Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Gunnhildur Hauksdóttir spjallar við Guðnýju Guðmundsdóttur um nýtt gallerí í Berlín

 

Gallerí Guðmundsdóttir er nýtt gallerí sem er að festa rætur í miðborg Berlínar, þar eru sýndir alþjóðlegir listamenn, en Íslendingar í meirihluta og þá sérstaklega konur. Guðný Guðmundsdóttir stendur galleríinu að baki og er að stíga sín fyrstu skref sem miðlari lista á þennan máta, þó hún sé síst nýgræðingur í því að veita myndlist brautargengi. Eftir töluverðar ráðagerðir um form og aðferðir opnaði Guðný dyr sínar í júlí á síðasta ári með einkasýningu alnöfnu sinnar og hefur haldið tvær sýningar hingað til. Yfirstandandi er sýning Katrínar Ingu Jónsdóttur sem opnaði í haust. Fleiri eru í vinnslu þó farsóttin hafi sett strik í reikninginn.

Guðný er klassískt menntaður fiðluleikari og tónlistarfræðingur en brennur fyrir því að veita myndlist vettvang og hefur gert í nokkur ár. Hún ólst upp í kringum myndlist og var teymd á sýningar alla sína æsku, sem hún elskaði að hata en var sátt (við að mæta á opnun) ef hún fékk gos. Hún er m.a. prímus mótór í Listahátíðinni Cycle sem var sett á laggirnar 2015 og þar á undan hafði hún verið með tónlistarhátíð unga fólskins í Kópavogi. Cycle var upphaflega tilraun til að gefa fólki rými til að prufa sig áfram með að blanda saman myndlist og tónlist, en fljótlega leitaði hugurinn meira að myndlistinni og leiðum hennar til að vekja samfélagsumræðu, sem auðveldara er að gera í krafti myndlistarinnar að hennar mati.

Guðný vann t.a.m. með Steinunni Gunnlaugsdóttur við að koma hinu alræmda verki Hafpulsan upp á tjörninni í Reykjavík og hefur unnið lengi með Líbíu Castro og Ólafi Ólafssyni, nú síðast í vetur við að gera risastóran og fjölþættan gjörning um Stjórnarskrártillögu Íslendinga frá 2012 í Listasafni Reykjavíkur. Þetta var sennilega verkið sem hún var að bíða eftir fyrir Cycle þar sem allt fléttaðist saman tónlistin, myndlistin og samfélagsumræðan. Nú hefur Guðný breytt nálgun sinni á því hvernig hún vill meðhöndla myndlist, það hefur hún gert með því að opna sölugallerí og mér lék hugur á að vita hvernig það kom til og spurði hana fyrst hvernig hugmyndin fæddist.

GG: Ég veit ekki hvort hugmyndin hafi beint fæðst, ætli hún hafi ekki frekar vaxið og þroskast úr þeim jarðvegi sem ég hef verið að vinna í undanfarin ár. Þetta er nokkurs konar línulegt ferli þar sem hvorki er hægt að finna einhvern ákveðinn upphafspunkt né endi. Maður viðar að sér þekkingu í gegnum árin og veit ekki endilega hvert ferðinni er heitið. Að minnsta kosti hefur það reynst mér vel hingað til að vera ekki að setja mér markmið sem eiga að nást á einhverjum sérstökum tímapunkti, frekar treysta á ferlið sjálft, eigið innsæi og vera reiðubúin að hlusta og hreyfast með umhverfinu.

Ég fór til Þýskalands í klassískt tónlistarnám fyrir tvítugt og hef búið þar síðan meira og minna. Undanfarin ár hef ég mest unnið með myndlistar- og tónlistarfólki í gegnum Listahátíðina Cycle á Íslandi og hef ferðast með hana til Berlínar, Hong Kong og Buenos Aires. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast starfsumhverfi listafólks beggja vegna borðsins og get í raun flakkað á milli hlutverka allt frá listamanninum sjálfum til skipuleggjanda og umboðsaðila.

Þegar ég var svo heppin að fá afnot af gömlum kjallara, Bunker, á besta stað í Berlin langaði mig að söðla um úr hátíðabransanum yfir í það að reka verkefnarými þar sem hægt væri að vera með sýningar, lista- og fræðimannaspjöll, gjörninga og jafnvel tónleika. Ég sá það sem farsæl skipti úr því ofboðslega vinnuálagi sem fylgir hátíðaskipulagi. Hugmyndin um að geta dreift álaginu betur yfir árið og ekki ganga síendurtekið sér til húðar í vinnu var mjög lokkandi tilhugsun.

En þegar ég var að skilgreina tilgang og gildi þess að reka verkefnarými komu upp áleitnar spurningar sem ekki var hægt að líta framhjá, eins og hver er raunverulegur ávinningur fyrir listafólkið. Að halda einkasýningu tekur langan tíma að undirbúa og þróa, það þarf að safna fyrir því með styrkjum og þetta er full vinna í marga mánuði. Styrkir eins og listamannalaun eða verkefnastyrkir brúa bilið á milli hugmyndavinnu og framkvæmdar en þegar verkin eru tilbúin ætti næsta batterí sem sér um miðlun, kynningu og sölu að taka við. Það er í verkahring gallerísins.

Íslenskt samfélag er lítið og getur ekki haldið uppi stóru myndlistarhagkerfi og það eru margir um hituna. Á einhverjum tímapunkti sá ég að betra væri fyrir alla aðila að stofna sölugallerí, það myndi betur nýtast því listafólki sem ég hef verið að vinna með. Í stað þess að koma hingað til Berlínar eftir margra mánaða vinnu og halda sýningu sem fer svo beint á lífshlaupsupptalningarlistann þá eigum við í langvarandi samstarfi og vinnum áfram og úr þeirri frumsköpun sem á sér stað í sýningunni sjálfri. Sýningin er fyrsta skrefið og með henni fer næsta tannhjól af stað. Ég, sem galleríisti, á í skapandi samtali við listafólkið mitt, ber þeirra hag fyrir brjósti, miðla verkum þeirra til safnara, sýningarstjóra og listasafna. Við berum því sameiginlega ábyrgð á þessu ferli og það er beggja hagur að vel gangi.

Ég man að þú varst mikið að velta fyrir þér nafninu á galleríinu þegar hugmyndin var að gerjast hjá þér, hvernig kom það til að Gallerí Guðmundsdóttir varð fyrir valinu?

Þegar fljótt er litið yfir alþjóðlega sviðið þá bera langflest gallerí nöfn eigenda sinna. Ég veit ekki af hverju það er ekki hefðin á Íslandi en efalaust er hægt að finna einhverjar hógværar ástæður fyrir því. Eftir að hafa mátað mörg nöfn á galleríið fannst mér það eiginlega passandi að nefna það eftir mér sjálfri en síðustu 20 árin hef ég staðið í ströngu við að stafa þetta langa eftirnafn hér í Þýskalandi, nafn sem mér samt þykir svo vænt um. Fólk man eftir löngum og skrýtnum nöfnum þótt það taki kannski aðeins lengri tíma fyrir það að læra að stafsetja þau.  Ég verð þó að viðurkenna að það tók tíma að standa algerlega með þessari ákvörðun. Því um leið og mér fannst þetta geggjuð hugmynd var ég hrædd um að þetta væri of frekt. Síðan leið sú tilfinning hjá og ég er hæst ánægð með þessa ákvörðun í dag.

Hverjir eru með þér í þessu?

Minn samstarfsmaður í lífi og leik heitir Jochen Steinbicker og án hans hefði ég nú sennilega strandað einhvers staðar í þýsku skriffinnskunni með þetta verkefni. Við erum í þessu saman þótt að ég fari fyrir skipi og beri ábyrgð á listrænum ákvörðunum. En síðan á ég auðvitað í miklu samtali við þá listamenn sem ég hef valið að vinna með nú í byrjun. Ég hef ekki verklega reynslu af því að reka gallerí þótt ég þekki listheiminn frá ýmsum sjónarhornum, þannig að að einhverju leyti erum við að læra saman hvernig við viljum haga þessu samstarfi, það hefur verið og mun halda áfram að vera mjög áhugavert ferli.

Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands Mynd: Gallery Gudmundsdottir.

Frá gjörningi Katrínar Ingu á sýningunni Land Self Love.

Land Self Love Myndir: Gallery Gudmundsdottir

Listrænar áherslur í galleríinu? Hvernig velurðu samstarfsaðila hver er þín sýn?

Málefni kvenna eru mér mjög hugleikin, hvort sem það eru réttindamál eða almennt hið kvenlæga þegar kemur að smekk og fagurfræði. Öll réttindabarátta tekur tíma og á þeirri vegferð þarf að snúa við hverjum steini. Til þess að breyting geti átt sér stað þarf fólk að endurtengja hugsanaferla sína og vera í stöðugri sjálfskoðun, það er mjög krefjandi ferli. Stærsti þröskuldurinn er þó að mínu mati tungumálið, því við miklar breytingar þarf einnig ný orð og orðin þarf að prófa, æfa og skerpa.  Áhugi minn á þessum málum mun koma skýrt fram í galleríinu og ég vonast til að leggja mitt af mörkum við að æfa og skerpa orðfærið um kvenlegt fagurferði. Best væri að hafa jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um hið kvenlæga og kvenlíkamann þegar kemur að listum. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef valið að vinna nánast eingöngu með konum.

Já áhugavert þetta með tungumálið, og þú ert þá einsog þáttakandi í að búa til orðræðu um kvenlæga myndlist, því sú orðræða er kannski varla til eða er að minnsta kosti barnung, sérstaklega í ísenskri orðræðu um myndlist?

Já, og önnur ástæða er að ég hef fylgst með framgangi karlkyns vina minna hér í Berlín, hvernig þeir hafa verið teknir undir verndarvængi karlkyns galleríista beint eftir skóla, rétt einsog af færibandi, og vígðir inn í söluhagkerfi hins hyper-karllæga listheims á meðan ég sé skólasystur þeirra bíða, vinna og vona. Er það vegna þess að list strákanna er betri?  Eða höfðar karllægur reynsluheimur þeirra frekar til karlkyns sýningarstjóra og safnara sem enn eru í meirihluta alþjóðlega?

Ég hef leyft mér að draga mjög einfaldaða ályktun af þessum upplýsingum. Skilningur okkar á fegurð og fagurfræði mótast að miklu leyti af okkar kynbundna reynsluheimi.  Það er því deginum ljósara að list kvenna, kynsegin eða annarra jaðarsettra hópa sem eiga annan reynsluheim eigi erfiðara uppdráttar í listheimi sem er mótaður af karllægri fagurfræði. Kvenlæg og karllæg fagurfræði eru orð sem ekkert endilega eru bundin við kyn, en hvað þýða þau?  Ég hlakka til kryfja merkingu þeirra sérstaklega vegna þess að innan lærðra lista hefur umræðan um kynbundna fagurfræði verið tabú!

En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru raddir listafólksins sem ég vinn með það sem skiptir mestu máli, en ekki mitt persónulega feminíska ferðalag. Þeirra sýn, meðhöndlun og túlkun á tíma, efni og rými og skynjun á samfélaginu er það sem stendur í forgrunni og mitt hlutverk er að styðja við, miðla og finna verkum þeirra farveg sem þau annars gætu ekki sjálf.

Það hljómar einsog tónlist í eyru mín, því tíma listafólks er best varið í sköpun og betra að láta aðra um miðlun. Hvernig sérðu svo framhaldið?

Stefnan er að halda áfram í hægfara hreyfingu. Mig langar til að vera vakandi í hverju skrefi, ekki hoppa yfir neitt, eiga í auðgandi samtali við listina, skapendur og unnendur hennar samtímis og miðla henni á nýja staði. Vonandi í ekki of fjarlægri framtíð vil ég fara með galleríið á sölumessur. Það mun koma að því og ég hlakka til en svo er líka með öllu óvíst hvernig sölusena myndlistar kemur undan þessum Covidvetri. Kannski eru sölurýmin hvort eð er að færast meira yfir á alnetið! Það væri líka skemmtileg áskorun að kljást við, en fyrst er það bara hversdagurinn í gallerírekstri sem ég er upptekin af.

Viltu tala aðeins um þær sýningar sem þegar hafa verið í galleríinu og hvað er næst á dagskrá, þ.e.a.s. þegar við komum undan þessu kóvi?

Við opnuðum galleríið í sumar með sýningunni Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands eftir nöfnu mína Guðnýju Guðmundsdóttur. Guðný hefur einsog ég búið mjög lengi í Þýskalandi en hún nam myndlist í Hamborg og flutti svo til Berlínar upp úr 2000. Að mínu mati er Guðný meðal áhugaverðari konum, með hárbeittan húmor, einstakan smekk og innsæi. Verkin hennar eru líkt og frjáls spuni sem hún vinnur á ótrúlega agaðan og yfirvegaðan hátt, auk þess býr hún yfir stórkostlegri næmni fyrir formi, efni og lit. Efnistök og fagurfræði endurspegla samtímann frá mismunandi sjónarhornum, raunhyggju, skáldskapar eða jafnvel dulúðar en þó skín hennar verkfræðilega hugsun alltaf í gegn.

Sýningin sem nú stendur yfir heitir Land Self Love og er eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur. Katrín lauk framhaldsnámi í myndlist í New York og hefur verið með annan fótinn í Berlín undanfarin ár. Mér finnst Katrín búa yfir kjarnorku og sýningin ber þess svo sannarlega vott. Hennar útgangspunktur er gjörningurinn sjálfur og gjörningurinn er að einhverju leyti samtvinnaður hennar daglega lífi. Það væri jafnvel hægt að segja að allt sem Katrín snertir er list og loftið sem hún andar er líka list. Gjörningurinn er grunnurinn að sýningunni og átti hann sér stað inn í gallerí rýminu fyrir luktum dyrum. Segja má að verkin sem við sýnum séu afrakstur þess gjörnings en þau eru unnin í mismunandi miðla bæði stór málverk, steypuverk, vídeó, ljósaverk og prent. Efnistök Katrínar Ingu er sjálfið og sjálfsástin, hún vinnur á hispurslausan en magnaðan hátt með líkama sinn og áhorfandinn er liggur við knúinn til þess að mynda sér skoðun á því sem fyrir augu ber. Hún er gott dæmi um listakonu sem leikur sér samtímis að myndmáli hins kvenlæga og þess karllæga. Það sem kveikir hvað mest í mér í verkum Katrínar er að hún er að reyna að finna leið til að gjörningurinn hennar – lífsgjörningurinn sjálfur ef kalla mætti haldi áfram í verkunum eftir að hún skilur við þau. Oft skrifar hún nokkurs konar handrit fyrir kaupandann um hvað hann skuldbindi sig til að gera eftir að verkið er keypt. Kaupsamningurinn er samningur  en samtímis líka hluti listaverksins sjálfs. Hún er þar að sækja á mjög spennandi mið og ég hlakka til að fylgja henni inn í næstu lotu hennar ferils.

Guðný segir mér ekki hvaða sýning er næst á dagskrá hjá henni, en eftir að hafa spjallað við hana finn ég að hún sér þetta sem langhlaup, hún er ekkert að flýta sér, vandvirk og fer sér hægt, leyfir sýningum að lifa og vinnur úr þeim. Nógur tími til að leyfa einu stykki galleríi að dafna og vaxa.

Sýningu Katrínar lýkur í apríl.


www.gallerygudmundsdottir.com

Ljósmynd af Guðnýju Guðmundsdóttur: Cormac Walsh

Between publication and exhibition with Lukas Kindermann’s Illustrated London News Editions

Between publication and exhibition with Lukas Kindermann’s Illustrated London News Editions

Between publication and exhibition with Lukas Kindermann’s Illustrated London News Editions

On March 7th, 2020, ´uns artbooks presented its second publication by artist Lukas Kindermann, in cooperation with Studio Studio. The publication is presented as an exhibition in the gallery formerly known as Maniere Noire in Berlin, where ´uns will be showcasing its future exhibitions. The small white cube is perfectly befitting the transference of the sensibilities of the artists‘ book into the spatial experience of a gallery.

Guðrún Benónýsdóttir has been operating ´uns plural for one since 2015. The aim of ´uns consists of publishing artistic (artist made) books and multiples and curating art shows in various contexts that are sensitive to how the environment, including the architecture of the space and the open discussion between the two forms of the books and the white cube; a similar way of thinking but with different materials. She explained to me that her affinity for moving between curating exhibitions and publication matters was a natural development of her investigation of the book format.

The work of Lukas Kindermann is an exceptional example of this aesthetic. In Kindermann’s Illustrated London News Editions, a novel perspective is given to the newspaper as an object of design history as well as a medium that once announced the present moment; it was New at one point in time. Today, in times of such unprecedented news, this expanded view of the ‘News’ medium as a historical object gives weight to both the technological present and the global arrival of time, change, and information. After all, the book form has always been the carrier of information that lasts the longest.

The edition marks the release of a series of works on The Illustrated London News, pen-plotter drawings over 19th-century engravings taken from the world’s first illustrated weekly news magazine. Kindermann´s publication is available in two different versions which focus on two different images whose titles come from the captions of the original The Illustrated London News images: THE HORSES` MORNING BATH AT CALCUTTA & LOADING SAND – PAS DE CALAIS: THREATENING WEATHER. The two images are opposite in nature as one highlights the main scene while the other puts the focus on the margins. In both cases, the final images are highly dramatic in their own way with the very loud and busy action of the bathing horses in the water and the dark and silent horse-drawn buggy on the beach.

The London Illustrated News publication is based on the same series of pen plotter ink drawings that Kindermann exhibited at The Living Art Museum in Reykjavik, ´Distant Matter´ with Katrín Agnes Klar in 2018. The artist has since been expanding on his interest in the similarity of hatchings in historic engravings and those used in his pen plotter drawings when he started to collect original historic engravings several years ago. “If you look in close detail,” he says, “you can find structures in 16th-century engravings that are very similar to today’s 3D mesh.”

As part of his artistic process, the collection of historical material provides an interesting perspective on the changing techniques of image creation over time. When the opportunity arose to purchase a huge collection of original prints from The Illustrated London News it fell very much in line with these techniques of image creation as the Illustrated London News marks the beginning of mass media images, providing an incredible view of the continuum of the types of news images being consumed from then to now. Being the first global illustrated weekly newspaper, it marks a historic moment in media, building the foundation of the images we are now inundated with. “Flipping through the sheets in my studio, I often realize that there are in fact many similarities between today’s and the 19th century’s news images.”

It is these similarities that Kindermann expands upon throughout the previous series of pen plotter drawings over historic material which includes original engravings from different centuries, for example, early encyclopedias like ‘Cosmographia’, the earliest German-language description of the world, published by Sebastian Münster in 1544. ‘Cosmographia’ and other prints he has worked with come from publications that represent the state-of-the-art during their time of publication. And as has been the nature of the book since printing began, it showcases the apex of knowledge and technical possibilities for the time. Print culture represents the culture and credibility surrounding the book form that was especially crucial in Early Modern scientific works such as Münster’s ‘Cosmographia’. In Kindermann’s work, he uses the history of print culture to realize the role of visual representations as mediatory instances between practical knowledge and theoretical knowledge, using the interaction between images and texts to reveal the synthesizing potential of images to bring fragments of knowledge together to create a global picture. On many of the historical materials he uses, his overlaying pen plotter drawings are purposeful in guiding the information that is synthesized between image and text.

“Most pen plotter drawings on engravings are covering the main motive of the images which leads the viewers’ attention to the side scenarios of the original engravings. The black elements consist of fine grids that are drawn by the pen plotter with a black ink pen. Basically, they are very thin hatchings; or, contemporary media techniques overlapping historic techniques. I only made a very few exceptions where I highlighted the main spectacle of the prints through a circle such as in „The Horses Morning Bath at Calcutta“. On one hand, it can be good to break up your own rules, while on the other hand, it has to do with the images themselves and how they are constructed. I’m interested to see how the images are changed by my interruption.”

Newspaper, 40 pages, 35 x 50 cm, 2019, published in an edition of 100 signed and numbered copies by ‘uns artbooks Berlin/Reykjavík.

“The publication, THE HORSES` MORNING BATH AT CALCUTTA & LOADING SAND – PAS DE CALAIS: THREATENING WEATHER, follows clear principles,” says Kindermann. “Basically, it consists of two enlarged works which are pen plotter drawings over two London Illustrated News sheets, which I scanned, had blown up, cut to single sheets and, finally, folded like a newspaper.”

Working closely with Studio Studio, a design studio based in Reykjavik, smaller details were developed that one may overlook without holding the object in hand. For example, that the 100 copies are published with mirroring titles in two different versions of 50 copies each: one Version starting with „The Horses Morning Bath“ on the first page and the other version staring with „Loading Sand“. It is possible to take one version of the publication and order it the other way around so that the result is another version. The result is a highly transformable object, instead of a clearly defined book, which the viewer can read/view in different ways with a varying combination of image/text in each instance of the fragment vs. the whole. It is at once a newspaper, a kind of graphic novel-style book, as well as a large scale print to put on a wall. In the different combinations caused by the order of the sheets, there are accidental combinations that Kindermann left to chance, a conceptual approach towards the publication as an art object.

 

Erin Honeycutt

The publication has been printed in the UK, like the originals, but this time in Glasgow by a small printing press specialized in newspapers connected to the Glasgow School of Art. The publication is made possible with generous support by Erwin und Gisela von Steiner-Stiftung, München.

Lukas Kindermann, born 1984, is a Munich based visual artist. He graduated from the Karlsruhe University of Arts and Design / ZKM and the Academy of Fine Arts Munich. Among others his works have been shown at the Living Art Museum, Reykjavík (IS), Haus der Kunst, Munich (GER), Reykjavík Art Museum (IS), Badischer Kunstverein, Karlsruhe (GER), Kunsthalle Wien, Vienna (AT), National Centre for Contemporary Arts, St. Petersburg (RU), Centre Georges Pompidou, Paris (FR).

https://studio-studio.net/

https://www.uns-artbooks.net/about/

http://gudrunbenonys.net/about-index

Photos by Lukas Kindermann

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Reykjavík hefur orðið fyrir miklum breytingum síðastliðinn áratug. Litskrúðug bárujárnshús hafa verið látin víkja fyrir nútímalegri byggingum, veitingastöðum og hótelum fyrir ferðamennina sem heimsækja borgina. Þeim fylgir fé og því er ferðamannaiðnaðurinn orðinn ein stærsta tekjulind landsins. Ýmsir hafa blygðunarlaust nýtt sér þessa þróun og því er miðbær Reykjavíkur eins og hann er í dag; íbúar, verslanir og fyrirtæki hafa jafnvel neyðst til að flytja sig um set, m.a. vegna hárrar leigu.

Í erlendum borgum þar sem sambærilegar breytingar hafa átt sér stað, eru listamenn oftast í hópi þeirra fyrstu sem verða fyrir barðinu af ruðningsáhrifum af þessu tagi. Hugtakið sem notað er yfir þessi áhrif er Heldrunarferli (e. gentrification). Þetta tiltekna ferli er eitt af meginumfjöllunarefnum stuttrar heimildarmyndar sem kom út á þessu ári og ber heitið Artist Run. Að baki myndarinnar stendur hópur sem kallar sig Lost Shoe Collective. Hópinn skipa níu einstaklingar með ólíkan bakgrunn. Sumir þeirra eru búsettir í Reykjavík og aðrir í Berlín. Þau eru: Beth Cherryman, Fatou Ndure Baboudóttir, Freyja Eilíf, Jeremias Caro Roman, Marta Sveinbjörnsdóttir, Pablo Gonzalez, Ragnar Ingi Magnússon, Sólveig Johnsen og Valentina Pachón.

Heimildarmyndin Artist run í heild sinni.

Í myndinni eru sambærilegir og ólíkir fletir á umhverfi upprennandi listamanna sem starfa annars vegar í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar Neukölln-hverfinu í  Berlín skoðaðir, en Neukölln-hverfið er þekkt listamannahverfi þar sem margir íslenskir myndlistamenn hafa búið og starfað. Sérstök áhersla er lögð á starfsemi sjálfstæðra, listamannarekinna rýma og hvernig listamennirnir sem reka þau takast á við heldrunarferlið. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar; skoðað er hvaða áhrif það hefur á samfélagið, hvernig listamennirnir sjálfir geta verið ómissandi hluti af framvindu þess og hvers vegna það á sér stað yfir höfuð. Þar sem sumir sjá framför sjá aðrir gríðarlegan missi.

Að reka sjálfstætt, listamannarekið rými á svæðum þar sem heldrunarferli á sér stað getur verið erfitt. Til að mynda eru listamannarekin rými sem blómstruðu eitt sinn um gjörvallan miðbæ Reykjavíkur nánast horfin.

Artist Run dregur fram mikilvægi þessarar umræðu. Hún undirstrikar þörf listamannsins fyrir persónulegt rými, upplýsir áhorfendur um stöðu listafólks í samfélaginu auk þess sem hún hvetur listamenn til að sýna þrautseigju og gefast ekki upp þegar heldrunarferli á sér stað. Þótt myndin sé stutt kemur hún skilaboðunum vel til skila.

Heimildarmyndin hefur verið sýnd bæði í Reykjavík og Berlín samhliða myndlistarsýningu þar sem nokkrir listamenn sem komu fram í myndinni, auk annara listamanna, hafa sýnt verk sín. Nú ert hægt að nálgast myndina í heild sinni á internetinu og hvetjum við lesendur eindregið til þess að kynna sér hana.

Sólveig Eir Stewart


Aðalmynd með grein: Birt með leyfi Lost Shoe Collective. 

Frekari upplýsingar um Lost Shoe Collective og Artist Run: http://artist-run.com/

Visual art experiment wins the Berlinale

Visual art experiment wins the Berlinale

Visual art experiment wins the Berlinale

The Berlinale film festival is the first international film festival of the A-level status in the festival calendar each year. This year it took place during the 15th to the 25th of February. Judging from mainstream media pictures and coverage one might think that the festival is all about glamour and red carpet. That is however not the case for film and video art enthusiasts and artists who look at the festival as an important hub on the German and international expanded film and video art scene. The films in the main competition for the prestigious Golden Bear take very different positions and can partly be looked at as a showcase of the many festival sections.

This year an experimental film, that could easily be said to be a representative of the Forum section, won the award. This is the film Touch Me Not by Adina Pintilie. It should not be overlooked that this decision has an important cultural-political significance. It is a decisive statement from the international jury about where they would like the festival to head after the director Dieter Kosslick quits in 2019. It is a statement that is very important for film artists, especially in the light of a public letter signed by the most established German film directors last November, calling for more bigger names, more glamour, rather than the festival emphasize on investigation on different positions and expanding cinema. Head of jury, Tom Tykwer, explained the jury´s decision by stating that they did not want to award what cinema could already do but where cinema could head in the future. He is talking about the possibility of cinema. The direction is the one of the experiment.

Installation view from ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’. From left to right: ‘Strange Meetings’ by Jane Jin Kaisen, ‘Pink Slime Ceasar Shift’ by Jen Liu and ‘Café Togo’ by Musquiqui Chihying and Gregor Kasper

The Forum is mostly dedicated to the feature length, however, and it was in 2006 that a chairperson of the Arsenal Institute, Stefanie Schulte Strathaus, together with independent film and visual art curator, Anselm Franke, founded ‘The Forum Expanded’ side section where shorter films and videos together with installation work and performative works could join the debate. The position of Forum Expanded is to provide a critical perspective and expanded sense of cinematography. It takes the shape of an installation group exhibition and row of cinema screenings of clusters of films. The Forum has from the beginning been dedicated to experimental narrative forms, regardless of genre labels, where more creative risks have been taken than in the other sections of the festival and emphasize is put on an alternative cinematic canon. What makes the expanded section special is that it is a platform where documentary, fiction, experimental, hybrid, single-channel and multi-channel works and installation film and video works are categorized and viewed in context with one another. The platform is however not only unique, in defying conventional genre categorization and labels by screening formats, but rather in that it takes a curatorial position under an investigative title and does include both world premiers and older works of significance for the curatorial question each time.

Still from ‘Today Is 11th June 1993’ by Clarissa Thieme.

In 2018 Forum Expanded still runs as a collaborative effort of the Berlinale film festival and the Arsenal institute under the leadership of Schulte Strathaus but Anselm Franke has taken on a consultancy role while heading the film and art program of the Haus der Kulturen der Welt in Berlin. In addition to Schulte Strathaus the curatorial team consisted of Syrian filmmaker/video-artist Khaled Abdulawahed, German experimental film curator Ulrich Ziemons and artist and curator and co-founder of ‘Contemporary Image Collective’ in Cairo, Maha Maamoun. They made a team which constellation told a story about a drive for a diverse position but also cultural-political position of Germany.

This year the curatorial title was a direct quotation of Maya Deren´s 1947 marginal note on Marxism: ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’ referring, in the case of the program, to cinema that is not only capable of change but also holds capacity to create new form of perception and additionally according to Schulte Strathaus refers to the institutional framework within which the works are being shown. Film theorist Ute Holl gave a speech at the opening reception of the Forum Expanded exhibition about the theoretical background of the title. “As Maya Deren assumed that every form of reception in the movie theatre also transformed the receptors at the same time, her concept of cinema characterized a cybernetic aggregate whose technical, sensory social and aesthetic elements were permanently changing in reciprocal fashion: A mechanism capable of changing itself.“, she continues: “It was Maya Deren´s wish that cinema should place us in a relationship with the unknown rather than subjugate us to a norm’‘, a sentiment echoed not only in the programming of Forum / Forum Expanded this year but the motivation behind the decision of the main international jury.

Filmmaker and visual artist Clarissa Thieme.

As for the past years the exhibition took place both as a group exhibition at Akademie der Künste on Hansetenweg and cinema screenings that also took place at the Arsenal Institute. Judging by the exhibition the curators seemed to be, as the main international jury, searching for a new take on the past and a way to transforme it into a new vision for possibilities for the future where the key is focus on the future possibility of cinema and video art rather than rewarding tried out gestures. The artists that were invited were 58 in total. The new works were usually by the younger generation while the older works where a chosen selection from the canon of avant-garde cinema, usually from the mid 20th century scene in the United States. When looking at the achievements of the younger artists it became very clear that they had been spotted by their participation at significant German or Berlin art institutions by means of exhibition or being grant recipients or receiving a higher degree or being represented by a gallery. Few of the works had been spotted at major international biennials.

One of the artists was the well known video artist Anouk de Clercq that enjoyed a world premier of her latest work It at the Arsenal institute. The work is a collaboration with photographer Tom Callemin. It like her previous works shows a strong aesthetic position in darkness and light and what happens in between. De Clerq, who is based in Berlin, is very visible on the Berlin art scene but at the same time she was showing video works at two different prominent venues in Berlin: Künstlerhaus Bethanien in Kreuzberg and ACUD galerie in Mitte. Some people in Iceland might know de Clercq´s work but she was a recipient of SIM residency award in 2006 and took part in an exhibition at the Reykjavik edition of Safn collectors room of Petur Arason and Ragna Robertsdóttir with curator Birta Gudjónsdóttir. Since then she has travelled eight times to Iceland and even made works inspired by her time and travels there. De Clercq is one of the founders of Auguste Orts a Belgian production and distribution platform for audiovisual art projects in between genres and formats. Her works are produced by this company and funded mainly by the Flemish Audiovisual Fund but also commissions of research funds at the School of Arts University College Ghent to which de Clercq is affiliated.

Anouk de Clercq chatting with colleagues outside Akademie der Künste.

I met her briefly a day before the premier and asked her about what the Forum Expanded platform meant for her as an artist: “It’s absolutely brilliant to see works of my colleagues in a curated context, which is quite rare for big festivals. Usually a festival focuses on the newest of the new, premieres, etc. but here they combine new work with old work, and look for a flow in each program. And to conclude, my film friends and colleagues live all over the world so here we get chance to see each other again and exchange about the films we’ve seen, the films we are preparing, etc.“

The feeling of living in two worlds is certainly an issue for all artists that work with film and video art. There is difference of funding, of labelling, of context, discourse and expectations. I ask her how it has been for her to belong to two different worlds: “I started off in both the visual arts and in film but indeed in a parallel way: the two worlds rarely met. Since recent years though, there’s a label for what I and my colleagues do: artist film or artist moving image and so the flow between the two worlds works more easily since a couple of years. There’s a scene now which is growing stronger and it has a foothold in both film and visual arts.

Museums have become more open and curious about film and video, film festivals are looking for new ways of cinema making and so artist film came into view. It seems that this scene of artists making films, is bridging both worlds more and more.“ De Clercq herself has been very active in bridging those worlds but in the years 2015 -2017 Auguste Orts organised the project ‘On and For Production’, an initiative that was a series of meetings across Europe where issues of artists’s film production and funding were discussed with participation of leading professionals and funders of both worlds.

Christina Nord, former film editor at the Berlin newspaper ‘die tageszeitung’ and currently one of the heads of Goethe Institute´s cultural program, indeed quotes, in her article about hybrid films in the Forum / Forum Expanded catalogue, the words of filmmaker Marcin Malaszczak regarding this issue. “For filmmakers, for the work itself, the distinction doesn´t matter. These categories are only necessary when you’re applying for funding, when you want to work in the system. Then everything has to be labelled. The same applies to most festivals.“ This is the motivation for why de Clercq is bringing together financiers in the artist and the cinema film worlds, to initiate a dialogue and exchange, to bridge these two worlds.

The curatorial team of Forum Expanded 2018. From left to right: the director Stefanie Schulte Strathaus, curator and co-founder of ‘Contemporary Image Collective’ in Cairo, Maha Maamoun, Syrian filmmaker/video-artist Khaled Abdulawahed and German experimental film curator Ulrich Ziemons.

Another artist who premiered a single-channel work in the Akademie´s cinema hall is German experimental filmmaker Clarissa Thieme, a former assistant professor at the UdK and since recently a research fellow at the Berlin Center for Advanced Studies in Art and Science (BAS). Her film Today Is 11th June 1993 was developed in the frame of her artistic research fellowship at BAS that deals with the video footage contained in the Library Hamdija Kresevljakovic Video Arhive in Sarajevo. The film is one output of the research project and more artistic outputs are coming soon, a performance and video installation.

The archive consists of video footage shot during the four years of the siege of Sarajevo, both by the Kreševljakovic brothers themselves and collected from the people that lived in the city at the time. In Thieme´s film a translator sits in a booth in front of a projection of an archive footage of a homemade science fiction film in which a group of young people imagine fleeing the siege of Sarajevo by means of time machine. It is some kind of future utopia fantasy and thus an original resource for a political and social discourse. In the Q&A after the screening Thieme points out that the archive shows a perspective that is in stark contrast to the mainstream media coverage of the time and thus can serve as a window to this time.

Akademie der Künste – one of the Forum Expanded venues at the Berlinale Film Festival

How to show and experience archival footage is a rich field to experiment with and Thieme does this in a very interesting way creating a bridge between then and now by echoing the intentions of the original filmmakers. The film, that appears as a simple presentation, is multi-layered and provokes connections and reflections, not only about how the Sarajevo siege was presented in generic stereotypical terms during 1993 and later but also about how current sieges are portrait in the mainstream media of today. “Forum Expanded is a hybrid platform. It´s an intercrossing of cinema and art. And this meets very much my own practice. In a very interesting way it is an artistic experiment in itself asking what cinema means nowadays and what it could be.

This emerges not just from the shown works but also from the people attending. It is a very precious think tank and laboratory“, Thieme answers when I ask her about what makes it important to show her work at the festival. “I find it very interesting that Forum / Forum Expanded is embedded in Berlinale, an A-level Film Festival with so many other sections and with a Film Market at Martin Gropius Bau of thousands of films not even listed at the regular catalogue. In a way Forum Expanded and the Film Market are two extremes. And simplifying one could say it is of course the difference between art and commercial cinema. I think we can’t ignore the fact that the different formats of distributing and financing works has a huge impact on our works. I don’t see it black & white. I have for instance a huge sympathy for distribution in the film world that aims for as many as possible people to watch your work. That is a very different approach to the exclusivity you invent by 5 editions only in which you sell an art piece.

There are positive and negative effects coming with both options in my opinion. I like to study these very carefully. Most often we don’t have the complete free choice how we produce and launch our work. But of course as an artist or filmmaker you should know the different scenarios very well to aim for what is best for the very piece you are working on now. Let’s say there are very different film bubbles under the roof of Berlinale.

For ten days people tell you they do film and they all do. But it’s like a meeting of different galaxies. Since I enjoy the edgy parts of exchange and since you find in every of these film bubbles people who truly love film and art as much as they burn for what they do Forum / Forum Expanded inside of Berlinale is a very inspiring and surprising venue for me.“ 

Hulda Rós Guðnadóttir

 


Featured image: Installation view from ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’. 2-channel video installation ‘Third Part of the Third Measure’ by The Otolith Group.

Photos: Courtesy of the Artist

 

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir er myndlistarkona í Berlín. Ég hitti Guðnýju á hverfisbar í Mitte hverfi Berlínarborgar sem er leynistaður þeirra sem búið hafa lengi í borginni. Það er vel við hæfi. Guðný hefur búið í Mitte hverfi í næstum áratug og þar áður í Hamborg í tólf ár þar sem hún lærði myndlist í HfbK. Tilefni hittingsins er að nýlega vann Guðný myndlistarverðlaun í fyrrverandi heimaborg sinni. Meira um það síðar.

 Guðný ólst upp á 8. áratugnum í Seljahverfinu en var með annan fótinn á Baldursgötunni og miðbænum þar sem amma hennar bjó. Guðný hefur ekki sýnt mikið á Íslandi en minnistæðar eru einkasýningar í Listasafni ASI árið 2003 og ári síðar í Ásmundarsafni og árið 2009 í Hafnaborg og núna síðast í Týsgallerí árið 2014.

Guðný gerir list sem yfirleitt frekar efnislega viðkvæm og krefst líkamlegrar nærveru frekar en að vera gerð fyrir instagram. Hver lína á sitt andartak á blaðinu og skúlptúrar eru oft úr pappír, plastfilmum og öðru léttu efni. Þegar haft er í huga að upphaflega útskrifaðist Guðný úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans kemur ekki á óvart að leir kemur við sögu í mörgum verkanna.

Allar myndirnar í greininni eru frá sýningunni „Swing by 2“ í Poolhaus gallery, Hamborg, Þýskalandi. Nafn innsetningarinnar er „Der ewige Tee“. Ljósmyndari: Jan Bauer.

‘Það var þannig að Bernd og Ingeborg Kahnert fluttu frá Sviss til heimaslóðanna í Hamborg til að eyða ævikvöldinu og flytja til Blankenese sem er gamalt fiskiþorp á jaðri Hamborgar. Þorpið stendur við Elfurá. Þarna býr mikið af fólki sem veit ekki aura sinna tal en veit kannski ekki mikið um myndlist eða menningu yfir höfuð. Þetta er það sem er sagt í Hamborg um þá sem búa í Blankenese. Kahnert hjónin langaði að fá líf í kringum sig og höfðu keypt húsnæði sem er sundlaug og tehús, upphaflega frá 3. áratugnum. Það hafði verið semsagt yfirbyggt og tengt saman í japönskum stíl á 8. áratugnum. Á tímabili hafði sundlaugin meira að segja verið í eigu hins goðsagnakennda Axels Springer. Hann var svo langur að hann gnæfði yfir alla. Svo gekk hann helst um á háum herrahælum til að sýnast ennþá hærri. Hann lét sig samt hafa það og fór stundum úr skónum og synti í lauginni sinni. Ekki löngu eftir að Springer seldi eignina frá sér, um miðjan 9. áratuginn, féll staðurinn í niðurníðslu en fyrir nokkrum árum létu svo Kahnert hjónin gera þetta upp með það fyrir augum að þarna gæti verið sýningarhald og ýmislegt annað menningartengt.’

Kahnert hjónin byrjuðu nýlega að safna myndlist og komust þannig í glæsilegan hóp safnara í Þýskalandi. Það eru fleiri myndlistarsafnarar í Þýskalandi en í nokkru öðru Evrópulandi.

‘Það eru skiptar skoðanir um það af hverju fólk byrjar að safna. Mörgum finnst sem myndlistin hafi verið tekin hálfpartinn í gíslingu af auðkýfingum og fólki af aðalsættum sem kannski fyrir svona tíu, fimmtán árum vissi hvorki haus né sporð á samtímamyndlist eða listasögu yfir höfuð, sérstaklega eftir stríð.’

Hvað sem því líður þá hafa Kahnert hjónin tekið upp á því að safna og sýna myndlist. Þau buðu Guðnýju að vera með einkasýningu sem átti sér stað í desember síðastliðnum. Boðið kom með ársfyrirvara og var vandað vel að öllum undirbúningi.

‘Þjóðverjar taka hlutina föstum tökum og vilja gera vel. Það er ekki kastað til á síðustu stundu. Virðing fyrir verkinu sem og hugsmíðum á sér svo langa sögu. Myndlist er svo hátt metin og vinna og tími myndlistarmanna ekki tekinn sem sjálfsögðum hlut.’

Það er skemmtilegt við þetta verkefni hjónanna er að þau skipuðu tvískipta óháða dómnefnd sem velur listamann ársins og hlýtur hann verðlaunapeninga. Í dómnefnd er hópur fagfólks og svo er líka hópur nágranna og allir hafa jafnt atkvæðavægi. Það myndast ákeðinn núningur og samtal á milli lærðra og leikra. Þannig vill Kahnert fólkið virkja nágranna sinna og vekja á myndlist og skapa stemmingu í hverfinu. Þetta hefur heppnast vel enda vanda þau sig mjög til verka. Það vill svo vel til að Guðný vann þessi verðlaun fyrir bestu sýningu í ‘Poolhaus’ árið 2016 og verkin því náð að sannfæra báða hópana um hversu framúrskarandi hennar verk séu. Vissulega eru listasöfnun einkaaðila stór og mikilvægur hluti í stuðningskerfi listamanna. Margra alda hefð er fyrir þessu meðal borgara- og yfirstéttarinnar og mikil þekking hefur safnast fyrir sem hefur skilað sér í stórkostlegum einkasöfnum. Ingvild Götz safnið í München og Harald Falkenberg safnið í Hamborg eru ágætis dæmi.

‘Þetta eru virkilega vel ígrunduð söfn sem hafa líka byggst upp á frekar löngum tíma., segir Guðný.

Það er samt ekki alltaf það sem er í gangi.

‘Gestir á verðlaunafhendingunni voru bland af fólki úr hverfinu og myndlistarsenunni í Hamborg. Við sátum þarna ég og sem deildi með mér verðlaununum [innskot: á listamannaspjallinu]og það spunnust upp umræður um það hvort gestunum þætti mikilvægt að fá útskýringar á verkunum. Sumum þótti það mjög mikilvægt en mér fannst það koma skemmtilega á óvart að það var þarna sérstaklega einn maður sem tók til máls og fleiri menn með honum sem vildu helst ekki kynnast listamanninum eða hans upphaflegu hugmynd. Þeim fannst meira varið í að njóta listaverksins augliti til augliti án útskýringa frá listamanninum sjálfum. Maður skynjaði þarna smá von þegar hann sagði það þessi maður vegna þess að það hefur aukist svo mikið að fólkið sem er allt í einu komið upp á dekk í listheiminum að það þarf sumt mikla persónulega athygli frá listamanninum. Hún eykst jafnt og þétt krafan um tíma listamannsins, félagsskap og í raun og veru er þessi tilhneiging að skreyta sig út á við með listinni. Listamaðurinn er stundum orðinn að einhverju svona sirkusdýri og listin að einskonar leiktjöldum í veislum hjá ríku fólki. Þetta var ekki alveg svona ýkt fyrir um svona tuttugu árum í Þýskalandi en frá því um 2000 hefur orðið mikill uppgangur hjá yfirstéttinni og aðlinum í Þýskalandi. Þetta fólk er farið að láta bera meira á sér og gera kröfur.

Guðný hefur margt til málana að leggja enda þekkir hún senuna vel. Við höfum lokið við ´Schinekenkäsertoast’ sem barþjónninn bjó til fyrir okkur af mikilli kostgæfni og virðingu fyrir eigin starfi. Nokkrum mánuðum síðar þegar viðtalið er fullklárað höfum við komist að því að barþjóninn hafi skyndilega orðið bráðkvaddur. Heimurinn er hverfull. Við yfirgefum leynistaðinn og höldum út á vit borgarinnar.

 Hulda Rós Guðnadóttir


Vídeóið með greininni er verk Huldu Rósar. Meira um það:  www.whiterabbitonline.org

Vefsíða Guðnýjar: www.gudnygudmundsdottir.com/visual-artist

 Ljósmyndir með grein: Jan Bauer / Courtesy Gudny Gudmundsdottir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest