Reflections on Belonging: Ingibjörg Friðriksdóttir at Ctrl Shft Collective

Reflections on Belonging: Ingibjörg Friðriksdóttir at Ctrl Shft Collective

Reflections on Belonging: Ingibjörg Friðriksdóttir at Ctrl Shft Collective

In the downtown district of Oakland, California, sound artist Ingibjörg Friðriksdóttir opened her latest installation work, Reflecting, in a group exhibition at the Ctrl Shft Collective, Traslación. Entering into a urban warehouse building, piercing blue eyes blink out at the viewer from a projected video screen in a black box room. There is a subtle overlapping chatter, conversation from that of a fortune teller woman. The viewer is bombarded with sound from all corners, and one can almost picture the kitch fortune ball and tacky decorations. There is an element of ‘otherness’ and yet an immediate relatability to this voice. We know her, this woman, without having to know her, her vague and generic fortune tellings to which one is so desperately prepared to apply any aspect of truth or meaning to our own lives.

Ingibjörg Friðriksdóttir is an Icelandic artist who defines her practice as somewhere between a composer and an installation artist. Ingibjörg has worked collaboratively throughout her career with filmmakers, dancers, visual artists, fashion designers, and photographers. She recently moved back to Reykjavik after completing an MFA at Mills College and working in the Bay Area for three years. When she first moved to California, Ingibjörg describes ‘listening’ to the culture to learn its rules, history and sensitivities; “I had to listen to learn, to be able to form my own opinions in that culture and I had to learn that even though I felt very foreign in this culture, I would be a portrait as a certain type of human based on my gender, my ethnicity etc. You have to learn what is expected of you as that person you are seen as, even if you feel you don’t have anything in common with the group you are now categorized within.” Whilst Ingibjörg’s home roots are in Iceland, her practice is quite dually based, and I found it compelling to learn how she navigates, professionally and personally, between these two worlds she has laid claim to.

Ctrl Shft is an artist run organization and non profit art collective in the center of Oakland, providing artist studios to members, who pay rent and collaboratively put on exhibitions in the common exhibition space. The urban warehouse building is located in the downtown center of Oakland, and is almost hidden from the street, with no visible sign or marker. A new visitor wouldn’t quite know what to expect upon entering this experimental art space, as I didn’t. The collective and its members is largely queer and nonconforming to binary and heteronormative stereotypes, working to represent marginalized communities in their studio spaces. Ctrl Shft feels reminiscent to OPEN, Nýlistasafnið, and Kling og Bang, to name a few artist collectives in Reykjavik that are achieving similar success. However, community oriented, artist studio and dually functioning exhibition spaces are few and far between in Reykjavik, especially those that specifically attempt to bridge the gap between marginalized communities and professional art opportunities.

The show, Traslación, was co-curated by Colombian artist Susana Eslava and Carolina Magis Weinberg. Susana moved to the Bay Area in 2015 through an MFA grant, and is currently developing projects between Bogotá and the Bay Area. Her practice is interdisciplinary and explores themes of migration, colonization, and the intersections between social relations, art and politics. Among the participating artists were Ingibjörg, Susana, Carolina, Ana María Montenegro Jaramillo, Enar de Dios Rodríguez, Shaghayegh Cyrous, and Patricia Leal. All of the artists are international to the Bay Area, but share the common connection that each has based their practice here in California at some point along their journeys.

The exhibiting artists in Traslación, as Susana explains, are “in a state of otherness. They think in different languages, and create in a constant state of translation. They create in the impasse of the outside…engaging into conversations about what it meant to have an art practice –and a life– from a dislocated position. Traslación refers to the circular movement of a planet around a gravitational force which inevitably, takes it back to its initial position.” The exhibition explores thematics of inside/outside relations, acceptance, nativeness, discrimination, and belonging. Issues of gender, power dynamics, identity, locality, and politics are at play. These elements provide an effective connecting point to art life in Iceland, where so many feel like a constant outsider to Icelandic culture despite maintaining an artistic practice in the country for many years. This struggle is universal, apparently, for acceptance and belonging, to be from somewhere. How do we belong to and from any place?

Despite these elements of inaccessibility and otherness that seems connected to experiences both in the Bay Area and in Iceland, Ingibjörg comments on their similarly community and locally oriented natures when comparing the Bay Area to the art scene in Iceland. She states, “one similarity that surprised me was that I was not expecting to be running into the same people over and over again, like frequently happens in the art scene in Iceland. So soon it felt like ‘home.’” She values being able to connect with artists on such a familial and intimate level in her homeland; “I think it is unique in Iceland that it is very easy to connect with people, even the most successful artists are not that unreachable, and because of how similar we all are we sometimes operate as a one big family.” With that being said, the Bay Area opened up many opportunities for her, and she describes how ‘small’ Iceland feels in many ways since; “I think how similar we are creates limitation in how we sometimes think in Iceland. I didn’t realize how little I really knew about the world before I lived in the Bay Area and was blessed with so many international friends that have taught me so much.”

To add to a level of accessibility in the show, the exhibition text is presented in each of the languages of the artist’s home countries. In Ingibjörg´s Reflecting, the description explains that before moving back to Iceland from the Bay Area, she visited two psychics to “make sense of the crossroads.” Ingibjörg explains that we are constantly trying to “predict the future through tangible concepts”, seeking answers and meaning to our being. Like she explains in Icelandic, “rýmið er gjörólíkt, eftir því hverju þú trúir.” This piece creates its meaning through its audience, we see and experience what we personally believe and look for, whether it is a skepticism or a blind acceptance of truth. “This creates two worlds, intertwining within the same space while simultaneously challenging each other’s existence. As Ingibjörg reflects on her own past, present and future, she invites the audience to do the same.”

Sound echoes out from the black box and through the entire exhibition space, referencing the constant permeating of these messages out and into our everyday lives and existence. In her sound installations Ingibjörg frequently works with multi-speaker sound systems to create this surrounding effect. She tells me, “I put equal emphasize on sound and visual aspect. I believe that the visual will affect the aural experience, so it is important that those two aspects complement each other. None of my installations have been site specific, but it’s important that with each installation that the space also compliment both audible and visual part.”

In terms of current projects on the horizon, Ingibjörg is planning an installation with a traditional string quartet and live improvisation. She is also collaborating with two Chinese artists in the Bay Area of a dance film based on a previously enacted performance piece, dealing with similar thematics as Traslación. “It’s about being foreign in a new culture, the things you bring with you and the distance to you home. The dancer is dressed in water sleeves, a traditional Chinese costume, that has traditionally strict dance movements but bringing it to a new culture she is reinventing herself and the movements possible with that custom. It all began with long conversations at the dinner table, where we would also share our culture through food. Soon those conversations transformed into pieces of art, where we were building a bridge of understanding of each other and deepen understanding of cultural differences. Sophia plays a traditional Chinese instrument called Pipa but plays it a very untraditional way. In this specific piece, I am creating the soundscape, partly with using my own voice singing and reciting an Icelandic poem by Anna Marsíbil Clausen that was specifically composed for the performance piece. My favorite line in the poem is about how the sea should be gray, with tall waves. It is one of those things you don’t really think about when you grow up in a certain place, but when you are far away you start missing those things, like a certain color of the ocean that you don’t see in the new place.”

 

Daría Sól Andrews

 


 

Hinsegin list eða pólitísk barátta?

Hinsegin list eða pólitísk barátta?

Hinsegin list eða pólitísk barátta?

Frá árinu 2015 hefur sýningarrýmið Gallerí 78 verið rekið í samvinnu við Samtökin ’78 í Suðurgötu 3. Gallerí 78 heldur að meðaltali 6 sýningar á ári sem eiga það sameiginlegt að kynna aðeins list eftir hinsegin listafólk. Blaðamaður artzine kíkti í heimsókn til að ræða starfsemina við sýningarstjórana Ásdísi Óladóttur og Yndu Gestsson.

Vettvangur fyrir hinsegin sýnileika

Yndu hafði lengi dreymt um að opna sýningarrými á Íslandi sem helgað væri hinsegin list. Þegar hún sneri aftur til landsins eftir doktorsnám í safna- og listfræði á Englandi leitaði hún til listfræðinemans og ljóðskáldsins Ásdísar Óladóttur og bar hugmyndir sínar undir hana.

Sýningarstýrurnar Ynda Gestsson og Ásdís Óladóttir

„Ég vissi að Ásdís var í listfræði við Háskóla Íslands og að hún þekkti vel til hinsegin listafólks hér á landi,“ útskýrir Ynda. „Strax í upphafi tók Ásdís þátt í því að móta stefnuna, með því að benda mér á listafólk sem gæti sýnt í galleríinu. Þekking hennar og reynsla voru mjög mikilvægir þættir í að koma þessu í gang.“

„Það var ákveðið að koma á skipulagðri sýningarstarfsemi hér í Suðurgötu 3, vegna þess að húsnæðið býður upp á svo margt,“ bætir Ásdís við. „Gluggarnir eru stórir og hleypa ljósinu inn – svo er aðgengið mjög gott vegna þess að við erum á jarðhæð. Myndlistin sést því vel utanfrá.“

Ynda og Ásdís segja það mikilvægan þátt í starfsemi samtakanna að hafa hinsegin list sýnilega. Fyrir þeim er myndlist uppbyggjandi leið til að miðla bæði þekkingu og reynslu hinsegin fólks innan og utan hinsegin samfélagsins.

Listafólk og nöfn á verkum frá vinstri til hægri: Stiofan O’Ceallaigh, Decisions-Decisions 2016, Khalil Rasheed 2018, West Without Title 2018, Jez Dolan, More Joy 2018, Rosanne Robertson, DESTROY-DUCHAMP 2018

„Það er hægt að vera listamanneskja á þeim forsendum að vera hinsegin og deila persónulegri og félagslegri reynslu sinni með listunnendum, ,“ upplýsir Ynda. „Þetta skipti mjög miklu máli þegar AIDS faraldurinn kom upp. Það var margt hinsegin listafólk sem tókst á við þessa erfiðu reynslu með list sinni. Þar mætti til dæmis nefna Nemes verkefnið sem hófst árið 1987: risastórt bútasaumsteppi til minningar um þá sem hafa látist úr AIDS í Bandaríkjunum. Á teppinu eru nöfn þeirra sem létust ásamt minningarorðum. Þetta framtak hafði gífurleg áhrif á sýnileika hinsegin fólks og hinsegin listar, að ógleymdum sársaukanum.”

Að staðsetja sig fyrir utan svigann

Hinsegin list snýst ekki bara um harm, heldur líka gleði og sigra sem taka á sig form í margs konar miðlum. Aðspurðar um hvað geri list hinsegin svöruðu þær að það væri í raun skilgreiningaratriði.

„Það eru nokkrar leiðir til að skilgreina hinsegin list. Þær helstu eru að allt hinsegin fólk sem býr til myndlist geri hinsegin list – burtséð frá því hvort það sé að tala út frá hinsegin reynslu eða mála myndir af Esjunni,“ útskýrir Ynda. „Hin skilgreiningin er að til þess að hægt sé að tala um hinsegin list, þá verði listin að fjalla um það sem snertir reynsluheim hinsegin fólks.“


Qasim Riza Shaheen. Left to right, When you left I dyed in my favourite colour 2010, Left to right, I cried till I turned my bath water blue 2010, 
Left to right I loved you at 01.13 2010, Left to right Old-habits die hard 2010

Gallerí 78 hefur verið gagnrýnt fyrir að sýna eingöngu hinsegin list og fólk hefur tekið því sem útilokun. En Ynda og Ásdís segja rekstur gallerísins byggja á pólitískri formúlu og orðræðuhefð sem hefur margsinnis virkað, en það er aðferðafræði feminista sem felst í því að taka hóp út fyrir sviga og gera hann sýnilegan á sínum eigin forsendum. Sem dæmi mætti nefna Gallerí Langbrók og og önnur sýningarými sem sýndu aðeins myndlist eftir konur og voru rekin af kvennréttindakonum.

Ynda og Ásdís segja hinsegin baráttu vera pólitíska baráttu og hinsegin list að nokkru leyti vera það líka. Markmið gallerísins er því ekki að stimpla fólk fyrir að vera eitt eða annað, heldur að hafa stað þar sem hinsegin list er í brennidepli. Barátta transfólks fyrir sýnileika birtist t.a.m. í sýningum gallerísins og á sú umræða mikið erindi – sérstaklega um þessar mundir, þegar transfólk þarf hvað mest á viðurkenningu að halda. Núverandi ástand í heiminum gefur ennþá meiri ástæðu til að reka gallerí af þessu tagi, til að vinna á móti feðraveldinu og því kerfi sem elur á fordómum í garð hinsegin fólks. „Enn þann dag í dag er fólk drepið fyrir það að vera hinsegin,“ segir Ynda. “Til dæmis féllu hátt í 400 trans manneskjur fyrir hendi morðingja árið 2017 fyrir utan samkynneigða sem hafa látið lífið vegna stjórnmálaástandsins í heiminum.“

10 leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk)

Sýningin sem er í gangi um þessar mundir í Gallerí 78 ber heitið Tíu leiðbeiningar (fyrir hinsegin listafólk)Ynda og Ásdís stýrðu sýningunni ásamt breska myndlistarmanninum Jez Dolan – en sýningin samanstendur af verkum eftir tólf breskar listamanneskjur (Joseph Cotgrave, Jez Dolan, Garth Gratrix, Cheryl Martin, Joshua Val Martin, Stiofan O’Ceillaigh, Richard Porter, Rosanne Robertson, Qasim Riza Shaheen, Debbie Sharp, Khalil Rasheed West og Phil Sayers). Þetta er í fyrsta skipti sem hópur af erlendum hinsegin listamanneskjum er fenginn til að sýna á Íslandi og markar sýningin því stór tímamót í kynningu á verkum hinsegin myndlistafólks.


Joshua Val Martin, Ten Directions (for-queer-artists) 2018

Sýningin byggir á hugmyndum Marcel Duchamp um leiðbeiningarverk, sem urðu að þekktu listform með tilkomu Fluxus hópsins, m.a. Yoko Ono. Listafólkið leikur sér með leiðbeiningarhugtakið og túlkar það á marga mismunandi vegu. Á sýningunni eru bæði teikningar og ljósmyndir sem miðla upplifunum til áhorfandans, sem eru bæði fjölbreyttar og persónulegar. Myndirnar eru hengdar upp þannig að þær eru afmiðjaðar til að undistrika jaðarsetningu hinsegin fólks.

Til þessa hefur galleríið einbeitt sér að íslenskri hinsegin myndlist, en með sýningunni vilja Ynda og Ásdís hefja samtal, og leggja grunn að sýningum íslensks hinsegin listafólks erlendis.

Sýningarnar sem haldnar hafa verið í Gallerí 78 hafa oft á tíðum verið margbreytilegar og spennandi. Listamenn á borð við Hrafnkel Sigurðsson, Sigmar Stórholt, Öldu Villiljós og Logn Draumland hafa sýnt þar, en næst (15. desember) mun Skaði Þórðardóttir sýna verk sín.

Sólveig Eir Stewart


Aðalmynd með grein: Verk Debbie Sharp, Queer Instructions 2018
Ljósmyndir: Birtar með leyfi Gallery 78

Sýningin 10 leiðbeindingar (fyrir hinsegin listafólk) mun standa opin til 8. desember í Gallerý 78.
Opnunartímar eru frá 13:00 til 16:00 alla virka daga. Öll velkomin.

SAMAN í SOE Kitchen 101

SAMAN í SOE Kitchen 101

SAMAN í SOE Kitchen 101

Í Marshallhúsinu úti á Granda hefur stórt teymi frá vinnustofu listamannsins Ólafs Elíassonar hreiðrað um sig undanfarna mánuði. Ólafur, systir hans og kokkurinn Victoría Elíasdóttir ásamt föruneyti tóku yfir jarðhæð hússins, sem venjulega hýsir veitingastaðinn Marshall Restaurant + Bar í eigu Leifs Kolbeinssonar. Þann 11. ágúst síðastliðinn opnuðu þau tímabundið rými sem bar heitið SOE Kitchen 101. Fram til 28. október var þar boðið upp á fjölbreyttan mat úr íslenskum lífrænum hráefnum og breiða gjörningamiðaða viðburðadagskrá unna í samvinnu við Mengi, Listaháskóla Íslands, Kling & Bang, i8 og fleiri lista- og menningarfrumkvöðla og stofnanir. Ég settist niður með Victoríu, sem þróaði réttina á matseðli, og Christinu Werner, viðburðastjóra verkefnisins. Við spjölluðum saman um undanfarnar vikur.

 

Á pappír var verkefnið helgað matargerðarlist en þótt máltíðin hafi ávallt verið í brennidepli beindi SOE Kitchen 101 þó aðallega, í huga undirritaðs blaðamanns artzine, sjónum okkar að matmálstímanum og öllum þeim athöfnum, samræðum og upplifunum sem sú afmarkaða stund hefur upp á að bjóða. Það er nefnilega ekki bara hungrið sem við seðjum þegar við njótum góðrar máltíðar, sérstaklega þegar við deilum þessum augnablikum með öðrum.

 

Svona tengjumst við hvert öðru innan vinnustofunnar… af hverju ekki að deila þeirri reynslu?Sagði Victoría en í vinnustofu Ólafs borðar starfsfólkið alltaf saman. Það má því segja að SOE Kitchen 101 hafi leitast við að skapa tengsl milli vinnustofunnar í Berlín og vinnustofunnar hér í Marshallhúsinu. Þó var að ýmsu að huga þegar eldhúsi á vinnustað var umturnað í veitingastað í öðru landi: Við þurftum til dæmis að finna leiðir til að fá gestina okkar til að sitja við sama langborðið eða deila réttum sín á milli.Það er nefnilega oft þannig að við kunnum ekki alveg að umgangast fólk í nálægð. Við búum við það mikið öryggi að við þurfum ekkert endilega að þekkja nágranna okkar en hér spilaði viðburðadagskráin stórt hlutverk. Þegar eitthvað á sér stað fyrir framan hóp fólks skapast sameiginlegt augnablik, þó fólk sitji ekki saman. Gjörningarnir og verkefnin komu úr ýmsum áttum og snertu á nánast öllum listformum en samkvæmt Christinu var það meðvituð ákvörðun: Í staðinn fyrir að takmarka okkur við eitt afmarkað listform vildum við reyna að halda viðburðunum eins fjölbreyttum og hægt yrði svo þeir myndu henta breiðum hópi fólks. Við reyndum líka gagngert að losa aðeins um fjötrana hjá gestum okkar. Til dæmis með hljóðverkinu hans Valdimars Jóhannssonar.

 

Rave for your senses. Fischer workshop. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

 


Rave for your senses. Fischer workshop með Lilju Birgisdóttur. Ljósmynd: Timothée Lambrecq

 

Verk Valdimars heitir A Mouth for Dinner og samanstendur af þeim hljóðum sem við framleiðum þegar við borðum en skömmumst okkur þó fyrir í krafti mannasiða og kurteisisreglna í samfélaginu. Smjatt og kjams, smellir í góm, gaul í görnum og ánægjustunur ómuðu yfir matargestum kvöldsins 19. september síðastliðinn áður en matur var borinn fram. Að sögn Victoríu var teymið í SOE Kitchen 101 dálítið spennt fyrir viðbrögðum gestanna. Flestir tóku þessu samt afskaplega vel,“ sagði hún og hélt áfram: „Andrúmsloftið á staðnum þetta kvöldið var mjög afslappað og við munum spila verkið í vinnustofunni í Berlín yfir hádegismatnum.

 

Það er ekki sama upplifun að hlusta á verk Valdimars ein heima í stofu eða heyra það yfir kvöldmat með öðrum. Smám saman fer athyglin að beinast að hvernig fólkið í kring borðar og hvaða hljóð þú sjálf gefur frá þér út í umhverfið. Aðspurð nánar um val á viðburðum svaraði Christina: Við reyndum að vera með einhvers konar sambræðing af list, skynjun og þekkingu. Eftir að við komum til landsins kynntumst við svo hæfileikaríku og kláru fólki og lærðum svo mikið sjálf að það var algjör synd að deila því ekki með öðrum. Lilja Birgisdóttir úr Fischer var til dæmis með tilraunakenndan tónlistargjörning um lykt, liti og bragðskynið. Með gjörningnum sýndi hún gestum hvað skynfærin spila stórt hlutverk í upplifun okkar á umheiminum.“

 

Gjörningur Lilju ber titilinn A rave for your senses og fór fram í Fischer. Bæði verk Valdimars og Lilju eru nokkurs konar inngrip í hversdaginn og hvernig við lifum og hrærumst í honum. Þau benda á skynfærin og hvernig líkami okkar flestra virkar, fyrirbærum sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Gjörningur Katrinu Jane Perry Routine Ritual, sem átti sér stað miðvikudaginn 24. október, tókst einnig á við venjubundinn hversdaginn. Með handskornum verkfærum úr marmararestum sem annars hefðu farið til spillis bauð hún gestum að endurhugsa venjur okkar við matarborðið. Borðshaldið breyttist allt í einu í hátíðlega athöfn.

 

Þannig rannsakaði SOE Kitchen 101 veitingastaðinn sem félagslegt rými til fulls. Að sögn Victoríu var matargestum ekki skylt að taka þátt í viðburðunum: Við vorum aðallega að reyna að opna huga fólks. Ekki prédika eða þvinga gesti í ákveðnar aðstæður. Það var líka allt í lagi að koma bara til þess að borða, eða bara til þess að vera viðstödd viðburðina.Einnig er mismunandi hversu mikillar þáttöku hver viðburður krafðist af hálfu áhorfenda. Christina benti til dæmis á að „gestir hlustuðu öðruvísi þegar það var ljóðagjörningur í rýminu en þegar Mengi kom inn með raftónlistarfólk.Í gegnum allt tímabilið sem verkefnið á sér stað, stóð Mengi fyrir tónlistargjörningum á fimmtudagskvöldum sem einnig voru teknir upp. Á síðasta kvöldinu, 25. október, komu allir tónlistarmennirnir saman. Það má segja að í þeirri upptöku hafi allir fyrri tónleikarnir mæst.

 


Katrina Jane Perry. Routine Ritual. Ljósmynd: Katrina Jane Perry

 


Ljósmynd: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson. Mariner’s Oubliette. Filmstill

 

Tónleikar með Robert Lippok. Ljósmynd: Christina Werner 

 

Í raun voru fjölmargir snertifletir fólgnir í SOE Kitchen 101. Tengingin milli vinnustofa Ólafs hefur þegar verið nefnd en í þessu fjölþætta verkefni leyndust einnig ákveðin tengsli við starfssemina í húsinu. Þann 24. október stóðu Sara Riel listamaður og tónlistarkonan Ólöf Arnalds fyrir gjörningi undir yfirskriftinni Graphic Score en í Kling & Bang stendur nú yfir einkasýning Söru, Sjálfvirk/Automatic. Þar leiddu tónarnir Söru í sjálfvirka teikningu og úr varð sjónræn túlkun á lögum Ólafar. Einnig var tengingin við íslenskt umhverfi alltumlykjandi. Victoría nefndi að hráefnið í réttina hafi verið alíslenskur fiskur og grænmeti, sem var nokkuð stór áskorun í ljósi þess að sumarið kom í raun aldrei til landsins. Verkefnið þróaðist áfram á mjög lífrænan hátt. Í raun reyndum við að halda því eins opnu og hægt var í upphafi. Það var vegna þess að við vildum koma hingað til landsins, vera í rýminu, upplifa umhverfið og kynnast senunni hér. Komast að því hvaða element væri í raun mögulegt að vinna með.“ Listaverk Ólafs Elíassonar héngu hér og þar í veitingastaðnum og þegar stigið var inn á vinnustofuna á annarri hæð blasti,  efniviðurinn við gestum og gangandi, og gerir reyndar enn í dag. Verkin eru unnin úr íslenskum rekavið og öðrum fundnum hlutum hér við strendur landsins og eru í raun áttavitar, tæki til að vísa okkur í réttar áttir. Christina benti á að líkt og áttavitarnir teygði verkefnið sig út fyrir veggi hússins. Hér má nefna heimildarmynd Huldu Rósar Guðnadóttur Keep Frozen, sem sýnd var 23. október. Myndin einblínir á hafnir Reykjavíkur og þá vinnumenn sem vinna þar. Líkamleg erfiðisvinna og rútínuverk eru í brennidepli en einnig er bent á vandamál eins og ódýrt vinnuafl og umbreytingu hafnarsvæðanna yfir í íbúðar- eða verslunarhverfi. Þar á meðal svæðið úti á Granda sem umlykur Marshallhúsið.

 

Það eru svo ótalmörg atriði við SOE Kitchen 101 sem hægt er að draga fram í ljósið og endalaust hægt að telja upp viðburði sem kölluðust á eða sköpuðu tengingar á þvers og kruss. Öll endurspegluðu þeir á einhvern hátt hugmyndafræði eldhússins í vinnustofu Ólafs í Berlín: Umhverfismeðvitund. Á vinnustofunni er ávallt framreiddur grænmetismatur úr lífrænum hráefnum ræktuðum í nágrenninu en viðburðadagskráin nálgaðist umhverfið þó á örlítið annan hátt. Sem dæmi má nefna vídjóverkið Mariner’s Oubliette eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson sem fjallar um þarfir manna og dýra og muninn þar á. Það eru til dæmis upptökur undir vatni af hvali á sundi. Myndin fer svo nálægt hvalnum að húðin virðist stundum vera landslagsmynd,“ sagði Christina og heldur áfram: Hljóðin sem  hvalurinn gefur frá sér umlykja líkamann. Þegar ég sá myndina leið mér nánast eins og ég væri að horfa inn í annan heim.

 

Nú er SOE Kitchen 101 liðið undir lok í Marshallhúsinu og Leifur Kolbeinsson er aftur tekinn við keflinu á veitingastaðnum. Aðspurðar um framhald verkefnisins svarar Christina: Þessi kafli af SOE Kitchen var eins og sýning. Hann átti sér ákveðið tímabil.“ Og Victoría bætir við: Verkefnið mun aldrei verða endurtekið í nákvæmlega sama formi. Það er í stöðugri þróun.

 

Sunna Ástþórsdóttir

 


 

Á heimasíðu Ólafs Elíassonar má kynna sér verkefnið í heild sinni: Vefsíða

 

Aðalmyndir með grein: Ljóða & hljóð gjörningar með Rike Scheffler & Angela Rawlings. Ljósmynd: Christina Werner
Rave for your senses í Fischer með Lilju Birgisdóttur. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

 

Afbygging dýrðarljómans

Afbygging dýrðarljómans

Afbygging dýrðarljómans

Myndlistarkonan Erla Haraldsdóttir er búsett í Berlín en sýnir reglulega á hinum ýmsum stöðum á landinu. Um þessar mundir sýnir hún tuttugu óhlutbundin málverk í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi og ber sýningin titilinn „Memory of Colour“. Það kemur á óvart að Erla sé að sýna óhlutbundin verk. Hún er þekktust fyrir mikið útpæld fígúratív málverk en einnig hefur hún verið með verkefni sem snúast meira um að gera listræna ferlið sýnilegt.

Skemmst er að minnast sýningarinnar „Tree / Difficulty of Freedom / Freedom of Difficulty“ sem sett var upp haustið 2013 í Nýlistasafninu. Sýningin var hópsýning sem efnt var til sem hluti af rannsóknarferli Erlu, „Tree of Life“, sem fjallaði um kerfi sem þróuð eru til að ramma inn hið listræna ferli. Fyrir sýninguna voru listnemar og listamenn paraðir saman og látnir senda leiðbeiningar hvor til annars í gegnum tölvupóst. Listaverkin sem komu út úr þessu samstarfi voru svo sýnd í Nýlistasafninu. Sýningunni fylgdi bókaútgáfa sem sýndi aðferðirnar og ferilinn á bak við verkin og varpaði nýju ljósi á verk og aðferðir forsprakkans sjálfs, Erlu. Núna fimm árum síðar hefur Erla ákveðið að gera þetta aftur en með öðrum hætti. Í Gallerí Gróttu gefur að líta óvenjulega smá verk miðað við þau fígúratívu verk hennar sem flestir þekkja. Þau eru abstrakt og skiptast í seríurnar „Spill“, „Án titils“ og „Hönd“ og svo eru tvö stök verk sem heita „Að innan“ og „Að utan“ sem eins og nöfnin gefa til kynna eru tengd. Í tilefni af sýningunni var Erla tekin tali.

Erla, í sýningarskránni skrifa listfræðingurinn Craniv A. Boyd að kalla megi verkin „B-hliðar“. Geturðu útskýrt það nánar?

Já, ég vinn verkin á sama tíma og ég er að vinna þessi stóru fígúratívu málverk og „B-hliðarnar“ vísa til þess að ég hafði ekki beint hugsað mér að sýna verkin almenningi. Þetta er úrgangurinn úr þessum fígúratívu málverkum – það sem kemur út úr ferlinu. Kannski litur sem ég er að blanda mjög lengi, og það er eins og ég þurfi á þessum fígúratívu málverkum að halda til að geta gert þessi abstrakt málverk. Þannig eru þau B-hliðar. Þetta er í rauninni úrgangur. „Spills“ er úrgangur á sænsku. Ég held líka á ensku. Þetta er soldið það sem er eftir. Verkin sem koma út úr því að á meðan ég er að mála þá fær maður helling af hugmyndum. Ein hugmynd getur verið að nú langar mig að nota þennan lit og rosalega þykkan pensil og sjá hvað skeður. Það er einhvern veginn svoleiðis. Líka þegar ég er að mála þessi fígúratívu málverk þá er ég með ákveðnar myndir í huganum þegar ég byrja að mála og svo er maður í díalóg við málverkið.

“Spill“ og “Án titils“ seríurnar á veggnum í Gallerí Gróttu á Setljarnarnesi.

“Hönd“ serían í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi.

“Að utan“ til hægri og “Að innan“ til vinstri. Gallerí Grótta, Seltjarnarnes.

Í þessu dæmi þá er verkefnið einhvern veginn að setja lit, málningu á striga án þess að vera með einhverja mynd í huga. Kannski er þetta eins og tilraunir í að prufa að mála eitthvað sem þarf ekki að verða neitt. Ég nota kannski liti sem ég er ekki sérstaklega hrifin af, sem stinga í augun á mér, til að sjá hvernig það kemur út. Til þess að hafa gert það. Ég hef verið að vinna eitthvað smávegis á hverjum degi með þessi málverk – sérstaklega kannski á morgnana áður en ég byrja á stóra málverkinu. Í vinnustofunni er ég með stórt hlutbundið málverk á veggnum og þessi eru soldið til hliðar, á gólfinu, á borðinu. Þau geta snúið einhvern veginn í allar áttir, það er ekkert upp og niður.

Hvaða þýðingu hafa þessi verk fyrir þig?

Þetta tengist frelsi. Þegar ég er svo lengi að mála þessi hlutbundnu, þá kemur eitthvað svona yfir mig þar sem ég verð að gera öðruvísi. Þar sem ég verð að fara út úr þessum hlutbundna ramma. Fá að fara út og gera eitthvað sem er ekki hlutbundið, ekki eitthvað sem ég er búin að ákveða áður. Þýðingin er frelsi og ferli semsagt; að fá að gera eitthvað sem er allt öðruvísi. Fá að prufa einhverja hugmynd sem ég er með og það má bara koma út einhvern veginn. Þarf ekki að koma út á einhvern sérstakan hátt. Efnið ræður því hvernig það kemur út.

Craniv talar einnig um það í textanum að þessi afhjúpun sem felst í sýningu þessara verka sem áður voru einungis fyrir þig, opni á hættuna á að listræna ferlið missi dýrðarljóma sinn. Þessi dýrðarljómi hefur verið mikilvægur til að gefa myndlist dulúð og vægi en undanfarna áratugi hafa margir listamenn unnið á móti þessu. Geturðu sagt okkur frá því?

Óhlutbundnu málverkin vísa einnig í módernisma og þessa ofurtrú á myndlist sem opinn glugga inn í þetta guðdómlega. Sko það er þetta mannlega séní. Einhvers konar skilaboð að ofan sem segja að karlmaður að mála módernískt sé snillingur í beintengingu við einhvers konar snilligáfu. Þess vegna eru módernistarnir svona upphafnir. Það er til dæmis það sem maður les um Mark Rothko. Það er ekki beint verið að tala um ferli. Margir af þessum módernistum, Pollock til dæmis, þessir amerísku eftirstríðsáralistamenn, de Kooning, Barnett Newman, það er verið að halda þessu við. Þessari „karlmaðurinn sem snillingur“ hugmynd. Snillingur sem er í einhvers konar algeru blissi í vinnustofunni að gera stórkostleg málverk. Listræn gáfa er að mínu áliti hinsvegar frekar eins og suðupottur en ekki gjöf frá einhverjum allsráðandi guði. Feðraveldið er með rætur sínar kyrfilega bundnar við eingyðistrúarbrögð þar sem eins konar snillingakölt einkennir skrif í vestrænni myndlistarsögu. Takk fyrir að spyrja um þetta – það er akkúrat þetta sem ég er að takast á við. Á næstu sýningu kem ég til með að sýna bæði hlutbundin og abstrakt málverk saman og þá sést þetta vel, tengingin og ferlið. Ég hef gert þetta einu sinni áður og sýndi í Galleri Konstepidemin í Gautaborg árið 2016. Það var svo sýnt aftur í Dómkirkjunni í Lundi.

Að lokum, Erla, langar mig að spyrja þig út í eitt sem þú hefur oft minnst á við mig en það er að þú lítir á málverkið sem gagnrýninn miðil, á svipaðan hátt og myndbönd, gjörningar og aðrir svokallaðir nýmiðlar. Hvað áttu við með því?

Af því að það er algerlega einstaklingsbundið. Þetta er bara tungumál einstaklingsins. Það getur enginn gert eins málverk. Þetta er algerlega þín tjáning. Þannig verður það pólitískt. Þú gefur þér leyfi til að tjá þig algerlega á þinn hátt. Þótt það skipti ekki máli hvort það sé hlutbundið eða abstrakt þá kemur það algerlega úr þér sem manneskju. Öll myndlist er þannig en svo fékk málverkið þennan stimpil á sig á níunda og tíunda áratugnum að það væri dautt og svo komu allar þessar nýju deildir. Það er soldið mín kynslóð. Þegar ég var í námi var þessi umræða allsráðandi. Málverkið var dautt og ef maður málaði var maður „kommersíal“. Þá væri maður ekki að spyrja neinna spurninga um hvað væri myndlist. En ég spyr: af hverju getur málverkið ekki verið með þegar á að vera krítískur? Saga myndbandslistarinnar er núna orðin löng. Stafrænar ljósmyndir hafa líka orðið langa sögu. Verk með mikla handavinnu að baki geta líka verið pólitísk rétt eins og hugmyndalist. Málverk geta líka verið byggð á konsepti. Þetta er soldið marglaga spurning. Hægt að ræða þetta endalaust en ég held að svarið sé einfaldlega að maður gefur manneskjunni leyfi á að tjá sig. Það er pólitískt í dag.

Hulda Rós Guðnadóttir


Sýningunni lýkur 28. október 2018.

Ljósmyndir af verkum: Með leyfi listamanns.
Aðalmynd: Helga Óskarsdóttir

Vefsíða Erlu: erlaharaldsdottir.com

Disbelief – An Interview with Dan Byers

Disbelief – An Interview with Dan Byers

Disbelief – An Interview with Dan Byers

Having recently arrived from a trip to the United States, elements of the political climate were pretty unsettling and fresh on my mind. The newly opened exhibition at i8 gallery, Seeing Believing Having Holding: A Late Summer Show of Five American Artists organized by Dan Byers, immediately spoke to this sense of being unsettled and of the disconnection between what you read in the news and the reality of the situation. The title of the exhibition spoke to this sensation especially. Even the added addendum – a late summer show of five American artists – implied that it was the end of a season (or an era) and it was now time to return to a new arrangement of our basic sense perceptions with the help from the studios of artists working in a variety of mediums from all over the US: Kelly Akashi (Los Angeles, CA) Kahlil Robert Irving (St. Louis, MO), Michelle Lopez (Philadelphia, PA), B. Ingrid Olson (Chicago, IL), and Daniel Rios Rodriguez (San Antonio, TX).

In an interview with the Dan Byers, he filled me in on how these nuances inspired the exhibition.

Dan Byers: I think you are definitely picking up on things I was thinking and feeling. That is how the show came about: through an intuitive sense of artists I was interested in and a broad confusion between sight and touch. When Börkur and I first started talking about the show we were going to do something political that touched on the situation in America. However, the exhibition became something that addressed in very visceral terms what it feels like to be in America right now, which is really scary, unsettling, and destabilizing.

I walked back from that feeling towards work that was more metaphorical in the way it contains those confrontations and engagements but perhaps not explicitly engaging in them. The idea of ‘late summer’ came up because these summer group shows that are usually an opportunity to be light and playful. It certainly has that bit of late summer, like you said, a feeling of harvesting and getting back to organizing all the changes that happened over the summer, but it also has connotations of late empire and this moment where the shadows are longer and there is this anxiety that starts to creep in. It’s a bit playful that I’m putting ‘American artists’ in the title. I was hesitant because a lot of artists don’t like to be identified by their nationalities. It always has problematic connotations but at the same time, it is five young American artists from all over the country. As an American and an American curator, it feels important for me to let people know that there are things happening all over the country and that it’s a big country and people are doing things all over the country, responding to a specific vernacular and responding to what is happening. That is all part of a subtext to the show.

Seeing Believing Having Holding (exhibition overview)


Kelly Akashi: Curled Lifeform, 2018


B. Ingrid Olson: Vertical Column Whet Girdle, 2017
B. Ingrid Olson: Note (Kiss the architect on the mouth and paint a black stripe laterally across her forehead), 2018

All of a sudden these more process-based ideas around the confusion of touch and vision, sight and sense began to take on more political dimensions in terms of the skepticism of fact right now and the way in which fake news and even in my own disbelief when I wake up in the morning and read the headline news. I think to myself that this can’t actually be happening but it is very much happening so all of the sudden this idea of trying to confirm what you see with another sense is very prevalent. I think touch is the most affirming sense if we had to rank them although they each have their own qualities.

Daniel Rios Rodriguez: Snake Theory, 2017


Overview of works by Daniel Rios Rodriguez.

So this idea that the visual has its own tactile dimension to it is the thing that brings the works in the show together. They are images that have to be touched and even the things that have photographic processes come about through contact with a thing like Kelly Akashi’s photographs. They are a photogram of light through an object so it has a sculptural dimension to it. A lot of them are sort of hand-held and have that relationship to the body in a way. I think bodies feel very vulnerable right now on many levels as they are being attacked by society and by the government. I think that sense of corporeal vulnerability is also something I was thinking about throughout the works in different ways.

Erin: There are so many points that the exhibition touches on that are all so relevant right now. Just walking here and noticing how people are in a crowd and just looking down at their phone with a festival going on around them. I was just thinking about that as I arrived how no one is really anywhere they actually are.


B. Ingrid Olson: Splayed Corner, endless room, 2018

Michelle Lopez: C3PO, 2008

Dan: Right, and this sense of receding into ourselves that is very much aided by the phone and by that posture which alludes to the fact that all of these works are very much studio-based works. These are artists who have studio practices so there is a retreat that is inherent in making these objects that is necessary to have an engagement with the outside world. That sense of the studio space of making physical, trial and error work that is very handmade is very different than work made on the street that is external, relational, social, or all of these things. I think these works all have a very political dimension but it is filtered through the subjectivity of that specific person and that specific hand before it goes back out into the world.


Kahlil Robert Irving: Small block – Mixed Melodies (Jason Stockley can’t run, Google Scroll), 2018


Kahlil Robert Irving: Compacted Grit & Glamour, 2018

I always think of Philip Guston in the 1960s retreating to his studio in Woodstock, New York and making these incredibly radical political paintings that could only be made at a distance from where all this trauma was happening. That tradition I feel is easy at this very precarious political moment. I have to say I’ve never been to more political protests than in the past year. There is this sense that if you’re not showing up then you really have to question what you are doing with your time. I think with this work there is a sense of safety in your privacy where the work is made before it goes out in the world. I love the fact that this gallery has huge windows visible from the street and people interact with it like a storefront as a place of commerce but also the social realm and that sense of transparency has been great for the show.

Erin: I was also thinking about how the exhibition gives an accurate visceral sense of what it feels like to be in America right now that, in my experience, is not easy to convey. I could go on a lot of tangents with this.


B. Ingrid Olson: Kiss the architect on the mouth, 2018

Seeing Believing Having Holding (exhibition overview)

Dan: Living in Cambridge, Massachusetts in this elite, liberal enclave under Obama I could feel self-conscious of being protected in a way, but now I’m quite happy being in a democratic area, although we definitely have Trump supporters in Massachusetts. I have to say there is a sense of safety. On the day he was elected, there was an immediate correlation in Boston of racist graffiti and people being harassed. There was a total cause and effect and people suddenly felt they had permission and were emboldened to do this. I think that sense of what one does with their personal lives becomes more poignant. I think with these artists there is a sense very much of the specific lived corporeal, subjective, psychological experience of each person and that sense of the intimate and the personal. Even if the show isn’t about politics or Trump you can look at how the show is about the every day of this moment.

Erin: I think this turning inward towards very intimate perceptions is becoming obviously more and more a place where we can find truth, something that is starting to be talked about more openly. This can be seen in the return to craft in the show; I see these delicately balanced objects and porcelain pieces.

Dan: Yes, I think that and the strength of having ones’ own place in the world when you turn to face the world. You have to tend your own garden before you can turn outwards and I think it does feel like one wants to have things settled with yourself so you can be a strong presence out in the world and behave in a way that feels brave to the situation. Everyone is going about their daily business and has their jobs, lives, relationships, but there is this constant drumbeat. It is always about trying to figure out how to balance how much you engage with it and how much you do your own thing.

Erin: Do you have a background in art practice?

Dan: I have an undergraduate degree in studio art and usually, when I do a studio visit with an artist I have obviously the knowledge I gained from working in galleries and museums, but my initial engagement is as someone who is thinking about what it means to make those decisions in the studio. These decisions are around materials and what the conceptual implications of those choices might be and how hard or easy it is do something. In some ways, this is much more close to my initial engagement because I am just as interested in how the work was made influences what they mean.

Erin: The materiality of the work and the actual physical space in which it exists in the exhibition really works as a metaphor with our own bodies in the way that the visitor has to really navigate the space with all the senses. With the disbelief of the material being one of the major metaphorical gestures being made in the show, I think you have definitely found a way to capture part of that aesthetic reality of this moment.

Erin Honeycutt


Seeing Believing Having Holding: A Late Summer Show of Five American Artists will be on view until October 27th at i8.

Photo Credit: Helga Óskarsdóttir
All photos are from the exhibition Seeing Believing Having Holding
Courtesy of the artists and i8 Gallery, Reykjavik

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun – samtal um sýningu Báru Bjarnadóttur í Harbinger

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun – samtal um sýningu Báru Bjarnadóttur í Harbinger

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun – samtal um sýningu Báru Bjarnadóttur í Harbinger

Ég er að labba Skálholtsstíginn upp að verkefnarýminu Harbinger þar sem myndlistarkonan Bára Bjarnadóttir hefur sett upp sýninguna Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun. Þegar ég geng inn heyri ég í klukkum tifa og kaffi að mallast. Bára er stundvíslega mætt til leiks og hefur örugglega gert ráð fyrir því að brugga kaffi svo það yrði tilbúið 17:30, á slaginu sem okkar spjall á að eiga sér stað. Sýningin sýnir leikandi og leitandi nálgun Báru til myndlistarinnar þar sem fræði og hverfulleg efnisnotkun fá að endurspegla rannsóknarþemu hennar um tíma, stress, FOMO, náttúruna og nútímann.

Bára: Það skiptir mig miklu máli að sjá hvað aðrir listamenn eru að gera í bland við þá atburðarrás ég er flækt í hverju sinni. Kveikjur verka minna eiga sér oftast uppruna í efniviðnum sem ég er að skoða og þessu persónulega eða í eitthverju sem ég finn á netinu, t.d. fréttir úr samtímanum. Þá fer eitthvað almennilega af stað með verkin mín, og ég byrja að sjá kraftinn sem ég hef til að segja frá á þann hátt sem mín myndlist er fær um. Í myndlistinni líður mér eins og ég sé með blandara og hræri hlutum saman án þess að vita hvaða bragð þeir framkalla saman. En ég fikra mig áfram á magatilfinningunni og finnst fátt mikilvægara en að leyfa mér að klúðra uppskriftinni af og til. Mín aðferðarfræði gerir ráð fyrir nærumhverfinu og tekur tillit til þess á þann veg að það sem verður í vegi mínum getur ekki annað en blandast inn í starf mitt sem listamaður.

Uppgefnar. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Hvernig birtist þitt nærumhverfi á sýningunni Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun?

Bára: Það birtist í þessari sýningu út frá viðveru minni á samfélagsmiðlum og internetinu, sem er mjög raunverulegt nærumhverfi samtímans. Sérstaklega þegar þú gengur um með það í vasanum allan daginn. Ég fann grein á netinu sem hafði mikil áhrif á vinnslu þessarar sýningar. Hún heitir Why time management is ruining our lives, og var skrifuð af Oliver Burkeman fyrir The Guardian Long Read. Hún er rosalega góð og ég mæli með því að lesa hana. Hún fjallar um þráhyggju okkar nú á dögum til að passa og stjórna tímanum okkar, og hvernig þessi þráhyggja getur skemmt fyrir frammistöðu okkar í daglegu lífi. Ég tengdi svo við þessar miklu andstæður. Eins og hvernig það er hvatt til þess að dvelja í núvitund t.d., og að ganga um með núvitundar-app í símanum til þess að vera viss um að nægur tími sé að fara í það að vera með núvitund! Eftir að ég las þessa grein varð mér ljóst hversu langt við erum komin með að græða inn leiðir til þess að reyna að öðlast vellíðan á sem minnstum tíma. Greinin rekur þannig rannsóknir sem hafa verið gerðar til þess að bæta frammistöðu fólks í starfi á mis-siðferðislega réttan hátt. Síðan á tímum iðnvæðingarinnar hefur margt verið reynt til þess að fá fólk til að vinna harðar að sér á þeim forsendum að það muni gera þeim gott, en í raun aukið streitu og vanlíðan.

Inbox zero stefnan var t.d. kynnt í greininni. Ef þú þekkir hana ekki er mjög gaman að kafa aðeins í hana. Það var einhver maður sem kynnti þessa byltingu fyrir nokkrum árum og þetta varð mjög vinsælt hjá fólki sem átti við streituvandamál að stríða. Hugmyndin er sú að manni líði eins og maður sé alltaf að fá tölvupósta og að pósthólfið sé alltaf að fyllast án þess að maður hafi tíma til að svara þessum skilaboðum. Hans lausn við þessu vandamáli var að svara öllu, bara, strax! Eða að flokka það undir eins í rétt hólf til þess að öðlast bæði tómt pósthólf og innri ró. Þetta varð frekar vinsælt og fólk var að pósta myndum af tómum pósthólfum á netið með yfirlýsingunni #inboxzero. En eins og maður getur séð fyrir, gerði þetta fólk auðvitað meira stressað vegna þess að þú ert auðvitað að athuga mun oftar hvort það sé eitthvað nýtt í pósthólfinu. Þessi togstreita sem við finnum með notkun á öllum þessum hjálpartækjum leiddi mig að spurningum sem verkin hérna eru að skoða. Ég fór að hugsa meira um persónulega frammistöðu mína og líka um þennan gífurlega hraða sem við lifum á.

Í upphafi ferlisins var ég á leiðinni í Öskjuhlíðina að taka myndir af lúpínum, eftir að hafa verið mikið út á landi að keyra og sjá þær hér og þar. Síðan kom ágúst, og fjólubláu hlutar lúpínanna voru horfnir þegar ég hætti að slá þessari myndatöku á frest. Það augnablik var algjört a-ha móment. Á þessum tímapunkti fannst mér ég skilja að tímastress á sér líka stað í náttúrunni auk þess hversu fagur og verðmætur sá hverfulleiki er. Ég bókstaflega missti af þessum tíma í náttúrunni, og varð meðvituð um þessi tímamörk og fékk alveg gífurlegt tíma-FOMO. Seinna meir fór mér að finnast þessi hverfulleiki svo fallegur, og fór að vinna áfram með sjónræna eiginleika sem eru ekki alltaf í boði. Mér fannst þessi tenging á milli hins mannlega og náttúrulega tvinnast svo fallega saman, og þessi sameiginleiki varð í raun kveikjan að verkunum hér. Maður vill alltaf vera að lifa sínu besta lífi, og hrærast í svona work hard, play hard… sleep hard! umhverfi. Þetta er viðhorfið sem fær okkur til að neyta meira og ferðast meira, og á þessum hraða notum við upp svo mikið af náttúrunni líka. Við gleymum því oft að náttúran hefur ekki endalausan tíma eða auðlindir.

Beach babe. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Geturðu sagt mér hvernig þín rannsóknarþemu um náttúru, hröðun og hverfulleika í hinum mannlega og náttúrulega heimi birtast í verkum sýningarinnar?

Bára: Mér finnst þetta beach bag vera gott dæmi um dýnamíkina á milli þess mannlega og náttúrulega sem sýningin er að fjalla um. Svona strand-töskur og aðrir dislocated hlutir sem minna okkur á tilfinningar um ró og næði eða frí finnst mér mjög áhugaverðir. Upp úr töskunni hljómar sjávarnið, og saman skapar þetta persónulegar hugleiðingar um tímanýtni á þann hátt að við getum verið mætt á ströndina með því að taka fram strand-töskuna og hlusta á róandi sjávarhljóð í gegnum Spotify. Ég sé þetta sem eitt af afleiðingum þessarar hröðunar, og þetta er náttúrulega mjög skrítið fyrirbæri. Á sama tíma skil ég að það er margt í okkar samfélagi sem þrýstir á okkur að taka minni tíma fyrir okkur sjálf og augnablikin þar sem við tengjumst náttúrunni eða sjálfinu. Ég hugsaði líka að sýningarblöðungurinn myndi vinna samhliða verkunum til þess að skapa þessa tilfinningu um einkennilegheit vellíðunar og róar í nútímasamfélagi. Á hvern blöðung eru prentuð samtöl, þrjú samtals. Fyrir þessi samtöl skáldaði ég nýja persónu sem er vellíðunar-gúrú. Samtölin eru í Q&A formi, og fara fram á heimasvæði gúrúsins. Einn viðskiptavinur hans hefur t.d. áhyggjur af magni tölvupósts sem er að berast til hans, og gúrúinn kynnir fyrir honum aðferðina á bak við inbox zero. Á öðrum blöðungi kynnir gúrúinn ostrusvepp sem lausn handa manneskju sem langar í gæludýr en er stressaður yfir því að hundur væri of mikil skuldbinding. Það væri þá vegna þess að ostrusveppur er líka lífsform sem þarfnast aðhlynningu manns, en ekki í jafn miklum mæli og hefðbundin gæludýr. Í textunum sem hægt er að taka með sér blandast rannsóknin mín við verkin og skapa heild til að vekja umræðu um þennan einkennilega nútímakvíða og fjarstæðukenndar lausnir við honum.

Ostrusveppir eru betri gæludýr en hundar því þeir þurfa minni athygli en þarfnast manns samt. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Þú ert að leika þér með þætti og fyrirbæri sem munu fuðra upp í rýminu með tímanum. Eitt verkið er sería af býflugum úr bio-plasti og lakkrís-lengjum. Sama má segja um ostrusveppina. Þetta eru hlutir sem eiga sér ekki tilvist utan eða eftir þessa sýningu. Finnst þér þú vera að spegla þessa pælingu sem kviknaði með lúpínunum? Að skapa hluti sem eiga sér tilvist á eigin forsendum og lúta ekki sömu lögmálum og okkur langar oft að venjast í neyslukúltúr okkar?

Bára: Mér finnst mikilvægt að vinna verkin mín beint í rýmin sem ég sýni þau í. Þetta er þessvegna mjög staðbundinn og tímabundinn sýning. Efniviðurinn sem ég valdi fyrir þessi verk endurspeglar hverful og tímabundin gæði náttúrunnar. Bioplastið breytir auðveldlega um form, sem og lakkrísinn sem er vafinn utan um býflugurnar. Form þeirra getur grotnað og brotnað niður. Sumir límmiðana á gólfinu hverfa líka með áhorfendum.

Eins og skíturinn undir skónum þínum. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Hvaða plöntur eru þetta á límmiðunum?

Bára: Þetta eru myndir úr blómabeði í Vesturbænum. Ég fékk hugmynd um að taka náttúrulegt fyrirbæri og athuga hversu marga filtera það getur farið í gegnum þangað til það endurholdgast í svipaðri mynd og ég fann það fyrst. Þess má geta að auðvitað er viss filtering nú þegar, að blómabeðinu hafi verið komið fyrir í Vesturbænum. Hérna verður blómabeðið tvívítt um leið og ég tek mynd af því, síðan gutla ég með það í photoshop og hanna límmiðana. Ég sendi hönnunina til Svíþjóðar í prent og fæ tilbaka með FedEx og skelli þeim svo loks aftur á jörðina. Mér finnst áhugavert að skoða þessa filtera sem eru notaðir til að endurvekja tengingu okkar við náttúrulega hluti, svipað og með strandtöskuna. Á sýningunni eru hlutir úr sandi, plasti og lífrænum gróðri sem eru efni sem eru ekki nógu sterk til að haldast í sama formi í langan tíma. Bio-plastið er endurmótanlegt, en breytist einnig til lengri tíma eins og og annað plast. í tímans rás munu flestir límmiðarnir yfirgefa Harbinger til að sameinast sínum líkum undir skósóla á ný. Mér fannst sá þáttur vera partur af þessu filter-ferli. Að skila þeim, vonandi, undir skósóla með öðrum gróðri, mold, möl og blómum.

Bergur: Sýningin tekur inn svo margt! Það er þessi nútímakvíði, væntingar og þrár, frammistaða hvers og eins, vinnuþol Íslendinga…

Bára: Ég hef verið mjög upptekin að hugsa um þennan stress vítahring. Eins hversdagslegur og hann er finnst mér mikilvægt að varpa ljósi á hann. Hlutfallslega eiga Íslendingar það til að vinna degi lengur en aðrar norðurlandaþjóðir, og hér þykir ekkert betra en að vera lengur í vinnunni og að hafa alveg stífpakkaða dagskrá. Við erum alltaf að hugsa okkur nýjar leiðir til að blanda einkalífinu saman við atvinnulífið, og vissulega finn ég fyrir pressu frá samfélaginu að ég ætti stöðugt að vera eyða tímanum mínum í annað. Við höfum öll efni á því að hægja á okkur, finnst mér. Vítahringurinn verður til þegar vinnu og einkalífið er að blandast saman, og samfélagsmiðlar og nærumhverfið þitt er að segja þér hvað þú átt að vera að fá út úr hlutunum. Þú átt að vilja vera all in í öllu, og til þess þarftu að kaupa þetta og þetta og þetta… og þá þarftu að fara vinna meira!

Bergur: Hvað segir gúrúinn innra með þér, til að komast úr þessum vítahring?

Bára: Draumurinn er að geta eytt meiri tíma í að skapa listina sem ég er að gera, en til þess myndi ég þurfa að annaðhvort vinna minna meðfram listinni, og þá verður erfiðara að kaupa efnivið í verkin… eða þá að vinna meira og gera dýrari listaverk! En þá myndi mig vanta tímann til að geta hugsað upp eitthvað sem væri virkilega… gott! Þriðji möguleikinn er að gera færri verk, en hvernig myndi ég þá halda mér í formi eða halda mér í umræðunni? Innsæið segir mér allavegana að allir hefðu gott af því að vinna aðeins minna fyrir aðra og gefa því sem skiptir mann máli meira vægi.

Bergur: Það er pæling að á Íslandi þykir eðlilegt að vera í vinnunni 90% af tímanum sínum til að hafa efni á 10% af honum…

Bára: Það er góður punktur. Við erum svolítið alinn upp við þá hugmynd að það sem er í boði og það sem er gott í lífinu kosti rosalegt magn af peningum. Við þurfum kannski líka að endurskilgreina hvað það er sem við teljum gefa okkur gleði. Getum við notið okkar í eitthverju sem t.d. kostar minni pening og tekur lengri tíma? Erum við alltaf að eltast við meginstraumin þegar kemur að hugmyndum okkar um það sem veitir okkur ánægju í lífinu? Hvernig getum við endurskilgreint þetta þannig að við hefðum efni á því að vinna minna? Hvað eigum við að gera við þennan tíma?

Bergur: Ég er orðinn háður fílófaxinu, var ég búinn að segja þér það? Ég á svona vikulegt augnablik þar sem ég deili verkefnum niður á daga í hverri viku – og reyni að horfa framhjá þeirri staðreynd að sum verkefni eru stærri en önnur. Að klára langdregna styrkumsókn er þarna í bókinni hliðiná því að hringja í mömmu. Þetta er allt jafn mikilvægt.

Bára: Ég hef líka alltaf þurft þennan ramma, til að geta virkað sem myndlistarmaður. Ég er óttalegur scatter-brain. Ég skipulagði hvenær ég ætlaði að vera að t.d. vinna með bio-plastið og gerði ráð fyrir ákveðið mörgum dögum af mistökum og hvaða dag býflugurnar yrðu að vera tilbúnar. Við hliðina á þessu voru síðan hversdagslegri verkefni eins og að versla í matinn og hringja í mömmu. Annars verður allt svo monumental. En það eru engar ákvarðanir stórar, það kemur enginn Hollywood klímax þegar opnunin er! Þetta eru allt litlir bitar í ferlinu.

Bergur: Tímaskipulag býr þá á mjög praktísku stigi í ferlinu þínu.

Bára: 100%. Þessi Guardian-grein talaði svo mikið til mín. Ég verð að taka þetta í myndina þegar ég er í þeirri stöðu að vinna sjálfstætt.

Fugl að bíða. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Annað sem einkennir samtímann, finnst mér, er að það má engum leiðast lengur. Sá tími dags virðist líka hafa horfið með snjallsímanum, etc., etc…

Bára: Ég tengi líka við þetta. Ég held að ég hef líka séð þessa grein. Ég er einmitt með hlutastarf á safni þar sem ég sit yfir sýningarsölum. Það má ekki beint hafa símann uppi, og það kemur oft yfir mig nostalgíutilfinningin sem maður átti svo oft þegar maður var barn eða unglingur að drepa tímann. Þegar maður fær tíma þar sem eina skyldan er að sitja, og kannski telja gesti eða vera á varðbergi… það verða svo margar hugmyndir til vegna þess að maður getur ekki að sónað út í myndir og tilkynningar um það hvað aðrir eru að gera. Heldur er maður bara fastur með sjálfum sér og pælingunum sínum. Það er mikilvægt að leyfa huganum að reika í sjálfu sér.

~ ~ ~ Á þessum tímapunkti ómar lítið lag úr snjallsíma Báru ~ ~ ~

Bára: Þetta er bara vekjaraklukkan mín að minna mig á að gleyma ekki einu sem ég þarf líka að gera seinna í dag…

Bergur: Ég fór á fyrirlestur hjá heimspekingi þar sem hann yfirlýsti listamenn í dag sem helstu hlutastarfsmenn veraldar. Mér finnst þetta frekar góð pæling. Listamenn í dag geta verið á vinnustofunni, á samfélagsmiðlum, í sýningarrýmum, á umræðuvettvöngum, tónleikastöðum, skólum og veitingahúsum samtímis og fundið jafnvægi til að sinna þeim skynsamlega! Listamenn eru svona líkamar sem ferðast um með gagnabanka af þekkingu og sérsviði sem hægt er að nýta í allskonar aðstæður.

Bára: Mitt sérsvið einkennist af ákveðnum skrefum í aðferðarfræði innan um rannsóknarefnin mín. Ég leitast eftir því að vinna verk sem tengjast umfangsefninu og nota það sem vegvísi. Fyrir þessa sýningu skipulagði ég tímann minn þannig, eins og þú lýsir hlutastarfsmanns-listamanninum. Ég vissi að ég yrði útum allt þannig að ég gaf mér tíma fyrir rannsókn, efnisvinnu, klúður, endurgerðir, uppsetningu…

Bergur: Ein greinileg aðferðarfræði hérna er filterinn sem þú sagðir frá áðan. Að taka hluti inn og velta þeim í gegnum síunarferli sem eru nú þegar til. Mér finnst eins og þú sért að spegla það hvernig ákveðin vinnutök geta tekið náttúruímyndir og snúið útúr þeim þangað til þær verða náttúrulegar, aftur.

Bára: Ég hugsa verkferlin hérna eins og formúlur. Ég tek einn hlut, og plúsa við býflugu, plús plast, plús stress tengt býflugum, plús tími. Í staðinn fyrir að búa til graf úr þeim leyfi ég þeim að vera saman í þvottavél þangað til hlutirnir kuðla sér í rétt samhengi. Mitt ferli er mjög mikil síun og eimun á ákveðnum hlutum.

Bergur: Síðan er þeim leyft að anda, safna ryki, vaxa og grotna á eigin tíma hér í Harbinger…

Bára: Já það verður hluti af þessu. Ostrusveppina þarf ég að leggja í bleyti yfir nótt og þessir límmiðar verða trampaðir niður eða teknir burt. Mér finnst áhugavert að vinna staðbundið hérna vegna þess að það er hægt að zooma svo vel inn á alla þessa núansa sem ferlin bjóða upp á. Partur af vakúmi hvíta kubbsins hérna er að tíminn er að líða og hafa áhrif. Mér finnst fallegt að vita af efniviðnum mínum á mismunandi stigum og finna fyrir því hvernig tíminn líður. Eggjaklukkan tifar og þessi míkrókosmós hérna er í stöðugri umbreytingu. Mér finnst mikilvægt að við upplifum tímann vera að líða, það er narratíva verkanna í heild sinni.

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Finnst þér að náttúrulegir hluti geta kennt okkur eitthvað um tímanotkun okkar?

Bára: Mér finnst vera þess virði að skoða hvernig önnur líf fara fram, og algjörlega eitthvað sem við mættum gefa meiri athygli. Við erum frekar dofin fyrir því hvernig hlutir verða til, þroskast og deyja. Mig langar til þess að vera meðvitaðri um árstíðir og hvað fylgir þeim, hvað sprettur, hvað vex, hvað fellur. Við gætum lært eitthvað af lífum sveppa bara með því að beina athygli okkar að þeim. Mér finnst það að stúdera lífshlaup færa mig nær núvitund. Þetta snýst kannski aðeins um að taka manninn úr fyrsta sæti og virða fyrir sér umhverfið og tímann að líða. Að færa athyglina þangað, utan skipulagsbókarinnar! En það verður að segjast, það er erfitt að finna tíma fyrir þannig afþreyingu.

Bergur: Ég frétti af því að yngri kynslóðin er frekar upptekin af því að aðlaga mataræðinu þannig að það bókstaflega lifi lengur. Þá hefurðu meiri tíma. Blessunarlega er hugmyndin um hefðbundna vinnuviku að breytast, en henni fylgir svona nútímakvíði eins og við töluðum um áðan.

Bára: Þessi kvíði er þannig gerður að það er eins og hellt sé úr fötu! Ég hef aldrei átt jafn erfitt með að orða hluti snyrtilega og með þessa sýningu. Um leið og ég fór að opna á umræðuefni sýningarinnar fattaði ég að það tengist svo miklu stærra fyrirbæri og vandamáli sem tengist birtingarmynd tímans í nútíma samfélagi. Þetta eru hlutir sem eru alltaf að pikka í mann og neita að vera krufðir til botns, eru ekki áþreifanlegir og birtast bara í öðrum hlutum. Það er eins gott að gleyma ekki réttu strandtöskunni þegar ég fer í Nauthólsvíkina! Ég er sjálf ennþá á leiðinni þangað, kannski eru verkin mín bara birtingarmynd þeirrar löngunar og afleiðing af FOMO sem er að teygja sig aðeins of langt.

Texti er byggður á viðtali sem átti sér stað í Harbinger, 26. ágúst, 2018.

Bergur Thomas Anderson


Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun er til sýnis í Harbinger til 2. september.

Aðalmynd með grein: Sólsetur. Mynd: Filip Hauer.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest