Að gefa í skyn en segja ekki allt

Að gefa í skyn en segja ekki allt

Að gefa í skyn en segja ekki allt

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og myndlistarmaður er fædd árið 1964 á Ísafirði. Katrín lauk BA gráðu í frönsku við Háskóla Íslands 1988. Hún stundaði nám í ljósmyndun við Brevard Community Collage á árunum 1988-1990 og lauk BFA prófi frá Art Institute í Boston árið 1993. Katrín hefur haldið margar einkasýningar hérlendis og erlendis og er ein af stofnendum FÍSL, félags íslenskra samtímaljósmyndara. Nýverið hlaut Katrín EIKON Award (45+) verðlaunin. Verðlaunin voru veitt í Vínarborg og verndari verðlaunanna er goðsögnin og femínistinn Valie Export.

Blaðamaður artzine kíkti í heimsókn til Katrínar og spurði hana út í myndlistina, EIKON verðlaunin og stöðu konunnar í samtímaljósmyndun.

Af hverju myndlist og hvað varð til þess að ljósmyndin varð þinn miðill í myndlistinni?

Ég var í Háskóla Íslands að læra frönsku og útskrifaðist þaðan þegar ég var 23 ára. Þann vetur fór ég á ljósmyndanámskeið í Iðnskólanum þar sem þessi mikli áhugi á ljósmyndun vaknaði. Ég keypti mér myndavél og fór að taka ljósmyndir á sama tíma og ég var að klára BA ritgerðina í frönskunni. Ég fór síðan til Flórída í hefðbundið ljósmyndanám og útskrifast þaðan árið 1990. Þetta var frábært nám og þar var lagt mikið upp úr tækni. Deildarstjórinn var með meistaragráðu í myndlist frá Art Institute í Chicago. Hann hafði framúrstefnulega sýn og við nutum góðs af því. Að því loknu sótti ég um í Art Institute of Boston þar sem var lögð mikil áhersla á myndlist. Ég valdi ljósmyndun sem aðalfag en ég þurfti að taka skylduáfanga eins og módelteikningu, vídeókvikmyndagerð, ljósmyndafræði og mikla listasögu sem mér fannst mjög skemmtileg.

Þegar ég útskrifaðist hafði ég mikinn áhuga á tískuljósmyndun, en það var ekki vinsælt meðal helstu kennara minna. Þeim fannst þetta yfirborðskenndur heimur og voru alltaf að vara mig við neikvæðu hliðunum. Ég fór til Parísar í eitt sumar og vann sem tískuljósmyndari.

EIKON tímaritið með verkinu Horfið Sumar 3 á forsíðunni.

Ég hafði mikinn áhuga á tímaritum – listrænum tískutímaritum eins og Interview – og mér fannst þetta spennandi heimur. Í myndlist er maður svo mikið einn en í tískuljósmyndun er maður aldrei einn. Þar er teymisvinna sem getur verið mjög gefandi og skemmtileg. Í Boston áttaði ég mig þó fljótt á því að að þessi heimur snérist að miklu leyti um að selja, í stað þess að snúast um sköpunina. Fólk gat verið mjög dónalegt og margar af fyrirsætunum veikar af átröskun. Þessi heimur var að mörgu leyti erfiður eins og búið var að segja mér, en ég hafði áhuga á að búa til minn eigin skapandi heim og fór til Danmerkur þar sem ég vann sem tískuljósmyndari í rúm tvö ár. Það er síðan fljótlega eftir að ég flyt til New York árið 1999 að myndlistin tekur yfir. Serían Mórar er unnin á þeim tíma og ég sýndi þau verk á mörgum stöðum í Bandaríkjunum.

Það hafa verið gefin út mörg bókverk með ljósmyndum þínum þar sem þú ert að vinna með öðrum listamönnum. Eru bókverkin mikilvægur hluti af myndlistarferlinu?

Sýning er eitt og bókverk annað. Það er gaman að vinna með grafískum hönnuðum við gerð bókverka, vinna við að velja úr og raða saman, og það er í raun tenging við tímaritaáhugann. Það er auðvelt að ferðast með bækur og senda þær út í heim. Þetta er falleg og skemmtileg leið til að koma ljósmyndunum á framfæri. Ég hef verið heppin með dreifingaraðila.

Þrjár bækur Katrínar sem Crymogea hefur gefið út.

Crymogea útgáfa hefur fengið alþjóðlega dreifingu og þrjár bækur, Equivocal, Double Happiness og Vanished Summer, eru gefnar út af þeim. Ég er með enska titla á öllum verkunum og það er meðvitað til þess að ná til breiðari hóps. Bækurnar eru seldar og sýndar út um allan heim.

Hvað er það sem rekur þig áfram í listsköpuninni?

Það er þörfin fyrir að segja sögu og fá fólk til að ímynda sér hvað sé verið að fjalla um. Ég gef eitthvað í skyn en segi ekki allt. Áhorfandinn getur síðan fyllt í eyðurnar og búið til sína eigin sögu. Ég hef aðallega verið fyrir áhrifum frá kvikmyndum og bókmenntum. Leikstjórinn David Lynch hefur haft mikil áhrif á mig, alveg síðan ég sá fyrstu myndina hans Eraserhead. Þau áhrif eru sýnileg í myndaröðinni Mórar og fleiri verkum eftir mig. Bók Gyrðis Elíassonar Sandárbók hafði áhrif á seríuna Horfið sumar og titillinn kemur úr smásögu eftir hann. Bókin segir frá fráskildum málara sem sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré.

Horfið Sumar 10.

Ég var byrjuð að taka myndir á hjólhýsasvæðum áður en ég las bókina, en hélt áfram að mynda hjólhýsi eftir það. Harpa Árnadóttir myndlistamaður kom í heimsókn á vinnustofuna mína stuttu síðar og við fórum að ræða um verkin og bókina hans Gyrðis. Harpa fékk hugmyndina að sýningunni. Ég krafðist þess að hún yrði sýningarstjóri, hún var treg til í byrjun en féllst á að lokum. Við unnum þetta saman og úr var sýningin Horfið sumar í ASÍ árið 2013.

Nú hafa ýmsir fræðimenn og höfundar tjáð sig um ljósmyndina og sannleiksgildi hennar. Hvað finnst þér um sannleiksgildi ljósmynda? Er ljósmyndin sannari eftirmynd af raunveruleikanum en til dæmis málverkið eins og Susan Sontag vildi meina?

Það eru þessi einstöku augnablik sem maður nær með ljósmyndinni og oft er það eitthvað sem ekki er hægt að endurtaka. Ljósmyndin í mínu tilviki er raunveruleikinn. Þetta er raunverulegur heimur því ég bý aldrei neitt til í stúdíói. Ég túlka það sem er til og bý til ákveðinn heim með vali á sjónarhorni, lýsingu og myndbyggingu. Ég leita að hlutum sem tengjast ákveðinni nostalgíu, eitthvað sem ég tengi við úr minni bernsku eða tímatengdum atburðum. Oftast er fólk að taka myndir af því sem er til, og ég geri það, en ég er samt að opna á einhverja túlkun eða aðra möguleika, nýja sögu eða annan raunveruleika.

Tjöld af ýmsu tagi koma gjarnan fyrir í verkum þínum; gluggatjöld og leiktjöld. Hvað standa tjöldin fyrir?

Tjöldin vísa í svo margt. Eins og til dæmis þegar maður stendur fyrir framan tjaldið og ímyndar sér hvað leynist þar á bakvið. Svo er það fagurfræðin. Rauði liturinn. Tjöldin eru líka tilvísun í leikhúsið og leikhústjöld. Svo fann ég þessi gulu tjöld á Ítalíu sem eru mikið í Equivocal seríunni. Sólin skín í gegnum þessi gulu tjöld. Hvað er fyrir innan og hvað er fyrir utan? Þetta eru tveir heimar, tjöldin eru eins og skil á milli tveggja heima.

Rauð Leikhústjöld frá myndaröðinni Equivocal.
Þú hlaust á dögunum afar áhugaverða viðurkenningu; EIKON verðlaunin fyrir kvenlistamenn sem komnar eru yfir 45 ára aldurinn. Valie Export er verndari verkefnisins. Segðu okkur aðeins frá þessum verðlaunum.

Ég sá verðlaunin auglýst og þekkti til tímaritsins. EIKON tímaritið er mjög vandað austurískt tímarit sem er gefið út á ensku og þýsku. Það sem mér fannst áhugavert var að þessi verðlaun eru ekki fyrir ungar og upprennandi listakonur heldur fyrir evrópskar konur sem eru orðnar 45 ára og sem eru að vinna með ljósmyndina sem miðil eða í nýmiðlum (e. New Media).

Þrjár konur hlutu verðlaunin, Gabriele Rothemann, Susan MacWilliam og ég. Verðlaunaafhendingin var í Vínarborg í nóvember og gefið var út tímarit á ensku og þýsku þar sem birtar voru myndir og texti um hverja okkar. Listfræðingurinn Lucas German og sýningarstjóri hjá Kunshalle í Vínarborg skrifaði textann sem birtist með mínum verkum í tímaritinu. Myndin á forsíðunni er úr seríunni Horfið sumar og er tekin á hjólhýsasvæði þar sem einhver hafði ákveðið að búa til tjörn úr svörtu plasti, með vatni í og svartri plastönd. Forsíðumyndin er kannski ekki lýsandi fyrir það sem ég hef verið að gera, og þó, ég er að fjalla um hvernig maðurinn upplifir náttúruna og hvernig þetta manngerða blandast við náttúruna.

Sýningin EIKON Award í Kunstlerhaus Vínarborg.

Nú í febrúar var opnuð stór sýning í Kustlerhaus 1050 í Vínarborg með verkum okkar sem hlutu EIKON verðlaunin. Þar sýni ég verk úr myndaröðunum Vanished Summer og Equivocal, ásamt nýrra verki sem ég kalla Solar Eclipse Shadow sem er varpað á vegg í dimmum sal. Við það að varpa verkinu myndast öðruvísi stemmning en ef ljósmyndirnar væru birtar í ramma í hefðbundnu rými.

Tekur þú myndir þínar á filmu eða stafrænt?

Ég vinn eins og filmuljósmyndari því ég lærði á filmu og kann þá tækni. Ég skipti yfir í stafræna tækni þegar ég byrjaði á bókinni Equivocal árið 2007. Ég hugsa samt eins og þegar unnið er með filmu þó ég sé að vinna stafrænt. Ég tek fáar myndir og ég legg mikið upp úr því að velja hvern ramma vel því ég vil ekki þurfa að velja úr of mörgum römmum eftir að myndatöku líkur.

Þú varst sýningarhöfundur sýningarinnar Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 sem opnuð var í Þjóðminjasafninu og Ljósmyndasafninu árið 2014. Á sýningunni voru til sýnis ljósmyndaverk kvenna frá árinu 1872 til ársins 2013 og var afrakstur tveggja ára rannsóknarvinnu þinnar. Hvað varð til þess að þú fórst í þessa rannsóknarvinnu og hvað kom þér mest á óvart við gerð sýningarinnar?

Þetta byrjaði þannig að ég fór til Þjóðminjasafnsins með hugmynd að sýningu. Þá var Ágústa Kristófersdóttir sýningarstjóri þar. Mig langaði að setja upp sýningu með samtímaljósmyndum kvenna. Fram að því hafði ekki verið mikið um sýningar sem endurspegluðu verk kvenna. Ágústu leist vel á hugmyndina en fannst að setja mætti hana í stærra samhengi, skoða safneignina og ljósmyndasögu kvenna aftur í tímann. Það varð til þess að við fórum í samstarf við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Inga Lára deildarstjóri Ljósmyndasafnsins skrifaði öllum söfnum landsins og spurði hvað þau ættu af ljósmyndaverkum eftir konur.

Við fórum síðan og skoðuðum þau myndasöfn sem fundust. Ég skoðaði skrár yfir allar sýningar sem settar hafa verið upp frá 1970, og einnig hvaða konur höfðu haldið áfram að vinna við ljósmyndamiðillinn eftir Listahátíð kvenna sem haldin var árið 1985. Þær sem höfðu látið mest að sér kveða enduðu á sýningunni. Þrjú megin viðfangsefni voru mest áberandi í verkum kvennanna; Landslag og náttúra, Portrettmyndir og Heimili og fjölskyldan, og þau urðu áberandi á sýningunni. Þegar nær kom okkar samtíma valdi ég konur sem höfðu verið virkar og pössuðu við þessi þrjú viðfangsefni sem ég valdi að sýna. Það sem kom mér mest á óvart í þessu verkefni var að finna marga dýrgripi sem enginn hafði séð.

Boðskort hannað af Ármanni Agnarsyni.

Ég fékk frjálsar hendur við val á verkum og ég stend með því vali, sem var fagurfræðilegt, sögulegt og persónulegt. Þeir voru margir sem höfðu skoðanir á þessu vali – sumar öndverðar mínum – en auðvitað er ekki hægt að gera öllum til hæfis. Ég valdi konur eins og Nicoline Weywadt, sem var fyrsta konan sem kom heim frá námi í Kaupmannahöfn og starfaði á eigin stofu á Djúpavogi frá 1872, og auðvitað þær konur sem höfðu verið starfandi lengst á tímabilunu 1870-1930. Katrín Norgaard Vigfússon sýndi landslagsmyndir á vorsýningunni í Charlottenborg 1939. Gagnrýnendur hér heima voru mjög neikvæðir í umfjöllun sinni á þeim verkum, sem varð til þess að hún sýndi þau aldrei hér heima. Þetta var karlaheimur og þeim fannst fáranlegt að kona væri að sýna á svona virtri sýningu í Danmörku. Lilý Tryggvadóttir var ein þeirra sem var með frábærar myndir en geymdi þær ofan í skúffu og sýndi aldrei. Mig langaði að draga verk þessara kvenna fram í dagsljósið. Karlkynsljósmyndarar hikuðu ekki við að kaupa sér nýja linsu og fara upp á fjöll og mynda. Konurnar hugsuðu ekki þannig eða leyfðu sér það ekki, þær sáu um heimilið. Rödd þeirra sem vildu komast að í ljósmyndun heyrðist ekki í þessu karlaveldi. Valdís Óskarsdóttir talaði einmitt um þetta þegar hún var í Vestmannaeyjum að mynda gosið. Allir karlkynsljósmyndar voru farnir og Valdís náði myndinni sem rataði á forsíður blaðanna. Karlkynskollegar hennar voru alls ekki ánægðir með „stelpuna“ sem var að trana sér þarna fram. Valdís lagði sig virkilega fram, hún var frumleg og hafði mikið fram að færa sem ljósmyndari, skrifaði texta og var mjög pólítísk en átti ekki upp á pallborðið á þessum tíma vegna kynjamisréttis.

Hvernig finnst þér staða konunnar vera í heimi samtímaljósmyndara?

Ég hef persónulega aldrei upplifað ójafnrétti innan geirans og mér finnst ég ekki hafa farið á mis við tækifæri vegna þess að ég er kona. Ég held að ég hafi sloppið frekar vel. Auðvitað er þetta karlaheimur, sem endurspeglast til að mynda í tískuheiminum og í þjóðfélaginu öllu, en ég hef aldrei upplifað það á eigin skinni. Mér finnst samt sem áður staða konunnar innan myndlistar og samtímaljósmyndunar alls ekki vera góð, ef litið er til sýningarinnar í Þjóðminjasafninu og út í hinn stóra heim. Það er greinilegt á þessum stóru kvennasýningum sem hafa verið haldnar á söfnum um allar heim, eins og í Musée d’Orsay safninu, MOMA og víðar, að það hefur verið erfitt fyrir konur í þessum geira eins og annars staðar. Það sem hefur hjálpað mér og drifið mig áfram er að ég hef alltaf haft sterkar kvenfyrirmyndir eins og Louise Bourgeois, Frida Kahlo, Kiki Smith, Pipilotte Rist og Georgia O´Keeffe. Ég hef leitað í þessar fyrirmyndir og þær hafa leitt mig áfram.

Hvort viltu láta kalla þig ljósmyndara eða myndlistarmann sem vinnur með ljósmyndina sem miðil?

Ég held í þennan titil, „ljósmyndari“ vegna þess að þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum þá hélt fólk að ég væri fjölskylduljósmyndari eða stúdíóljósmyndari. Þegar maður segist vera ljósmyndari í Bandaríkjunum þá hugsa menn oftast um það út frá listrænum áherslum. Þar er þetta flokkað í annars vegar listræna ljósmyndun (e. Fine Art photography) og hins vegar auglýsingaljósmyndun (e. Commercial photography). Ljósmyndin er mjög mikilvægur miðill í nútímasamfélagi óhað því hvort hún er fréttaljósmynd, myndlistarmiðill eða annað. Ég vil að ljósmyndarar sem vinna í myndlistarheiminum geti kallað sig ljósmyndara alveg eins og aðrir kalla sig málara. Þessi skilgreiningarumræða er reyndar mjög íslensk og ég upplifi þetta ekki erlendis. Við vorum þrjár sem hlutu EIKON verðlaunin og þar er ég eini „ljósmyndarinn“ – og ég er stolt af því.

Hvað er á döfinni hjá þér á næstunni?

Ég hef sýnt mikið erlendis undanfarin ár og á döfinni eru fleiri sýningar á erlendri grundu. Ég verð með myndaröðina Vanished Summer á sýningunni Nature as playground í Ljósmyndasafninu í Seoul í Kóreu í sumar og með ný verk á Cyclone 3 í Forum Box sem er stórt listamannarekið rými í Helsinki, og svo er það EIKON sýningin í Vínarborg og sýning í „FLUSS“ Schloss í Wolkersdorf með austurrískum konseptlistamönnum í mars.

Ég er líka að sýningarstýra, ásamt því að kenna í Myndlistaskólanum og Ljósmyndaskólanum. Það er gaman að geta blandað allri þessari vinnu saman. Ég fékk listamannalaun á síðasta ári, sem var frábært. Listamannalaunin nýtast mjög vel og gera manni kleift að vinna án þess að vera að hugsa um hvaðan tekjurnar koma. Starf myndlistarmannsins getur verið einmanalegt og það hentar mér að vinna við annað í bland við eigin sköpun, eins og kennslu, sýningarstjórn og önnur verkefni.

Við látum þetta vera lokaorðin. artzine þakkar Katrínu Elvarsdóttur fyrir spjallið og óskar henni góðs gengis.

 Ástríður Magnúsdóttir


Aðalmynd með grein var tekin við opnun sýningarinnar í Kunstlerhaus Vínarborg 15 febrúar 2018.

Allar ljósmyndir með grein birtar með leyfi Katrínar Elvarsdóttur.

Nánari upplýsingar:
katrinelvarsdottir.com
katrinelvarsdottir.blogspot.is
www.eikon.at

The Scale of It All

The Scale of It All

The Scale of It All

From screensaver screenshots taken in 2007 by Katrín Agnes Klar to pen plotter drawings on engravings from Baroque 1730 publications by Lukas Kindermann in 2018, Distant Matter, now on view at The Living Art Museum, takes that which is remote and brings it under close inspection.

The artists’ first exhibition together on this scale since meeting at the Karlsruhe University of Arts and Design/ZKM ten years ago is vast in its breadth of subject matter and material discourse. It is seemingly difficult to break into, as though your body were being asked to negotiate between the vast scales and ratios having a dialogue within the space. Am I infinitely small or infinitely large? Does that meteorite (1:1, 2016, Lukas Kindermann), 3D printed based on data gathered from NASA and lying on the floor, exist just as much in this exhibition as it does on Mars? Does a 3D print make the object a hyper-real version of itself, etched layer by layer out of silica sand and epoxy resin? Am I the distant matter at hand or does that moniker belong to these objects in quiet conversation?

The conversation seemingly concerns the history of tools used in measuring the great distances between things such as the entire sky as in Lukas’ Atlas, 2018, in which an original copy of a photographic atlas stellarium by Hans Vehenberg is placed on a wooden platform. The viewer looks down into an inverted sky graphed into measurable squares which are scattered with both the originals of fossils, meteorites and roman shards as well as 3D printed carbon-silica sand and PLA replications. The conversation also concerns the small distances between things, as in the domestic and the everyday, as in the wallpapering table on which Katrín’s gradients of color are UV printed that could just as well be in your living room.

When placed side by side, these two vast scales at work allow the exhibition space to breathe – both in long inhalations and in short gasps – the body’s sense of scale likewise tries to keep up while the distant and the conjunct play in reciprocal motions, back and forth (like the movement of pen plotters, 3D printer arms, and the light beam from an image scanner creating a digital version of what once was held in your hands.)

The quote about quantum physics that is all too easily misunderstood in layman’s terms comes to mind while walking around the space. It goes something like this: you are an observer located at a single point in space-time, an event. The singularity principle also comes to mind, something about how equations that diverge towards infinity are afterward completely unknown to us.

The exhibition can take you through a crash course in these ideas but leave you feeling very human in the end, returned to the land, so to speak, like the meteorite itself brought you back, even if as a 3D print – which will have to do, since that appears to be the direction of things as 3D printing technology infiltrates our biology, building prosthetics and completely collapsing the staggering Old World equation of measuring costs in material, time, and energy on a human scale. The exhibition can take you to these places, yet leave you, rather singularly, with a body of resources and tools to extend the senses into vast distances to be mapped, like tossing a rock into a well and listening to the echo to get an idea of the depth and fullness.

In conversation with Katrín, I am told that she and Lukas have always had a conceptual approach:

“The art movements of the 1960s and early ‘70s like Land Art and Minimal Art have been an influence on both of our work, just as much as a Pop point of view. Perhaps symptomatic of the times we are in, I would say young artists have a wide-ranging frame of reference. Essential for both of us, though, is the fundamental concern in creating good images. Creating an image has such a universal meaning and is so deep in global history, but everyone connects to it at the same time.”

While seemingly a simple and straightforward concern, in the making of good images one can look at many overlapping cultural and scientific histories to see the depth at which one can travel in search for how to go about this activity. What makes it so difficult? Are there too many demands on the image in the 21st century or not enough? Consider: Is it aesthetically pleasing, in good resolution, conducive to the surroundings, making the best use of the technology that made it? “I grew up with an Icelandic art history background so the strong tradition of the influence of the landscape on the viewer has always been present. In all of my works,” Katrín says, “ I am imitating nature.” Perhaps that is the only real standard by which to judge a good image.

Katrín has worked before with the poster medium, one of many everyday objects she often includes in her work. On one whole wall of the exhibition space, a grid of posters called Blue Gradient (taken from airplane), 2018, is wallpapered to site-specific dimensions. The photo, indeed taken from the window of an airplane, shows a gradient stretching from dark blue sky to white horizon line. “Vice versa to the imitation of nature with computer-based tools,” Katrín says, “I simulate digital effects with material captured in nature, with photographs of the sky.” The photo is turned sideways so that the white horizon lines now touch other white horizon lines and are transformed into a wall of roving light photo scanners, giving the sensation that the whole room is in the process of being copied, digitized, turned into pixels, tossed into outer space and returned to something we can understand here in this room, like an everyday affair (like the cloud our phones and computers send data to, an everyday reality, so abstract yet mundane at this point.)

Works with UV printing, very common in advertising, are together with other techniques adapted from that field, definitely part of her ‘everyday’ oeuvre. However, unlike in advertisement, her images are based on a conceptual use of color. Boundary Colors (2015) is based on the color theories of Goethe who observed colors on the borders of darkness, which Katrín tells me, is, of course, sunrise and sunset. The piece in question is a lenticular image, meaning it changes depending on the angle from which it is viewed, displaying an almost time-lapse painting display of colors corresponding to those edges of darkness.

“A lot of these works are process-based, and because of the nature of the long-distance atmosphere, many of the final curatorial decisions were made on site,” added curator, Becky Forsythe. “There was this flexibility, from beginning to end, which is the way I like to approach exhibition making.” This open flexibility practically bleeds into the horizon, making distant matter an object on the table, observable from an airplane window or through your mobile phone, stretching across vast distances that could also be seen as quite minuscule. Formal elements connect the space through color gradients, scales, and patterns, like the structural layers creating a 3D print which build upon the other, making the intangible tangible. The space breathes, despite the large number of works in the room; perhaps it is the abundance of gradients of colors, allowing everything to exist on its own scale.

Erin Honeycutt


Distant Matter at The Living Art Museum by Katrín Agnes Klar and Lukas Kindermann. Curated by Becky Forsythe

Exhibition duration: 19.01.18 – 11.03.18

Photos: Vigfús Birgisson

BENDING í BERG Contemporary

BENDING í BERG Contemporary

BENDING í BERG Contemporary

Birta og bjartir litir taka á móti áhorfendum þegar gengið er inn í rými BERG Contemporary um þessar mundir og inn á sýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær Ingunn Fjóla og Þórdís hafa unnið lengi saman sem tvíeykið Hugsteypan en núna tíu árum eftir að samstarfið hófst sýna þær í sama rými, á sama tíma en þó ekki sem Hugsteypan. Á sýningunni sem ber titilinn BENDING sýna þær ný verk sem þær hafa unnið hver í sínu lagi, en segja samt að samtalið sé aldrei langt undan og að þær hafi að mörgu leyti alið hvora aðra upp í listinni. artzine var forvitið og ákvað að kíkja á sýninguna og spyrja þær stöllur út í myndlistina, samstarfið og sköpunarferlið.

Titill sýningarinnar er BENDING. Hvaðan kemur hann?

Ingunn Fjóla: Á þessari sýningu í BERG erum við að prófa í fyrsta skipti að vinna í sitt hvoru lagi en sýna saman. Við vildum finna titil sem ætti við hugmyndir okkar beggja. Titil sem byggi yfir áhugaverðri merkingu en væri líka nógu opinn til að vekja forvitni og áhuga. Það er mikið um brot og beygjur í verkunum. Við erum í raun að brjóta og beygja miðla og titillinn vísar í það. Orðið er til á bæði íslensku og ensku og það var svo áhugavert að merkingin átti við verk okkar beggja á báðum tungumálum.

Þórdís: Orðið bending vísar í svo margt. Bending, vísbending, tákn, það að beygja og brjóta til að mynda.

Þórdís Jóhannesdóttir. FGR10042017. Ljósmynd: Daníel Magnússon.

Orðið bending merkir líka „hnútur“ eða „bragð með kaðli“ á íslensku og eitt verka þinna á sýningunni Ingunn Fjóla er einmitt málaður hnútur eða kaðall.

Ingunn Fjóla: Já, einmitt. Öll verkin mín heita Máluð sjónarhorn og síðan kemur undirtitill innan sviga. Þetta verk sem þú vísar í heitir Máluð sjónarhorn (benda). Ég hef verið að þróa þessi verk út frá hugmyndum mínum um málverkið. Þetta eru meiri efnispælingar og tilraunir heldur en ég hef verið að gera áður. Ég er með kaðla og bönd sem ég límber og grunna eins og þetta væri strigi. Málning og undirlag hnoðast saman í hnút, það er enginn forgrunnur eða bakrunnur og úr verður skúlptúrískt verk. Ég held samt sem áður fast í að þetta sé málverk og ég er að nota hefðbundin efni úr málverkinu.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Máluð sjónarhorn (benda). Ljósmynd: Vigfús Birgisson.

Ingunn Fjóla, þú hefur verið að vinna með möguleika málverksins síðan þú útskrifaðist úr bakkalárnámi Listaháskólans árið 2007.

Ingunn Fjóla: Málverkið hefur verið leiðarstef hjá mér. Að vinna með málverkið, hið útvíkkaða málverk og að færa málverkið út í rýmið. Upplifun áhorfandans af verkinu í rýminu. Verkið er að breytast eftir því hvernig þú horfir á það. Áhorfandinn kemur með hreyfingu inn í verkið með því að vera sjálfur á hreyfingu og sjá verkið frá mismunandi sjónarhornum.

Í innsetningum þínum Ingunn Fjóla spilar áhorfandinn stórt hlutverk. Ertu að vinna áfram með þessa hugmynd hérna í BERG þó verkin séu minni og veggföst?

Ingunn Fjóla: Þetta eru meiri einstaklingar hér í BERG heldur en innsetningarnar sem ég hef unnið en þó að verkin séu minni og veggföst er ég engu að síður að hugsa um áhorfandann og hvernig ég get lokkað hann til að hreyfa sig í kringum verkið. Verkin hafa mismunandi sjónarhorn, eina ásýnd eða aðra eftir því hvernig þú horfir á þau. Formin breytast og litasamsetningarnar líka. Það sem mig langar að gera með þessum verkum er að þau dragi áhorfandann til sín, tæli hann og fái hann til að stíga dans við verkin.

Litagleðin er áberandi á þessari sýningu og það er sérstaklega áberandi að litagleðin hefur aukist hjá þér Þórdís.

Þórdís: Já, ég hef verið að vinna meira í gráskalanum fram að þessu. Ég vinn úr þeim myndum sem ég hef tekið og nú eru þær meira í lit. Ég veit ekki út af hverju það er.

Ingunn Fjóla: Það er erfitt að tala um liti í verkum sínum. Þetta er tilfinning og það er erfitt að færa tilfinningu í orð, bæði hvernig maður skynjar og skapar. Við erum að vinna með skynjun og fagurfræði og litir eru svo stór hluti af því litrófi.

Þórdís Jóhannesdóttir. JK12042017. Ljósmynd: Birt með leyfi listamanns.

Þið hafið sýnt saman sem tvíeykið Hugsteypan í tíu ár ásamt því að vinna sjálfstætt að eigin listsköpun. Nú eruð þið að sýna í BERG í fyrsta skipti í sama rými sem sjálfstæðir myndlistarmenn. Hvað kemur til og hver er hugmyndin?

Ingunn Fjóla: Já, stundum er Hugsteypunni boðið að sýna og stundum er okkur boðið að sýna sem sjálfstæðir listamenn. Hér í BERG var meiri áhugi fyrir því sem við höfum verið að vinna sjálfstætt. Við vorum báðar á þannig stað að við tókum þessari hugmynd vel, okkur þótti passandi að stíga þetta skref. Við erum báðar nýlega búnar að klára meistaranám þar sem við höfum kafað dýpra, skrifað um og greint okkar eigin verk. Undanfarið höfum við verið að vinna úr því. Hugsteypan hefur alltaf verið þannig samstarf að við metum hvert verkefni fyrir sig. Hvort við vinnum saman sem Hugsteypan eða í sitt hvoru lagi fer eftir verkefnum, aðstæðum og samhengi hverju sinni.

Ljósmyndir: Daníel Magnússon.

Þið eruð að sýna ykkar sjálfstæðu verk í sama rými en það er samt sem áður samtal á milli verkanna.

Ingunn Fjóla: Þetta er tveggja manna sýning en í ferlinu fannst okkur áhugaverðara að sýna verkin þannig að það væri samtal þeirra á milli, í stað þess að aðskilja þau alveg og deila rýminu í tvennt.

Hafið þið mikil áhrif á hvor aðra í ykkar listsköpun?

Þórdís: Já, alveg pottþétt. Samstarfið er tilkomið af því að okkur langaði að blanda verkum okkar saman til að kanna hver snertiflöturinn væri og hvernig hugmyndafræði okkar skarast. Hugsteypan er í grunninn Ingunnar verk og mín verk og það samtal sem á sér stað þar á milli. Samstarfið hefur gefið hvorri um sig heilmikið. Ég hef lært ofsalega mikið á þessu samstarfi. Mín eigin myndlist hefur orðið fyrir áhrifum af samstarfinu og öfugt. Hugsteypan hefur aldrei verið „alter ego, þetta er ekki nýr persónuleiki heldur er Hugsteypan það sem við leggjum í hana hverju sinni.

Ingunn Fjóla: Við höfum verið að kanna aðra hluti í gegnum Hugsteypuna heldur en í okkar sjálfstæðu verkefnum. Við vorum á tímabili að kanna rannsóknartengdari list og list sem er lengi í vinnslu í gegnum samtal. Hugsteypan er þegar við komum saman og búum eitthvað til saman. Við höfum aldrei tekið ákvörðun um að vera bara Hugsteypan og þess vegna höfum við heldur aldrei tekið ákvörðun um að hætta sem Hugsteypan.

Hefur samstarfið þá alltaf gengið vel?

Þórdís: Það hefur alltaf gengið mjög vel. Það hefur aldrei komið upp neitt alvarlegt og aldrei verið neitt ósætti. Markmiðið er alltaf skýrt, að við höldum áfram þangað til að við verðum sammála. Þetta snýst um að halda áfram og halda áfram þangað til að við erum ánægðar. Við gefum engan afslátt af því. Við viljum ekki setja nafn okkar við eitthvað sem við erum ekki báðar sáttar við. Þetta hefur verið mis erfitt og mis frústrerandi en það beinist að ferlinu sjálfu og það er ekki persónulegt. Sköpunarferlið getur verið óendalega frústrerandi en svo er það líka óendalega gefandi þegar þú ert kominn yfir þann þröskuld. Þetta hefur alltaf verið meira gefandi en erfitt.

Ingunn Fjóla: Auðvitað hefur komið upp pirringur og við erum ekkert alltaf sammála. Í gegnum verk Hugsteypunnar höfum við prófað hluti sem við hefðum kannski ekki þorað einar. Mér finnst við oft hafa tekið stærri sjensa sem Hugsteypan, viðfangsefnin hafa verið fjölbreyttari og það gefur aftur tilbaka.

Þórdís: Það hafa komið önnur og öðruvísi sýningartækifæri í gegnum samstarfið. Þá hefur maður allt í einu annan vettvang til að prófa. Hugsteypan hefur oft gefið okkur möguleikann á því að taka stærri og flóknari verkefni fyrir.

Ljósmynd: Daníel Magnússon.

Hvað hefur haft mestu áhrifin á ykkur sem listamenn?

Þórdís: Verk annarra listamanna og góðir kennarar í gegnum tíðina bæði í Myndlistaskólanum og Listaháskólanum. Einnig það fólk sem ég hef verið í samstarfi við hverju sinni, eins og aðrir listamenn, sýningarstjórar, forstöðumenn safna og fólk sem ég hef sýnt með eða verið í beinu sambandi við í tengslum við myndlistina.

Ingunn Fjóla: Mér finnst það að skoða listaverk, listasöguna og sögu málverksins. Það hefur gefið mér ótrúlega mikið. Það er þessi gamla tugga um málverkið sem miðil. Það er svo erfitt að tala um það á ferskan og nýjan hátt. Þetta með dauða og upprisu málverkins. Ég veit að Þórdís er mjög leið á þessari umræðu! Það hefur allavega haft mikil áhrif á mig. Ég er að vinna með abstrakt málverk þó þau hafi skúlptúríska eiginleika, séu þrívíð verk og lágmyndir. Það er búið að gera svo rosalega mikið innan þessa miðils. Sagan er eins og brjálaður massi, sem er bæði gefandi og íþyngjandi. Spurningin um hvernig gerir maður eitthvað nýtt í þessum miðli er eitthvað sem ég velti mikið fyrir mér. Mér finnst ég alltaf vera að klífa eitthvað fjall. Það er erfitt, en maður getur ekki annað en verið trúr sjálfum sér og haldið áfram að klífa.

Þið eruð þá báðar að díla við söguna á ykkar ólíka hátt?

Þórdís: Já, ég verð fyrir mestum hughrifum á sýningum annarra og færi það yfir í mín eigin verk. Ingunn skýtur inní að Þórdís sé líka að díla við ljósmyndamiðilinn, hefðina og sjálfa sig sem myndlistarmann og Þórdís heldur áfram: Já, eins og Ingunn segir þá tengist stór hluti af mínum vangaveltum ljósmyndamiðlinum sem slíkum og hvar hann staðsetur sig í myndlist. Ég er myndlistarmaður sem tek ljósmyndir sem verða að þrívíðu formi.

Þórdís Jóhannesdóttir. TB03042017. Ljósmynd: Daníel Magnússon.

Ertu þá að afbaka hina klassísku ljósmyndahefð?

Þórdís: Ég veit það ekki en það mætti skoða það. Það má vel vera að það verði útskýrt þannig og það er alveg í góðu, en mér leiðist þessi miðlaumræða. Ég er myndlistamaður sem vinn með ljósmyndir. Það er minn efniviður og ég þarf ekki að setja mig í frekara samhengi.

Ingunn Fjóla: Þórdís tekur alltaf ljósmyndir í grunninn. Hún hefur prófað ýmsar útfærslur, en hefur sjaldnast eða aldrei sett ljósmyndir fram í hefðbundnu formi. Þetta hefðbundna tvívíða form hefur aldrei verið nóg fyrir hana. Hún vill eitthvað meira. Það sama á við um mig í sambandi við málverkið. Ég mála mjög sjaldan og hef ekki gert í mjög langan tíma það sem myndi kallast hefðbundið málverk.  Þetta er eldgömul umræða og það eru hátt í hundrað ár síðan menn fóru að brjóta upp formið, en mér finnst hún áhugaverð. Ég skilgreini mig út frá málverkinu. Ég er að gera málverk en þau vilja eitthvað meira en að vera málverk. Það er þetta sem við eigum sameiginlegt.

Er togstreita samtímamyndlistamannsins falin í þessu?

Þórdís: Ég myndi segja togstreita og líka blessun.

Ingunn Fjóla: Ég held að langflestir myndlistarmenn í dag vilji ekki skilgreina sig eftir miðli. Ég held að þeir vilji frekar skilgreina sig út frá þessu miðlalausa ástandi eða eftir-miðla-ástandi. Við tvær erum í raun kannski íhaldssamar að vera alltaf að tala um miðillinn. Þegar ég var að skrifa meistararitgerðina þá rakst ég á tilvísun í Rosalind Krauss þar sem hún er að tala um þetta miðlalausa ástand. Hún segir að miðlar í dag séu í raun tæknileg stoð eða bakgrunnur sem fólk styður sig við og skilgreinir sig út frá en er ekkert endilega að vinna út frá þeim forsendum. Mér finnst þetta eiga rosalega vel við okkur báðar. Miðlarnir eru bakland sem við leitum í en við erum alltaf að krafsa áfram.

Eru verkin ykkar unnin út frá persónulegum hugmyndum eða (list)fræðilegum? Eru þetta persónuleg verk?

Þórdís: Ég myndi segja að þau séu persónuleg. Það sem dregur mig áfram er einhver tilfinning, ég get ekki rökstutt af hverju ég vel þessa mynd en ekki hina. Í ferlinu verður verkið meira listsögulegt. Ég held að grunnurinn sé alltaf þetta tilfinningasamband sem maður á við viðfangsefnið hverju sinni. Þetta byrjar allt í fingrunum. Það er mjög persónulegt og síðan verður þetta meira rökrétt þegar líður á ferlið og verkin mótast.

Ingunn Fjóla: Ég tek undir þetta. Ég sest ekki niður á vinnustofunni og segi: Nú ætla ég að gera verk sem er í samtali við listasöguna. Ég sæki engu að síður í listasöguna og skoða hana mikið, en verkin hér eru ólík innsetningunum sem ég hef verið að gera, að því leiti að þau eru unninn á vinnustofunni yfir lengri tíma og það ferli er meira persónulegt. Ég byrja með einhvern flöt, eitthvað efni, einhvern lit og svo þróast það yfir í eitthvað meira, í anda hefðbundins málara. Kannski er erfitt að skilja þetta að.

Nú hafið þið báðar lokið meistaranámi í myndlist frá LHÍ. Þórdís, í texta sem þú skrifaðir í tengslum við útskrift þína úr meistaranáminu segir að leiðarstef rannsóknarinnar hafi verið leit „að formi með áherslu á þrjá þætti: Áhorfendur og þau margbreytilegu sjónarhorn sem þeim býðst að fanga í verkunum, rýmið og möguleika þess í samhengi við form og efniskennd ljósmyndastrúktúranna.“ Þetta eru áhugaverðar hugmyndir og þær rýma vel við verkin þín hér í BERG. Byrjaði þetta ferli í meistaranáminu?

Þórdís: Þegar ég fór í meistaranámið fór ég aftur að kafa ofan í bara mig, á mínum forsendum, og ég hellti mér aftur út í þessar hugmyndir í kringum ljósmyndina og áttaði mig á því að ég er að taka myndir af formum sem aðrir hafa búið til. Ég tek pínulítil brot úr verkum annarra, stækka upp og reyni að finna þeim eitthvað form. Yfirleitt eru þetta myndir af þrívíðum hlutum, ég flet það út með ljósmyndinni og svo færi það aftur þrívítt form. Á útskriftarsýningunni vann ég með skúlptúra Gerðar Helgadóttur, af því við vorum að sýna í Gerðasafni, tók nærmyndir af hennar verkum, prentaði á gler og byggði upp nýjan skúlptúr úr verkunum með ljósmyndum prentuðum á gler. Mér finnst þessi leikur með þrívídd, tvívídd og síðan aftur þrívídd áhugaverður. Sýningin hér í BERG er í raun ákveðið framhald af þessum pælingum. Hér er ég alveg frjáls og laus við námið. Í náminu ertu inni í þessari stofnun, með fólki, það er ákveðinn rammi sem er þar og hann getur verið heftandi. Hér fékk ég að ráða og gera verkin á mínum forsendum. Það hefur verið frelsandi og það sést á niðurstöðunni.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir: Það er alltaf ákveðinn þroski og þróun sem á sér stað. Ég held að verkin hennar Þórdísar hafi verið að malla í svolítinn tíma og þau þurftu þennan tíma til að þróast.

Ingunn, í útskriftartexta þínum talar þú um að sambandið milli kyrrstöðu og hreyfingar heilli þig, sem og sambandið milli stöðugleika og óstöðugleika, reiðu og óreiðu. Getur þú útskýrt þetta samband aðeins nánar?

Ingunn Fjóla: Þetta er það sem maður myndi kalla á ensku: order and chaos. Þessar tvær hvatir hafa lengi blundað í mér. Sumir hlutar af verkum mínum eru mjög strangir, nákvæmir, stífir og það er mikil stjórnun, annars staðar á sér stað meira uppbrot, meira flæði og meira frelsi. Það hefur lengi blundað í mér og verkunum mínum togstreita milli stjórnunar og hendingar, sum staðar eru lauslega málaðir fletir og annars staðar strangari fletir. Ég er að reyna að finna jafnvægi þarna á milli. Ég hef gert innsetningar sem hafa verið meira frjálst málaðar, meira spontant en þá hefur alltaf verið einhver strúktúr sem heldur utan um það.

Þú segir líka í fyrrnefndum texta: „Kannski er óreiða ekki til“. Hvað áttu við?

Ingunn Fjóla: Þetta eru stórar pælingar en ég er að pæla í lífinu og tilverunni. Ég held stundum að það séu engar tilviljanir. Það eru einhver lögmál sem stýra öllu. Okkur finnst kannski eitthvað vera óreiðukennt en ef til vill sjáum við ekki heildarmyndina.

Þórdís, þú ert með sérstaka titla á verkum þínum, fyrir hvað standa þeir?

Þórdís: Verkin mín heita öll skrásetningartitlum, eins og dagbókarfærslur, í anda ljósmyndarinnar. Mér finnst annað of lýsandi. Ég hef farið þessa leið að nota upphafsstafi þess sem á upprunalega verkið sem ég er að taka mynd af og síðan dagsetningu. Eins og til dæmis verkið, EH10042013, sem er brot úr verki eftir Eygló Harðardóttur, myndin er tekin 10. apríl 2013. Ég er í raun búin að taka þetta úr samhengi og aflaga, verk Eyglóar er einungis brot af heildarniðurstöðunni.

Þórdís Jóhannesdóttir. EH10042013. Ljósmynd: Birt með leyfi listamanns.

Ingunn, þú leggur einnig mikla hugsun í titlana, ekki satt?

Ingunn Fjóla: Jú, mér finnst erfitt að velja titla og ég set svolitla orku í það. Ég hef verið ströng við sjálfa mig og ég reyni alltaf að hafa titil. Það gefur áhorfandanum innsýn í verkið og kemur honum inn á ákveðnar slóðir. Ég vil að áhorfandinn hreyfi sig í kringum verkin og hafi áhrif með hreyfingu sinni. Þetta verk heitir til dæmis Máluð sjónarhorn (tog) og vísar þannig í þyngdaraflið. Ef maður fer upp að þessu verki, þá hreyfist þráðurinn. Þyngdaraflið sem togar þráðinn niður víkur í smá stund fyrir stöðurafmagni eða gustinum sem kemur með fólki. Þó að þetta séu minni verk þá er ég samt að vinna með þetta gagnkvæma samband milli verks og áhorfanda.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Máluð sjónarhorn (tog). Mynd: með leyfi listamanns.

Það er ef til vill það sem hefur breyst í þinni listsköpun Ingunn Fjóla?

Ingunn Fjóla: Það er reyndar alveg hárrétt. Ég hef alltaf hugsað um áhorfandann en það sem hefur breyst hjá mér er að verkin svari tilbaka. Það sem gerðist í útskriftarverkinu í Gerðarsafni var að hreyfingin varð hluti af verkinu. Ég var með hreyfiskynjara, þannig að ferðalag áhorfenda um rýmið settu mismunandi hluta verksins af stað; ljós kviknuðu, viftur blésu og mótorar keyrðu þræði um rýmið, allt eftir því hvar áhorfendur gengu um. Það verk var tilraunakenndara en þau verk sem ég hafði hafði unnið fram að því.

Miðlarnir sem þið hafið valið ykkur; ljósmyndin, skúlptúrinn og málverkið, eru mjög karllægir miðlar ef litið er til sögunnar en það er vísun í kvenlægari efni og miðla í verkunum. Það er til að mynda vísun í tekstíl og vefnað í verkum þínum Ingunn Fjóla og þú notar band og garn og blandar við málverkið og naumhyggjuna.

Ingunn Fjóla: Þetta er áhugaverð athugun. Ég hef ekki hugsað mjög mikið um þessa tenginu við textílinn. Ég er mjög hrifin af vefnaði og ég set mig ekki á móti þeirri tenginu en ég kem ekki þaðan því ég hef ekki þessa þekkingu. Ég kann ekki að prjóna og ég hef aldrei ofið og byggi því ekki á þeim grunni. Þetta hófst á því að ég fór að nota bönd til að gera línuteikningu í rými. Það hefur síðan fylgt mér. Ég var að búa til litafleti úr línum sem er í raun meiri vísun í naumhyggjuna og því karllægari ef svo má segja. Línurnar hafa optísk áhrif, það myndast víbríngur í auganu. Ég sæki því meira í naumhyggjuna og „op art“ frekar en í textílinn.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Máluð sjónarhorn (stöðugleiki II). Mynd: með leyfi listamanns.

Þórdís, hvaða listamanna eða liststefna hefur þú litið til?

Þórdís: Ljósmyndaverk hafa haft áhrif á mig. Ég rýndi mikið í ljósmyndaverk annarra þegar ég var að byrja að læra myndlist, verk Boltanski, Wolfgang Tilmans og fleiri. Pabbi átti ljósmyndagræjur og það kynnti undir áhugann. Ég byrjaði bara að fikta í græjunum hans þegar ég var unglingur en í dag verð ég fyrir áhrifum af öllu sem er þrívítt, þrívíð verk, varpanir eða skúlptúrar.

Hvað finnst ykkur það mikilvægasta í allri listsköpun?

Þórdís: Það mikilvægasta er að vera trúr og samkvæmur sjálfum sér, að vera heiðarlegur og einlægur í sinni myndlist. Mig langar að fólk komi og geti séð eitthvað nýtt þegar það skoðar verkin mín. Þetta er langhlaup. Maður verður bara að halda áfram og vera trúr og samkvæmur sjálfum sér.

Ingunn Fjóla: Ég held að það sé að vera trúr sjálfum sér og ekki eltast við tískustrauma. Það eru tískustraumar í myndlist þó enginn vilji tala um það. Maður getur ekki stjórnað því hvenær maður dettur í og úr tísku. Maður verður bara að halda áfram því sem maður er að gera. Á Íslandi er þröng sena og það er ákveðin tegund af myndlist sem er „in“ hverju sinni.

Við látum þetta vera lokaorðin og þökkum Ingunni Fjólu og Þórdísi fyrir samtalið.

Viðtal: Ástríður Magnúsdóttir


Sýningin BENDING stendur til 17. febrúar í BERG Contemporary.

Aðalmynd með grein: Daníel Magnússon.

Heimildir:
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. Myndlist / Hönnun útskriftarsýning. Listaháskóli Íslands. MA 2017.
Þórdís Jóhannesdóttir. Myndlist / Hönnun útskriftarsýning. Listaháskóli Íslands. MA 2016.

Nánari upplýsingar um listamennina:
Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir. ingunnfjola.net
Þórdís Jóhannesdóttir. thordisj.com
Hugsteypan.  hugsteypan.com

The diverse positions of curator Solvej Helweg Ovesen

The diverse positions of curator Solvej Helweg Ovesen

The diverse positions of curator Solvej Helweg Ovesen

In the years 2013-2017 Grosses Treffen, a networking event for visual artists, took place once a year at the Nordic embassies in Berlin. It included a careful selection process where few artists from each Nordic country were handpicked to meet ‘the makers and shakers’ of the German art scene, the curators and the museum directors. The founder, curator and organiser of Grosses Treffen was Solvej Helweg Ovesen. She is currently associate curator of the new Riga International Biennial of Contemporary Art (RIBOCA) and also artistic director and curator of the communal Gallerie Wedding-Raum für Zeitgenssische Kunst in Berlin contracted by the City Of Berlin.

When we met she was in the midst of executing a large performance festival in Berlin titled ‘Songs of a melding iceberg – displaced without moving’ as part of Nordwind 2017. This version of the festival brings together artists from Africa and the Nordic and Arctic countries around the theme of understanding de-colonisation in combination with ecological changes. Grosses Treffen is currently at a crossroads and therefore it was ideal to meet Solvej and ask her a few questions about her experiences and motivations.

Nordwind Berlin 2017

Solvej, you are an curator from Denmark, based in Berlin. You have in recent years focused very much on the African art scene but also the Nordic and Arctic art scene and curated projects that bring those two scenes together. Why?


The connection to Africa came about in a private way because my sister lives in Nairobi and through her introd
uction to the African continent I started to get to know a lot of very interesting African people and probably noticed the ones in my own environment in Berlin much more. In 2014 Bonaventure Ndikung and I started to collaborate and we have done many shows together since. Through the African artists I work with I came to understand both myself differently and also the issue of de-colonisation that is also very relevant in the north, in for example Greenland, at the moment. I´m actually looking at Scandinavia and the Arctic through Africa somehow and that gave me another entrance to art scenes that I thought I already knew. One of the core interests and themes in my curatorial practice is how ecological changes that we are experiencing also change our culture. There is a lot of geopolitical interest in Greenland and lot of opportunities at the same time as some very strong images come from there that tell us about the landscape and our future, let´s say, in a dimension that we cannot handle as humans. It is a very interesting place the Arctic what the melding of the ice really mean for the people there and here? It might also change our relations a lot. It already does. And it is interesting to see how humans react to the changing weather. In the Arctic people also react with nomadism, following the resources. The Nation-States try to keep the people in place. Therefore the second part of the title of the Nordwind programme, “Displaced without Moving”. If you have huge changes and can´t move to follow the resources then the historical way of solving of the problem is suddenly not at hand.. and you are displaced without moving.

Could you elaborate further why de-colonial situation or experiences are a relevant topic on the Nordic scene? How would you see it as a relevant topic for Icelandic artists?

The people I encounter from Iceland are quite aware of the former Danish occupation. It is the same if I go to Estonia. Of course it is more happening there in connection to the Russian situation. But Denmark has occupied Iceland and Greenland. I grew up not feeling at all like my nation had done anything wrong. I was told by my mum that Denmark was the best and safest place you could possibly live. Then at some point late I could see the bodies that Denmark had left behind historically in England, Iceland, Greenland and Estonia for example Danish imperialism has had quite some violent consequences that was brought to my consciousness though the awareness of post-colonialism in general. I think the concept of the de-colonial it is relevant in relation to how Icelanders have been occupied by Denmark. From a small nation position it is always important. Obviously Iceland is dealing with its past as well as other nations. But from my perspective it doesn´t seem to be such a big wound anymore, just the human understanding of the effects of colonialism as such is there. I´m interested in the work of Icelandic dramaturg Arnbjörg María Danielsen who I work with in connection to Nordwind at the moment.

Performance by Arnbjörg María Danielsen og Qudus Onikeku

Her current work has to do with de-colonisation of Greenland and at Nordwind she collaborates with world famous dancer Qudus Onikeku from Lagos, Nigeria. She has previously invited him to Disko arts festival in Greenland. The festival was founded by her in the Disko Bay area in Greenland and is based on de-colonial values and is for Greenlandic artists to develop a position independently in and out of Greenland – without Danes involved! Arnbjörg takes a very strong position in her work and with this festival. Danes have been very busy speaking about our colonization of Greenland and now it is time for Greenlanders to talk amongst themselves and with artists from other places where de-colonisation is important part of artistic practice since decades such is the case in Lagos and with the work of Onikeku.

Now when Grosses Treffen is at cross-roads could you tell us what you consider the most valuable outcomes of the project so far?

The network between artists from the North. Berlin has been a hub where up and coming and established artists, from also distant places, have been united. Berlin is and has been a place for these people to meet each other. When Grosses Treffen opened its doors in the morning at Felleshus, The Nordic Embassies in Berlin, it was almost like an army of young people coming in. An amazing sight.

Installation by Dafna Maimon ‘Orient Express’ í Gallerie Wedding.

It is a great gift that these people, artists, now know each other, that the Nordic Embassies and I know them. These are people who are creating important statements in the here and now and they have been brought together. And as always the traces will become even more visible way further in the future. So there is still much to happen. Also for myself I will probably be working with these people for the rest of my life? I’m already working with them – for example Dafna Maimon that is now opening here at Galery Wedding with the solo show Orient Express as part of Nordwind.

From Grosses Treffen in Felleshus at The Nordic Embassies in Berlin.

Her work takes a point of departure in reenactment of her fathers kebab restaurant in Helsinki as a space to discuss transcultural family relations. I met her through Grosses Treffen and there is now an online archive of 800 artists more for curators all over the world to work with.

Now you have been close to the Icelandic art scene for some years. When you compare it to the art scene in Denmark, Berlin, Germany, Riga, Latvia, or internationally is there something that you have noticed that might be be improved? Something that the Icelandic art scene should consider in order to get ahead and become stronger on the international scene?

First of all you cannot categorize, but speak about generic tendencies. If you go to Denmark you see a lot of formally and technically interested artists. If you go to Estonia you might see more political aesthetic practises. When you go to Latvia you may see more existentially interested aesthetic expressions. In Iceland it is often very poetic and fictive artwork. Strong imagination. What the Icelandic art scene like any other smaller art scene could consider is to generate more diverse positions – both aesthetically and content wise. I think it is important that the artists are more diverse in their expression; with their subject matter; with their knowledge; and with their ambition. You have Olafur Eliasson and that is a certain model where there is only one from every continent that is on that level. I strongly appreciate the work of Egill Sæbjörnsson. It is a very generous and invigorating position and has historical roots in Iceland, but he also generates new sustainable communities abroad. He is working with an imaginary universe that is very very entertaining and funny and obscure and thus approachable from many sides. So I would say more of those different, consequent and outstanding positions.

Is there anything that you would want to add?

First of all I think it is important for all artists from wherever they come from not to represent their country unless they want to. Maybe it is also important to add that the country itself can do a lot to avoid the brain drain, the fact that the best brains – no matter where in the world they come from – leave the country, by welcoming bigger art-productions and supporting them directly. That is how the artists of the scene can develop diverse positions and audiences become resensibilized to aspects of life that are not prioritized in a certain political culture at a certain moment.

Hulda Rós Guðnadóttir


Mynd af Solvej Helweg Ovesen: Hulda Rós Guðnadóttir.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest