Garður Önnu Rúnar í Hafnarhúsinu

Garður Önnu Rúnar í Hafnarhúsinu

Garður Önnu Rúnar í Hafnarhúsinu

Article in english

Það má segja að ,,Garður“ eftir Önnu Rún Tryggvadóttur sé að vissu leyti vatnslitaverk. 14 flöskur hanga á hvolfi og sérstakur rafstýrður búnaður sleppir einum dropa af vatnslit sem fellur á grjót sem hefur verið meðhöndlað á sérstakan hátt með salti og gifsi. Dropinn hefur síðan áhrif á flötinn, umbreytir honum, hann litast, hvarfast og kristallast og verkið er því aldrei eins frá degi til dags.

Garður er vatnslitaverk þar sem hver litur hefur verið einangraður og tekinn úr sínu samhengi, áhrif hans eru rannsökuð, nánast vísindalega eins og á tilraunastofu. Hver dropi er látinn leika einleik í strangri sviðssetningu. Og áhrifin eru auðvitað þau að maður horfir á verkið og hugsar. Maður horfir á verkið eyðileggja smám saman upphaflega yfirborðið en um leið skapast eitthvað alveg nýtt. Og þótt verkið sé í rauninni manngert ferli þá fær það okkur til að hugsa um náttúru, vegna þess að hún stefnir saman náttúrulegum kröftum og sá sem kemur að verkinu frá degi til dags getur ekki sagt að einn daginn sé verkið ,,rétt“ og annan daginn hafi það ,,skemmst“. Verkið er alltaf eins og það á að vera og Garður sýnir okkur einhvernveginn gegnum sína manngerðu ferla hvernig ekkert ástand er ,,rétt“ ástand í náttúrunni.

Listaverkið er síbreytilegt, það er sífellt að eyða því sem fyrir er og um leið skapast eitthvað nýtt. Það eru engin skil. Í rauninni má segja að í verkinu birtist okkur þversögnin sem menn hafa talað um allt frá guðinum Kalí til hagfræðingsins Shumpeter, kenninguna um skapandi eyðileggingu. Að sköpun og eyðing, líf og dauði séu ekki andstæður heldur órjúfanlegar samstæður. Þannig fjallar verkið í rauninni meira um náttúruna heldur en listaverk sem fangar mynd af náttúru. Í rauninni er slíkt verk aðeins sneiðmynd af landslagi á ákveðnu augnabliki á ákveðnum tíma.

Garðurinn fangar kjarna náttúrunnar, efnahvörfin og rofið, þar sem ekkert í náttúrunni er ,,rétt“. Ströndin er eins og hún á að vera, rétt eins og fjallið og fljótið, skógurinn og eyðimörkin, gilið og gljúfrið, allt þetta var eitthvað annað áður en dropar féllu af hinum og umbreyttu landslaginu. Gilið var fjallshlíð, jökull svarf dal ofan í hásléttuna og niður fyrir sjávarmál og hverasvæðið . Allt er háð sífelldri umbreytingu, sífellt flæði, sífellt rof, sífelld efnahvorf, samruni og eyðing.

Það er í rauninni ekki fyrr en maðurinn stígur inn í myndina sem einhverskonar ójafnvægi verður til. Dalur verður ruslahaugur eða fljót verður lífvana eða hæð verður borg og þegar kemur að manninum verður umbreytingin, hin tvíeina sköpun og eyðing allt í einu alls ekki svona augljós. Við hættum að sjá hana og líf okkar virðist snúast um að berjast gegn henni. Gamall bíll, bilað sjónvarp, ónýtur skápur, rispaður geisladiskur, gömul, veik eða dáin manneskja. Þessir hlutir eru ónýtir og ónáttúra í augum okkar, allt í einu er eins og skilin hafi rofnað, það verður augljóst þegar eitthvað hefur eyðilagst og við sjáum ekki að eitthvað nýtt hafi skapast, við skynjum bara ójafnvægi, úr eðlilegur ástandi hefur orðið eitthvað til sem er skilgreint sem skemmd, mengun, bilun.

Þegar eitt hefur breyst í annað sem er í rauninni ekki neitt. Þannig skilur maðurinn eftir sig spor, hauga, rústir og þrávirk efni en það tekur þessa hluti lengri tíma að breytast í annað, dropinn holar steininn og að lokum kemst á annað jafnvægi. En ef við gaumgæfum þá hjálpar Garðurinn okkur að greina og meta umbreytinguna, ryðið sem bólgnar upp við gluggapóstinn á bílnum, kísilinn í vaskinum, hvítar blæðingar í batteríum.

Það er eins og maðurinn hafi staðsett sig fyrir utan og ofan þessa skörun sköpunar og eyðingar og talið sig geta helgað sig sköpuninni í baráttu við eyðinguna, hann helgar lífi sínu baráttunni við eyðinguna, finnur upp efni til að vinna á kísilskán í baðvaskinum, reynir að halda flötinni snyrtilegri og hornréttri, halda eyðingunni og óreiðunni í hæfilegri fjarlægð, eins og sjálf mennskan og mannöldin snúist um að byggja, laga og bæta fyrir þessa eilífu dropa sem falla og tæra og hola steininn.

Góð listaverk hjálpa okkur að skynja heiminn upp á nýtt og þannig hafa þau alltaf fært okkur ný augu eða tæki til að takast á við heiminn, til að skynja hann og skilja. Þau birta okkur stundum hið hversdagslega, hvort sem það er hið hversdaglega hraun sem Kjarval fangaði eða Reykjavík sem Tómas Guðmundsson fangaði í ljóðum sínum eða umbúðirnar sem Warhol fangaði eða hvernig Ragna Róbertsdóttir fangar möl, grjót og salt.

Í garðinum hennar Önnu Rúnar má segja að hún fangi og afhjúpi það sem er innbyggt í öllum listaverkum og öllu efni. Hún fangar forgengileikann en sýnir okkar að hann er alls enginn forgengileiki, það er ekkert upphaf eða endir á neinu. Hún stýrir ferlinu þannig að við sjáum það og skynjum og hugsum um heiminn upp á nýtt. Allt okkar starf verður eyðingunni og umbreytingunni að bráð, vatnslitamynd sem fangar skóginn og fjallið hefur aðeins tekið sneiðmynd af tímanum, náð einum dropa í öllu ferlinu og fangað hann en að lokum mun málverkið gulna, skógurinn mun umbreytast og fjallið molna hægt vegna þess að dropinn holar steininn, spanskgrænan rennur niður andlit þjóðhetjunnar og mengunin tærir marmarastyttur heimsins, vegna þess að allt er alltaf eins og það á að vera.

Andri Snær Magnason


Ljósmyndir: Með leyfi listamanns.

Vefsíða: www.annaruntryggvadottir.net

Garður Önnu Rúnar í Hafnarhúsinu

In the Garden of Anna Run

In the Garden of Anna Run

Íslenska

It can be said that “Garden” (“Garður”) by Anna Rún Tryggvadóttir is, to a certain extent, watercolor art. Fourteen bottles, hanging upside down, mechanically release droplets of water color onto rocks treated with salt and plaster. Each droplet then reacts with the surface, transforming it, coloring it, crystallizing it, so that the work is never the same from day to day. “Garden” is watercolor art in which each color scheme is isolated and removed from its context; its effects are to be studied almost scientifically, as in a laboratory. Each drop exists in solitude. Someone looking at the work sees the original surface gradually destroyed, while simultaneously something new is created. And though the work is really a process, it makes us think about nature because it utilizes natural forces—so that anyone who views the work on a daily basis cannot say that one day it is “right” and the next day “damaged.” The piece is always as it should be, and “Garden” demonstrates through its manmade processes that the natural world does not have a single “right” state.

The artwork is ever-changing; it is constantly erasing the existing state and at the same time creating something new. There are no correct interpretations. In fact, the work demonstrates the paradox that figures—from the goddess Kali to the economist Schumpeter—have articulated: the theory of creative destruction. Creation and destruction, life and death, are not contradictory but rather interwoven concepts. Thus, the work actually engages with nature rather than painting a picture of nature. In fact, such a work is just a snapshot of an ecosystem at a particular moment in time. “Garden” captures the essence of nature, the chemical reactions and the breakdowns, wherein nothing in nature is “right.” The beach is the way it should be, just like the mountain and the river, the forest and the desert, the valley and the canyon. All this was something else before the droplets fell from above and transformed the landscape. The gorge was a mountain slope, the glacier drifted down to the plateau and carved a valley under the sea. Everything is subject to continual transformation, continual flow, continental drift, continual decomposition, continual reactions, interactions and destruction.

It’s not until Man walks into the picture that some kind of imbalance occurs. The valley will be a landfill, far from being the „correct“ existence, a river will be lifeless, or the hill will become a city, and when it comes to man, nature’s continual transformation—the dual creation and destruction—suddenly are not so obvious or accepted. We stop seeing nature and our life seems to be aching to fight it the destructive side and they become „unnatural“. An old car, a broken television, an unused cabinet, a scratched CD, an old, sick or dead person: these things are ineffective and unnatural in our eyes, we do not see anything new, we only see an imbalance and decay. Suddenly it’s as if the understanding of the duality has been lost. The death side, the destructive side of nature becomes decay, damage, pollution.

Once one form has changed to another that is really nothing. Thus what man leaves behind is out of balance and it takes more time to understand how the droplet carves the stone and finally reaches a second equilibrium. But if we look at it, “Garden” helps us analyze and evaluate nature’s transformations: the rust that swells on the car’s windowpane, the silicon in the sink, white spots on the battery. It’s like Man has placed himself outside and above this intersection of creativity and destruction, thinking he can devote himself to be only on the side of growth and creation: he lives out a struggle with the destruction, finds material to work on the silicone in the bath, tries to keep the lawns neat and square, keep the destruction and the mess at bay, as if individuals and mankind could build, fix and improve these eternal droplets that fall and clear and carve the stones.

Good artwork helps us understand the world again and thus has always brought us new eyes or tools to handle the world—to perceive it and understand. They sometimes reveal the everyday, the quotidian—whether it is the everyday lava that Kjarval captured, or the Reykjavík that Tómas Guðmundsson captured in his poems, or the packaging that Warhol captured, or how Ragna Róbertsdóttir captured gravel, stones and salt. In Anna Rúnar’s garden, she captures and uncovers what is native to all works of art and all material. She captures the world’s creation but shows us that it is by no means transient, that there is no beginning or end to anything. She facilitates the process so we see it clearly, then perceive and think about the world again with a new perspective.

All our work will be the destruction and the transformation of what is temporary: a watercolor that captures forest and mountain has only taken a snapshot of time, grabbed one droplet in the whole process and captured it, but eventually the painting will yellow, the forest will be transformed and the mountain will erode slowly because of the droplets in the hollow stone, and lines of verdigris flows down the face of the nation’s hero and pollution stains the world’s marble statues, because everything is always in a process of becoming something else, the way it should be and has always been.

Andri Snær Magnason


Translated by Gabriel Dunsmith.

Photocredit: Courtesy of the artist.

Website: www.annaruntryggvadottir.net

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir er myndlistarkona í Berlín. Ég hitti Guðnýju á hverfisbar í Mitte hverfi Berlínarborgar sem er leynistaður þeirra sem búið hafa lengi í borginni. Það er vel við hæfi. Guðný hefur búið í Mitte hverfi í næstum áratug og þar áður í Hamborg í tólf ár þar sem hún lærði myndlist í HfbK. Tilefni hittingsins er að nýlega vann Guðný myndlistarverðlaun í fyrrverandi heimaborg sinni. Meira um það síðar.

 Guðný ólst upp á 8. áratugnum í Seljahverfinu en var með annan fótinn á Baldursgötunni og miðbænum þar sem amma hennar bjó. Guðný hefur ekki sýnt mikið á Íslandi en minnistæðar eru einkasýningar í Listasafni ASI árið 2003 og ári síðar í Ásmundarsafni og árið 2009 í Hafnaborg og núna síðast í Týsgallerí árið 2014.

Guðný gerir list sem yfirleitt frekar efnislega viðkvæm og krefst líkamlegrar nærveru frekar en að vera gerð fyrir instagram. Hver lína á sitt andartak á blaðinu og skúlptúrar eru oft úr pappír, plastfilmum og öðru léttu efni. Þegar haft er í huga að upphaflega útskrifaðist Guðný úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans kemur ekki á óvart að leir kemur við sögu í mörgum verkanna.

Allar myndirnar í greininni eru frá sýningunni „Swing by 2“ í Poolhaus gallery, Hamborg, Þýskalandi. Nafn innsetningarinnar er „Der ewige Tee“. Ljósmyndari: Jan Bauer.

‘Það var þannig að Bernd og Ingeborg Kahnert fluttu frá Sviss til heimaslóðanna í Hamborg til að eyða ævikvöldinu og flytja til Blankenese sem er gamalt fiskiþorp á jaðri Hamborgar. Þorpið stendur við Elfurá. Þarna býr mikið af fólki sem veit ekki aura sinna tal en veit kannski ekki mikið um myndlist eða menningu yfir höfuð. Þetta er það sem er sagt í Hamborg um þá sem búa í Blankenese. Kahnert hjónin langaði að fá líf í kringum sig og höfðu keypt húsnæði sem er sundlaug og tehús, upphaflega frá 3. áratugnum. Það hafði verið semsagt yfirbyggt og tengt saman í japönskum stíl á 8. áratugnum. Á tímabili hafði sundlaugin meira að segja verið í eigu hins goðsagnakennda Axels Springer. Hann var svo langur að hann gnæfði yfir alla. Svo gekk hann helst um á háum herrahælum til að sýnast ennþá hærri. Hann lét sig samt hafa það og fór stundum úr skónum og synti í lauginni sinni. Ekki löngu eftir að Springer seldi eignina frá sér, um miðjan 9. áratuginn, féll staðurinn í niðurníðslu en fyrir nokkrum árum létu svo Kahnert hjónin gera þetta upp með það fyrir augum að þarna gæti verið sýningarhald og ýmislegt annað menningartengt.’

Kahnert hjónin byrjuðu nýlega að safna myndlist og komust þannig í glæsilegan hóp safnara í Þýskalandi. Það eru fleiri myndlistarsafnarar í Þýskalandi en í nokkru öðru Evrópulandi.

‘Það eru skiptar skoðanir um það af hverju fólk byrjar að safna. Mörgum finnst sem myndlistin hafi verið tekin hálfpartinn í gíslingu af auðkýfingum og fólki af aðalsættum sem kannski fyrir svona tíu, fimmtán árum vissi hvorki haus né sporð á samtímamyndlist eða listasögu yfir höfuð, sérstaklega eftir stríð.’

Hvað sem því líður þá hafa Kahnert hjónin tekið upp á því að safna og sýna myndlist. Þau buðu Guðnýju að vera með einkasýningu sem átti sér stað í desember síðastliðnum. Boðið kom með ársfyrirvara og var vandað vel að öllum undirbúningi.

‘Þjóðverjar taka hlutina föstum tökum og vilja gera vel. Það er ekki kastað til á síðustu stundu. Virðing fyrir verkinu sem og hugsmíðum á sér svo langa sögu. Myndlist er svo hátt metin og vinna og tími myndlistarmanna ekki tekinn sem sjálfsögðum hlut.’

Það er skemmtilegt við þetta verkefni hjónanna er að þau skipuðu tvískipta óháða dómnefnd sem velur listamann ársins og hlýtur hann verðlaunapeninga. Í dómnefnd er hópur fagfólks og svo er líka hópur nágranna og allir hafa jafnt atkvæðavægi. Það myndast ákeðinn núningur og samtal á milli lærðra og leikra. Þannig vill Kahnert fólkið virkja nágranna sinna og vekja á myndlist og skapa stemmingu í hverfinu. Þetta hefur heppnast vel enda vanda þau sig mjög til verka. Það vill svo vel til að Guðný vann þessi verðlaun fyrir bestu sýningu í ‘Poolhaus’ árið 2016 og verkin því náð að sannfæra báða hópana um hversu framúrskarandi hennar verk séu. Vissulega eru listasöfnun einkaaðila stór og mikilvægur hluti í stuðningskerfi listamanna. Margra alda hefð er fyrir þessu meðal borgara- og yfirstéttarinnar og mikil þekking hefur safnast fyrir sem hefur skilað sér í stórkostlegum einkasöfnum. Ingvild Götz safnið í München og Harald Falkenberg safnið í Hamborg eru ágætis dæmi.

‘Þetta eru virkilega vel ígrunduð söfn sem hafa líka byggst upp á frekar löngum tíma., segir Guðný.

Það er samt ekki alltaf það sem er í gangi.

‘Gestir á verðlaunafhendingunni voru bland af fólki úr hverfinu og myndlistarsenunni í Hamborg. Við sátum þarna ég og sem deildi með mér verðlaununum [innskot: á listamannaspjallinu]og það spunnust upp umræður um það hvort gestunum þætti mikilvægt að fá útskýringar á verkunum. Sumum þótti það mjög mikilvægt en mér fannst það koma skemmtilega á óvart að það var þarna sérstaklega einn maður sem tók til máls og fleiri menn með honum sem vildu helst ekki kynnast listamanninum eða hans upphaflegu hugmynd. Þeim fannst meira varið í að njóta listaverksins augliti til augliti án útskýringa frá listamanninum sjálfum. Maður skynjaði þarna smá von þegar hann sagði það þessi maður vegna þess að það hefur aukist svo mikið að fólkið sem er allt í einu komið upp á dekk í listheiminum að það þarf sumt mikla persónulega athygli frá listamanninum. Hún eykst jafnt og þétt krafan um tíma listamannsins, félagsskap og í raun og veru er þessi tilhneiging að skreyta sig út á við með listinni. Listamaðurinn er stundum orðinn að einhverju svona sirkusdýri og listin að einskonar leiktjöldum í veislum hjá ríku fólki. Þetta var ekki alveg svona ýkt fyrir um svona tuttugu árum í Þýskalandi en frá því um 2000 hefur orðið mikill uppgangur hjá yfirstéttinni og aðlinum í Þýskalandi. Þetta fólk er farið að láta bera meira á sér og gera kröfur.

Guðný hefur margt til málana að leggja enda þekkir hún senuna vel. Við höfum lokið við ´Schinekenkäsertoast’ sem barþjónninn bjó til fyrir okkur af mikilli kostgæfni og virðingu fyrir eigin starfi. Nokkrum mánuðum síðar þegar viðtalið er fullklárað höfum við komist að því að barþjóninn hafi skyndilega orðið bráðkvaddur. Heimurinn er hverfull. Við yfirgefum leynistaðinn og höldum út á vit borgarinnar.

 Hulda Rós Guðnadóttir


Vídeóið með greininni er verk Huldu Rósar. Meira um það:  www.whiterabbitonline.org

Vefsíða Guðnýjar: www.gudnygudmundsdottir.com/visual-artist

 Ljósmyndir með grein: Jan Bauer / Courtesy Gudny Gudmundsdottir

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi–Úr Jafnvægi nefnist sýning sem nú er uppi í sal Ketilhússins í Listasafninu á Akureyri. Salurinn er þekktur er fyrir mikla lofthæð auk sýningarrýmis á svölum. Þannig er hægt að sjá sýninguna frá tveimur sjónarhornum; frá gólfinu í salnum og ofan af svölunum. Sýningin stendur yfir frá 9. september – 12. nóvember 2017.

Innsetningin byggir á þremur, ómáluðum stöplum, gerðum úr spónaplötum og fimm hillum á vegg úr sama efni. Stöplarnir eru allir 90 cm háir og 45 cm breiðir en lengd þeirra er mismunandi. Sá minnsti er um hálfur metri að lengd, staðsettur upp við vegg, gegnt hillunum. Í rýminu sjálfu eru tveir langir stöplar, annar 4m og hinn um 11m, staðsettir að hluta til samsíða og skáhalt í salnum. Þessi uppsetningin gefur sýningunni bæði kraft og sérstöðu.

Á stöplana og hillurnar raðar Rúrí margskonar hlutum frá mismunandi tímum, m.a. vigtum, fræðibókum, landakortabókum, misstórum hnattlíkönum, skeið- og vekjaraklukkum, vatnsflöskum, tímaglasi, krukku með peningum o. fl. Í uppröðun hlutanna er vel hugað að efni, formi, litum og innihaldi sem vinna saman og mynda kraftmikla og áhugaverða heild þar sem fágun og jafnvægi ræður ríkjum. Á vigtirnar setur hún mismunandi hluti og oft hvíla þær sjálfar á bókastöflum. Hún staðsetur hlutina í línum á löngu stöplunum, hvern á sinn hátt; sumir halla til vinstri aðrir til hægri og fjarlægðin á milli er vandlega úthugsuð. Staðsetning hlutanna gefur sýningunni takt sem eflist enn frekar við tikkið og sláttinn í gamalli klukku sem ómar um allt húsið. Segja mætti að lykilverk sýningarinnar sé stór vatnsflaska sem staðsett er á fornri trévigt með mælikvörðum úr járni. Óneitanlega vekur þetta verk upp spurningar um þyngd og verðgildi vatnsins, nauðsynlegustu auðlind jarðarinnar. Enginn lífvera lifir án vatns.

Táknmál – tungumál

Tími, mælieiningar, rýmið og alheimurinn og hvernig mannkynið umgengst jörðina er aðalinntak sýningarinnar. Hvernig við sem búum á jörðinni höldum okkur og henni í jafnvægi og reynum að draga úr ójafnvægi. Klukkan tifar, það er tími til að vakna og hefjast handa áður en það verður of seint. Tíminn er ekki ótakmarkaður og ekki er hægt að fara hálfsofandi í gegnum lífið aðgerðarlaus og ómeðvitaður um eigin hlutdeild. Við berum ábyrgð á eigin lífi og umhverfi okkar, í samfélagi við aðra.

Sýningin fjallar um margskonar jafnvægi og andstæðu þess; ójafnvægi, hjá einstaklingunum, samfélaginu og jörðinni sem plánetu. Uppistaða lífs á jörðinni er loft og vatn, annað söluvara hitt óseljanlegt. Auðhringir og efnafólk keppast um að komast yfir vatnsból og verðmæt landsvæði auðug af vatnsuppsprettum. Ójafnvægið veldur stríði og baráttu um auðlindir jarðar.

Hnattræn hlýnun ruglar m.a. vatnskerfinu sem veldur hækkun á yfirborði sjávar og ruglar og breytir vistkerfinu. Í tungumálinu er talað um að leggja á vogarskálarnar, sem þýðir að vega og meta hluti og aðstæður. Það leiðir hugann að því hvernig vistkerfið og hagkerfin þurfa að vera í jafnvægi en ekki ójafnvægi.

Sýningin er byggð upp af kunnuglegum hlutum settum fram sem táknum sem áhorfandinn getur ráðið í og sett í orð, setningar og skiljanlegt tungumál í eigin vitund og aukið skilning á því sem hann sér og skynjar. Í texta sem fylgir sýningunni er innihaldi sýningarinnar lýst: „Þessi sýning leggur listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarðar, vega tíma, vega vægi mismunandi gilda, til dæmis hagkerfi á móti vistkerfi, eða vægi huglægra gilda“.

Vatnsflöskur og landakort framtíðar

Rúrí hefur um langt skeið verið áhrifamikil í íslenskri myndlist. Hún er fjölhæfur myndlistarmaður, oft með pólitíska nálgun og jafnvíg á skúlptúra, gjörninga og innsetningar. List hennar er löngu orðin þekkt út fyrir landsteinana. Meðal verka hennar er einn þekktasti skúlptúr landsins, Regnboginn, sem milljónir manna hafa barið augum, en færri vita e.t.v. hver höfundurinn er. Verkið stendur við flugstöð Leifs Eiríkssonar og er frá árinu 1991.

Síðustu mánuðina hafa Eyfirðingar og gestir þeirra átt kost á því að sjá list Rúrí bæði í Verksmiðjunni á Hjalteyri og í Listasafninu á Akureyri og einnig gjörning hennar á gjörningahátíðinni A! sem haldin var í byrjun september s.l.

Gjörningurinn stóð yfir í 80 mínútur og hafði Rúrí tvo svartklædda menn sér til aðstoðar. Sjálf var hún einnig í svörtu og umgjörðin var rannsóknarstofa. Taktfast reif hún blaðsíður úr heilli Atlasbók og enduðu þær, með aðstoð hjálparmannanna, í tætara og því næst ofaní tilraunaglasi með tappa, upp í hillu rannsóknarstofunnar. Ferlið var síendurtekið, fágað og skýrt og gjörningurinn í heild afar eftirminnilegur. Tilfinning fyrir tíma og rými virtust hverfa.

Í sumar tók Rúrí þátt í sýningunni Hverfing/Shapeshifting, í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hún sýndi annars vegar nokkur landakort sem vísa til framtíðar, og hins vegar langa röð af tómum, misstórum vatnsflöskum sem liðuðust eins og lækur eftir gólfinu í risastórum sal Verksmiðjunnar. Rúrí er sérlega lagin við að búa til líf og kraft með staðsetningu hluta og rýminu sem myndast á milli þeirra. Flöskurnar fengu þannig líf og tilgang sem getur verið flókið að fanga, í þessu hráa og mis-vel upplýsta rými. Þarna voru mörg góð verk en þessi vatnskrukkuröð talaði skýrast til mín auk kortanna sem lýstu framtíðarsýn á landið ef fer sem horfir varðandi hækkun yfirborðs sjávar. Sá raunveruleiki gleður engan.

Krefjandi spurningar

Þær spurningar sem verk Rúrí vekja eru ekki léttvægar. Hún teflir fram staðreyndum sem myndmál listarinnar gefur áhorfandanum færi á að upplifa á annan hátt en það sem fræðimenn tjá með tölugröfum, línu-og fræðiritum, stundum í frekar eintóna framsetningu. Hlutverk vísindamanna og listamanna eru því ólíkt þó stundum takist þeir á við svipuð eða sömu viðfangsefni og varpi fram samskonar spurningum sem okkar er svo að svara.

Á sýningunni Jafnvægi–Úr Jafnvægi, dregur Rúrí upp mynd af raunveruleikanum, með tilheyrandi spurningum. Hún predikar ekki en gefur okkur andrými til að bæta við verkið í huganum svörum við spurningunum og þannig jafnvel klára verkið. Sama gildir um Regnbogann, við Leifsstöð þar sem hún gefur okkur sýn á hluta regnbogans, okkar eigin hugsun og túlkun klárar svo verkið. Hver og einn sér þá Regnbogann á sinn einstaka hátt. Sýning Rúríar talar skýrt máli fagurfræðinnar og hvetur til ígrundunar og ábyrgðar á eigin lífi og því hvernig hægt er að vinna gegn ójafnvægi, í víðum skilningi.

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir


Ljósmyndir: Listasafnið á Akureyri Vefsíða Rúríar: ruri.is Vefsíða safnsins: www.listak.is

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Tilberinn 2017 var veittur laugardaginn 28. október á hátíð Dags Myndlistar í höfuðstöðvum Sambands Íslenskra Myndlistarmanna. Tilberann hlaut átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, með Jónu Hlíf Halldórsdóttur, formann SÍM, í forsvari.

Þetta er í þriðja sinn sem Tilberinn er veittur, en Helga Óskarsdóttir, myndlistarkona, hönnuður, galleristi og útgefandi, hlaut viðurkenninguna 2016, og Freyja Eilíf Logadóttir, myndlistarmaður og eigandi viðburðarýmisins Ekkisens, hlaut hana árið 2015.

Á bak við Tilberann standa Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Sigrún Sirra Sigurðardóttir, myndlistarkonur.

Um Tilberann:

Tilberinn er viðurkenning sem veitt er árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar og auðgað þannig menningar- og listalíf landsins. Honum fylgir jafnframt orða sem heiðursverðlaunahafinn er sæmdur til frambúðar.

Tilberinn sjálfur dvelur hjá verðlaunahafanum í eitt ár til hvatningar og innblásturs. Tilberann geta hlotið myndlistarmenn og aðrir sem starfa við fagið,  þ.e. einstakir  listamenn, sýningar, útgáfur eða sýningastaðir. Sérstaklega er horft til þeirra sem hafa áorkað miklu af litlum efnum – þeirra sem tekist hefur að magna upp úr vanefnum seið í anda gullgerðarmanna.

Gripurinn sjálfur er framkallaður í þeim sama anda, en Tilberinn er gerður úr endurunnum áldósum sem safnað var af listamönnum frá listamönnum, sýningarstöðum og listmenntastofnunum.

Um verðlaunin þessu sinni var eftirfarandi sagt varðandi forsendur viðurkenningarinnar:

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, með Jónu Hlíf í fararbroddi, markar upphaf stéttarbaráttu myndlistarfólks á Íslandi. SÍM er nú orðið það öfluga verkalýðsfélag sem okkur sárvantaði – myndlistarfólk er ekki lengur eins og hafnarverkafólk á kreppuárunum, sem var skömmtuð vinna í korter fyrir greiðasemi, bundið launaleynd.

Það kerfi sem við myndlistarfólk höfum búið við allt of lengi var tímaskekkja í anda þess sem fyrstu sveitakrakkarnir á mölinni upplifðu á 4. áratug síðustu aldar.

Það er ótrúlegur munur að hafa stéttarfélag á bak við sig sem tekur slaginn fyrir heildina, samanborið við að standa einn, með óljósar hugmyndir um réttindi, gildi og verð ,,vörunnar og vinnunnar” í samningaviðræðum við sýningarstaði. Við viljum jú öll sýna, og það hefur verið viðkvæðið og okkar trú að það sé heiður og upphefð að fá að sýna verkin sín. Nú í krafti átaksins VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hefur loksins skapast grundvöllur þar sem vinna myndlistarmanna er virt að verðleikum, til jafns við önnur störf.

Ljósmynd af aðstandendum og handhöfum Tilberans: Erling Klingenberg
Vefsíða átaksins Við borgum myndlistarmönnum.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest