Kæra framtíð

Kæra framtíð

Kæra framtíð

Guðrún Vera Hjartardóttir var með sýninguna „Kæra framtíð“ í SÍM salnum frá 5.-20. júlí. Útsendari artzine leit við og fékk að heyra hvað listakonni lá á hjarta. Guðrún Vera hefur verið starfandi í myndlist frá útskrift úr Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1991 og AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi árið 1994. Guðrún Vera hefur þróað á þessum tíma sérstakt samfélag vera sem hafa sterkan karakter en eru þó ofur viðkvæmar, oftast naktar og sýnast vera hlaðnar sterkum tilfinningum. Guðrún vera notar ýmsa miðla sem henta hugmyndinni hverju sinni og eru verk hennar gjarnan settar fram í formi innsetninga. Sýningin í SÍM salnum er innsetning sem byggir á skúlptúrum en líka leik með vatnsliti. Vídeóverkið  er einnig hljóðverk sem er afgerandi þáttur í heildarupplifuninni.

Guðrún Vera við innsetningu sína í SÍM salnum.

Í videoverkinu töluði persónur með grímur í belg og biðu um hluti sem þær voru í uppnámi yfir, eins og mengun sjávar og annað sem truflaði huga þeirra og mynduðu kakófónískt hljóðverk.

Önnur af tveimur leirpersónum sýningarinna horfir upp, kannski hrædd, kannski forvitin.

Skúlptúrinn sem gerður var eftir teikningunni sem var kveikjan að sýningunni.


Vera horfir upp á við.

Gríma.

Helga Óskarsdóttir


Ljósmyndir og upptaka: Helga Óskarsdóttir

Plánetugarðurinn.: Í rækt eða órækt?

Plánetugarðurinn.: Í rækt eða órækt?

Plánetugarðurinn.: Í rækt eða órækt?

Fyrir þá sem ekki þekkja til er Manifesta evrópski ferða-tvíæringurinn sem haldinn er í nýrri evrópskri borg annað hvert ár. Í ár opnaði hann laugardaginn 16. júní undir heitinu ‘A Planetary Garden: Cultivating Coexistence’ (‘Plánetugarðurinn: Ræktun Sambúðar’) á mörkum Evrópu, Afríku og Miðausturlanda á eyjunni Sikiley í Miðjarðarhafi. Staðsetningin var álitin hvorki meira né minna en sjálf miðja jarðar í þeirri heimsmynd sem ríkti þegar hafið hlaut nafn og saga og lýðfræði eyjunnar markast mjög af miðjusetningunni.

Borgarstjóri Palermo, Leoluca Orlando, kallar borgina ‘borg farandsfólks’ og staðsetur borgarpólitíkina í kjarna átakanna á Ítalíu, og Evrópu í víðara samhengi, um flóttamannabátana sem leita um þessar mundir vinveittra hafnaborga. Á meðan að Ítalía sjálf hefur lokað á báta arkar Orlando niður að höfn og heilsar fólki á flandri með handabandi. Þetta minnir á gamla tíma í Reykjavíkurhöfn þegar farþegabátum var fagnað eins og þjóðhátíð væri. “Hér í Palermo – og þetta er óbreytanleg ákvörðun okkar – eru engir innflytjendur. Þeir sem koma til borgarinnar verða Palermobúar. Yfirlýsingin ‘Ég er manneskja’ er hluti af stjórnarskrá Palermoborgar og krefst viðurkenningar á rétti fólks til alþjóðlegs hreyfanleika sem grundvallarmannréttindi’, segir Orlando í texta sýningarskrárinnar. Við hefðum átt að setja svipaða málsgrein í okkar reykvísku stjórnarskrá á meðan tækifæri gafst og bátakomur vöktu fögnuð.

Titill sýningarinnar er fenginn úr smiðju franska landslagsarkitektsins Gilles Clément sem notaði hugtakið plánetugarðurinn til að lýsa mannkyni sem garðyrkjumönnum jarðarinnar. Hugtak Clément er innblásið af þekktu 19. aldar málverki sikileyska málarans Francesco Lojacono sem sýnir grasagarð borgarinnar þar sem allar tegundirnar eru aðfluttar og þykir verkið og garðurinn vera myndlíking fyrir lýðfræði og sögu borgarinnar. Þessi saga einkennist af reki fólks og plantna með bátum hvaðanæva að og þar sem Palermo hefur haft það hlutverk að vera festi fyrir fólk og plöntur á reki. Það var einmitt mikill áhugi blaðamanns á garðyrkju og reki og festu fólks og plantna að hún dróst að Manifesta í ár. Áhuginn vaknaði við að hafa unnið að vinningstillögu samkeppni Faxaflóahafna um útilistaverk við miðbæjarhöfnina – villigarði á mörkum sjávar og lands, festi fyrir reka á beinan en einnig táknrænan hátt. ‘Garden of Flows’ (‘Flæðisgarðurinn’) er eitt af þrem þemum tvíæringsins í ár.

Annað þema er ‘Out of Control Room’ (‘Stjórnlausa Rýmið’) sem vísar í staðsetningu eyjarinnar og þátttöku í þeim landfræðilegu og pólítísku breytingartímum sem við lifum í dag. Þriðja þemað er ‘City on Stage’ (‘Borg sem Svið’) og byggir á forrannsókn sem hátíðarstýran Hedwig Fijen pantaði af hollenska arkitektafyrirtækinu ‘Office for Metropolitan Architecture (OMA)’ (‘Skrifstofa Stórborgar Arkitektúrs’) á menningarlegum, félagslegum, landfræðilegum og pólitísku flækjustigi borgarinnar og sem skapar ramma tvíæringsins. Sýningarstjórarnir fjórir tóku sér þessa rannsókn sem upphafspunkt en einn þeirra er einmitt sikileyski arkitektinn Ippolito Pestellini Laparelli sem búsettur er í Rotterdam og er meðeigandi í OMA arkitektafyrirtækinu. Metnaðarfullt markmið Orlando borgarstjóra andar þarna sterkt inn en það takmarkast ekki við að setja á svið nokkra mánuði af listviðburðum heldur lítur hann á tvíæringinn sem tæki til að breyta borginni sjálfri og þróa með menninguna að vopni. Þó falleg sé og sjarmerandi er borgin augljóslega að mörgu leiti í niðurníðslu.


What Is Above Is What Is Below. ‘Cooking Sections’ í Giardino dei Giusti garðinum. ‘Garden of Flows’ hluti tvíæringsins.

Áður en farið er nánar út í það er vert að fjalla aðeins um aðaláhugamál blaðamanns, garðyrkjuhlutann. Með þá reynslu í farteskinu að hafa búið um hríð í Norður-Afríku varð blaðamanni það ljóst frá fyrstu mínútu að kerfisbundið áhorf og skipulögð rýni væri ekki möguleg í Palermo heldur væri málið að fylgja flæðinu og sjá hvað kæmi í fangið. Þetta reyndist mjög árangursrík aðferð og í takt við flæðisgarðinn sem líkt og plöntur og menn jarðar og reyndar tvíæringurinn sjálfur flæddi yfir borgina á mjög lýðræðislegan hátt með enga sérstaka aðalsýningu á einum stað. Fyrir þá sem þekkja ekki til er eitt aðalvandamál Sikileyjar þurrkur sem er afleiðing þess að undir lok 30 ára stríðsins í Þýskalandi 17. aldar þá var fólki gefið leyfi til að leggja undir sig aukið landsvæði til ræktunar og búsetu til þess að fjármagna stríðsreksturinn.

Límónutré ‘performerar’ í verkinu What Is Above IS What Is Below úr ‘Garden of Flows’ hluta tvíæringsins.

Eitt af þessum landsvæðum var Sikiley og skóglendi var rutt til að koma fyrir kornökrum. Þetta, og síðari tíma þróun, olli því að rakinn sem trjáræturnar héldu í jörðu hefur horfið mikið til. Það var því áhugavert að skoða innsetningar og gjörningaverk lúndunarbúanna Alon Schwabe og Daniel Fernández Pascual ‘Cooking Sections’ (‘Eldunar Hlutar’) en það fólst í tilraun til að rækta tvö límónutré í garðinum á Chiesa di S. Maria dello Spasimo höllinni án þess að vökva þau með því að festa raka í terra cotta múrsteinum sem umluktu tréin og vökvuðu þau með nærveru sinni. Önnur tilraun í Giardiono dei Giusti garðinum var að festa raka í fiskinetum sem umluktu hávaxinn tré sem þar voru fyrir. Tvíæringurinn er stútfullur af fleiri áhugaverðum verkum sem rýna í, bregðast við eða kallast á við staðbundinn og oft á tíðum um leið hnattrænan veruleika.

Af þáttöku Íslendinga var það helst að frétta að menningarfrömuðurinn Sara Löwe Daðadóttir tók þátt í 5 x 5 hliðardagskránni en 5 galleríum í Evrópu sem starfa á jaðri þess að vera verkafnamiðuð frekar en hrein sölugallerí var boðið að taka þátt í dagskrá sem stóð yfir á foropnunardögum og opnunarhelgi hátíðarinnar. Þátttaka Söru var hluti af dagskrá berlínska gallerísins Exile á Balero markaðnum og fólst í útgáfu ‘Utopian Union’ (‘Útópíu Samtökin’) á ‘Year one (1)’ (‘Ár eitt (1)’) heimildarbókinni. Íslendingar þekkja vel ‘Utopian Union’ sem m.a. tók þátt í Cycle listahátíðinni í Kópavogi á síðasta ári með hlutverkaleik. Útgáfan var í nafni Reflektor M, netvettvangs fyrir samtímalist sem staðsettur er í Munich og er undir stjórn María Inés Plaza Lazo sem einnig er annar stjórnanda Exile gallerís.

5 x5 var ný hliðardagskrá á Manifesta í ár. Fimm galleríum var boðið að koma til Palermo og vera í samtali við fagfólk úr lista- og menningarheimi borgarinnar með því að setja um ‘pop-up’ sýningar. Galleríin voru aðallega frá Ítalíu en einnig var Annet Gelink í Hollandi og Exile í Berlín boðið að taka þátt. Exile valdi að vera með ‘sumarbúðir’ á Balero markaði borgarinnar á foropnunardögum og opnunarhelgi tvíæringsins. Hér sérst Sara Löve Daðadóttir undirbúa bókaútgáfu ‘Utopian Union’ og ‘Reflektor M’ á Balero markaðnum.

Í bókinni er farið yfir atburði sem ‘Utopian Union’ hefur haldið á Feneyjartvíæringnum í tengslum við þýska sýningarskálann; stórfund listamanna, Rojava búa og fleiri í Berlín á síðasta ári; vinnustofu í Kaupmannahöfn; hlutverkjaleiki á vegum UU; og margt fleira. Annað verkefni sem Sara tekur þátt í sem skipuleggjandi var einnig á markaðnum á vegum Exile en það var verk pólsku listakonunnar Kinga Kielczynska sem fjallar um afdrif síðustu leifa hins upprunalega Evrópuskóglendis, Bialowieza skógarins, sitthvoru megin við landamæri Póllands og Hvíta Rússlands. Kinga var með staðbundna innsetningu samansettri af gróðurafskurði úr grasagarði borgarinnar troðnum inn í bíl en einnig af teikningum annars staðar á markaðnum sem kölluðust á við nýlega sýningu hennar í Exile.

Verk pólsku listakonunnar Kinga Kielczynska á vegum Exile gallerí á Balero markaðnum.

Viðamesta verkefnið tengt Íslandi á tvíæringnum er án efa verkefni íslensk/svissneska listamannsins Christoph Büchel sem haldið er samsíða tvíæringnum. Þátttaka hans er viljandi gerð mjög óræð en hvergi er minnst á nafn hans í sýningarskránni eða á korti hátíðarinnar. Orðrómur um þátttöku ásamt nafni hans á taupoka hátíðarinnar er eina sem gefur til kynna að verk hans sé einhvers staðar á eyjunni. Það var fyrir tilviljun að fyrsta manneskja sem blaðamaður rakst á eftir að hafa stigið út úr rútunni frá Catania flugvelli var Nína Magnúsdóttir sýningarstjóri og skipuleggjandi með meiru. Hún var stödd á dæmigerðu Palermortorgi ásamt Úu dóttur sinni að safna stuðningsundirskriftum fyrir verkefnið ‘Barca Nostra’ (‘Skipið Okkar’). Verkefnið snýst um að flytja skipsflak frá Palermo til Brussel til heiðurs frelsis mannkyns til hreyfanleika og reisa úr skipinu ‘Minnismerki um Evrópusambandið’.

Skipið sjálft fórst með þúsund flóttafólk innbyrðis árið 2015 og verkefnið er kynnt sem frumkvæði fólks á flandri og hvergi er minnst á nafn forsprakkans sjálfs Christoph Büchel. Undirskriftarborðið er látlaust og ekki merkt á Manifesta kortið og söfnunin lítur ekki út fyrir að hafa neitt með tvíæringinn að gera. Ruglaðar raddir á foropnunardögunum hvísluðu sín á milli “Hvar er verkið hans Christophs?“ Að rugla í fólki á þennan hátt virtist vera hluti af verkinu og gengið var ennþá lengra með skipulagðri heilsdagsferð ‘Dream in Progress’ (‘Draumur í Framförum’) á ‘Manifesto Gibellina Nuova‘ upp í fjöllum Sikileyjar. Prentaður bæklingur sem fylgdi var alveg laus við nafn Christophs og fáir voru tilbúnir að treysta því að ferðin, sem leit út fyrir að vera túristaferð svipaðri kanarískri grísaveisluferð, væri verkið.

Miði í ferðina Manifesto Gibellina Nuova upp í fjöll Sikileyjar.

Blaðamaður artzine ákvað að fara að ráðleggingum Nínu og fara í ferðina, sleppa hræðslunni við að missa af að sjá lykilverk í Palermo, treysta á flæðið og skella sér út í óvissuna. Eftir að hafa misst af moskunni í Feneyjum var ekki málið að missa af uppátækjum Christophs á Manifesto í Trapani héraði í Sikileyjarfjöllum.

Ferðafélagar í ‘Dream in Progress’ ferðinni klóra sér í hausnum í rústum bæjarins sem lagðist í eyði í jarðskjálftunum 1968. Fyrir miðju er leiðsögumaður úr héraði. 

Eins og Manifesta þá deildi Manifesto sér niður í þrjú meginþema: ‘Archaeology of the future – collateral damage’ (‘Fornleifafræði framtíðarinnar – tryggt tjón’) sem rannsakar hið ókláraða og í rústum í hnattrænu flæði samtímans með því að heimsækja rústir bæja sem orðið höfðu illa úti í jarðskjálfta árið 1968 en einnig veigamikið landslistaverk ítalska listamannsins Burri sem gleypt hefur rústir eins þorpsins undir nafninu ‘Cretto’.

Ferðafélagar djúpt í iðrum Cretto landlistaverks Burri sem staðsett er yfir þeim stað sem bærinn Gibellina var áður. Fremst á myndinni er Nína Magnúsdóttir sýningarstjóri að ræða við ferðafélaga.

Form og línur Cretto kallast ekki einungis á við sprungumálverkin sem listamaðurinn er þekktur fyrir heldur einnig ‘arkitektúr’ í landslagi landbúnaðahéraðsins í kring.

Sýn hins mikla listamanns er fyrirferðarmikil og verkið var sett upp á sínum tíma í óþökk syrgjandi þorpsbúanna sem töpuðu þarna áttum í gamla heimabænum sem steypt hafði verið yfir. Annað þema var ‘Concrete Utopia’ (‘Steypt Útópía) og einblíndi á samband lista og arkitektúrs og samtal þessa greina við bæinn Gibellina Nuova, samfélög innan þess, hefðir og almenningsrými. Gibellina Nuevo er bær sem byggður var til að hýsa íbúanna 2000 sem lifðu af jarðskjálftanna í bænum sem landslagsverk Burri hefur gleypt. Hin nýja Gibellina er byggð með framtíðina í huga eða margfalt stærri íbúafjölda og var á 9. áratugnum fyllt af tugum risastórra vanræktra útilistaverka og ókláraðra stórmenningarbygginga undir stjórn stórmennis bæjarins sem hafði þá framtíðarsýn að byggja stórbæ á grundvelli listar og arkitektúrs. Í dag er mjög eyðilegt um að litast á tómum torgunum og í kringum verkin sem mörg hver eru börn síns tíma. Enginn veit hver borgaði fyrir þetta allt saman.

Ókláruð risastór glæsibyggingin sem átti að vera leikhús bæjarins minnir helst á martröð um ofvaxið bílastæðahús í Reykjavík. Þriðja þema Manifesto er ‘Uncultivated garden of coexistence – the third landscape’ (‘Óræktaði garður sambúðar – þriðja landslagið’) og kjarnast um heimsókn í grasagarð Gibellina Nuova, risastórt moldarflæmi sem kallast á við óhirt listaverkin og ókláruðu byggingarnar í bænum en einnig við titil og um leið langtíma ásetning Manifesta tvíæringsins sjálfs.

Arkitekt OMA tekur hér mynd af ókláraðri leikhúsbyggingu Gibellina Nuova.

I Feneyjum tókst Christoph að ganga inn í kjarna goðsögunnar um hið frjálslynda verslunarsamfélag og um leið ganrýna afstöðu samtímalistasenunnar. Það varð ekki bara allt vitlaust á borgarskrifstofum Feneyjaborgar heldur lokuðu líka áhrifamiklir listamenn, hér heima og alþjóðlega, á umræðu í kringum verkið. Christoph hafði hitt á marga viðkvæma punkta en hafði ekki gerst sekur um framandgeringu né að skreyta sig með menningu annarra á óviðeigandi hátt. Hann var í góðu og miklu samstarfi við íslamska samfélagið á Íslandi og í Feneyjum og það skilaði sér í umræðu á þeim vettvangi, sem og á fræði- og pólitískum vettvangi á alþjóðavísu, varðandi vaxandi íslamafóbíu og fleira, þó aðilar í samtímaheiminum sem ekki vildu rugga bátnum hefðu þagnað eða reynt að þagga niður. Verk í íslenska skálanum hefur sjaldan haft jafn mikið vægi alþjóðlega eða sett íslenska myndlistarsenu jafn rækilega á kortið.

Á Manifesto vinnur Christoph aftur í beinu samstarfi við ákveðinn samfélagshóp sem hefur verið jaðarsettur og vanræktur. Í þessu tilfelli eru það íbúar í Trapani landbúnaðarhéraðinu á Sikiley. Að vera íbúar í gleymdu héraði eða svæði er reynsla sem íbúar margra héraða Evrópu eiga sameiginlegt og því hefur samstarfið víðtækari vísun. Á Sikiley stofnar Christoph til kjarnyrts samtals og leggur fram gagnrýna spurningu við yfirlýst markmið Manifesta í Palermo og borgaða þátttöku hollenska arkitektafyrirtækisins OMA til að stunda rannsóknir á veruleika Palermo. Falið undir fallegum ásetningi í texta sýningaskrárinnar er sú staðreynd að rannsóknin gefur OMA mikilvægt forskot þegar útboð hefjast í þeirri langtíma framfarauppbyggingu sem Orlando borgarstjóra sér sem framtíð borgarinnar.

Með því að sýna bæinn Gibellina í nýrri og eldri gerð undir upprunalegri ferðamannaleiðsögn fólks á staðnum tekst Christoph að leggja fram metarýni á fyrirbærið tvíæringa í sjálfu sér og sérstaklega Manifesta í Palermo en engin fordæmi eru fyrir slíkri forrannsókn arkitektafyrirtækis. Í ljósi þess að Hedwig Fijen hefur lýst yfir að slík forrannsókn arkitektafyrirtækis sé framtíð Manifesta fær verk Christops aukna vigt. Það verður hrifnæmum nauðsynlegt til að halda sér á jörðinni nálægt því sem er.


Ferðafélagar á torgi fyrir framan borgarskrifstofur Gibbelina Nuova. Á myndinni sást brot af stórum og vanræktum útilistaverkum bæjarins og einnig aðkeyptum arkitektúr.

Þegar Manifesta var næstum því haldin á Íslandi

Manifesta sem ferða-tvíæringur getur sannarlega virkað sem tæki til að flýta fyrir heldrunarferli í höndum réttra aðila hvort sem þeir gera það af góðum ásetningi eða til þess að hagnast eða eru ómeðvitaðir um hver kostnaðurinn er. Í þessu samhengi er gott að rifja upp hvernig Manifesta varð næstum því haldið á Íslandi undir lok síðasta áratugar. Um miðjan áratuginn var þýska sýningarstjóranum Christian Schöen falið það verkefnið að stofna íslenska kynningarmiðstöð myndlistar og koma myndlistarmálum í faglegan jarðveg. Um svipað leiti árið 2005 var haldin Listahátíð í Reykjavík sem beindi sjónum að íslenskri myndlist á hátt sem ekki hafði þekkst áður.

Mikilvægt fólk úr miðju listheimsins flyktist til landsins og var flogið á milli myndlistarsýninga Listahátíðar í öllum landshlutum. Þetta var hátíðin sem kom íslenskri myndlist á kortið. Christoph Büchel var hluti af þessari bylgju sem myndaðist í kjölfarið og sem listamannavinnurýmið Klink og Bank var miðlægt í. Nína Magnúsdóttir var einmitt stjórnandi Klink og Bank á þessum tíma og lykilmanneskja í tengslanetamyndun í kringum það.

Christian var mjög metnaðarfullur fyrir hönd íslenskrar myndlistar og vildi nýta þetta tækifæri sem athyglin á Listahátið 2005 var. Hann notaði tengsl sín við stjórnanda Berliner Liste listamessunnar til að Klink og Bank yrði boðin þátttaka þar og vann einnig nótt og dag við að sannfæra áhrifafólk í íslenskum nefndum um að það væri málið að styrkja íslenska listamenn eins og Egil Sæbjörnsson til vinnustofudvalar í Künstlerhaus Bethanien í Berlín. Christin fylgdi svo athyglinni eftir með því að bjóða hópi af Manifesta sýningarstjórum til Íslands með það í huga að undirbúa jarðveginn fyrir það að Manifesta yrði haldin fljótlega á Íslandi.

Hedwig Fijen var mjög hrifin af þeirri hugmynd og lagði sérstaka áherslu á að sýningarstjórarnir færu til Íslands til að velja íslenska listamenn til þáttöku á Manifesta. Það varð úr að listamennirnir Margrét Blöndal, Ragnar Kjartansson og Ólafur Ólafsson/Libia Castro tóku þátt árið 2008. Íslenska ríkið tók líka vel í hugmyndina og samningur um að hýsa Manifesta lá á borði Mennta- og menningarmálaráðherra til undirskriftar þegar Lehmann bræður urðu gjaldþrota. Þegar Ísland varð síðan nær gjaldþrota í kjölfarið stóð valið á milli þess að heiðra tvo samninga sem lágu á borðinu og heiðursþátttaka Íslands í bókamessunni í Frankfurt varð ofan á.

Eftir langt ferli og uppbyggingu til að koma þessum mikilvæga atburði til Íslands þá voru þetta að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Reykjavíkurborg og íslenska ríkið höfðu vissulega ekki sömu sýn á myndlistarviðburð sem eitthvað sem hægt væri að byggja á eins og Orlando borgarstjóri Palermo gerir í dag eða stórhugar 9. áratugarins gerðu í Gibellina Nuova. Heldrunarferli er flókið og marglaga fyrirbæri sem eins og nýlenduferlið kjarnast um að einn þjóðfélagshópur tekur yfir rými annars og því fylgir umbreyting á fagurfræði og ásýnd og margt fleira. Ákveðnir hópar hagnast og hagur þeirra vænkast á meðan aðrir hópar eru jaðarsettir.

Myndlistarheimurinn er ekki laus við að vera staðsettur í þessari hringrás og hafa ákveðið hlutverk. Oft bætist hagur myndlistarsenu í upphafi slíks ferils, húsnæði býðst til dæmis á góðum stað á góðu verði, en á síðari stigum kemur oft annar hópur og tekur yfir og myndlistarsenunni er ýtt út á jaðarinn. Þetta er ákveðinn mekanismi sem hefur sinn ryðma, sín tannhjól, sem þarf að gefa gaum í umhverfi sem gefur sig út fyrir að vera gagnrýnið. ‘Follow the money’, hvíslar Nína að mér og horfir kíminn á einn þátttakanda í Draumaframfaraferðinni, arkitekt frá OMA sem virðist ekki gera sér neina grein fyrir gagnrýnu viðhorfi verksins til hans eigins fyrirætlanna og sjónarmiða. Blaðamaður er á báðum áttum. Vissulega yrði það stórkostlegt tækifæri fyrir íslenska myndlistarsenu að fá Manifesta til Íslands en ljóst er að mikilvægt er að vera meðvitaður um hver séu helstu tannhjólin og hverju sé verið að fórna og hverjir séu að hagnast þegar rætt er um samspil heldrunarferils, fasteigna- og borgarþróunar og myndlistar- og menningaratburða.

Hulda Rós Guðnadóttir

 


Ljósmyndirnar í greininni eru birtar með leyfi Huldu Rósar Guðnadóttur, mynd af miða er birt með leyfi Fondazione Manifesto

Hlekkir sem tengjast efni greinarinnar:

http://m12.manifesta.org

www.cooking-sections.com

www.fondazionemanifesto.org

http://oma.eu/

http://exilegallery.org/

http://www.utopianunion.org/

http://www.kingakielczynska.com/

https://barcanostra.eu/

Grein í New York Times: Italy’s New Populist Government Turns Away Ship With 600 Migrants Aboard

To Step into the perspective of the exhibition maker

To Step into the perspective of the exhibition maker

To Step into the perspective of the exhibition maker

In 2001, when Danish curator Aukje Lepoutre Ravn began studying art history at Aarhus University, the notion of the independent curator wasn’t yet on the radar in Denmark. In fact, there were no curatorial programs available, a condition familiar to students of art and art theory based in Iceland. This fall, both Aukje’s home university and The University of Iceland coincidentally will be launching brand new MA programmes in curating, thereby finally responding to a growing local need for higher education in the field. I first reached out to Aukje before news of both programmes had reached my ears, because I was curious to find out how an art historian, such as herself, found her way into today’s vivid role of the independent curator.

After completing her studies in 2008 Aukje has curated various contemporary art exhibition, discursive programmes and festival formats both inside and outside of Denmark. Before pursuing the flexibility of a freelancer, she has held the position of head curator at Röda Sten Kunsthall in Gothenburg, been one of two artistic directors of the GIBCA Göteborg International Biannual and served as the artistic director at Cph Art Week. When I got a hold of her she was in the midst of the process of organizing danish artist Kirstine Roepstorff’s current exhibition at Kunsthal Charlottenborg in Copenhagen. In her own words, Aukje has throughout her career experienced a shift from not having any terminology about curating at the start of her education to about five to seven years ago where the term “just exploded in our faces”. Since our first conversation, me and Aukje have once more continued our talk, about her first steps into the world of curating, her methods, views on the phenomenon as well as reflections on the need for an academic platform for curation.

Aukje: I am a classically trained art historian – but one that is interested in contemporary art. Because of that I’ve found my way into whatever role I think or feel that a curator is today. My whole process has really been self-taught in that sense.

Sunna: Could you tell me a bit more about that process?

Aukje: During my education I spent a lot of time in New York, taking courses and doing internships. Back home I was taught to be a mediator of the artist and the artist’s idea but in New York I observed that there was a completely different rhetoric, terminology and awareness evolving around exhibition making than in Denmark. I learned that there was actually something called an independent curator, where you are not necessarily just serving an institution that oblige you to do certain things. I saw that within this independent curatorial position there would be ground for choices and ideas to develop that could come directly from oneself. Today I see the role of the curator much more as someone that’s both the artist liaison as well as presenting own agendas.

Sunna: So is that how you perceive your own curatorial role?

Aukje: Yes. Whatever curatorial idea I have – it’s always informed by the work of the artist. On various levels. Wherever I go, I look for ideas to put into my curatorial practice by visiting institutions, seeing different places and making sure I get to meet local artists. I try to orient myself as much as possible towards topics which are currently circulating – not only amongst artists but other disciplines as well.

Sunna: Yes I’ve noticed that you work with many artists who can be described as cross disciplinary. They not only work with different mediums but their work could also be categorized within the frameworks of others disciplines, such as design, architecture or something completely different. For instance Pinar Yoldas, whose work places itself on the borders of art, architecture, science and technology. Could you elaborate a bit on your decision to work with these artists?

Aukje: This is something I find very interesting. Today, most artists don’t really care that much about disciplines. The artists who are currently educating themselves don’t usually identify with the character of the painter, the sculptor or the photographer. They don’t yield to identify as multimedia artists either. Actually they kind of fluently transgress these formats and descriptions that us art historians and institutions have come to apply upon them. For our convenience. Artists are naturally crossing and dissolving that others might see as boundaries. We have to start being less focused on this notion of disciplines within the art schools and the terminology that we are using. We are beginning to see more and more cross-disciplinarian practicians that are not just subjects of the aesthetic fields, but the wider scientific ones. Working with biologists, other kinds of scientists, with economists. You know, other fields that are basically important and defining for whatever contemporary society we are in.

Sunna: Does that relate to the themes of your curatorial projects which often revolve around political matters, such as decolonisation and the anthropocene?

Aukje: Well, as a curator I never just decide: “Ok Next project, I wanna work with gender equality. Start!” The process is not like that. For me it’s about trying to dissect the sum of what topics are currently circulating. There are so many discourses going on today, simultaneously! One of the most challenging things of curating, I think, is to fixate your focus. Not let yourself be too distracted by everything else going on, but staying with one core question and really explore it. That’s one of the reasons why I made this curatorial program at Röda Sten Konsthall in Gothenburg addressing the impact of the anthropocene. That was something that came about because I sensed through a lot of previous conversations I’d had with artists over the years that this was what they were becoming more and more interested in: Human relationship to nature, to technology and how those two phenomenon sort of intertwine and contrast.

Sunna: Well, it seems to me that your approach to exhibition making reaches beyond the academic tradition of art history.

Aukje: I’m not really thinking a lot about it like that. I’m not trying to go beyond or step aside as such. I just do what I think makes sense and try to trust my intuition. But if you take for instance the exhibition format, what is that? Is it just a tradition of display of art works throughout art history? Yes, but is also so much more. Art history has shown many, many times that this idea of a standardized exhibition format is impossible. Everything is relational. The place, the space, how the artwork resonates within these elements. My starting point is always the artists idea of their work and thinking about how to present that the best way possible – with whatever means you have. Another thing is anchoring your practice within the contemporary society. I recently came home from a two-day workshop on the exhibition as a ritual in connection with the ARCO Art Fair in Madrid. In the secularized society here in the northern countries, there is hardly any religion that binds us together. And we take pride in distancing ourselves from belief. The effects of non-belief in society is causing a lot of segregation. The notion of ritual is something that you connect to some ancient practise. Today we have the community versus the individual. For flock animals such as ourselves I don’t really think that individualism is a natural phenomenon. So I’m thinking a lot about how we can be making new rituals bringing us together, bringing us closer to nature, within the secular society.

Sunna: So as a self-taught curator, what do you think is the biggest asset to gain from these new MA curatorial programmes, for students interested in working in this field?

Aukje: It is great, that students interested i this field, are now able to study the history of curating and exhibition making from the perspective of the exhibition maker rather than from the viewer. And really get into depth of the theoretical and critical thinking foundations that have shaped how we understand curatorial practice today. I have sometimes missed having this foundation in my own practice. But at the same time I do think that curating is just as much about making practical and aesthetical decisions on site, with the artists and together finding the best ways to communicate the work. From the curatorial perspective, and my own experience, I love when curating becomes this very fluent and organic process, where you never really know for sure what the end result will be.

Sunna: Last question, as an inspiration for upcoming curators. What’s your vision for the role of the future curator?

Aukje: I would love for the curator to gain a stronger political position within our society. As instigators, opinion makers and critical voices. Today, the field of contemporary art in Denmark does not have a strong priority within cultural politics in general. It is looked upon as “dressing”. I find that extremely discouraging and a missed opportunity. When working with contemporary art – a field where you find so many inspirational and creative ideas being shaped and formed – you want it to be recogniced as something valuable within society – something that a larger audience can learn from and be inspired by.

Sunna Ástþórsdóttir


Photo credit: Image to the left, courtesy of Aukje Lepoutre Ravn. Image to the right is a detail of  Kirstine Roepstorff’s work. Courtesy of

Aukje’s website: www.aukjelepoutreravn.com

Svif, tóm, hreyfing, mýkt

Svif, tóm, hreyfing, mýkt

Svif, tóm, hreyfing, mýkt

Í Hverfisgalleríi stendur yfir sýning Hrafnkels Sigurðssonar, Upplausn, unnin upp úr ljósmynd af himingeimnum. Hrafnkell er þekktur fyrir einstök ljósmyndaverk sín, myndraðir þar sem hann varpar nýju og persónulegu ljósi á ólíkustu viðfangsefni. Tjöld á hálendinu, vinnuklæðnaður sjómanna, skaflar og ruðningur, sorp og plast og svo mætti áfram telja, öðlast nýtt líf á myndum hans, birtist jafnvel í nær óþekkjanlegri mynd sem varpar ljósi jafnt á eðli þess sem myndað er, á stærra samhengi hlutanna, en ekki síst á persónulega sýn listamannsins. Það sama er óhætt að segja um myndirnar á sýningunni Upplausn, en hér rennur saman hið smæsta og hið stærsta, sem og hugur listamanns og ímyndunarafl áhorfandans. Þessar vikurnar á Hrafnkell síðan einnig verk á sýningunni Ýmissa kvikinda líki, Íslensk grafík sem stendur yfir á Listasafni Íslands fram í september, og ljósmyndaverk í glugga að Laugavegi 41, sem er hluti af Listahátíð 2018. artzine hitti Hrafnkel í spjalli um sýninguna og þessi verk, en saman mynda þau eins konar þríhyrning í borgarlandslaginu.

Eins langt og ég kemst

„Ég vissi aldrei hvernig þetta myndi enda,“ segir Hrafnkell um hugmyndirnar að baki sýningarinnar Upplausn. „Þetta þróaðist smátt og smátt út frá mjög óljósri hugmynd. Var í langan tíma að gerjast, út frá hugmyndum um eitthvað eins og „noise“, eða pixil, mónókróma svarta mynd með einhverju „noise“, sem myndi líka innihalda óendanleika, tóm.
Ég fór af stað og gerði mynd sem var bara einn pixill, svartur ferningur, og var bara nokkuð sáttur með það verk. Síðan fór ég að vinna meira og meira í áferðinni. Hvað gerist ef ég stækka pixilinn enn meira upp? Fer inn í pixilinn, hvað gerist ef ég held áfram, hvað gerist ef ég fer bara eins langt og ég kemst, hvað er innst inni í pixlinum?
Fyrst ætlaði ég mér að taka pixil úr himninum, þar er ekkert, bara tóm, en ákvað svo að nota Hubble-sjónauka myndina af öllum vetrarbrautunum. Þar tóku þeir mynd af svörtum bletti á milli stjarnanna, þar sem þeir héldu að ekki væri neitt, en þegar þeir stækkuðu hana upp komu í ljós þúsundir vetrarbrauta. Ég beindi athyglinni að svörtum bletti á milli vetrarbrautanna og stækkaði hann upp, ég notaði sömu aðferð og vísindamennirnir nota til þess að fara út í geiminn, það er leikurinn, þannig séð. Svo hélt ég bara áfram.“

Ragna: Hvernig gerir þú þetta, tæknilega séð?

„Þetta er gert í myndvinnsluforriti, þetta er leikur að forritinu, ég stækka upp aftur og aftur og leita að einhverju sem ég get sett í form, eða unnið með áfram. Ég nota áhald sem kallað er töfrasproti, ég sveifla töfrasprotanum inn í myrkrið og þá birtast einhverjar línur og þá er ég byrjaður að vinna með eitthvað óvænt. Byrjaður að veiða eitthvað úr tóminu, form og línur. Þannig spinn ég þetta áfram. Ég hamast í tökkum og fikta þar til eitthvað óvænt gerist. Það þýddi aldrei fyrir mig að reyna að sjá fyrir mér aðferð eða mynd. Það sem rak mig áfram var að finna eitthvað spennandi og furðulegt. Það var kannski margra vikna vinna að leita að einhverju og síðan tók við annað eins við að koma því í form. Ég gat aldrei gert meira en eitt verk í einu. Þegar ég fór að gera annað verk þurfti ég að bakka og fara síðan í aðra átt og reyna að finna aðra möguleika. Inntak myndanna er leit.
Sumar þeirra eru flatar, ein er til dæmis svolítið eins og teppi, en mig langaði líka að gera þær þrívíðar og ég reyndi það. Stundum var ég algjörlega týndur og gat ekki haldið áfram, hver mynd tekur mörgum umbreytingum. Ég nota töfrasprotann og renni til hue-sleðanum, ég bætti aldrei litum við mynd, heldur vann ég heildrænt með þá liti sem birtust.
Í upphafi vissi ég ekkert hvernig ég ætlaði að hafa framsetninguna. En þegar á leið sá ég að myndirnar þurftu að vera stórar til að geta tekið á móti manni, til að skapa rými sem maður getur dottið inn í.“

Sýning sem snýst um áhorfandann

„Frá upphafi vildi ég tengja myndirnar inn í okkar rými, ég vissi ekki hvernig. Ég hugsaði um svif, tóm, hreyfingu, mýkt sem skapar eins og skugga, spor, tengingu milli veruleika. Ég vildi teikna upp þetta rafræna inn í okkar veruleika. Hér skapast líka svona hringhreyfing, – þetta er í raun sýning sem snýst um áhorfandann
Ein þessara mynda fékk mig líka til þess að líða eins og ég væri kominn inn í æskuminningu, út í móa, mér fannst ég ferðast eins langt og ég komst og aftur til baka. Ég fór inn í eigin hugarheim, mætti sjálfum mér. Þetta rennur allt saman í eitt, óendanleikinn, maður sjálfur og rafheimurinn, skáldskapurinn í lífinu.
Mér fannst mjög áhugavert að fara í þetta ferðalag sem er frekar vélrænt og vísindalegt, þessi ferð inn í pixilinn, og áfram og áfram. Ég setti mér það að fara eins langt og ég gæti, fara alla leið. Það var uppgötvun að upplifa þessa tengingu, að trúa því að maður sé á ferðalagi, en finna hvernig skilin milli ímyndunaraflsins og veruleikans runnu saman, það var stórt augnablik fyrir mig.“

Ragna: Síðan er þessi bjarta mynd, fimmta myndin. Hún er svolítið öðruvísi.

„Þetta er síðasta verkið, þarna er ég kominn að upphafinu, að mikla hvelli. Hinar unnust allar í átt að því að vera dökkar, ég hafði enga stjórn á því. En ég vildi hafa þessa ljósa. Í tölvunni er einfalt að velja svarta litinn og ýta á einn takka, „delete“. Slökkva á myrkrinu. Þegar ég var að gera þetta, var ég að lesa bók sem heitir Alheimur úr engu, og þar segir frá ljóshveli, – í upphafi var miklihvellur og síðan liðu þrjú hundruð þúsund ár, þá varð efnið til og ljósið. Þarna er talað um ljóshvel, eins konar rafgasvegg. Og þá hugsaði ég já, þetta er rökrétt. Ég er búinn að ferðast alla þessa leið og nú er ég kominn að rafgasveggnum. Og þar fer ekkert í gegn, samkvæmt þessu.
Í þessari síðustu mynd, þegar ég var búinn að stara inn í pixlana tímunum saman, kom óvænt augnablik þegar ég sá auga. Lifandi auga sem starði á mig. Ég hrökk við. Og ég var mjög ánægður með þetta, að ég skyldi ná að sjokkera sjálfan mig á þennan hátt. Mér fannst þetta vera til merkis um að það væri eitthvað í þessari mynd, eitthvað sem ég var að leita að. Eitthvað rétt. Og svo var annað – þetta var síðasta verkið sem ég var að klára, – ég sá augað, hrökk við, og hugsaði með mér að ég ætlaði ekkert að vinna meira í þessu heldur sjá til næsta morgun. Síðan þegar ég ætlaði að halda áfram með myndina daginn eftir eins og ég var vanur, var eins og eitthvað stöðvaði mig, hendurnar frusu fyrir ofan lyklaborðið. Það fannst mér annað merki um að myndin væri bara tilbúin. Þessi mynd kom sjálfum mér á óvart. Sú staðreynd að þetta gerðist í ferlinu, sannfærði mig um að sýna hana.
Þessi mynd snýst um að fara inn í sköpunina og nálgast upphafið, tengja við eigin sköpun, skynja sjálfan sig sem hluta af sköpuninni og gera sér grein fyrir að við erum bara framhald af þessari sprengju í upphafi alls.“

Ragna: Nú vinnur þú venjulega í seríum og viðfangsefnin eru ýmiss konar. Er einhver rauður þráður sem tengir á milli – eitthvað sem einkennir sköpunarferlið?

„Það sem er sameiginlegt með þessum og fleiri verkum er þessi óljósa tilfinning sem er upphafið. Þetta er aldrei hrein og klár hugmynd heldur koma margar hugmyndir saman yfir langt tímabil. Stundum er ég löngu búinn að gera verkin þegar þegar ég finn kannski tíu ára gamla skissu og átta mig á að ég hef pælt í hugmyndinni lengi án þess að gera mér grein fyrir því. Ég reyni að leyfa innsæinu að lifa. Þessi verk minna mig líka á verk sem ég gerði í kringum 1990, sem voru myndir af landslagi, unnar með samsetningu á pixlum. Þannig að þetta er kannski að einhverju leyti afturhvarf til upphafsins. En í rauninni langar mig alltaf að gera eitthvað sem er gjörólíkt, langar að koma sjálfum mér á óvart.“

Ragna: Finnst þér vera tilhneiging hjá þér til að nota andstæður í verkum þínum, – hér eru fjórar dökkar myndir og síðan ein ljós, og þú minntist á altaristöflurnar sem þú gerðir með myndum af himni og sorpi, sem fela þannig í sér andstæður?

„Nei, í raun og veru ekki. Hér gerðist þetta svona og mér fannst það algjörlega passa. Ef ferðalagið heldur áfram, lengra og lengra, í átt að upphafinu, þá endar þú í ljósi, sem er fyrsta ljósið. Það gerist bara. Þá komum við aftur að því að setja eigin langanir eða hugmyndir í samband við vísindalegar uppgötvanir. Þetta er ekki rannsókn, frekar rannsóknarefni. Þetta er ferðalag, leikur, sköpun.“

Ragna: Hvernig myndirðu vilja að fólk sæi þessar myndir?

„Ég vona bara að fólk geti einhvern veginn skynjað vitundina í gegnum þær. Vitundin er alls staðar. Þetta eru vitundarverk.“

Ragna: Nú ertu á sama tíma og þessi sýning stendur yfir hér í Hverfisgalleríi, með verk á samsýningu á Listasafni Íslands, og síðan verk í tengslum við Listahátíð uppi á Laugavegi 41. Geturðu sagt eitthvað frá þessum verkum? Hvað með verkið á Listasafni Íslands?

„Það er mjög gömul aðferð að prenta með höndunum. Ég byrjaði á þessu 2007, þegar ég sýndi grafík í Suðsuðvestur Gallerí í Reykjanesbæ, það voru fingraför á pappír. Þegar verið var að setja upp grafíksýninguna á Listasafninu spurðu þau hvort ég vildi gera verk á vegg á staðnum. Einhvern veginn lá þá beint við að setja þetta á hurðirnar. Ég hafði áður gert verk fingraför á vegg sem litu út eins og tvöföld hurð. Þau voru gerð með báðum höndum og tengjast þannig líkamanum. Verkin voru eins og hlerar sem opnast. Þannig að mér fannst tilvalið að setja þau hér beint á gler, þar sem tvöfaldar hurðir opnast. Síðan eru fingraförin hvít, það er ekki lengur tilfinning fyrir einhvers konar gruggi. Þau umbreytast í eitthvað tærara eins og snjó eða fjaðrir, það er bjartara yfir þeim svona. Samt koma þau frá líkamanum. EIns og ljós sem líkaminn lýsir frá sér og varpar á þessar dyr sem gengið er í gegnum.

Í þessum verkum er þetta sambland af því að nota einfalda, tæknilausa aðferð, sleppa myndavélinni, sleppa prentinu og prenta beint með likamanum, en samt er aðferðin vélræn.
Þegar maður stendur fyrir framan þetta verk og horfir í gegnum hurðirnar, þá skapast ákveðin þysjunaráhrif, sem koma líka fram í þessu verki sem við sjáum hér í galleríinu, þessu bjarta verki. Þar er ákveðin tenging.“

Ragna: Á Laugavegi 41 er síðan verk sem er hluti af Listahátíð. Þar eru ljósmyndir sem áhorfandinn sér í gegnum gluggana.

„Þegar mér var boðið að taka þátt í því verkefni sendi ég inn tillögu þar sem ég sagði frá hugmyndunum hér í Hverfisgalleríi og sá fyrir mér að geta gert eitthvað í framhaldi af því. Síðan fæddist svona hliðarverk, ég ákvað að nota sömu aðferð, stækka pixilinn, nema ég fór inn í íslenskt landslag. Ég hugsaði með mér, hvað gerist? Í þeirri barnslegu trú að ef ég geti stækkað upp pixil á ljósmynd, þá leynist eitthvað þar.

Eitthvað við þessa vinnuaðferð minnir á ósjálfráða skrift, ég hamast í tölvutökkunum, ég get ekki einbeitt mér of mikið og finnst eiginlega best ef einhver er að trufla mig á meðan. Þarna mynduðust síðan form sem voru eins og verur. Einhvers konar ljósverur. Mér fannst þetta mjög athyglisvert. Mér fannst líka eitthvað magnað við þetta, ég var búinn að vera þarna úti í geimnum og þær hafa annað hvort fylgt mér til baka – nú tek ég fram að ég er enginn áhugamaður um geimverur – eða þetta eru einhvers konar náttúruandar, að minnsta kosti koma þær innan úr pixlum sem teknir eru úr landslaginu. Það forvitnilega er að verurnar líkjast mjög mikið þessum verum sem Kjarval málaði, þetta eru eins og línur, segulsvið.
Þær birtust bara og þær ráða ferðinni. Nú eru þær komnar þarna út í glugga og þær ætla sér eitthvað. Ef maður tekur myndband af þeim á símann og horfir síðan á það, þá gerist eitthvað. Það kom á óvart. Það er eitthvað að gerast, það er einhver orka í þeim.

Það kom sjálfum mér mjög á óvart að ég skyldi gera þessi verk. Ég stóð bara svolítið til hliðar og sagði, ókei, komið þá bara. Það fannst mér skemmtilegt. Ég kalla þær Kyrrverur, Still Beings. Þessar verur eru í flötum veruleika, sem er raunveruleiki innan eðlisfræðinnar. Eins og þær séu í annarri vídd. Þær koma úr annarri vídd en vísa til sögu álfa og náttúruvætta. Minna líka á útlínur teikninga Erlu Stefánsdóttur. En ég er sjálfur hissa á því að þær skuli koma í gegnum þetta hjá mér. Mér líður eins og ég opni gátt, með þessari aðferð, með þessum tólum og tækjum. Ég hef líka hug á því að prófa þessa aðferð á fleiri hluti. Ætli það sé hægt að fanga kjarna veruleikans innst inni í pixli?“

Þríhyrningur í borginni

„Mér finnst þessi þríhyrningur spennandi, sem teiknast svona upp milli þriggja punkta í borginni. Í tengslum við þessi fyrirbæri, eins og augað, og rafgasið – mér finnst áhugavert að þetta sé hérna á sama tíma og tengist. Verkið á Listasafni Íslends er ákveðin athöfn. Það verður til með höndunum og síðan er eins og verið sé að opna – þú nemur á dyrnar og opnar inn í heima. Þá tekur við það sem er að sjá hér í galleríinu og loks verurnar uppi á Laugavegi.“

Ragna: Það er mjög merkilegt og sérkennilegt, þetta ferðalag í huganum.

„Já, þetta er ferðalag í huganum, en þú færð stuðning af veruleikanum til að komast áfram. Síðan þegar maður er kominn nógu langt, þá er maður einhvern veginn frjáls. Ég held að þó að þessari sýningu ljúki þá sé þetta ekki búið. Ég er viss um að ég á eftir að hræra meira í þessu. Þegar maður horfir á þessi verk er augljóslega nýtt og nýtt ferðalag í hverju verki, þau eru öll mjög ólík. Verkin fara hvert í sína áttina en að baki hverju þeirra gæti verið annað verk. Kannski er ég að sýna hérna fimm seríur, nema það er bara eitt verk úr hverri. Ég vildi sprengja þetta í allar áttir.“

Ragna Sigurðardóttir


Ljósmyndir af verkum: Vigfús Birgisson. Aðalmynd með grein: Helga Óskarsdóttir

Vefsíða Hrafnkells: www.hrafnkellsigurdsson.com

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest