Portraits of Pleasure – kyrralífsverk samtímans

Portraits of Pleasure – kyrralífsverk samtímans

Portraits of Pleasure – kyrralífsverk samtímans

Portraits of Pleasure er dionísk sýning Sindra Sparkle Freys sem birtist sem ákall til nándar eftir mánuði af sundrun og einangrun mannsins. Myndir Sindra eru opinberun á hinum innri þrám og nautnum. Það sem er yfirleitt hulið innan veggja einkalífsins, í skápum, kistum og skúffum er opinberað og birt á sýningarveggjum Gallerí Þulu á haustmánuðum þessa árs. Verk háns streyma sem ferskur andvari er litast af berskjöldun mannsins og fagurblæ raunsæis hið innra. Fjallað er um kynverund á einlægan hátt er stuðlar að kyntjáningu á hinseginleika innan íslensku listasenunar.

Sindri er með listmálaragráðu og fornám úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þessa dagana er hán í BA námi í grafískri hönnun, innan veggja LHÍ. Hán vinnur einna helst með þau áhrif sem hán verður fyrir í menningarumhverfi sínu, ásamt sögum, fantasíum og kynhneigð. Sögur eru í grunninn það sem gerir okkur að manneskjum. Hán byrjaði að fjalla um kynferði snemma á listferli sínum, kveikjan varð í aðdraganda verks sem hán var að vinna að í skólanum sem snéri að sjálfsmyndinni. Í ferlinu varð hán pirrað á því að reyna áorka lendingu á einhverskonar afurð. Í flýti heftaði hán gardínu á viðarplötu, grunnaði hana og málaði svo sjálfsmynd af sjálfu sér bundnu útfrá ljósmynd. Í þessum erfiðleikum á því að skila af sér verkinu varð kveikjan til – á þeim tíma var hán komið alla leið út úr skápnum og gerði sér grein fyrir því hvernig þetta mótíf gæti verið sem kjörið leiðarstef í listsköpun sinni þar sem ekki margir eru að fjalla um þetta innan myndlistarsamfélagsins í dag. Þessar sjálfsmyndir héldu áfram að þróast í listsköpun háns. Þannig varð sameining þessarar rannsóknar um kynferðið og málverkið að drífandi afli í iðkun háns á sviði flatarins. Sem hluti af þeim áhrifaþáttum er urðu í aðdraganda sýningarinnar fór listamaðurinn til Hollands og varð þar ástfangin af kyrralífsverkinu.

Sársauki & unaður, Pain & pleasure. Olía á striga, 2021.

 „Þar kristallaðist vakning fyrir ástríðu minni gagnvart kyrralífsverkinu og varð það mér hugleikið sem samtal við samtímann í dag.”

Þar myndaðist einskonar samhljómur við hánið sjálft. Kyrralífsverkin voru oftast máluð af lágstéttafólki og konum. Samkvæmt boðum Meidici fjölskyldunnar voru þau verk höfð neðst í upphengi og sýndu lesti hins mannlega. Þessi verk endurspegluðu hina mannlegu nautn sem var ekki talin til dyggða. Svo tók við sýn vanitas verkana þar sem dauðinn litar verkin með meðal annars með hauskúpum og þar er áminningin sú að samfélagið ætti að auðga sínar andlegu auðlindir fremur en hinar veraldlegu. Í dag eru kyrralífsverkin fremur séð sem fínt punt inn á heimilum, á sama tíma eru kynlífsleikföngin í þessari neðstu röðun fyrirbæra innan samfélagsins. Holdgervingar nautna sem helst á að fela. Hán byrjaði að lesa um kynfræði snemma á kynþroskaskeiði sínu, skoðaði heim blætis með rannsakandi augum og forvitni. Það er vakandi drifkraftur innra með Sindra sem vill frelsa líkamann undan skömm þeirri sem hefur litað nautnina.

„Ég hélt lengi að kyrralífsverkin væru einskonar memento mori – mundu að þú munt einn daginn deyja, þannig þú þarft að gera lífið þitt gott.”

Fantasía og sögur. Aldrei numið staðar / Fantasy and Stories. Never in One Place Long. 2021

Þó liggur þetta mun dýpra þegar maður skoðar listasöguna. Í nálgun sinni á sögn kyrralífsmyndarinnar í samtímanum fór Sindri að hugsa um einskonar memento vivere (mundu að lifa). Að leyfa sér að njóta og lifa í nautnini, frelsa sig undan vissri skömm sem hefur verið alin upp í samfélaginu. Þaðan kemur hugmyndin um eftirlætissemi sem eitt af leiðarstefum sýningarinnar. Í grunninn voru kyrralífsverkin að miklu leiti til um nautnina – þó þau séu líka með aðra merkingu. Með því að sameina portrett myndina við kyrralífsverkin er endurspeglun mynduð af því kynferði sem vill sífellt fá meira rými á yfirborðinu í okkar samtíma. Listamaðurinn miðlar ólíkum persónum úr sínu umhverfi með því að festa kynlífsleikföng þeirra á flötinn. Þannig fangar hán endurspeglun á kynferði manneskjunnar, sem segir mikið um hið innra. Hlutirnir verða að portretti af því sem oftast er hulið. Kynferði þeirra er myndin og nöfn verkanna eru valin út frá því hvernig einstaklingurinn lýsir sínu eigin erosi.

Það tók tvö ár fyrir þessa málverkaseríu að mótast. Yfirleitt gef ég hugmyndum mínum góðan tíma til að verða, ég set yfirleitt ekki verkefnin af stað fyrr en ég er komin með nóg af efni til þess að þróa. Ég vill geta farið allar leið með þær. Sjálf serían var máluð á einu ári, ég vann fyrst að litlu myndinni (Sjálfsmynd #1) og byrjaði ekki á hinum myndunum fyrr en það upphafsstef var fullmótað.”

Það er fallegt að hugsa til þess hvernig þessir hlutir öðlast aukna merkingu í covid, þar sem þeir verða eins konar þjónar nándar okkar. Í samtölum við fyrirsæturnar um þeirra blæti talaði hán við nokkra gagnkynhneigða menn um hvaða dót þeir notuðu, þeir nefndu eiginlega allir hendi. Þannig varð til mynd af hendinni sem endurspeglun á því, aðrir nefndu ýmislegt annað. Manni þykir vænt um leikföngin sín, þau hafa tengingu við persónu manns, spegla hvern og einn. Snertingin á þessum hlutum hefur það mikið vægi að þau verða ekki notuð af öðrum en þér.

Þetta er covid sýning og undirstrikuðu þær aðstæður enn fremur áheyrslupunkt listamannsins á viðfangsefni sínu. Hán varð skipað í sóttkví í aðdraganda sýningarinnar, staðsett andspænis myndefni sínu og fengu þessir hlutir þá að miklu meira vægi án módelsins. Sindri var lokað inni heima hjá sér, í samtali við strigann og málaði kyrralífsmyndir af kynlífsleikföngum.

Einangrunarlosti, Private Escape. Olía á striga, 2021

„Þegar ég var að klæða mig upp fyrir sýninguna hugsaði ég með mér hvort ég ætti að vera í kjól. Er ég að fara selja verr ef ég verð í kjól? Ég endaði á því að vera ekki í kjól, ekki vegna þessarar spurningar endilega heldur fékk ég hugmynd um að vinna með blóm. Ég var með blóm í andlitinu, blómaskyrtu, í korseletti og málaði mig.”

Listamaðurinn kemur úr allt annarri átt en margir myndlistarmenn, hann er fjöllistamaður, nörd og hinsegin. Hann er að tala um bdsm í listsköpun sinni vegna þess að hann vill opna á samtal um þessa afkima samfélagsins. Það eru margir sem lifa huldu höfði innan þessa lífstíls, einstaklingar sem lifa í einskonar skáp. Þegar kemur að bdsm-hneigðu fólki er mjög frelsandi fyrir þá aðila að það sé einhver úti á almennum vettvangi að fjalla um þetta form af kyntjáningu. Það hefur slæm áhrif andlega á hinsegin aðila að geta ekki verið séðir fyrir það sem þeir eru. Það dregur vissan dilk á eftir sér að þurfa fela kynferði sitt í ótta um að geta misst vinnuna. Það eru til dæmi um það í íslensku samfélagi enn þann dag í dag. Það eru ákveðnar fraseringar frá vanillufólki (fólk sem stndar kynlíf án kynlífsleikfanga og hlutverkaleikja) sem eiga erfitt með þetta, þessar línur svipa mikið til þess hvernig fjallað var um samkynhneigða fyrir nokkrum árum. Eins og t.d. „ég vill ekkert vita um það sem þú gerir í rúminu.” En það er einmitt það sem Sindri vill opna á með sýningu sinni Portraits of pleasure – opið samtal um allskonar kynferði.

„Sýningin mín er til þess að geta fjallað um ákveðin fyrirbæri innan þessarar hneigðar. Maður sér barefli, ýmis blætismótíf, klæðnað, síðan er eitt dildo sem er xenomorph úr Aliens. Þannig miðla ég blætishneigð sem ég get get talað um – en það væri kannski annað ef manneskjan sjálf stæði þarna og væri að berskjalda sig.”

Sindri sótti um að vera hluti af samsýningu hjá galleríi á þessu ári, en honum var neitað. Sagt var að þetta væri flott hjá honum en að í næsta mánuði væru þau með hinsegin sýningu vegna Gay Pride og hvöttu hán til þess að sækja um að vera með á henni. Hán spyr sig hvers vegna það þurfi alltaf að vera sérstakar sýningar, sem regnhlífar fyrir jaðarhópa innan myndlistarsenunar á Íslandi.

„Ég er hinsegin listamaður en það er ekki það eina sem ég er – ég vill geta verið ég án þess að mín kynverund verði það eina sem ég er.”

Það sem lifir í glæðunum í framhaldi þessarar sýningar er bók sem verður gefin út með samantekt á þeirri hugmyndafræði og rannsókn sem átti sér stað í aðdraganda hennar en hún fjallar um kyrralífsverk og kynlífsleikföng. Það er heillandi fyrir Sindra að tvinna saman ólíka miðla og mun næsta sýning hans verða áframhaldandi umfjöllun um kyntjáningu einstaklingsins.

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir


Ljósmynd af Sindra Sparkle Frey: Ásdís Þula Þorláksdóttir. Myndir af verkum birtar með leyfi listamannsins.

Veröld út af fyrir sig – Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg

Veröld út af fyrir sig – Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg

Veröld út af fyrir sig – Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg

Sýningin Samfélag skynjandi vera í Hafnarborg leikur sér með hinn breiða heim skynjunarinnar og mismunandi blæbrigði samfélagsins. Undir yfirskriftinni að hvetja til róttækrar samkenndar (e. radical empathy) sem og að gefa ósögðum sögum rödd býður sýningin upp á veröld upplifana út af fyrir sig. Sýningastýrð af Wiolu Ujazdowska og Hubert Gromny, er hún ellefta haustsýning Hafnarborgar, en haustsýningarnar gefa nýjum sýningarstjórum kost á að sýningastýra.

Alls taka tuttugu listamenn þátt í sýningunni og hún nær yfir öll rými Hafnarborgar. Hópnum tilheyra þau Agata Mickiewicz, Agnieszka Sosnowska, Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Angela Rawlings, Anna Wojtyńska, Dans Afríka Iceland, Freyja Eilíf, Gígja Jónsdóttir, Hildur Ása Henrýsdóttir, Hubert Gromny, Kathy Clark, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Melanie Ubaldo, Michelle Sáenz Burrola, Nermine El Ansari, Pétur Magnússon, Rúnar Örn Jóhönnu Marinósson, Styrmir Örn Guðmundsson, Ufuoma Overo-Tarimo og Wiola Ujazdowska.

Sýningin er fjölþætt og yfirgripsmikil; sem endurspeglast í metnaðargfullum og víðfeðmum markmiðum hennar. Eitt slíkt markmið er að hvetja til endurhugsunar sýningargesta gagnvart heiminum, vandamálum nútímans sem og sambandi okkar við náttúruna. Markmiðinu er fylgt eftir með ríkri áherslu á skynjunina en öll verk sýningarinnar endurspegla hvað listamennirnir túlka sem skynjun og hvað það sé að vera skynjandi vera. Í rýminu er stigið út fyrir ramma tungumálsins og sýningargestir eru hvattir: „hlustið með fótunum“.

Er ég gekk í gegnum sýninguna fann ég að verkin ein og sér mynduðu litla króka og kima sjálfstæðra sagna eða skilaboða. Jafnharðan og ég hafði áttað mig á einu verki var mér kippt út úr því með öðrum skilaboðum. Við fyrstu sýn virtust verkin ótengd vegna þess að rauður þráður sem batt þau saman var ekki bersýnilega til staðar. Það rann þó upp fyrir mér að það væri birtingarmynd hins eiginlega samfélags sýningarinnar. Samfélagið sem hér birtist er ekki einsleitt, stílhreint né velur það sér hvaða málefni er mikilvægast, heldur er það margbreytilegt, fjölskrúðugt og getur haldið fjölda málefna á lofti í senn.

Mörg verk sýningarinnar eru gagnvirk og leggja ríka áherslu á þátttöku: listamennirnir bjóða upp á verkefni, að stíga inn í hugarheim og dvelja þar um stund. Gígja Jónsdóttir safnar tárum í Tárabrunn, Anna Wojtyńska og Wiola Ujazdowska gefa plöntur í verki sínu Við þörfnumst öll sólar, Styrmir Örn Guðmundsson og Agata Mickiewicz bjóða gestum í hugleiðslu í verkinu Upphafið í eimingarflösku og Nermine El Ansari teiknar á landamæri í Exercise. Gagnvirknin dró mig aftur og aftur að sýningunni; þú sem sýningargestur ert skynjandi vera og þú tekur virkan þátt í að móta samfélagið sem á sýningunni birtist.

Nermine El Ansari

Agata Mickiewicz og Styrmir Örn Guðmundsson

Saman mynda verk sýningarinnar margbrotna mynd af samfélagi sem er flókið og ruglingslegt. Sýningin undirstrikar fremur en að skýra þá upplifun. Að átta sig, fóta sig í nútímanum er erfitt og sýningarstjórarnir leggja gestum ekki lið við að botna eða átta sig á því hvað fer fram að hverju sinni. Sýningartextinn er skrifaður með skapandi hætti og segir lítið sem ekkert sem getur „hjálpað“ sýningargestum við að átta sig á einstaka tengingum milli verka. Mögulega er það viljandi og af ásetningi gert.

Nokkrar paranir verka stóðu upp úr og vöktu athygli mína og umhugsun: fékk mig til þess að lifa mig inn í samfélag skynjandi vera og undirstrikuðu markmið sýningasrtjórana í mínum augum.

Melanie Ubaldo

Pólitískt verk Melanie Ubaldo „Þú ert ekki íslensk. Nafnið þitt er ekki íslenskt.“ talar sínu eigin máli. Skýli reist á sandi, sem minnir á lítið Christo og Jeanne-Claude verk, er umvafið neyðarteppi og gefst gestum kostur á að staldra við inni í skýlinu, finna lyktina af sandinum og dvelja í merkingu verksins. Skýlið er byggt samkvæmt stöðlum Sameinuðu þjóðanna um stærð slíkra neyðarskýla. Þrúgandi veruleiki nútímans er óumflýjanlegur, það er aðkallandi óleystur vandi til staðar. Vandanum er þó velt fyrir sér í fjarlægð frá flóttamönnunum, innan listasafnsins, þannig er viss fjarlægð er til staðar sem minnir á hvernig við horfum á slík mál heiman frá okkur í gegnum netið eða dagblöðin.

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Verkið er staðsett á efri hæð aðalrýmis Hafnarborgar við hlið annars verks sem kallar á þveröfugt hugarfar. ASMR hvísl og slakandi raftónlist má hlusta á sitjandi á gæru sem breidd er yfir bekk úr steypu. Verkið kallast RAW PURENESS—SELF LOVE og er eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur. Við upplifun verksins var ég færð inn í einbýlishús mögulega staðsett í Garðabænum. Ég var ekki viss um hvort að hér væri á ferðinni kaldhæðni eða grafalvarleg skilaboð um mikilvægi þess að stunda sjálfsást. En parað með verki Melaniu virkar það eins og einskonar refsing eða sjálfshatur. Sjálfsástin sem ég stunda persónulega heima hjá mér á þriðjudagskvöldum er orðin þrúgandi, á samt sem áður rétt á sér í sínu eigin rými sem inniheldur reyndar enga gæru. Hér virkar hún kaldranaleg, jafnvel kaldhæðin. Er hún það? Þetta er ekki sýning með svör. Kannski er sjálfhverft að stunda sjálfsást á gæru og kannski er virk iðkun sjálfsástar eina leiðin framávið, það er erfitt að segja. Það gildir þó einu að báðar hliðar eru hlutar samfélags skynjandi vera og það er leyfilegt að draga iðkunina í efa og virða hana fyrir sér í stærra samhengi.

Með þessu sniði leika sýningarstjórarnir sér með innhverfa og úthverfa þætti mannlegrar tilveru. Það er erfitt að fóta sig, að ná fókus í tilverunni og um leið og ég náði fótfestu í einu verki var mér kippt úr henni í skiptum fyrir önnur skilaboð, fleiri sögur og enn fleiri verkefni.

Rúnars Arnar Jóhönnu Marínóssonar

Gígja Jónsdóttir

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

Anna Wojtyńska og Wiola Ujazdowska

Á neðri hæð Hafnarborgar birtist slík upplifun mér með skýrum hætti: tár, leikur og náttúra fá þar að raungerast í sama rými. Í verki Andreu Ágústu Aðalsteinsdóttur Eldur og flóra brennur náttúran vegna gróðurelda en Við þörfnumst öll sólar leggur áherslu á hinn glóandi eldhnött sem veitir okkur og öllu lífríki líf. Við grátum eins og Tárabrunnur minnir á en samt sem áður er rými fyrir leik í þessu samfélagi skynjandi vera, þar sem leikföng geta öðlast líf eins og í verki Rúnars Arnar Jóhönnu Marínóssonar Sjúga og Spýta lifa og starfa.

Í innsta rými Hafnarborgar má finna tvö verk sem einnig leika sér með innhverfa hugsun og úthverfa tengingu okkar við náttúruna eða jörðina. Agata Mickiewicz er með textílverk sem kallast Schumann-ómun og er myndræn framsetning slíkrar ómunar. Schumann ómun á sér rætur að rekja til rafbylgja sem myndast út frá eldingum og eiga sér stað víðs vegar á jörðinni. En slík ómun samkvæmt ýmsum vefheimildum (sem ég get þó ekki staðfest að séu áreiðanlegar) hefur róandi áhrif á líkama okkar. Í sama rými er mynbandsverkið Upphafið í eimingarflösku: í myndbandinu er litríkum formum varpað á ófrískan maga, sem eflaust táknar upphaf og nýja byrjun og litlir kollar eru dreifðir um herbergið og gefst gestum kostur á að hugleiða við handleiðslu raddar sem hljómar í rýminu. Þessi pörun verka var einstaklega vel heppnuð og kallar á mikla umhugsun. Annars vegar er geta okkar til að slaka á og róa okkur sjálf og hins vegar er hin mögulega geta náttúrunnar til þess að hafa slík áhrif á okkur utan frá.

Heildarskynbragð sýningarinnar er yfirþyrmandi. Þó er yfirþyrmandi heldur neikvætt orð yfir upplifun mína sem best væri lýst með áreynslunni við að reyna að velta fyrir sér mörgu í einu. Og þar sem það er ekki nauðsynlega áreynslulaust að fara á listsýningu þá rann upp fyrir mér að mögulega eru ein skilaboð af mörgum sem taka má með sér af sýningunni þau að svoleiðis séu samfélög í raun og veru.

Í viðtali við Víðsjá lýsir Wiola samtímanum eins og að vera með marga glugga í vafranum sínum opna í einu sem passar vel við upplifun mína af Samfélagi skynjandi vera. Það var sem ég væri að reyna að ná utan um margar mismunandi hugsanir í senn, (sem vissulega kemur oft á tíðum fyrir mig) nema að í sýningunni var sú upplifun sett í efnislegt form og það heppnaðist einkar vel þegar ég náði að sleppa tökum á því að reyna að finna einn rauðan þráð, þema eða eitthvað eitt haldreipi sem myndi leiða mig í gegnum sýninguna.

Hugarfarið sem ég þurfti að temja mér við að melta sýninguna var þar af leiðandi gerólíkt því sem ég hef þurft að temja mér í minni eigin akademísku hugsun. Frá minni eigin reynslu af heimspeki að dæma, eina akademíska sviðið sem ég hef sjálf reynslu af, er ómögulegt að taka fyrir Samfélag skynjandi vera í einu verki. Það hefur verið gert en oftar en ekki er það í formi doðranta sem spanna mörg hundruð blaðsíður og eru verk sem taka lífstíð að lesa og botna eitthvað í. Því takast nútíma heimspekingar oftast á við sitt eigið sérsvið. Stóru spurningarnar eru smættaðar niður í viðráðanlegar einingar og tengsl þeirra á milli er svo hugsuð sem eining í sjálfri sér. Flokkanir og skilgreiningar gera viðfangsefnið viðráðanlegt, skiljanlegt og mótanlegt.

Út frá upplifun minni af því að hugsa um allt í senn, túlka ég lokaorð sýningaskrárinnar „Það má merkja að einlægur samhugur og róttæk samkennd, fremur en rökhyggja og vísindi, veita okkur inngöngu í samfélag skynjandi vera“ sem boð um að sleppa taki á flokkun og skilgreiningum vísinda og rökhugsunar, leyfi til þess að sjá einstaka sögur í stærra samhengi og í beinum tengslum við aðrar.

Þannig stígur sýningin út fyrir rökhyggjuna sem oft helst í hendur við flokkun innan vísinda og fræðimennsku og tekst á við nútímann í formi margbreytileika innan sama rýmis. Þannig má líta á markmið sýningarinnar ekki sem andspyrnu gegn vísindum og rökhyggju heldur sem boð um að stíga út fyrir fræðilegu takmörkin sem vísindi og fræðimennska verða að setja sér og sjá verkin sem hluta af neti eða einfaldlega sem Samfélag skynjandi vera.

Eva Lín Vilhjálmsdóttir


 

Ljósmyndari: Kristín Pétursdóttir

  • [1] https://hafnarborg.is/exhibition/samfelag-skynjandi-vera/
  • [1] Tekið úr sýningarskrá
  • [1] https://www.pressreader.com/iceland/frettabladid/20210908/282080574951335
  • [1]https://www.nasa.gov/mission_pages/sunearth/news/gallery/schumann-resonance.html
  • [1] https://www.ruv.is/utvarp/spila/vidsja/23618/7hquuc
Björk Hrafnsdóttir went to Sequences opening weekend – here’s what she thought

Björk Hrafnsdóttir went to Sequences opening weekend – here’s what she thought

Björk Hrafnsdóttir went to Sequences opening weekend – here’s what she thought

Sequences real time art festival is an independent artist-run festival held biannually in Reykjavík. This tenth edition also reaches out of Reykjavík with exhibitions in Akureyri, Hveragerði and Ísafjörður.

“Time has come” is the title of Sequences this year curated by Þóranna Björnsdóttir and Þráinn Hjálmarsson. I believe that the title is very fitting to how many of us are feeling right now after 19 months various restrictions and uncertainty. It’s time to get out and experience some real time art!

Skerpla Ensemble performance.

For the Opening event of sequences at Veröld – Hús Vigdísar I took the bus nr.12 at five o’clock on Friday. Thinking I could easily use the same ticket (which is valid for 1h15min) to go back downtown to continue my exhibition hopping, I was wrong. I knew I was going to Elísabet K. Jökulsdóttir’s performance, the festivals honorary artist, called Stories of Creation. We were ushered into a lecture hall and after a speech by the curators the artist came to the podium. In her performance lecture which was accompanied by a sousaphone player who interrupted her at various stages of her speech she tried to define creativity and innovation with a formula she had developed for creation/destruction. At times it felt like I was sitting in a philosophy class I had not prepared for and being an MA student in Curatorial Studies my attention span for lectures is usually gone by Friday afternoons.

Following were stories of creation from different people connected to different cultures, like India, Kurdistan, Japan, Russia and Nordic mythology to name a few. These stories described the creation of the world according to different cultures and places and in some cases the creation of individuals. It was a welcoming revisit of stories most of us were taught in school. It included an impressive reciting of the Dwarf Count from Völuspá and the telling of the Japanese creation story in Japanese told by sounding out old Chinese symbols. Although I did not understand a single word it was still a beautiful mediation of sounds.

Still from the movie Munnhola, obol ombra houp-là by Ásta Fanney Sigurðardóttir.

At Bío Paradís on Friday evening the artist and poet, Ásta Fanney Sigurðardóttir, premiered her film Munnhola, obol ombra houp-là. Bíó Paradís was packed with people and Salur 1 filled up quickly. Seeing a video work in a movie theatre is a special experience. There is a commitment you make by sitting down in a theatre that you don’t make when passing a video work on a screen in an exhibition. Although this film had a beginning and an end, I quickly stopped trying to figure out the storyline and just enjoyed the shorter narrative aspects between each scene and the incredible quality of production. This 30min film is a series of performances that takes you on a surrealist journey with divers fascinating characters and different voices. There will be another showing on Sunday 24th at 20:00 and I am tempted to see it again.

Lucky 3 at their opening performance PUTI at Open.

Lucky 3 is an artist collective that consist of Darren Mark, Dýrfinna Benita Basalan and Melanie Ubaldo. The group put on the festivals opening performance PUTI at Open which lasted for 8 hours from 12:00-20:00. I got there around two and walked into the space in my dirty boots due to a mud puddle placed right at the entrance. The white space was impeccable clean aside from the dirty footmarks of the visitors. With this long endurance performance, they were referencing the 8 hour workday and the racial hierarchy in the workplace. The artist, who all share a Filipino heritage, wore white deconstructed janitor workwear made and designed by Darren Mark while mopping the floor which the visitors continuously make dirty with their muddy shoes. While they were mostly silent, they would sometimes say the word “puti”, the Filipino word for “white” while white visitors were in the space. By both being in their way as they mopped the floor around me and making more mess as I moved out of the way I felt a familiar uncomfortable feeling of not knowing the “right” thing to do which can result in unconscious bias. The cleaning cart which had running water placed in the middle of the space had a sculptural quality making me think of a water fountain. This subtle juxtaposing reference of the bourgeoise water fountain and the cleaning cart is just one reason of why I think this work is great. The performance also lives on for the rest of the festival as recordings from the security cameras placed in the space.

Gunnhildur Hauksdóttir’s work Skriða. Borgar Magnason did a sound performance in the middle of the installation at the opening.

Next stop was the Marshall house where The Living Art Museum and Kling & Bang host the exhibition /CREATION /DESTRUCTION. The title is a reference to a text by Sigurður Guðmundsson from 1969 which is a part of the exhibition and can be read in the catalogue and on the festival’s webpage. In his text Sigurður tries to describe the phenomenon of time as experienced by people in a society, making connections between time and art. Finally claiming that while time eventually destroys everything, art might have the longest life expectancy. As I walk into The Living Art Museum, I realise I just missed a performance, seeing Borgar Magnason packing his double bass in the middle of Gunnhildur Hauksdóttir’s installation Skriða. It consists of audio work, drawings on the wall and rocks suspended in the air in satin ribbons, forming pendulums. The work references the massive landslide that fell from the mountain above Seyðisfjörður last December which had a big impact on the community and is still very fresh in our minds.

Other works in the space include If starting at the end by Björk Guðnadóttir, an installation with textile works, wall paintings and video, and Pictures at an exhibition by Pétur Magnússon, which is made up of pictures of works from the collection of The Living Art Museum. He references the tradition of painting paintings at the Salon exhibitions at Paris and plays with the proportions and perspective we often have on works in an exhibition space. A few more sculptures were placed around the space. Different textures and various linear forms are the main characteristics of these works by Guðlaug Mía Eyþórsdóttir called Variations. I hear Guðlaug explain that music was her inspiration and that she is materialising musical elements as sculpture. In the front space of the Living Art Museum 6th grade students from Fellaskóli, under the supervision of Gréta S. Guðmundsdóttir, take the role of curator of the museum’s collection. The students selected the works that are on display based on their interest and favour. This project is very inspiring, and I hope that it continues. I would have loved this in 6th grade (and today).

Up in Kling & Bang the phrase “MUNDU TÖFRANA” (REMEMBER THE MAGIC) was being painted on the front wall over and over under the guidance of the honorary artist Elísabet K. Jökulsdóttir. Next, I walk into Ásta Fanney’s work Oasis of endless change. Playful and colourful shapes are on the floor, against the wall and suspended from the ceiling balancing each other. In my second viewing I notice clear individual plastic letters on the floor. This reminded me of a playground but where none of us knew how to play the games. In the catalogue it says the work is a result of a playful research on shapes of letters and musical note symbols creating visual scores that serve as sculpture stations for performance. Soon The Icelandic Sound Poetry Choir or Nýlókórinn, performed a version of the work reinforcing my playground game theory which might also stem from the binging of show Squid Game I did that week. During the performance I was continuously waiting for someone to be out of the game and falling to the floor.

Still from Traverse by Andreas Brunner.

The next space was taken over by Andreas Brunner and his work Traverse. Light plastic sculptures in the shape of smoke held up with black metal stands, lightbulbs in concrete boxes and a 2-channel video following a little turtle with a globe on his back. I had had the pleasure of seeing the video work before and being told about the Cosmic Turtle by Andreas since I somehow either forgot or never learned about this strange and funny mythology. The cosmic turtle or world turtle appears in Hindu mythology, Chinese mythology and the mythologies of the indigenous people of the Americas. This turtle either contains or supports the world and is worth a google search and also pleasantly connects to Elísabet’s performance Stories of Creation. The last work at Kling & Bang was a beautiful multi-channel audio and video installation called Agape by Bergrún Snæbjörnsdóttir.

I went back down to the Living Art Museum to see the performance with Guðlaug Mía’s sculptures where Skerpla Ensemble performed and interpreted the sculptures with music. The material aspects of the sculptures affected the interpretations so length could be pitch, fragmentation be rhythm and emptiness silence.

After the performance I decided to call it a day and although Sunday had in store some more opening the aftermath of these two days caught up with me and I spent most of my Sunday at home. The festival is up until the 24th so there is still have time to see the rest! Time is precious to us all and there is always something competing to have some our time and attention, school, work, friends, and social media. But I am happy I spent my time this weekend at Sequences.

Takk fyrir mig!

Björk Hrafnsdóttir


Björk is an Ma student in Curatorial Practice at IUA

Photo credits: From the opening, Björk Hrafnstóttir. Still from the movie Munnhola, obol ombra houp-là courtecy of Ásta Fanney Sigurðardóttir. Still from Traverse courtesy of Andreas Brunner. 

Peysa með öllu – og fyrir alla!

Peysa með öllu – og fyrir alla!

Peysa með öllu – og fyrir alla!

Hugvekja Ýrúrarí um ofneyslu textílefna

Hver er algengasta orsök þess að fötin okkar lenda í ruslinu? Líklegasta orsökin gæti verið sú að fötin hafa annað hvort rifnað eða einhverskonar blettir eru fastir í þeim. Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir öðru nafni Ýrúrarí hefur komist að þeirri niðurstöðu í gegnum samstarf sitt við fatasöfnun Rauða kross Íslands að ein algengasta orsök þessara bletta í fötum Íslendinga gæti stafað af pulsuáti. Pulsa með öllu varð því að útgangspunkti og megin þema verkefnisins þar sem pulsan virðist vera aðal skaðvaldur fyrra lífs fatanna og megin orsök örlaga þeirra í ruslatunnum landsmanna.

Peysa með öllu er samstarfsverkefni Ýrar og fatasöfnunar Rauða kross Íslands þar sem Ýr finnur nýjar og skapandi leiðir til að bjarga þeim peysum sem sökum smávægilegs útlitsgalla frá fyrri eiganda hefur valdið því að þær komast ekki í hendur nýrra eigenda. Með húmor, skapandi hugsun og miklu hugmyndaflugi tekst henni að blása nýju lífi í peysurnar og og gefa þeim sjálfstæðan karakter. Peysurnar lifna við og verða að einstökum listaverkum sem bæði er hægt að sýna inni á listasöfnum eða klæðast við hin ýmsu tilefni. Þannig hefur listaverkið öðlast sitt eigið líf bæði innan og utan listasafnsins þar sem Ýr hefur fundið myndlistinni leið út úr safnrýminu í átt til almennings. En á Hönnunarmars 2020 mátti einnig sjá peysurnar úti í göngutúr niður Laugarveginn.

Húmorinn sem sjá má í peysunum felst einna helst í því að gera grín af græðgi mannfólksins með óhefðbundnum leiðum og textílaðferðum til þess að laga útlitsgallaðar peysurnar með því að myndskreyta þær með allskonar gráðugum munnum og tungum sem sleikja út um og sulla svo niður á sig matarleifunum sem Ýr breytir síðan í skemmtileg munstur. Í verkefninu felst því ákveðin vitundarvakning um neyslusamfélagið, umhverfið og tímann. Í stað þess að kaupa nýtt hefur Ýrúrarí sýnt okkur nýjar leiðir og aðferðir til þess að endurnýta gömlu fötin og vekja okkur til umhugsunar um það hvernig við upplifum hraða nútímans með því að skapa tíma og rými til þess að hugsa um fötin okkar í stað þess að henda í ruslið og kaupa ný, sem veldur stanslausri hringrás streitu nútímasamfélagsins og hefur skaðleg áhrif á umhverfið. Í staðinn leggur hún til að við gætum frekar eytt tímanum í að efla hugmyndaflugið og mannleg samskipti með nokkurskonar baðstofustemmingu í anda liðins tíma.

Í framhaldi verkefnisins Peysa með öllu, sem sýnt var á Hönnunarmars 2020 bauð Ýrúrarí gestum að taka þátt með opnun vinnustofu í Hönnunarsafni Íslands er bar heitið Peysa með öllu fyrir alla. Þar bauðst gestum og gangandi að ættleiða peysu með ákveðnum skilyrðum. Gestir máttu velja sér peysu og skoða hana vel og vandlega, því næst átti að athuga úr hvaða efni peysan væri og máta, hreyfa líkamann í henni, skoða sig vel í spegli og athuga á hvaða viðgerðum peysan gæti hugsanlega þurft á að halda. Að því loknu átti að hugsa sér þrjár flíkur sem væru heima í fataskápnum og gætu hugsanlega passað við peysuna. Eftir að hafa fylgt þessum leiðbeiningum og svarið væri þess eðlis að peysan yrði notuð mátti skrá sig í facebook hóp í þeim tilgangi að deila hugmyndum sínum og viðgerðarferli peysunnar.

Vinnustofuheimsóknin í Hönnunarsafni Íslands var mjög hvetjandi og skemmtileg, gengið var inn á Hönnunarsafnið þar sem Ýr hafði komið sér vel fyrir í einu horni safnsins. Þar héngu peysur sem hún hafði þegar gert við og breytt með óhefðbundnum aðferðum yfir í glænýjar mjög framandi en flottar peysur. Upp við vegginn var svo slá með allskonar peysum sem gestum var boðið að skoða og máta.

Ýrúrarí sýnir hvernig hún hefur fundið óhefðbundnar leiðir til þess að losna við sósublettina, lykkjuföllin og götin sem fá ýmist fleiri göt eða þeim er umbreytt í ný form eða munstur. Mjög vinalegt andrúmsloft tók á móti gestum en upplifunin var líkt og að heimsækja góða vinkonu í saumaklúbb þar sem gestum var gefinn kostur á að njóta augnabliksins, spjalla, skiptast á hugmyndum og deila mismunandi textílaðferðum. Vinnustofan var því frábær vettvangur til að tengja fólk saman, ýta undir samvinnu og stoppa tímann um stund. Verkefnið Peysa með öllu er því í heild sinni afar hvetjandi hugvekja til almennings í amstri dagsins.
Um þessar mundir gefst kostur á að skoða tvær peysur eftir Ýrúrari í Hafnarhúsinu en þar tekur hún þátt í samsýningu Errós og 15 annarra myndlistarmanna þar sem ýmis verk Errós eru sett í samhengi við íslenska samtímalist.

Rakel María Róbertsdóttir


Ljósmyndari: Axel Sigurðarson

The article is a part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Umfjöllunin er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

On future and fortune

On future and fortune

On future and fortune

A detailed model of a house in ruins lays on the floor on a pile of black sand, the miniature interior design furniture clashes with the wreckage scattered around the building. The roof, as well as one of the four walls, has collapsed, nonetheless two design metal chairs are placed on the second floor close to a window, a corner where to relax and enjoy the view. A white corridor with a futuristic design resembling that of Star Trek spacecrafts extends outside of the house, goes around it and leads to the inside: a fancy entrance which offers an alternative to stepping through the detritus of the torn down wall and access the house with another perspective. 

The floor of the gallery is demarcated by black lines, a sports field of a game which rules are unknown to us. A chair on the corner, the human-size version of the scaled down design metal chairs in the model of the house, opens up to the possibility of a privileged point of view which is however for no one to enjoy – the gallery is in fact closed and the exhibition can be seen only through the wide window of Harbinger. One of the arms of the chair is replaced by a small metal plinth on which a twelve-faced die lays.

The same die is presented to us in two paintings on the walls of the gallery, but this time is depicted as broken. A painting of a naked person turning their back to us and holding a spear constitutes the only human presence in the exhibition.

Dcethrone (armored luxury), polished steel, sand, dice.

Detail of dice rolling bowl, polished steel, sand, dice.

2020, prospect (20 sided die in 20 pieces), oil on woodboard and 2020, retrospect (20 sided die in 20 pieces), oil on woodboard.

The exhibition Core Temperature by Fritz Hendrik looks at the future of “our house”, planet Earth, it focuses on and brings together two specific perspectives on the fate of the world: that of those who see the future as a sort of Mad Max post-apocalyptic scenery, where extreme global warming and its consequential catastrophic natural events destroy everything humans have built throughout the centuries, bringing the human species to extinction; and that of those who have faith in the humankind technological progress and believe geoengineering will save us.

Global warming and ecology are issues which are taking up more and more space in global discussions about the future of our species, in particular nowadays, since the year 2020 brought us to face the fragility of our humankind. Coronavirus managed to bring the whole world on its knees. We, first world countries citizens and wealthy enough to be able to isolate in our own homes, have found ourselves lost and broken. We renewed and incremented our long lasting relationship with technology, a companion which gives us access to endless entertainment, allowed us to keep working from home and to engage with loved ones when restrictions prohibited us from meeting in person. 

Philosopher Rosi Braidotti in her recent essay We Are In This Together, But We Are Not One and the Same claims that Covid-19 is a man-made disease, it is the result of human interference with the ecological balance. In her opinion it is a paradox that we turned to technology as a result, because that is what caused the problem in the first place. In the same essay she calls for a reconsideration of the binarism between culture and nature, drawing from post/de-colonial and indigenous theories which, in her words, “have a great deal to teach us”. This is for Rosi Braidotti, a time to avoid and fight apocalyptic thinking, it is instead “a time to organize and not agonize”, to reconsider how we live.

Detail of core temperature, mixed media.

Detail of core temperature, mixed media.

Detail of core temperature, mixed media.

The exhibition is strongly inspired by the roleplaying game Dungeon & Dragons, in which players create their own character and embark upon adventures in a fantasy world. The success or failure of actions taken by players are dictated by the rolling of dice. Fortune plays a big role in the game, as well in the exhibition Core Temperature. Dice appear here and there as symbols of the uncertain result of our actions: the future of our world is beyond our control. A die pops up when one scans the QR code on the gallery window with a smartphone, the polyhedric die rolls into our screens and breaks apart. 

Dice are there to feedback on our actions, just like they do in Dungeon & Dragon, to give us a result on which we can adjust our actions for a better future. This does not only concern collective actions taken on a bigger scale by humankind, but also our individual commitment to a more sustainable life-style, small gestures that most of us undertake daily to take care of the environment in the hope to contribute to saving our planet. Despite everything around us collapsing, we still make sure to carefully wash jam jars and beer bottles before putting them in the recycling bin. 

The dice in the exhibition represent the questioning of these actions: Are they even useful in the short or long run? Are we contributing in a tiny, tiny, tiny way to change the course of human destiny?

An intact die lays on the chair of the privilege point of view, the empty chair on the corner to which no viewer has access. Capitalism and social and ecological issues are so strictly connected that it is hard to avoid reading that empty chair as where CEOs of big companies and industrialists sit, as they are the ones who could really make a difference, but the capitalist machine is all about one thing: Profit. 

Installation view of the exhibition Core Temperature.

Detail, Scorelord, digital print, blý.

Donna Haraway, in her book Staying with the Trouble (2016), talks about making-with, which refers to engaging with the present, staying with other planetary organisms which are facing our same fate. The Covid-19 pandemic has proved that no matter how hard humans like to think of themselves as separate from nature, we are as a matter of fact part of the same ecosystem. That single bottle that we decide to recycle might not solve the waste overproduction problem, as well as cycling might not solve the pollution problem, but all the small actions we take represent steps toward a better society, as well as normalise a way of understanding our position in the world and our role in it which leans toward symbiogenesis – becoming by living together.

The dice are broken, but, after all, it doesn’t really matter.

POV (point of view), oil on woodboard.

Core Temperature was on view at Harbinger from November the 13th, 2020 to January the 1st, 2021.


Photographs published with the permission of the artist.
Fritz Hendrik’s website: www.fritzhendrik.com

Stars are the flowers of our skies: The Wildflower

Stars are the flowers of our skies: The Wildflower

Stars are the flowers of our skies: The Wildflower

 

in conversation with Becky Forsythe and Penelope Smart

 

In The Wildflower, we’re transported into a disorienting horizon full of flowers, non-flowers, stones, glass and jelly. Bringing together artists and writers from Canada and Iceland, the exhibition questions, uncovers, and challenges various problems and possibilities surrounding nature, land, landscape, and what it means to those who dwell on it. 

As I sink into thoughts about my personal relationship to both the Canadian and Icelandic landscapes, the initial parallels are clear. They both carry postcard-like perceptions of vibrancy. Large, open space, fresh air, and curiosity – from fjords and hot springs in Iceland, to great lakes and tall trees in Canada. They share northern geographies and similar flora. Contemplating the propositions that the show offered brought forward many questions. What is considered an Icelandic landscape, and what is considered a Canadian one? Whose perspectives are given space and whose voices are missing? Where do these stories intersect, and where do they part? 

This conversation with curators Becky Forsythe and Penelope Smart, much like The Wildflower itself, spanned countries, viewpoints, and time(zones). Generously offering a glimpse into their collective vision of the show and beyond, we spoke about traditional craft in contemporary spaces, what inclusion means, notions of past, present and future in landscape, as well as the added labour of distance.

Juliane Foronda: Your shared connection to nature is quite evident. What other interests or curiosities informed this show? 

Becky Forsythe: Themes circulating nature are so vast and varied — and saying The Wildflower is solely grounded in nature only scratches the surface. Our intention was a layered exhibition, and first and foremost one about artists whose works are exciting, re-envision natural material, personal history, or land in new ways. This was sparked by an interest in reimagined craft-based practices as a way to narrow in on familiar, foreign, future landscapes and unfold the layers in those concepts. It is also quite natural for us to work with female artists spanning generations and most definitely emerging into their practices.

Penelope Smart: I think craft based practices have a lot to say to traditional visual art practices in a gallery. They are often connected to domestic skills or “women’s work”, and are now seen as something extremely alive in a contemporary art space. 

BF: Arna weaves, but none are present in the show. She does however weave together preserved flowers in Untitled (2014). Her practice is very conceptual, and I am not sure that she would consider her practice craft-based. But her work stems from a long history of weaving and conceptual fiber sculpture in Iceland with people like Ásgerður Búadóttir (1920-2014), Hildur Hákonardóttir and G.Erla (Guðrún Erla Geirsdóttir), who have opened up the reading of “women’s work” in contemporary art since the fifties, sixties or seventies.

PS: As a curator who loves craft, there’s a powerful point in the idea of permission, responsibility and ownership. Craft can immediately connect you to a community that may or may not be your own, and you may or may not have permission into it. Where I am in northern Ontario, I think there are really generative experiences of how craft is connected to Indigenous communities, traditions, and other histories that you may not be trusted into just because you think it’s interesting. We were thinking about representations of nature in the future, and there is a paradox presenting works that connect to craft practices and traditions. That tension is consciously at play in this show.

BF: This tension in the exhibition plays with work elements that would be identified as craft-based, and how they appear in the artists’ work through other means. For example, Nína’s work, where she embroidered the tablecloth with local flora. This is a skill she acquired as a young woman, and she utilizes her skills, as any artist would, in conceptualizing an installation which is in some ways about the traditional practice of stitching, but reaches beyond that and into an atmosphere of cultural awareness. 

JF: What was your motivation behind fostering this conversation between the Canadian and Icelandic landscapes, and why was this important to you? 

PS: The idea of Iceland and Canada sharing latitudes and plant histories because of their geographies is something we were interested in. The work that was coming out of the studios in each of these places were often related to each other, especially between Newfoundland and Iceland. There’s so much more research that can be done, we’ve just skimmed the surface.

JF: Both Iceland and Canada have strong and specific overarching narratives around what it means to belong to, represent and live on these lands. Many of these narratives surround notions of home, heritage, legacy and access. Are varying perspectives and experiences, such those from the many refugees and immigrants who also inhabit these lands represented in The Wildflower?

PS: I don’t know if all those views are represented. The artists included in the show from Canada and the North are Indigenous, mixed ancestry, or white and/or of European descent, and are drawing from their own experience. I’m okay with someone pointing out that there are people and stories missing from the show, because that’s definitely true and for me, isn’t a reason to feel like the show fails in terms of a show that’s thinking about landscape. If The Wildflower does play a part in bringing up conversations about what’s lacking, where stories are missing about the experience of landscape, or what it means, if anything, to talk about flowers in a northern landscape, that’s great. These conversations are hard, but they’re important.

BF: The view we present is not a universal vision of land or landscape, but an act to deconstruct or counter or address imbalance in contemporary conversations on the topic. The exhibition itself wasn’t so much about transporting the experience of Canada here, or matching it to the experience of Iceland, but about creating a dialogue where questions would arise. Break up out-dated representations, I would say, and present a new potential for landscape. There are experiences that are missing, and that is okay, this is just one open possibility gathered from many voices.

 

Installation view with Jón Gunnar Árnason, Blómið, 1967, The Wildflower, Hafnarborg 2020. Photo: Kristín Pétursdóttir

Asinnajaq, Where you go, I follow, 2020, digital photograph on polysheer. Photo: Kristín Pétursdóttir

Katrina Jane, Tools of Being, 2020, Portuguese marble. Photo Kristín Pétursdóttir

Leisure, Narrative no. 9 (cotton grass, berry hand, summer 1943 on Bonavista Bay and women picking berries on the barrens 1912-15/2016), Narrative no.13, 2017, photo montage and Invisibility Cloaks, 2020, haskap, blueberries and cranberries on canvas. Photo: Vigfús Birgisson

JF: Is nature and/or land(scape) inclusive? 

BF: The way that nature’s been handled is not inclusive. I guess it depends on who is telling the story? Whose nature is it? And who has access? But if you think about this in the environmental or cultural context, then nature has been misused in a way that’s not inclusive at all and has kept certain cultures, genders and races repressed. 

PS: This is such a good question. I do think this comes up in the sense of nature as a resource. And who has access to it. In the exhibit, there’s the idea of nature as a resource related to different histories and in terms of the materials themselves, the view of nature as something that gives or has given, and gives innately, and how we take.

JF: While this collaboration was always planned to have an element of long distance to some capacity, you came across many unexpected challenges due to COVID-19. Can you talk a bit about the obstacles, joys, added labour and findings that came from this?

BF: The long distance nature of our collaboration meant the transition into the reality of COVID-19 just happened. We had worked in a lot of research and preparation that would take place onsite in Iceland, that was affected quite early on and became impossible. We pivoted in this new vulnerability, like colleagues, exhibitions, museums and galleries everywhere are currently doing, and found new approaches. This transformed our selection of work, but also pushed us, in a good way, to reconsider the place of our work in the field.

PS: It’s unfortunate that I wasn’t able to go to Iceland. At times it felt like constantly asking do we cancel this? became the work. But this was happening for everyone. I often felt like I couldn’t do my fair share because I wasn’t physically there. It didn’t change how the show went for me in the end, as it looked exactly how it would have if I had been able to be there. It makes me excited for the next thing we get to do together.

BF: We were lucky that we walked into this with a consistent working practice, weekly meetings and reliable communication. Onsite/online, we weren’t only doing this long distance, but between time zones too. I really see the labour that went into this exhibition as balanced— whether conceptual, physical or intellectual. It was heartbreaking that Penelope couldn’t be here, because we had organized to a certain extent, but also left room to respond together in the space once we were in it, and we really didn’t get to experience that. That’s an exciting part for me to really feel works in the space, get in there and respond. 

JF: (How) will this collaboration exist after this exhibition is over?

BF:  I think we did walk into it with the idea that this project, and at least the beginnings of this research extend into something beyond. Our list of artists, contributors and writers was so huge. We definitely couldn’t include everyone that we wanted to in The Wildflower, and that leaves us with exciting research to continue. The fact that we’ve survived this massive exhibition at this time, long distance – across countries and with COVID, it’s left me really excited to attempt something new. Whether that’s realised as an exhibition or another format, it’s still up in the air. There’s still a lot that we haven’t unpacked and it’s about finding the right time for those things to happen.

PS: The ways that we experience and engage with art are shifting. It’s no longer about getting on a plane to do research and studio visits, and a lot more art is now happening outside of traditional gallery settings. This means that we have to think about how our work as curators can continue to be of value to audiences moving forward. I’m interested and learning how to talk about land, how to belong to it and where I belong, what does belonging actually translate to, how does history play out in a landscape, how do you claim it or not, and how do you revisit yourself in land. I want to be able to work with artists who are looking at these questions.

——————

Following my question about if nature and landscape was inclusive, Penelope posed a series of questions back at me. She asked how inclusivity feels, where it lives in the body, and what emotions are present when we talk about if nature is inclusive. These questions in relation to my personal relationship with land and nature have been circulating in my headspace since being asked, and I will likely continue to sit in the reality of these thoughts for some time.

I immediately thought of my family’s first winter in Canada, and the small toboggan (sled) my parents got us so we could all play in the snow. I thought of the first time I realised I didn’t know how to ice skate or ski like most of the kids at my primary school could, who were predominantly of white settler-colonial descent. I also remembered my first trip to a friend’s cottage in my teens, and how they taught me how to canoe at sunset. My thoughts also fall back to listening to my father tell me stories throughout my childhood about his rural village in the northern region of the Philippines – stories of mango trees, being showered by the warm tropical rain, playing with spiders, stones and banana leaves, and about how bright the stars were at night. This landscape is completely opposite to the one I grew up in and is one that I barely know myself, but I feel inherently connected to it from these stories that have been told and retold to me over the years. I also thought about when I moved to Iceland, and how my body surrendered to the slow pace of the dark winter. I remembered the first time I saw the northern lights, and I can still hear the sound of the strong winter wind whistling through my window. I also often think of that soft pink light that peeks out around February, which breaks the darkness and makes the whole landscape seem to glow in silence for a few moments.

These thoughts and memories led me to realise that experiences with/in nature and landscape often carry multiple markers or milestones that reveal how much you conventionally belong or fit in. This is particularly true for lands where nature and landscape are deeply interwoven into culture and cultural norms, such as in Iceland and Canada. It’s a curious place, where nature mixes with culture and its conventions, making clear that nature often exists as a refuge or pleasure for the systemically privileged, while it is a border or boundary for many others. The very specific narratives placed around land and landscape affects people’s psyche and their sense of belonging. It also brings up the notion of nature as legacy – what you pass down and leave behind. I often wondered why my father’s village feels so emotionally familiar to me, and I’ve come to realise that knowledge and histories can transcend time and physical space through the radical care of sharing one’s skills, experience and stories with others.

In an attempt to answer Penelope’s questions, inclusion and exclusion, for me, lives in the space(s) between my tear ducts and my chest. My lived experiences and the feelings they come with trigger a quickened pulse from my heavy heart, a tickle in my throat, a runny nose, and misty eyes. Nature exists in multitudes, and for me, can bring up feelings of wonder while often being laced with a mix of gratitude, guilt, clarity and confusion. I like to think of my relationship with nature as a private one in a public space; it’s complex, changing and challenging, and it’s the only one of its kind that I’ll ever know. 

This conversation exists in two parts, with the other being on Femme Art Review.

 

The WildflowerVilliblómið, was exhibited at Hafnarborg – Centre of Culture and Fine Art (Hafnarfjörður, IS) between August 29 – November 8 2020.

Artists included: Arna Óttarsdóttir, Asinnajaq, Eggert Pétursson, Emily Critch, Jón Gunnar Árnason, Justine McGrath, Katrina Jane, Nína Óskarsdóttir, Leisure, Thomas Pausz, Rúna Thorkelsdóttir

Curated by Becky Forsythe and Penelope Smart

Becky Forsythe and Penelope Smart met at the Banff Centre for the Arts and Creativity in 2017. Their shared work is based in new and meaningful conversations about nature, materials and the feminine. The Wildflower is their first collaborative project.

Becky Forsythe is a curator, writer, and organizer in Reykjavík, Iceland. Penelope Smart is curator at Thunder Bay Art Gallery and writer based in Ontario, Canada. 

Writer’s note of Land Acknowledgement: 

For thousands of years, Tkaronto (Toronto) has been the traditional territory of many nations including the Mississaugas of the Credit, the Anishinaabeg, the Chippewa, the Haudenosaunee and the Wendat, and it is still home to many diverse First Nations, Inuit and Métis from across Turtle Island (North America). Tkaronto is covered by Treaty 13 with the Mississaugas of the Credit. I have lived on this land for the majority of my life, and it continues to significantly shape and impact my trajectory. I acknowledge and recognize the many privileges that I have because of immigrating to and having grown up on stolen land. I conducted this interview from Glasgow, Scotland, where I am currently based. 

Penelope spoke to me from Thunder Bay, Ontario, located on the traditional territory of the Anishinaabeg, which is covered by the Robinson-Superior Treaty. She is grateful to live and work on the traditional territory of Fort William First Nation. Becky spoke to me from Reykjavík, Iceland. She acknowledges traditional territories of the Huron-Wendat, the Haudenosaunee, the Anishinaabeg, specifically Ojibway/Chippewa, the Odawa and Wahta Mohawk peoples whose presence on the land continues to this day, and where her time and experiences lived on this land continue to influence her person and practice. 

Femme Art Review is based out of the traditional territory of the Anishinaabek, Haudenosaunee, Lūnaapéewak, and Attawandaron peoples (London, Ontario). Artzine is based out of Reykjavík, Iceland.

 

 

Cover picture: Nína Óskarsdóttir, The Feast (Veislan), 2020, mixed media, table cloth embroidered with Icelandic wildflowers and assorted beer jellies. Photo: Kristín Pétursdóttir

UA-76827897-1