Björk Hrafnsdóttir went to Sequences opening weekend – here’s what she thought

Björk Hrafnsdóttir went to Sequences opening weekend – here’s what she thought

Björk Hrafnsdóttir went to Sequences opening weekend – here’s what she thought

Sequences real time art festival is an independent artist-run festival held biannually in Reykjavík. This tenth edition also reaches out of Reykjavík with exhibitions in Akureyri, Hveragerði and Ísafjörður.

“Time has come” is the title of Sequences this year curated by Þóranna Björnsdóttir and Þráinn Hjálmarsson. I believe that the title is very fitting to how many of us are feeling right now after 19 months various restrictions and uncertainty. It’s time to get out and experience some real time art!

Skerpla Ensemble performance.

For the Opening event of sequences at Veröld – Hús Vigdísar I took the bus nr.12 at five o’clock on Friday. Thinking I could easily use the same ticket (which is valid for 1h15min) to go back downtown to continue my exhibition hopping, I was wrong. I knew I was going to Elísabet K. Jökulsdóttir’s performance, the festivals honorary artist, called Stories of Creation. We were ushered into a lecture hall and after a speech by the curators the artist came to the podium. In her performance lecture which was accompanied by a sousaphone player who interrupted her at various stages of her speech she tried to define creativity and innovation with a formula she had developed for creation/destruction. At times it felt like I was sitting in a philosophy class I had not prepared for and being an MA student in Curatorial Studies my attention span for lectures is usually gone by Friday afternoons.

Following were stories of creation from different people connected to different cultures, like India, Kurdistan, Japan, Russia and Nordic mythology to name a few. These stories described the creation of the world according to different cultures and places and in some cases the creation of individuals. It was a welcoming revisit of stories most of us were taught in school. It included an impressive reciting of the Dwarf Count from Völuspá and the telling of the Japanese creation story in Japanese told by sounding out old Chinese symbols. Although I did not understand a single word it was still a beautiful mediation of sounds.

Still from the movie Munnhola, obol ombra houp-là by Ásta Fanney Sigurðardóttir.

At Bío Paradís on Friday evening the artist and poet, Ásta Fanney Sigurðardóttir, premiered her film Munnhola, obol ombra houp-là. Bíó Paradís was packed with people and Salur 1 filled up quickly. Seeing a video work in a movie theatre is a special experience. There is a commitment you make by sitting down in a theatre that you don’t make when passing a video work on a screen in an exhibition. Although this film had a beginning and an end, I quickly stopped trying to figure out the storyline and just enjoyed the shorter narrative aspects between each scene and the incredible quality of production. This 30min film is a series of performances that takes you on a surrealist journey with divers fascinating characters and different voices. There will be another showing on Sunday 24th at 20:00 and I am tempted to see it again.

Lucky 3 at their opening performance PUTI at Open.

Lucky 3 is an artist collective that consist of Darren Mark, Dýrfinna Benita Basalan and Melanie Ubaldo. The group put on the festivals opening performance PUTI at Open which lasted for 8 hours from 12:00-20:00. I got there around two and walked into the space in my dirty boots due to a mud puddle placed right at the entrance. The white space was impeccable clean aside from the dirty footmarks of the visitors. With this long endurance performance, they were referencing the 8 hour workday and the racial hierarchy in the workplace. The artist, who all share a Filipino heritage, wore white deconstructed janitor workwear made and designed by Darren Mark while mopping the floor which the visitors continuously make dirty with their muddy shoes. While they were mostly silent, they would sometimes say the word “puti”, the Filipino word for “white” while white visitors were in the space. By both being in their way as they mopped the floor around me and making more mess as I moved out of the way I felt a familiar uncomfortable feeling of not knowing the “right” thing to do which can result in unconscious bias. The cleaning cart which had running water placed in the middle of the space had a sculptural quality making me think of a water fountain. This subtle juxtaposing reference of the bourgeoise water fountain and the cleaning cart is just one reason of why I think this work is great. The performance also lives on for the rest of the festival as recordings from the security cameras placed in the space.

Gunnhildur Hauksdóttir’s work Skriða. Borgar Magnason did a sound performance in the middle of the installation at the opening.

Next stop was the Marshall house where The Living Art Museum and Kling & Bang host the exhibition /CREATION /DESTRUCTION. The title is a reference to a text by Sigurður Guðmundsson from 1969 which is a part of the exhibition and can be read in the catalogue and on the festival’s webpage. In his text Sigurður tries to describe the phenomenon of time as experienced by people in a society, making connections between time and art. Finally claiming that while time eventually destroys everything, art might have the longest life expectancy. As I walk into The Living Art Museum, I realise I just missed a performance, seeing Borgar Magnason packing his double bass in the middle of Gunnhildur Hauksdóttir’s installation Skriða. It consists of audio work, drawings on the wall and rocks suspended in the air in satin ribbons, forming pendulums. The work references the massive landslide that fell from the mountain above Seyðisfjörður last December which had a big impact on the community and is still very fresh in our minds.

Other works in the space include If starting at the end by Björk Guðnadóttir, an installation with textile works, wall paintings and video, and Pictures at an exhibition by Pétur Magnússon, which is made up of pictures of works from the collection of The Living Art Museum. He references the tradition of painting paintings at the Salon exhibitions at Paris and plays with the proportions and perspective we often have on works in an exhibition space. A few more sculptures were placed around the space. Different textures and various linear forms are the main characteristics of these works by Guðlaug Mía Eyþórsdóttir called Variations. I hear Guðlaug explain that music was her inspiration and that she is materialising musical elements as sculpture. In the front space of the Living Art Museum 6th grade students from Fellaskóli, under the supervision of Gréta S. Guðmundsdóttir, take the role of curator of the museum’s collection. The students selected the works that are on display based on their interest and favour. This project is very inspiring, and I hope that it continues. I would have loved this in 6th grade (and today).

Up in Kling & Bang the phrase “MUNDU TÖFRANA” (REMEMBER THE MAGIC) was being painted on the front wall over and over under the guidance of the honorary artist Elísabet K. Jökulsdóttir. Next, I walk into Ásta Fanney’s work Oasis of endless change. Playful and colourful shapes are on the floor, against the wall and suspended from the ceiling balancing each other. In my second viewing I notice clear individual plastic letters on the floor. This reminded me of a playground but where none of us knew how to play the games. In the catalogue it says the work is a result of a playful research on shapes of letters and musical note symbols creating visual scores that serve as sculpture stations for performance. Soon The Icelandic Sound Poetry Choir or Nýlókórinn, performed a version of the work reinforcing my playground game theory which might also stem from the binging of show Squid Game I did that week. During the performance I was continuously waiting for someone to be out of the game and falling to the floor.

Still from Traverse by Andreas Brunner.

The next space was taken over by Andreas Brunner and his work Traverse. Light plastic sculptures in the shape of smoke held up with black metal stands, lightbulbs in concrete boxes and a 2-channel video following a little turtle with a globe on his back. I had had the pleasure of seeing the video work before and being told about the Cosmic Turtle by Andreas since I somehow either forgot or never learned about this strange and funny mythology. The cosmic turtle or world turtle appears in Hindu mythology, Chinese mythology and the mythologies of the indigenous people of the Americas. This turtle either contains or supports the world and is worth a google search and also pleasantly connects to Elísabet’s performance Stories of Creation. The last work at Kling & Bang was a beautiful multi-channel audio and video installation called Agape by Bergrún Snæbjörnsdóttir.

I went back down to the Living Art Museum to see the performance with Guðlaug Mía’s sculptures where Skerpla Ensemble performed and interpreted the sculptures with music. The material aspects of the sculptures affected the interpretations so length could be pitch, fragmentation be rhythm and emptiness silence.

After the performance I decided to call it a day and although Sunday had in store some more opening the aftermath of these two days caught up with me and I spent most of my Sunday at home. The festival is up until the 24th so there is still have time to see the rest! Time is precious to us all and there is always something competing to have some our time and attention, school, work, friends, and social media. But I am happy I spent my time this weekend at Sequences.

Takk fyrir mig!

Björk Hrafnsdóttir


Björk is an Ma student in Curatorial Practice at IUA

Photo credits: From the opening, Björk Hrafnstóttir. Still from the movie Munnhola, obol ombra houp-là courtecy of Ásta Fanney Sigurðardóttir. Still from Traverse courtesy of Andreas Brunner. 

Catch me if you can

Catch me if you can

Catch me if you can

by Sólbjört Vera​

Verkið Catch me if you can sýnir þrjár persónur fara saman í stríðnislegan eltingaleik þar sem umgjörðin er óræð og markmiðið óljóst.  Í verkinu gerir listamaðurinn tilraun til að lýsa sambandi sínu við fótbolta sem manneskja fyrir utan þennan sérstaka menningarheim íþróttarinnar. Listamaðurinn fer í hlutverk leikstjóra og leiklýsanda sem lýsir þessum undarlega leik með ákafa og absúrdisma. 

The work Catch me if you can shows three characters playing a tantalizing game of chase in an obscure setting and with an indistinct goal. In this work the artist makes an attempt to describe her own relationship with football as a person standing outside of this bizarre sport culture. The artist takes on the role of director and game commentator who describes the game with intensity and absurdism. 


Sólbjört Vera Ómarsdóttir (f.1993) tekst á við minningar, hversdagslegar uppákomur og innri átök manneskjunnar í verkum sínum. Hún rannsakar þessi viðfangsefni á húmorískan og tilfinningalegan hátt og undirstrikar þannig þá angurværð sem fylgir því að fylgjast með tímanum líða, skilja við atburði lífsins, horfa á eftir þeim inn í fortíðina, muna eftir þeim og gleyma. Sólbjört útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020.

In her work, Sólbjört Vera Ómarsdóttir (b.1993) deals with memories, everyday incidents and the constant conflict of existence. She investigates these subjects in a humorous and emotional way and underlines the bitter-sweetness of watching time go by, parting with life events, leaving them in the past, remembering them and forgetting them. Sólbjört graduated from the Fine Art department from The Iceland University of the Arts in 2020.

Player: Yelena Arakelow
Mr. Pitch/ Mr. P: Janosch Kratz
The Ball: A Ball

Sýningarstjóri/Curator: Björk Hrafnsdóttir


Vefsíða listamanns / Artist website 

The Happy hour exhibition is a part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Þessi Happy hour sýning er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Sýningin „Fallandi trjám liggur margt á hjarta“ í Kling og Bang er fyrsta verkefni Helenu Aðalsteinsdóttur sem sýningarstjóri eftir MA nám í London. Listamenn sýningarinnar eru: Josephine van Schendel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Dýrfinna Benita Basalan, Tabita Rezaire, Brokat Films, Elín Margot og Tarek Lakhrissi. Björk Hrafnsdóttir hitti Helenu í Kling og Bang ræddi við hana um sýninguna.

Björk: Þú ert með BA gráðu í myndlist frá LHÍ, hvernig kviknaði áhuginn á sýningarstjórnun?

Helena: Áhugi minn kviknaði þegar ég bjó í Amsterdam þar sem ég fór í meistaranám í myndlist. Þar stofnaði ég ásamt 7 listamönnum sýningarými þar sem við settum upp samsýningar ólíkra listamanna. Það var hálfgert match-making, og ég naut þess mjög að kynna listamenn hvert fyrir öðru og búa til ný samtöl í uppsetningu út frá verkunum þeirra. Stuttu síðar flutti ég til London einmitt til að fara í nám í sýningastjórnun. Ég held að ég hafi áttað mig á að mér fyndist mest spennandi að taka þátt í að setja fram sögur annarra, þar sem mér fannst brýnni þörf á að koma þeim á framfæri þó að röddin mín hyrfi ekkert. Þessi hugsun var samt ekki ný, en ég hafði dvalið sem unglingur í Vestur- og Austur Afríku og Suðvestur-Asíu og kynnst sögum sem ég heyrði aldrei í vestrænu samfélagi. Mig langaði alltaf til að koma ólíkum sjónarhornum á framfæri en fann að það var ekki mitt hlutverk í listinni minni. Það er svo stórt og erfitt viðfangsefni og ég yfirgaf það á meðan ég var í LHÍ því ég vissi ekki hvernig ég gæti beytt rödd minni. En þetta eru viðfangsefni sem ég velti fyrir mér sem sýningarstjóri.

Helena Aðalsteinsdóttir

Sýning þín fjallar meðal annars um kynjamisrétti og rasisma, í verki Tabita Rezaire er hún í samtali við vestræna heiminn sem gerir tilraun til að biðjast fyrirgefningar á nýlenduveldi kapítalismans og hvítrar forréttindahyggju. Hvar staðsetur þú þig í þessu samtali?

Ég er að finna minn stað í þessu öllu. Eitt af hlutverkum mínum sem manneskja sem nýtur margra forréttinda er að nýta þá stöðu til þess að búa til stað fyrir samræður. Ég er ekki endilega eingöngu að reyna að búa til svið fyrir aðrar raddir heldur líka að búa til samtalið. Það er svo dýrmætt. Við getum ekki tekið okkur úr þessari samstæðu, en það er mikilvægt að staldra við og hleypa fleiri röddum inn í samtalið. Að taka inn aðrar upplifanir og fá að endurspegla hvernig við eigum að haga okkur áfram. Kannski gerist það bara náttúrlega í gegnum samtalið, eins og hvað annað, þá lærir maður og fer að lifa lífinu aðeins öðruvísi og byrjar að taka tillit til reynslu annarra. Það er kannski byrjunin.
Þetta er gott en erfitt samtal til að eiga og eflaust margir að spyrja sig eftir BLM mótmælin síðasta sumar. Það er virkilega þörf á að halda þessari umræðu áfram og við eigum langt í land með að koma á jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun.

Tabita Rezaire, Sorry for Real_Sorrow For…, 2015.

Sýningin er byggð á útskriftarverkefninu þínu frá Central Saint Martins. Hvernig valdir þú verkin/listamennina inn á sýninguna

Ég hafði samband við listamenn sem nýta sagnagerð í verkunum sínum, og var að leitast eftir sögum um femínískar útópíur. Sýningin endurspeglar ólíkar framtíðarsýnir og þess vegna var mikilvægt að þar kæmu fram fjölbreytt sjónarhorn. Listamennirnir og hönnuðirnir sem eiga verk á sýningunni koma því frá mörgum áttum; þetta er frekar alþjóðlegur hópur en flestir eiga heima á Íslandi. Tvö af átta verkum sýningarinnar höfðu verið sýnd áður og sem ég vissi af og tók inn í sýninguna, en hin verkin voru öll sérstaklega gerð með þessa sýningu í huga. Sem sýningarstjóri var stór partur af mínu hlutverki að fara í stúdíóheimsóknir og eiga samtöl við listamennina um þróun hugmyndanna. Þar kom reynsla mín sem listamaður líka að gagni og við gátum talað um hvernig hægt væri að myndgera hugmyndirnar.

Sýningin er mikið byggð á feminískum vísindaskáldskap. Hvaðan kemur það?

Það varð eins konar vitundarvakning hjá mér þegar ég ákvað að ég vildi ekki fara út í verkefni nema að það væri skemmtilegt. Mér finnst vísindaskáldskapur rosalega skemmtilegur og fór að athuga hvernig ég gæti nýtt hann. Ég skoðaði m.a. kenningu sem heitir Space Travel (Lost in Space eftir Marleen S Barr) sem fjallar um hvernig við getum farið inn í annan heim þegar við lesum skáldsögur. Það er ótrúlegt hvernig textinn getur haft svo mikil áhrif á mann að maður hverfi inn í aðra veröld. Ég vildi athuga hvernig við gætum gert þetta í raunveruleikanum, hvernig hægt væri að skapa þessa tilfinningu svo að listamaðurinn gæti búið til einhvers konar heim eða snúið upp á einhverjar reglur…

Í London sá ég svo Tarek Lakhrissi vídeóverkið, Out of the blue, það var fyrsta sýningin sem ég sá eftir að ég flutti til London, þannig að það hefur örugglega haft áhrif og setið í mér.

Josephine van Schendel, Dendrianthropic Bodies, 2021

Hvaða vísindaskáldskaparhöfundar höfðu mest áhrif á þig?

Skáldsagan eftir Ursula Le Guin, Left Hand of Darkness, var stór partur af fræðinni sem ég notaði, mér finnst svo skemmtilegt að geta notað vísindaskáldskap og skáldskap yfirhöfuð sem fræði. Þar verð ég fyrir miklum innblæstri frá Donna Haraway, sem er prófessor emerita við deild Sögu mannsandans og deild feminískra fræða (History of Consciousness Department og Feminist Studies Department) í Háskóla Kaliforníu í Santa Cruz. Hún á það til að nýta skáldskap í akademískum rannsóknum sínum þar sem hún veltir vöngum yfir framtíðinni. Og svo auðvitað Octavia Butler, hún og Ursula hófu eiginlega þessa bylgju af feminískum vísindaskáldskap á áttunda áratugnum.

Hvernig finnst þér að vísindaskáldskapur geti haft áhrif á raunveruleikann?  

Þetta er tækifæri til að búa til útópíu. En það er erfitt að ímynda sér heim án þess að byggja hann á heiminum sem við búum í. Það er alltaf einhver kontrast, eða akkúrat öfugt við það sem við þekkjum. En í þessum útópísku heimum er frelsi til að sýna hvernig hlutirnir gætu verið öðruvísi. Eins og í Star Trek, þar sem t.d. fyrsti „interracial“ kossinn átti sér stað í sjónvarpi árið 1964. Nichelle Nichols sem lék í Star Trek starfaði síðar hjá NASA við að ráða konur og fólk úr minnihlutahópum til stofnunarinnar. Hún réði t.d. fyrstu konuna, fyrstu svörtu konuna og annan svarta karlmanninn til að verða geimfarar. Núna hljómar þetta kannski sjálfsagt, en það var það ekki á sínum tíma! Og mér finnst gaman að hugsa til þess að vísindaskáldskapur hafi haft áhrif.

Þetta er fyrsta sýningin þín eftir útskrift. Var mikil pressa á sýningunni til að endurspegla þig sem sýningarstjóra?

Það var svo frábært tækifæri að geta verið með fyrsta verkefnið mitt eftir útskrift í Kling og Bang. Mig langaði að gera allt! En svo áttaði ég mig á að sýningin verður ekki betri eftir því sem meira er á henni, að það er betra að skammta hlutina niður og leyfa skilaboðunum sem ég að vil koma á framfæri að koma skýrt fram. Að því sögðu þá er alveg ótrúlega margt í gangi og margir listamenn sem koma að sýningunni!

Kom eitthvað á óvart í ferlinu?

Það var örugglega ferlið að verkinu hennar Þóreyjar sem kom skemmtilegast á óvart. Barinn hennar, Pitstop for a dream. Ég hafði nálgast Þóreyju með að fá bjór fyrir opnunina. Við fórum svo að tala um að hún myndi gera sérstakan bjór fyrir sýninguna og svo koll af kolli og hugmyndirnar stækkuðu og stækkuðu þar til að bjórinn var orðinn að listaverki á sýningunni.

Hafði heimsfaraldurinn áhrif á sýninguna?

Hann hafði mjög mikil áhrif, sýningin átti fyrst að vera í október og var seinkað um marga mánuði. Við það fengu sýningin og verkin að stækka, það vannst meiri tími til að vinna verkin og tala um verkin. Svo kom nýtt samkomubann nokkrum dögum fyrir opnun en þá var svo skemmtilegt hvernig verk Þóreyjar hafði þróast því það er alltaf bjór í boði á sýningunni eins og það sé eilíf opnun.

Elín Margot, the end of me, the beginning of you, 2021

Þetta verk er smá icebreaker, líka, því þú þarft að fá aðstoð frá einhverjum öðrum við að dæla bjórnum og þá ertu kannski búin að opna samtal sem getur átt sér stað í gegnum sýninguna. Svo er líka skemmtilegt að fólk geti upplifað sýninguna á hægara hraða, með færra fólk í kringum sig, verkin eru mjög stór og innihalda oft langar narratívur og þá er gott að hafa tíma til að skoða þau.

Mun verkefnið þróast áfram?

Já! Í útgáfu. Planið var að gefa út bók í síðustu viku sýningarinnar, það frestaðist aðeins en hún er nánast tilbúin. Bókin er unnin á svipaðan hátt og sýningin; í henni taka þátt listamennirnir sem eiga verk á sýningunni, og fleiri listamenn og rithöfundar sem eru að vinna á svipuðu bili, milli raunveruleika og fantasíu. Bókin er meira framhald af sýningunni þannig að samtalið heldur áfram. Hún er hönnuð af Grétu Þorkelsdóttir og ég og Ástríður Jónsdóttir erum ritstjórar. Hún mun koma út í í byrjun hausts.

Hvað er frammundan?

Um þessar mundir er ég að bjóða mig fram sem formann Nýlistasafnsins. Ég er ótrúlega spennt fyrir því hlutverki og langar m.a. að halda áfram að ýta undir fjölbreytileika í sýningahaldi. Það er svo margt áhugavert að gerast og mikil gróska í myndlist á Íslandi og ég hlakka til að taka þátt í að koma fleiri sögum og sjónarhornum á framfæri.

Björk Hrafnsdóttir

Sýningin opnaði 30. mars og stendur til 9. maí 2021.


Ljósmyndari: Blair Alexander Massie

The interview is part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Viðtalið er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest