Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
RÍFA KJAFT
11. júní kl. 14:00 og þiggja veitingar.
————————–————————–————————–—–
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
RÍFA KJAFT
11th of June at 2 pm, drinks served

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karla Sasche, Sara Björg Bjarnadóttir,
Hekla Björt Helgadóttir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Véronique Legros, Kristín Reynisdóttir, Ólöf Benediktsdóttir.


Verksmiðjan á Hjalteyri, 11/06 – 10.07 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14:00 / Opið alla daga kl. 14:00 – 17:00.

Laugardaginn 11. júní kl. 14-17 opnar myndlistarsýningin «Rífa kjaft», í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þetta er sýning listakvenna einvörðungu, en titillinn yfirlýsing þess að vera staðföst og sjálfri sér trú – láta ekkert hindra sig þó á móti blási.
Þátttakendur eru búsettir á Íslandi og í Þýskalandi, íslenskir og erlendir og á ýmsum aldri, sú yngsta fædd 1990 og sú elsta 1950. Viðfangsefnin og miðlarnir sem notast er við eru margvíslegir. Á opnuninni verður Anna Sigríður Sigurjónsdóttir með gjörning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 10 júlí.

Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir palinarademaker@gmail.com og í síma: 8945818

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This