Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Nýverið opnaði sýning í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá dauða Díönu prinsessu af Wales og er titill sýningarinnar, Díana, að eilífu eða Diana, Forever. Sýningin er haldin annarsvegar í Gallerí Port að Laugavegi 23b og hinsvegar í Ekkisens sem er staðsett að Bergstaðastræti 25b. Blaðamaður artzine hitti sýningarstjórana og listamennina Auði Lóu Guðnadóttur og Starkað Sigurðarson og spurði þau um um sýninguna.

Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir

Fjórtán listamenn á öllum aldri taka þátt í sýningunni og varpa, með fjölbreyttum listaverkum, ljósi á samband sitt við viðfangsefnið. Hugmyndin kviknaði þegar Auður Lóa var að leita að myndefni af rómversku gyðjunni, Díönu, að baða sig. „Sagan segir að veiðimaður hafi komið að Díönu berskjaldaðri að baða sig og að hún hafi breytt honum í hjört svo veiðihundar hans snerust gegn honum og drápu hann. Þegar ég var að leita að tilvísunum í eldra myndefni af þessu á Google fann ég fullt af flottum olíumálverkum, en sirka fimmta hver mynd var ljósmynd af Díönu prinsessu að sóla sig á snekkju, í túrkíslituðum 90’s sundbol“.

Við frekari leit fann Auður dýpri tengingu á milli gyðjunnar Díönu og prinsessunnar Díönu. Því ákvað hún að samtvinna goðsögnina við líf Díönu prinsessu, sem virðist að mörgu leiti hafa verið „nútímalegur harmleikur“, sviðsettur af fjölmiðlum.

Auður Lóa Guðnadóttir, Gallerí Port.

Auður Lóa Guðnadóttir, Gallerí Port.

Una Sigtryggsdóttir og Svein Steinar Benediktsson, Gallerí Port.

Andrea Arnarsdóttir, Ekkisens.

Starkaður Sigurðarson, Ekkisens.

Starkaður bætir við að það sem almenningur veit um Díönu prinsessu kemur að mestu leiti úr myndefni frá slúðurblöðum og fjölmiðlum. „Við erum strax komin með fyrsta lagið sem aðskilur okkur frá henni. Verkin fjalla um hugmyndir okkar um Díönu frekar er manneskjuna sjálfa: mynd af myndgerðri ímynd af óraunverulegri manneskju. Díana verður þannig nostalgísk, jafnvel goðsagnarkennd persóna. Hún á sér margar hliðar og þess vegna er hún áhugavert viðfangsefni í myndlist.“

Verkin sýna ýmsar ólíkar birtingarmyndir Díönu prinsessu. „Sýningin er svolítið ‘Díana og ég’. Nálgun hvers og eins listamans verður mjög persónuleg,“ segir Auður. „Alls voru þrjú verk til áður en ferlið hófst en öll hin verkin voru sérstaklega gerð fyrir sýninguna.“

Gjörningakvöld var haldið í Mengi í tengslum við sýninguna þar sem tveir gjörningar voru fluttir. Annar þeirra, Royality vs. Reality, fluttur af Rúnari Erni Marínóssyni og Berglindi Ernu Tryggvadóttur, tók á sig form listræns fyrirlesturs á meðan seinni gjörningurinn, Díana undir rós, saminn af Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur og Maríu Worms, var eilítið leikrænni.

Frá gjörningakvöldi í Mengi

Rúnar Örn Marínósson og Berglind Erna Tryggvadóttir voru með listrænan fyrirlestur.

Berglind Erna Tryggvadóttir

Rúnar Örn Marínósson og Berglind Erna Tryggvadóttir.

Seinni gjörningurinn, fluttur af Maríu Worms, Auði Lóu og Starkaði Sigurðarsyni, var eilítið leikrænni.

Auður Lóa.

Auður Lóa og María Worms.

Auður Lóa og María Worms.

Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og einkennast helst af málverkum, teikningum og skúlptúrum, auk hreyfi- og ljósverka. Hvert verk virðist spegla líf Díönu á sinn hátt. Verkin fjalla meðal annars um útlit hennar; ástina, kynið og goðsögnina; hlutgervinguna, ímyndina og fórnarlambið.

„Það er dálítil tvíræðni í öllum verkunum. Tvíræðnin er líka það sem gerir Díönu áhugaverða.“ segir Starkaður. „Það veit náttúrlega enginn okkar hvernig Díana var í raun og veru,“ bætir Auður við. „Því væri hægt að segja að allar framsetningarnar séu í raun ósannar. En svo er sannleikurinn náttúrlega bara það sem við trúum að sé satt. Ef ég tryði því að Díana væri lauslát væri það sannleikur fyrir mér, eins ef hún væri dýrlingur. Díana var ein þeirra fyrstu sem var elt uppi af fjölmiðlum og slúðurblöðum. Hún náði reyndar að nota það sem tól seinna meir og olli þannig miklum viðhorfsbreytingum í bresku samfélagi og heiminum öllum. Ég held að Díana hafi undir lokin verið manneskja sem vildi bara vera elskuð. Hún fékk ekki ástina eða lífið sem hún þráði þegar hún giftist Karli bretaprins, nítján ára, en ástina fékk hún frá almúganum sem virtist dýrka hana þá og virðist enn gera það í dag.“

Þáttakendur í verkefninu eru: Andrea Arnarsdóttir, Auður Lóa Guðnadóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Helga Skúladóttir Thoroddsen, Magnús Gestsson, María Worms, Rúnar Örn Marinósson, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Starkaður Sigurðarson, Steingrímur Eyfjörð, Sveinn Steinar Benediktsson, Una Sigtryggsdóttir.

Lokahóf sýningarinnar verður 25. Nóvember í Ekkisens. Við hvetjum fólk eindregið til að nýta tækifærið og skella sér á hina margbrotnu og litríku sýningu, Díana að eilífu.

Sólveig Eir Stewart


Ljósmyndir af verkum: Starkaður Sigurðarson (Ekkisens) Helga Óskarsdóttir (Gallerí Port)
Frá gjörningakvöldi í Mengi: Laufey Elíasdóttir

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi–Úr Jafnvægi nefnist sýning sem nú er uppi í sal Ketilhússins í Listasafninu á Akureyri. Salurinn er þekktur er fyrir mikla lofthæð auk sýningarrýmis á svölum. Þannig er hægt að sjá sýninguna frá tveimur sjónarhornum; frá gólfinu í salnum og ofan af svölunum. Sýningin stendur yfir frá 9. september – 12. nóvember 2017.

Innsetningin byggir á þremur, ómáluðum stöplum, gerðum úr spónaplötum og fimm hillum á vegg úr sama efni. Stöplarnir eru allir 90 cm háir og 45 cm breiðir en lengd þeirra er mismunandi. Sá minnsti er um hálfur metri að lengd, staðsettur upp við vegg, gegnt hillunum. Í rýminu sjálfu eru tveir langir stöplar, annar 4m og hinn um 11m, staðsettir að hluta til samsíða og skáhalt í salnum. Þessi uppsetningin gefur sýningunni bæði kraft og sérstöðu.

Á stöplana og hillurnar raðar Rúrí margskonar hlutum frá mismunandi tímum, m.a. vigtum, fræðibókum, landakortabókum, misstórum hnattlíkönum, skeið- og vekjaraklukkum, vatnsflöskum, tímaglasi, krukku með peningum o. fl. Í uppröðun hlutanna er vel hugað að efni, formi, litum og innihaldi sem vinna saman og mynda kraftmikla og áhugaverða heild þar sem fágun og jafnvægi ræður ríkjum. Á vigtirnar setur hún mismunandi hluti og oft hvíla þær sjálfar á bókastöflum. Hún staðsetur hlutina í línum á löngu stöplunum, hvern á sinn hátt; sumir halla til vinstri aðrir til hægri og fjarlægðin á milli er vandlega úthugsuð. Staðsetning hlutanna gefur sýningunni takt sem eflist enn frekar við tikkið og sláttinn í gamalli klukku sem ómar um allt húsið. Segja mætti að lykilverk sýningarinnar sé stór vatnsflaska sem staðsett er á fornri trévigt með mælikvörðum úr járni. Óneitanlega vekur þetta verk upp spurningar um þyngd og verðgildi vatnsins, nauðsynlegustu auðlind jarðarinnar. Enginn lífvera lifir án vatns.

Táknmál – tungumál

Tími, mælieiningar, rýmið og alheimurinn og hvernig mannkynið umgengst jörðina er aðalinntak sýningarinnar. Hvernig við sem búum á jörðinni höldum okkur og henni í jafnvægi og reynum að draga úr ójafnvægi. Klukkan tifar, það er tími til að vakna og hefjast handa áður en það verður of seint. Tíminn er ekki ótakmarkaður og ekki er hægt að fara hálfsofandi í gegnum lífið aðgerðarlaus og ómeðvitaður um eigin hlutdeild. Við berum ábyrgð á eigin lífi og umhverfi okkar, í samfélagi við aðra.

Sýningin fjallar um margskonar jafnvægi og andstæðu þess; ójafnvægi, hjá einstaklingunum, samfélaginu og jörðinni sem plánetu. Uppistaða lífs á jörðinni er loft og vatn, annað söluvara hitt óseljanlegt. Auðhringir og efnafólk keppast um að komast yfir vatnsból og verðmæt landsvæði auðug af vatnsuppsprettum. Ójafnvægið veldur stríði og baráttu um auðlindir jarðar.

Hnattræn hlýnun ruglar m.a. vatnskerfinu sem veldur hækkun á yfirborði sjávar og ruglar og breytir vistkerfinu. Í tungumálinu er talað um að leggja á vogarskálarnar, sem þýðir að vega og meta hluti og aðstæður. Það leiðir hugann að því hvernig vistkerfið og hagkerfin þurfa að vera í jafnvægi en ekki ójafnvægi.

Sýningin er byggð upp af kunnuglegum hlutum settum fram sem táknum sem áhorfandinn getur ráðið í og sett í orð, setningar og skiljanlegt tungumál í eigin vitund og aukið skilning á því sem hann sér og skynjar. Í texta sem fylgir sýningunni er innihaldi sýningarinnar lýst: „Þessi sýning leggur listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarðar, vega tíma, vega vægi mismunandi gilda, til dæmis hagkerfi á móti vistkerfi, eða vægi huglægra gilda“.

Vatnsflöskur og landakort framtíðar

Rúrí hefur um langt skeið verið áhrifamikil í íslenskri myndlist. Hún er fjölhæfur myndlistarmaður, oft með pólitíska nálgun og jafnvíg á skúlptúra, gjörninga og innsetningar. List hennar er löngu orðin þekkt út fyrir landsteinana. Meðal verka hennar er einn þekktasti skúlptúr landsins, Regnboginn, sem milljónir manna hafa barið augum, en færri vita e.t.v. hver höfundurinn er. Verkið stendur við flugstöð Leifs Eiríkssonar og er frá árinu 1991.

Síðustu mánuðina hafa Eyfirðingar og gestir þeirra átt kost á því að sjá list Rúrí bæði í Verksmiðjunni á Hjalteyri og í Listasafninu á Akureyri og einnig gjörning hennar á gjörningahátíðinni A! sem haldin var í byrjun september s.l.

Gjörningurinn stóð yfir í 80 mínútur og hafði Rúrí tvo svartklædda menn sér til aðstoðar. Sjálf var hún einnig í svörtu og umgjörðin var rannsóknarstofa. Taktfast reif hún blaðsíður úr heilli Atlasbók og enduðu þær, með aðstoð hjálparmannanna, í tætara og því næst ofaní tilraunaglasi með tappa, upp í hillu rannsóknarstofunnar. Ferlið var síendurtekið, fágað og skýrt og gjörningurinn í heild afar eftirminnilegur. Tilfinning fyrir tíma og rými virtust hverfa.

Í sumar tók Rúrí þátt í sýningunni Hverfing/Shapeshifting, í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hún sýndi annars vegar nokkur landakort sem vísa til framtíðar, og hins vegar langa röð af tómum, misstórum vatnsflöskum sem liðuðust eins og lækur eftir gólfinu í risastórum sal Verksmiðjunnar. Rúrí er sérlega lagin við að búa til líf og kraft með staðsetningu hluta og rýminu sem myndast á milli þeirra. Flöskurnar fengu þannig líf og tilgang sem getur verið flókið að fanga, í þessu hráa og mis-vel upplýsta rými. Þarna voru mörg góð verk en þessi vatnskrukkuröð talaði skýrast til mín auk kortanna sem lýstu framtíðarsýn á landið ef fer sem horfir varðandi hækkun yfirborðs sjávar. Sá raunveruleiki gleður engan.

Krefjandi spurningar

Þær spurningar sem verk Rúrí vekja eru ekki léttvægar. Hún teflir fram staðreyndum sem myndmál listarinnar gefur áhorfandanum færi á að upplifa á annan hátt en það sem fræðimenn tjá með tölugröfum, línu-og fræðiritum, stundum í frekar eintóna framsetningu. Hlutverk vísindamanna og listamanna eru því ólíkt þó stundum takist þeir á við svipuð eða sömu viðfangsefni og varpi fram samskonar spurningum sem okkar er svo að svara.

Á sýningunni Jafnvægi–Úr Jafnvægi, dregur Rúrí upp mynd af raunveruleikanum, með tilheyrandi spurningum. Hún predikar ekki en gefur okkur andrými til að bæta við verkið í huganum svörum við spurningunum og þannig jafnvel klára verkið. Sama gildir um Regnbogann, við Leifsstöð þar sem hún gefur okkur sýn á hluta regnbogans, okkar eigin hugsun og túlkun klárar svo verkið. Hver og einn sér þá Regnbogann á sinn einstaka hátt. Sýning Rúríar talar skýrt máli fagurfræðinnar og hvetur til ígrundunar og ábyrgðar á eigin lífi og því hvernig hægt er að vinna gegn ójafnvægi, í víðum skilningi.

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir


Ljósmyndir: Listasafnið á Akureyri Vefsíða Rúríar: ruri.is Vefsíða safnsins: www.listak.is

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Tilberinn 2017 var veittur laugardaginn 28. október á hátíð Dags Myndlistar í höfuðstöðvum Sambands Íslenskra Myndlistarmanna. Tilberann hlaut átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, með Jónu Hlíf Halldórsdóttur, formann SÍM, í forsvari.

Þetta er í þriðja sinn sem Tilberinn er veittur, en Helga Óskarsdóttir, myndlistarkona, hönnuður, galleristi og útgefandi, hlaut viðurkenninguna 2016, og Freyja Eilíf Logadóttir, myndlistarmaður og eigandi viðburðarýmisins Ekkisens, hlaut hana árið 2015.

Á bak við Tilberann standa Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Sigrún Sirra Sigurðardóttir, myndlistarkonur.

Um Tilberann:

Tilberinn er viðurkenning sem veitt er árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar og auðgað þannig menningar- og listalíf landsins. Honum fylgir jafnframt orða sem heiðursverðlaunahafinn er sæmdur til frambúðar.

Tilberinn sjálfur dvelur hjá verðlaunahafanum í eitt ár til hvatningar og innblásturs. Tilberann geta hlotið myndlistarmenn og aðrir sem starfa við fagið,  þ.e. einstakir  listamenn, sýningar, útgáfur eða sýningastaðir. Sérstaklega er horft til þeirra sem hafa áorkað miklu af litlum efnum – þeirra sem tekist hefur að magna upp úr vanefnum seið í anda gullgerðarmanna.

Gripurinn sjálfur er framkallaður í þeim sama anda, en Tilberinn er gerður úr endurunnum áldósum sem safnað var af listamönnum frá listamönnum, sýningarstöðum og listmenntastofnunum.

Um verðlaunin þessu sinni var eftirfarandi sagt varðandi forsendur viðurkenningarinnar:

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, með Jónu Hlíf í fararbroddi, markar upphaf stéttarbaráttu myndlistarfólks á Íslandi. SÍM er nú orðið það öfluga verkalýðsfélag sem okkur sárvantaði – myndlistarfólk er ekki lengur eins og hafnarverkafólk á kreppuárunum, sem var skömmtuð vinna í korter fyrir greiðasemi, bundið launaleynd.

Það kerfi sem við myndlistarfólk höfum búið við allt of lengi var tímaskekkja í anda þess sem fyrstu sveitakrakkarnir á mölinni upplifðu á 4. áratug síðustu aldar.

Það er ótrúlegur munur að hafa stéttarfélag á bak við sig sem tekur slaginn fyrir heildina, samanborið við að standa einn, með óljósar hugmyndir um réttindi, gildi og verð ,,vörunnar og vinnunnar” í samningaviðræðum við sýningarstaði. Við viljum jú öll sýna, og það hefur verið viðkvæðið og okkar trú að það sé heiður og upphefð að fá að sýna verkin sín. Nú í krafti átaksins VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hefur loksins skapast grundvöllur þar sem vinna myndlistarmanna er virt að verðleikum, til jafns við önnur störf.

Ljósmynd af aðstandendum og handhöfum Tilberans: Erling Klingenberg
Vefsíða átaksins Við borgum myndlistarmönnum.

Fullkomlega Óheiðarleg í SÍM salnum

Fullkomlega Óheiðarleg í SÍM salnum

Fullkomlega Óheiðarleg í SÍM salnum

Sýningin Fullkomlega Óheiðarleg opnaði í SÍM salnum, sal Sambands íslenskra myndlistarmanna í Hafnarstræti, miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Fullkomlega Óheiðarleg er samsýning tíu myndlistamanna sem útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Flest hafa þau sótt framhaldsnám í myndlist erlendis og sýna nú í fyrsta skipti saman, tæpum tíu árum síðar.

Titill sýningarinnar varð til í samtali hópsins og hver má draga sína ályktun af honum. Fullkomlega Óheiðarleg eða Ófullkomlega Heiðarleg, allt eftir samhengi. Titillinn er í raun sjálfstætt verk sem túlka má á margan hátt. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Etienne de France, Eva Ísleifs, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Logi Bjarnason, Páll Haukur Björnsson, Rakel McMahon, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Unndór Egill Jónsson og Una Sigurðardóttir. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. Hugmyndin að sýningunni kviknaði í samtali hópsins um þörf mannsins til þess að skilja tilvist sína og staðsetja sjálfan sig hvort sem er í stórbrotnu samhengi við sólina eða smávægilegu samhengi egósins.

Frá opnuninni.

Á sýningunni má finna verk unnin í ýmsa miðla. Skúlptúrverk eftir Pál Hauk Björnsson þar sem hann kannar mörk vídjómiðilsins. Páll vinnur gjarnan í miðla sem háðir eru tíma og rúmi og krefjast beinnar íhlutunar af hálfu áhorfenda. Ljósmyndaverk eftir Rakel McMahon nefnist Reality in other words. Verkið er skrásetning á gjörningi sem Rakel framdi í Mengi í maí mánuði.

Verk Rakelar McMahon.

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir og Logi Bjarnason sýna bæði málverk en vinna með málverkið á ólíkan hátt sem endurspeglar fjölbreytileika málverksins í samtíma. Í verki Loga, Mantra, leitast hann við að spyrja tilvistarlegra spurninga eins og Etienne de France gerir einnig í vídjóverki sínu Exploration of a Failure. Unndór Egill Jónsson sýnir verkið Spíta / A Piece of Wood, sem unnið er í við, nánar tiltekið eik og hnotu. Þar mætir hið villta og náttúrlega hinu tamda og mannlega. Verkið er tilraun til að endurgera lífrænt efni. Úr fjærlægð virkar spítan eins og náttúruleg spíta en þegar betur að gáð er spítan augljóslega samsett. Teikningar eftir Unu Sigurðardóttur eru hluti af seríu sem nefnist Gender/Politics og er innblásin af sjónarspili alþjóðastjórnmála, sviðsetningu valdhafa á sjálfum sér og hvernig samansafn leiðtoga undirstrikar kynjahallann og í raun heft aðgengi kvenna að valdi. Serían er tilraun til að varpa húmorísku ljósi á þennan veruleika og skynja þannig undarlegheitin sem í honum býr. Pólitískt mynd- og hljóðverk eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur ber titilinn AÐSEND – UNDir regnboga og samanstendur af hljóðverki og fréttaúrklippu af netinu sem er prentuð á gler. Úrklippan er frétt af Vísi.is þar sem sagt er frá því að fyrsti kísilmálmurinn, sem framleiddur er í nýrri verksmiðju United Silicon í Helguvík og þar af leiðandi fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi, sé tilbúinn og kominn um borð í skip á leið úr landi. Í hljóðverkinu má heyra í aðal gullgerðarverkfæri verksmiðjunnar; Ljósbogaofninum Ísabellu.


Verk Evu Ísleifsdóttir

Katrín Inga J. Hjördísardóttir er með útiverk í garði sýningarsalarins, sem hún nefnir Einlæg tilraun. Verkið er einlæg tilraun listakonunnar til að endurgera útskriftarverk sitt frá árinu 2008 með auknu hugrekki og meiri krafti en hún bjó yfir þá. Eva Ísleifsdóttir sem býr og starfar í Grikklandi er með uppákomu sem rekast má á víðsvegar um miðbæ Reykjavíkur; plaköt sem prentuð voru í tvö hundruð eintökum og dreift um bæinn eins og öðrum auglýsingum fyrir ýmsa viðburði og uppákomur. Á plakatinu stendur: Ég á ekkert. Setningin, sem er einnig titill verksins, er tilvistarlegs eðlis. Hún vekur upp spurningar og áhorfandinn þarf að kljást við hana. Hún er persónuleg en á sama tíma ópersónuleg. Er þetta áróður, tilkynning eða hróp á hjálp? Verkið er spurning á sama tíma og það er fullyrðing. Verkin á sýningunni Fullkomlega Óheiðarleg eru ólík en samt sem áður eru nokkur sameiginleg stef sem virða má fyrir sér í ólíkum miðlum. Sýningin stendur til 24. október og er opin alla virka daga frá 10-16. Verk Katrínar Ingu stendur áfram í bakgarði SÍM um óákveðinn tíma.

Ástríður Magnúsdóttir


Ljósmyndir: Ástríður Magnúsdóttir

Nánari upplýsingar um sýninguna:

https://www.facebook.com/events/125585801414420/

http://sim.is/syningar-og-vidburdir/

Heimasíður listamanna:

Etienne de France: http://www.etiennedefrance.com

Eva Ísleifs: http://www.evaisleifsdottir.com

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir: http://cargocollective.com/johannakristbjorg

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir: http://dottir.info

Logi Bjarnason: http://logib.tumblr.com

Páll Haukur Björnsson: http://pallhaukur.com

Rakel McMahon: http://www.rakelmcmahon.com

Steinunn Gunnlaugsdóttir: http://www.sackofstones.com

Anna Julia’s Serenade

Anna Julia’s Serenade

Anna Julia’s Serenade

Erindi / Serenade is on exhibit at Hafnarborg Centre of Culture and Fine Art until October 22nd. In the exhibition by Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, various elements are taken from sociology, astronomy, poetry, and ecology, into an acknowledgment of the biggest crisis´ currently facing the world. Like a natural scientist who uses poetry to interpret her findings, Anna Júlía looks at ways of addressing climate change and human migration that recognizes human vision. In the following interview, Anna Júlía and I discuss the exhibition and her concern with the synthesization of meaning- from the 19th-century Romantic movement to biometric identity management systems.

Erin: The first perception of the exhibition for me was the impression of there being many layers involved: the art-song lieder tradition, the Romantic notions, the migration of the Passerine species to Iceland, references to human migration and the weather. Can you tell me more about how all of these are related?

Anna Júlía: The starting point was the birds. I had seen in the news years ago these announcements about Vagrant birds arriving in Iceland. It was in 2005 that I first started paying attention to it and I always wanted to look further into the different species. I came across the Singers, as they are called in Icelandic, and found them interesting not least because they are predominantly a European and Asian species associated with the Old World that migrate from Africa and other southern destinations. Then I looked at their distribution patterns and it struck me because it looked like maps of human migration into Europe. I had been thinking a lot of Europe, and how we, as a whole, are tackling the challenges of migration today.

So I decided to narrow this down to the Old World Warblers because of this pattern and how they come to Iceland in particular. I thought there was a correlation between the birds and the influences and culture that originate from this Eastern direction that Western societies are based on but we think we are independent of it somehow. I thought it was an interesting way to look at one species and look into smaller examples of our ecosystem and how it’s changing – a macro view. It just represents a much bigger picture of something that is in flux and seems to be happening very fast. So there are social and political issues that factor into my interest in this, but on the other hand, there is also the climate change issue and you can’t really separate the two. Of course, that is only part of the story about how all these things are related.

The other thing I should say regarding the birds is that it is not just the changing of these fundamental systems, but also the systems of taxonomy we created in the 18th century- these man-made systems that we have stuck to and maybe are just now realizing are fixed choices that aren´t necessarily truths that we have to hold onto. The Warbler species are very old, dating back around 16 million years. Linnaeus classified many of them and some were described in his 1758 Systema Naturae but in recent years these birds have been the source of much taxonomic confusion and rearrangements within the taxonomy. This is because of new technologies and genetic research. This case is like a little snapshot of this kind of changing worldview.

Erin: It reminds me of something I was just reading in preparation for our discussion from the Finnish cultural theorist, Jussi Parikka, who writes about how recent technological networks are modeled from systems in ecology and especially migration patterns, herds, and swarms. I saw a connection between his ideas and some of the points you were touching on in your exhibition.

Anna Júlía: It also shows us how nature is much more complex than we tend to realize and that these very complex patterns are there and that we can look into for inspiration. I like Parikka´s comment: „It’s the environment which is smart and teaches the artificial system.“ Although I am looking at natural patterns they are not necessarily the super-developed kind such as swarms but the accidental as well.

Erin: Yes, I think it’s this anthropocentric point of view of nature that has simplified things, but that is not the case.

Anna Júlía: It brings into question where the human comes into it, the co-creative factor of the human as narrator.

Erin: In some ways, the Romantic Movement in art, literature, and music really was inclusive to this connection between humans and the environment on all levels. Do you think there is a clue to how we handle the huge upheaval of human migration and climate change in the arts, and specifically how we see connections between the humanities and the natural sciences? Do you think this movement can give us a clue as to how to navigate all these changes?

Anna Júlía: I think definitely there is a connection. The Romantics were also coming out of a reaction to the Industrial Revolution, so that is maybe what is parallel with today- these similar issues in a different context. In my work, of course, I am using it as a metaphor. In relation to the exhibition, the Romantic sentiment is a total contrast to the scientific and the kind of systems used in science. I brought in these Romantic lieder songs as a contrast to the scientific thought. The songs also give the exhibition a narrative which would otherwise have been an installation consisting of a few parts. I broke it up into pieces and attached each one to a romantic song and in that way, gave it some narrative. Also, the poems bring in a human voice and in that relation, the Romanticism speaks of this need for freedom- a basic human need.

And in the context of the work, the poems put them in context with the night as the spatial and temporal dimensions of human experience. The poets were allowing themselves to focus on feelings rather than the hard-core rhetoric of Rationalism. I think that is also what we need now and I think there is a demand for emotional intelligence.

Erin: Your exhibition also holds an allusion to the era when Europeans were creating categorizations for the natural world and putting it into systems for our analysis- maybe this goes back to what we talked about earlier in trying to find clues to our current situation by creating a new model of thinking about nature and culture, human and non-human? As much as rationalism has carried Western civilization forward, it also needs to be paired with equal doses of empathy and understanding, which was obviously the Romantic reaction this period’s mechanical focus.

I think you capture that really well.

Anna Júlía: That’s definitely what I had in mind- a call out for more empathy. This rationalization, of course, applies to the human classification going on now. I found similarities between the taxonomic classification and the human cataloging, especially in the problem that Europe is trying to address. We have created these laws in the last century when the UN was formed- human rights laws and laws pertaining to refugees. We need to adhere to the basic beautiful idea of the laws but they are being stretched, borders have moved away from the actual physical borders not in a way of inclusion but exclusion. Once a person trying to enter illegally is caught, he or she is registered and cataloged almost like a taxon in a way that people in the western world would never agree with being treated. These databases are very inhuman.

Erin: What about some of the more material aspects of the exhibition – can you comment on this continuing theme of fragility and ephemerally in the materials being used?

Anna Júlía: Yes, the choice of materials is deliberate, of course. The xenon gas and the fragile paper reflect the ephemeral nature of the subject matter as well and how these ideas are a bit afloat. Because we were talking about the wind and birds being carried by the Eastern wind, I wanted to choose materials that were reflecting this ephemerality. I am interested in primary elements and in the transformation of elements be it in technology or nature. I chose these as basics- the carbon and xenon. Of course, I’m playing with the etymology of the words as well. Xenon comes from the Greek word for stranger and carbon is a word that is somehow intrinsic to the discussion of climate change. But then the carbon paper is itself a material of fragility and lightness and also holds this possibility within it because it’s indeed a tool, something to make a copy with. So these are the material factors but to me it represents bureaucracy. I used the carbon paper as well to make the drawing of trees at the far wall opposite of the window.

Erin: Can you tell me more about this drawing, Mondacht / Moonlit Night?

Anna Júlía: The tree in the drawing represents the home for the birds because they live in trees and are insect eaters – but it can also be a home or a shelter generally. But again, it’s also part of the language of the Romantic night, dark and the North, trees, and forests being part of that. Then again it’s just a copy, so there is a kind of dreamy feeling about it. Maybe it’s just a kind of faint memory or a vision. The title and the location within the space also have significance in relation to ´reading´ of the works.

As I mentioned earlier the lieder songs lend the exhibition a narrative. It has a beginning and an end and you can read the exhibition in this order with Ständchen / Serenade being the first piece. I don´t see the work being illustrations of the poems but they get an added context and a certain tone. You could say that each piece is twofold – the physical, straight work and the emotional connotation of each poem, which is almost, like a sub-theme. For instance, Ständchen / Serenade is a positive, light song and has this inviting or luring factor at the same time as setting a melancholic tone.

My songs beckon softly
through the night to you;
below in the quiet grove,
Come to me, beloved!
The rustle of slender leaf tips
whispers in the moonlight;
Do not fear the evil spying
of the betrayer, my dear.
Do you hear the nightingales call?
Ah, they beckon to you,
With the sweet sound of their singing
they beckon to you for me.
They understand the heart’s longing,
know the pain of love,
They calm each tender heart
with their silver tones.
Let them also stir within your breast,
beloved, hear me!
Trembling I wait for you,
Come, please me!

(Ständchen / Serenade, D. 957, Schubert, 1828, poem by Ludwig Rellstab)

En Dröm / A Dream, by Grieg, also has something positive and hopeful about it. The piece, two adjacent barometers, has to do with the measurement of the world which isn´t accurate and juxtaposes two very different things – a scientific measuring tool and the idea of the dream, which is the only connection to the poem.

Then, To Evening / Illalle, which is the carbon paper sheet with the star constellation mapped into it, is the point when you enter the night with its dreams and sense of refuge.

Come gentle evening, come in starlit splendour,
your fragrant hair so soft and darkly gleaming!
Oh, let me feel it round my forehead streaming!
Let me be wrapped in silence, warm and tender!
Across your bridge of magic, smooth and slender,
my soul would travel towards a land of dreaming,
no longer burdened, sad, or heavy seeming,
the cares of life I’d willingly surrender!
The light itself whose bonds you daily sever,
would flee, exhausted, seeking out those places
where your soft hand all toil and strain erases.
And, weary of life’s clamour and endeavour,
I, too, have greatly yearned for your embraces.
Oh, quiet evening, let me rest forever!

(Illalle / To Evening, Op. 17, Sibelius, 1898, poem by Aukusti Valdemar Forsman)

Mondnacht / Moonlit Night is such a beautiful poem and the song a perfect calm. I get the feeling it pauses time, you´re kind of poised in the quiet moonlit night.

It was as if the heavens
Had silently kissed the earth,
So that in a shower of blossoms
She must only dream of him.

The breeze wafted through the fields,
The ears of corn waved gently,
The forests rustled faintly,
So sparkling clear was the night.

And my soul stretched
its wings out far,
Flew through the hushed lands,
as if it were flying home.

(Mondnacht / Moonlit Night, Op. 39, Schumann, 1840, poem by Joseph Eichendorff)

And the last piece, Après un rêve / After the Dream, which is the bird skins in the vitrine with the Xenon light above. The poem has a tiny glimmer of hope that is never realized. One is brought back to reality again and it’s the end of the dream. We don’t know if the birds are sleeping, or in a coma, or dead.

Drowsing spellbound with the vision of you
I dreamt of happiness, burning mirage,
Your eyes were gentler, your voice was pure and sonorous
You shone like the dawn-lit sky
You called me and I left the earth
To flee with you toward the light
For us the heavens opened up their clouds
To reveal unknown splendour, glimpses of divine light…
Alas, alas, sad awakening from these dreams
I call out to you, oh night, give me back your lies
Come back, come back, radiant one
Come back mysterious night.

(Après un rêve, Gabriel Fauré, 1878, lyrics by Romain Bussine)

Erin: What about this use of carbon blue which flows through each piece and the inversion of the natural colors to these ultramarine hues in the bird portraits in Ständchen / Serenade?

Anna Júlía: It came about for a few reasons. Aesthetically, I just thought it was very interesting how the feathers almost look like they’ve been inked in, but it’s also a way to distance myself from the scientific approach, as a filter to get away from that. But then it also has something to do with the night because they are all spotted and photographed in the daytime. It is a reversal both of the colors and the original daylight photo could be a night scene. So there were practical and conceptual reasons and it all came together in this fusion. I just like the colors. It was also a bit of a chance finding because the reversed images have the same blue tone as the carbon paper. The blue drawing on the wall is just made directly from the carbon paper.

Erin: Haven’t you made allusions before to how colors were brought to Europe from the East, in your exhibition at Harbinger last year, for example?

Anna Júlía: Yes, I had previously used the symbolism and history of colors. In the exhibition you are referring to it was Tyrian-purple that originated from Phoenicia and was a symbol of wealth. In Serenade the color is ultramarine blue. The name comes from the Latin ultramarinus, literally „beyond the sea“ because it was imported from Asia by sea. It was imported to Europe from Afghanistan in 14th and 15th centuries.

We connote it to the Far East as well, to China. There is also something about it in that it is not a color in Icelandic nature that you can find naturally. Blue was always a very exotic color in Iceland because you could not get it naturally from nature so it became a sign of someone with wealth who had been traveling abroad. At the same time, blue is also our national flag color so there are many associations. Xenon is also blue when charged through electricity. Also with Xenon being used in searchlights, it is enlightening, in a way, bringing something to light. Yes, so the blue color is there for many reasons but not least because of references to ink and bureaucracy.

Erin: There is also a thread of navigation in the exhibition, of the notion of finding ones’ way in the dark or through difficulties.

Anna Júlía: The theme of finding ones’ way is important especially with the star map and the way the birds navigate. It’s not just those finding their way to a better life, but also us as Europeans, and every human really, in navigating the best way to face these challenges.

Erin: There are so many endless correlations in the exhibition that it really becomes a constellation of sorts. Everything is connected on some level of meaning to everything else, micro and macro – the transformation of centuries of thought as well as the lifespan of a single bird. 

artzine would like to thank Anna Júlía for the interview.

Erin Honeycutt


Installation photos: Vigfús Birgisson. Portrett: Helga Óskarsdóttir

For more information about Anna Júlía’s work, visit her website: www.annajuliaf.com

Playlist:

https://open.spotify.com/user/1189549579/playlist/7szowWHtdm3DRXUUWb0D8x

The Tragicomedies of Guillaume Bijl

The Tragicomedies of Guillaume Bijl

The Tragicomedies of Guillaume Bijl

The Politician = a Transformation – Installation by the Belgian artist Guillaume Bijl was on view at Mengi from March 31st to April 1st, 2017.

In many ways, Guillaume Bijl (1946) is still a painter, which was his initial focus in the 1960’s, only now he paints still-lives in the three-dimensions of an installation. The Politician is a ‘Transformation-Installation,’ or ‘a reality within non-reality,’ one of the categorizations in which Bijl places his works based on their function within the context of the exhibition space. In The Politician, the exhibition space is transformed into a hall introducing a new politician, Stefán Jónsson.

This neverbeforeseen candidate in Icelandic politics could be seen on a poster offering new hope (ný von) to visitors of the event. The chairs aligning either side of a red carpet led to a stage on which a podium complete with a microphone and a glass of water stood against a draping gray curtain. Nondescript ferns and Icelandic National flags dappled the scene with the precision and detail of a film-set. The venue became defined by this political atmosphere, asking us to reflect on our beliefs in the function of the whole political system. Bijl shows us how the display for a politician is a consumer setup as well. This can be said for many of his Transformation-Installations which place the visitor in the consumer or service-oriented scenario in which the usual choreography is nowhere to be seen. Instead, it is as though one is visiting the backdrop of daily life to inspect the reality of it.

This neverbeforeseen candidate in Icelandic politics could be seen on a poster offering new hope. Image: Mengi.

Bijl’s ‘Art Liquidation Project’ began in 1979 when he wrote a fictional pamphlet stating that the government had deemed art irrelevant for society and therefore spaces devoted to the arts would now be turned into places more blatantly beneficial to society. The first in this series of projects was Driving School Z, set up in Ruimte Z Gallery in Antwerp, Belgium. This driving school set-up was so meticulously staged that passers-by would enter and ask about driving lessons. Bijl’s perfect imitation of reality was now of benefit to society, and the question of the role of art in society was lived out in the installation and the many series to follow. Other Transformation-Installations have included:

  • a staircase shop
  • a taxi stand
  • a lost and found center
  • an army information center
  • an auction house
  • a conference room
  • a locker room
  • an atomic bomb shelter
  • a caravan show
  • a terracotta shop
  • a laundry
  • a garden décor shop
  • an interphone center
  • a discount mattress store
  • a mirror stand
  • a shell stand
  • a wig shop
  • a dog salon
  • an oriental garden shop
  • an airport lobby
  • a formalwear rental shop
  • Miss Hamburg 1988
  • A disco
  • A menswear shop
  • A fashion shop
A Transformation-Installation, Matrassenland, 2003, Kunsthalle Munster. Image: guillaumebijl.be

A Situation-Installation, Dino Eier, 2001, “Frontside” Project, Basel. Image: guillaumebijl.be
Composition Trouvée, 1992, Galleri Nicolai Wallner, 
Copenhagen. Image: guillaumebijl.be

Sorry, 1987, Collection S.M.A.K. Ghent. 
Image: guillaumebijl.be

Bijl also categorizes his works as ‘Situation-Installation: a non-reality within reality.’ In this instance the transformation is fictive, such as: a fake horse in a horse trailer, a poster selling dinosaur eggs, a mediocre sculpture garden.

Bijl also categorizes his works as ‘Situation-Installation: a non-reality within reality.’ In this instance the transformation is fictive, such as: a fake horse in a horse trailer, a poster selling dinosaur eggs, a mediocre sculpture garden.

Bijl’s ‘Compositions,’ are an archaeological still-life, similar to a ready-made but using objects to replicate parts of the Transformation-Installations. These have appeared as Chinese supermarket décor, a collection of marble sculptures, fragments of an antique shop, and fragments of other large-scale installations.

Bijl’s fragments of reality taken into the undefined space of the art institution function as a sort of gigantic ready-made. His works, commenting on the relationship between art publics and wider society, operate like a huge cultural therapy session in which it is revealed that all are actors on a stage. In a quote from 1980, Bijl described his efforts in the Transformation-Installations as a visualization of “…social determinacy and mass conditioning in a tragicomic way (1).” Bijl shows civilization in its current state; the installations become tragicomic mirrors of society using the hyper-real as an ironic tool. His works show how consumer capitalism is a concept in itself by letting the viewer step back and observe their own role in the functioning of the system and in its accompanying social rituals. Instead of participating in the set-up, the visitor is just that, a visitor to his own reality.

I asked Bijl if there was something specific about Iceland that made him decide to have a political installation. He responded that there was no special reason, although he has introduced new politicians in a similar manner in Germany in 1988 and in Holland and Belgium in 2016.

Hermann Lutz, 1988, Kunstverein Kassel.
Image: guillaumebijl.be

I also asked Bijl how he perceived the trajectory of material culture as things become more digitized. He responded that he shows the “archaeology of this civilization already in the present and in the wrong places… in art spaces and installations/decors; I’m a witness of this/our time,” he said, “and my archaeologies will only seem more abstract in the future.”

Others have also made a note of Bijl’s work and its connection to an archaeology. In terms of preserving history with the elements of the present, this is not a new notion in 20th-century art. Many artists have experimented with the transcendence of their own time and place by speculating on the future. Making a claim to present culture by using it in artwork allows an artist to make decisions about what is valuable and relevant for our successors. As well, the act of working with history to reinvent the story being told about the past can work in the same way- just as Bijl’s works are a statement to his being witness in these times, so can artists be a witness to taking immediate action against what has been written as history. For example, Marcel Duchamp’s ready-mades went against centuries of ideas about artistic creation and the role of aesthetics.

„An ordinary object,“ Duchamp famously stated, “could be elevated to the dignity of a work of art by the mere choice of an artist.” A bicycle wheel, a bottle rack, a urinal- the utilitarian objects of man, future archaeologists will ponder, were suddenly taken out of utilization and placed as ritual objects in the early 20th century.

The strategy of rewriting the past within the present can be seen in works by Ai Wei Wei as well, in Han Dynasty Urn with Coca-Cola Logo from 1994, for example. If the future past lies within the present, the role of historians in the future is to differentiate between states of remembering or else rewrite the historical past altogether. The question „What is our heritage for the future?“ is in the hands of contemporary artists who have the power to make value judgments about what should remain of the present. Bijl’s work is in some ways a speculation on how the present will appear to future generations. How will it be interpreted and what kinds of conversations will it bring up? Will the tragicomic element still exist in 100 years? A completely different set of questions is in which medium this will be preserved and viewed in the future, the photographs digitized and stored on the vast Internet archive along with this article.

Bijl is telling a story about our history through an extraction from the present reality by placing the present reality in a museum of sorts, a still-life without function or interaction. To step into the art space is to take a journey into the future to view the present on display.

Erin Honeycutt

UA-76827897-1