Þriggja ára ferðalag að hefjast

Þriggja ára ferðalag að hefjast

Þriggja ára ferðalag að hefjast

Eins og lesendur hafa fengið að heyra í fjölmiðlum þá hófst listahátíðin Cycle um síðustu helgi í Gerðasafni í Kópavogi. Hátíðin er með óhefðbundnu sniði í ár og í stað þess að leggja áherslu á sýningu er hátíðin í ár hugsuð sem röð af kveikjum þar sem hlúð er að skapandi ferli og tilraunastarfsemi með þátttöku gesta. Sýningastjórarnir Sara S. Öldudóttir og Guðný Guðmundsdóttir hafa leitast við að bjóða upp á form og atburði sem hvetja hinn almenna borgara til að koma í safnið og leggja fram sínar skoðanir og reynslu á jafningjagrundvelli með fræðimönnum og listamönnum.

Fyrstu helgina var kynnt til sögunnar fjölskylduhátið sem ekki var hugsuð út frá hoppuköstulum og kandíflosi heldur listasmiðju, raftónlist og skák þar sem öll fjölskyldan gat dansað saman við tónlist eins færasta plötusnúðs landsins. Á miðvikudeginum, rapptónleikar Josef Tarrak og Uyarakq. Það er ekki verið að draga undan á þeim bæ varðandi samskipti Dana og Grænlendinga og á Kex eru þeir í samstarfi við Vigdísi úr Reykjavíkurdætrum. Hátíðin er byrjunarpunktur á þriggja ára ferli sem kjarnast um fullveldisafmælið á næsta ári og er sérstök áhersla lögð á Grænland, Færeyjar og Ísland og samband þeirra við Danmörku. Málefni sem tengjast fullveldi og sjálfstæði eru miðlæg í hinu vestnorræna samhengi sem mikilvægt er að ræða með hinum ýmsu aðferðum og út frá mörgum sjónarhornum.

Á Sunnudeginum á helgi tvö er boðið upp á kvikaspuna (eða LARP) á vegum alþjóðlega samstarfshópsins Utopian Union en hópurinn leggur leggur áherslu á nám utan stofnana, þverfaglegt samstarf og listrænar aðferðir. Georgíska listakonan Anna Gzirishvili hefur þróað kvikaspunan ‘2031’ í samstarfi við einn af stofnendum Utopian Union, Söru Löve Daðadóttur. Utopian Union þekki ég sjálf frá vinnuviku sem haldinn var í Berlín í vetur þar sem prófessor Önnu í UdK, Hito Steyrl, var með í umræðum. Þar hlustaði ég einnig á afar áhugaverða kynningu KOW galleristans Alexander Koch á Bandamenn Listanna sem einnig er á dagskrá Cycle síðar í mánuðinum og verður komið að síðar að í þessari grein.

Kristín Dagmar stjórnandi Gerðasafns heldur tölu á meðan listrænir stjörnendur Cycle Tinna Þorsteindsdóttir og Guðný Guðmundsdóttir fylgjast með.
Gestir og þátttakendur á opnun Cycle á föstudag
Guðný Guðmundsdóttir sýningarstjóri, Sara Løve Daðadóttir og Anna Gzirishvili kvikspunakonur og Sara Öldudóttir sýningarstjóri
Ólafur Ólafsson myndlistarmaður sýnir gestum verk þeirra Libiu Castro á sýningunni.
Myndlistarkonan Libia Castro sem er með verk á sýningunni. Listfræðingurinn Craniv Boyd og myndlistarkonan Steinunn Gunnlaugsdóttir.
Cycle hátíðin höfðar til allra aldurshópa.
Raftónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Uyarakq.
Greinahöfundur í góðum gír á Cycle

Utopian Union leggur áherslu á að nota list sem rými fyrir ímyndunaraflið og vera umgjörð þar sem ný fagurfræði, menningarhreyfingar og fyrirbæri geta þróast. Allir eru velkomnir að skrá sig til þátttöku í spunanum á vefsíðu Cycle en takmörkun er á hvað margir geta tekið þátt. Ég hitti Önnu í stuttu spjalli á Red Baron veitingastaðnum á Tegel flugvelli en Sara og Anna búa í Berlín. Anna hefur yfir sér yfirbragð vinsællar amerískrar söngkonu sem ég man ekki í svipinn hvað heitir. Hún segir mér frá því að hún og Sara Løve hafi fyrst hist í kvikspuna sessjóni sem bekkur Hito hafi skipulagt í Berlín. Fyrir Hito snúist listkennslan ekki um list heldur sé bekkur hennar frekar vettvangur fyrir fólk að hittast og gera hluti saman og eiga pólitískt og félagslegt samtal. Hún hugsi bekkinn sem eins konar miðstöð aðgerða þar sem hún sjálf sé í hlutverki móderator. Allir sem vilja geta komið á bekkjarfundi hjá Hito í UdK þegar þeir eru á dagskrá.

Það var hinsvegar á þriðja fundi Utopian Union í Danmörku nýlega sem Sara og Anna náðu saman og upp úr samtalinu kveiknaði áhugi á því að að vinna saman að kvikspuna í listrænu samhengi. “Það var síðan á kynningu Utopian Union á Grosses Treffen hittingnum í Norræna sendiráðinu í Berlín sem Cycle sýningarstjórarnir Sara og Guðný komu auga á okkur og buðu okkur að koma til Íslands. Kvikaspuninn sem við gerum á Íslandi er glænýr og sérstaklega gerður fyrir samhengið. Þetta er 2. kaflinn. Fyrsti var í Danmörku og þriðji verður í Screen City Biennial í Stavanger í Noregi í október“, segir Anna um leið og Sara Løve kemur hlaupandi inn á Barónsbarinn. Það tók hana víst aðeins lengur en 10 mínútur að pakka. “Gaman að við hittumst hér“, segir hún blaðaskellandi, “Barónsbarinn hefur einmitt mjög mikilvæga þýðingu fyrir mig þegar kemur að áhuga á kvikaspuna. Það eru akkúrat tvö ár síðan ég átti fund hérna við Jali Wahlsten sem eitt sinn var fagmaður í íshokkí í Finlandi. Við töluðum um að mér hafi lengi langað til að gera verk í listasamhengi sem blandar saman pólitík, samfélagsúrbótum og framtíðarsýn í hlutverkaleik. Ég hef lengi verið að vinna þannig í ‘raunveruleikanum’ en kom svo auga á að það væri hægt að leika sér miklu meira í samhengi listarinnar.“ Nú nokkrum árum síðar hafa þessar hugmyndir Söru fengið farveg.

Eins og minnst var á hér að framan er KOW galleristinn Alexander Koch á leiðinni til landsins þriðju helgi Cycle hátíðarinnar til að kynna verkefnið Bandamenn listanna. Nánar tiltekið sunnudaginn 17. september. KOW er eitt heitasta galleríið í Berlín í dag en listamenn gallerísins tóku þátt í Feneyjartvíæringnum bæði í ár og fyrir tveim árum. Það er ekki oft sem galleristar sem starfa á vettvangi listmarkaðar séu einnig virkir í samfélagslegri þátttöku og það er ein af mörgu ástæðum fyrir því að spennandi er að hlusta á það sem Alexander hefur fram að færa. Ég hlustaði á samskonar kynningu á Utopian Union vinnuvikunni í Berlín í vetur og þótti framtakið mjög merkilegt. Bandalagið snýst um lýðræðisvæðingu lista þar sem hver sem er getur nálgast listamann og haft frumkvæði að sköpun nýs listaverks. Ekki bara stofnun eða fagnefnd. Það geta verið til dæmis ýmis konar samfélagshópar sem taka sig saman. Samkvæmt kynningartexta á vefsíðu Cycle er bandalagið orðið að raunverulegu breytingarafli í menningarstefnu Evrópulanda.

Þessa vikuna stendur yfir vinnustofa um torf með sýningarstjóranum Annabelle von Girsewald og er öllum velkomið að koma við og taka þátt eins lengi og þeir hafa tök á. Þegar hingað er komið í greinakskrifum er ég einmitt nýkomin úr stuttu innliti á vinnustofuna þar sem líflegar samræður listamanna og fræðimanna áttu sér stað um torfið í fortíð og nútíð. Vinnustofan er þáttur í rannsóknarvinnu Annabelle fyrir sýningu á næsta ári í Nýlistasafninu sem mun snerta á sama þema.

Á fimmtudag verður haldið bíókvöld með grænlensku heimildarmyndinni Sumé: Hljómur byltingar sem fjallar um grænlensku hljómsveitina Sumé sem var fyrst til að hljóðrita lög á grænlensku árið 1973. Það var merkilegt einkum fyrir þær sakir að það var í fyrsta skipti sem orð eins og ‘bylting’ og ‘kúgun’ voru þýdd yfir á grænlensku og komust þannig inn í grænlenskan málheim og um leið umræðu. Það átti eftir að hafa afgerandi áhrif á pólitíska þróun á Grænlandi. Leikstjóri myndarinnar Inuk Silis Høegh er myndlistarmaður sem sýnt hefur myndir sínar á hátíðum út um allan heim.

Fyrr áhugasama er dagskráin hér í heild sinni: Dagskrá Cycle 2017

Matarsamsæti verða haldin með reglulegu millibili á hátíðinni. Þar er skipst á hugmyndum og skoðunum í hverju horni og gestir fá tækifæri til að tala við nýtt fólk. Sýningarstjórarnir leggja mikla áherslu á að brjóta upp formið og skapa sem flest tækifæri þar sem fólk getur kynnst hvert öðru og hver veit hvað á eftir að koma út úr því. Öllum er velkomið að skrá sig.

Gerðasafn er opið flesta daga og fyrir utan vinnustofur og umræður er hægt að sjá verk eftir Darra Lorenzen, Ólaf Ólafsson & Libu Castro, Ragnar Kjartansson, Andrew Ranville og Jeannette Ehlers. Myndirnar sem fylgja þessari grein eru frá opnunarkvöldi hátíðarinnar.

Hér að neðan eru ýmsir tenglar sem tengjast efni greinarinnar og hægt að fræðast um hátíðina á heimasíðu hennar www.cycle.is.

www.utopianunion.org

www.nouveauxcommanditaires.eu/en/home

www.annabelleshome.com

youtu.be/7Ia1Sl1S3Qs

Hulda Rós Guðnadóttir

What is outside the circle of friends

What is outside the circle of friends

What is outside the circle of friends

The Icelandic art scene has the tendency of being somewhat constructed around the phenomenon of the ‘friend circle’. Certain artists are exhibited again and again in different context and the focus is on those that were raised up in Iceland and were educated in the local art school. Everybody knows everybody or are familiar and know what to expect from the usual suspects. It is thus like tasting a new culture of flavours to meet an Icelandic artist that one does not know about. Then the person is usually raised up in another country, has received their art education somewhere else or has lived abroad for extensive amount of time and is therefore out of the loop.

One of these happy moments happened at the book fair ‘Friends with Books’ that was held at Hamburger Bahnhof in Berlin in late 2015. artzine journalist was there to introduce her own book when she discovered that the strangers face in the next booth spoke Icelandic.

Filmstill. Fragmentary Pieces of Intelligence, 2011. Video on DVD. 04:35 min

Sveinn Fannar Jóhannsson is a visual artist that is raised up in Norway and educated in Germany. He was the recipient of the Norwegian residency place at the renowned Künstlerhaus Bethanien in Berlin during 2015-2016. Sveinn has not been exhibited in Iceland but Friday the 13th of January the curator Heidar Kári Rannversson opened the exhibition ‘Normid er ný framúrstefna’ at Gerdasafn museum where Sveinn is showing together with a group of artists from the Icelandic contemporary art scene who mostly live and work abroad. At the exhibition visitors can view Svein´s works ‘Mirror with Shelves’ (2008), ‘Another Double Open’ (2008), ‘Untitled/Six’ (2008), ‘Untitled/Twelve’, (2009) and ‘Fragmentary Pieces of Intelligence’ (2011). In the exhibition text the curator questions whether the artists that are seldom or never shown in Iceland can really been said to belong to the Icelandic contemporary art scene.

artzine journalist asked Sveinn some questions.

Sveinn, tell us about yourself. Who are you?

I am an artist, curator, publisher and self-taught hobbyist gardener in no particular order. I was born in Iceland but moved to Norway and from there to Germany and then back and forth until recently settling in Oslo. At the moment I am in Reykjavík preparing for the above mentioned show NORMALITY IS THE NEW AVANT-GARDE at Kópavogur Art Museum – Gerdasafn, together with a group of other Icelandic artists of which many also are currently spread around the world. And just for the record: I actually did live in Kópavogur in a very early part of the eighties, it’s good to be back.

Collector’s Edition. A Sudden Drop + Eight and a Half Days, 2015. Artist’s books wrapped in found underwear. Limited edition of 30 copies with an original 30,6 x 22 cm color ink-jet print enclosed in an acid-free, cellulose archival folder, housed in a Hahnemühle archival box. Signed, dated („2015“) and numbered (1/30 to 30/30) on the back.

Was it in Kópavogur in the early eighties that you decided to become an artist or did it happen later? How?

Ha, ha, more like two decennials later. I grew up with a normal interest for sub and pop-culture and everything that goes hand in hand with that, including a broad aspect of music, film and visual culture. It was from there on I developed a keen interest in photography which gradually led to the more murky waters of visual art in general.

 How did it come about that Heidar Kári ‘found you’?

I’m not sure actually, however I like to imagine that there are not many artists in the Northern Hemisphere escaping his horizon.

Untitled/Six, 2008. Lightjet print (framed). 113 x 140 cm.

Untitled/Twelve, 2009. Lightjet print (framed). 113 x 140 cm.

What I see in your art is that you are looking at society from the perspective of art. Any thoughts about that?

I do try to engage in a number of different projects and activities reacting on or against structures in the society, twisting and turning them, deliberately misunderstanding them or just purely sabotaging the way we normally go about with our daily business. On the one side it is about presenting an alternative view on some of the many things that we take for granted, but on the other side it also melts together with a more narrow aspect of our culture, namely art history and contemporary art culture. In the end you could say that I am looking at society from as many angles as I can possibly think of, but the results are objects or printed matter, some more ephemeral than other but nonetheless usually presentable in a contemporary art-setting.

Installation view, Künstlerhaus Bethanien. Untitled (Holes), 2016. Ink jet prints on Alu-Dibond, pine, white aluminium metallic paint, cement, sand, water and stainless steel double countersunk chipboard screws. Dimensions variable

Talking about being ‘presentable in contemporary art-setting’. By that I imagine you mean material objects. What about immaterial labour and research. Could you describe for us your methodology? What happens before things start to materialise? What happens when material comes into play?

These things develop on different levels and within several time-frames. Some works or projects are more location and context-related than others and additionally I often have ongoing processes where materials and ideas are developed over time, sometimes over many years. This can be for example collecting found images or objects, and some of these processes find their way into a finished result, some never see the light of day. The materialisation of each work is developed together with the content and relates to each particular piece on its own premises. Often the idea will define the form and the format, but I try not to be too dogmatic.

Yes, dogmatic can be limiting. Have you tried to expand the platform that you show your art outside of the exhibition space context?

 Occasionally I’ve taken the opportunity to install or arrange sculptures in public spaces, leaving them to their own faith and gradual decay in interaction with their surrounding environment. These works typically have a limited existence aside from a photographic documentation that at some point may or may not become a work in itself.

Night Out Dress Down, 2013. Found clothes, oriented strand board, pure rice starch, glue and screws. Dimensions variable.

Tell us a little bit about your book publications. When did you start to publish books and why and are they available in Iceland?

There are a couple of early collaborative artist’s books created with colleagues a dozen years ago and then later I started working with Teknisk Industri in Oslo and also started self-publishing with Multinational Enterprises, my own one-man artist-run publishing house. For me the artist’s book is a classic genre just like painting, sculpture, photography etc., with its own history, limitations and possibilities. It is also an utterly generous medium allowing me to produce complex artworks with a great quantity of material by means of limited budgets and reach an audience on their own premises, be that their own private apartment, a library, an art book fair and so on. The artist’s book definitely lives and thrives inside as well as outside the white-cube. Some of my books can be acquired at the newly opened art bookstore Books in the Back, located in the back room of the Harbinger Gallery in downtown Reykjavík, others, you’ll have to import yourself.

Portraits by Waiters, 2013. Page 48, me enjoying a nice meal in the Museum Ludwig, Cologne. Published by Multinational Enterprises
We thank Sveinn for his answers.

Sveinn Fannar Jóhannsson grew up as a child of nature at a bottom of a valley in Norway but then at the tender age of 18 moved to the big city of Oslo before embarking on an art education in Leipzig, Germany. He has exhibited solo around Germany and Norway and these days he lives and works in Oslo.

www.johannsson.org

Interview: Hulda Rós Guðnadóttir

Featured image with article: Back in the childhood home, Kópavogur 2013

Tekist á við frelsið

Tekist á við frelsið

Tekist á við frelsið

Listsköpun sem rannsóknartæki er áhugavert fyrirbæri sem fleiri og fleiri hafa gefið gaum. Ekki eru til margar bækur sem skrifaðar eru út frá sjónarhóli listamanna sjálfra um hvernig þeir líta á listsköpun sína sem rannsóknartæki og er því fagnaðarefni þegar slík bók kemur út. Í fyrra gaf Crymogea út bókina ‘Make a Painting of Trees Growing in a Forest / Erla S. Haraldsdóttir Selected Works’ (2015). Bókin var gefin út af tilefni einkasýningar Erlu í listasafninu í Kalmar í Svíþjóð síðla hausts sama ár og var útgáfan gerð möguleg vegna styrks frá Längmanska listasjóðnum í Svíþjóð og Myndlistarsjóðnum á Íslandi. Erla sjálf hefur verið búsett í Berlín í Þýskalandi um árabil og ólst upp bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Hún er einn af eftirtektaverðustu listamönnum þjóðarinnar og á verk í eign helstu listasafna landsins.

makeapaintingbokFormáli bókarinnar er skrifaður af samstarfsmanni Erlu til margra ára, sýningarstjóra sýningarinnar Jonatan Habib-Engqvist sem jafnframt tekur forvitnilegt viðtal við listamanninn þar sem farið er út í aðferðarfræði Erlu við málunina sjálfa. Jonatan er kennismiður á sviði málverksins í Svíþjóð og á alþjóðlegum vettvangi en hann ritstýrði meðal annars bókinni ‘Thinking Through Painting’ (2014) sem fjallar um athöfnina að mála sem listrannsóknartæki. Í viðtalinu leggur Erla fram það sjónarhorn að það að standa frammi fyrir auðum striganum sé eins og að búa sig undir það að steypa sér út í ævintýri sem eigi eftir að færa sér ófyrirséðnar uppákomur. Hún hafi enga stjórn á þeim, þær gerast bara í ferlinu og sem hún verði að lúta þeim, mæta á vellinum og tækla. Það sé mikilvægt að það sem er framundan sé óráðið annars myndi henni fara að leiðast fljótlega. Hún líkir þessu við að henda sér út í ólgandi fljótið snemma að vori. Það sé sársaukafullt að stökkva ofan í og missa þannig stjórn. Hún verði bara að berast með straumnum, takast á við það sem gerist á leiðinni og náttúrulögmálin og á sama tíma reyna að stýra líkamanum í þessari hringiðu. Viðtalið heldur síðan áfram og kemur inn á tækin sem hún notar við rannsóknina eða ferðina; litanotkun, beitingu pensilsins, lýsingu, sjónarhorn, val á myndefni og annað sem mjög upplýsandi er að lesa um.

bokattach
Erla S. Haraldsdóttir „Make a painting of trees growing in a forest“, 2015, monograph. Crymogea. Hönnun: Ariane Spanier, Stephie Becker, Texti: Christoph Tannert, Dr. Kyllikki Zacharias, Jonatan Habib Engqvist.

Það var texti þýska sýningarstjórans Kyllikki Zacharias sem vakti mesta athygli hjá mér. Í greininni fjallar Kyllikki um aðferðarfræði Erlu við rannsókn og undirbúning eða um þá leið sem farin er áður en sest er niður og málað. Erla beitir aðferðarfræði sem hún kallar ‘Task Painting’ eða ‘Málað samkvæmt tilmælum’. Bókin fjallar um málverk sem hófu vegferð sína sem tilmæli til listamannsins frá Magnúsi Sigurðssyni, Craniv Boyd, Hildigunni Birgisdóttur, Stanislaw Ruksza, Katarzyna Kalinka og óþekktum vætti í Witherle skógi í Maine í Bandaríkjunum. Í greininni sem inniheldur fjölda ljósmynda er rakin aðferðarfræði sem byrjar á því að Erla biður vini sína um að gefa sér tilmæli sem verða að útgangspunkti rannsóknarvinnu þar sem Erla viðar að sér myndefni sem tengist tilmælunum. Erla fer í ferðalag sem innblásið er af þekkingu hennar á listasögu heimsins og náttúrulegum fyrirbærum og landslagi en einnig myndbrotum úr hversdagslífinu. Myndirnar eru valdar af kostgæfni og síðar notaðar til hliðsjónar við málunina. Það er á þessu stigi sem Erla stendur á bakka fljótsins og hendir sér út í af miklu hugrekki og rannsóknin heldur áfram sem athöfn eða praktík. Vandlegur undirbúningur er þannig ekki sama og fyrirsjáanleiki. Með þessari aðferð verður Erla að eigin sögn að rottu sem byggir eigin völundargöng og vitnar þar í franska rithöfundinn Raymond Queneau. Þarna er Erla að tækla hið óendanlega listræna frelsi sem listamenn hafa notið í sköpun sinni síðan á 19. öld og meitlar sér leið í gegnum sjálfskipaðar takmarkanir tilmælanna til að komast að kjarnanum – hún finnur undankomuleið. Hún þarfnast þessara sjálfbyggðu takmarkana og undankomuleiðar vegna þess að þetta algera frelsi gerir auðann strigann að einskonar plánetu án sportbrautar. Það vanti sólina eða kerfi til að snúast í kringum. Algert frelsi sé líka alger ábyrgð á útkomunni og þannig verði auði hvíti striginn að martraðakenndu hyldýpi.

dok_erla_s_h_kalmar_konstmuseum_2015_11_michelangelo_miskulin_47„Make a Painting of Trees Growing in a Forest“ 2015. Solo exhibition. Kalmar konstmuseum, Kalmar, Sweden. Ljósmyndari: Michelangelo Miskulin.

Fremst í bókinni er að finna inngangstexta eftir listrænan stjórnanda Bethanien listastofnunarinnar, Christoph Tannert, en Erla er ein af fáum íslensku listamönnum sem hafa hlotið þann heiður að fá úthlutað vinnustofu í Bethanien sem staðsett er í miðju listasenunnar í Berlín. Það sem Tannert finnst áhugavert við málverk Erlu er að hún fetar sínar eigin leiðir um leið og hún á í stöðugu samtali við hefðina. Það er ekki nýtt af nálinni að listamenn noti sjálfskipaðar takmarkanir eða reglur og tilmæli til að fást við listköpun sína. Það sem er áhugavert er að skoða hvernig Erla daðrar við liststefnur og aðferðir fortíðar á hátt sem tikkar í takt við samtímann. Tannert vitnar í Erlu sem tekur fram að hún skilji það sem svo að hlutverk málverksins í samtímanum sé fólgið í því að það skapi rými fyrir sálir einstaklinga, það gefi sálinni rödd í augnablikinu. Hin einstaka rödd sé á sama tíma hin samfélagslega rödd, og staðbundin rödd sé að sama skapi hin algilda rödd. Hún vonar að málverkin hennar séu aldrei lokaniðurstöður, heldur mikið frekar að þau opni slík rými.

genesis_hallgrim
Frá Genesis sýningunni í Hallgrímskirkju. Ljósmyndari: Vigfús Birgisson.

Bókin fæst víða í borginni. Meðal annars í Mál og Menningu og á öllum helstu söfnum. Það er lærdómsríkt að spegla eigin listsköpun í aðferðarfræði Erlu og um að gera að næla sér í eintak en einnig vegna þessa að um þessar mundir stendur yfir önnnur einkasýning Erlu í Hallgrímskirkju. Það hefur hún tekið fyrir sköpunarsöguna sem einhvers konar tilmæli til að hefja skapandi feril. Í sýningarstjóratextanum kemur Jonatan inn á það að með því að nota þá listrænu aðferð að skapa kerfi í kringum listsköpun sína þá nálgist Erla á gagnrýnin hátt langlífar en út úr sér gengnar hugmyndir um hinn guðdómlega innblástur og skylda hugmynd um að listamaðurinn skapi úr engu – ex nihilo. Málverkin í Hallgrímskirkju byggja á sjö teikningum úr Íslensku teiknibókinni en hafa í höndum Erlu dýpkað verulega tilvísunarheim sinn. Þarna er vísað í íslamska list, tarot spil, mynsturgerð Ndebele fólksins í Suður-Afríku, egypskar fornminjar, dulspeki gyðinga, evrópska sem og íslenska og japanska list en líka hversdag Erlu sjálfrar. Málverkin verða ferðalag um heim Erlu. Höfuðverk sýningarinnar er málað með hliðsjón af símamynd sem hún tók upp í rúmi af sjálfri sér liggja í leti á sjöunda degi vikunnar. Gefur hún í skyn að letin sjálf sé þar sem uppruna sköpunar sé að finna.

Heimasíða Erlu fyrir frekari upplýsingar: erlaharaldsdottir.com

Sýningu lýkur 20. nóvember n.k.

Hulda Rós Guðnadóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest