Höfundur: artzine

Arnar Ómarsson – Eilífur núningur / Eternal friction

Vorið ferðast 53 cm á sekúndu (endurtekning), á meðan tunglið fjarlægist jörðina aðeins 3,8 cm á ári. (samfella). Mexíkóborg liggur örlítið hærra en hæðsti tindur Íslands (tilfærsla), á meðan staðbundin afbrigði í þyngdarafli jarðar veldur all að 100m mismun í hæð hafanna (aðdráttarafl). Allir hlutir þrá tengsl, að vera í samhengi. Allir hlutir þrá samveru, líkt og grjót sem kastast gegnum loftið sameinast jörðinni á endanum. Á sama hátt má segja að jörðin fjarlægist og sameinist svo grjótinu. Vertu kyrr og gefðu hlutunum tækifæri á að finna þig. Öðlastu mismun hlutanna og láttu þá ryðjast gegnum skynfærin og flæða...

Read More

Kvik [ Mynd ] List

Kvikmynd myndlistarmannsins Huldu Rósar Guðnadóttur verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl 22:20 miðvikudagskvöldið 1. febrúar. Myndin var áður sýnd í Bíó Paradís síðastliðið vor og vakti athygli listfræðinemans Guðna Rósmundssonar og kvikmyndafræðinemans Katrínar Vinther Reynisdóttur og úr varð að þau tóku viðtal við Huldu í haust fyrir námskeið sem þau voru að taka við Háskóla Íslands. Með góðfúslegu leyfi höfunda fengum við að birta viðtalið í heild sinni. Getur þú nefnt nokkra áhrifavalda á verk þín gegnum árin úr kvikmynda og myndlistarheiminum? Löngu áður en ég fór í myndistarnám þá stúderaði ég mannfræði við Háskóla Íslands. Þar fór ég á...

Read More

Ólöf Helga Helgadóttir – Musteri thermos

Ólöf Helga Helgadóttir er fimmti myndlistarmaðurinn sem sýnir á Happy hour opnun artzine. Í þetta sinn er hún haldin á Kaffibarnum,  Bergstaðarstræti 1. Fimmta Happy hour opnun artzine var haldin á Kaffibarnum, Bergstaðarstræti 1.artzine’s Happy hour opening nr. 5 @ Kaffibarinn.  Musteri thermos2017Örfáir myndlistarmenn hafa tæklað Wicked Game með Chris Isaak.  Ólöf Helga Helgadóttir lauk MFA námi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London 2010, BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2005 og örnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands 2001. Hún býr og starfar í Reykjavík. Video frá opnun. Heimilistæki styðja Happy hour opnun nr....

Read More

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Eirún Sigurðardóttir myndlistarkona og einn þriggja meðlima Gjörningaklúbbsins gaf nýverið út handbókina Skapandi ferli, leiðarvísir og kynnir hún þar til sögunnar aðferðarfræði sem hægt er að nýta sér í skapandi ferli. Okkur langaði að vita meira um framtakið og spurðum Eirúnu nokkurra spurninga. Hvernig kom það til að þú réðist í að gera þessa bók? Mér fannst það mikilvægt til þess að styrkja orðræðu og þekkingu á skapandiferli. Ég var búin að kenna sama námskeiðið í LHÍ í mörg skipti og 5 síðustu með Huginn Þór Arasyni myndlistarmanni, við vorum búin að þróa kennsluaðferðirnar okkar mjög mikið og safna...

Read More

Curating The presence at Wind and weather window gallery

In the dark days of the New Year, January and February 2017, Wind and Weather Window Gallery presents The Presence, an artist performance series in three parts featuring the Oracle, the Consultant, and the Masseuse. Each role will be representative of different aspects of presence. Varying formats will mediate the scene, which will be recorded and live-streamed at artzine.is, as well as projected at different times throughout the series from the artzine website, Hverfisgallerí in Reykjavík, the Queens Collective, a community art center in the Medina of Marrakech, Morocco, and at Tranzit, a comtemporary art network in Lași, Romania. The window will...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest