Purpuralitað samtal fortíðar og nútíðar

Purpuralitað samtal fortíðar og nútíðar

Purpuralitað samtal fortíðar og nútíðar

Um þessar mundir stendur yfir sýningin 1:1 í Harbinger eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Blaðamaður artzine fór og hitti Önnu Júlíu og fræddist um sýninguna og hugmyndirnar á bak við verkin. Í stílhreinni og látlausri uppbyggingu sýningarinnar er hulin samfélagsleg ræða sem er gerð skil með efnisnotkun. Þar leikur purpuraliturinn veigamikið hlutverk í sögulegu, vistrænu og listfræðilegu samhengi. „Glansmyndir“ af fallegum ferðamannastöðum um Miðjarðarhafið eru kallaðar fram með bleki og ætingu. Gifs sem var vinsælt efni til notkunar frá Miðjarðarhafinu er síðan hellt ofan í. Það dregur fram sérstakt útlit sem gefur glansmyndum á forsíðum ferðatímarita frá Vesturlöndum táknrænan undirtóninn í sýningunni. Kuðungum sæsnigla sem framleiddu purpuralit til forna er stillt upp sem skartgripum í búðarglugga.

Um val á kuðinginum segir Anna, „þeir eru almennt minjagripir ferðamannsins á ströndinni og í sögunni eru þeir líka tákn um endurnýjun og augljóslega húsaskjól.“ Kuðungategundirnar sem Anna notar eru af Muricidae ætt sem eiga rætur að rekja til Miðjarðarhafsins og var sæsnigillinn í kuðungnum notaður til að framleiða purpuralitinn sem hefur verið kallaður Tyrian fjólublár en stundum Royal fjólublár. „Hann var afar dýr og þurfti 10.000 sæsnigla að lita eitt klæði og styrktist liturinn með tímanum. Liturinn var því eftirsóttur af höfðingjum og konungum sem tákn um stöðu og ríkidæmi.“ Titill sýningarinnar 1:1 vísar til aðstæðna í nútímanum, til þess samnings sem Evrópusambandið er að gera við Tyrkland til að sporna við því að flóttamenn fari yfir Eyjahaf en samkvæmt honum á að senda alla sem koma þessa leið til baka til Tyrklands. Á móti ætlar Evrópa að taka á móti jafn mörgum einstaklingum úr flóttamannabúðum. Út frá lífstílsiðnaðinum sem selur ferðir í gríð og erg til Miðjarðarhafsins má segja að Evrópa sé klædd purpuraklæðum. „Evrópa er sú sem ræður og er með valdið núna“ segir Anna. Hið raunverulega ástand sem löndin við Miðjarðarhafið standa frammi fyrir fellur í skuggann af fallegum ströndum.

Vídeóverk sýningarinnar er mótvægið við önnur verk á sýningunni. Ég spurði Önnu út í það. „Gifsmyndirnar fela í sér miklar upplýsingar og sögu. Fyrir mér er vídeóverkið mótvægi við það en mig langaði að gera verk sem væri meira abstrakt og byggt á tilfinningu.“ Kuðungurinn spilar þar hlutverk því smáatriðin og fegðurðin koma fram í honum. „Ég sæki stílinn í verkinu í heimildarmyndir um fornleifar og muni sem hafa fundist. Ég dramatíseraði það, kuðungurinn snýst hægt svo hann sést vel og er honum blandað saman við lausan söguþráð.“ Vídeóverkið grípur þau stef sem eru einkennandi í sýningunni og gefur myndræn hughrif sem færa áhorfandann að raunverulegum sandi. „Tilfinningin er að þarna sé hugmyndin um ferðamanninn og minjagripi en á sama tíma er þetta rannsókn.“  Verkið sýnir nærmynd af slidesmynd af strönd og hellist litur hægt yfir. Undir myndbandinu er abstrakt tónlist samin af Kiru Kiru og segir Anna að það undirstriki spennu og ljái vídeóinu aðra vídd. Í tónlistinni er dramatík sem dregur áhorfandann inn í alvarlega atburðarrás þó hún sé aðeins gefin í skyn. Ástæðuna fyrir því að Anna notar slædu í verkinu segir hún það vera formið sjálft á slidesmyndunum sem heilli hana.

Myndin er einnig vísun í kvikmyndasöguna því hluti myndmálsins í verkinu á sér rætur í kvikmyndinni Don‘t Look Now frá 1973 eftir Nicolas Roeg. Í þeirri mynd flæðir rauður litur yfir slædu og notar leikstjórinn það sem tákn um fyrirboða missis og sorgar. Sjá má hliðstæður í þeirri kvikmynd þar sem breskt par missir barnið sitt og þeim fjölmörgu sem missa nákomna ættingja daglega á flótta frá hörmungum. Þar spila saman andstæður sem fyrr í sýningunni um „okkar“ heim og heim „hinna.“

Vídeóverkið þéttir þræðina og er sýningin í heild frumleg og upplýsandi nálgun á samtímann með rætur í fortíð.

Júlía Marínósdóttir

OF LIGHT – Viðtal við Samönthu Shay um sviðsverk í myrkri

OF LIGHT – Viðtal við Samönthu Shay um sviðsverk í myrkri

OF LIGHT – Viðtal við Samönthu Shay um sviðsverk í myrkri

Samantha Shay er ung amerísk listakona og leikstjóri sem á djúpa tengingu við Ísland, dáist af náttúrunni og íslensku listafólki. Hún er útskrifuð úr virta listaháskólanum CalArts í Los Angeles og stofnandi listamannakollektívsins Source Material. Source Material hefur sett á svið metnaðarfull og listræn sviðsverk sem leika á mörkum gjörningalistar. Með enga aðra en Marinu Abramovic til stuðnings og djúpa ástríðu fyrir vinnu sinni trúum við ekki öðru en að þessa stúlka eigi eftir að ná langt. Í sumar, þann 22 júlí n.k mun hún heimsfrumsýna verk sitt OF LIGHT í Tjarnarbíó.

Við heyrðum í þessari áhugaverðu listakonu og forvitnuðumst meira um hana og verkið:

Hvað eiga fyrri verk þín sameiginlegt?

Of-Light-Flyer-FinalEins mikið og verkin mín eru breytileg eða geta þróast í ólíkar áttir, þá er alltaf sami ásetningurinn; að búa til verk sem er byggt á visku innsæisins. Mér hefur fundist leikhús verða óvinsælla listform í samtímanum vegna þess að það byggir of mikið á fræðunum og þó að ég kunni vissulega að meta velhugsuð og fáguð sviðsverk þá held ég að leikhúsið þurfi að bjóða fleirum inn í samtalið. Ég held að það sé leið til að búa til eitthvað vandað en á sama tíma rífa teppið undan fólki með ástríðu og tilfinningalegri fágun, ekki einungis með intellektinu. Ég nýt þess að vinna með hægra heilahvelinu. Ég vil endurfjárfesta aftur og aftur í því sem eitthvað gæti þýtt frekar en það sem því sem það á að þýða. Ef við viljum eiga sameiginlegar upplifanir, þá verðum við að eiga sameiginlegar áskoranir. Við þurfum að vera tilbúin að efast um tilveru okkar og gildi aftur og aftur, jafnvel með það sem við þykjum okkur þekkja vel og vera viss um, þetta er satt í lífinu og listinni.

Þegar ég vissi ekki hvað ég átti að kalla það sem ég var að gera þá notaði ég vinsæla orðatiltækið “ólínuleg frásögn”, en var aldrei ánægð með það. Innsæið okkar og líkamar búa til ótal útgáfur af meiningu og upplifunum um allt og ekkert, svo að ég hef byrjað að kalla verkin mín „innsæis frásagnir“. Það er mín sérstaða sem leikhúslistakona.

Hvenær komstu fyrst til Íslands og hvaða áhrif hafði sú heimsókn á þig?

Ég heimsótti fyrst Ísland í júní 2011. Ég hafði eitt vetrinum í Massachusetts, snjóuð inni, að mestum hluti ein, á mjög myrkum og einagruðum stað í mínu lífi. Ég ákvað að ferðast ein eftir þennan tíma til að fá nýtt sjónarhorn og fjarlægð á hlutina. Ég varð svo fyrir áfalli þegar ég kynntist íslensku miðnætursólinni sem varð til þess að ég hófst handa við að búa til verkið OF LIGHT. Ég var svo forvitin um hvernig við upplifum ljós og myrkur, á tilfinningalegan, sálfræðilegan og andlegan hátt, og hvernig þetta hefur áhrif á okkur líkamlega og svo hvernig við tengjum við skuggan í okkur sjálfum og upplifum hann. Allt þetta vakti hjá mér forvitni. Ég hef einnig fundið fyrir auðmýkt þegar ég er hérna vegna náttúrunnar margoft. Ísland er staður þar sem náttúran ræður meiru en á flestum stöðum í heiminum, hún er villt, falleg, og stundum hættuleg. Það hefur virkilega jarðtengt mig á einhvern hátt en á sama tíma innblásið mig til þess að vera sjálf líkari íslenskri náttúru….. á góðan hátt. Ég er einnig mjög hrifin af tónlistarsenunni á landinu og hef eignast hér góða vini og samstarfsfólk. Það er svo hár staðall fyrir listsköpun hérna, og allir til í að bretta upp ermar og hella sér út í hlutina. Ég hef verið hluti af listasamfélögum sem tala mikið og gera lítið, en mér finnst Íslendingar vera mun meira í því að gera. Það kann ég að meta. Ég er því spennt að sýna verkið OF LIGHT á Íslandi af mörgum ástæðum.

Segðu okkur betur frá verkinu OF LIGHT sem verður sýnt í Tjarnarbíói í Júlí?

OF LIGHT er úthalds flutningur, við köllum þetta einnig óperu, en myndum segja að þetta væri eins og löng útgáfa af galdraþulu eða særingaskáldskap. Ég hef verið heilluð af sögu vígslna í gegnum aldirnar og hvernig allt mannfólk upplifir einhvers konar vígslur í gegnum ævina sem eru oft tímabil umróts og breytinga í lífinu. Á þessum tímabilum heimsækjum undirheima og komum svo aftur tilbaka, nú eða ekki. En við eigum það öll sameiginlegt að upplifa umbreytingar og vígslur sem tákna nýtt upphaf á einhvern átt í gegnum lífið. Fyrr á öldum, voru fyrstu leikhúsverkin í raun athafnir og helgisiðir sem voru oftast um að heiðra einhverja slíka umbreytingu. Samtíminn hefur týnt þessum hefðum. En sviðsflutningur getur verið ákveðin vígsla.

Stikla

Hver er bakgrunnur þinn og hvert er þitt listform?

Bakgrunnur minn er að mestu leiti í leikhúsi, þó að verkin mín snerti alltaf fleiri fleti. Vegna þess hef ég unnið sífellt meira í fleiri miðlum eins og gjörningalist og ég hef búið til hin ýmsu myndbönd undanfarið oftast í samstarfi við tónlistarfólk. Mér finnst mikilvægast að ég búi til verkin, að ég segi söguna, og noti í það þann miðil sem hentar best hverju sinni. Leikhús er vissulega mitt heimili, ég er menntuð leikkona en það hefur ýmsa ókannaða möguleika.

Þess vegna langaði mig að búa til rými fyrir áhorfendur til þess að heimsækja sinn innri skugga. Þetta er óhlutstæðasta verk mitt hingað til. Það spratt í raun útfrá því að mín eigin tilvera var að hrynja í sundur og þeirri góðu uppgötvun sem ég gerði í miðjunni á henni að við verðum í raun flóknari og innihaldsríkari verur ef við nálgumst skuggan innra með okkur. Ég varð svo spennt yfir því að hljóð gæti svo táknað ljósið sem birtist.

Einn kennara minna sagði mér sögu um munka sem klifruðu upp og ofan í hella til þess að syngja, og að þessi orka og titringur gæti skapað ljós. Ég elska það. Mig langaði að búa til verk um hvernig líkamar okkar geta verið himneskir og glóandi úr þessu myrkri.

Hvernig var ferlið og hvernig kom Marina Abramovich til sögu?

Ég kynntist Marinu fyrir nokkrum árum þegar ég tók þátt í einum verka hennar. Hún er alltaf spennt fyrir því hvað ungir listamenn eru að gera og við héldum því sambandi í gegnum árin. Þegar ég hóf svo að vinna í þessum hugmyndum, að búa til eins konar úthalds verk í myrkri, að vinna með vígslur og himneska líkama, þá fékk hún áhuga og við fórum að hittast á skype til að kasta hugmyndum fram og tilbaka. Hún hefur síðan hvatt mig til þess að komast í samband við dýpsta, og ósveigjanlegasta hlutann af sjálfri mér og hefur sagt mér að gera það sem ég vill. Hún hefur mjúklega ýtt mér í átt af upprunalegum ásetningi mínum og hjálpað mér að taka í burtu fyrirframákveðna ramma og hugmyndafræðilegar afsakanir sem ég var að búa til úr hræðslu. Það er það besta það sem leiðbeinandi getur gert, það er að hjálpa þér að standa ekki í vegi fyrir sjálfum þér.

Hvað er næst á sjóndeildarhringnum fyrir þig og listamannahópinn Source Material?

Eftir frumsýninguna, eða ein-sýninguna á OF LIGHT munum við vera með tónleika í MENGI daginn eftir, þann 23 júlí kl 20:00. Næst munum við svo sýna frumsamið verk sem kallast A Thousand Tongues eftir Nini Juliu Bang (sem er einnig í OF LIGHT), í virta Grotowski Institute í Pólandi í nóvember, og verðum hluti af Europeand Capital of Culture 2016. Við erum að vinna í samstarfi við stjórnanda Grotowski Institute hann Jaroslaw Fret, sem er einnig einn af mínum uppáhalds leikstjórum. Þetta er því mikill heiður og við erum spennt fyrir komandi tímum!

artzine þakkar Samönthu fyrir viðtalið.

Hér er hægt að bóka miða: https://midi.is/leikhus/1/9635/OF_LIGHT

Ath! Hún er aðeins sýnd í þetta eina skipti

The interview in English: here

Ánægjulegt að horfa til baka – Hanna Styrmisdóttir um Listahátíð í Reykjavík 2016

Ánægjulegt að horfa til baka – Hanna Styrmisdóttir um Listahátíð í Reykjavík 2016

Hanna á Listahátíð 2013 í gjörningi Magnúsar Pálssonar, Einsemd:Steypa, sem var hluti af yfirlitssýningunni Lúðurhljómi í skókassa í Listasafni Reykjavíkur.
Mynd: Hanna á Listahátíð 2013 í gjörningi Magnúsar Pálssonar, Einsemd:Steypa, sem var hluti af yfirlitssýningunni Lúðurhljómi í skókassa í Listasafni Reykjavíkur.

Ánægjulegt að horfa til baka – Hanna Styrmisdóttir um Listahátíð í Reykjavík 2016

Hanna Styrmisdóttir er listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík og hefur því staðið í ströngu undanfarið. Hátíðin hrærist í síbreytilegu menningarumhverfi þegar litið er til fjármögnunar, fjölda annarra hátíða og breikkandi hóps gesta svo eitthvað sé nefnt. Hátíðin í ár var sú þrítugasta í sögu Listahátíðar í Reykjavík og sú fjórða sem Hanna hefur stjórnað. Að baki svo þéttrar dagskrár er margþætt undirbúningsferli sem artzine lék forvitni á að skyggnast inn í. Við lögðum því nokkrar spurningar fyrir Hönnu.

Nú þegar þú lítur til baka, hvað stendur upp úr í framkvæmd nýafstaðinnar Listahátíðar í Reykjavík í þínum huga?

Hátíðin samanstóð af yfir þrjátíu viðburðum og sýningum. Ég gæti nefnt marga mjög eftirminnilega viðburði en raunverulega er það heildin sem stendur upp úr. Og þó að hátíðinni sem slíkri sé lokið, standa nokkrar sýningar fram á haust, t.a.m. opnunarsýning Berlinde De Bruyckere í Listasafni Íslands.

Á síðasta ári lögðum við áherslu á höfundarverk kvenna og á ritskoðun og réttindabaráttu í listum. Hátíðin í ár var sjálfstætt framhald þeirrar hátíðar, síðari hluti þessarar áherslu, sem er auðvitað hvergi nærri tæmandi eins og gefur að skilja. Á hátíðinni í vor var mikil áhersla á líkamann sem vettvang pólitískra vangaveltna og áfram mikil áhersla á höfundarverk kvenna, en um leið voru nokkrir stærri viðburðir sem féllu ekki undir þessar áherslur. Hátíðin var þrítugasta Listahátíð í Reykjavík frá árinu 1970 og hún verður næst haldin 2018. Við vildum þess vegna nota tækifærið og líta til baka, til þessarar merkilegu sögu sem saga Listahátíðar er.

Klikkið á myndirnar til að sjá myndatexta.

Ljósmyndir: Valgarður Gíslason frá Listahátíð í Reykjavík 2016.

Það hefur legið fyrir í tvö ár að vilji væri fyrir því af hálfu ríkis og borgar, sem og Listahátíðar, að gera hátíðina að tvíæringi á ný að þrítugustu hátíðinni 2016 lokinni. Endanleg ákvörðun lá fyrir síðasta haust og fréttatilkynning var send fjölmiðlum um þessa breytingu 4. desember 2015. Markmið hennar er að undirstrika sérstöðu Listahátíðar í mjög breyttu menningarlandslagi og efla hana listrænt og rekstrarlega. Listahátíð í Reykjavík er þverfagleg hátíð sem nær yfir tvær til þrjár vikur í hvert sinn og starfar með öllum menningarstofnunum og minni sýningarstöðum á höfuðborgarsvæðinu og einnig utan þess, ef því er að skipta. Slík hátíð er flókin í samsetningu og samningum um stærri viðburði og þarfnast meiri tíma í þróun en hægt er að tryggja með árlegri hátíð.

Hvað hvað gekk vel í undirbúningi og hvað reyndist erfitt?

Það liggja ótalmörg handtök að baki svona stórri framkvæmd og óhjákvæmilega koma upp margar áskoranir sem gengur misvel að leysa úr. Allt gekk upp og meira að segja mjög vel en auðvitað tók margt á. Svo að ég taki dæmi liggja um sextíu samningar að baki hátíðinni í vor, margir hverjir afar flóknir, og þá eru eingöngu taldir samningar sem Listahátíð á beina aðild að. Að baki hverjum skriflegum samningi liggja vikur og í sumum tilfellum mánuðir í samningaviðræðum. Það er síðan mikið átak að miðla hátíð af þessu tagi til þess afar breiða hóps sem sækir hana: Á hverju ári eru 30 – 50 viðburðir og sýningar á vettvangi Listahátíðar á allt að 30 sýningarstöðum, á tveggja til þriggja vikna tímabili. Það er gríðarlega aukið framboð á menningarviðburðum í Reykjavík, þó að eingöngu sé litið til síðasta árs. Samsetning gesta Listahátíðar hefur verið að breikka mjög síðustu ár sem eru góðar fréttir en það gerir kynningu á hátíðinni og einstökum viðburðum jafnframt flóknari. Erfiðastar eru þó hinar listrænu ákvarðanatökur sem liggja að baki hverri hátíð fyrir sig. Listahátíð er þverfagleg, alþjóðleg listahátíð og í listrænum skilningi er hreinlega allur heimurinn undir. Það þarf mikla yfirsýn og þekkingu og listræna þvermóðsku myndi ég segja, til að koma henni saman á hverju ári. Það þarf að velja og hafna og ég hef oft staðið frammi fyrir því að þurfa að hafna því sem hugur minn og hjarta segja mér að eigi að vera hluti af hátíðinni. Og það er mjög erfitt.

Hvað myndir þú gera öðruvísi ef þú værir að hefja undirbúningsferlið núna?

Ég hugsa að ég myndi setja saman allt aðra hátíð, einfaldlega vegna þess að ég get ekki sett mig í þau spor að endurtaka hluti og samsetning hverrar hátíðar fyrir sig er sjálfstætt ferli sem er aldrei eins. Þetta var fjórða Listahátíðin sem ég stýri og þegar ég lít til baka er auðvitað ótalmargt sem ég myndi núna nálgast með öðrum hætti, vegna þess að ég hef lært svo margt á þessum fjórum árum. Um leið er ánægjulegt að horfa til baka; ég hef lagt mikið á mig, gert margt mjög gott og breytt mörgu. Svo hef ég gert heilan helling af mistökum. Ég myndi ekki vilja sleppa þeim.

Hvernig gekk með fjármögnun hátíðarinnar, fannst þú fyrir samdrætti í fjármagni hátíðarinnar og finnurðu fyrir að verið sé að draga úr fjármagni gagnvart listum almennt hér á landi?

Listahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun og er fjármögnuð að stórum hluta með framlögum frá ríki og borg sem eru stofnaðilar hátíðarinnar. Þau framlög hafa dregist mikið saman á síðastliðnum áratug. Við öflum á hverju ári 30-40% tekna hátíðarinnar með styrkjum frá fyrirtækjum og sjóðum annars vegar og miðasölu hins vegar. Þessar tekjur sveiflast svolítið á milli ára og þær eru ekki sjálfgefnar. Það liggur mikil vinna í því að afla þeirra og margt sem spilar þar inn í. Heildartekjurnar hafa verið svipaðar undanfarin ár, að árinu 2014 undanskildu, en þær eru ekki alltaf samsettar með nákvæmlega sama hætti.

Ég fylgist með fjárlögum ríkisins og fjárhagsáætlun borgarinnar á hverju ári og ég get ekki séð að verið sé að draga úr heildarfjármagni til liststofnana á Íslandi, þvert á móti hefur rekstrargrunnur margra ríkis- og borgarstofnana verið styrktur umfram verðlagsþróun frá hruni. Hvort það nægir til að reka þessar stofnanir eins og best væri á kosið er síðan annað mál og ekki mitt að dæma um rekstur annarra stofnana. Í fjárlögum má sjá að framlög til sumra sjálfseignarstofnana og sjóða hafa ekki fylgt verðlagsþróun og það þýðir að þau hafa lækkað að raunvirði ár frá ári, jafnvel þar sem ekki hefur komið til beinna lækkana á krónutölu. Það er jafnframt ljóst að opinberu fjármagni til lista er í auknum mæli dreift á fleiri hendur; hér hefur á síðustu árum orðið til mikill fjöldi hátíða og stærri viðburða sem eru fjármagnaðir að hluta með opinberum styrkjum. Þessar hátíðir og viðburðir verða síðan að sækja stóran hluta nauðsynlegs fjármagns annars staðar.

Hvað finnst þér um myndlistarsenuna á Íslandi í samanburði við listasenur stærri samfélaga?  

Myndlistarvettvangurinn á Íslandi er mjög öflugur og virkur en undirfjármagnaður. Það á við um stóru söfnin jafnt og minni sýningarstaði. Það er mjög áhugavert að leggjast yfir sögu sýningarstaða á Íslandi, sú uppbygging er öll drifin áfram af sjálfboðavinnu listamanna og að þeirra frumkvæði þar til á allra síðustu áratugum. Það er aðdáunarvert og án þess væri saga myndlistar á Íslandi allt önnur … en það er löngu tímabært að þarna verði grundvallarbreyting á. Myndlistarmenn eru búnir að taka höndum saman um að snúa þessum kringumstæðum við og þeirra kjarabarátta helst í hendur við baráttu listasafna og annarra liststofnana á borð við Listahátíð fyrir auknum framlögum. Ef liststofnanir geta ekki greitt listamönnum laun fyrir sína vinnu og fjármagnað annan kostnað við sýningar þeirra, svo sem framleiðslu-, ferða- og flutningskostnað, eru þær ekki starfhæfar. Það gefur auga leið. Ef Þjóðleikhúsið, svo að ég taki dæmi af handahófi, gæti ekki greitt leikurum laun og fjármagnað uppsetningu leiksýninga væri það ekki starfhæft. Þetta sjá allir.

Síðan er það þannig að þegar geta listasafna til að fjármagna stærri sýningar og standa fyrir sýningum erlendra listamanna með tilheyrandi flutnings- og tryggingarkostnaði dregst saman, er hættan sú að breiddin í sýningahaldi á Íslandi minnki og það er alvarlegt mál. Mér þykir mikilvægt að ræða þetta af því að ég er þeirrar skoðunar að það eigi að stórefla rekstrargrundvöll safnanna á Íslandi. Eitt sem stjórnvöld mættu til að mynda gera, þar sem stefna þeirra hefur lengi verið sú að liststofnanir sæki tekjur sínar í auknum mæli út í samfélagið, er að breyta skattkerfinu á þann veg að fyrirtæki og einstaklingar sjái sér raunverulegan hag í að styðja við listir með stærri framlögum.

En það er gríðarlega margt sem vel er gert og ánægjulegt að fylgjast með hraðri þróun á þessum vettvangi.

Hvað er framundan hjá þér núna?

Ég er að fara í langþráð frí á fjöll en verð með annan fótinn í vinnunni eftir þörfum út mánuðinn.

Góða ferð og takk fyrir samtalið, Hanna

Hlín Gylfadóttir

Myndir birtar með leyfi Listahátíðar í Reykjavík.
www.listahatid.is

Interview with Callum Innes

Interview with Callum Innes

Interview with Callum Innes

The Scottish painter, Callum Innes was born in Edinburgh in 1962, he studied at Gray’s School of Art and the Edinburgh College of Art. Erin Honeycutt sat down with him at i8 gallery the day of the opening to discuss his past and future work.

I was most curious initially about Innes’ views on the placement of his work within the abstract painting tradition and the trajectory of this tradition. He explains that abstraction has always been important to him; Barnett Newman and Mark Rothko made an impression on him as a younger artist, but more important than these figures in the abstract painting tradition is the language used to carry the tradition forward. Innes explains how his continuation of the language of abstraction became a process of removing reference from the work:

“What a Rothko, or a Newman, or a Blinky Palermo does is they give you a moment to pause. I like this idea of seeing something and reading it and having to look at it again and again. It’s that time where you pause and look at something and you read it… that’s what I like to create in my work. I think the earlier works are very important because you’ve got everything at once and it disappears. There’s nothing to take it forward in your head. I like the idea that I can work with an abstraction and try to make something that resonates at different times with different people. I’m getting rid of the figure in the work and I’m getting rid of all the references; I’m using that to be able to move forward. I try to create something by the way that I make work which is partly reduction, a creation of something that has it’s own intrinsic history, it’s own quality… like a fine object.”

Photo courtesy of i8 Gallery.
Photo courtesy of i8 Gallery.

Would you say you are experimenting with the time-based quality of a painting?

“Well, it could be time based, but time is not sequential either. So when I started doing abstract works they were on oil paper, like the works out there now, and were tall pieces, 2×1 meters. I discovered an oil paper on which I could paint an image of maybe a stem or a leaf form or something organic and I could dissolve it. So the image is still there but it becomes part of the paper which I think is quite important. For many years I kept that methodology in my head for making work. Actually, it is all about gesture. It is all about physicality when you cross something and something hits you. I still see the paintings as being inherently figurative which sounds a bit crazy to people. It should retain a fragility and that’s partly due to the the way I make work. But you know, what appears to be straight is never straight if made by hand. So the line is always slightly off… with the watercolor I obviously tape things up, but it is never quite straight otherwise. I use tape to get a straight line because I can’t paint that straight, but when I take something off or take a division through something it’s always done by hand so it should have that possibility of failure for it to work.”

And the ‘unpainting’ phrase? You don’t mind it?

“Well, it’s a phrase that I didn’t come up with, but I don’t mind it. Actually, it’s about application. It is ‘unpainting’ because I start with an image in my head although I’m applying all the time. I’m applying paint all the time, as well as turpentine. The big painting in there from 2007 I made along with other paintings for a show in London; seven of them. I decided to make black ones for London which makes them more urban, but these are grey with yellow to make them slightly warmer. That painting looks like it’s been poured down, but it has actually been made from the bottom to the top. I disguise a lot so it looks like one thing but then something simple becomes complex, maybe not so much in that painting. If you look carefully enough in that painting you can see as I stretch I can’t make it quite to the top, so I actually work it to the top so I can bring it back down.”

The painting in question is Monologue TwentyFive. I recalled my own engagement with the painting and how the painting’s verticality arrested the space of the viewer.

“Talking about verticality and space and how you step into space… I remember a show I did years ago at the Pace gallery in New York City. There’s something that happened in 1990-91 where people would try to jump into moving elevator shafts. It was a craze. They would wait for the elevator to come up and jump at the right time. But the idea of expectation, of waiting and not knowing where it is. So if you do that and have this line from top to bottom there’s that slight feeling… I’d like a painting to make that feeling of hesitation; is it a void or a solid? It explained the idea that when you make something, you make it visual, but where does it sit?”

Innes’ simple yet complex engagement with the painting speaks of these kinds of suggestive moments. In reading depths across the canvas, we orient ourselves spatially. Space in his canvas becomes a playing field with unexpected proximities…

“I play with space. I had this exhibition in October with sixty or so works in a big place that terrified me. I was asked if I would consider making wall paintings which I’ve never done before. It was at Dupont in The Netherlands. They’re the same size as the paintings outside, but we wanted them slightly bigger. We made two rectangles on the wall and prepared the wall. We painted directly on the wall but within the rectangle we’ve gessoed it, so it’s a flat surface. And then each rectangle has a very gentle curve on one side to make the whole thing pop. It still looks like a rectangle, but the curve is so slight. So it sits like a portal. You don’t know if the space is behind the wall or outside. So you can do this with color and forms. You can just see the pencil line how it comes off at the corner. It’s enough just to disconcern you. I like making things that disconcern people.”

Innes also launches a new book, Edges, at the opening. Speaking of reading the space of the canvas, I considered the extent to which the whole painting becomes an edge of sorts.

“That’s right. You can have the whole history at the edge. It’s interesting when people see these watercolors… you put two colors together, maybe blue clouds in a rectangle then I put tape around it, then maybe a solid orange, and then with water and brush and the weight of the hand the colors mix. Sometimes you don’t know what is going to happen. But you create and when they really work, these beautiful luminous spaces appear with the unique color held by these edges. I thought of doing photographs for this little book published by Ivory Press, but I decided to just do the edges. We took photographs of all the edges. Then I asked the author Colm Tóibín, who wrote Brooklyn, to write something for it. He is in that tradition of Joyce… not quite, but everyone calls him the next Joyce. He wrote a passage about light and edges.”

Erin Honeycutt


Photos: courtecy of i8

Gjörningaklúbburinn í 20 ár

Gjörningaklúbburinn í 20 ár

Gjörningaklúbburinn í 20 ár

Í apríl síðastliðunum átti Gjörningaklúbburinn 20 ára starfsafmæli og á þeim tíma hefur verið í nógu að snúast.  Þær Eirún, Jóní og Sigrún hafa ögrað í gegnum tíðina með ýmsum efnistökum. Ég settist niður með þeim í spjall um það sem hefur verið í forgrunni í starfseminni en um þessar mundir eru þær í forvali fyrir Feneyjartvíæringinn og eru að vinna að tveimur sýningum fyrir haustið. Annars vegar er það Psychography unnið fyrir sviðslistarhátíðina LÓKAL og Ástin sigrar allt sem er einkasýning við Listasafnið Árósum í Danmörku, AroS. Þar verður röð einkasýninga skandinavískra listamanna og verður Gjörningaklúbburinn meðal þeirra. Um þessar mundir eru þær með videoverk á samsýningu í Listasafni Reykjavíkur sem nefnist RÍKI – flóra, fána, fabúla.

20 ára samvinna

Á þeim 20 árum sem Gjörningaklúbburinn hefur starfað hefur hann þróast og dafnað. Grunnstef í starfseminni komu fram mjög fljótt í starfseminni sem hópurinn vinnur með og þróar. „Þau eru svona gegnum gangandi, einhverjar línur sem byrjuðu alveg í upphafi“ segir Sigrún. Þróunin er eitthvað sem gerist sjálfkrafa segir Eirún. „Þú gerir eitt og þú gerir það næsta og lærir af því sem gerðist á undan. Svo eldist þú og það bætist í reynslubankann og maður er alltaf að þróa eitthvað, annars er þetta ekkert spennandi ef maður er alltaf að gera það sama. Það er soldið sem heldur manni gangandi.“ Þegar efniviður eða hugmyndafræði er notað aftur, að þá er það notað á allt annan hátt, það er sett fram með nýjum hætti. Þær tala um skyldleika, að verkin eru eins og ættartré, það er blóð þarna á milli.

Meðlimir Gjörningaklúbbsins hafa allar svipað lífssviðhorf, eru á sama aldri og koma úr svipuðu umhverfi. Það vekur athygli að þær eru allar elstar af systkynum sínum. Þær eru sammála um að það þýði að þær ganga til verks á svipaðan hátt, tilbúnar að taka til hendinni af ábyrgð. En lykilinn að langlífri samvinnu má e.t.v. rekja til þess að hlutirnir eru ræddir. Það eru einfaldar reglur sem farið er eftir en þær eru að innan hópsins er enginn einn sem ræður, meirihluti fær heldur ekki að ráða og þær segja ekki til um hver gerir hvað. „Það gengur kannski upp af því við erum þrjár, það þarf að ræða sig að niðurstöðu. Með formi samtalsins getur hvorki einn aðili eða þeir sem koma að samtalinu vitað niðurstöðu samtalsins fyrirfram ef þeir eru í heilindum. Þá verður til útkoma sem tilheyrði óvissunni sem þessir þrír eru búnir að búa til saman. Það er það sem við viljum finna.“ Oft þarf að melta hlutina og hafa þær tileinkað sér þá aðferð því hún leiðir oft til betri niðurstöðu sem allir eru ánægðir með. Samvinna og skilningur eru lykilþættir. „Það er oft mikill léttir ef einhver segir bara þegar maður er byrjaður að finna þrjósku og krull, „eigum við kannski bara að hætta núna og koma aftur á morgun?“ „Þá komum við daginn eftir og þá hafa hlutirnir sest.“ Það gefur rúm til að hugsa málið. „Eitthvað sem var kannski ótrúlega mikilvægt í gær er ekki jafn mikilvægt í dag. Fólk þekkir það í öllum störfum þar sem vinna fleiri en einn að það þarf að vera samvinna og samtal“ segir Sigrún. Jóní telur að fleiri en þær geti nýtt sér svipaða aðferðafræði, „þessi hugmynd um að það er ekki skýr hlutverkaskipan, allir skipta sér af öllu sem hinir eru að gera ætti líka að vera í samfélaginu, það er mjög slæmt ef háskólinn og akademínan einangrast inn í sér og viðskiptalífið vinnur í sínu horni og það er ekki samtal á milli. Það verður meiri jöfnuður og meiri skilningur á því hvað aðrir eru að gera og þá myndast ekki þessi togstreita sem mynda endalausa veggi og rifrildi.“ Það er þó ekki alltaf vinna í gangi því vinnustofan er einnig slökunarstaður þar sem er gott að setjast niður og hekla, blaðra, sauma í og hlæja. Það er mikið hlegið.

„þessi hugmynd um að það eru ekki skýr hlutverkaskipan, allir skipta sér af öllu sem hinir eru að gera ætti að vera líka í samfélaginu, það er mjög slæmt ef háskólinn og akademínan einangrast inn í sér og viðskiptalífið vinnur í sínu horni og það er ekki samtal á milli. Það verður meiri jöfnuður og meiri skilningur á því hvað aðrir eru að gera og þá myndast ekki þessi togstreita sem myndar endalausa veggi og rifrildi.“

Nánari upplýsingar um Gjörningaklúbbinn:

www.ilc.is

Videoverk Gjörningaklúbbsins: www.oz.com/love

Abstrakt staður án núllpunkts

Abstrakt staður án núllpunkts

Mynd af Huldu e. Daniel Magnússon

Abstrakt staður án núllpunkts

Framlag BERG Contemporary til Listahátíðar Reykjavíkur er Færsla, sýning Huldu Stefánsdóttur sem stendur til 2. júlí. Hulda vinnur verk sem oft hafa einkennst af ljósum litum og margbrotunum verkaheildum sem fikra sig eftir veggjum sýningarrýmisins. Í Færslu heldur hún áfram að rekja sig eftir þræðinum meðvituð um að hann muni sífellt leiða hana á nýjar slóðir. Hlín Gylfadóttir hitti Huldu og spjallaði við hana um sýninguna.

Um titil sýningarinnar segir Hulda:

Ég er ekki vön að vera með titla á stökum verkum en vel titil á hverja sýningu sem er lýsandi fyrir það sem ég er að vinna með hverju sinni. Fyrir vikið verður það sýningartitillinn sem er leiðandi í vinnuferlinu og ég velti orðum og hugtökum fyrir mér fram og til baka, skrifa hjá mér hugleiðingar og reyni hvað ég get að fanga réttu stemmninguna hverju sinni.

Titill sýningarinnar, Færsla, varð til þegar vinnuferlið var komið vel af stað. Ég var með vinnutitil á sýningunni sem ég komst að að var í raun farinn að hamla mér í að vinna verkin. Þetta varð allt í einu allt of hlaðið, of umfangsmikil og flókin orð sem þvældust fyrir mér og voru næstum orðin hamlandi. Færsla felur í sér þá hugmynd að skynjun okkar í núinu er aldrei alveg ný, að við byggjum alltaf um leið á fyrri reynslu, skynjun og þekkingu. Mig langaði til að reyna að ná utan um þessa hleðslu í augnablikinu. Það á sér alltaf stað ákveðin yfirfærsla og því er í raun enginn núllpunktur. Hugmyndin um þann stað er algerlega abstrakt.

Á sýningunni er par verka þar sem ég tek þrykk af öðru verkinu yfir á hitt. Fyrir vikið á sér stað yfirfærsla og í einhverjum skilningi verður til frummynd og eftirmynd en um leið tvær frummyndir sem mér finnst áhugavert. Ég hef áður notað ljósmyndir og ljósrit andspænis málverkum til að skoða hugmyndir um frummynd og eftirmynd. Þá hef ég lagt að jöfnu ljósmyndir, endurtekin ljósrit og málverk, sem er alltaf einstakt.

Verkin á þessari sýningu eru mun sjálfstæðari en oft áður. Ástæðan fyrir því að ég fór að vinna ljósu verkin upphaflega var að mig langaði að nálgast arkitektúrinn, hvítu veggina í sýningarrýminu. Nú eru verkin meiri einstaklingar og það er eitthvað sem gerðist í upphengi sýningarinnar. Ég vinn upphengið þannig að ég kem með fullt af hráefni í sýningarsalinn sem ég vel úr. Það eru vissulega alltaf einhverjir leiðar póstar í verkaheildinni en ég kom með 35 verk í rýmið og á sýningunni urðu þau verkin 19. Í upphengiferlinu var ég bæði að hugsa um gráskalann og litríkari verk sem myndu mæta þeim. Litirnir núna eru leiddir af þessum skuggum og ljósum. Litirnir eru allt það sem ljósið inniheldur, prismað.

Á sama tíma var ég líka að raða saman verkum af ólíkri stærð inn í sýningarrýmið. Á ákveðnum tímapunkti í upphenginu prófaði ég að taka öll litlu verkin út og lagði póstana, stærri verkin, til að sjá hvernig þau virkuðu saman. Þá áttaði ég mig á því að ég þurfti ekki þennan fjölda af litlum verkum og það hefði bara verið dekoratíft að fara að bæta einhverju við þau stóru. Fyrir vikið er þessi sýning mjög klassísk í upphengi. Þannig að ég er komin frá því að mála á hvað sem er annað en striga, eins og álplötur og viðarplötur, bara allt annað en striga, yfir í stór, strekt strigamálverk og klassískara upphengi, jafnvel miðjusetningu, segir Hulda og hlær.

Þessi sýning hefur staðið til í langan tíma og eru hlutföll flestra verkanna hugsuð út frá þessum sýningarsal. Eitt verkanna var á sýningunni Nýmálað á Kjarvalstöðum 2015. Það verk, sem stendur sem par ásamt dökku verki fremst í sýningarrýminu, kom einnig fram í Framköllun hjá Heklu Dögg Jónsdóttur í Hafnarborg á síðasta ári. Enn eitt verk á sýningunni var á síðustu einkasýningu minni, Upplausn 2010. Það verk er óþekkjanlegt á þessari sýningu þar sem það snýr öðruvísi og ég er auk þess búin að mála ofan í það. Það skiptir mig máli að tengja svona á milli sýninga því ferlið á milli sýninga skapar einhverskonar vörpun á milli þeirra, yfirfærslu frá einni sýningunni til þeirrar næstu.

Aðspurð um hvernig henni finnist hafa verið í starfi sínu sem prófessor við LHÍ segir Hulda:

Það hefur verið ótrúlega gefandi, krefjandi og skemmtilegt. Það kom mér á óvart þegar ég var að byrja hvað maður skynjaði sterkt skólagöngu fólks fram að þeim tíma sem þau koma í BA nám í myndlist. Fyrir nemendur, sem hafa alla sína skólagöngu verið í umhverfi þar sem allt er stimplað annað hvort rétt eða rangt, er það mjög erfitt að takast á við spurningar eins og „Hvað finnst þér?“ og „Hvernig heldur þú að við getum þjónað hugmyndum þínum best?” Þetta voru oft framandi spurningar fyrir þeim. Eins vakti það mig til umhugsunar hvað fólk gat verið með brotið sjálfstraust vegna þess að það hafði ekki fengið að upplifa styrkleika sína nægilega vel áður. Til dæmis nemandi sem hefur rosalega sjónræna hæfileika en hefur alltaf verið niðurbarinn vegna lágra einkunna í bóknámsfögum. Það er mjög skýrt hvað skortir upp á sjónrænt læsi í okkar samfélagi. Eins þarf að koma auga á það að þegar fólk er ekki mjög bókhneigt að þá sé það allt í lagi því hæfileikinn liggi einfaldlega á öðru sviði. Reyndar held ég að margt sé að breytast í þessum efnum. Það eru átta ár síðan ég byrjaði og mér finnst ég alltaf vera að heyra meira af þessari vitund í skólakerfinu.

Við stofnuðum meistaranámsbraut í myndlist árið 2012 og ég er búin að vera fagstjóri þar frá upphafi. MA nám í myndlist á Íslandi er mjög mikilvægur valkostur fyrir fólk að hafa. Þetta er lítil námsbraut, það eru átta nemendur á hverju ári að meðaltali og um helmingur þeirra eru erlendir nemendur og helmingur Íslendingar. Þessi blanda er mjög dýrmæt og styrkjandi. Umræðurnar verða víðari þegar fólk kemur alls staðar að og mér finnst það gefa Íslendingunum mjög mikið. Erlendu nemarnir koma auga á hluti í okkar umhverfi og samfélagi sem eru of nálægt okkur til að við tökum eftir.

Í upphafi var viss tortryggni í garð námsbrautarinnar og gagnrýni á að hún kæmi í veg fyrir að fólk færi til útlanda í framhaldsnám, sem er svo algjörlega ekki stefna sem ég aðhyllist. Ég væri síst sú til að tala fyrir því að fólk ætti að vera heimóttalegt hérna uppi á skerinu. Ég var sjálf í New York í tæp átta ár, lauk meistaranámi árið 2000 og bjó svo og starfaði í borginni fram í ársbyrjun 2006. Það var mjög mótandi tími sem ég bý að og mun eflaust alltaf sakna pínulítið. Þannig að ég myndi svo sannarlega ekki vilja að fólk neitaði sér um slíka reynslu. Það eru hins vegar ekki allir sem eiga þess kost að sækja nám erlendis, og svo eru aðrir sem hafa lokið BA námi erlendis og hentar vel að bæta við sérmenntun sína hér á landi. Listaháskólinn er viðurkenndur háskóli á fræðasviði lista og við þurfum þetta rannsóknarstig menntunar til að styðja við framgang þessara mikilvægu fagsviða lista í okkar samfélagi. Ég trúi því einlæglega að án listrænnar sköpunar og þeirrar greiningar sem listir einar geta gefið til samfélagsins sé ekki býlt í þessu landi.

Núna er ráðningarfestu minni við Listaháskólann að ljúka þannig að ég er að stíga út fyrir skólann eftir þetta misseri. Það er skrýtin tilfinning en ég held líka að þetta sé mjög gott að láta reyna á sig með öðrum hætti. Nú er eins gott að fara að standa með því sem ég segi við nemendur mína, um að þau megi ekki gefast upp og að þau verði alltaf að standa með myndlistinni sinni. Það er gott að hrista upp í sjálfum sér og það er mjög mikilvægt að nýjir einstaklingar komi inn með sínar áherslur, það tryggir nauðsynlegt flæði á milli listsenunnar og skólans. Nám er og á að vera í stöðugri þróun. Það má aldrei segja „þetta er orðið gott“ heldur þarf alltaf að vera að spyrja og róta í möguleikunum og finna nýjar leiðir.

Hvað finnst þér um starfsumhverfi listamanna á Íslandi og hvernig metur þú hlutverk BERG Contemporary í því?

Ég vona og óska þess að fagumhverfi okkar sé að styrkjast, ætla að vera bjartsýn og segja að svo sé. Þar held ég að samstaða okkar myndlistarmanna og annars fagfólks gagnvart ytra umhverfinu skipti miklu máli. Það er alveg hægt að leyfa fjölbreytileika listanna að njóta sín, hafa skiptar skoðanir á málum en sýna samt samheldni. Hvað varðar BERG Contemporary, þá held ég að blasi við að þetta er frábær viðbót við starfsumhverfi myndlistar hér á landi. Þar skiptir mestu sú sterka og afgerandi sýn sem stofnandi gallerísins, Ingibjörg Jónsdóttir, hefur á samtímamyndlist og hlutverki BERG.

Nú er ákveðnu ferli að ljúka við opnun sýningarinnar en þú ert ekki að fara að sleppa hendinni af því sem þú ert að sýna í Færslu.

Nei, það þarf alltaf að halda þessum þræði gangandi inni í vinnustofunni. Það var voða skrýtið þegar við tæmdum stúdíóið og fórum með öll nýju verkin hingað í galleríið. Ég náði mér í nokkra blindramma strax og setti eitthvað í gang í vinnustofunni því það er enginn endapunktur í þessu ferli, þráðurinn lifir áfram.

Ég vinn yfirleitt þannig að ég er með mörg verk í vinnslu í einu og hef þau í kringum mig í smærri heildum. Ég er ekki með stóra vinnustofu þannig að ég þarf að leggja þau til hliðar og draga þau fram til skiptis. Þannig að vinnuferlið felur alltaf í sér þetta nána samtal á milli verkanna. Það er eitt verk á sýningunni sem er samsett af indigó bláum og gulllit sem ég var lengi að kljást við. Það tók mig langan tíma að ná þessu verki saman og ég skildi ekki af hverju ég gat ekki hætt. Svo var ég að fara í gegnum myndasafnið mitt í tölvunni og dett inn í myndir sem ég hafði tekið þegar ég fór til Rómar í fyrsta skipti 2012. Þá sá ég bara einhvernvegin að þetta var Vatíkansafnið með allri sinni gyllingu og bláma og ég mundi það ekki einu sinni sjálf. Svona skjótast gömul hughrif upp í bland við nýrri og það er þetta þvers og kruss samtal minninga við augnablikið hér og nú sem mér finnst svo áhugavert.

Núna er ég að láta reyna á þessi stærri, sjálfstæðu verk en það er ekki þar með sagt að ég hafi sagt endanlega skilið við fyrri nálgun. Það koma alltaf einhverjar nýjar spurningar sem að maður fer þá að glíma við. Mér finnst hver sýning opna á enn fleiri möguleika. Það er dásamlegt hvað myndlistin er rík af möguleikum. En það tekur tíma að koma auga á þá. Ég held að það gerist ekki fyrr en að sýningunni hefur verið lent og svolítið eftir opnun, jafnvel einhverjum árum síðar. Stundum skoða ég eitthvað síðar sem ég hef verið ósátt við á sínum tíma og lagt til hliðar. Þegar ég tek það fram aftur sé ég kannski einhverjar þreifingar, sem eru þá komnar skýrt fram í nýju verkunum. Oftast finnst mér það taka mörg ár að sættast fyllilega við verkin.

Núna undanfarið hafa nemendur mínir verið á fullu að fylgja MA verkefnum sínum eftir með titlum og textum í sýningarskrá, finna leiðir að því að orða hlutina. Á þessu stigi þarf að taka afstöðu, velja og hafna og eiga eigin orð yfir verk og hugmyndir. Í þetta skiptið var ég algjörlega á sama stað og þau í þessu ferli. Þau voru að engjast yfir sínum titlum og ég var að engjast yfir mínum. Þau voru að skrifa í sýningarskrá en á sama tíma var ég að skrifa eigin hugleiðingar. Og ég sagði við þau að óvissan færi greinilega aldrei, þú ert alltaf jafn óörugg með niðurstöðuna. Kannski snýst þetta á endanum um að læra að höndla óvissuna, kunna að njóta hennar. Að þora að ögra sér áfram.

Kærar þakkir fyrir samtalið, Hulda

Hlín Gylfadóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest