Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri

Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri

Laugardaginn 11. júní kl. 15 verður opnuð sýningin Nautn / Conspiracy of Pleasure í Listasafninu á Akureyri. Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Í verkunum má sjá þráhyggjukenndar birtingarmyndir neysluhyggju og kynlífs í samtímanum, holdið í myndlistinni, mannslíkamann sem táknrænt fyrirbæri og innblástur eða einfaldlega hina frumstæðu nautn sem oft fylgir listsköpun, glímunni við efni og áferð, áráttu og blæti.

Hvar liggja mörkin á milli þess að leggja eðlilega og manneskjulega rækt við unað og ánægju annars vegar og hins vegar þess að gangast þessum eiginleikum hömlulaust á vald? Hvenær verður eitthvað að blæti? Hver er munurinn á munúð og ofgnótt, erótík og klámi, fegurð og kitsch, löngun og fíkn, metnaði og græðgi, háleitum markmiðum og firru? Og hver hefur vald til að setja fram þessar skilgreiningar?

Listamenn: Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason.

Sýningarstjórar: Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, og Inga Jónsdóttir, safnstjóri Listasafns Árnesinga.

Í tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með texta eftir Markús Þór Andrésson. Á opnun mun Birgir Sigurðsson flytja dansgjörning kl. 16 og daginn eftir, sunnudaginn 12. júní, kl. 15-16 verður listamannaspjall um sýninguna.

Sýningin stendur til 21. ágúst og verður opin daglega kl. 10-17. Hún verður einnig sett upp í Listasafni Árnesinga í Hveragerði í byrjun árs 2017.

Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45.

CALLUM INNES | 9. júní – 6. ágúst 2016

CALLUM INNES | 9. júní – 6. ágúst 2016

English below

Opnun Fimmtudag 9 juní, frá 17 – 19

i8 opnar sýningu á nýjum olíuverkum eftir Callum Innes á striga og pappír. Þetta er önnur einkasýning hans í galleríinu, og með henni bætist Callum í hóp listamanna gallerísins.

Callum Innes nálgast strigann með þeim hætti að afmá þau málningarlög sem þegar eru á hann komin. Ferlið hefur verið kallað „afmálun“ og er listamaðurinn sáttur við það hugtak og það er vissulega rétt að hann er að mörgu leyti að leysa upp mynd sem hefur tekið sér bólfestu í huganum. Innblásturinn eða myndefnið er oft fengið með hvunndagslegum hætti, fyrirsagnir dagblaðanna eða lesefni kvöldsins áður, en þó er myndin alltaf skýr. Það má þó ekki láta blekkjast af tærum og nákvæmum málverkum og halda að engin óreiða sé í hinu skapandi ferli – það er nefnilega einmitt mikil óreiða í því að sýsla með svarta litinn sem umlykur allt. Fegurðarleitin getur verið óþrifaleg.

Verk Callum Innes má rekja beint til klassískrar hefðar óhlutbundinnar málaralistar og rannsakar hann stöðugt þanþol þess hvað hægt sé að kalla málverk. Málverk krefjast agaðs ferlis og mikillar biðlundar. Það þarf til dæmis að bíða eftir því að striginn verði nægilega þurr svo hægt sé að halda áfram. Óþolinmæði er löstur og þegar tækifærið gefst, þarf að nota tímann skynsamlega. Skipulagt stefnumót litamannsins við liti getur leyst upp í för um ókunnar lendur.

Í rými getur reynst erfitt að láta eitthvað flókið virðast einfalt. Listamaðurinn nemur hljóð og með hljóðinu getur hann séð fyrir sér rýmið. Áhorfandinn á líka kost á þessari upplifun, og getur komist að sinni eigin niðurstöðum í ægilegri návist málverksins.

Callum Innes er fæddur í Edinborg árið 1962. Hann nam teikningu og málun í Gray’s School of Art á árunum 1980 til 1984 og lauk meistaragráðu við Edinburgh College of Art árið 1985.

Hann hóf að sýna verk sín opinberlega síðla á níunda áratugnum og árið 1992 voru tvær stórar sýningar verka hans, annars vegar í ICA í Lundúnum og hins vegar í Scottish National Gallery of Modern Art í Edinborg. Hann hefur verið talinn til einna mikilvægustu abstraktmálara sinnar kynslóðar og hefur fengið mikið lof sem slíkur í kjölfar stórra einka- og samsýninga víða um heim. Callum Innes hefur var tilnefndur bæði til Turner- og Jerwood verðlaunanna árið 1995 og árið 1998 hlotnuðust honum hin virtu NatWest verðlaun fyrir málun. Árið 2002 hlaut hann svo Jerwood verðlaunin. Í október á þessu ári mun opna stór sýning verka hans í De Pont Museum í Hollandi.

Samhliða sýningaropnuninni verður útgáfuhóf vegna nýrrar bókar Callum Innes sem nefnist Edges, og er gefin út af Ivorypress.

Nánari upplýsingar veitir Þorlákur Einarsson í síma 551 3666 eða í gegnum tölvupóst: thorlakur@i8.is

CALLUM INNES  |  9 June – 6 August 2016

CALLUM INNES | 9. júní – 6. ágúst 2016

CALLUM INNES  |  9 June – 6 August 2016

Opening Thursday 9 June, at 5-7 pm

Callum Innes’s approach to the canvas, through his method of subtraction, has prompted the term “unpainting”, a coinage the painter is at ease with. And it is true that the artist is in many ways dissolving an image that is already
in his head. The inspiration or subject matter can be quite mundane; headlines of the day, the reading material of the previous night – but a clear image all the same. However, the appearance of clean, precise paintings should not promote the illusion that the process is not chaotic – there is indeed chaos in the handling of the omnipresent black. Striving for beauty can be a messy affair.

Callum Innes’s work can be traced firmly back to the classical tradition of abstract painting, and he is forever exploring the limits of what can be called painting. Painting is a disciplined process, which involves a lot of waiting. Waiting, for instance, for the canvas to reach a certain state of dryness in order to be able to continue. Impatience is a vice, and the window of opportunity has to be used wisely. A scheduled encounter with colour can dissolve into unknown territories.

In the context of space it is a challenge to have something complex appear simple. The artist detects a sound, and through that sound he is able to envisage the space. This possibility is also open to the viewer, who is invited to contemplate and arrive at their own conclusions, in the formidable presence of the canvas.

Callum Innes was born in Edinburgh in 1962. He studied drawing and painting at Gray’s School of Art from 1980 to 1984 and then completed a post-graduate degree at Edinburgh College of Art, in 1985. He began exhibiting in the mid-to-late 1980’s and in 1992 had two major exhibitions in public galleries, at the ICA, London and the Scottish National Gallery of Modern Art, Edinburgh. Since then he has emerged as one of the most significant abstract painters of his generation, achieving widespread recognition through major solo and group shows worldwide. Innes was short-listed for the Turner and Jerwood Prizes in 1995, won the prestigious NatWest Prize for Painting in 1998, and in 2002 was awarded the Jerwood Prize for Painting. In October this year De Pont museum in The Netherlands opens a mayor exhibition of Innes’s works.

This will be his second solo show at the gallery, and marks the beginning of his representation by i8 Gallery.

Coinciding with the opening will be the book launch of a new title by Callum Innes, Edges, published by Ivorypress.

For further information please contact Audur Jörundsdóttir at i8 Gallery: audur@i8.is / +354 695 8388
Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals

Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals

English below

Sunnudaginn 5. júní kl. 14 á Kjarvalsstöðum

Minning um myndlist; Himinn, jörð og álfkonuhöfuð Kjarvals

Guðrún Kristjánsdóttir er fyrsti myndlistarmaðurinn í viðburðaseríunni Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til Kjarvals. Hún deilir með gestum Kjarvalsstaða minningum sínum um Kjarval frá því að hún var barn.

Guðrún segir svo frá: „Í minningunni fer saman lyktin af olíulitunum á vinnustofu Kjarvals sem ég heimsótti sem barn og svo þessi lína í málverkinu Sigrún sem kom inn á æskuheimili mitt og prentaðist inn í hugarheiminn. Mér finnst línan sem myndar álfkonuhöfuðið vera eins og táknmynd um köllun listamannsins sem lifir í heimi náttúrunnar og hulduvætta hennar engu síður en í mannheimum.

Eternal Echoes: Homage to Kjarval

Sunday 5 June 2 p.m. at Kjarvalsstaðir

A Reminiscence of Art: Sky, Earth and Kjarval´s Elf Maiden´s Head.
The first artist in the series Eternal Echoes: Homage to Kjarval, is Guðrún Kristjánsdóttir. Guðrún shares her childhood memories of Kjarval with visitors at Kjarvalsstaðir.

The event takes place in Icelandic.

Samkoma handan Norðanvindsins í Skaftfelli

Samkoma handan Norðanvindsins í Skaftfelli

English below

Sumarsýning Skaftfells Samkoma handan Norðanvindsins opnaði í sýningarsalnum laugardaginn 4. júní kl.16:00. Til sýnis eru verk eftir: Ástu Fanney Sigurðardóttur (IS), Frásagnasafnið 2011-2012 af frumkvæði Christoph Büchel (CH), dj. flugvél og geimskip, Helga Örn Pétursson (IS), Jesper Fabricius (DK), Luke Fowler (UK), Magnús Pálsson (IS), Nora Joung (NO), Ragnar Kjartansson (IS) og Styrmir Örn Guðmundsson (IS). Sýningarstjórnun í höndum Gavin Morrison ásamt Ráðhildi Ingadóttur. Sýningin stendur til 18. september.


steinunnflugvél og geimskip spilaði á opnuninni

Við erum Hyperbórearnir, við þekkjum það vel hversu afskekktur staður okkar er. Hvorki um láð né lög ratar þú leiðina til Hyperbóreanna: Jafnvel skáldið Pindar vissi minnst, á sínum tíma. Handan Norðursins, handan ísanna, handan dauðans – líf vort, hamingja vor. – Friedrich Nietzsche, Antichrist (útgefið 1859)

Gríska skáldið Pindar lýsti Hýperbóreu sem goðsagnakenndu landi staðsettu fyrir handan Norðanvindsins Bórea. Það þótti ímynd hins fullkomna lands, dagsbirtu naut ávallt við og íbúarnir náðu þúsund ára aldri í algerri hamingju. Fyrirmyndina af þessum ímyndaða stað má rekja til raunverulegra landa sem liggja í norðri. Með sýningunni munu listamenn tengja við norðrið og vinna með það hvernig sögur skolast til og umbreytast við hverja endurfrásögn. Staðir og goðsagnir verða til við krossgötur þar sem munnmæla hefðin mætir gjörningum í samtímanaum.

Boðið verður upp á viðburðadagskrá m.a. með gjörningum og kvikmyndasýningu samhliða sýningunni. Þann 12. júlí munu Ásta Fanney Sigurðardóttir og Styrmir Örn Guðmundsson flytja röð gjörninga víðvegar um Seyðisfjörð. Seinna um sumarið verður sýnd mynd eftir Luke Fowler og Nora Joung flytur gjörning. Snemma í ágúst mun raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Pálsson verða fluttur. Magnús er fæddur 1929 á Eskifirði og er einn áhrifamesti listamaður sem Ísland hefur alið. Magnús hefur starfað ötullega að listiðkun í sex áratugi og ávallt á mörkum myndlistar, tónlistar og leiklistar. Raddskúlptúrinn byggist á ítölskri sögu þar sem garðyrkjumaður gengur fram á lík á akri nokkrum og býr um líkið. Þegar hann snýr aftur til vinnu daginn eftir er líkið horfið.

Sýningin stendur til 18. september og er opin daglega kl. 12-18, miðvikudaga kl. 12-20. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Samstarfsaðilar eru i8 gallerí í Reykjavík og The Modern Institute í Glasgow Skotlandi. Uppbyggingarsjóður Austurlands og Myndlistarsjóður styrktu góðfúslega sýninguna.

Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Í Skaftfelli er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, gestavinnustofur fyrir listamenn og fjölþætt fræðslustarf. Á jarðhæð er veitingastofa þar sem boðið er upp á kaffi, öl og mat, ásamt þráðlausu neti og listbókasafn. Hægt er að skoða Geirahús og verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) eftir samkomulagi. Í mars 2013 hlaut Skaftfell Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Listrænn heiðursstjórnandi Skaftfells 2015-2016 er skoski sýningarstjórinn og rithöfundurinn Gavin Morrison.

Tengiliðir

 Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona

skaftfell@skaftfell.is

S: +354 472 1632 / +354 695 6563

Gavin Morrison, listrænn heiðurstjórnandi 2015-2016

gkm@gavinkmorrison.com

www.gavinkmorrison.com

The Assembly of the Hyperboreans

The Skaftfell summer exhbition The Assembly of the Hyperboreans opened Saturday June 4 at 16.00 in the Skaftfell gallery. Participating artists: Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS), The Narrative collection 2011-2012 initiated by Christoph Büchel (CH), dj. flugvél og geimskip (IS), Helgi Örn Pétursson (IS), Jesper Fabricius (DK), Luke Fowler (UK), Magnús Pálsson (IS), Nora Joung (NO), Ragnar Kjartansson (IS) & Styrmir Örn Guðmundsson (IS). The exhibition is curated by Gavin Morrison and Ráðhildur Ingadóttir.

We are Hyperboreans–we know well enough how remote our place is. „Neither by land nor by water will you find the road to the Hyperboreans“: even Pindar,in his day, knew that much about us. Beyond the North, beyond the ice, beyond death–our life, our happiness – Friedrich Nietzsche, Antichrist (originally published 1859)

Hyperborea was described by the Greek poet Pindar as a mythical land that lay beyond the Borea north wind. It was idyllic; the sun shone twenty-four hours a day, and the inhabitants were said to live to the age of one thousand in complete happiness. The basis for this unreal place draws from real northern lands, and through an exhibition and a series of performances and screenings, the artists in The Assembly of the Hyperboreans relate to the ways in which stories change and shift in their telling. Places and myths are created in the meetings of traditional oral cultures with contemporary performances.

An event program runs alongside the exhibition, with performances and a screening. On July 12 Ásta Fanney Sigurðardóttir and Styrmir Örn Guðmundsson will perform a series of performances around town. A film by Luke Fowler and Nora Joung will perform later in the program. In early August the voice sculpture “Fairytale” from 1997, by Magnús Pálsson, will be performed. Pálsson was born 1929 in Eskifjörður, East Iceland, and it one of the most influential Icelandic artists. His vast body of work extends over six decades and crosses the borders of visual art, theater and music. The voice sculpture is based on an Italian story about a gardener that finds a body on a field. After arriving back to the field the body has mysteriously disappeared.

The exhibition is on display until September 18, 2016. The center is open daily12.00-18.00, Wednesdays from 12.00-20.00. Admission is free. Collaborators are i8 gallery Reykjavík Iceland and The Modern Institute Glasgow Scotland. The East Iceland Regional Development program and the Icelandic Visual Art Fund support the exhibition.

Skaftfell operates in the field of contemporary art, on a local and international level. It´s activities are based upon exhibitions and events, alongside a residency and education program. A Bistro on the ground floor serves coffee, beverages and food, plus free Internet and an art library. Skaftfell is also the guardian of a minuscule house previously owned by a local naïve artist Ásgeir Emilsson (1931-1999) and can be viewed upon request. In March 2013 Skaftfell received an Icelandic award, Eyrarrósin, as outstanding cultural project in a rural area. Skaftfell honorary artistic director for 2015-2016 is Scottish writer and curator Gavin Morrison.

Contacts

Gavin Morrison, artistic director 2015-2016

gkm@gavinkmorrison.com

Gavin Morrison, artistic director 2015-2016

gkm@gavinkmorrison.com

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest