöllistakonan Berglind Ágústsdóttir opnar einkasýninguna Dream Lover í Ekkisens þann 10. júní kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin í opnunarhófið. 

Sýningin verður svo opin til 25. júní frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 16:00 – 18:00 nema annað verði tekið fram á viðburðasíðu.

Berglind hefur undanfarið gert tilraunir með skúlptúra sem unnir eru í gifs sem og gert myndbönd við tónlist af plötu sinni Just Dance. Hún mun sýna skúlptúra, teikningar og vídjóverk í Ekkisens jafnframt því að vinna ný verk á sýningartímanum og gera tilraunarútvarp.

Berglind (f.1975) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur sýnt víða hér á Íslandi og erlendis og staðið að listviðburðum, verið sýningarstjóri og starfað sem tónlistar og myndlistarkona sem hefur ávallt blandað miðlum saman og unnið mikið í samvinnu við aðra. Berglind hefur spilað víða um heim og gefið út plötur og kassettur. Hún vekur hvarvetna athygli enda fer ekkert á milli mála að list hennar er samofin framkomu hennar og atferli dags daglega. Líkt og í hversdagslífinu beitir hún í myndlist sinni litum, mynstri, leikföngum og ljósmyndum til að koma á framfæri því sem henni liggur á hjarta. Verkin eru ýmist gjörningar, myndbönd, tónlist eða innsetningar. Einnig skipurleggur hún tónlistar og list viðburði og gerir tilrauna útvarp


The nationally renowned multi-artist, Berglind Ágústsdóttir will open a solo exhibition „Dream Lover“ in Ekkisens Art Space on June the 10th from 17:00 – 19:00. On display will be a number of playful works, experimental plaster sculptures, drawings and on site happenings. Berglind will create new works in the space during the exhibition and manage an experimental radio. The title of the exhibition is derived from a video art piece which will be premiered in Iceland in the show, a collaboration with the swedish artist Liina Nilsson.

The exhibition will be open from 16:00 – 18:00 till the 25th of June from tuesday to sunday unless something else is stated on the event page.
///

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This