Sara Björg Bjarnadóttir – Mjúkberg / Soft Rock Assemblage

Sara Björg Bjarnadóttir – Mjúkberg / Soft Rock Assemblage

Sara Björg Bjarnadóttir – Mjúkberg / Soft Rock Assemblage

Sýningin Mjúkberg opnaði í Ekkisens þann 29. maí, þar sýndi Sara Björg Bjarnadóttir skúlptúra sem gerðir eru úr framtíðarbergtegund. Sara er fædd 1988, hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2015 og var þar á undan í fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Eftir útskrift flutti hún til Berlínar og dvaldi þar í starfsnámi hjá Markus Zimmermann, hún býr og starfar enn þar. Sara hefur sýnt bæði á Íslandi og erlendis. Mjúkberg er sjöunda einkasýning hennar en sú seinasta var í verkefnarýminu Babel í Berlín.

„Í minni list vil ég skoða samskipti milli líkamlegra hvata og rökhugsunar. Efni og form stýra líkamlegu ferli eins og fastur rammi utan um óhlutstæðan leik. Ég vinn í ýmsum miðlum og oft eru verkin bundin rýminu eða unnin sem könnun á ákveðnu formi eða efni. Ramminn leiðir mig áfram en það geta komið skarpar beygjur og þá, í gegnum spuna, finn ég jafnvægi milli þess að vera við stjórn og að sleppa.“

 

Samsetning Mjúkbergs:

Hálfstorknaðir skúlptúrar, myndbreyttir og mjúkir.

Umkristallaðar frumsteindir sem mynduðust í möttlinum.

Sýnistaka úr framtíðar sköpunarsögu jarðar.

Framtíðarbergtegundin Mjúkberg varð til í ferli þar sem efniviðurinn leiddi að kveikju á nýrri bergtegund. Sara hefur mikið verið að vinna með efnisheim svampsins. Í þessu tilviki vann hún með mjög kornóttan svamp sem fær þá eiginleika sökum þess að hann er endurunninn og ákvað hún að takmarka efnisnotkun sína við hann. Óregluleg form hans, afskorningar – leiddu hana áfram í efnisrannsóknini. Gólfið í rými

Ekkisens átti stóran þátt í því að móta verkin, nostalgísk minning hennar gagnvart þessari aðferð sem gólfið er málað með. Þessi aðferð við að ganga frá gólfum hefur heillað Söru frá því hún var ung. Gróf aðferð til að takast á við gróft undirlag, umhverfið er hrátt en þó frágengið.

„Þegar mér fannst ferlið vera að skýrast fór ég að tengja verkin við hina hefðbundnu skúlptúrgerð. Þar sem er verið að höggva stein eða nota marmara eða þvíumlíkt. Verkin fóru að verða fyrir mér einhverskonar sjónblekking – minnir á hart efni en er svo mjúkt. Ég fór að ímynda mér að ég væri að vinna eins og skúlptúristi af gamla skólanun nema ég væri í efnivið framtíðarinnar þar sem steinninn væri orðinn mjúkur.“

Í þessum leik skapaðist narratíva þar sem tveir andstæðuheimar fóru að spila saman. Hin klassíska skúlptúragerð – hinn harði heimur hins klassíska steinverks móti hinum mjúka svampi sem minntu Söru á post-módernismann, óhlutbundin form efniviðsins tengdu hana við módernismann.

„Ég ákvað að fara að kalla þetta soft rock – og þegar ég íslenskaði það varð þetta að þessu ákveðna fyrirbæri – Mjúkberg – við þýðinguna breyttist þessi efniviður í nýja bergtegund.“

Með tilkomu titilsins hófst rannsóknarvinna á hinum stórkornóttu bergtegundum sem báru svipaðan brag og Mjúkbergið. Þannig tvinnaðist saman hið ljóðræna og vísindalega í eitt sem byggt var á því að hægt væri að lesa í steintegundir. Hægt er að ímynda sér að þessar stórkornóttu bergtegundir hafi kristallast í ákveðnum aðstæðum, efnið mótast er kvikan verður til í hægum efnasamruna, djúpt ofan í jörðinni í nálægð við möttulinn. Margt sem verður eitt í aldagömlu bergi jarðar. Að lesa í steina gerir manni í raun kleift að rýna í fortíðarsögu sem gerist á gríðarlega löngu tímabili, tugir þúsundir ára af upplýsingum. Einnig getum við lesið í framtíðina – Mjúkbergið er hugsað sem framtíðarefni, ímynduð efnasamsetning fyrir það jarðlag sem við sem mannkyn gætum einn daginn skilið eftir okkur eftir allar þær landfyllingar sem eru að verða til. Afkomendur okkar gætu lesið í Mjúkbergið til þess að reyna að geta sér til um það hvað hefði verið áður. Þann efnisheim sem við lifum við núna.

Þessi kveikja samófst áhuga Söru á framtíðarvísindum og vísindaskáldskap. En sá hugmyndaheimur hefur haft áhrif á hennar listsköpun undandarin ár, þá helst á fagurfræðilegan máta. Einnig hefur hún verið að stíga inn í starf sem landvörður, því hefur jarðfræðisaga og umhverfismál staðið henni nærri upp á síðkastið.

„Án þess að vilja vera svartsýn – þá gæti maður samt gefið sér að þessi ofgnótt af framleiðslu sem mannkynið stendur að núna muni ófumflýjanlega skilja eftir sig spor og verða ritað í sögubækurnar. Spurning er bara hvernig það gerist og hvernig við munum aðlagast þeim breytingum sem munu verða. Við erum nú þegar búin að breyta heiminum og náttúru í svo miklum mæli að við getum ekki séð nákvæmlega fram í tímann hver áhrifin munu verða. Þetta verk gæti verið einhversskonar hugarleikur og vangavelta gagnvart því hvernig þessar breytingar gætu skapast og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.“

Innsetningin á skúlptúrunum í rými Ekkisens bætti við fleiri sögnum við sýninguna er hún var í uppsetningu. Geisladiskastandur, hillur og húsgögn fengu ný og sjálfstæð hlutverk. Rýmið er í heimahúsi og getur því minnt á stofustemmingu fremur en whitecube. Skúlptúrarnir stækkuðu er tilviljunin tók við – er sýningin var að taka á sig mynd fann Sara fútúrískan geisladiskastand í ABC nytjamarkaðinum um viku fyrir opnun. Innsetningin bætti miklu við skúlptúruna er þessir hlutir komu inn og mynduðu samtal við þá. Smíðaðar voru aukahillur í þessa fundnu hluti og þannig skapaðist meiri heild fyrir sýninguna.

„Mér fannst eins og það kæmi einhvers konar tímatenging inn í sýninguna með þessu – þar sem geisladiskastandurinn er svo úreltur og tilheyrir fortíðinni. Hönnun hans er framtíðarleg, form hans er því myndbirting af framtíðarsýn fortíðarinnar. Þessi framtíðarbergtegund Mjúkbergsins brenglar þetta tímatal þar sem fortíðin og framtíðin stendur saman í einu rými og núllar hvort annað út. Þannig verður tíminn abstrakt og ólínulaga.”

Svampurinn hefur áður orðið fyrir valinu í listrænni vinnu Söru Bjargar og hefur hún gaman af því að kanna margvíslegar víddir á einu efni. Efnin og formin leiða hana áfram í ólíkar áttir – núna leiddi ný vídd þessa efnisheims að jarðfræðisögunni. Það skapast alltaf einhver sjónræn tenging þegar maður vinnur sig áfram í ferlinu sama hvort maður sé meðvitaður um það eða ekki.

Fyrstu verkin sem hún vann úr þessum efniviði var svampgryfja en eftir það fóru þessir afskorningar og form þeirra að tala sterkt til hennar. Á þessu ári hefur myndlistin hjá Söru stjórnast mikið til af stærðartakmörkunum og nettari skúlptúrar því verið ráðandi. Þessar takmarkanir verða að leik í vinnu hennar þar sem ramminn þrengist og hún þarf að bregðast við stærð hans. Fyrr á árinu urðu til annarsskonar verk úr svampi sem voru sýnd í Durden&Ray gallerí, í Los Angeles við góðar undirtektir. Sá heimur er birtist úr svampinum var þó af allt örðu tagi er jónískar súlur og grikklandstengingar urðu til fyrir þá sýningu. Það er áhugavert að hugsa til þess hvernig hver efnisheimur getur tekið mann á ólíka staði en þau verk sem Sara Björg hefur gert úr svampi eru öll mjög ólík.

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

 


Photo credits: Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

Hulda Rós Guðnadóttir wins the 2019 Guðmunda S. Kristindóttir Award

Hulda Rós Guðnadóttir wins the 2019 Guðmunda S. Kristindóttir Award

Hulda Rós Guðnadóttir wins the 2019 Guðmunda S. Kristindóttir Award

In a seminar at the Academy of Fine Arts in Reykjavik, Hulda Rós Guðnadóttir explains in her terms that art creates questions for the audience, it does not provide answers for them. This is how most of Hulda Rós Guðnadóttir’s work meanders. A visual artist, with experience in film making and a cultural anthropology, Hulda Rós has been working with connecting her past memories and present experiences, exploring the social evolution of “Icelandicness”. Two exceptional artworks that Hulda Rós has made are The Cornershop or Kjötborg (2008), a film in collaboration with Helga Rakel Rafnsdóttir – that has been multi-awarded in Iceland and abroad – and her later work Keep Frozen (2016), which had an equally resounding mass appeal in festivals and was widely nominated on an international scale.

The Cornershop or Kjötborg is a film that every local enjoys: it shows life in Reykjavik as we remember it before the mass technological blast of production, before internet and the general globalisation of consumerism. Daily life, when people would still walk in a snowstorm in Vesturbær, in Reykjavik, to buy milk and two tomatoes, not three because the money was perhaps not enough. A time when the bill was not a printed digital number, but a hand-written paper of the local seller. When there was a strong feeling of neighbourhood and when the local stores or in Icelandic Sjoppan were meeting points. However, Hulda Rós’ approach is not judgemental.
Her work feels like an unexpected hug from an old school friend. It is something that we appreciate in its wholeness. Kjötborg doesn’t criticise the biggest stores or capitalism in a profound way. It does remind us though, all the small good things that we experience when interacting with smaller shops, a sincere góðan daginn instead of the fast automatic „beep“ in a supermarket that costs 346 ISK less, for instance. Kjötborg reminds us that a human being is a social being. That allows us to open a space in our head to think of how we can keep all the good in this developing society. Hulda’s work reports to the audience how things were in the past and how they are now, as entities that both exist in our memories. She explores these changes and the way we experience them, capturing and reanimating our memories, as in a parallel universe of what is today and what has remained from yesterday.

The Cornershop / Kjötborg (2008) poster.

In Keep Frozen (2016), Hulda Rós examines the contemporary dock workers by the port in Reykjavik. Docks are an architectural spot and emblem of Iceland, which is a fishing country. Everyone in Iceland at some point knew someone or had a family member working within the fishing industry. Or even further, they walked by the port to look at the sea and play. Many, there, found out how seagulls sound.
Today, though the scenery has been altered due to the development of tourism in the country, the docks have become a touristic destination where often new big hotels are built and dock workers have become latent in their own working space. Furthermore, one can say that docks have become a sort of safari location and the workers the object of observation, of what is need to be deposited in mind as Icelandic.
In Keep Frozen one can understand what is art as research and helps us come to the realisation that things are to be observed and researched. As a dock worker existed in our memory -perhaps of a grandpa we didn’t meet or the contemporary evolution of the viking that lives within the Icelandic vision- so they do exist today, in the same location with a changed socioeconomic perspective of the scene. They exist and still have a difficult job to execute, but are also performers for the eyes that look at them and coexist with them today.

Still from Keep Frozen (2016). The documentary Keep Frozen was very successful. It was nominated to dozen of international prizes during its film festival circulation that included A-level film festivals. Afterwards it was distributed in art house cinemas in Germany and in 2018 received an honor of becoming the content of Guðnadóttir´s first solo exhibition in a museum in Germany when it was shown as part of the 12 x 12 immersive screening program at Berlinische Galerie in Berlin.
See: http://www.huldarosgudnadottir.is/keepfrozendocumentary

Still from Material Puffin. HD, 00:06:28, 16:9 single-channel video loop, 2014. Original sound piece by Gudný Gudmundsdottir.
See: http://www.huldarosgudnadottir.is/materialpuffin

Hulda Rós does not only deserve the Guðmunda S. Kristinsdóttir Award as a female artist. She deserves it for her ability to grasp the anthropological evolution of this “Icelandicness” within a specific location of immense architectural and cultural exporting spot of Iceland. Hulda’s work takes us on a trip in Reykjavik, of what it was before and where we have come to be today, within the frame of social reforms and changes of the city through the years. Her work constitutes a thoughtful documentation of the Icelandic society’s evolution, the economy of Reykjavik and the still existing occupations such as the dock workers, which might serve as witness for the future generations. For the time being, húrra Hulda Rós for your work you gave us!

 

Rúrí Sigríðardóttir

 


Keep Frozen was completed with a very well designed book which can be found at: http://www.huldarosgudnadottir.is/keep-frozen-book

Those who would like to explore to extend Hulda’s researching work and up and coming projects please visit: http://www.6x6project.com/ and http://www.multis.is/

Photo Credits: Courtesy of the artist.
Cover Picture:  Tides team, artist Hulda Rós Guðnadóttir with her collaborators behind the winning proposal for art in public space at Reykjavik harbor in 2017. Link to the project: http://www.huldarosgudnadottir.is/tides-tidir. From left to right: Hildigunnur Sverrisdóttir architect, Hulda Rós Guðnadóttir artist and Gísli Pálsson archeologist. Photo Credit: Maria Runarsdottir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest