Advertisement

Höfundur: artzine

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi–Úr Jafnvægi nefnist sýning sem nú er uppi í sal Ketilhússins í Listasafninu á Akureyri. Salurinn er þekktur er fyrir mikla lofthæð auk sýningarrýmis á svölum. Þannig er hægt að sjá sýninguna frá tveimur sjónarhornum; frá gólfinu í salnum og ofan af svölunum. Sýningin stendur yfir frá 9. september – 12. nóvember 2017. Innsetningin byggir á þremur, ómáluðum stöplum, gerðum úr spónaplötum og fimm hillum á vegg úr sama efni. Stöplarnir eru allir 90 cm háir og 45 cm breiðir en lengd þeirra er mismunandi. Sá minnsti er um hálfur metri að lengd, staðsettur upp við vegg, gegnt hillunum. Í rýminu...

Read More

Átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM hlýtur Tilberann 2017

Tilberinn 2017 var veittur laugardaginn 28. október á hátíð Dags Myndlistar í höfuðstöðvum Sambands Íslenskra Myndlistarmanna. Tilberann hlaut átakið VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM, með Jónu Hlíf Halldórsdóttur, formann SÍM, í forsvari. Þetta er í þriðja sinn sem Tilberinn er veittur, en Helga Óskarsdóttir, myndlistarkona, hönnuður, galleristi og útgefandi, hlaut viðurkenninguna 2016, og Freyja Eilíf Logadóttir, myndlistarmaður og eigandi viðburðarýmisins Ekkisens, hlaut hana árið 2015. Á bak við Tilberann standa Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Sigrún Sirra Sigurðardóttir, myndlistarkonur. Um Tilberann: Tilberinn er viðurkenning sem veitt er árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar og...

Read More

Tíðir, reki, grip, frjósemi og skjól eru hugtök sem snerta vinningstillögu að nýju útilistaverki á hafnarsvæðinu

Í vikunni voru tilkynnt úrslit í samkeppni um nýtt útilistaverk við Miðbæjarhöfnina í Reykjavík sem Faxaflóahafnir efndu til fyrr á þessu ári. Tillagan sem bar sigur úr býtum ber heitið Tíðir, en bak við hana standa Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarmaður, Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, og Gísli Pálsson fornleifafræðingur. Hlutdeild kvenna í starfssemi og sögu hafnarinnar var þema samkeppninnar, en  um þessar mundir á Miðbæjarhöfnin 100 ára afmæli. Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarmaður og Gísli Pálsson fornleifafræðingur. 29 myndlistarmenn, einstaklingar og hópar, gáfu kost á sér í samkeppnina sem haldin var í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Fimm aðilar voru valdir...

Read More

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

The footage used is raw, unadultered content where the apparent simplicity crystalizes linearly to become the cornerstone of the artwork. The subjective experience, sensation, and perceptual phenomenon that is approached through this motion picture takes the viewer to the realm of dreams. Inspiration comes from the moments our subconscious highlights from life experiences. The purpose of the subconscious is twofold, it keeps us safe from anguish and trauma and it chooses from our memories the ones that can transmit a strong emotion. Love, guilt, fear, anger and happiness are powerful feelings beyond our understanding and are concealed teachers that...

Read More

Staðsetningar í Gerðarsafni

Á níunda áratugnum tókst allstórum hópi ungra listamanna á Íslandi að koma öllum á óvart með því að snúa sér að málverki en þá höfðu margir um nokkurt skeið spáð því að tími þessa ævagamla listforms væri liðinn og framtíðin myndi í staðinn einkennast af hugmyndalist, gjörningum, vídeólist og öðrum nýjum miðlum. Samskonar umskipti voru reyndar uppi í öðrum löndum, bæði austan hafs og vestan, en íslensku listamennirnir eltu ekki þá strauma í blindni heldur tókust af alvöru á við þá málverkahefð sem orðið hafði til á Íslandi. Þar voru landslagsmálverk fyrirferðarmikil þrátt fyrir að abstraksjón, popplist og fleiri...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest