„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Pierre Coulibeuf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Pierre Coulibeuf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Pierre Coulibeuf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

C’est une expérimentation. C’est la confrontation de l’image fixe et de l’image en mouvement, la photographie et le cinéma. Le problème pour moi est toujours le même : il est dans cette idée du passage – passage d’une discipline à une autre, d’un protocole à un autre, d’une vision à une autre… Quel était le projet ? Reconstruire, au moyen d’une fiction cinématographique, la chaîne d’images mentales qui fait surgir les images du photographe. 

This is experimentation, the confrontation of the fixed image with the image in motion, the photograph and cinema. For me, the problem is always the same: it is in this idea of passage—going from one discipline to another, from one protocol to another, from one vision to another… What was the project? Reconstructing, by means of a film fiction, the chain of mental images triggered by the photographer’s images. 

Pierre Coulibeuf

Laugardaginn 16 júlí opnaði franski myndlistar og kvikmyndagerðarmaðurinn Pierre Coulibeuf sýninguna „THE WORLD IS AN ENIGMA“ Artwork: interpretation: possible universe. Sýningin samanstendur  af  4 vídeóinnsetningum: „Somewhere in between“ (2004/2006) Tilraunakennd mannlýsing. Í verkinu er rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snúið yfir í skáldskap. Titli þess er ætlað vekja upp tilfinningu tómleika; „The Warriors of Beauty“ (2002/2006) sækir í leikhúsheim Jan Fabre. Völundarhúslaga með mörgum inngöngum, þar sem að ótrúleg Ariadne í brúðarkjól („the demon of passage“ ?) leiðir og afvegaleiðir áhorfandann um framandi heim sem að einkennist af hamskiptum, stríðandi hvötum, tvöföldunum, skrumskælingu, trúarathöfnum og fjarstæðum; „A Magnetic Space“ (2008) innblásin af veröld kanadíska danshöfundarins Benoît Lachambre’s, verkið fer inn á svið hins yfirnáttúrulega. Samspil margvíslegra krafta tengir persónurnar við elementin – loft, vatn, plöntur og steina – sem leiðir til undarlegra en eðlislægra líkamshreyfinga. Þessar persónur ferðast um segulmagnað rými þar sem að líkamstjáning tekur við af tungumálinu; „Le Démon du passage“ (1995/2006). Myndin er innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Er þetta lögreglu ráðgáta eða annars leikur ástarinnar ?… Eitthvað er um það bil að verða til á yfirborði óreiðunnar, til samræmis ókunnuglegri og torskilinni þraut sem erfiðar í áttina að lausn… ýjar að Hugmynd… teiknar upp Fígúru… Röð undarlegra tákna samtengjast í andrúmslofti (falskrar) fjársjóðsleitar… Einhverskonar myndletur birtist hingað og þangað, tengist óvænt og dregur upp Fígúrur á hreyfingu…Hefðbundnar fagurlista kategoríur (andlitsmynd, landslag, nekt, kyrralíf) með hverju Jean-Luc Moulène vanalegast hugsar upp myndir sínar, eru túlkaðar að nýju í kvikmyndinni. Á opnun var kvikmyndin „Crossover“ (2009) með Ernu Ómarsdóttur og PONI sýnd sérstaklega og er fimmta verkið á sýningunni.

Kvikmyndaverkið – sem líking – er handahófskennd umritun á innri sýn. Eins og birtingarmynd hugsunar, afurð hverfulla krafta. Í skapandi sýn er brotum raunveruleikans raðað saman. Heimurinn er lygi. Kvikmyndaverkið býr til heim. Heimurinn sem að kvikmyndaverkið kallar fram er ekki uppfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans.

Raunveruleikinn er ekki lengur eitthvað auðþekkjanlegt, hughreystandi. Þvert á móti. Í gegnum þessi verk miðar sýningin að því að benda á hversu tengsl manneskjunnar við heiminn geta verið torráðin, og heimurinn sjálfur óviss, dularfullur og erfiður að henda reiður á. Kvikmyndaverkið, langt frá því að þykjast gefa heiminum merkingu, getur eingöngu bergmálað undarlegan kunnugleika.

Sérhvert verk  á þessari sýningu reynir að líkja eftir þankagangi, hvöt eða viðhorfi, umhugsun og umorðun, tilfinningu eða uppnámi; með öðrum orðum, líkja eftir ( miðla ) ósýnilegum geðshræringum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 1 ágúst


Frekari upplýsingar veita:

Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.

Ari Allansson ariallansson@gmail.com

Pierre Coulibeuf sýnir í Verksmiðjunni á Hjalteyri

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Artwork: interpretation: possible universe

Verksmiðjan á Hjalteyri,  16.07 – 01.08.2016/ Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri

Opið alla daga kl. 14:00 – 17:00.

http://verksmidjanhjalteyri.com/

REITIR – Tilraunakennd smiðja á Siglufirði

REITIR – Tilraunakennd smiðja á Siglufirði

REITIR – Tilraunakennd smiðja á Siglufirði

REITIR er tveggja vikna smiðja sem hefur farið fram á Siglufirði á hverju sumri síðan 2012. REITIR byggja á þeirri hugmynd að með því að stefna saman framtaksömu og öflugu fólki úr ólíkum starfsgreinum, nýtist fjölbreytt reynsla þeirra sem grunnur að áhrifaríku samstarfi. Margir þátttakendur smiðjunnar eru úr skapandi greinum, þó inná milli megi finna stærðfræðinga, forritara, mannfræðinga og ýmsa aðra. Það er mikilvægt að hafa sem mesta breidd innan hópsins, en hver þátttakandi er vandlega valinn úr fjölda alþjóðlegra umsækjenda.
– 
REITIR er staðbundin smiðja sem dregur bæjarfélagið inní starfið á marga vegu. Smiðjan er í samstarfi við Fjallabyggð, ýmsa sjóði, fyrirtæki og Alþýðuhúsið á Siglufirði sem skaffar smiðjunni húsnæði og aðstoð við framkvæmd. Þátttakendur er hvattir til að vinna með bæjarbúum, vera sýnilegir og nýta þau tækifæri sem bærinn býður uppá. Þau mæta á staðinn án fyrirfram mótaðra hugmynda en með opinn hug gagnvart óeigingjörnu samstarfi og drifkraft til að skapa. Það fer mikið fyrir smiðjunni á hverju sumri en áhersla er lögð á enduruppgötvun og nýnæmi í not á almenningsrýminu. Verkefnin sem hafa verið unnin á REITUM síðastliðin fimm ár eru mjög fjölbreytt, en þátttakendur hafa t.a.m. opnað tímabundið kaffihús á ruslahaugunum, miðlað sögum heimafólks í gegnum sérhannað snjallsímaforrit, haldið hundasýningu, unnið tímabundið í bakaríinu, framkvæmt gjörninga um allan bæ, tekið yfir gamlar verksmiðjur, gefið út ýmis smárit, haldið úti metnaðarfullri útvarpsdagskrá og margt fleira.
Myndbandagerð er gegnumgangandi tilrauna og listform á meðan á smiðjunni stendur.
Smiðjan skiptist í tvo hluta: fyrri hluti REITA er tileinkaður rannsókna- og hugmyndavinnu, en seinni hlutinn úrvinnslu og framkvæmd verka. Fyrstu fjórir dagar smiðjunnar fara í að kynna þátttakendum fyrir Siglufirði á skilvirkan þátt. Verkefnastjórar Reita sjá um þessa hnitmiðuðu kynningu á bænum, m.a. með opnum viðburðum, leiðsögnum um bæinn og matarboðum hjá heimafólki. Þátttakendur hafa svo um tíu daga til að vinna og framkvæma verkefni, innblásin af Siglufirði á einn eða annan hátt.
Reitir vinna að gegnumgangandi endurskoðun Siglufjarðar þar sem þátttakendur beita sérkunnáttu sinni í samstarfi við aðra til að móta nýja nálgun á mynd bæjarins. Reitir eru verkfæri sem má beita á bæinn til að skoða möguleika, prófa lausnir og gera tilraunir án langtímaskuldbindinga, þar sem flest verkefnin eru tímabundin. Smiðjan veitir bæjarbúum nýja sýn og gefur þátttakendum tækifæri á að þróa sína eigin iðju, með áherslu á skemmtilegt, skapandi og sýnilegt samstarf. Reitir eru grunnur að skapandi alþjóðasamstarfi í þágu Siglufjarðar en er einnig miðpunktur í vaxandi tengslaneti sem teygir sig þvert yfir heiminn.
REITIR eru styrktir af Alþýðuhúsinu á Siglufirði, Uppbyggingasjóð Norðurlands Eystra, Evrópu Unga Fólksins, Erasmus+ og Fjallabyggð, auk fjölda fyrirtækja á Siglufirði.
Nú vinna skipuleggjendur REITA að bók um smiðjuna sem kemur út síðar á árinu og nefnist Tools for Transformation. Markmið hennar er að miðla hugmynda- og aðferðarfræði smiðjunnar og veita öðrum innblástur. REITIR fjalla um sjálfsprottið menningarstarf og frumkvæði einstaklinga, en bókin mun innihalda ýmislegt gagnlegt fyrir frumkvöðla á öllum sviðum: aðferðir við val á þátttakendum og leiðir til að tengja samfélagshópa og rannsaka nærumhverfi, mataruppskriftir fyrir stóra hópa og margt fleira.
Verið er að vinna að bók um REITI og eru myndverkin að neðan úr því verkefni. Teikningarnar eru unnar af Morgane Parma og Sophie Haack
Fylgist með REITUM á eftirfarandi miðlum:

facebook.com/reitir

instagram.com/reitir/

reitir.com/

List og listmarkaðir: London, Kaupmannahöfn og Reykjavík II. Hluti

List og listmarkaðir: London, Kaupmannahöfn og Reykjavík II. Hluti

List og listmarkaðir: London, Kaupmannahöfn og Reykjavík II. Hluti

Staðsetning gallerísins

Í þessari grein er sjónum beint að listmörkuðum í þremur mjög ólíkum borgum, Kaupmannahöfn, London og Reykjavík. Hér notar greinarhöfundur stundum heitið COLORE sem er heiti samsett úr nöfnum þessara þriggja borga. Stærðarmunur og staðsetning þeirra í fjölþjóðlegu listumhverfi ásamt listrænni sýn galleristanna ýtir undir þá skoðun að drifkraftur þeirra sé listin sjálf en ekki viðskipti. Hvers vegna skyldi nokkur hafa áhuga á því að opna gallerí í Reykjavík og staðsetja gallerí utan við mótuð menningarleiðakerfi borga á borð við London og Kaupmannahöfn?

Á meðan efnahagslegt aðdráttarafl höfuðborga skiptir máli þá er samt sem áður sami hugsjónaeldurinn og bjartsýnin á bak við það að finna galleríinu stað og rekur einstaklinga til að stofna gallerí. Galleríin í Valby og á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn voru til dæmis ekki stofnuð til að auðga staðbundna borgarmenningu með list eða koma á fót hverfis listamiðstöðvum. Í þessum tilvikum ákváðu galleristar að taka á þessum stöðum til að leitast við að finna upp nýja tegund gallería sem selja nýja list.

Á þessum stöðum, fjarri ys og þys miðborgarinnar var hægt að gera myndlist og gallerí mun eftirsóknarverðari og framandlegri. Í Kaupmannahöfn gerðust þessar breytingar samhliða því sem átti sér stað í Austur-London um og eftir árið 2000. Hinsvegar var Reykjavík ekki nægilega stór til að hægt væri að byggja upp listræna ,,gagnmenningu‘‘ af sama tagi. Í Reykjavík reyndu galleristar að auka verðmæti myndlistar með því að nýta sér búðarglugga verslunargötunnar. Listfyirtæki í hliðargötum og verksmiðjubyggingum London og Kaupmannahafnar höfðu það hlutverk að auðga nýja list og gera hana framandi á meðan myndlistarfyrirtæki í jaðarborginni Reykjavík fylgdust að í miðborginni og við helstu verslunargötuna, Laugaveg.

Breytingar á gallerísvæðum í Kaupmannahöfn urðu að hluta til vegna samvinnu, þó hver galleristi fyrir sig hefði sínar persónulegu ástæður fyrir því að flytja á þessa staði og hver og einn túlkaði galleríið á sinn persónulega hátt. Þarna voru á ferðinni brautryðjendur og aðrir einstaklingar sem voru síður en svo bundnir af hugmyndinni um samfélag gallería. Robin Klassnik stofnandi og eigandi Matt´s Gallery lagði til dæmis mikið uppúr því að skilja sig frá öðrum galleríum og taka samfélag við listamann fram yfir galleríin.[1] Samt sem áður lagði hann óhjákvæmilega til hugmyndarinnar um East End gallerísenu.

Í Reykjavík var annað uppá teningnum. Pétur Arason nefnir litið samfélag þegar hann rak Sýningarrýmið önnur hæð á Laugavegi 37 frá 1992-1997 og vísar þar til Nýlistasafnsins sem var handan við hornið, við Vatnsstíg 3.[2] Galleristar í Reykjavík taka á staðsetningum með hagsýni að leiðarljósi, eða sinni eigin sögu og fjölskyldu sinnar eins og Edda Jónsdóttir í i8 gerði[3], eða með því að uppgötva möguleika sem fólgnir eru í staðsetningu og nafni gallerís eins og Þóra Þórisdóttir gerði varðandi Gallerí Hlemm. Í litlu samfélagi gallería voru galleristar stöðugt minntir á það hvað gerði þá og galleríin frábrugðin öðrum galleríum fremur en að líta á sig sem hluta af samfélagi gallería. Galleristarnir í Reykjavík voru og eru raunar enn keppinautar þar sem hver og einn tiheyrir og ræktar sinn eigin listheim. Í London og Kaupmannahöfn varð gallerísenan fréttnæm vegna samspils nýrrar listar og nýrrar staðsetningar. Þessar aðstæður voru ekki til staðar í Reykjavík. Borgin var ekki nægilega stór til að geta borið gallerísenu á sömu forsendum og stórborgirnar. Í hinum borgunum virðast galleristarnir hafa lagt meira til menningarlegrar tilvistar borganna en viðskiptalegrar. Að virkja list á ónumdum stöðum í borgunum var mikilvægur hlekkur í því að gera þetta mögulegt. Á þennan hátt, og þrátt fyrir meinta viðurkenningu stóðu galleristarnir utan þess sem aðrir bogarbúar aðhöfðust. Líkt og önnur verslunarfyrirtæki fluttu þessi gallerí inn í hverfi og þau komu og fóru; borgarhluti var endurskapaður fyrir tilstilli gallería og dag einn yrði hann nýttur á annan hátt.

Gallerí taka þátt í tímabundinni samræðu sem á sér stað í síkviku menningarlandslagi borgarinnar. Eins og önnur athafnasemi eru galleríin þátttakendur í því umhverfi sem þau eru staðsett í. Max Wigram eigandi MW Projects telur að galleríin hagnýti sér einkenni borgarlífsins til að skapa flókin, lífleg félagsleg samskipti.[4] Af þessum ástæðum verður raunveruleg samvinna möguleg. Dæmi um þetta eru samræmd opnunarpartí á Íslandsbryggju og þverborgarlegt verkefni Íslandsbryggju galleristans Nils Stærk, Yours Truly, í samvinnu við fyrirtæki í miðborg Kaupmannahafnar árið 2003. Í East End var F-EST þróaðasta gallerísamvinnan og hún var möguleg vegna hins óvenjulega listræna auðs sem byggst hafði upp í hverfinu síðan á 7. áratugnum.

Kaupmannahöfn og Reykjavík hafði ekki tekist að líkja eftir þessu. Ólíkt hinum borgunum gætir nokkuð meiri innilokunarkenndar í Reykjavík. Í þessu umhverfi hafa galleristar ekki sömu skapandi möguleikana og eru stöðugt uppteknir af því hvað hin glleríin eru að gera. Samt sem áður hafa þau á sinn hátt samið um sinn stað innan menningarlegs leiðakerfis borgarinnar og þeirrar starfsemi sem þar fer fram þó stundum sé það aðeins um stundarsakir. Sem vanþróaður þéttbýliskjarni þar til eftir seinni heimsstyrjöld var Reykjavík yngsta borgin sem var rannsökuð og smæðin átti þátt í menningarlegri einagrun og mótun staðbundins listmarkaðar.

Rannsóknin sýnir að staðsetningar galleríanna hafði engin áhrif á það hvort einhver tiltekin tegund myndlistar er framleidd í eða fyrir galleríið. Hugmynda- og „ready made“ list ásamt innsetningum höfðu öðlast nokkurn sess í East End áður en galleríin komu þangað þar sem hverfið var þegar orðið að listamanna gettói og hafði svo verið frá því á 7. áratugi 20. aldar þegar listamenn byrjuðu að leigja þar ódýrar vinnustofur. Í Kaupmannahöfn voru hugmyndalist, „ready mades“ og innsetningar flutt út á Íslandsbryggju og til Valby vegna þess að það var sú list sem galleristunum líkaði við og hún passaði ekki inní fremur gamaldags galleríin við Bredgade þar sem nýjasta nýtt var ennþá Nýja málverkið. Miðborg Reykjavíkur bauð upp á fremur íhaldsama og aðgengilega list þegar litið er til Gallerís Foldar þó vissulega hefði verið mikið um framsækna list í i8, Einn Einn, Gallerí Hlemmi og Sýningarrýminu önnur hæð en hugmyndalist og „ready mades“ höfðu verið á ferðinni síðan á sjöunda áratuginum en án nokkurrar markaðshlutdeildar þegar rannsóknin fór fram og það sama á við um innsetningar.

Tengsl East End við listframleiðslu er einstök á meðal borganna sem rannsakaðar voru og eykur það enn á mikilvægi þess borgarhluta. East End varð mikilvæg uppspretta sköpunarkrafts og endurnýjunar vegna langrar sögu menningarlegrar fjölbreytni og mjög mikils sýnileika listamanna og gallería. Árið 2000 varð gallerísprenging –þensla langt umfram þá stöðugu fjölgun gallería sem hafði átt sér stað í London á undangengnum áratugum. Í þessu skapandi umhverfi spruttu upp gallerí sem viðbrögð við öðrum galleríum á alveg sérstakan hátt m.a. hvað varðar það að sýna það ferskasta og frumlegasta á framandi slóðum.

Gallerísvæðin í Kaupmannahön urðu lífleg og þekkjanleg samfélög vegna þess að brautryðjendur völdu ólíklegustu staðina í borginni. Bæði þar og í London drógust galleristar og listamenn að bóhemískum möguleikum ódýrs leiguhúsnæðis í iðnaðarhverfum. Hinsvegar gengu galleristar í East End inn á átakasvæði sem þegar var mótað og gátu beðið eftir viðskiptavinum í krafti þess að allra leiðir liggja til London. Framsæknir galleristar í Kaupmannahöfn og Reykjavík urðu hinsvegar að leggja meira á sig til að finna viðskiptavini, m.a. með því að sækja listkaupstefnur erlendis.

Þegar farið er um COLORE borgirnar og þau listrými sem þar er að finna skynjar fólk að það fylgir fastmótuðum menningarleiðum sem varðaðar eru söfnum, galleríum og öðrum ámóta stöðum. Það er hinsvegar aðeins þegar gallerí flytja frá mótuðum borgarhverfum að óvenjulegar brautir verða til. Í þessum nýju einstaklingsbundnu og lýðræðislegu galleríhverfum höfuðborganna geta listneytendur búið til persónulegar leiðir og byggt upp eigin tengsl. Þessi sköpunarkraftur er sérstaklega áberandi í hinni færanlegu galleríinnsetningu arkitektsins Angela Diamandidou, EC Art vegna þess að hún býr til nýjar leiðir fyrir listvini með því að opna gallerí á sífellt nýjum stöðum auk þess að leggja sitt af mörkum til endurnýjunar á borgarlandslaginu. Á þennan hátt sér hún og bendir á möguleika borgarlandslagsins frá nýju sjónarhorni.

En írónían í þessu er ef til vill sú að framleiðsla þessara listrýma – sérstaklega í London og Kaupmannahöfn – gefur einnig til kynna löngun galleristanna til að lágmarka of náið samband við almenning og aðra sem ekki koma í sérstökum listrænum tilgangi eða til að kaupa verk. Þeir sem heimsóttu nýju galleríhverfin í þessum tveimur borgum uppgötvuðu aldrei mörg þessara gallería vegna þess að þau höfðu ekki búðarglugga sem sneru út að götunni. Á þennan hátt verða gallerí einkaheimur innvígðra og óskiljanleg öllum öðrum og galleristarnir geta forðast óvelkomna umferð gesta og þess í stað tryggt heimsóknir gesta sem hafa raunverulegan áhuga á því sem galleríið hefur að bjóða. Í þessu samhengi fór lítið fyrir galleríunum á Íslandsbryggju og í Valby vegna þess að þau voru í bakgörðum og á efri hæðum gamalla vöruhúsa. Hérna er sérstaklega átt við Gimm and EisNils Stærk, og Gallery Nicolai Wallner á Íslansdsbryggju og gallerí Christian Chapelle, Mogadishni í Valby. Af Íslandsbryggju galleríunum var það einungis Gallery Christina Wilson, sem var á jarðhæð með stórum innsýnis glugga þó hann sneri að bakgarði. Hliðargötuímyndin er einnig afgerandi fyrir London þó hægt væri að skoða sýningar í Vertigo, de Souza and Mummery í gegnum glugga á jarðhæð þegar viðtölin fóru fram vorið 2003. Í Reykjavík var hinsvegar lögð áhersla á að galleríin væru sýnileg frá götunni að undanskyldu galleríi Péturs Arasonar, Annarri hæð.

Sýnileiki gallería þar sem þau eru staðsett gefur til kynna þróunarstig listmarkaðarins í COLORE borgunum. Því þróaðri og stærri sem borgin er þeim mun auðveldara er að færa markaðinn fyrir framsækna list frá viðurkenndum miðlægum gallerí götum og gera þannig sögu gallería einnig að sögu sérstakra nýrra listheima. Því er hér einnig um að ræða tilfærslu frá aðgengilegri miðbæjarmenningu til iðnvæddrar úthverfamenningar þar sem hliðrunin gerir list aðgengilega og áhugaverða fyrir þá sem eru inni en einnig framandi og óaðgengilega þeim sem eru utan við hópinn sem tilheyrir hringnum. Dyrnar að þessum földu rýmum eru tákn fyrir afgerandi sálfræðilegan þröskuld og það þarf dirfsku til að ganga inn. Hinsvegar er gesturinn velkominn þegar hann hefur tekist á við dyrnar og jafnvel hringt dyrabjöllu til að komast inn. Það er flókin félagsleg landafræði að verki milli ytra rýmisins og staðsetningar þess innan borgarmarkanna og þessa einkalega en vinsamlega innri gallerí heims. Í þessu einkennilega borgarumhverfi geta þeir sem það vilja orðið hluti af galleríumhverfinu. Þeir þurfa ekki annað en að opna dyrnar og ganga inn í þennan heim. Þeir sem halda sig utan dyra eru ekki með: Þeir eru utangarðs. Hlutaðeigandi hafa lýðræðislegt val um að taka nýja stefnu eða sleppa því.

Myndatexti með einkennismynd:
Christian Chapelle, director of the gallery The Leisure Club Mogadishni í Kaupmannahöfn.

,,Opnunarsýning Mogadishni sem sölugallerí í nóvember 2001 kallaðist ,,Treystir þú galleristanum þínum’’. Á sýningunni var mynd af honum með blómum skreytt balaklava á höfðinu. – háðsk yfirlýsing um það hvort nokkur listamaður gæti treyst honum til að annast sölu á verkum þeirra. Myndin sýnir líka á fyndinn hátt þá spennu sem oft getur orðið milli listamanna og galleristans þeirra.’’

Greinin er byggð á doktorsritgerð höfundarins.

Eftir Dr. Magnús Gestsson

  1. Helena Sundström http://www.mogadishni.com/2003/about/sundstrom.html (Sótt 07/02/2006)
  2. [1] Viðtal höfundar við Robin Klassnik 20. Maí 2003. Þegar viðtalið fór fram var galleríið eins langt frá gallerí senunni og hugsast gat, á Copperfield Road 42-44, E3 4RR, í byggingu sem einnig hýsti vinnustofur listamanna.
  3. [2] Viðtal höfundar við Pétur Arason, 21, mars 2003.
  4. [3] Viðtal höfundar við Eddu Jónsdóttur, 20. mars 2003. Í viðtalinu segir Edda frá því að hún hafi verið alin upp í húsi sem stóð á lóðinni á bak við galleríið á Klapparstíg 33.
  5. [4] Viðtal höfundar við Max Wigram, 22. maí 2003.

Egill fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd 2017

Egill fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd 2017

Egill fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd 2017

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur tilkynnt um val dómnefndar á þeim listamanni sem fer fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn 2017 og er það Egill Sæbjörnsson. Fagráð Kynningarmiðstöðvar sá um valið en í henni sitja að þessu sinni Björg Stefánsdóttir, Hlynur Hallsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttr, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Libia Castro.

Þrjú teymi listamanna og sýningarstjóra voru valin í forvali 29 umsækjenda til að vinna tillögur sínar fyrir Feneyjartvíæringin nánar og voru þar ásamt Agli, Gjörningaklúbburinn (Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir) með sýningarstjórunum Nadim Samman og Anja Henckel og Margrét Blöndal með sýningarstjóranum Alfredo Cramerotti. Sýningarstjórinn sem Egill vinnur með er Stephanie Böttcher.

Egill Sæbjörnsson er fæddur árið 1973 og útskrifaðist hann úr Myndlista og handíðaskólanum árið 1997. Frá 1999 hefur hann að mestu leyti verið búsettur í Berlín þó tengsl hans við Ísland hafi ætið verið sterk. Myndlist hans samanstendur af blöndu ýmissa miðla og verður útkoman oft á tíðum mjög tilraunakennd þar sem gjörningur og innsetning koma saman. Egill hefur gert tónlist í gegnum tíðina og meðal annars gefið út nokkrar breiðskífur en tónlistin er samofin mörgum af hans verkum. Hann á að baki farsælan feril og var til að mynda tilnefndur til Carnegie verðlaunanna árið 2010.

Það verður áhugavert að fylgjast með útkomunni á næsta ári og óskum við Agli farsældar með árangurinn.

Júlía Marínósdóttir


Mynd með grein tók Ingibjörg Magnadóttir.

 

Steina’s Pergament / Bókfell

Steina’s Pergament / Bókfell

Steina’s Pergament / Bókfell

In Points of View: A Journey Through the Visual World of Iceland, six cultural institutions in Iceland collaborate in providing a journey through the nation’s visual culture. The exhibition at Safnarhúsið on Hverfisgata reflects the research of each institution and lasts for one year. On view from April 18th, 2015 to June 4th, 2016 was Steina’s video installation Pergament / Bókfell which draws parallels between the history of the written language and the aesthetics of digital code. These parallels are visualized in two installments of approximately 20 minutes of digital video manipulations. Conceived in collaboration with the Vasulka Chamber at the National Gallery of Iceland and the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies, Steina takes manuscripts written as early as the 9th century into the current dialogue of digital literacy.

Steina (b. 1940) has been working with the moving image for nearly five decades. Her life work, along with her husband and collaborator, Woody Vasulka, helped to establish video as a viable artistic medium, expanding the boundaries of video technology and electronic imaging. ‘Pergament,’ the Latin word for parchment, is as much about the history of linear thought being mediated by technology as it is about narrative and the constructs of language.

A heavily pixelated manuscript of yellowing parchment, red capitals, thick black script, twists and breaks across the screen. Melted by digital effect, their legibility is doused by the weight of history. Drifting from pages of the sagas seemingly being washed by digital tidal waves, the script becomes a three-dimensional landscape of geometric forms as though testing what visual perception has learned over the thousands of years that humans have been writing.

Photographs from the collection of the Vasulka Chamber at the National Gallery of Iceland.

In the early 1970’s, the Vasulkas’ video experiments developed from machine process into programming. The electronic signal became their building material, which was also found in the digital image. In digital image processing, the smallest programmable unit is used as a point of departure for building a new language of imagery (Yvonne Spielmann). This collide of approaches towards video and computer was happening at the same time that analog and digital were defining the specific natures of different mediums.

In articulating the nature of video, they used tools such as processors, mixers, and computers to manipulate and generate the electronic signal, pushing the meaning of ‘image’ towards multidimensional space. This emerging video aesthetic hich the Vasulkas helped to expand has the ability to be present within multiple structures. Over the course of the Vasulkas’ career, they were able to show that the electronic and the digital share certain characteristics which are encountered in exploring the medium from the inside out as an architectural space in its variable manifestations of temporal and spatial relationships. In Pergament / Bókfell, Steina continues to explore the medium from the inside out suggesting future identities for Icelandic manuscripts and their place in visual culture.

Erin Honeycutt

Af veður- og fortíðarþrá

Af veður- og fortíðarþrá

Af veður- og fortíðarþrá

Tíminn og veðrið eru viðfangsefni Jónu Hlífar Halldórsdóttur á sýningunni Óljós þrá í Grafíksalnum að Tryggvagötu. Efniviðurinn endurspeglar það. Um er að ræða annars vegar traustleg veggverk úr áli eða marmara og misveðruðum kopar og hins vegar viðkvæmnislegan skúlptúr í miðju rýminu; samsafn lítilla hluta eða sýnishorna úr náttúrunni, til dæmis pappír, steina, silkibúta, lifandi kaktus og þurrkuð blóm, sem raðað er með natni á þrjú há og mjó, þrífætt tréborð.

Veggverkin eru öll textaverk, enda hefur Jóna Hlíf lengi unnið með orð og texta í myndverkum sínum. Í koparplötur, sem hún lét tærast úti í íslensku veðri í nokkra daga, hefur hún sagað út stutta texta sem tengjast tímanum. Textarnir eru settir upp eins og línur í ljóði og má þar m.a. finna vísun í eina þekktustu veðurvísu Íslands, eftir Jónas Hallgrímsson, sem hljóðar svo:

Veðrið er hvorki vont né gott
varla kalt og ekki heitt
það er hvorki þurrt né vott
það er svosem ekki neitt.[i]

Í verki sínu heldur listakonan áfram með þessa hugmynd og bætir við nýrri vídd, tímanum: „Án minnis er tíminn / rétt eins og veðrið / svo sem ekki neitt“. Samþætting veðurs og tíma einkennir alla sýninguna og samspil hins að því er virðist óhagganlega, endingargóða, óflekkaða marmara og koparsins, sem halda mun áfram að tærast og breytast eftir því sem tíminn líður, er vel heppnað. Það lýsir m.a. togstreitunni milli óljósrar þrár okkar eftir varanleika og þeirri staðreynd að „Tíminn veðrar / sálina / Lífið drepur / tímann“. Efni og tími vinna þannig saman í þessum verkum og togast jafnframt á.

Fullkomin eftirgjöf

Það sama gildir um efnivið listamannsins og orðin sem hún notar; þetta tvennt spilar saman og togast á í baráttu sinni við tímann. „Vatnið máir steininn / orðin söm við sig“ segir á nokkuð frísklegri koparplötu og á annarri mun veðraðri við hliðina á stendur: „Steinninn máir tímann / orðin söm við sig“. Hér er m.a. vísað til þess að hin óefnislegu orð geta staðist tímans tönn mun lengur en efni sem veðrast og eyðist, enda munu útskorin orðin á koparplötunum haldast lengi óbreytt þótt áferð koparsins breytist smám saman. Tíminn og efnið má ef til vill hvort annað en orðin standa óhögguð af bæði tíma og efni. Á sama tíma sækir sýningin innblástur í bókina Veðurfræði Eyfellings, greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum, sem Þórður Tómasson frá Vallnatúni gaf út árið 1979[ii] og er að einhverju leyti viðbragð við forgengileika orðanna; því að orðaforði fyrri kynslóða yfir veður, sem var „með ólíkindum mikill“, sé nú „að fjúka út í veður og vind“. Þórður kemur þessum orðum í efnislegan búning, sem prentsvertu á blaðsíður bókar, í tilraun til að halda þessu gamla „veðurmáli […] til haga fyrir seinni tíma“.[iii]

Fullkomin eftirgjöf
Fullkomin eftirgjöf
Fullkomin eftirgjöf

Jóna Hlíf ólst sjálf upp undir Eyjafjöllum og þekkir vel bæði veðurfarið þar og hina sterku hefð að hyggja stöðugt að veðri og spá í skýin. Þórður lýsir því svo í inngangi bókar sinnar: „Veðurútlit var ráðið af láði og legi, af útliti loftsins í blikum og skýjafari og heiðríkju, af atferli lífsins frá æðsta stigi til hins lægsta. Forvitri maður byggði veðurspá sína á hugboði og draumum og sá þá oft langt inn í komandi tíð. Líkami mannsins gat orðið honum nokkurs konar loftvog, ekki síst, er þreyta og gigtarstingir tóku að hrjá hann.“[iv] Hlutverk veðursins og hugleiðinga um veðrið í daglegu lífi okkar, veðurtengdur orðaforði, hjátrú og búverk, er viðfangsefni orðanna á hvítum veggverkum úr áli og þá sérstaklega staðbundið veðurfar og kúnstin að þekkja inn á veðurfar ákveðins staðar og búa því sess innan tungumálsins og menningarinnar. Jóna Hlíf tekur þannig þátt í að varðveita falleg og sérstæð orð eins og þerrifluga og deyfutíð og halda þeim í notkun. Verkin hanga á hvítum veggjum, hvít á hvítu, en orðin sjálf gefa þeim dýpt; þrívídd sem listakonan skapar með því að skera þau út í efnið. Að því leyti minna þau á skýin sem eru í raun veðrið sjálft efnisgert; hin sýnilega hlið annars óljósra veðrabrigða.

Jóna Hlíf hefur undanfarin tíu ár unnið textaverk sín náið með eiginmanni sínum, Hjálmari Stefáni Brynjólfssyni, og sömdu þau saman texta sem liggur frammi útprentaður á sýningunni. Textann kalla þau mónólóg og er hann settur fram sem brotakenndar, persónulegar vangaveltur um viðfangsefni sýningarinnar, til dæmis veður, tíma og orð sem vekja þrá – „hvort sem það er dauðaþrá eða fortíðarþrá, burtþrá, þrákelkni, veðurþrá eða heimþrá“.

Skúlptúrarnir í miðjum salnum skapa svo eins konar orðalaust tilbrigði við stef sýningarinnar; þeir eru hlutbundin framsetning þess sem veðrast og eyðist í náttúrunni. Hins vegar gerir framsetningin, þar sem litlum hlutum er tyllt á viðkvæm borð, það að verkum að orðin á veggjunum eru í raun efnislega traustari. Togstreita og samspil hins varanlega og hins forgengilega, hins trausta og hins viðkvæma, og óljós mörkin þar á milli, eru þannig endurtekin á ýmsan hátt í sýningunni. Eftir situr óljós þrá okkar, eftir fortíðinni og eftir að varðveita hið forgengilega, að vinna gegn þeirri staðreynd að: „Tíminn liggur í eina átt / Enginn fær snúið / til baka“. En um leið er það ef til vill dauðaþráin og forgengileikinn sem skapar dýnamík sýningarinnar og gefur henni gildi.

Auður Aðalsteinsdóttir
Bókmenntafræðingur og ritstjóri Hugrásar, vefrits hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Photo credit: Passamynd –  Júlía Runólfsdóttir. Myndir af verkum – Vigfús Birgisson

[i] Tekið úr bók Þórðar Tómassonar: Veðurfræði Eyfellings, Reykjavík, Bjartur, 2014, bls. 58.

[ii] Bókin var endurútgefin með viðbótum fyrir tveimur árum.

[iii] Þórður Tómasson: Veðurfræði Eyfellings, bls. 9-10 og 12.

[iv] Samar rit, bls. 9.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest