Tíðir, reki, grip, frjósemi og skjól eru hugtök sem snerta vinningstillögu að nýju útilistaverki á hafnarsvæðinu

Tíðir, reki, grip, frjósemi og skjól eru hugtök sem snerta vinningstillögu að nýju útilistaverki á hafnarsvæðinu

Tíðir, reki, grip, frjósemi og skjól eru hugtök sem snerta vinningstillögu að nýju útilistaverki á hafnarsvæðinu

Í vikunni voru tilkynnt úrslit í samkeppni um nýtt útilistaverk við Miðbæjarhöfnina í Reykjavík sem Faxaflóahafnir efndu til fyrr á þessu ári. Tillagan sem bar sigur úr býtum ber heitið Tíðir, en bak við hana standa Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarmaður, Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, og Gísli Pálsson fornleifafræðingur. Hlutdeild kvenna í starfssemi og sögu hafnarinnar var þema samkeppninnar, en  um þessar mundir á Miðbæjarhöfnin 100 ára afmæli.

Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, Hulda Rós Guðnadóttir, myndlistarmaður og Gísli Pálsson fornleifafræðingur.

29 myndlistarmenn, einstaklingar og hópar, gáfu kost á sér í samkeppnina sem haldin var í samstarfi við Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Fimm aðilar voru valdir í forvali til að taka þátt í lokaðri samkeppni. Þeir voru auk vinningshópsins, Guðrún Vera Hjartardóttir, Rúrí (Þuríður Rúrí Fannberg), Hildur Bjarnadóttir og Ólafur Sveinn Gíslason, Jónína Guðnadóttir og Sveinn Bjarki Þórarinsson.

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars: “Tíðir er umhverfisverk, villigarður, þar sem tekist er á við frumkrafta náttúrunnar og unnið með villigróður í bland við manngert umhverfi borgarinnar.

Í verkinu er vísað í störf kvenna á mótum lands og sjávar. Sjónum er ekki einungis beint að hefðbundnum störfum eins og að stakka fiski, beitningu og uppskipun, heldur einnig að því að hirða strandnytjar til að veita líkn gegn sulti og veikindum. Garðurinn myndar tákn fyrir konuna sem skapar umgjörð, hlúir að og veitir skjól.

Styrkur verksins liggur í því hvað það er marglaga, það vísar í söguna en tekur jafnframt á málefnum samtímans og vísar til framtíðar. Verkið er í stöðugri umbreytingu vegna áhrifa frá umhverfi sínu, rétt eins og staða og störf kvenna hafa tekið breytingum í gegnum tíðina.

Verkið Tíðir er nýr viðkomustaður í borginni, vin þar sem vegfarendur geta dvalið og notið. Verkið er minnisvarði um framlag kvenna og um leið hið síbreytilega landslag sjávarsíðu Reykjavíkur.”

artzine hafði samband við Huldu Rós Guðnadóttur myndlistar og kvikmyndagerðarkonu og spurði hana út í hugmyndina að baki tillögunni og hvaða þýðingu það hefði fyrir hana að taka þátt í þessu verkefni.

Í ár eru um 7 ár síðan ég byrjaði að beina sjónum mínum af höfninni og höfnum almennt og listrannsóknarverkefnið Keep Frozen varð til smám saman á löngu ferli. Á þessum tíma hef ég öðlast bæði breiðan þekkingargrundvöll á höfnum og hvað er í gangi á þeim vettvangi almennt og einnig sérstaklega í miðbæjarhöfninni í Reykjavík. Þessi þekking er á margan hátt rökvís og félagsfræðileg en fyrst og fremt fagurfræðileg skynjun eða hugsun/sýn sem varð til við það að stunda myndlist. Það er mjög ánægjulegt að geta nýtt þessa samansöfnuðu reynslu og þekkingu sem hefur orðið til á löngum tíma og nýtt í eitthvað sem hugsanlega verður áþreifanlegt kennileiti í Reykjavíkurborg á þessum stað sem er mér svo kær. Þar sem Daníelslippur stóð áður. Eins og ég sagði á málþinginu, þar sem tilkynnt var hverjir höfðu unnið, þá á ég í raun tilvist mína að þakka Faxaflóahöfnum. Þetta er því ekki einungis faglegt heldur mjög persónulegt.

Ég vinn mjög mikið í samstarfi – er með einhverja ólæknanlega löngun í að læra af öðru fólki og kynnast alls konar sviðum. Myndlistarstarfið getur verið einmannalegt og samstarf ýtir manni úr eigin búbblu og víkkar út allt sjóndeildarsviðið. Það er mjög krefjandi – það er ekki endilega auðvelt fyrir myndlistarmanninn að vera í skapandi samstarfi – en það er áskorun og tækifæri til að stækka ef maður nálgast áskorunina á uppbyggilegan hátt. Svo má ekki gleyma að það er stærra samhengi sem er mikilvægara en mitt eigið persónulega svið og það er samhengi myndlistar sem fags. Samtímamyndlistin snertir svo margt og getur svo margt og möguleikar hennar til að tengja mismunandi svið og fög saman eru ein af hennar sterkustu hliðum. Þegar ég kom auga á auglýsinguna þá lá beinast við að ég hefði samband við Gísla Pálsson fornleifafræðing sem hafði að undirlagi Aldísar Snorradóttur flutt fyrirlestur á Keep Frozen ráðstefnu sem haldin var í LHÍ í febrúar á síðasta ári. Við komum þarna saman fullt af fólki sem tengdust rannsóknum í listum og rannsóknum á höfnum og kynntumst sjónarhorni hvers annars. Það sem Gísli hafði fram að færa opnaði augun mín fyrir svo mörgu og svo er hann svo kreatívur bæði í starfi og einkalífi. Ég var að leita eftir tækifæri til að vinna með honum og þar sem hann er sérfræðingur í fornleifafræði Reykjavíkurhafnar og sjávarsíðu Íslands almennt þá þurfti ég ekki að hugsa mig um. Það var síðan svo skemmtilegt að við höfðum bæði Hildigunni Sverrisdóttur arkitekt í huga sem þriðja aðila. Gísli þekkti hana af góðu og ég hafði tekið eftir henni og því sem hún hefur verið að segja og starfa í mörg ár. Klárari og hugmyndaríkari arkitekt er erfitt að finna. Það er mér mjög mikils virði að hafa haft þetta tækifæri til að vinna með þeim og innblásturinn og þekkingin sem ég öðlaðist hefur haft mikil áhrif á mig og á eftir að koma meira í ljós í framtíðinni.

Þú hefur áður unnið verk sem tengist hafnarstarfseminni þegar þú gerðir kvikmyndina Keep Frozen. Þema samkeppninar er óður til þáttöku kvenna í atvinnustarfssemi hafnarsvæðisins, hvaða merkingu hafði það fyrir þig?

Þemað kveikti strax í mér. Í rannsóknum mínum hafði ég komist að því að kjarnann í fagurfræði hafnanna er að finna í vinnunni sem fer þar fram og þá meina ég verkamannavinnunni. Ég hafði líka tekið eftir því að í sambandi við miðbæjarhöfnina þá er verkamannavinnan ósýnileg mörgum bæjarbúum. Margir halda að iðnaðarstarfsemi sé farin af svæðinu þegar raunin er sú að þetta er stærsta fiskihöfn landsins. Vinnan fer fram fyrri luktum dyrum eða á þeim tíma dags sem fæstir eru á röltinu. Með stuðningi Kvikmyndasjóðs hafði ég þegar fengið tækifæri til að gera minnisverk um atvinnuþátttöku karla með myndinni Keep Frozen sem ég hef varið síðasta ári í að ferðast með á kvikmyndahátíðir. Þá var það falin vinna karla í keðju verðmætasköpunar eða löndunarvinnan. Núna hef ég tækifæri til að minnast atvinnuþátttöku kvenna en eins og margoft hefur verið bent á þá hefur sú vinna yfirleitt ekki verið metin að verðleikum.

Við vildum gera samfélagsverk. Búa til stað sem gengur út á samskipti og samveru á öðrum forsendum en söluforsendum. Stað þar sem hægt væri að skoða söguna og framtíðina og vera í núinu. Einnig vildum við skapa verk sem væri í samtali við það sem er að gerast í alþjóðlegu samtímalistinni og tæki á þeim viðfangsefnum sem brenna hvað brýnast á heiminum í dag og snerta sjávarlínuna, atvinnuþátttöku og fleira. Hugmyndin byrjaði með löngun til að búa til villigarð. Ég dregst mjög að villigörðum og í ofur-borgarskipulagi þá hef ég trú á að villigarður verði eins og vin sem fólk mun sækja í og finna til gleði.

Það getur hver og einn lesið í form og virkni og séð það sem viðkomandi vill sjá út úr því. Mér finnst skemmtilegra að upplifun af verkinu sjálfu og rýn í það skapi umræður um vísanir frekar en að ég fari að njörva vísanir í stein með stórum yfirlýsingum hér. Hér eru tíðir, reki, grip, frjósemi, skjól, nytjajurtaræktun, samvera, fljótandi tilraunastarfsemi, lausnamiðuð hugsun, verkfræðiáskorun, hnattrænt samhengi og eins og ég segi form og virkni.

Það er við hæfi að spyrja í ljósi þess að krafan um að borga listamönnum fyrir vinnu sína hefur verið hávær undanfarið og ýmsir sigrar verið að vinnast í þeirri baráttu. Er ykkur hugmyndasmiðunum ætluð mannsæmandi laun fyrir vinnu ykkar við þetta verkefni?

Þetta er mjög góð spurning og ég fagna henni. Ég segi nú bara verum hávær og mér er efst í huga ómetanlegt starf Jónu Hlífar Halldórsdóttur formanns SÍM í þessum málum. Hún er virkilega að toga íslenska myndlistarsenu mörg skref inn í samtímann með því að leiða þessa baráttu. Nú er það þannig með þetta verkefni að það hefur unnið ákveðna samkeppni en eftir á að semja við okkur hugmyndasmiðina um höfundalaun. 

Við fórum á fund Faxaflóahafna nú í vikunni og erum öll sammála um að fyrsta mál á dagskrá, ef að stjórnin ákveður að leggja út í þessa framkvæmd, verður að semja við okkur höfunda um þóknun. Þessi fundur var mjög góður og tengiliðir okkar fagmenn fram í fingurgóma á sínu sviði. Við efumst ekki um að Faxaflóahafnir muni borga okkur viðeigandi þóknun sem er í samræmi við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum þegar kennileiti sem þetta eru byggð. Ég sé mína ábyrgð sem mikla þar sem það er fordæmagefandi og ég hef engan áhuga á að ‘undirbjóða’ kollega mína og grafa þannig undan myndlistarlífinu í landinu. Ég gæti heldur ekki lifað af ef ég gerði slíkt. Þú veist borgað húsaleigu og mat. Ef ég fæ að ráða þá verður það auðvitað gegnsætt hvaða þóknun við fáum enda tel ég það hagsmuni myndlistarinnar. Sjáum til hvort það verði ekki hægt.

artzine þakkar Huldu fyrir spjallið og óskar henni og hópnum öllum innilega til hamingju með frábæra vinningstillögu.

Hér að ofan er myndskeið af Huldu að halda stutta ræðu þegar tilkynnt hafði verið um úrslitin.

Líf Magneudóttir var formaður dómnefndar og kynnti hún niðurstöður dómnefndar á árlegu málþingi Faxaflóahafna sem haldið var í Hörpu.

Auk Lífar sátu í dómnefndinni Bryndís Snæbjörnsdóttir, myndlistarmaður, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi Faxaflóahafna, Ólöf Nordal, myndlistarmaður og Sindri Leifsson, myndlistarmaður. Dómnefndin naut ráðgjafar Vignis Albertssonar byggingafræðings. Í forvalsnefnd sátu Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Guðrún Erla Geirsdóttir, myndlistarmaður og Ragna Sigurðardóttir, myndlistarmaður og rithöfundur. Trúnaðarmaður SÍM í samkeppninni var Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, myndlistarmaður.

Hér má sjá allar tillögurnar: Keppnistillögur

Þegar margir punktar sameinast í röð verður til lína

Þegar margir punktar sameinast í röð verður til lína

Þegar margir punktar sameinast í röð verður til lína

Nú stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða einkasýning Önnu Líndal myndlistarkonu. Anna á farsælan feril að baki í myndlistinni, en hún vakti fyrst athygli upp úr 1990 með áleitnum verkum sem fjölluðu um hugmyndir samfélagsins um stöðu konunnar. Eins og Anna segir sjálf í viðtalinu mætti segja að verk hennar hafi í fyrstu fjallað um heimilið, síðan hafi hún fært sig út í samfélagið og í dag er öll jörðin undir. Blaðamaður artzine hitti Önnu á Kjarvalsstöðum og spjallaði við hana um feril hennar og nýju verkin á sýningunni, sem ber nafnið Leiðangur.

Geturðu sagt mér frá tilurð og uppsetningu sýningarinnar?

„Ólöf safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafði samband við mig og kom í vinnustofuheimsókn. Hún hafði ekki sagt mér tilefni heimsóknarinnar og það kom mér skemmtilega á óvart að hún hafði í huga yfirlitssýningu á öllum ferlinum. Mér fannst þetta strax mjög spennandi verkefni og er nú búin að vera að vinna að þessari sýningu í eitt og hálft ár. Listasafn Reykjavíkur stóð líka að útgáfu mjög veglegrar sýningarskrár, undirbúningurinn hjá mér fólst aðallega í að vinna nýju verkin og finna til ljósmyndir og titla af verkum fyrir sýningarskrána.

Var erfitt að velja verk á sýninguna?

„Það var ekkert svo erfitt. Frá upphafi höfðum við frekar skýra verkaskiptingu. Ólöf er sýningarstjóri og hún valdi eldri verkin. Síðan er stór hluti sýningarinnar ný verk sem ég hef unnið síðustu tvö ár. Við höfðum þetta þannig að við vorum með fleiri verk en færri til að velja úr, á endanum létum við ráðast í uppsetningunni hvaða verk yrðu með. Við vorum mjög samstiga og fannst mikilvægara að sýningin myndi flæða vel frekar en að sýna öll verkin sem við vorum búnar að velja. Samt vildum við að hér kæmu fram verk sem snertu á öllum ferlinum.“

Þegar þú lítur yfir ferilinn,  sérðu þá einhvers konar skil?

„Já ég sé það. Það er áhugavert að sjá verkin saman, áður fannst mér vera ein skil en nú finnst mér þau vera tvö. Það eru kannski nokkuð hrein skil þarna um 2000. Þar á undan vinn ég með feminískar áherslur, þar sem ég fjalla um konuna í samfélaginu og þær kröfur sem eru gerðar til hennar, þessar hefðir sem allir hafa sætt sig við að séu eðlilegar. Þarna er ég að kortleggja hversdagslífið til að freista þess að rata ósködduð um það.

En eftir aldamótin, þá fer ég að skoða náttúruhamfarir og manneskjuna í náttúrunni. Frá um 2000 til um 2009 er ég að skrásetja mælingar vísindamanna og vinna úr því. Á þessu tímabili er ég prófessor uppi í Listaháskóla en síðan lýkur þeirri stöðu og þá finnst mér nýtt tímabil taka við. Verkin verða rannsóknartengdari. Árið 2009 fór ég í vinnustofudvöl í Kaupmannahöfn. Þar fékk ég þúsund fermetra verksmiðjurými með tíu metra lofthæð til að setja upp innsetningu. Við það tækifæri ákvað ég að draga saman öll þau verk sem ég hafði gert um Vatnajökul og Grímsvötn. Mig langaði til að bæta nýju elementi við og þá komu strapparnir inn, strappar eru notaðir í leiðöngrum, til að halda öllu saman, ég notaði þá til að halda sýningunni saman.

Á þessum tíma fór ég að sakna akademískrar samræðu. Mig langaði að skoða betur listrannsóknir sem mér hafa lengi þótt spennandi, en í þeim kemur fram ný krafa á listamenn. Ég fór til Antwerpen í alþjóðlegt nám í listrannsóknum árin 2011 til 2012. Hluti af því námi var miðlun og þá gerði ég fyrsta bókverkið mitt. Í tengslum við það varð Samhengissafnið til og það finnst mér vera upphafið á nýju tímabili. Í gegnum bókverkin get ég stigið eitt skref til baka frá verkum mínum og skilgreint fyrir mér að hverju ég er að vinna. Aðferðafræðin hefur breyst, mér finnst eins og ég hafi náð einu hænuskrefi lengra í þá átt sem mig langar að fara.“

Hefur Samhengissafnið verið sýnt áður?

„Ég sýndi það í Harbinger 2012 og gaf þá út bókverk samhliða því sem hét Línur. Þá notaði ég tilvitnun í Alberti, (Leon Battista Alberti, fræðimaður á 15. öld, innsk. blm.) þar sem hann talar um punkta sem búa til línur sem síðan verða vefnaður.

Ég lít á hvern hlut í Samhengissafninu sem einn punkt, en þetta eru allt hlutir sem hafa skipt mig máli á mismunandi máta. Ég er ekki með neinar fastar reglur, þetta er opið og þróast. Þarna eru hlutir sem ég hef sankað að mér á ferðalögum, síðan koma líka inn hlutir úr eldri verkum, valið byggir á tengingu sem skiptir mig máli. Þarna er ég líka að vinna með skala, í Samhengissafninu er korktappi sem hefur velkst um í sjónum og það hafa safnast á hann hrúðurkarlar. Korktappinn fær sinn stall í safninu og síðan er þarna líka  ellefu metra breitt landakort á sýningunni, þannig verður til mismunandi skali milli verkanna. Það gerist líka á milli strappanna og tvinnakeflanna, þar verður til samræða í skala.“

Hvað geturðu sagt mér um bókverkin í Samhengissafninu?

„Þau skipta mig miklu máli. Ég gaf t.d. út bókverk með nýja verkinu, Leiðangri, en bókverkin eru mín aðferð til þess að ná utan um það sem ég er að gera. Ég vinn þetta samhliða. Bókverkið getur staðið sem sérstök eining og síðan stendur verkið sjálfstætt, en þau styðja hvort annað. Það er mikil textavinna í bókverkinu og mér hefur alltaf fundist textavinna mjög erfið, stundum held ég að maður sæki bara alltaf í það sem manni finnst erfitt. En ég fæ geysilega mikið út úr þessu basli við textann.

Með þessari vinnuaðferð er ég að reyna að meitla hugmyndirnar sem ég er að vinna með í verkinu. Þarna finnst mér koma fram þessi nýja aðferðafræði, sem ég var að tala um. Listrannsóknirnar gáfu mér ný tæki til að nota, sem mér finnast skemmtileg. Þessi leið gefur mér víðari aðkomu að eigin verkum og listsköpun. Maður er bara sjálfur manns eigin innblástur, að finna nýjar vinnuaðferðir og nálgun á viðfangsefnin er ein leið til að halda sköpunargleðinni.“

Er framsetning Samhengissafnsins breytileg, er til dæmis skápurinn sem hér hýsir verkið hluti af því?

„Hér er skápurinn hluti af verkinu en ég gæti síðan sett safnið upp annars staðar á annan máta. Sumt af þessu hef ég líka sýnt sem sjálfstæð verk. Ég get t.d. tekið korktappann úr hillunni og sýnt hann sem sjálfstætt verk. Og öfugt, sett sjálfstætt verk inn í Samhengissafnið.

Þetta gefur mér mikið frelsi og það var mér mikill léttir að forma Samhengissafnið.  Allt í einu náði ég samhenginu sem ég hafði alltaf verið að leita að. Stundum hafði mér fundist verkin mín koma úr misjöfnum áttum og þarna fann ég aðferð til þess að láta þetta allt þjóna mínum hugmyndum. Eins og fyrstu verkin fjölluðu um að kortleggja samfélagið til þess að rata um það og framkalla þessar huldu reglur, þá er Samhengissafnið kannski það sama nema að þarna er ég að finna mína leið innan myndlistarinnar til þess að hafa það frelsi sem skiptir mig svo miklu máli.“

Þegar ég skoða verk eins og Samhengissafnið og Leiðangur, vaknar sú spurning hvaða hlutverk fagurfræðin leikur í verkum þínum?

„Fagurfræði skiptir máli. Mér finnst mikilvægt að myndlist hafi rödd í samfélaginu en líka mikilvægt að tala innan fagsins, að ná að tala í báðar áttir. Fagurfræðin er vonandi til staðar. Í bókverkinu tala ég um hvað það er auðvelt að skynja náttúruna en erfitt að koma þeirri skynjun í orð. Kannski er þarna einhver tenging, ég hugsa aldrei um fagurfræðina í verkunum,  hún bara kemur. Til dæmis þegar ég saumaði út landakortið Leiðangur, þá var ég ekki búin að velja einhvern litaskala áður, ég byrja bara á einum lit og svo vel ég hvern lit eftir því hvernig síðasti litur hefur verið, ég rek mig bara áfram í því. Og í þessu verki vissi ég ekki hvernig mælilínurnar voru í raun og veru því það átti eftir að finna út mínar mælilínur. Þetta eru línur sem hafa verið mældar þegar ég hef verið á Vatnajökli, ég var með rosalega mikið af mælingum. Ég gerði mér ekki grein fyrir hvar þær myndu enda og hversu hátt þær færu. Í þessu tilfelli er það eitthvað sem ég hef enga stjórn á. En síðan, eins og allir sem vinna í myndlist vita, er stöðugur höfuðverkur hvernig framsetningin verður í rýminu. Þetta er allt fagurfræði og skiptir máli, líka það sem er skilið eftir, fær ekki að vera með.“

Þú sagðir áðan að þér fyndist mikilvægt að fara í báðar áttir, – hvaða erindi finnst þér verkin eiga við samfélagið?

„Í fyrstu verkunum, fyrir 2000, vildi ég að fólk sæi þessar huldu reglur sem við höfum samþykkt í okkar samfélagi. Síðan er ég t.d. með verk sem tengist Kárahnjúkavirkjun, sem heitir Í bakgarðinum, sem fjallar um að það skiptir engu máli hvort þú fylgist með eða ekki, þetta á sér stað og það skiptir þig máli. Í nýju verkunum, í verkinu Leiðangur, nota ég Grímsvatnaöskjuna í raun og veru sem tákn fyrir plánetuna jörð og hvernig mælingar hafa þróast. Ég er með tvö landakort, annars vegar frá 1919, þegar fyrsta mannveran sá Grímsvötn svo vitað sé, það voru tveir ungir Svíar. Ári síðar eru þeir búnir að teikna kort af Grímsvötnum, samkvæmt þeirra tíma aðferðum. Hitt kortið sýnir mikinn fjölda af mælingum, þær nýjustu frá 2017. Ég er að velta fyrir mér margþættu hlutverki kortagerðar, hvaða þýðingu hún hefur fyrir einstaklinginn sem býr kortin til en líka fyrir hina sem hafa ekkert um þau að segja. Árið 2011 var í fyrsta skiptið búið að mæla alla plánetuna með gervitunglum, millimeter fyrir millimeter. Það er mikilvæg og merkileg staðreynd, sem er alveg þess virði að velta fyrir sér, hvaða áhrif það hefur á fólk og fugla.

Það væri kannski hægt að segja að í verkum mínum hafi ég byrjað á heimilinu, síðan fært mig út fyrir og nú er öll jörðin undir. Þarna er td. eitt nýtt ljósmyndaverk, Bráðnun, þar sem ég held á jökulís sem bráðnar. Það fjallar um að náttúran er alltaf mæld út frá manninum og það erum við sem erum að bræða jöklana. Þar tala tvær mælingar saman. Ég nota líkamann sem mælitæki, kannski er það feminískt innslag, eða bara húmanískt, önnur aðkoma að mælingum. Jöklamyndin Bráðnun mætir að einhverju leyti gamalli ljósmynd frá 1997, 28 tommur þar sem ég er að mæla á mér mittið. Á sýningunni skapast þannig snertifletir milli gamalla og nýrra verka. Það gerist eitthvað við þannig samtöl.

Mér finnst skipta máli að verkin séu marglaga, að þau vísi í margar áttir. Eins og þetta nýjasta verk, Leiðangur, gerir. Það getur flokkast undir dagbókarverkin, þarna er ég líka að velta fyrir mér áhrifum mælinga á plánetuna alla. Vísindalegar mælingar í Grímsvötnum þróast samhliða tækninýjungum sem eiga sér stað út um gervallan heim. Grímsvatnaaskjan er ekki stór séð utan úr geimi, örsmá eining sem engu að síður er sjálfstætt náttúrukerfi. Í raun smækkuð mynd af jörðinni allri.

Þetta verk felur líka í sér persónulegar minningar.

„Já, í bókverkinu eru augnablik sem skilja eftir punkt í vitundinni og á stöplunum eru kort af mælingum, einn stöpull fyrir hverja ferð sem ég hef farið í Grímsvötn, þau leggjast síðan hvert ofan á annað í stóra verkinu. Það sem gerðist við það að sauma út hvert ár var að þá dvaldi ég í þeirri ferð á meðan. Silfurlitu augnsporin eru til dæmis brúðkaupsferðin, þá fór ég á gönguskíðum yfir Vatnajökul og kom í fyrsta skipti í Grímsvötn. Og rauðu krossarnir þrír eru úr sumarferð, þar var doktorsnemi að safna gögnum, þetta eru þrjár eða fjórar mismunandi gryfjur sem hún tók og ég aðstoðaði hana við.“

Ein spurning að lokum: Ertu safnari? Og er íbúðin eða vinnustofan full af dóti?

„Sko, íbúðin er ekki full af dóti. En vinnustofan er töluvert full af dóti. En ég er samt ekki alveg forfallinn safnari, það breytist líka hverju ég safna. En jú, til dæmis keypti ég blóm fyrir eitt verkanna á sýningunni, verkið Jaðar, og einn angi datt af plöntunni. Hann er strax kominn í þurrkun og er núna í Samhengissafninu. Ég safna út frá því hvað endar þar. Þannig tengist allt á endanum.“

Sýning Önnu Líndal, Leiðangur, stendur á Kjarvalsstöðum til 30. desember. Á sýningartímabilinu býður Listasafn Reykjavíkur upp á leiðsagnir um sýninguna og listasmiðju fyrir börn, en nánari upplýsingar er að finna á vef safnsins.

Ragna Sigurðardóttir


Ljósmyndir: Daníel Magnússon, nema mynd af bókverki en hún er birt með leyfi listamanns.

Vefsíða: www.annalindal.com

A – DASH: Eitthvað-sem-tengir-hluti-saman

A – DASH: Eitthvað-sem-tengir-hluti-saman

A – DASH: Eitthvað-sem-tengir-hluti-saman

Eva Ísleifsdóttir listamaður er búsett í Aþenu á Grikklandi. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og með MA gráðu frá Edinburgh College of Art árið 2012. Árið 2016, eftir vinnustofudvöl í Aþenu, opnaði Eva ásamt fjórum samþenkjandi listamönnum listamannarekið rými og vinnustofur sem bera nafnið A – DASH. Eva tók brosandi á móti blaðamanni artzine á kaffihúsi Kjarvalsstaða og svaraði nokkrum spurningum um starfsemina þar.  

Hvað getur þú sagt mér um A – DASH?

A – DASH samanstendur af sýningarrými og listamannavinnustofum í hverfi sem heitir Exarchia, einnig kallað anarkistahverfið og er í Aþenu. Húsið sjálft er byggt árið 1890 í neo-klassískum byggingarstíl. Þetta er mjög gamalt hús, friðað hús. Í byrjun árs 2015 gafst mér kostur á tveggja mánaða vinnustofudvöl í Aþenu. Við dvölina varð ég hrifin af borginni og sá þarna fyrir mér möguleika á að opna sýningarrými og vera með studio. Mig vantaði nefnilega studio. Stelpan sem var með mér í residensíunni, Noemi, var með sömu pælingar svo við ákváðum að plana þetta saman. Við byrjuðum að skoða húsnæði og senda út fyrirspurnir, en þá hafði hún Zoe, sem er núna ein af okkur fjórum, samband. Við höfðum kynnst henni í gegnum residensíuna, en hún er listamaður eins og við. Hún sagði við okkur: „Heyriði, ég á þetta hús í Exarchia! Með varann á því það er það rosalega illa farið. Það hefur verið tómt í tíu ár og ekkert hefur verið gert við það“.


A – DASH húsið er í hverfi sem heitir Exarchia, einnig kallað anarkistahverfið. Húsið var byggt árið 1890 í neo-klassískum byggingarstíl og er friðað.

Við fórum og kíktum á húsið og það var allt brotið og bramlað, veggirnir alveg að hrynja og alveg ógeðslegt. Og við bara: „Heyrðu, þetta er málið!“ segir Eva brosandi. Að þessu hlæjum við.

Fullkomið tækifæri?

Já, gjörsamlega fullkomið. Það hentaði rosalega vel fyrir það sem við vorum að velta fyrir okkur. Í þessu ferli töluðum við við aðra listakonu, hana Catrionu Gallagher, um að vera með. Þarna myndaðist listamannahópur okkar fjögurra, en í honum eru Zoe Hatziyannaki, Catriona Gallagher, Noemi Niederhauser og ég.

Listakonurnar sem standa að A – DASH: Eva, Zoe Hatziyannaki, Noemi Niederhauser og Catriona Gallagher.
Ljósmynd: Angelos Giotopoulos

Við ákváðum að fara á fullt í að gera við húsið þannig að það yrði studio- og sýningarhæft. Og þannig varð verkefnið A – DASH að veruleika.

Þarna eru studio en þetta er líka residensía ekki satt?

Já, það er resedensía þarna. Við ákváðum að hafa eitt herbergi í húsinu sem residensíu. Þetta er í rauninni mjög sjálfstætt. Við bjóðum upp á möguleikann á því að sýna í rýminu, eða vera með einhverja eventa. Það geta allir sótt um í þessa residensíu með því að senda bara e-mail. Það eru engir frestir, eða þannig. Þetta geta verið rithöfundar, skáld, myndlistarmenn og svo framvegis.

Vinnuaðstaða fyrir listamenn

Eva segir frá því hvernig listamennirnir fjórir hafi ákveðið að hafa náttúrulega framvindu á málum varðandi rekstur residensíunnar. Þær hafa fram að þessu sjálfar látið orð út ganga til samlanda sinna, enda koma þær hver frá sínu landinu. Með þessu hafa þær fengið hjálp víðsvegar að frá ungum listamönnum sem hafa lagt leiðir sínar til Aþenu. Til að mynda fékk A – DASH til sín lærlinga, Gylfa Freeland Sigurðsson og Geirþrúði Einarsdóttir, sem löggðu þeim lið ásamt Brynjari Helgassyni og Benjamin Cohen.

Svo það er alveg ýmislegt sem fer þarna fram?

Alls konar! Með þessu batteríi langaði okkur í grunninn að búa til eitthvað sem er ekki endilega búið að plana ár fram í tímann, heldur hafa þetta svolítið í flúx.

Einmitt, svona organískt.

Nákvæmlega. Allt húsið er líka í stöðugri umbreytingu. Ef við fáum fjármagn þá gerum við meira við og hlutirnir breytast smátt og smátt. Við skildum t.d. einn upprunalegan vegg eftir óbreyttan. Upphaflega voru veggirnir handmálaðir, svo við ákáðum að skilja sumt eftir upprunalegt þannig að hægt væri að sjá sögu hússins.


„Upphaflega voru veggirnir handmálaðir, svo við ákáðum að skilja sumt eftir upprunalegt þannig að hægt væri að sjá sögu hússins.“

Við erum með hvítt rými niðri í vinnuplássinu, þannig að ef við opnum studióin og annað rými, getum við verið með sýningar sem breiðast um allt húsið. Við erum líka með garð, en núna er hún Catriona að vinna í honum verkið Athina City Gardens ásamt Fanis Kafantaris og fá þau í það plöntur alls staðar að úr borginni.


Athina City Gardens fær plöntur alls staðar að úr borginni.

Er hann eins konar samansafn af plöntum svæðisins?

Já, nákvæmlega. Okkur langar líka á einhverjum tímapunkti að vera með útibíó. Svo væri náttúrulega æðislegt að geta verið með kaffihús þarna, en til þess þarf tilskilið leyfi. Skrifræðið þarna er smá strembið en við erum með frábært spil í hendi sem er hún Zoe. Hún er grísk og hefur séð um megnið af öllu svona dóti.

Svo það er gott að vera með einhvern sem talar góða grísku?

Já, Catriona talar líka grísku, á grískan kærasta. Þannig að þetta er hægt, að læra grískuna!

Hvernig gengur þér?

Ég get pantað eitt rauðvínsglas á barnum og svo ég segi ég bara „já, já, já” og kem mér í vandræði, segir Eva og skellir upp úr.

Hvernig eru sýningarnar sem hafa farið fram þarna? Er einhver tenging á milli þeirra?

Við opnuðum húsið í desember, 2016. Það var alveg tómt og við ákváðum að fagna því að við værum búnar að gera það upp með því að halda bara stórt partý. Húsið gersamlega fylltist af fólki og þetta var yndislegt kvöld. Við vorum með DJ og veigar í boði. Húsið sjálft var í rauninni verkið sem var til sýnis.

Í mars og apríl vorum við svo með sýningu sem hét „I Remember Not Remembering It Very Well“. Þar vorum við með lítið workshop þar sem við buðum fólki að koma og búa til höldur á keramíkbolla sem við höfðum útbúið. Alls voru þetta 100 bollar sem við settum inn í innsetningu sem við smíðuðum og var í aðalsalnum. Við buðum hljómsveit að koma og spila og svo vorum við öll máluð í framan því það var Carnival tími.

Sýningin var í sjálfu sér bæði innsetning og gjörningur. Fólk gat líka komið og keypt keramikbolla eða fengið gefins þá bolla sem það hafði sjálft unnið við. Listaverkið var í rauninni þessi gjörningur.

Með A – DASH verkefninu erum við líka að koma okkar eigin list á framfæri. Við stýrum ekki bara sýningum heldur erum við allar með sýningar og viljum vera sýnilegar. Ein megin ástæðan fyrir því að við settum A-DASH á laggirnar var að okkur vantaði studio og okkur langaði að sýna það sem við vorum að gera.


Myndirnar að ofan eru frá verkefninu „I Remember Not Remembering It Very Well“ þar sem A – DASH hópurinn stóð fyrir workshop þar sem fólki var boðið að koma og búa til höldur á keramíkbolla sem listamennirnir höfðu útbúið.

Hvers kyns sýningar hafa tekið við?

Eftir þessa seinni sýningu var einkasýningin hennar Noemi haldin. Á sýningunni setti hún upp hárgreiðslustofu sem var undir áhrifum frá Kypseli hverfinu sem er í u.þ.b. tuttugu mínútna göngufjarlægð frá Exarchia, þar sem við búum. Hurðirnar í Kypseli eru eins konar flúraðar járngrindur eða grindverk sem eru mjög áhugaverðar í laginu. Á sýningunni tengdi Noemi þessar hurðir við afrískan hárgreiðslustíl, fléttur og vafninga í hári. Hún var með sambærilegt grindverk í sýningarsalnum og fékk hárgreiðslukonur til að flétta sýningargestina svo þeir gengju út sem listaverk – með listaverk í hárinu.

Frá einkasýningu Noemi Niederhauser, en hún setti upp hárgreiðslustofu sem var undir áhrifum frá Kypseli hverfinu. Þar eru hurðirnar eins konar flúraðar járngrindur eða grindverk sem Noemi tengdi við afrískan hárgreiðslustíl.

Þetta hefur verið mjög samfélagslegt verkefni, þar sem sýningargestir taka þátt í verkunum. Fyrir aftan húsnæðið er hæð sem heitir Lykavittos hæð og liggur upp að kirkju. Þaðan er hægt að horfa yfir alla Aþenu. Þar er líka æðislegur veitingastaður sem ég mæli með.

Fólk fór upp í hæðina til að tína plöntur sem seinna meir voru gróðursettar í portinu fyrir Athina Garden City sýninguna. Við erum að safna öllum plöntutegundum á svæðinu til að rækta í garðinum okkar. Þetta var fyrsti kaflinn í þessu ferli. Núna er annar kaflinn á leiðinni, sem verður strúktúrinn inni í portinu, en þriðji kaflinn verður vídeóinnsetning inni í rýminu.


Fólk fór upp í hæðina til að tína plöntur sem seinna meir voru gróðursettar í portinu fyrir Athina Garden City sýninguna

Við höfum verið með breytilega sýningu í gangi sem heitir If it sounds like bacon you’r doing it right. Hún tengist því að einn glugginn á húsinu, niðri í sýningarsalnum, var mjög illa farinn. Það var reyndar búið að negla fyrir hann og setja spónarplötur yfir gatið, en hann var eins og sár á veggnum. Áður en við fluttum inn og á meðan enginn bjó í húsinu, kom fólk inn og náði sér bara í járn, víra og fleira til að selja á markaði og næla sér í pening. Allt innvolsið var farið úr húsinu, meðal annars þessi gluggi. Þannig að við tókum upp á því að búa til nýjan glugga.

Sérstakt víravirki var búið til fyrir þennan glugga og varð hann að sjálfstæðu sýningarrými.

Öll neðri hæðin er nú alsett víravirkjum, bæði til þess að vernda gegn innbroti og sem varanleg innsetning á húsið að neðanverðu. Við bjuggum til sérstakt víravirki fyrir þennan glugga þannig að hann varð að sjálfstæðu sýningarrými, út á við. Við buðum tólf listamönnum að setja upp verk fyrir gluggann, sem varð svo að If it Sounds like Bacon you’re doing it Right.

Þetta eru bannerar sem eru fyrir glugganum og sjást utan frá, þannig að það er alltaf sýning í gangi. Núna er Benjamin Cohen til dæmis með sýningu. Hann smíðaði replicu af víraverkinu úr við. Svo ljósmyndaði hann replicuna og nú er ljósmyndin af henni fyrir aftan víravirkið sjálft. Mjög conceptual. Það hafa verið hér nokkrir íslenskir listamenn. Prent og Vinir, þeir Sigurður Atli og Leifur Ýmir, hafa til dæmis sýnt hér sem og Kristín Rúnars.

Hvað með þína eigin myndlist, einhverjar sýningar nýlega eða í náinni framtíð?

Já sýningin Noway Different / sýningin mín sem opnaði 7 Oktober. Verkið byggir á innsettningu í sýningarrými A – DASH en þar kom ég kom málverkinu “Guernica” eftir Pablo Picasso fyrir. Málverkið stendur ekki eitt og sér heldur tók ég með sýningarsalinn í Museo Nacional Centro de Arte Reina Sofía á Spáni.


Myn af Evu fyrir framan verk sitt. Ljósmynd: Bryony Dunne


Frá sýningu Evu „Noway Different“ sem byggir á innsettningu í sýningarrými A – DASH þar sem málverkinu “Guernica” eftir Pablo Picasso var komið fyrir.

Verkið er tilraun og stúdía til að endurskoða framsetningu og tilurð verka sem sem byggð eru á einum tímapunkti sögunnar. Samhengi verksins verður til þar sem það er, og verkinu hefur verið komið fyrir í Aþenu í Grikklandi. Í rýminu er einnig lifandi tvöföldun eða framlenging á daglegu lífi upprunalega verksins í Reine Sofia. Verkið er í raun mynd af sjálfu sér.

Eva segir einnig frá því hvernig listasenan hefur blómstrað á Grikklandi eftir 2008 hrunið, talar um það sem náttúrlega framvindu. Það eru nánast engir styrkir sem hægt er að sækja um í Grikklandi sjálfu, en listamenn fá styrki annarsstaðar frá eða framfleyta sér á annan hátt. Það er til að mynda mikið af listamannareknum rýmum í Aþenu um þessar mundir, en þau hafa fengið aukna athygli, sérstaklega eftir að Documenta sýningin var haldin þar í ár. 

Að lokum, hvaðan kemur nafnið, A – DASH?

A – DASH kom til þegar við Noemi vorum að brainstorma með nafn og í hvert skipti sem við komum með tillögu, þá settum við bandstrik á milli orðanna. Við sáum að bandstrikið sjálft væri kannski málið, eitthvað sem tengir hluti saman. Svo er líka hægt að segja „a dash of salt”,„a dash of sugar” og svo framvegis.

Eva er einkar hress og skemmtileg. Yfir henni hvílir ferskleiki sem hún segist hafa öðlast á Grikklandi, „þar sem maturinn er næringarmikill og veðurfarið blítt.“ Blaðamaður artzine þakkaði fyrir viðtalið, endurnærð og-vel–tengd-eftir ljúfa stund með Evu á kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum.

Sólveig Eir Stewart


Ljósmyndir:  Aðalmynd með grein: Þorgerður Ólafsdóttir. Myndir með grein birtar með leyfi A – DASH.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um A – DASH á vefsíðu þeirra: www.a-dash.space og á vefsíðum listamannanna sem reka það.

www.evaisleifdottir.com
www.noemi-niederhauser.ch
www.catrionagallagher.com
www.zoehatziyannaki.com

Anna Julia’s Serenade

Anna Julia’s Serenade

Anna Julia’s Serenade

Erindi / Serenade is on exhibit at Hafnarborg Centre of Culture and Fine Art until October 22nd. In the exhibition by Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, various elements are taken from sociology, astronomy, poetry, and ecology, into an acknowledgment of the biggest crisis´ currently facing the world. Like a natural scientist who uses poetry to interpret her findings, Anna Júlía looks at ways of addressing climate change and human migration that recognizes human vision. In the following interview, Anna Júlía and I discuss the exhibition and her concern with the synthesization of meaning- from the 19th-century Romantic movement to biometric identity management systems.

Erin: The first perception of the exhibition for me was the impression of there being many layers involved: the art-song lieder tradition, the Romantic notions, the migration of the Passerine species to Iceland, references to human migration and the weather. Can you tell me more about how all of these are related?

Anna Júlía: The starting point was the birds. I had seen in the news years ago these announcements about Vagrant birds arriving in Iceland. It was in 2005 that I first started paying attention to it and I always wanted to look further into the different species. I came across the Singers, as they are called in Icelandic, and found them interesting not least because they are predominantly a European and Asian species associated with the Old World that migrate from Africa and other southern destinations. Then I looked at their distribution patterns and it struck me because it looked like maps of human migration into Europe. I had been thinking a lot of Europe, and how we, as a whole, are tackling the challenges of migration today.

So I decided to narrow this down to the Old World Warblers because of this pattern and how they come to Iceland in particular. I thought there was a correlation between the birds and the influences and culture that originate from this Eastern direction that Western societies are based on but we think we are independent of it somehow. I thought it was an interesting way to look at one species and look into smaller examples of our ecosystem and how it’s changing – a macro view. It just represents a much bigger picture of something that is in flux and seems to be happening very fast. So there are social and political issues that factor into my interest in this, but on the other hand, there is also the climate change issue and you can’t really separate the two. Of course, that is only part of the story about how all these things are related.

The other thing I should say regarding the birds is that it is not just the changing of these fundamental systems, but also the systems of taxonomy we created in the 18th century- these man-made systems that we have stuck to and maybe are just now realizing are fixed choices that aren´t necessarily truths that we have to hold onto. The Warbler species are very old, dating back around 16 million years. Linnaeus classified many of them and some were described in his 1758 Systema Naturae but in recent years these birds have been the source of much taxonomic confusion and rearrangements within the taxonomy. This is because of new technologies and genetic research. This case is like a little snapshot of this kind of changing worldview.

Erin: It reminds me of something I was just reading in preparation for our discussion from the Finnish cultural theorist, Jussi Parikka, who writes about how recent technological networks are modeled from systems in ecology and especially migration patterns, herds, and swarms. I saw a connection between his ideas and some of the points you were touching on in your exhibition.

Anna Júlía: It also shows us how nature is much more complex than we tend to realize and that these very complex patterns are there and that we can look into for inspiration. I like Parikka´s comment: „It’s the environment which is smart and teaches the artificial system.“ Although I am looking at natural patterns they are not necessarily the super-developed kind such as swarms but the accidental as well.

Erin: Yes, I think it’s this anthropocentric point of view of nature that has simplified things, but that is not the case.

Anna Júlía: It brings into question where the human comes into it, the co-creative factor of the human as narrator.

Erin: In some ways, the Romantic Movement in art, literature, and music really was inclusive to this connection between humans and the environment on all levels. Do you think there is a clue to how we handle the huge upheaval of human migration and climate change in the arts, and specifically how we see connections between the humanities and the natural sciences? Do you think this movement can give us a clue as to how to navigate all these changes?

Anna Júlía: I think definitely there is a connection. The Romantics were also coming out of a reaction to the Industrial Revolution, so that is maybe what is parallel with today- these similar issues in a different context. In my work, of course, I am using it as a metaphor. In relation to the exhibition, the Romantic sentiment is a total contrast to the scientific and the kind of systems used in science. I brought in these Romantic lieder songs as a contrast to the scientific thought. The songs also give the exhibition a narrative which would otherwise have been an installation consisting of a few parts. I broke it up into pieces and attached each one to a romantic song and in that way, gave it some narrative. Also, the poems bring in a human voice and in that relation, the Romanticism speaks of this need for freedom- a basic human need.

And in the context of the work, the poems put them in context with the night as the spatial and temporal dimensions of human experience. The poets were allowing themselves to focus on feelings rather than the hard-core rhetoric of Rationalism. I think that is also what we need now and I think there is a demand for emotional intelligence.

Erin: Your exhibition also holds an allusion to the era when Europeans were creating categorizations for the natural world and putting it into systems for our analysis- maybe this goes back to what we talked about earlier in trying to find clues to our current situation by creating a new model of thinking about nature and culture, human and non-human? As much as rationalism has carried Western civilization forward, it also needs to be paired with equal doses of empathy and understanding, which was obviously the Romantic reaction this period’s mechanical focus.

I think you capture that really well.

Anna Júlía: That’s definitely what I had in mind- a call out for more empathy. This rationalization, of course, applies to the human classification going on now. I found similarities between the taxonomic classification and the human cataloging, especially in the problem that Europe is trying to address. We have created these laws in the last century when the UN was formed- human rights laws and laws pertaining to refugees. We need to adhere to the basic beautiful idea of the laws but they are being stretched, borders have moved away from the actual physical borders not in a way of inclusion but exclusion. Once a person trying to enter illegally is caught, he or she is registered and cataloged almost like a taxon in a way that people in the western world would never agree with being treated. These databases are very inhuman.

Erin: What about some of the more material aspects of the exhibition – can you comment on this continuing theme of fragility and ephemerally in the materials being used?

Anna Júlía: Yes, the choice of materials is deliberate, of course. The xenon gas and the fragile paper reflect the ephemeral nature of the subject matter as well and how these ideas are a bit afloat. Because we were talking about the wind and birds being carried by the Eastern wind, I wanted to choose materials that were reflecting this ephemerality. I am interested in primary elements and in the transformation of elements be it in technology or nature. I chose these as basics- the carbon and xenon. Of course, I’m playing with the etymology of the words as well. Xenon comes from the Greek word for stranger and carbon is a word that is somehow intrinsic to the discussion of climate change. But then the carbon paper is itself a material of fragility and lightness and also holds this possibility within it because it’s indeed a tool, something to make a copy with. So these are the material factors but to me it represents bureaucracy. I used the carbon paper as well to make the drawing of trees at the far wall opposite of the window.

Erin: Can you tell me more about this drawing, Mondacht / Moonlit Night?

Anna Júlía: The tree in the drawing represents the home for the birds because they live in trees and are insect eaters – but it can also be a home or a shelter generally. But again, it’s also part of the language of the Romantic night, dark and the North, trees, and forests being part of that. Then again it’s just a copy, so there is a kind of dreamy feeling about it. Maybe it’s just a kind of faint memory or a vision. The title and the location within the space also have significance in relation to ´reading´ of the works.

As I mentioned earlier the lieder songs lend the exhibition a narrative. It has a beginning and an end and you can read the exhibition in this order with Ständchen / Serenade being the first piece. I don´t see the work being illustrations of the poems but they get an added context and a certain tone. You could say that each piece is twofold – the physical, straight work and the emotional connotation of each poem, which is almost, like a sub-theme. For instance, Ständchen / Serenade is a positive, light song and has this inviting or luring factor at the same time as setting a melancholic tone.

My songs beckon softly
through the night to you;
below in the quiet grove,
Come to me, beloved!
The rustle of slender leaf tips
whispers in the moonlight;
Do not fear the evil spying
of the betrayer, my dear.
Do you hear the nightingales call?
Ah, they beckon to you,
With the sweet sound of their singing
they beckon to you for me.
They understand the heart’s longing,
know the pain of love,
They calm each tender heart
with their silver tones.
Let them also stir within your breast,
beloved, hear me!
Trembling I wait for you,
Come, please me!

(Ständchen / Serenade, D. 957, Schubert, 1828, poem by Ludwig Rellstab)

En Dröm / A Dream, by Grieg, also has something positive and hopeful about it. The piece, two adjacent barometers, has to do with the measurement of the world which isn´t accurate and juxtaposes two very different things – a scientific measuring tool and the idea of the dream, which is the only connection to the poem.

Then, To Evening / Illalle, which is the carbon paper sheet with the star constellation mapped into it, is the point when you enter the night with its dreams and sense of refuge.

Come gentle evening, come in starlit splendour,
your fragrant hair so soft and darkly gleaming!
Oh, let me feel it round my forehead streaming!
Let me be wrapped in silence, warm and tender!
Across your bridge of magic, smooth and slender,
my soul would travel towards a land of dreaming,
no longer burdened, sad, or heavy seeming,
the cares of life I’d willingly surrender!
The light itself whose bonds you daily sever,
would flee, exhausted, seeking out those places
where your soft hand all toil and strain erases.
And, weary of life’s clamour and endeavour,
I, too, have greatly yearned for your embraces.
Oh, quiet evening, let me rest forever!

(Illalle / To Evening, Op. 17, Sibelius, 1898, poem by Aukusti Valdemar Forsman)

Mondnacht / Moonlit Night is such a beautiful poem and the song a perfect calm. I get the feeling it pauses time, you´re kind of poised in the quiet moonlit night.

It was as if the heavens
Had silently kissed the earth,
So that in a shower of blossoms
She must only dream of him.

The breeze wafted through the fields,
The ears of corn waved gently,
The forests rustled faintly,
So sparkling clear was the night.

And my soul stretched
its wings out far,
Flew through the hushed lands,
as if it were flying home.

(Mondnacht / Moonlit Night, Op. 39, Schumann, 1840, poem by Joseph Eichendorff)

And the last piece, Après un rêve / After the Dream, which is the bird skins in the vitrine with the Xenon light above. The poem has a tiny glimmer of hope that is never realized. One is brought back to reality again and it’s the end of the dream. We don’t know if the birds are sleeping, or in a coma, or dead.

Drowsing spellbound with the vision of you
I dreamt of happiness, burning mirage,
Your eyes were gentler, your voice was pure and sonorous
You shone like the dawn-lit sky
You called me and I left the earth
To flee with you toward the light
For us the heavens opened up their clouds
To reveal unknown splendour, glimpses of divine light…
Alas, alas, sad awakening from these dreams
I call out to you, oh night, give me back your lies
Come back, come back, radiant one
Come back mysterious night.

(Après un rêve, Gabriel Fauré, 1878, lyrics by Romain Bussine)

Erin: What about this use of carbon blue which flows through each piece and the inversion of the natural colors to these ultramarine hues in the bird portraits in Ständchen / Serenade?

Anna Júlía: It came about for a few reasons. Aesthetically, I just thought it was very interesting how the feathers almost look like they’ve been inked in, but it’s also a way to distance myself from the scientific approach, as a filter to get away from that. But then it also has something to do with the night because they are all spotted and photographed in the daytime. It is a reversal both of the colors and the original daylight photo could be a night scene. So there were practical and conceptual reasons and it all came together in this fusion. I just like the colors. It was also a bit of a chance finding because the reversed images have the same blue tone as the carbon paper. The blue drawing on the wall is just made directly from the carbon paper.

Erin: Haven’t you made allusions before to how colors were brought to Europe from the East, in your exhibition at Harbinger last year, for example?

Anna Júlía: Yes, I had previously used the symbolism and history of colors. In the exhibition you are referring to it was Tyrian-purple that originated from Phoenicia and was a symbol of wealth. In Serenade the color is ultramarine blue. The name comes from the Latin ultramarinus, literally „beyond the sea“ because it was imported from Asia by sea. It was imported to Europe from Afghanistan in 14th and 15th centuries.

We connote it to the Far East as well, to China. There is also something about it in that it is not a color in Icelandic nature that you can find naturally. Blue was always a very exotic color in Iceland because you could not get it naturally from nature so it became a sign of someone with wealth who had been traveling abroad. At the same time, blue is also our national flag color so there are many associations. Xenon is also blue when charged through electricity. Also with Xenon being used in searchlights, it is enlightening, in a way, bringing something to light. Yes, so the blue color is there for many reasons but not least because of references to ink and bureaucracy.

Erin: There is also a thread of navigation in the exhibition, of the notion of finding ones’ way in the dark or through difficulties.

Anna Júlía: The theme of finding ones’ way is important especially with the star map and the way the birds navigate. It’s not just those finding their way to a better life, but also us as Europeans, and every human really, in navigating the best way to face these challenges.

Erin: There are so many endless correlations in the exhibition that it really becomes a constellation of sorts. Everything is connected on some level of meaning to everything else, micro and macro – the transformation of centuries of thought as well as the lifespan of a single bird. 

artzine would like to thank Anna Júlía for the interview.

Erin Honeycutt


Installation photos: Vigfús Birgisson. Portrett: Helga Óskarsdóttir

For more information about Anna Júlía’s work, visit her website: www.annajuliaf.com

Playlist:

https://open.spotify.com/user/1189549579/playlist/7szowWHtdm3DRXUUWb0D8x

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Blaðamaður artzine kíkti við á myndlistarsýninguna Ég sagði það áður en þú gast sagt það sem stendur yfir í Gallerí Gróttu um þessar mundir. Það er myndlistarhópurinn I.Y.F.A.C eða International Young Female Artist Club sem sýnir, en hópurinn samanstendur af myndlistarkonunum Höllu Birgisdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur og Steinunni Lilju Emilsdóttur. Blaðamaður settist niður með þeim á Bóksafni Seltjarnarness og ræddi við þær um sýninguna og samstarfið.

Hópurinn varð til um það leyti sem Sigrún Hlín og Ragnheiður Maísól voru nýútskrifaðar með BA gráður í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Að þeirra sögn vantaði þær báðar einhvers konar rótfestu eða samastað og fólk sem þær gætu talað við um myndlist og það sem þær væru að hugsa. „Þetta var eins konar lágpunktur fyrir mig, þar sem ég fattaði að það væri enginn að bíða eftir að maður gerði eitthvað eða fara að klappa manni á kollinn. Svona er veruleikinn oft fyrir nýútskrifaða myndlistarmenn,“ segir Sigrún, hreinskilnislega.

Eftir að hafa hist og rætt málin ákváðu þær að stofna Facebook-hóp og bjóða nokkrum velvöldum listakonum í hópinn. Á þann hátt sköpuðu þær vettvang til að varpa fram hugmyndum og eiga samtal við aðra um myndlist. Sýningin sem stendur yfir í Gallerí Gróttu er önnur sýningin sem þær vinna að saman, þótt sýningar séu ekki endilega meginmarkmið I.Y.F.A.C hópsins.

„Í fjöldanum verður til smitandi orka og hópurinn er fyrst og fremst hugsaður sem eins konar stuðningsnet,“ segir Ragnheiður Harpa. „Já, við erum smá eins og AA, nema fyrir listakonur,“ bætir Steinunn Lilja við og skellir upp.
„Það er oftast þannig að ein okkar stingur upp á að sýna og svo vinnum saman að umsókn. Ein er með hugmynd sem hefur verið að gerjast, en önnur setur hana fram. Þegar við sýndum fyrri sýninguna okkar í SÍM salnum voru Ragnheiður Harpa og Steinunn t.d. ekki með verk, en þær tóku á sig hlutverk sýningarstjóra“ segir Ragnheiður Maísól.

„Við erum náttúrulega hópur kvenna og umræðan fer oft þangað. Titill sýningarinnar, Ég sagði það áður en þú gast sagt það, vísar í hið kvenlæga í okkur,“ svarar Ragnheiður Harpa þegar spurt er um innblástur sýningarinnar. „Það er þetta með að afsaka allt áður en maður gerir eitthvað sem er mjög kvenlegur eiginleiki,“ bætir Ragnheiður Maísól við. „Maður er alltaf að afsaka sig fyrirfram. Það er fyndið að standa sig að þessu þegar gestir koma í heimsókn eða þegar maður er að byrja símtal, því þetta er eitthvað sem maður myndi aldrei ætlast af öðrum. Það er eins og við séum alltaf að afsaka tilvist okkar, búast við einhverri gagnrýni og forðast árekstra, en þeir eru einmitt svo skemmtilegir!“

Listakonurnar byrjuðu sýningarferli Ég sagði það áður en þú gast sagt það sýningarinnar á að vinna undir titlinum Augnsaumur. „Það er saumspor sem er hluti af íslenskri útsaumshefð,“ útskýrir Sigrún. „Þá er vefnaðurinn glenntur út með sporunum þannig það opnast stærra gat á milli vefjaþráðanna heldur en á að vera. Þá myndast eins konar auga sem breytir uppbyggingunni án þess þó að slíta eða skera.“

Samkvæmt listakonunum hefur textíllinn oft verið afskrifaður sem dútl eða skraut í stað alvarlegrar myndlistar, eins og svo margt annað sem telst kvenlægt, nema ef listamaðurinn er karlmaður. „Kona má halda sýningu um eitthvað kvenlægt eins og ástina, eða hafa blóm í gjörningnum sínum. Það er ekkert skammarlegt við það,“ segir Steinunn, ákveðin. „Maður hefur alveg lent í smá hnussi þegar talað er um textíl,“ tekur Sigrún undir. „En textíllinn er einmitt einn þráðanna í þessari sýningu. Það eru þræðirnir í óreiðunni, veraldlegu þræðirnir sem við vefum úr og svo þessi arfur kvenna sem hefur gengið í gegnum þráðinn, frá kynslóð til kynslóðar í ýmsum birtingarmyndum.“

Þegar samræður eru komnar út í frjálst spjall tölum við oft um óreiðuna eða byrðina sem fylgir hlutum, bæði bókstaflega en einnig t.d. í tölvupósti manns. Þá fer maður að sortera efnið sitt og finna hvar merkingin liggur. „Þráðapælingin fer úr því að vera smá yfir í stærri mynd. Steinunn er til dæmis með stjörnugeim sem nær yfir risa spektrúm,“ segir Ragnheiður Harpa og horfir áhugasöm til Steinunnar.

„Stjörnurnar eru sem sagt augnskuggi,“ segir Steinunn. „Ég kann ekki að mála mig og hef aldrei gert, en einhvern veginn sit ég uppi með fullt af augnskugga sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og aldrei hent. Það sem mér finnst gaman akkúrat núna er að fara á vefsíðuna Pinterest og skoða myndir af geimnum og stjörnuþokum. Stundum þegar ég horfi á himininn á ég erfitt með að sjá stjörnurnar og finnst það svekkjandi. Ég ímynda mér þá hvernig það væri ef það væri hinseginn, stjörnurnar væru svartir punktar og himininn ljós, þá væri mun auðveldara fyrir mig að sjá munstrin. Svo ég ákvað að gera það að raunveruleika með efninu sem var alltaf að þvælast fyrir mér, augnskugganum. Ég er nefnilega í því ferli að losa mig við hluti sem ég hef sankað að mér, en á erfitt með að henda. Augnskugginn finnst mér mjög fallegur og magnað efni til að vinna með. Með þessu langaði mig að binda hinn stóra stjörnugeim saman við eitthvað sem telst venjulegt.“

Verk Ragnheiðar Hörpu fjallar einnig um hið smáa og stóra, en það samanstendur af nokkrum sandstöplum sem hún nefnir Galdra. „Í sandinum leynist smækkuð mynd af stærri heim. Með verkinu vildi ég vísa í hina kvenlegu hefð að gera seið og galdra, arf sem gengið hefur niður kynslóðir“ segir Ragnheiður Harpa. Ásamt sandinum eru litlir steinar, kuðungar og smáhlutir sem hún fékk frá ömmu sinni. Þeim hefur hún raðað í myndir sem minna helst á töfrarúnir. Ragnheiður Harpa segir frá því að hún hafi fundið fyrir kynslóðabili sem leiddi til þess að vitneskja af þessu tagi hafi tapast. „Með verkinu vil ég brúa bilið, sækja aftur í það sem hefur hugsanlega tapast.“

Á opnun sýningarinnar var fluttur gjörningur sem gestum var boðið að taka þátt í og vinna saman að því að töfra fram nýjan galdur undir leiðsögn Ragnheiðar Hörpu. Fólk var látið varpa óskum sínum á tiltekinn hlut, stein eða kuðung og koma honum fyrir á ákveðnum stað á stöplinum.

„Mér fannst gjörningurinn tala svolítið um arfinn eða það sem er geymt,“ segir Sigrún. „Þungann og söguna í hlutum sem er tímabundin. Þú gerir verkið ekki aftur án þess að gera það allt aftur.“
Verk Sigrúnar er unnið í textíl og samanstendur af 110 efnisbútum sem innihalda allir handsaumað orðið OK. „Verkið var tilraun til að einblína á handahófskennda jafnt sem tímatengda hugmynd, það að endurtaka sama verkefnið dag eftir dag í ákveðinn tíma,“ segir Sigrún hugsi. „Á hverjum degi saumaði ég þessa tvo stafi í efnisbút af sömu stærð. Það var komið á þann stað þar sem ég fór að hugsa um lögun stafanna, mjúkt O og beitt K,“ segir hún og hlær. „Ég vil meina að það þurfi ekki að bíða eftir því að meistaraverk komi til manns. Það er líka hægt að taka ákvörðun og treysta því að verkið komi til í ferlinu. Reglurnar urðu til eftir því sem ég vann verkið.“ Hver og einn efnisbútur virðist hafa sinn persónuleika, mótaðan af efninu og hvernig OK-ið er saumað. Sumir bútarnir virðast hvísla á meðan aðrir öskra.

Verk Ragnheiðar Maísólar er einnig unnið í textíl og sprottið út frá heilráðum móður hennar. „Ég fór að hugsa um hvernig allt sem maður segir við börnin sín hefur áhrif og hvað það væri sem sæti eftir hjá mér í sambandi við mömmu mína. Við höfum átt svo náið samband og hún hefur alltaf verið mikil fyrirmynd, textílkona og vefari. Mig hafði alltaf langað að vinna með henni,“ segir Ragnheiður. „Einu sinni þegar ég var að fara út úr húsi með taupoka endurómaði heilræði móður minnar í höfðinu á mér: „Það er betra að vera með eina stóra tösku en margar litlar.” Þá byrjaði ég að safna heilráðum og festa þau niður. Þegar ég var að vinna verkið urðu þessi heilræði nánast trúarleg, eins og boðorðin tíu.“ segir Ragnheiður og hlær. „Einu sinni sagði hún við mig „Þú ert ekki frek, þú ert ákveðin”. Þessi setning hafði mikil áhrif á mig sem barn og sýndi mér að það er allt í lagi að vera stelpa og taka pláss. Ég lærði með þessu að vera svolítill gaur og að kýla á hlutina.“

„Mér finnst Halla líka hafa þetta í sér, að kýla á hlutina,“ segir Steinunn. „Hún er ein duglegasta kona sem ég þekki.“ Hinar taka allar undir, en Halla var sú eina sem komst ekki í viðtalið. Verkið hennar samanstendur af hringlaga blýantsteikningum í sérstökum stíl sem hún hefur þróað með tímanum. Verkið ber heitið Betri eru ímyndanir en að tilheyra engum sem vísar í einmanaleikann og hvernig við sem mannfólk tökumst á við hann og lífið sjálft með því að skapa okkar eigin heima með ímyndunum.

Við inngang sýningarinnar er texti á vegg sem við fyrstu sýn virðist fjalla á hefðbundinn hátt um sýninguna, en er í raun kvenlæg afsökunarbeiðni sem hnykkir á og undirstrikar inntak og áherslur sýningarinnar.

Blaðamaður artzine þakkar fyrir spjallið. Við og minnum á að lokahóf sýningarinnar er 7. október og hvetjum alla til að mæta.

Sólveig Eir Stewart

Variations by Dodda Maggý at BERG Contemporary

Variations by Dodda Maggý at BERG Contemporary

Variations by Dodda Maggý at BERG Contemporary

Dodda Maggý’s exhibition Variations is on view at BERG Contemporary from August 18th to October 21st. The artist was recently awarded the ARoS – Aarhus Art Museum’s Young Talent Award. Using sound and music as departure points, the artist further compounds their intertwining by using rhythm and narrative to engage the senses. Her animated symmetrical compositions explore the experimental possibilities of translating sound into visual form with a technical mastery of the formalities of harmonics and how these form the basic formations of the universe. With a dynamic interplay between the parts and the whole in the image, the patterns appear as though in perpetual evolution, like a kaleidoscope. In an in-depth interview, the artist explains her complex working methods as we walked amongst her work.

Erin: Can you tell me about this piece (DeCore (etude))?

Dodda: So this is an ongoing series called DeCore that started in 2008. When it started as a video I was working with methods of applying field recordings and sounds to video. I basically went around with my video camera and filmed flowering plants and trees and then started to manipulate that material to create new organic forms. The first version, which was called DeCore (aurae), took me three years to figure out the right form. I was thinking a lot about visual music as well as synesthesia, the state of having your senses crossed that causes people to see music or experience forms as colors. I was applying these methods and sounds to video and also thinking about how to represent music. DeCore was then installed as a large silent installation, followed by another version, and now I’m showing two of the newest versions here, DeCore (etude), and DeCore (loom). It’s the same source material of trees and flowering plants, actually.

I’m continuing to resample in this exhibition. However, I’m not re-sampling the works themselves but going back into the source material and making new manipulations- almost a remix of the original recordings. With this piece, I actually wanted to take the source material and create print stills. It’s another thing to really create the image rather than take a still, so I created the video in order to take the still image.

There is a lot of crossing of mediums in the show. I wanted to create a technique in order to create prints as this is my first show exhibiting prints. Usually, I’m only working with video, music, and sounds so I had to create a technique that I could relate to in order to create still images. When you’re used to working with time-based art, which is always moving, you have to recalibrate how to translate this movement into a still image.

Erin: It’s going from 3D to 2D, so of course, it’s a huge recalibration.

Dodda: You have to think about it differently. So this is like the DeCore series but evolved. I’m still thinking about music here and I think music is still the understory of everything I do. I start with music before visual arts.

Erin: You studied both right visual art and composition, right?

Dodda: I studied both. Before I went to university I felt like I had to make a decision between going further into music or visual art and I chose visual art because I felt there was space for both. Later, I finished studies in composition as well. I think as a visual artist, I really connected with video and this time-based medium because I understand it as it relates to music.

Erin: It’s as though your process of making videos is an image of harmonics itself, so your work is both in the medium and the resulting image.

Dodda: That’s my aim, but we can debate whether it comes forth. In this piece with these small sorts of flowers, each flower is made out of many recordings of flowers, so there are many details combined. In just one little flower there are multiple processes happening at once. I like the size of it because you can see the details.

Erin: You’re making your own language, it seems, by working with each note in itself and making them work together to become its own vocabulary. What programs are you using?

Dodda: I use a lot of programs of all kinds and am mixing all of them. It’s my own method of layering that I developed with many variations.

Erin: The last exhibition here at BERG was of Steina and Woody Vasulka, the video art pioneers. They were some of the first to make tools that would manipulate audio into visual and vice versa.

Dodda: There is definitely this link. Steina actually was also trained as a violinist first. Having a background in music seems to be the case with a lot of video artists, especially in Iceland.

Erin: Narrative and rhythm seem to be two intertwining themes in the exhibition, each carrying the other forward.

Dodda: That is definitely the case with the videos, especially this one that I’m making to create prints from. I’m making the videos with this musical application and thinking about proportions. Just like with different chord combinations and sounds that make major and minor chords, we also have these proportions visually which create tension or harmony in the image so there is also geometry involved. I’m applying a set of movements to this, as well as colors obviously. This is much more monotone, I would say, but maybe baroque monotone. The first DeCore had each frame changing and was more chaotic but this is more still. It holds the shape but it still changes in color. This looks a lot like rhythms, almost like beats.

Erin: I was reading another an early article about your work about how your work engages the viewer visually but the rhythm engages your body, so it somehow traps you between these two states of being when you’re watching it. Perhaps this was more the DeCore installation when the viewer could be part of the projection and be very physical, but I think it still has a very mesmerizing effect on both body and mind.

Dodda: I’m very interested in these sensorial effects. My earlier work was more portraying these different states while now I’m more interested in creating this effect for the viewer. I know I can never estimate how the effect will be on the viewer, but I can stimulate some senses, definitely.

Erin: Where does the name DeCore come from?

Dodda: DeCore comes from something on the verge of being decorative, which is a total taboo. When I starting working on DeCore in 2008, to do something decorative or visually appealing was almost like porn. So I’m playing with crossing that line and questioning if it being visually appealing makes it less interesting. I’m playing with these aesthetics about how the proportions and harmonies bring affects. It’s also on a fine line to do something flowery so there is also a play on that. There is so much information in each frame, really, so I’m just pumping information out.

    

Erin: Isn’t it like that with music? Why is music allowed to be harmonious but not visual art?

Dodda: It goes in circles. After the Second World War, Romantic music was just not allowed. So, really serious, atonal music came into fashion because this Romantic music was connected to nationalism and it was totally out. It really just goes in circles depending on what is accepted at the time, beautiful music or atonal music. I think there’s been a shift in the last ten years, although it’s almost hard to say this out loud. I feel a shift from a focus on very theoretical to a slightly more Romantic, or more spiritual aesthetic. I think the themes I have been flirting with are actually being more accepted whereas before they were a little bit ‘outsider’.

Erin: I think it is definitely a noticeable shift.

Dodda: I don’t know if it is a trend, but it is definitely more accepted. Even before, to talk about energy, was a bit out there. It wasn’t really what my teachers were going for when I was in school, either. I can’t generalize it but I can definitely feel a shift in the atmosphere of what is going on and what is accepted.

Erin: The new age needs a new age, it seems. Is all of the work in the exhibition a variation of DeCore?

Dodda: No, there are three variations. We have three main pieces: DeCore, C Series, and Étude. Moving from DeCore to C Series, I am really continuing to investigate this relationship between the visual and the aural. I was interested in making a technique of composing using video and music but here I am much more in composition mode. I’m studying the flute as an instrument. I picked fifteen notes to work with and composed them in this one composition that is part of the exhibition, a nearly 18-minute long piece.

I made these video forms, a circular form with different proportions, for each of the 15 musical notes. Then, I connected each note to this form and I created a video animation with the music corresponding to what is happening in the video. With each composition, I pair a note to a form, which creates the musical composition. Later, I decided to remove the video and compose on the base of sound. I have one video from this process, but I’m only going to show the notes. When I was making the composition, I made another video from the same source material which became Coil, a part of C Series.

C Series is the focal point for the composition and so the accompaniment for the music, but then in the working process, I realized I didn’t need it. I’m just showing the music, like a work in progress, that shows how I composed this piece. If we go into the purely musical side of it, it appears as though I’m working in music. However, I’m not that interested in just composing. I’m interested in detuning.

We have this modern way of tuning instruments at 440 hertz. All instruments are tuned after that, but there is an older tuning at 432 hertz. When we tune after that the harmonics are a little more balanced. There are a lot of different theories about why we changed it, mostly conspiracy theories, but no one is really sure. So the tuning today is a little bit harder. You can see in visuals of chords how the frequencies make different forms.

I was thinking about how interesting this conflict is and wanted to start to detune my notes. I’m working from the range of 440 down to 432 up to 448 hertz so my instrument is mistuned. What happens when you have these fine misattunements is you get these frequencies that meet and give off all these vibrations, overtones, and new frequencies that erupt. Even if it is fifty notes, and three octaves, they are all in a different tuning and when they meet they create this friction. I also took the notes I created and manipulated into each of these movable forms. I changed the speed of the vibration, so it was shaped by how quickly the note reverberated.

As you can see, I’m really going into the material and treating musical notes as material. Each note is carefully created and then manipulated. Afterwards, I layer them and compose them together. You can hear this piece on the record and you can also see these two projections in these two projections on the wall. They are still part of the piece and part of them will be in the daylight, so they kind of disappear into the light in a mystical way.

Erin: Can you explain this visual (the animated projection in C Series) a bit and how it correlates to your vertical investigations?

Dodda: So the music is a vertical investigation and that’s the translation from lyrical film where I’ve been working in video with this vertical investigation with video that I’ve been applying to music as well. This piece is the one I made after the composition was finished and is actually a result from starting DeCore and investigating proportions, going into geometry, and alchemist’s graphs. This is actually created from an alchemist’s graph and shows an Egyptian energy key. I don’t make my work after other images, though, I have three works where I’m working with alchemists’ graphs. Usually, I never use outside material but I was just interested in these geometric images that have this visual energy to them. There is some message being told and I’m not exactly interested in finding out what it is supposed to tell me but I’m interested in the energy of them. That is why I wanted to assimilate it into my own process.

Erin: The name of it even, ‘alchemist’s graph’, sounds like a parallel investigation to the work you’re doing. What an alchemist does is tries to transmute gold out of these chemical elements.

Dodda: But it’s all symbolic in the end. When they’re talking about gold they’re actually trying to find spiritual gold. It’s spiritual, not material. Alchemist’s search for gold was sacred knowledge.

Erin: Even that transition between material and spiritual knowledge and matter is like a parallel investigation to what you’re doing.

Dodda: Especially in this one because I’m working with the base material in C Series which is actually these 3D computer generated spheres. I basically took snapshots of 3d images and took them through a very 2d way of working, almost to this old school level of animation. So I’m working with this artificial form to create this alchemist’s key. To me, it feels like energy plugged into this loop. It also reminds me of the music symbol where you have an F key or G key and you ascribe a key to your composition.

I’m also breaking a lot of musicology rules here by playing with terminology and using it inaccurately on purpose. The tradition is such a long one and can be quite fixed, so it is perhaps good to playfully skew it a little. I also did this with Études by really playing with the terminology. We’ll be releasing a record on the opening, a limited edition vinyl of 30 editions that will also be on Spotify. I’ve been working with music for such a long time and it has been such a nice experience, materializing these prints, so releasing the prints and materials and music as materials is quite exciting.

Erin: You’re working in such an immaterial realm, so I can imagine it is exciting to have such a material outcome in an exhibition.

Dodda: It’s a new development in my work for sure. Here are the different forms of the notes for C Series, screened as just a small projection in the exhibition. I find the musical compositions much more interesting than the visuals actually. The original animation I made doesn’t add anything to the composition so when I’m working with video and music together there always has to be a purpose. If there is no reason I usually take it out as I would rather have silent videos or stand alone sound pieces. You can see this is just how a material note might materialize. I’m just opening up ideas of what music might be. This almost could be presented as a sound piece as I’m working with sound ideas even though it is silent.

Erin: This is a similar shape to the Mandelbrot set, a fractal named after the mathematician. Anytime you zoom in or out into one specific part you come out eventually into the same shape for infinity.

Dodda: You can find it in nature and in the cosmos. The environment is just the basic building block of everything around this fractal relationship. Even in these snapshots of planets of stars, it’s always fractals. Even the path Venus moves around the sun is a fractal. It makes one wonder how everything is connected to these forms.

Erin: You can look at your work very formally. You don’t have to go there, but it’s laid out for you if you want to, however you can also just recognize the mathematical and musical harmony in the formalities.

Dodda: If people are interested in certain subject matters they pick it up or they don’t. There are different perspectives of looking at my work- very formal, very sensorial, and sometimes working with more mystical ideas. I’m always questioning and never offering answers.

Erin: You’re still very technical in your mystical notions, which is a beautiful combination.

Dodda: The last part of the exhibition is called Étude for which the basic building blocks are these Opal forms. There are different investigations into visual music which started in the 1910s and 20s by visual artists trying to find ways of composing music visually. It’s hard to define as a genre because it crosses all these styles between animation and structural film, but the umbrella term is ‘visual music’ which began in Europe and was developed later in California. One experimental filmmaker, in particular, was intriguing for me, John Whitney. He regarded himself as a composer but his instrument was the camera. He spent his career trying to develop ways of translating visuals into music. So I was quite inspired by his technique and wanted to experiment with his technique to apply it to my own experimentation. So I’m not duplicating but I am interested in how he structures entities together in a visual. I think there is definitely a visual reference to his work in Étude. Étude pays a little bit of an homage to him in the name Étude, which is usually a musical composition that a skilled composer creates for his student to practice. I’m using it as an exercise for practicing visual music.

I want to make a visual music piece in this tradition and so I regard this as my practice piece in visual music with a certain methodology. I’m also making a wordplay between the use of “Opus” in music which stands for the “work number” and is written as Op. In Étude, Op. stands for the number of opal stones, so the first piece is actually 88 Op. I’m also examining the piano in particular by working with 88 stones which represent the 88 notes of the piano.

In the Étude series of prints, you can see the full 88 notes, as well as compositions with 22, 33, 44, 55, 66, and 77. So I’m making up these rules, imagining how to materialize chords into a visual. I created these seven structures that are in the composition and I these as my elements in the installation. So this is a very formal piece but the idea actually came from a dream. In the dream, somebody took me up to the cosmos into black space and showed me opals growing in the darkness. I was being told that they have energy and frequency. So I was quite intrigued by these stones mined from the earth that have a measurable frequency. So even if it was a dream, it is still quite formal, personal, yet very formal. I was also interested in working with the relationship between the visual and the sonic/aural/musical in this piece and exploring perceptual experiences involved in translating internal experiences into the external to represent different states of consciousness.

Erin: This cultural critic named Gene Youngblood wrote a book in the 70’s called Expanded Cinema about how all of these expansive techniques in film have been parallel with the expansion of consciousness.

Dodda: Compared to where video was in 2000, you had to have a video camera and know how to use it, but today it’s totally part of our daily life. It’s so interesting how video is the same material as our memory, like our current state of consciousness.

Erin Honecutt


More information about the artist:  www.doddamaggy.info

Ljósmyndir: Daníel Magnússon.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest