Eiga myndlistarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína?

Eiga myndlistarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína?

Eiga myndlistarmenn að fá greitt fyrir vinnu sína?

Samstaða er lykilorðið í baráttu myndlistarmanna fyrir því að fá greitt fyrir vinnu sína, og meirihluti þeirra er tilbúinn í fjöldamótmæli ef listasöfn hafa ekki byrjað að greiða samkvæmt drögum að framlagssamningi í byrjun árs 2018. Mikilvægt er að berjast áfram, enda er um mannréttindabrot að ræða að mati lögfræðings. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna þann 21. apríl síðastliðinn.

Þar var farið yfir það hvaða árangur hefði þegar náðst í herferðinni Við borgum myndlistarmönnum, hvernig hægt væri að ná markmiðum hennar á næstu árum og hvað hægt væri að læra af sambærilegri baráttu í nágrannalöndum. Að auki fluttu Styrmir Örn Guðmundsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir gjörninginn Afhjúpun sem endurspeglaði á sinn hátt hversu erfitt en mikilvægt getur verið að koma rödd sinni á framfæri, og Eirún Sigurðardóttir, myndlistarkona og varaformaður SÍM, las upp „Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu“ þar sem hún sagði listamenn þurfa að stíga upp úr öskustónni.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir, formaður SÍM, byrjaði á að fara yfir helstu niðurstöður könnunar um stöðu félagsmanna árið 2016. Það sem vakti athygli, líkt og í fyrri könnunum, var bágborin lífsafkoma myndlistarmanna og sú staðreynd að menntun tryggir ekki betri afkomu, en 50% þeirra sem svöruðu hafa lokið framhaldsnámi. „Þetta er hámenntuð stétt,“ sagði Jóna Hlíf og benti jafnframt á að 80% svarenda væru konur sem staðfesti þá sannfæringu hennar að um jafnréttismál væri að ræða. Aðeins rúm 20% svarenda gátu unnið að myndlist eingöngu árið 2016 og 30% höfðu myndlist að aðalstarfi, sem er reyndar lítilsháttar aukning frá síðustu könnun árið 2014 og einmitt sami fjöldi og fær listamannalaun. Yfir 50% fá minna en lágmarkslaun. Algeng röksemd gegn listamannalaunum er að listamenn geti selt verk sín, en staðreyndin er sú að ekki er mikil sala á listaverkum. Einungis 13% svarenda fengu 1,5 milljón eða meira fyrir sölu verka á árinu 2016.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður SÍM.

Þá fjallaði Jóna Hlíf um drög að framlagssamningi milli myndlistarmanna og opinberra safna sem sambandið hefur undanfarið barist fyrir. „Frá því herferðin hófst hefur málefninu verið gefinn meiri gaumur. Við erum ekki komin þangað sem við viljum en markmiðið er nær en við höldum,“ sagði Jóna Hlíf. Ljóst sé að kostnaður vegna launa hækki hjá söfnunum en þau séu þó nálægt því að geta greitt samkvæmt framlagssamningnum; það verði eftir fimm ár ef þróunin verður áfram sú sama.

Jóna Hlíf setti fram áætlun um hvernig ná mætti markmiðinu í fjórum skrefum: Fólk verði að halda áfram því sem þegar er hafið; greiðslur fyrir opinbert sýningarhald þurfi að koma úr opinberum, miðlægum sjóði með aðkomu ríkis og sveitarfélaga; söfnin þurfi að gera ráð aukakostnaði og biðja um aukafjárveitingar; og myndlistamenn þurfi að þora að biðja um að fá greitt. Í því samhengi benti hún á reiknivél á heimasíðunni www.vidborgummyndlistarmonnum.info.

Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur, sagði að það væri mannréttindabrot og möguleg lagabrot að greiða ekki listamönnum laun. „Ég skildi ekki erindi ykkar fyrst; að fólk fengi ekki greitt og væri jafnvel að borga með sér. Það er með slíkum ólíkindum að það fauk hreinlega í mig,“ sagði Katrín. Hún kynnti fundargestum nokkrar viðeigandi greinar í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og benti á að í þar sé tekið fram að mannréttindi á borð við sjálfsagða virðingu og rétt gagnvart þeim sem fara með völd eigi að vernda með lögum.

Katrín Oddsdóttir, lögfræðingur.

Katrín sagði að staða myndlistarmanna gagnvart söfnunum snúist ekki einungis um jafnræðisregluna, að allir menn skuli jafnir fyrir lögunum og að ríki viðurkennir rétt sérhvers manns til þess að fá endurgjald fyrir vinnu sína – án nokkurrar aðgreiningar – heldur segi í 23. grein yfirlýsingarinnar: Hver maður á rétt á atvinnu að frjálsu vali, á réttlátum og hagkvæmum vinnuskilyrðum og á vernd gegn atvinnuleysi. Hverjum manni ber sama greiðsla fyrir sama verk án manngreinarálits.

„Því er það bæði sjálfsagt og augljóst að fólk eigi að fá laun fyrir vinnu sína,“ sagði Katrín. Að auki beri stjórnvöldum samkvæmt 27. grein skylda til að tryggja fólki rétt til að taka frjálsan þátt í menningarlífi og njóta lista. „Því er súrrealískt að opinberar stofnanir á einu listsviði viðhaldi hefð um að greiða tiltekinni tegund listamanna ekki laun fyrir vinnu sína.“ Ráðlagði hún myndlistarfólki að kynna sér vel hvað felist í ráðningarsambandi. Ráðningarsamningur verði að vera í samræmi við kjarasamning og ákvæði um lakari rétt launamanns eru ógild samkvæmt 1. gr. Laga um starfskjör launafólks. Ráðningarsamband getur stofnast með óformlegum hætti en Katrín ráðlagði fólki að gera kröfu um skriflegan samning og skilja alltaf eftir sig „slóð“, þó ekki væri nema með því að senda tölvupóst á vinnuveitanda þar sem munnlegt samþykki er skrifað niður. Svokölluð „gerviverktaka“ sé algeng en ef um hreinan verksamning sé að ræða eigi að biðja um sundurliðun á þóknun og rökstuðning fyrir upphæðum, þannig að fram komi hvort gert sé ráð fyrir launum fyrir vinnuframlag. Minnti hún einnig á „undurfagra lagareglu“ úr 36. grein Samningalaga þar sem segir að víkja megi til hliðar samningi ef hann sé ósanngjarn – og þá eigi m.a. að líta til þess hvort annar samningsaðilinn er í valdameiri stöðu en hinn, líkt og söfnin gagnvart einstaka listamönnum.

„Það fer fyrir brjóstið á mér þegar ég heyri að allir aðilar, þ.m.t. söfnin, segjast styðja málefnið einhuga. Er það raunin? Mér finnst það ekki. Ég skil stuðning þannig að menn geri eitthvað í málinu. Það þarf að gera meiri kröfu á þessa aðila fyrst þeir eru svona stútfullir af stuðningi. Þið þurfið að krefjast þess sem þið eigið lagalegan rétt á, það er kerfisbundið brotið á ykkur vegna þess hvaða starfi þið gegnið. Það er ekki hægt að sleppa því að taka slaginn, því þetta er slagur fyrir alla myndlistarmenn.“

Hilde Tørdal, formaður NBK, hagsmunasamtaka norskra myndlistarmanna, lagði einnig áherslu á samstöðu er hún sagði frá herferðinni Laun fyrir vinnu, og tilraunaverkefni norska ríkisins en í tvö ár, frá á árinu 2013, fengu 24 söfn og gallerí fjárveitingu upp á 500.000 NKR til þess að greiða myndlistarmönnum vegna sýningarhalds. Niðurstaða verkefnisins verður notuð sem grunnur að samningi sem felur í sér endurbætur á samkomulagi frá 1978 um þóknanir fyrir sýningar á listaverkum eins og um leigu væri að ræða. Frá árinu 2006 hafa NBK barist fyrir því að listamenn fái einnig greidd laun fyrir þá vinnu sem þeir leggja í sýningar.

Hilde Tørdal, myndlistarmaður og formaður NBK.

Fram kom í máli Hilde að þrátt fyrir aukið framlag norskra stjórnvalda til menningarmála minnkaði innkoma listamanna á árunum 2005 til 2013 og að myndlistarmenn hafi lægstu innkomuna. Menningarmálaráðuneytið hefur lagst í greiningu á málefninu og Hilde sagði að frá stjórnmálavettvanginum hafi komið hjálplegar yfirlýsingar, m.a. um að listamenn þurfi að geta lifað af list sinni til að tryggja fjölbreytta menningu og að myndlistarmenn þurfi að sitja við sama borð og listamenn í leikhúsi og tónlist. Hilde benti á að hugmyndin um að listamenn eigi að hagnast á sölu listaverka eigi ekki við í myndlistarumhverfi nútímans, þar sem gallerí og söfn setji fókusinn á miðlun áhugaverðrar og frumlegrar samtímalistar en ekki á sölu og markað. Mikilvægt sé að listamenn fái samt laun fyrir að vinna þannig að samfélagslegri velferð, en staðreyndin sé sú að sýningarstaðir sem fái opinbert fjárframlag séu yfirleitt undirfjármagnaðir og borgi listamönnum sjaldan viðunandi þóknun. „Við verðum að eyða hugmyndinni um að það sé í lagi að listamenn vinni frítt, að efnahagur myndlistarsenunnar byggi á frjálsu vinnuframlagi,“ sagði Hilde. „Það eru ekki næg rök að sýning gefi listamanni virðingarstöðu eða tækifæri seinna á ferlinum. Báðir aðilar ættu að græða jafn mikið á sama tíma, ekki gegnum hugsanlegan framtíðargróða. Markmiðið er að bæta afkomu listamanna, styrkja listasenuna almennt og fá stjórnmálamenn til að viðurkenna að setja þurfi meira fé í opinberar listastofnanir.“ Hér virðist nokkur árangur hafa náðst því fram kom hjá Hilde að allir stjórnmálaflokkar Noregs styðji áðurnefnt tilraunaverkefni og skilji mikilvægi þess að listamenn ættu að geta lifað af vinnu sinni. Þá benti hún einnig á að hægt sé að sækja hvatningu í sambærilega baráttu í öðrum löndum, t.d. á Englandi, í Svíþjóð, Skotlandi og á Íslandi.

Eirún Sigurðardóttir, myndlistarkona og varaformaður SÍM.
Í almennum umræðum í lok ráðstefnunnar kom m.a. fram að stuðningur stjórnmálamanna væri ekki jafn almennur á Íslandi og að þar væri verk að vinna. Fordæmi Noregs sé mikilvægt; þar gangi menn lengra og leggi m.a. áherslu á að þetta sé ekki spurning um lágar fjárhæðir heldur verði átakið dýrt.

Í spurningum úr sal komu fram áhyggjur af því að kröfur um greiðslur gætu skaðað einstaka myndlistarmenn og feril þeirra. Þegar listamenn sýna t.d. sem hluti af hópi er ekki hægt að banna öðrum að gefa vinnuna sína, og erfitt er að vera sá eini sem gerir launakröfur. Allir ræðumenn lögðu áherslu á að spyrja um greiðslur, óska eftir að fá að minnsta kosti greitt samkvæmt framlagssamningi og fá skriflegt samkomulag.

Eftir ráðstefnuna fór fram námskeið um grunnatriði í samningatækni.

Upp kom sú hugmynd að fara í prófmál. Katrín Oddsdóttir sagði vissulega möguleika að taka svo augljóslega óréttlátt mál og fara með það fyrir dómstóla – jafnvel fá gjafsókn því listamenn séu á mjög lágum launum – en enginn vissi dæmi þess að farið hefði verið í slíkt mál, hér eða erlendis. Hilde sagði að sem talsmaður samtaka vilji hún frekar reyna að fá fólk til að sameinast um að núverandi fyrirkomulag sé fáránlegt. Þá kom líka fram að myndlistarmenn hafi litla þekkingu og tíma til að setja sig inn í lagaleg atriði við samningagerð – og að jafnvel þyki ekki fínt að tala um peninga í listheiminum. Eftir ráðstefnuna fór fram námskeið um grunnatriði í samningatækni.

Höfundur: Auður Aðalsteinsdóttir


Ljósmyndir: Með leyfi SÍM

Sequences celebrates its 10 year Anniversary

Sequences celebrates its 10 year Anniversary

Sequences celebrates its 10 year Anniversary

Sequences – real time art festival celebrates its 10 year Anniversary Saturday November 19th in Reykjavík and welcomes everyone to the celebration this forthcoming weekend.

The festivities begin at 12:45 in The National Gallery, introducing the theme of the next festival and announcing the Honorary Artist. David Horvitz’s piece Let Us Keep Our Own Noon will also be introduced, but the piece will be on view in The National Gallery until winter solstice on December 21st. The work consists of forty-seven handbells created through the remelting of a French church bell dating back to 1742. The work is activated by forty-seven performers who, at local noon, taking place at 13:13 on this day, collectively ring the bells and then disperse throughout the building and out onto the surrounding streets of the National Gallery. The board of Sequences invites all guests to enjoy a homemade birthday cake after the performance.

From there we move on to Mengi, performance venue on Óðinsgata 2 where Rebecca Moran shows a recent piece and an open sculpture tournament takes place and DJ Emotional (Ragnar Kjartansson) plays moods for listening and relaxation. Hildigunnur Birgisdóttir will host a show of .gif animations by various artists. The program finishes with the unveiling of DayBreak, Forever a sound installation by Ragnar Helgi Ólafsson, that will be on view until next Sequences festival, fall 2017.

While this day’s program celebrates the 10 year anniversary of Sequences, it also serves as a bridge to the next festival that will be held in October 2017. The artists showing their works are, for instance, all exhibiting in the next Sequences and the curator’s involvement testifies to her commitment and interest in creating strong connections to the Icelandic art scene and artists and in exploring the cultural life of the city before and leading up to Sequences VIII. The anniversary program can thus be said to be a prelude to the ten day festival to come and therefore it is only appropriate to ask the curator herself, Margot Norton, for some insight into her vision for the festival, as can be read below:

What do you think first attracted you to your field?

I was fortunate to grow up in New York City and being surrounded by so many great museums and galleries certainly played a role in developing my interest in art, although not necessarily with a contemporary focus or as a curator. It wasn’t until after my undergraduate studies upon moving back to New York, that I developed more of a focus on the contemporary art field. I had always admired the non-profit cultural center Exit Art, and decided to apply for an internship there. Founded in 1982 by the late curator Jeanette Ingberman and her partner, artist Papo Colo, Exit Art was known for an experimental and innovative approach to exhibition-making that highlighted diversity and often presented the work of artists who confronted difficult social and political questions of the time. During my internship, I worked alongside the curatorial team there to develop ideas for exhibitions, vet artists’ proposals, and select artists and works for various shows keeping in mind the conversations generated through their juxtaposition. It was through this brief yet formative internship that I became interested in curatorial practice—everything from developing concepts for exhibitions to working on the most practical and mundane aspects of production—and particularly at an organization that embraced challenging and thought-provoking work by artists from diverse backgrounds, which is of course central to the New Museum mission as well.

Are there any guidelines you go by in choosing your projects, because obviously you must have your hands full in your position as a curator at the New Museum? What has made you come to Iceland and be a part of the Sequences VIII during its anniversary year?

At the New Museum and more generally, I am drawn to working on projects that disrupt what is expected and expand the definition of what an art-viewing experience can be. Reykjavik’s “Sequences” festival was founded to do just that: embrace cutting-edge visual art and provide a platform for time-based mediums that are often overlooked such as video, performance, and sound. When I first came to Iceland several years ago to work on a New Museum exhibition with Icelandic artist Ragnar Kjartansson, I was struck by the dynamism of the art scene here. There is a genre-bending and collaborative spirit among cultural makers in Iceland that yields such innovative projects and platforms. I am thrilled and honored to be developing the program for Sequences VIII during its anniversary year, and to be working in such a robust and invigorating cross-disciplinary environment.

What do you think makes a good curator and what do you feel are the jobs greatest challenges?

To put it simply, the most important thing that I want to accomplish as a curator is to make everything possible so that a work of art can be shown to its fullest potential and allow for an artist’s vision to shine through clearly and brilliantly. There are naturally challenges in doing so in terms of budgetary constraints and physical logistics, but also in terms of making space to allow for interpretation and, at times, to encompass a breakdown of preconceived notions.

Can you tell us a bit about your vision for this year’s festival, what can people expect? Any goals or messages you wish to come across in your work?

I’m excited that the hub of Sequences VIII will be the recently-opened Marshall House—the new home for the artist-run spaces NYLO (The Living Art Museum) and Kling and Bang. It is great that so much of the festival will take part in this reinvigorated historic space for art in Reykjavik. There will also be a handful of projects at select venues throughout the city. Many of the works will be new commissions for these spaces inspired by its theme. The artists chosen for Sequences VIII will come to Reykjavik from across the globe and collaborations between these artists and the local art community will be encouraged.

About Margot Norton
Margot Norton is Associate Curator at the New Museum in New York. At the New Museum, she has curated and co-curated solo exhibitions with artists Judith Bernstein, Pia Camil, Sarah Charlesworth, Roberto Cuoghi, Tacita Dean, Ragnar Kjartansson, Chris Ofili, Goshka Macuga, Laure Prouvost, Anri Sala, and Erika Vogt, and group exhibitions The Keeper, Here and Elsewhere, and NYC 1993: Experimental Jet Set, Trash and No Star. She also organized the retrospective exhibition Llyn Foulkes, which traveled from the Hammer Museum in Los Angeles, and worked on the exhibitions Ghosts in the Machine, Chris Burden: Extreme Measures, and Jim Shaw: The End is Here. Norton curated Night Transmissions: Electronic Intimacy, a program of video art broadcast on RÚV, Icelandic National Broadcasting Service in early 2016. Norton is currently working on the exhibition, Pipilotti Rist: Pixel Forest, on view at the New Museum October 26, 2016—January 15, 2017. Before she joined the New Museum, she was Curatorial Assistant on the 2010 Whitney Biennial and in the Drawings Department at the Whitney Museum of American Art, New York. Norton has lectured and published on contemporary art and holds a Master’s Degree in Curatorial Studies from Columbia University, New York.

Interview:
Kristína Aðalsteinsdóttir
Project manager at the Icelandic Art Center


Image credit: Courtesy New Museum, New York. Photo: Benoit Pailley

Málefni sjálfbærni og umhverfisverndar með aðferðum myndlistar

Málefni sjálfbærni og umhverfisverndar með aðferðum myndlistar

Málefni sjálfbærni og umhverfisverndar með aðferðum myndlistar

Horfðu á okkur: Halla Gunnarsdóttir í Listastofunni Hringbraut 119

Dýr í útrýmingarhættu eru viðfangsefni Höllu Gunnarsdóttur á sýningunni Horfðu á okkur (Look at Us). Um er að ræða 27 olíumálverk sem öll sýna dýrategundir í hættu sem hér er gefin mannleg ásýnd. Dýrin eru sett í skemmtilegar aðstæður sem miða að því að skapa samkennd og tengsl milli áhorfandans og viðfangsefnisins. Með því að manngera viðfangsefnið leitast verkin við sýna að skilin milli manna og dýra eru ekki svo stór og um leið að leggja áherslu á alvarleika þeirrar hættu sem maðurinn hefur skapað þessum dýrum.

Síðastliðin ár hefur Halla unnið að verkum sem fjalla um umhverfisvernd og dýr í útrýmingarhættu en þau hafa orðið til í kjölfar ferðalaga meðal annars til Suðurskautslandsins og Indónesíu. Í september 2015 ferðaðist Halla á norðurslóðir með hópi vísindamanna og náttúrulífsljósmyndara til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á svæðinu.

Einn af lykilþáttum sjálfbærs samfélags er að hlúa að líffræðilegum fjölbreytileika en það hugtak er notað til að skilgreina margbreytileika lífríkisins. Líffræðilegur fjölbreytileiki styður fjölbreytni tegunda og vistkerfa sem mynda líf á jörðinni. Í síauknum mæli verðum við vitni að tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika sem hefur djúpstæð áhrif á náttúru heimsins og velferð manna.

Inngrip mannsins í náttúruna er ein helsta orsök röskunar og breytinga á náttúrulegum búsvæðum. Þar má t.d. telja landbúnaðarkerfi, byggingar, vinnslu hráefna úr jörðu, ofnýtingu á skógum, höfum, fljótum, stöðuvötnum og jarðvegi. Innrás framandi tegunda, mengun og ekki síst hnattrænar loftlagsbreytingar sem í daglegu tali eru kallaðar hlýnun jarðar.

Verk Höllu kalla fram samkennd áhorfandans gagnvart þeim dýrum sem hún hefur sett fram fígúratíft með tengingum við ýmsar mannlegar athafnir. Það ýtir undir þá tilfinningu að þegar vel er að gáð er ekki svo margt sem skilur að menn og dýr. Verkin eru áhrifarík áminning um mikilvægi þess að koma fram við dýr og náttúru af virðingu. Þetta á við alls staðar, jafnvel á hinu svo til lífvana svæði Norðurheimskautsins. Á sýningunni má merkja að ferðir og rannsóknir listakonunnar um það svæði hafa haft sterk áhrif á myndtúlkun hennar. Henni tekst vel að miðla til áhorfandans mikilvægi þess að hlúa að umhverfismálum.

Rauði þráðurinn í umhverfismálum framtíðarinnar ætti að snúast um hugtakið sjálfbæra þróun. Sú hugsun sem þar liggur að baki, er að maðurinn gangi ekki svo á höfuðstól náttúrunnar í framfarasókn sinni og nýtingu náttúrulegra auðlinda að hann skili lakari jörð til næstu kynslóðar.

Hvítabirnir eru meðal þeirra dýrategunda sem nú eru í yfirvofandi útrýmingarhættu vegna breytinga sem bráðnun heimskautaíssins hefur í för með sér á náttúruleg heimkynni þeirra og möguleika til að afla sér fæðu. Ekki er ástæða til annars en að ætla að almenningur á Íslandi láti sig varða þá útrýmingarhættu sem margar dýrategundir nú eru í. Árni Stefán Árnason lögfræðingur, með dýrarétt sem sérsvið, er þó þeirrar skoðunnar að á Íslandi ríki mikið skilningsleysi á dýraverndunarsjónarmiðum. Hann segir virðingarleysi gagnvart dýrum skína í geng þegar hvítabirnir eru felldir eftir að hafa gengið hér á land. Hann hefur bent á mögulegar lausnir: „þegar svona gerist í Kanada eru sérfræðingar sendir á staðinn í þyrlu og þeir látnir skjóta deyfilyfi í dýrið. Síðan er það flutt aftur á fjarlægari slóðir.“ Hann hefur bent á að flytja megi þau dýr sem koma hingað til lands til Grænlands með þessum hætti.

Menn greinir á um hvað gera skuli við þessa hvítabirni sem berast hingað til lands. Sama hvaða afstöðu fólk tekur þá er brýnt að stjórnvöld setji fram aðgerðaráætlun til framtíðar því miklar líkur eru á að hvítabirnir berist í auknum mæli hingað til lands vegna hlýnunar sjávar. Þörf er á aðgerðaráætlun um hvernig tryggja skuli líffræðilega fjölbreytni og vernda dýr í útrýmingarhættu.

Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á endurskoðun þeirra gilda og hugmynda sem við byggjum samfélag og efnahagskerfi okkar á. Mikilvægt er að horfa er til hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem efnahagslíf, félagslegur jöfnuður og umhverfisvernd fara saman í að tryggja öllum jarðarbúum og komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.

Listaverk henta mjög vel til að vekja fólk til umhugsunar um málefni sjálfbærni. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur fjallaði um samband orða og mynda   í greininni Langir og stuttir skuggar: The Truman Show. Greinin er heimspekileg hugleiðing um raunveruleika og sýndarveruleika. Í greininni vitnar hún í Herbert Marcuse sem segir manninn búa í samfélagi skipulagðrar forheimsku […] neytenda sem eru mataðir af fjölmiðlum og steyptir í sama mót. Hún bendir á að Virilo gangi út frá því að myndin sé orðin máttugri en hið ritaða orð. Myndmálið er lúmskara en ritað mál því það á greiðari aðgang að skynjun okkar. Svo fremi sem augu okkar eru opin erum við berskjölduð fyrir sjónrænu áreiti, en við þurfum að setja okkur í stellingar til að lesa texta.

untitled-1

Listir eru mikilvægur liður í menntun til sjálfbærni. Slíka menntun þarf að byggja á siðferðilegum grunni sem gæti skapað almenna viðhorfsbreytingu og leitt til bjartari framtíðar fyrir alla. Listir geta snert við tilfinningum, veitt innri frið, skapað spennu, nýjar hugmyndir, gefið ráð, vakið samkennd, reitt til reiði eða hreyft við áhorfendum. Listir geta breytt viðhorfum. Þetta allt á við þegar verkin á sýningunni Horfðu á okkur eru skoðuð.

Það er ljóst af sýningu Höllu að þarna er á ferðinni vel menntaður listamaður. Hún hóf listnám við Florence Academy of Art í Flórens og lauk M.F.A  í fígúratískum skúlptúr frá the New York Academy of Art árið 2003. Við útskrift hlaut hún NYAA Sculpture Research Fellowship. Hún er einnig með B.A í Liberal Arts frá the New School í New York og MBA frá Sorbonne háskóla í París.

Litameðferð og myndbygging verkanna á sýningunni er áhrifamikil og minnir fyrir sumt á myndlistarmenn frá miðri tuttugustu öldinni. Það kemur ekki á óvart að bakgrunnur hennar liggur á Ítalíu.

Halla er í mikilli sókn hvað myndræna hugsun áhrærir og heldur vonandi áfram á þeirri braut hvort heldur sem er í málverki eða höggmyndum.

Höfundur: Ásthildur B. Jónsdóttir
lektor við Listaháskóla Íslands


Article in english: artzine.is/look-at-us

Vefsíða listamannsins: hallagunnarsdottir.com

Local Art Performances by Icelandic and International Artists: Plan B Art Festival in Borgarnes

Local Art Performances by Icelandic and International Artists: Plan B Art Festival in Borgarnes

Local Art Performances by Icelandic and International Artists: Plan B Art Festival in Borgarnes

Last Saturday I attended the inaugural Plan B Art Festival in Borgarnes, a town just an hour’s drive north of Reykjavík. It was a free event, organized by a group of artists, an art theorist, and an architect, many of them hailing from Borgarnes. The festival was arranged through an open call for submissions which ran earlier this year, from April to July. The exhibition spaces were filled with paintings, sculptures, videos, and installations, while the fourth space, Studio Mjólk, was a venue for a few works and performances on Saturday night. A foggy day filled with structured gallery hopping in the city ended with an emotional spasm when I completely gave myself up to the performances at Studio Mjólk—they each demanded a different type of mental effort and level of concentration to process and understand. In case you didn’t make the performances on Saturday night, I’ve got you covered: this is a short summary of my thoughts.

First, in order to get to the performance venue from downtown Borgarnes, you had to hop into a car and follow a treasure map that was drawn up for the event. If you scanned your eyes to the right side of the map, you would have found a large X surrounded by three arrows, labeled COW SHED. Yes, indeed, Studio Mjólk was located on a farm but the space, entirely cleaned up and converted, fit the performances perfectly.

kort

The night began in the first part of the shed, where digital projections were displayed around the room, showcasing the works of Harpa Einars and Jakob Veigar. In the back of the room, artist Maiken Stær was unsuspectingly reclining in a hay filled stable as an early part of her performance “strap-on butterfly.” After 8 pm, more visitors filled the barn and grabbed a beer. (See image on top of article)

A voice then emanated from a speaker and announced to us that we were being invited, or possibly being summoned, into the following room. I heard banging and clanging from behind the interior double doors, and a bright red light shined through the crack in between them. After the first two audience members abandoned the comfort of the beer and projection room, and left the rest of us standing in the dark, we quickly decided to follow suit and entered the performance space: an industrial environment flooded with bright spotlights and bits and pieces of used metal. “This feels like a dungeon,” I remember thinking, and in my head I knew we were all going to be in for a surprise. I had just entered Olga Szymula’s installation but had not anticipated to become a part of it along with the rest of the audience. What ensued was a brilliant ensemble of aluminum-foil-rattling, horseshoe-banging, hand-holding, circle-walking, and balloon-kicking, in a dark room in an empty cowshed in the middle of nowhere. We began to hum a song together, led by Olga, who walked around in the center of the room with a microphone in her hand, encouraging us to hum a certain way. When the room was completely filled with “uhms” and “ahms,” and when we were all holding hands, walking around in a circle, I felt that each of us in the room and even the baby being pushed in the stroller had become a family. That baby became my baby. Olga became my sister. I loved every minute of the performance and I want to relive it every week for the rest of my life.

olga

Olga performing “national song.” Photograph courtesy of the author.

Some time later, a naked boy emerged crouching on the floor by the far wall of the room, surrounded by computer monitors on red cloth-draped pedestals. We curiously huddled around him. He looked like a beautiful kinetic statue in that moment, demanding attention to his softly lit body in the the dim room. He then stood up and perched himself atop the concrete floor with a bowed head and his arms at his side. This was Anton Logi Olafsson’s performance entitled “ROOSTING.” He reached for a pair of shorts on the ground, and before I knew it, he was leaving the room and heading out of the shed. I headed for the door as well, entranced, confused, fascinated. I felt his adrenaline pass itself onto me, and I wanted to run away with him. But I never did, and I never caught up to him, because he headed down the road and ran away from the shed and the farm. I don’t know what happened to him. Anton, are you okay? I thought about what he could be running away from so determinedly, and I feel that his instinct to run away from a technologically reliant enclosure and into an open, natural space is one we could all relate to.

The next performance was a continuation of “strap-on butterfly.” I was suddenly standing in front of a girl with her wrists chained to her body, positioned in front of an industrial white double sink, and she was diligently pouring water from one sink to the other. The lighting in the shed was haunting and dramatic. The sinks rapidly but rhythmically dripped water from their bottoms. Maiken wore a lopapeysa with no sleeves, and her entire body glimmered as it reflected the only two lights in the dark room. An unexpected whale vertebra became the center of her attention and she eventually abandoned the sinks, but the interplay between these objects was flawless—Maiken’s body connected them and brought them to life while the rest of us watched with curiosity and unpredictability. Crouching on the floor, she began to cradle the large vertebra, and this intimate dialogue between the two actively progressed as she went on to wrap her chains around the bone, rode it, caressed it, and worshipped its presence.

Emma Guðnason brought the laughter to the evening with her performance “shitcore; a loud statement against all wars!!!” Clad in an eclectic homemade costume with a cape made of Bónus and Krónan shopping bags, an aluminum foil cap, and a toothbrush attached to her forehead, Emma revealed a complex relationship with a metal sheet and an amplifier, generating chaotic but epic sound clashes through the whole performance. Frustrated but actively moving around the littered paper on the floor, Emma revealed a sign and taped it to the wall – the title of the performance. The pink pigs on Emma’s cape occupied my vision as I listened to the persistent clanging of the metal sheet, and I was then transported to a reality of bizarre, but here in the shed, totally normal happenings. Energy and angry emotions filled my own body while I watched Emma, whose performance motivated me to think about our members of humanity who continue to fight for our freedom of speech and expression, freedom to react and to protest, and freedom to fight for peace in the midst of “all wars.”

The only appropriate ending to the night had to be epic and highly intensive, and Ylfa Þöll Ólafsdóttir’s performance did not disappoint. Ylfa pulled into the barn shed in her small car, parked it, and darted out of the vehicle. Wearing a car mechanic’s outfit, she opened the doors and trunk of the car and hopped onto the roof. A deep, primal roar came out of her throat: “DAME MAS GASOLINA.” She would continue to demand more gasoline as she assumed various positions both inside and outside of the car and, ahem, – humped—the car. Fast and furious, potentially painful, and completely serious, it was difficult to look away. Her moans and groans, and the frequent repetition of “dame mas gasolina” penetrated every corner of the shed. The emergency lights on the car blinked, the windshield spray shot out and away from the car in a completely sexual way, and Ylfa continued pounding the car for the entire length of the performance. No door or seat was safe from her hips. At one point, she smeared what looked to be car oil on her face, and the act quite visibly satisfied her. I imagined the type of response the car would had given if it could have given one—was this rape or was this consensual? Ylfa’s costume filled in the gaps for me. A hilarious situation came to life before my eyes—a desperate, gasless car mechanic, with no physical gas around, took a final attempt to revive the car and exhausted herself in the process. When Ylfa finished, she shut the gas tank, the doors, and trunk, got into the driver’s seat, miraculously turned on the car, and backed out of the shed to a clapping frenzy from the audience. It must have worked. While I was watching Ylfa I was also scanning the room, looking at the faces of the audience. Some were at total peace, their faces completely neutral, while others were entirely giddy with laughter. Even some children were watching. Ylfa’s performance challenged me to accept her behavior. I tried to identify what it was about the performance that initially disturbed me. Was it her seriousness, or perhaps the sound of the satisfaction in her voice? I was caught off guard and without an explanation. Thinking about the act of putting gas in a car, I realized that the gas pump is entirely phallic and the act of putting it into a hole in the car really emphasizes this analogy. When the performance ended, I was relieved in the sense that I finally understood Ylfa’s efforts—she fueled up the car by fully committing her body to the cause. I think we all walked away a little bit changed by “Gasoline,” and maybe quite relieved that we actually put gas in our cars in a less demanding way. I would have enjoyed a Puerto-Rican ready made cocktail as a mid-performance refreshment.

 unnamed

Ylfa performing “Gasoline.” Photograph courtesy of Gissur Pálsson.

If you missed Plan B Art Festival this year, do not worry, because it will be back to Borgarnes next summer. You can still view works that are up at Mjólkursamlagið, the venue on Skúlagata, as it will run its exhibition through August 27th. However, an entire set of artworks were not covered by this review, but you can read about the full selection of artists who participated and find more information on their work at www.planbartfestival.is. The weekend proved to be a fantastic engagement with the Icelandic community, but the festival also brought international artists to Iceland and even provided some of them with a residency studio leading up to the date of the festival. You can read more about Plan B Art Festival, and stay up-to-date with news, access more photos, and hear about the next open call applications by following their Facebook page: facebook.com/planbartfestival. If this first festival is any indication of the festival’s projection, I say come prepared to be completely unprepared for the newest, weirdest, coolest art being made in Iceland and internationally.

Anna Toptchi is an art history graduate student living and writing in New York City.

Af veður- og fortíðarþrá

Af veður- og fortíðarþrá

Af veður- og fortíðarþrá

Tíminn og veðrið eru viðfangsefni Jónu Hlífar Halldórsdóttur á sýningunni Óljós þrá í Grafíksalnum að Tryggvagötu. Efniviðurinn endurspeglar það. Um er að ræða annars vegar traustleg veggverk úr áli eða marmara og misveðruðum kopar og hins vegar viðkvæmnislegan skúlptúr í miðju rýminu; samsafn lítilla hluta eða sýnishorna úr náttúrunni, til dæmis pappír, steina, silkibúta, lifandi kaktus og þurrkuð blóm, sem raðað er með natni á þrjú há og mjó, þrífætt tréborð.

Veggverkin eru öll textaverk, enda hefur Jóna Hlíf lengi unnið með orð og texta í myndverkum sínum. Í koparplötur, sem hún lét tærast úti í íslensku veðri í nokkra daga, hefur hún sagað út stutta texta sem tengjast tímanum. Textarnir eru settir upp eins og línur í ljóði og má þar m.a. finna vísun í eina þekktustu veðurvísu Íslands, eftir Jónas Hallgrímsson, sem hljóðar svo:

Veðrið er hvorki vont né gott
varla kalt og ekki heitt
það er hvorki þurrt né vott
það er svosem ekki neitt.[i]

Í verki sínu heldur listakonan áfram með þessa hugmynd og bætir við nýrri vídd, tímanum: „Án minnis er tíminn / rétt eins og veðrið / svo sem ekki neitt“. Samþætting veðurs og tíma einkennir alla sýninguna og samspil hins að því er virðist óhagganlega, endingargóða, óflekkaða marmara og koparsins, sem halda mun áfram að tærast og breytast eftir því sem tíminn líður, er vel heppnað. Það lýsir m.a. togstreitunni milli óljósrar þrár okkar eftir varanleika og þeirri staðreynd að „Tíminn veðrar / sálina / Lífið drepur / tímann“. Efni og tími vinna þannig saman í þessum verkum og togast jafnframt á.

Fullkomin eftirgjöf

Það sama gildir um efnivið listamannsins og orðin sem hún notar; þetta tvennt spilar saman og togast á í baráttu sinni við tímann. „Vatnið máir steininn / orðin söm við sig“ segir á nokkuð frísklegri koparplötu og á annarri mun veðraðri við hliðina á stendur: „Steinninn máir tímann / orðin söm við sig“. Hér er m.a. vísað til þess að hin óefnislegu orð geta staðist tímans tönn mun lengur en efni sem veðrast og eyðist, enda munu útskorin orðin á koparplötunum haldast lengi óbreytt þótt áferð koparsins breytist smám saman. Tíminn og efnið má ef til vill hvort annað en orðin standa óhögguð af bæði tíma og efni. Á sama tíma sækir sýningin innblástur í bókina Veðurfræði Eyfellings, greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum, sem Þórður Tómasson frá Vallnatúni gaf út árið 1979[ii] og er að einhverju leyti viðbragð við forgengileika orðanna; því að orðaforði fyrri kynslóða yfir veður, sem var „með ólíkindum mikill“, sé nú „að fjúka út í veður og vind“. Þórður kemur þessum orðum í efnislegan búning, sem prentsvertu á blaðsíður bókar, í tilraun til að halda þessu gamla „veðurmáli […] til haga fyrir seinni tíma“.[iii]

Fullkomin eftirgjöf
Fullkomin eftirgjöf
Fullkomin eftirgjöf

Jóna Hlíf ólst sjálf upp undir Eyjafjöllum og þekkir vel bæði veðurfarið þar og hina sterku hefð að hyggja stöðugt að veðri og spá í skýin. Þórður lýsir því svo í inngangi bókar sinnar: „Veðurútlit var ráðið af láði og legi, af útliti loftsins í blikum og skýjafari og heiðríkju, af atferli lífsins frá æðsta stigi til hins lægsta. Forvitri maður byggði veðurspá sína á hugboði og draumum og sá þá oft langt inn í komandi tíð. Líkami mannsins gat orðið honum nokkurs konar loftvog, ekki síst, er þreyta og gigtarstingir tóku að hrjá hann.“[iv] Hlutverk veðursins og hugleiðinga um veðrið í daglegu lífi okkar, veðurtengdur orðaforði, hjátrú og búverk, er viðfangsefni orðanna á hvítum veggverkum úr áli og þá sérstaklega staðbundið veðurfar og kúnstin að þekkja inn á veðurfar ákveðins staðar og búa því sess innan tungumálsins og menningarinnar. Jóna Hlíf tekur þannig þátt í að varðveita falleg og sérstæð orð eins og þerrifluga og deyfutíð og halda þeim í notkun. Verkin hanga á hvítum veggjum, hvít á hvítu, en orðin sjálf gefa þeim dýpt; þrívídd sem listakonan skapar með því að skera þau út í efnið. Að því leyti minna þau á skýin sem eru í raun veðrið sjálft efnisgert; hin sýnilega hlið annars óljósra veðrabrigða.

Jóna Hlíf hefur undanfarin tíu ár unnið textaverk sín náið með eiginmanni sínum, Hjálmari Stefáni Brynjólfssyni, og sömdu þau saman texta sem liggur frammi útprentaður á sýningunni. Textann kalla þau mónólóg og er hann settur fram sem brotakenndar, persónulegar vangaveltur um viðfangsefni sýningarinnar, til dæmis veður, tíma og orð sem vekja þrá – „hvort sem það er dauðaþrá eða fortíðarþrá, burtþrá, þrákelkni, veðurþrá eða heimþrá“.

Skúlptúrarnir í miðjum salnum skapa svo eins konar orðalaust tilbrigði við stef sýningarinnar; þeir eru hlutbundin framsetning þess sem veðrast og eyðist í náttúrunni. Hins vegar gerir framsetningin, þar sem litlum hlutum er tyllt á viðkvæm borð, það að verkum að orðin á veggjunum eru í raun efnislega traustari. Togstreita og samspil hins varanlega og hins forgengilega, hins trausta og hins viðkvæma, og óljós mörkin þar á milli, eru þannig endurtekin á ýmsan hátt í sýningunni. Eftir situr óljós þrá okkar, eftir fortíðinni og eftir að varðveita hið forgengilega, að vinna gegn þeirri staðreynd að: „Tíminn liggur í eina átt / Enginn fær snúið / til baka“. En um leið er það ef til vill dauðaþráin og forgengileikinn sem skapar dýnamík sýningarinnar og gefur henni gildi.

Auður Aðalsteinsdóttir
Bókmenntafræðingur og ritstjóri Hugrásar, vefrits hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Photo credit: Passamynd –  Júlía Runólfsdóttir. Myndir af verkum – Vigfús Birgisson

[i] Tekið úr bók Þórðar Tómassonar: Veðurfræði Eyfellings, Reykjavík, Bjartur, 2014, bls. 58.

[ii] Bókin var endurútgefin með viðbótum fyrir tveimur árum.

[iii] Þórður Tómasson: Veðurfræði Eyfellings, bls. 9-10 og 12.

[iv] Samar rit, bls. 9.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest