Marga Hildi háð – Stefnumót við sjálfsmynd samtímans.

Marga Hildi háð – Stefnumót við sjálfsmynd samtímans.

Marga Hildi háð – Stefnumót við sjálfsmynd samtímans.

Sýningin Marga Hildi háð opnaði nýlega í Gallerý Port en sýning þessi er eins konar stefnumót við sjálfsmynd samtímans, þar sem myndlistarkonan fæst við það að brjóta niður viðteknar hugmyndir á normatífum sjónarhornum kvenleikans. Svipt er hulunni af huldum heimum kvenpersónurnar, hún er óræð en í senn valdamikil, birtingarmynd þess sem mætti kalla hina femínisku grótesku. Lýst er ljósi á afkima hins innra lífs og sjónarhorn sem eru ekki gerð til nautnar feðraveldisins, heldur fremur til þess að birta og magna nýja vídd hinnar óbeisluðu konu.

Hildur Ása er fædd í Reykjavík og uppalin á Þórshöfn á Langanesi, hún fer svo til Akureyrar þar sem hún gengur í skóla. Þar klárar hún háskólagráðu í Nútímafræði (BA). Eftir það fer hún til Reykjavíkur og útskrifast frá Listaháskólanum 2016. Hildur hefur starfað sem myndlistarkona síðan. Hún hefur sýnt fjölmargar einkasýningar á þessu tímabili og starfar nú í Berlín þar sem hún hefur verið sl. 2 ár. Þar sinnir hún listinni í dag á vinnustofu sinni í Bethanien Kunstraum. Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir blaðamaður Artzine hitti Hildi og ræddi við hana um sýninguna.

Andrea: Hvernig myndiru lýsa hinum rauða þræði sem birtist í verkunum þínum?

Hildur: Ég er aðallega að fjalla um sjálfa mig. Þegar ég byrjaði að vinna með sjálfa mig fór ég strax að sýna einhverskonar gróteskar hliðar af mér, sem mér þóttu eftirsóknarverðar. Semsagt óvanaleg portrett eða sjónarhorn, augnablik í lífinu sem hafa vanalega ekki verið tekin fyrir í listasögunni. Þetta var til þess að fjalla um mitt eigið líf í fyrstu, en svo er ég fór að máta mig við stærri samhengi fór ég meðvitað að sjá hvernig þetta var einnig hluti af því að brjóta niður viðteknar hugmyndir innan listasögunnar. 

Listin fór að snúast um að brjóta niður hinn fullkomna Venus sem var skapaður af mönnum fyrir menn. Ég vildi brjóta niður hið karlæga sjónarhorn, birta hið óæskilega sem er í senn hið sammannlega sem gerist á bakvið tjöldin.

 

A: Hvernig finnst þér það birtast núna í Gallerí port? Þú byrjaðir að vinna þessa sýningu fyrir um tveimur árum, hvernig hefur ferlið verið?

H: Ég byrjaði að vinna þessa sýningu fyrir tveim árum, þá fyrir gamla rýmið þar sem þeir fengu nýtt húsnæði fyrir jól. Ég er alltaf að vinna með svona sjálfsævisögulega hluti, þess vegna er þetta mikið af því efni sem ég var að ganga í gegnum þá, svo frestaðist sýningin út af covid og ýmsu öðrum þáttum. Þannig þurfti ég að fara aftur inn í efnið sem er til staðar þarna. Á þessum tíma var ég að vinna mikið með vatnslitamyndir, ein af ástæðum þess var vegna þess að ég var á farandsfæti og ekki með vinnustofu, ég hafði verið að eiga við eitthvað óöryggi og minnimáttarkennd í olíumálverkinu. Svo í aðdraganda þessar sýningar fóru þessar vatnslitamyndir að færast inn í olíuna, þannig urðu til nokkur ný verk. 

A: Hvernig telurðu að hin líkamlega gróteska konunar birtist í þessari sýningu? Og hvaða sögulega samhengi sérðu hana í?

H: Ég er að vinna með hina kvenlægu grótesku á þessari sýningu, ýmsar táknmyndir fyrir hið innra líf. Mér finnst þetta líka oft vera um innri átök, sem birtast stundum í líkamlegum einkennum, eins og kvíða, þunglyndi og streitu. Svona neikvæðir þættir sem margir eru að eiga við, hvernig þeir hafa áhrif á okkur líkamlega sem og okkar innri sjálfsmynd.

Ég er að birta þessar tilfinningar með uppsprengdum myndunum af mér, þar sem ég er í teygðum skölum, ýmist liggjandi eða í eins konar pödduformi. Ég er að tjá hvernig mér leið, eða hvernig manni getur liðið þegar maður er búinn að upplifa ítrekað höfnun eftir að hafa leitast eftir viðurkenningu á röngum stöðum, á röngum forsendum, hjá röngu fólki.

Það verður algjör brotlending sjálfsins þegar maður í raun þyrfti fremur að finna viðurkenningu á sjálfum sér innra með sér, maður getur ekki varpað þeirri ábyrgð yfir á aðra. Þannig eru þessir líkamar á sýningunni týndir, agressífir, grátandi og tómir – til þess að tákna þá hina innri líðan. Þess vegnar eru þeir svona furðulegir, ég er að draga fram það sem er ekki æskilegt að sýna, ég er að birta angistina, áfallastreituna og tómið. Allt það sem er að gerast á bak við þessa grímu sem við berum í gegnum vikuna.

A: Myndir þú tala um þetta sem eina birtingu á sjálfsmyndum samtímans?

H: Þetta er þessi innri sjálfsmynd, hvernig okkur liður persónulega með okkur sjálf. Svo er hin sjálfsmyndin, sem við sviðsetjum fyrir aðra, hlutverkin sem við setjum okkur í. Mér finnst spennandi að taka þennan viðtekna prófíl í burtu og velta því fyrir mér hvað er handan hans. Hvernig líður okkur á bak við þennan prófíl? Hvernig lítur óveðrið út sem handan grímunnar sem við berum? Það er þetta að birta hið ósækilega. Ég er að fjalla um það sem er á bakvið tjöldin og á ekki að birtast. Það á að hemja það eða beisla.

Mér finnst gaman að nálgast myndlistina eins og aðrir semja tónlist. Það eru til ótrúlega hreinskilnir sorglegir ástar textar, eða um þunglyndi – ég hef svolítið öfundað tónlistarfólk að geta notað miðilinn þannig. Þess vegna leifi ég mér að vera svolítið dramatísk og fara beint í hlutina, það getur kannski verið svolítið banalt, en mér er alveg sama.

 

A: Hvernig sérðu það út frá hinu líkamlega?

H: Ég er að pota í þessar hugmyndir um það sem er eftirsóknarvert, líkamar eru allskonar og við erum öll í ólíkum líkömum sem eru allir þess virði að vera til. Ég hef farið meira undanfarið í að vinna með það að birta innra líf mannsins og gera það physískt. Áður fyrr var ég meira í líkamlegum fyrirmyndum þar sem ég var að eiga við brotna líkamsímynd.

Í fyrstu var ég í raun að gera grín að sjálfri mér en svo snéri ég því yfir í eitthvað sem varð valdeflandi. Með því að sýna líkaman á annan hátt, mér fannst ég ekki vera nógu ásættanleg kannski af því ég var aldrei sjálf búin að sjá þessar hliðar á mér þar sem þessar birtingarmyndir höfðu verið manni huldar af ytri áhrifum.

Svo fór ég svolítið að ofsýna, stækka upp og málaði með olíu – sem er stórt sögulegt samhengi. Ég tróð mér inn á þann vettvang með myndunum mínum. Með þessu sjónarhorni og myndum var ég svolítið að fokka upp í feðraveldinu á einhvern hátt. Í þessu ferli öðlaðist ég skilning á því hvernig heimurinn sem birtist okkur heldur frá okkur ákveðnum sjónarhornum og birtingarmyndum af fólki sem passa ekki inn í þennan litla ramma. Þá fer mér að líða eins og ég geti ekki tilheyrt. Ég vildi pota í þennan litla ramma og teygja hann til. Ég nota sjálfa mig sem fyrirmynd og finn mikið frelsi í því, þá get ég gengið eins langt yfir mín eigin mörk og ég vil. Af því ég er minn eigin efniviður og hugmyndasmiður.

A: Hvernig sérðu feðraveldið í listasögulegu samhengi og hvenrig finnst þér verkin þín þenja út mörkin á birtingarmyndum konunnar?

H: Persónulega skynja ég það fyrst sem ung kona, þar sem sjálfsmynd hennar mótaðist svo mikið af myndum í tímaritum og myndböndum. Ég hélt að ég þyrfti að vera með eins maga og Britney Spears, jafn grönn og Christina Aguilera. Ef ég væri það ekki þá væri ég bara að tapa í lífinu, þetta veganesti hefur stundum komið aftan að mér, jafnvel enn í dag er ég að minna mig á það að þetta er ekki rétt. Þó ég hafi gert myndlist gegn þessu í tíu ár.

Ég hef verið með líkamsímyndar hugsana röskun. Þá veltir maður fyrir sér hvaða strúktúrar stjórna þessum hugsunum. Svo þegar ég verð eldri fer ég að læra um femínisma og kapítalisma, sem og feðraveldið. Þá hugsaði ég að maður myndi náttúrulega vilja rústa þessu kerfi. Eftirá skilur maður hvaða þættir eru að verki. Þetta er svörun og í senn vilji til þess að búa til rými fyrir sjálfa sig. Eins og það að womanspreada*. Þar sem valdið er tekið til konunnar í stað þess að hún sé uppstillt til þess að fullnægja karlmanni.

Þetta mótíf er tabú enn þann dag í dag. Margir eiga erfitt með þessa birtingarmynd í konunni því við kunnum ekki ennþá að staðsetja það. Það er svo viðtekið að konan birtist okkur til þess að gleðja augað og vera tiltæk. En ekki einhvað sem er gagnstætt því. Það koma margir inn á sýninguna hjá mér og verða vandræðalegir í kringum verkin, þeir vita ekki hvað þeim á að finnast um það sem birtist þeim. 

*Gagnstætt því að manspreada, vitnun í verk Hildar á sýningu hennar “Sjálfsmynd.” Origin of the World (L’Origine du monde), eftir Gustave Courbet, var af ein af fyrirmyndum verksins.

Konan er ekki til þess að fullnægja neinum, heldur er hún þarna á sínum eigin forsendum. Um leið og konan verður óræð hefur hún orðið hættuleg í gegnum söguna, eins og með nornabrennurnar. Þetta er ennþá svo djúpstætt í sögunni, við þurfum að halda áfram að vera herská til þess að breyta þessum úreltu hugmyndum um kvennbirtingu í okkar samfélagi.

 

A: Hvernig vinnurðu vatnslitamyndirnar á sýningunni þinni?

H: Þær voru unnar í algjöru flæði, þar er meira unnið með þessa óræðni. Þessar vatnslitamyndir eru hálfgert lotterí, ég teikna með vatni á pappírinn fyrst og svo set ég pigmentið á þegar útlínurnar eru enn þá blautar. Svo þornar þetta bara einhvern veginn og oft verða til skrítnar verur í þessu ferli, stundum vel ég vissar fígúrur og geri þær aftur. Samt eru þær allar með ólík skilaboð út frá því hvernig pigmentið brotnar eða leggst á blaðið. Þetta getur verið sama viðfangsefnið, en samt er önnur þeirra kannski týnd og brothætt á meðan hin er alveg brjáluð.

Stundum fæ ég aldrei aftur það sem ég myndi vilja að kæmi, sumir af líkömunum lifa algjörlega sínu eigin lífi. Ég fékk smá svona málarakrísu á tímabili því mér fannst ég vera að stjórna of mikið því sem ég var að gera. Mig vantaði smá svona kreisí factor til þess að brjóta ferlið upp. Þannig fór ég í þennan miðil sem varð svo aftur eins konar brú fyrir mig inn í olíumálverkið.

Ég tók þessi mótíf inn í olíuna, það er allt öðruvísi stjórn í þessum tveim miðlum. Vatnsliturinn hjálpaði mér að komast út úr fullkomnunaráráttunni og stjórnseminni sem ég var eiga við á þeim tíma í listinni. Sem dæmi má nefna Miss Womanspread, hún er fígúra sem ég var farin að gera nokkrum sinnum með vatnslitunum sem er einhver týnd týpa með langan háls sem horfir á heiminn á hvolfi. Svo varð hún bara eitthvað allt annað þegar hún fór inn í olíuna.

A: Hvað er framundan?

H: Ég verð með aðra einkasýningu í Berlín í lok apríl þar sem ég er að gera allt öðruvísi verk, í Hošek Contemporary. Þar verður sami sýningarstjóri og vann með mér núna í Gallerí Port, Linda Toivio. Það er hálfgert framhald af þessari sýningu. Stelpan á þessari sýningu er ótrúlega týnd og er að leita viðurkenningar á öllum röngu stöðunum. Á næstu sýningu er ég að fjalla meira um það hvernig er að vaxa. Ég er að birta þetta ferli þar sem hún kemur sér undan þeim hlekkjum sem hún var bundin í. Það er unnið í vídjóverki og skúlptúrum. Svo er önnur lítil einkasýning í Berlín í sumar. Vonandi tekur við að því loknu bara afslöppun og ferð suður á bóginn. 

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir


Mynd af Hildi: Helga Laufey Ásgeirsdóttir, ljósmyndir af sýningu: Antje Taiga Jandrig.

 

D44 Claire Paugam: Attempting the Embrace n°31 – processing the unknown

D44 Claire Paugam: Attempting the Embrace n°31 – processing the unknown

D44 Claire Paugam: Attempting the Embrace n°31 – processing the unknown

Claire Paugam is the 44’th artist to exhibit in Reykjavík Art Museum’s series, happening in the D-gallery. An ongoing program that has been going on since 2007, it holds the focus of inviting emerging artists, who are considered to be an important impact on the Icelandic art scene, to develop a project within the walls of room D.

Claire Paugam is a multidisciplinary French artist (b. 1991) based in Reykjavík. After graduating from the Iceland University of the Arts’ MFA program in 2016, Claire has exhibited in various art institutions in Iceland and abroad such as the 5th Biennale for Young Art (Moscow, 2016) and the Icelandic Photography Festival at Gerðarsafn Art Museum (2018). While primarily focusing on her own art practice, she forms an artist duo with new media artist Raphaël Alexandre, together they create installations and stage designs. The artist is also involved in curatorial projects such as Vestur í bláinn (2020) with Julius Pollux Rothlaender. She is the recipient of the Motivational Art Prize 2020 delivered by the Icelandic Art Prize and board member of The Living Art Museum.

Photo: Claire Paugam

The following interview is taken in Claire’s studio on Seljavegur, by her working desk, facing the ocean.

A: Where does the sound come from, that plays in the background of the installation?

C:The sound is not fixed with the light, it is independent. A natural sound that is recorded and then distorted. I do not wish to reveal what it is, rather I choose to play with the idea that the sound is unidentified. So I keep it a secret, even the curator doesn’t know where the recording comes from. This is one of the elements I work with, to let the viewer free to interpret many things. I let specific elements be hidden to hold on to this possibility of having everything open for the viewer to interpret. There’s a tendency now in the art world that the viewer is provided with so much information, scientific backup and various texts by philosophers that are interwoven within the exhibitions. In this installation, I choose to play with the unknown within it instead of letting the exhibition be loaded with too much content. The senses are what is utilized at its utmost rather than to have the purpose of an intellectual approach.

A: What was the build up towards this piece and how has it developed?

C: I applied to the open call with sketches, the core idea in Attempting the Embrace n°31 remained throughout the process. The application was about being in tune with the world and what that means, are
we as humans meant to dominate the landscape? Or are we meant to just be a part of it, to be absorbed by it almost? The thing is that our world is constantly changing, activated by scattered forces all around. Life is based on uncertainty and entropy. With this installation, I wanted to question our position within the landscape as humans, but also express that everything is ever-changing in many unpredictable ways.

The title is similar to many art pieces of mine, it is kind of a series of works and they are all called Attempting the embrace, with a number following. This is the 31st, in the latest outcome of the series. First, it was a lot about connecting the outside and the inside of the body. Then about visual analogy, to think of minerals and organics being alike. Visual analogy is connecting images with meaning. Asking questions like, what is alive and what is not alive? Are stones dead? What about minerals? Are they alive? In this project, I am researching the landscape as a whole and our relationship with it.

In this context, it’s interesting to think about a specific painting by Caspar David Friedrich, Wanderer above the Sea of Fog, 1818. It’s so majestic and beautiful. There are different interpretations of this painting. To me it’s a man who went very far to see this beautiful landscape which is yet dangerous, he’s on a rock and he could fall. He’s high up, it’s windy and the sea is violent and sublime, but yet this feeling is portrayed within the work that the man is dominating the landscape and that he is above it. This is quite a common point of view in our western culture. That we dominate our environment and that it has to be tamed and utilized almost to please us. In Iceland and some other volcanic territories, we know very well that the landscape is stronger than us. The earth is living and expanding in various ways, some that we don’t have any control over.

The viewer is positioned in front of a great landscape, which could be anywhere. The viewer is then free to project themselves into the landscape. The bench is an invitation to sit and contemplate. I chose this specific photograph because it could be anywhere in the world, apart from Iceland. Within the installation you are faced with the grand landscape, the image leaning on the wall, so it is obvious it’s not real. Rather it is an object. Then the substance surrounds it, an undefined substance, which expresses this feeling that we don’t know how the landscape will evolve. This slimy looking texture is on the floor. It looks very much like the inside of a body. 

Photo: Claire Paugam

The unknown substance surrounding the image is crawling towards the viewer, when you bend over it, it becomes a little landscape. Here, body and landscape become very close beings to me. The sculpture is coming from behind the photograph, it is in my opinion the force that pushes the photograph off the wall and tilts it. When I look at the sculpture, I don’t see a specific object. I wanted it to be completely shapeless, to escape any direct reference. It had to look slimy, as if touching it you would change its shape. It is the disruptive element of the installation.

The light is constantly changing in the room. When the light changes, it indicates that time passes by; you could also imagine that a cloud is hiding the sun. The colours change and this movement gives life to the piece.

The cloud passes and you get the sun again, I wanted to create all these little changes to create this organic feeling within the installation. Sometimes the lights start to flicker fast which is not something that happens with the sun. It is to let the viewer know that it’s an artificial surrounding. To create this question within the experience if it’s a malfunction or not, to play with the natural and the odd. The lights and the sculpture are some kind of a disturbance, something that maybe wasn’t supposed to be there.

Perhaps that’s why in the miniature, the sculpture takes over most of the space, to the point of overflowing. Because it has this strong urge to exist. Maybe to show how the landscape does take over and that it actually is the one that is dominating us.

Photo: Vigfús Birgisson

A: What were you hoping for the viewers to experience within the installation?

C: The bench is there to invite the viewers to sit on it, to resemble the experience of going to a park or a specific viewpoint. To create this impression of being at a scenery. It’s an invitation to stop and enjoy what’s in front of you in a contemplative state. Also, to hopefully help the viewers to be visually immersed in the image. When you sit you don’t have the same relationship with what you are looking at, it’s a different experience from standing in a museum – of course, you can still stay and contemplate but you somehow are reminded that you are a visitor.

When you are sitting in front of this massive image, I am hoping you forget that you are in a museum. My wish is that you can feel fully immersed in the art piece. In this state, as the viewer, you are probably more open to noticing how the light changes, to experience the various effects within the installation as you slow down. Maybe the lights will change, and the sound will come on – in that position you are most likely in a better state to experience what was meant to be experienced. I think a lot about how the viewer approaches
the installation. In this installation, the viewer is free to sit on the floor, stand still, walk around and/or sit on the bench.

To enter the space, you have to go through white curtains, they lead you to a white space, a breathing point. This in-between space is also the way out. It is to enhance the feeling of how this installation is a world of its own, with its own rules and laws, unlike the rest of the museum. That’s why you must go through the in-between space to shift to another reality. It can create the effect of being in a strange dreamlike place.

Photo: Claire Paugam

A: Can you explain the strange and unknown within your practice, to elaborate further on how it is connected to your new installation and threads of thinking?

C: It comes from a fascination for the insides of our bodies, as they are out of reach. Entering our bodies to see how we are inside goes against our primary instinct of self-preservation. A landscape that lives in darkness and lives by its own rules. We don’t decide at what rate our heart is beating, we are living in symbiosis but yet it’s an unattainable force living by its own rules. I love to think about the textures of our bodies as they currently are, trapped in darkness, to wonder how it would be to become a small explorer to go within and enter these worlds. Also I wonder how this resembles the insides of the earth or some other specific kinds of landscapes, which we can relate this to.
For me, this is a part of the unknown, to think and dream about these different realms. Thinking about the inside and the outside of something, how one inside can be the outside of something else. Just depends on how you position yourself within these ideas. It is also interesting to connect these ideas with the possibilities of extraterrestrial life and such potentials. That is often the narration within sci-fi as well, to ponder this question of what is outside of us. There’s a play of proportions as there is always something that is beyond us, no matter how much we study our environment.

This is very much related to my fascination with the landscape of my own body, the landscape of my environment that is so big and huge, and then all this potential landscape that is outside of earth. Again, always thinking about the inside and outside of something. Nothing of what we know is set in stone, it’s all bound to have its own rhythm and change. Also as our definitions are constantly being reformed, like what we define life as. The way we define our environment is a fluctuating concept. There’s a lot of unknown still within what we know.
I also work a lot with the idea of shapelessness, so a shape that has no shape. That’s a very paradoxical word since everything has a shape. But yet there are some concepts and forms that we consider as a society to be shapeless, like a spit, or a cloud, or our intestines. This concept for me is a door to open, to get into the unknown. Some objects are hard for our brains to fully grasp. Like the concept of a balloon is really easy to understand, but others require something a lot different. Because it’s mysterious and unclear the structures of these things. They are certain attempts to express the unknown. I have been so deeply obsessed with these ideas, like how to create certain textures and such. It is quite hard to put these things and feelings into words since it’s so much about visual and sensory experiencing.

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir


Featured image, photo by: Hildur Inga Björnsdóttir

Portraits of Pleasure – kyrralífsverk samtímans

Portraits of Pleasure – kyrralífsverk samtímans

Portraits of Pleasure – kyrralífsverk samtímans

Portraits of Pleasure er dionísk sýning Sindra Sparkle Freys sem birtist sem ákall til nándar eftir mánuði af sundrun og einangrun mannsins. Myndir Sindra eru opinberun á hinum innri þrám og nautnum. Það sem er yfirleitt hulið innan veggja einkalífsins, í skápum, kistum og skúffum er opinberað og birt á sýningarveggjum Gallerí Þulu á haustmánuðum þessa árs. Verk háns streyma sem ferskur andvari er litast af berskjöldun mannsins og fagurblæ raunsæis hið innra. Fjallað er um kynverund á einlægan hátt er stuðlar að kyntjáningu á hinseginleika innan íslensku listasenunar.

Sindri er með listmálaragráðu og fornám úr Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þessa dagana er hán í BA námi í grafískri hönnun, innan veggja LHÍ. Hán vinnur einna helst með þau áhrif sem hán verður fyrir í menningarumhverfi sínu, ásamt sögum, fantasíum og kynhneigð. Sögur eru í grunninn það sem gerir okkur að manneskjum. Hán byrjaði að fjalla um kynferði snemma á listferli sínum, kveikjan varð í aðdraganda verks sem hán var að vinna að í skólanum sem snéri að sjálfsmyndinni. Í ferlinu varð hán pirrað á því að reyna áorka lendingu á einhverskonar afurð. Í flýti heftaði hán gardínu á viðarplötu, grunnaði hana og málaði svo sjálfsmynd af sjálfu sér bundnu útfrá ljósmynd. Í þessum erfiðleikum á því að skila af sér verkinu varð kveikjan til – á þeim tíma var hán komið alla leið út úr skápnum og gerði sér grein fyrir því hvernig þetta mótíf gæti verið sem kjörið leiðarstef í listsköpun sinni þar sem ekki margir eru að fjalla um þetta innan myndlistarsamfélagsins í dag. Þessar sjálfsmyndir héldu áfram að þróast í listsköpun háns. Þannig varð sameining þessarar rannsóknar um kynferðið og málverkið að drífandi afli í iðkun háns á sviði flatarins. Sem hluti af þeim áhrifaþáttum er urðu í aðdraganda sýningarinnar fór listamaðurinn til Hollands og varð þar ástfangin af kyrralífsverkinu.

Sársauki & unaður, Pain & pleasure. Olía á striga, 2021.

 „Þar kristallaðist vakning fyrir ástríðu minni gagnvart kyrralífsverkinu og varð það mér hugleikið sem samtal við samtímann í dag.”

Þar myndaðist einskonar samhljómur við hánið sjálft. Kyrralífsverkin voru oftast máluð af lágstéttafólki og konum. Samkvæmt boðum Meidici fjölskyldunnar voru þau verk höfð neðst í upphengi og sýndu lesti hins mannlega. Þessi verk endurspegluðu hina mannlegu nautn sem var ekki talin til dyggða. Svo tók við sýn vanitas verkana þar sem dauðinn litar verkin með meðal annars með hauskúpum og þar er áminningin sú að samfélagið ætti að auðga sínar andlegu auðlindir fremur en hinar veraldlegu. Í dag eru kyrralífsverkin fremur séð sem fínt punt inn á heimilum, á sama tíma eru kynlífsleikföngin í þessari neðstu röðun fyrirbæra innan samfélagsins. Holdgervingar nautna sem helst á að fela. Hán byrjaði að lesa um kynfræði snemma á kynþroskaskeiði sínu, skoðaði heim blætis með rannsakandi augum og forvitni. Það er vakandi drifkraftur innra með Sindra sem vill frelsa líkamann undan skömm þeirri sem hefur litað nautnina.

„Ég hélt lengi að kyrralífsverkin væru einskonar memento mori – mundu að þú munt einn daginn deyja, þannig þú þarft að gera lífið þitt gott.”

Fantasía og sögur. Aldrei numið staðar / Fantasy and Stories. Never in One Place Long. 2021

Þó liggur þetta mun dýpra þegar maður skoðar listasöguna. Í nálgun sinni á sögn kyrralífsmyndarinnar í samtímanum fór Sindri að hugsa um einskonar memento vivere (mundu að lifa). Að leyfa sér að njóta og lifa í nautnini, frelsa sig undan vissri skömm sem hefur verið alin upp í samfélaginu. Þaðan kemur hugmyndin um eftirlætissemi sem eitt af leiðarstefum sýningarinnar. Í grunninn voru kyrralífsverkin að miklu leiti til um nautnina – þó þau séu líka með aðra merkingu. Með því að sameina portrett myndina við kyrralífsverkin er endurspeglun mynduð af því kynferði sem vill sífellt fá meira rými á yfirborðinu í okkar samtíma. Listamaðurinn miðlar ólíkum persónum úr sínu umhverfi með því að festa kynlífsleikföng þeirra á flötinn. Þannig fangar hán endurspeglun á kynferði manneskjunnar, sem segir mikið um hið innra. Hlutirnir verða að portretti af því sem oftast er hulið. Kynferði þeirra er myndin og nöfn verkanna eru valin út frá því hvernig einstaklingurinn lýsir sínu eigin erosi.

Það tók tvö ár fyrir þessa málverkaseríu að mótast. Yfirleitt gef ég hugmyndum mínum góðan tíma til að verða, ég set yfirleitt ekki verkefnin af stað fyrr en ég er komin með nóg af efni til þess að þróa. Ég vill geta farið allar leið með þær. Sjálf serían var máluð á einu ári, ég vann fyrst að litlu myndinni (Sjálfsmynd #1) og byrjaði ekki á hinum myndunum fyrr en það upphafsstef var fullmótað.”

Það er fallegt að hugsa til þess hvernig þessir hlutir öðlast aukna merkingu í covid, þar sem þeir verða eins konar þjónar nándar okkar. Í samtölum við fyrirsæturnar um þeirra blæti talaði hán við nokkra gagnkynhneigða menn um hvaða dót þeir notuðu, þeir nefndu eiginlega allir hendi. Þannig varð til mynd af hendinni sem endurspeglun á því, aðrir nefndu ýmislegt annað. Manni þykir vænt um leikföngin sín, þau hafa tengingu við persónu manns, spegla hvern og einn. Snertingin á þessum hlutum hefur það mikið vægi að þau verða ekki notuð af öðrum en þér.

Þetta er covid sýning og undirstrikuðu þær aðstæður enn fremur áheyrslupunkt listamannsins á viðfangsefni sínu. Hán varð skipað í sóttkví í aðdraganda sýningarinnar, staðsett andspænis myndefni sínu og fengu þessir hlutir þá að miklu meira vægi án módelsins. Sindri var lokað inni heima hjá sér, í samtali við strigann og málaði kyrralífsmyndir af kynlífsleikföngum.

Einangrunarlosti, Private Escape. Olía á striga, 2021

„Þegar ég var að klæða mig upp fyrir sýninguna hugsaði ég með mér hvort ég ætti að vera í kjól. Er ég að fara selja verr ef ég verð í kjól? Ég endaði á því að vera ekki í kjól, ekki vegna þessarar spurningar endilega heldur fékk ég hugmynd um að vinna með blóm. Ég var með blóm í andlitinu, blómaskyrtu, í korseletti og málaði mig.”

Listamaðurinn kemur úr allt annarri átt en margir myndlistarmenn, hann er fjöllistamaður, nörd og hinsegin. Hann er að tala um bdsm í listsköpun sinni vegna þess að hann vill opna á samtal um þessa afkima samfélagsins. Það eru margir sem lifa huldu höfði innan þessa lífstíls, einstaklingar sem lifa í einskonar skáp. Þegar kemur að bdsm-hneigðu fólki er mjög frelsandi fyrir þá aðila að það sé einhver úti á almennum vettvangi að fjalla um þetta form af kyntjáningu. Það hefur slæm áhrif andlega á hinsegin aðila að geta ekki verið séðir fyrir það sem þeir eru. Það dregur vissan dilk á eftir sér að þurfa fela kynferði sitt í ótta um að geta misst vinnuna. Það eru til dæmi um það í íslensku samfélagi enn þann dag í dag. Það eru ákveðnar fraseringar frá vanillufólki (fólk sem stndar kynlíf án kynlífsleikfanga og hlutverkaleikja) sem eiga erfitt með þetta, þessar línur svipa mikið til þess hvernig fjallað var um samkynhneigða fyrir nokkrum árum. Eins og t.d. „ég vill ekkert vita um það sem þú gerir í rúminu.” En það er einmitt það sem Sindri vill opna á með sýningu sinni Portraits of pleasure – opið samtal um allskonar kynferði.

„Sýningin mín er til þess að geta fjallað um ákveðin fyrirbæri innan þessarar hneigðar. Maður sér barefli, ýmis blætismótíf, klæðnað, síðan er eitt dildo sem er xenomorph úr Aliens. Þannig miðla ég blætishneigð sem ég get get talað um – en það væri kannski annað ef manneskjan sjálf stæði þarna og væri að berskjalda sig.”

Sindri sótti um að vera hluti af samsýningu hjá galleríi á þessu ári, en honum var neitað. Sagt var að þetta væri flott hjá honum en að í næsta mánuði væru þau með hinsegin sýningu vegna Gay Pride og hvöttu hán til þess að sækja um að vera með á henni. Hán spyr sig hvers vegna það þurfi alltaf að vera sérstakar sýningar, sem regnhlífar fyrir jaðarhópa innan myndlistarsenunar á Íslandi.

„Ég er hinsegin listamaður en það er ekki það eina sem ég er – ég vill geta verið ég án þess að mín kynverund verði það eina sem ég er.”

Það sem lifir í glæðunum í framhaldi þessarar sýningar er bók sem verður gefin út með samantekt á þeirri hugmyndafræði og rannsókn sem átti sér stað í aðdraganda hennar en hún fjallar um kyrralífsverk og kynlífsleikföng. Það er heillandi fyrir Sindra að tvinna saman ólíka miðla og mun næsta sýning hans verða áframhaldandi umfjöllun um kyntjáningu einstaklingsins.

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir


Ljósmynd af Sindra Sparkle Frey: Ásdís Þula Þorláksdóttir. Myndir af verkum birtar með leyfi listamannsins.

Sara Björg Bjarnadóttir – Mjúkberg / Soft Rock Assemblage

Sara Björg Bjarnadóttir – Mjúkberg / Soft Rock Assemblage

Sara Björg Bjarnadóttir – Mjúkberg / Soft Rock Assemblage

Sýningin Mjúkberg opnaði í Ekkisens þann 29. maí, þar sýndi Sara Björg Bjarnadóttir skúlptúra sem gerðir eru úr framtíðarbergtegund. Sara er fædd 1988, hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2015 og var þar á undan í fornámi við Myndlistarskólann í Reykjavík. Eftir útskrift flutti hún til Berlínar og dvaldi þar í starfsnámi hjá Markus Zimmermann, hún býr og starfar enn þar. Sara hefur sýnt bæði á Íslandi og erlendis. Mjúkberg er sjöunda einkasýning hennar en sú seinasta var í verkefnarýminu Babel í Berlín.

„Í minni list vil ég skoða samskipti milli líkamlegra hvata og rökhugsunar. Efni og form stýra líkamlegu ferli eins og fastur rammi utan um óhlutstæðan leik. Ég vinn í ýmsum miðlum og oft eru verkin bundin rýminu eða unnin sem könnun á ákveðnu formi eða efni. Ramminn leiðir mig áfram en það geta komið skarpar beygjur og þá, í gegnum spuna, finn ég jafnvægi milli þess að vera við stjórn og að sleppa.“

 

Samsetning Mjúkbergs:

Hálfstorknaðir skúlptúrar, myndbreyttir og mjúkir.

Umkristallaðar frumsteindir sem mynduðust í möttlinum.

Sýnistaka úr framtíðar sköpunarsögu jarðar.

Framtíðarbergtegundin Mjúkberg varð til í ferli þar sem efniviðurinn leiddi að kveikju á nýrri bergtegund. Sara hefur mikið verið að vinna með efnisheim svampsins. Í þessu tilviki vann hún með mjög kornóttan svamp sem fær þá eiginleika sökum þess að hann er endurunninn og ákvað hún að takmarka efnisnotkun sína við hann. Óregluleg form hans, afskorningar – leiddu hana áfram í efnisrannsóknini. Gólfið í rými

Ekkisens átti stóran þátt í því að móta verkin, nostalgísk minning hennar gagnvart þessari aðferð sem gólfið er málað með. Þessi aðferð við að ganga frá gólfum hefur heillað Söru frá því hún var ung. Gróf aðferð til að takast á við gróft undirlag, umhverfið er hrátt en þó frágengið.

„Þegar mér fannst ferlið vera að skýrast fór ég að tengja verkin við hina hefðbundnu skúlptúrgerð. Þar sem er verið að höggva stein eða nota marmara eða þvíumlíkt. Verkin fóru að verða fyrir mér einhverskonar sjónblekking – minnir á hart efni en er svo mjúkt. Ég fór að ímynda mér að ég væri að vinna eins og skúlptúristi af gamla skólanun nema ég væri í efnivið framtíðarinnar þar sem steinninn væri orðinn mjúkur.“

Í þessum leik skapaðist narratíva þar sem tveir andstæðuheimar fóru að spila saman. Hin klassíska skúlptúragerð – hinn harði heimur hins klassíska steinverks móti hinum mjúka svampi sem minntu Söru á post-módernismann, óhlutbundin form efniviðsins tengdu hana við módernismann.

„Ég ákvað að fara að kalla þetta soft rock – og þegar ég íslenskaði það varð þetta að þessu ákveðna fyrirbæri – Mjúkberg – við þýðinguna breyttist þessi efniviður í nýja bergtegund.“

Með tilkomu titilsins hófst rannsóknarvinna á hinum stórkornóttu bergtegundum sem báru svipaðan brag og Mjúkbergið. Þannig tvinnaðist saman hið ljóðræna og vísindalega í eitt sem byggt var á því að hægt væri að lesa í steintegundir. Hægt er að ímynda sér að þessar stórkornóttu bergtegundir hafi kristallast í ákveðnum aðstæðum, efnið mótast er kvikan verður til í hægum efnasamruna, djúpt ofan í jörðinni í nálægð við möttulinn. Margt sem verður eitt í aldagömlu bergi jarðar. Að lesa í steina gerir manni í raun kleift að rýna í fortíðarsögu sem gerist á gríðarlega löngu tímabili, tugir þúsundir ára af upplýsingum. Einnig getum við lesið í framtíðina – Mjúkbergið er hugsað sem framtíðarefni, ímynduð efnasamsetning fyrir það jarðlag sem við sem mannkyn gætum einn daginn skilið eftir okkur eftir allar þær landfyllingar sem eru að verða til. Afkomendur okkar gætu lesið í Mjúkbergið til þess að reyna að geta sér til um það hvað hefði verið áður. Þann efnisheim sem við lifum við núna.

Þessi kveikja samófst áhuga Söru á framtíðarvísindum og vísindaskáldskap. En sá hugmyndaheimur hefur haft áhrif á hennar listsköpun undandarin ár, þá helst á fagurfræðilegan máta. Einnig hefur hún verið að stíga inn í starf sem landvörður, því hefur jarðfræðisaga og umhverfismál staðið henni nærri upp á síðkastið.

„Án þess að vilja vera svartsýn – þá gæti maður samt gefið sér að þessi ofgnótt af framleiðslu sem mannkynið stendur að núna muni ófumflýjanlega skilja eftir sig spor og verða ritað í sögubækurnar. Spurning er bara hvernig það gerist og hvernig við munum aðlagast þeim breytingum sem munu verða. Við erum nú þegar búin að breyta heiminum og náttúru í svo miklum mæli að við getum ekki séð nákvæmlega fram í tímann hver áhrifin munu verða. Þetta verk gæti verið einhversskonar hugarleikur og vangavelta gagnvart því hvernig þessar breytingar gætu skapast og hverjar afleiðingarnar gætu orðið.“

Innsetningin á skúlptúrunum í rými Ekkisens bætti við fleiri sögnum við sýninguna er hún var í uppsetningu. Geisladiskastandur, hillur og húsgögn fengu ný og sjálfstæð hlutverk. Rýmið er í heimahúsi og getur því minnt á stofustemmingu fremur en whitecube. Skúlptúrarnir stækkuðu er tilviljunin tók við – er sýningin var að taka á sig mynd fann Sara fútúrískan geisladiskastand í ABC nytjamarkaðinum um viku fyrir opnun. Innsetningin bætti miklu við skúlptúruna er þessir hlutir komu inn og mynduðu samtal við þá. Smíðaðar voru aukahillur í þessa fundnu hluti og þannig skapaðist meiri heild fyrir sýninguna.

„Mér fannst eins og það kæmi einhvers konar tímatenging inn í sýninguna með þessu – þar sem geisladiskastandurinn er svo úreltur og tilheyrir fortíðinni. Hönnun hans er framtíðarleg, form hans er því myndbirting af framtíðarsýn fortíðarinnar. Þessi framtíðarbergtegund Mjúkbergsins brenglar þetta tímatal þar sem fortíðin og framtíðin stendur saman í einu rými og núllar hvort annað út. Þannig verður tíminn abstrakt og ólínulaga.”

Svampurinn hefur áður orðið fyrir valinu í listrænni vinnu Söru Bjargar og hefur hún gaman af því að kanna margvíslegar víddir á einu efni. Efnin og formin leiða hana áfram í ólíkar áttir – núna leiddi ný vídd þessa efnisheims að jarðfræðisögunni. Það skapast alltaf einhver sjónræn tenging þegar maður vinnur sig áfram í ferlinu sama hvort maður sé meðvitaður um það eða ekki.

Fyrstu verkin sem hún vann úr þessum efniviði var svampgryfja en eftir það fóru þessir afskorningar og form þeirra að tala sterkt til hennar. Á þessu ári hefur myndlistin hjá Söru stjórnast mikið til af stærðartakmörkunum og nettari skúlptúrar því verið ráðandi. Þessar takmarkanir verða að leik í vinnu hennar þar sem ramminn þrengist og hún þarf að bregðast við stærð hans. Fyrr á árinu urðu til annarsskonar verk úr svampi sem voru sýnd í Durden&Ray gallerí, í Los Angeles við góðar undirtektir. Sá heimur er birtist úr svampinum var þó af allt örðu tagi er jónískar súlur og grikklandstengingar urðu til fyrir þá sýningu. Það er áhugavert að hugsa til þess hvernig hver efnisheimur getur tekið mann á ólíka staði en þau verk sem Sara Björg hefur gert úr svampi eru öll mjög ólík.

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

 


Photo credits: Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest