Look at Us

Look at Us

Look at Us

Vulnerable and endangered animals are Halla Gunnarsdóttir´s subject in her exhibition Look at Us. Halla presents 27 oil paintings, all of which portray vulnerable species. The animals are shown with distinctively human features and placed in often humorous poses, settings and situations that strive to evoke an emphatic link between the subject and the viewer. By anthropomorphizing its subjects the work hopes to show that what separates us from animals is very little and, at the same time, to communicate the gravity of the man-made crisis they face.

In the past few years Halla´s body of work has focused on conservation and vulnerable animals, inspired in part by her travels, for example to Antarctica and Indonesia. In September 2015, Halla traveled to the Arctic with a group of scientists and nature photographers to raise awareness of the effects of climate change on the region.

A central tenet of sustainable thought is the need to protect biodiversity, a concept used to define the diverse nature of our habitat. Biodiversity is fundamental to the survival of species and habitats that together make life on the planet. Today we are witnessing an ever greater erosion of biodiversity, which has far-reaching effects on the world’s natural environment and hence on our well-being.

Human interference in the ecosystem is one of the greatest causes of disruption and change in natural habitats. This includes agricultural systems, construction, the mining of natural resources, as well as the depletion of forests, seas, rivers, lakes and soil. It also results in the invasion of foreign species, pollution and climate changes that today are called global warming.

untitled-1

Halla’s figuratively presented animal subjects engaging in human-like actions provoke an emphatic reaction in the viewer. A close look at the paintings strengthens the sense that the distance between humans and animals is not significant. Her work is thus a powerful reminder of the importance of treating nature and animals with respect. This is true everywhere, even in areas like the Arctic where very little life thrives. The exhibition demonstrates that the artist’s travels and studies in the region have had a profound influence on her work. She succeeds in communicating to the viewer the importance of actively participating in conservation efforts.

The most important element in future conservation debates should be the concept of sustainable development. The logic behind it is that in their constant quest for progress and harnessing of natural resources, humans must not deplete natural reserves to the degree that we leave the next generation with a damaged environment.

Polar bears are among many vulnerable species whose lives are in danger from the changes caused by the melting of the polar caps in their natural habitat and which have eroded their chances of feeding themselves. It seems logical that the Icelandic public should care about the danger that many animal species now face. But Árni Stefán Árnason, a lawyer who focuses on animal rights, believes that widespread ignorance characterizes attitudes towards animal rights and conservation. This lack of respect is demonstrated when polar bears are killed when they drift here with Arctic ice. He has pointed out possible solutions: in Canada, for example, when such an event occurs a team is dispatched in a helicopter to shoot the animal with tranquilizers. The animal is then transported to more distant areas. Árni has pointed out that animals that arrive here can be transported back to Greenland using this method.

There is an ongoing debate on what should be done with polar bears that drift to the country. But regardless of people’s opinions it is important that the government formulate a future policy for action since the odds of polar bears drifting to the country have increased with the warming of the seas. An action plan that safeguards biodiversity and protects endangered animals is needed.

Changing circumstances call for a revision of the values and ideas we build our society and economy on. It is important to build on the ideology of sustainable development in which the economy, social equality and environmental conservation join to ensure acceptable living conditions for all inhabitants of the planet.

Works of art are well suited to raise awareness of sustainability issues. The philosopher Sigríður Þorgeirsdóttir discussed the relationship between words and images in her article Long and Short Shadows: The Truman Show. The article is a philosophical meditation on reality and artificial reality. She quotes Herbert Marcuse who believes that men live in ‘a society of organized stupidity […] consumers who are fed by the media and made one-dimensional.’ She points out that Virilo assumes that the image has become more powerful than the written word. The language of images is subtler than the written word because it has easier access to our sensibilities. So long as our eyes are open we are open to visual stimulation, but to read we have put ourselves into a particular state of mind.

The arts are an important part of Education for Sustainability. Such education has to build on a moral foundation that can create a general change in attitudes and lead to a brighter future for all. The arts can affect our emotions, give us inner peace, cause tension, inspire new ideas, provide advice, arouse empathy, make us angry and disturb viewers. The arts can change attitudes. All of the above is true of the work exhibited in Look at Us.

Halla’s exhibition shows that we are here in the hands of a well-educated practitioner of the arts. Halla began her art studies at the Florence Academy of Art and completed an M.F.A  in figurative sculpture from the New York Academy of Art in 2003. On graduating she was awarded the NYAA Sculpture Research Fellowship. She also holds a B.A in Liberal Arts from the New School in New York and an MBA from the Sorbonne in París.

The composition and treatment of colour in the exhibition’s works have a powerful effect, to some degree reminiscent of mid-century art. It is not surprising that her background is in Italy.

Halla is rapidly developing her visual imagery and hopefully she will continue on that path, whether in painting or sculpture.

Ásthildur B. Jónsdóttir
Assistant Professor at the Iceland Academy of the Arts


Artists website: hallagunnarsdottir.com

Look at Us

Málefni sjálfbærni og umhverfisverndar með aðferðum myndlistar

Málefni sjálfbærni og umhverfisverndar með aðferðum myndlistar

Horfðu á okkur: Halla Gunnarsdóttir í Listastofunni Hringbraut 119

Dýr í útrýmingarhættu eru viðfangsefni Höllu Gunnarsdóttur á sýningunni Horfðu á okkur (Look at Us). Um er að ræða 27 olíumálverk sem öll sýna dýrategundir í hættu sem hér er gefin mannleg ásýnd. Dýrin eru sett í skemmtilegar aðstæður sem miða að því að skapa samkennd og tengsl milli áhorfandans og viðfangsefnisins. Með því að manngera viðfangsefnið leitast verkin við sýna að skilin milli manna og dýra eru ekki svo stór og um leið að leggja áherslu á alvarleika þeirrar hættu sem maðurinn hefur skapað þessum dýrum.

Síðastliðin ár hefur Halla unnið að verkum sem fjalla um umhverfisvernd og dýr í útrýmingarhættu en þau hafa orðið til í kjölfar ferðalaga meðal annars til Suðurskautslandsins og Indónesíu. Í september 2015 ferðaðist Halla á norðurslóðir með hópi vísindamanna og náttúrulífsljósmyndara til að vekja athygli á áhrifum loftslagsbreytinga á svæðinu.

Einn af lykilþáttum sjálfbærs samfélags er að hlúa að líffræðilegum fjölbreytileika en það hugtak er notað til að skilgreina margbreytileika lífríkisins. Líffræðilegur fjölbreytileiki styður fjölbreytni tegunda og vistkerfa sem mynda líf á jörðinni. Í síauknum mæli verðum við vitni að tjóni á líffræðilegum fjölbreytileika sem hefur djúpstæð áhrif á náttúru heimsins og velferð manna.

Inngrip mannsins í náttúruna er ein helsta orsök röskunar og breytinga á náttúrulegum búsvæðum. Þar má t.d. telja landbúnaðarkerfi, byggingar, vinnslu hráefna úr jörðu, ofnýtingu á skógum, höfum, fljótum, stöðuvötnum og jarðvegi. Innrás framandi tegunda, mengun og ekki síst hnattrænar loftlagsbreytingar sem í daglegu tali eru kallaðar hlýnun jarðar.

Verk Höllu kalla fram samkennd áhorfandans gagnvart þeim dýrum sem hún hefur sett fram fígúratíft með tengingum við ýmsar mannlegar athafnir. Það ýtir undir þá tilfinningu að þegar vel er að gáð er ekki svo margt sem skilur að menn og dýr. Verkin eru áhrifarík áminning um mikilvægi þess að koma fram við dýr og náttúru af virðingu. Þetta á við alls staðar, jafnvel á hinu svo til lífvana svæði Norðurheimskautsins. Á sýningunni má merkja að ferðir og rannsóknir listakonunnar um það svæði hafa haft sterk áhrif á myndtúlkun hennar. Henni tekst vel að miðla til áhorfandans mikilvægi þess að hlúa að umhverfismálum.

Rauði þráðurinn í umhverfismálum framtíðarinnar ætti að snúast um hugtakið sjálfbæra þróun. Sú hugsun sem þar liggur að baki, er að maðurinn gangi ekki svo á höfuðstól náttúrunnar í framfarasókn sinni og nýtingu náttúrulegra auðlinda að hann skili lakari jörð til næstu kynslóðar.

Hvítabirnir eru meðal þeirra dýrategunda sem nú eru í yfirvofandi útrýmingarhættu vegna breytinga sem bráðnun heimskautaíssins hefur í för með sér á náttúruleg heimkynni þeirra og möguleika til að afla sér fæðu. Ekki er ástæða til annars en að ætla að almenningur á Íslandi láti sig varða þá útrýmingarhættu sem margar dýrategundir nú eru í. Árni Stefán Árnason lögfræðingur, með dýrarétt sem sérsvið, er þó þeirrar skoðunnar að á Íslandi ríki mikið skilningsleysi á dýraverndunarsjónarmiðum. Hann segir virðingarleysi gagnvart dýrum skína í geng þegar hvítabirnir eru felldir eftir að hafa gengið hér á land. Hann hefur bent á mögulegar lausnir: „þegar svona gerist í Kanada eru sérfræðingar sendir á staðinn í þyrlu og þeir látnir skjóta deyfilyfi í dýrið. Síðan er það flutt aftur á fjarlægari slóðir.“ Hann hefur bent á að flytja megi þau dýr sem koma hingað til lands til Grænlands með þessum hætti.

Menn greinir á um hvað gera skuli við þessa hvítabirni sem berast hingað til lands. Sama hvaða afstöðu fólk tekur þá er brýnt að stjórnvöld setji fram aðgerðaráætlun til framtíðar því miklar líkur eru á að hvítabirnir berist í auknum mæli hingað til lands vegna hlýnunar sjávar. Þörf er á aðgerðaráætlun um hvernig tryggja skuli líffræðilega fjölbreytni og vernda dýr í útrýmingarhættu.

Breyttar aðstæður í þjóðfélaginu kalla á endurskoðun þeirra gilda og hugmynda sem við byggjum samfélag og efnahagskerfi okkar á. Mikilvægt er að horfa er til hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar þar sem efnahagslíf, félagslegur jöfnuður og umhverfisvernd fara saman í að tryggja öllum jarðarbúum og komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði.

Listaverk henta mjög vel til að vekja fólk til umhugsunar um málefni sjálfbærni. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur fjallaði um samband orða og mynda   í greininni Langir og stuttir skuggar: The Truman Show. Greinin er heimspekileg hugleiðing um raunveruleika og sýndarveruleika. Í greininni vitnar hún í Herbert Marcuse sem segir manninn búa í samfélagi skipulagðrar forheimsku […] neytenda sem eru mataðir af fjölmiðlum og steyptir í sama mót. Hún bendir á að Virilo gangi út frá því að myndin sé orðin máttugri en hið ritaða orð. Myndmálið er lúmskara en ritað mál því það á greiðari aðgang að skynjun okkar. Svo fremi sem augu okkar eru opin erum við berskjölduð fyrir sjónrænu áreiti, en við þurfum að setja okkur í stellingar til að lesa texta.

untitled-1

Listir eru mikilvægur liður í menntun til sjálfbærni. Slíka menntun þarf að byggja á siðferðilegum grunni sem gæti skapað almenna viðhorfsbreytingu og leitt til bjartari framtíðar fyrir alla. Listir geta snert við tilfinningum, veitt innri frið, skapað spennu, nýjar hugmyndir, gefið ráð, vakið samkennd, reitt til reiði eða hreyft við áhorfendum. Listir geta breytt viðhorfum. Þetta allt á við þegar verkin á sýningunni Horfðu á okkur eru skoðuð.

Það er ljóst af sýningu Höllu að þarna er á ferðinni vel menntaður listamaður. Hún hóf listnám við Florence Academy of Art í Flórens og lauk M.F.A  í fígúratískum skúlptúr frá the New York Academy of Art árið 2003. Við útskrift hlaut hún NYAA Sculpture Research Fellowship. Hún er einnig með B.A í Liberal Arts frá the New School í New York og MBA frá Sorbonne háskóla í París.

Litameðferð og myndbygging verkanna á sýningunni er áhrifamikil og minnir fyrir sumt á myndlistarmenn frá miðri tuttugustu öldinni. Það kemur ekki á óvart að bakgrunnur hennar liggur á Ítalíu.

Halla er í mikilli sókn hvað myndræna hugsun áhrærir og heldur vonandi áfram á þeirri braut hvort heldur sem er í málverki eða höggmyndum.

Höfundur: Ásthildur B. Jónsdóttir
lektor við Listaháskóla Íslands


Article in english: artzine.is/look-at-us

Vefsíða listamannsins: hallagunnarsdottir.com

Frá ritstjórn artzine

Frá ritstjórn artzine

Frá ritstjórn artzine

Tekin hefur verið sú ákvörðun hjá artzine að hætta að vera með tilkynningar um viðburði sem ekki tengjast artzine beint. Þetta á einungis við um að auglýsa viðburði en við munum eftir sem áður leggja áherslu á að fjalla um það sem er að gerast í samtímalist á Íslandi.

Facebook er sá miðill sem treysta má á í þessum efnum og þar sem það er mikil vinna að sinna þessum þætti þá höfum við metið það sem svo að betra sé að einbeita okkur að greinaskrifum, viðtölum og öðru ritstjórnarefni sem okkur finnst spennandi að fjalla um. Við hvetjum alla þá sem hafa eitthvað að segja og vilja setja frá sér greinar eða pælingar um málefni myndlistar til að hafa samband við okkur því auk þess að vera með fasta höfunda þá tökum við líka við innsendu efni. Við skoðum allt og ef efnið er vel unnið og fellur undir þann ramma sem við erum að vinna með þá er mjög líklegt að efnið verði birt.

Ýmislegt spennandi er í uppsiglingu hjá artzine. Liðsaukinn stækkar og eflist og þó svo að gaman sé að koma á óvart þá þá má segja frá því að Björk Viggósdóttir og Guðrún Heiður Ísaksdóttir hafa bæst í hópinn með spennandi framlag sem mun birtast á vefnum í byrjun september.

Við höldum áfram að finna okkar rödd og framtíðin er björt.

Helga Óskarsdóttir
ritstjóri artzine


Hafa samband: artzine@artzine.is / s: 699 5652  (Helga)

Að endurheimta list

Að endurheimta list

Að endurheimta list

Í hvert sinn sem við stöndum andspænis listaverki, hvort sem við erum stödd í sýningarsal, á tónleikum eða sitjum í makindum og lesum skáldverk og ljóð eru spurningar sem lúta að skilningi verksins aldrei langt undan, hvort sem hrifning og ákafi bærast innra með okkur eða steinrunnið áhugaleysi heldur okkur í fjötrum: hvað þurfum við sem listunnendur að gera til þess að skilja listaverk?

Hugmyndir breska heimspekingsins Richard Wollheim (1923-2003) um gagnrýni sem endurheimt hafa verið mér hugleiknar um nokkurt skeið en í bók sinni Art and its Objects segir hann að helsta verkefni listgagnrýni sé að takast á við endursköpun sköpunarferlis listaverksins til þess að geta skilið það með réttu. Gagnrýnendur sem einblína á lokaafurð ferlisins eða reyni einungis að túlka verkið og hvernig það tali til sín sleppi of miklu sem máli skipti í skilningi listaverka. Sköpunarferli listaverka nær til þátta eins og hugmyndaheims og heimssýnar listamannsins, sómatilfinningar hans, metnaðar, ásetnings og val á miðli auk fagurfræðilegra viðmiða, tjáningarhefða og viðtekinna táknmynda samtíðarinnar. Í huga Wollheims verður endurheimtin að hafa skýran tilgang; hún gengur ekki út á það að hamstra upplýsingar heldur gefa því gaum sem leggur til skynjunar okkar á verkinu og gerir hana næmari.

Ævisöguleg atriði listamanna og vitneskja um aðstæður þeirra geta veitt dýpri innsýn í verk þrátt fyrir að þau komi ekki beinlínis fram í þeim: lesendur Við Boterel kastala eftir Thomas Hardy skynja ljóðið á annan hátt þegar þeir vita að eiginkona skáldsins hafði nýlega látist og enn fremur þegar þeir komast einnig að því að hjónabandið hafði verið ógæfusamt; aðdáendur Mozarts upplifa tónsmíðar hans upp á nýtt ef þeir vita að klarínett og víóla voru eftirlætis hljóðfærin hans; unnendur forn-grískrar listar líta leirker sem skarta ljónamyndum öðrum augum þegar þeir komast á því að Aþeningarnir sem máluðu þau hefðu að öllum líkindum aldrei getað hafa komist í tæri við slíkar skepnur og þannig mætti lengi telja. Gagnrýni sem endurheimt má því líkja við fornleifafræði þar sem hún styðst við sönnunargögn úr fortíðinni og kenningar samtíðarinnar auk upplýsinga eða skilnings sem kunnu að hafa verið listamanninum sjálfum hulin til þess að veita sem bestan skilning á því sem listamaðurinn var að gera. Verkið opnar sig fyrir gagnrýnandanum ef endurheimtin er vel heppnuð en réttum skilningi má ekki einfaldlega leggja að jöfnu við að komast að fyrirætlun listamannsins. Wollheim segir sköpunarferlið ná út fyrir það sem mætti kalla ásetning listamannsins vegna þess að það felur einnig í sér tilviljanir, breytingar og ófyrirséða þætti sem hafa áhrif á sköpun verksins; hvort sem um mistök af hálfu listamannsins er að ræða eða stefnubreytingu á meðan á sköpun verksins stóð yfir. Wollheim tekur dæmi af skáldum sem hafa meint annað en þau sögðu og misstigið sig við beitingu stílbragða og myndhöggvara sem hafa í miðjum klíðum ákveðið að klæða styttu sem upphaflega átti að vera nakin.

Hugmyndir Wollheims koma mörgum spánskt fyrir sjónir og áherslur hans eru langt frá því að vera óumdeildar. Ýmsar spurningar vakna um skilning okkar á list og í sumum tilfellum stríða hugmyndir hans gegn almennri menningarvitund; af þeim hlýtur að fljóta að fjöldi verka sem almennt eru talin auðskiljanleg séu það í raun ekki vegna þess hversu lítið er vitað um sköpunarferlið. Er stór hluti íslensks menningararfs (þjóðlög, kvæði, vísur og sögur) þá utan seilingar rétts skilnings vegna þess hversu lengi hann varðveittist í munnlegri geymd og lítið er vitað um höfunda þeirra? Eins virðist endurheimtin sjálf vera afar vandasöm; ómögulegt virðist vera að uppfylla skilyrði Wollheims til að skilja listaverk nema að sköpunarferli verks sé gaumgæfilega skrásett eða þá listamaðurinn og gagnrýnandinn sé sami einstaklingurinn. Sá grunur læðist einnig að manni að Wollheim geri of miklar kröfur til listunnenda um að nálgast listamanninn og hnitnar tilvitnanir á borð við að við lesum ljóðlist, ekki huga annars fólks koma upp í hugann. Breski heimspekingurinn Gergory Currie segir meira að segja að þegar meta eigi bókmenntaverk sé mikilvægast að einbeita sér aðtextanum sjálfum og því sem hann komi til skila (þar skiptir mestu máli hvernig textinn fær okkur til að takast á við eigið gildismat) og leggur til að lesandinn hylji ásetning höfunda með slæðu fáfræðis, þ.e.a.s. að lesandinn taki meðvitaða ákvörðun um að taka ekki tillit til þess sem höfundurinn hafði í huga þó svo það kunni að liggja fyrir.

Þrátt fyrir áleitnar spurningar og flækjur af ýmsu tagi tel ég að listunnendur og gagnrýnendur geti haft mikinn ávinning af endurheimt þar sem framlag upplýsinga um sköpunarferlið til dýpri skynjunar á verkum er umtalsvert auk þess sem aðskilnaður verks frá samhengi sínu og sköpun gerir það að einhverju öðru en það í rauninni er. Wollheim segir ekki að listgagnrýni sé allt eða ekkert verkefni; hann viðurkennir fúslega að í mörgum tilfellum sé endurheimt aðeins möguleg að takmörkuðu leyti og að ýmis verk, eins og hellamálverk steinaldar, verði okkur því ráðgáta um ókomna tíð. En þegar endurheimt er möguleg ættum við að takast á við hana. Sagan af forn-gríska málaranum Apellesi varpar ljósi á hvernig upplýsingar um listamann og aðstæður hans geta auðgað skilning á verkum, en hann er sagður hafa kastað svampi sem hann notaði til þess að hreinsa pensla í bræði á málverk af hesti vegna þess hversu illa honum gekk að mála froðuna í munnviki dýrsins. Svampurinn skildi hins vegar eftir sig far sem náði froðunni fullkomlega og Apelles öðlaðist hugarró. Vitneskja á borð við þessa getur fært okkur nær listaverki; hjálpað okkur að skynja það á innilegri hátt og dregið fram hið tilfinningaþrungna og mannlega atferli sem listsköpun er.

Björn Rúnar Egilsson

Hefur ASÍ áhuga á að reka listasafn?

Hefur ASÍ áhuga á að reka listasafn?

Hefur ASÍ áhuga á að reka listasafn?

Vegna umræðu um sölu á Ásmundarsal er hér rekstrarreikningur Listasafns ASÍ fyrir 2014, tekinn úr skýrslu forseta sambandsins. Lítið kann ég að klóra mig fram úr slíku, en les þó úr honum að ASÍ skaffar til rekstur síns listasafns 9.797.033 krónur sem er rétt um 97 krónur per félagsmann á ári.(!)

  • Ríkið greiðir til safnsins 4.050.000 kr. og styrkur frá Menningarborginni er 500.000 kall.
  • Aðrar tekjur eru vegna “Vinnustaðasýninga” upp á 7.101.044 kr.
  • Samtals eru tekjur safnsins 21.448.077 kr. en gjöldin á móti eru 20.489.517 kr. sem skilar safninu 958.560 kr. í “hagnað” á árinu 2014.
  • Nema að eitthver undarleg skuld við Reykjavíkurborg upp á 15.846.303 bankar upp á, með rúma milljón í vaxtagjöld, sem þurrka burt mest allan hagnaðinn.

Hvaða lán er þetta sem móðurfélagið lætur listasafnið burðast með?

Og nú er sagt að forsendur séu brostnar fyrir rekstrinum. En þá er lag að skoða rekstrarreikning móðurfélagsins ASÍ varðandi listasafnið. Samkvæmt lögum sambandsins skal það leggja til listasafnsins 3,7% af tekjum. Á Samstæðureikningi 2014 voru skatttekjur ASÍ (það er gjald frá aðildarfélögum) 264.784.665 krónur. En með styrkjum og “öðrum tekjum” voru heildartekjur sambandsins 870.597.226 krónur.

Í lögunum (45. grein) stendur: Af tekjum ASÍ skal leggja 3,7% í sjóð Listasafns ASÍ, en ekki er minnst á að það séu þá aðeins skatttekjurnar. 3,7% af 870.597.226 krónur er dálítið meira en 9.797.033 krónur eða um 32.212.097 krónur. Og það er upphæð sem ASÍ ætti að mínu viti sannarlega að láta ganga til listasafnsins og þarf þá engra annara styrkja við til að reka safnið með myndarbrag.

En hvar í plöggum ASÍ er samþykki fyrir því að reikna 3,7% hlut listasafnsins aðeins út frá tekjum frá aðildarfélögum, en ekki heildartekjum?

Spyr sá sem ekki veit. 

Nú kvartar framkvæmdastjóri ASÍ yfir styrkjaleysi frá ríki og borg og kannski hafa þessir aðilar kippt út sínum styrkjum? Kannski var í dílnum vegna Marshallhússins, að borgin myndi draga saman seglin annarsstaðar? Og peningar ríkisins eru farnir úr landi. Ókei.

Þá situr ASÍ uppi með heildarpakkann fyrir rekstur Listasafns ASÍ, sem er 21.5 milljón cirka. Ef við deilum nú þeim ósköpum niður á hina 100.000 félagsmenn sambandsins, þá lenda á ári hverju heilar 215 krónur á herðum hins almenna launþega, við að halda uppi sómasamlegri starfsemi utan um þeirra ómetanlegu safneign. Og það eru brostnar forsendur að mati Gylfa Arnbjörnssonar forseta sambands sem veltir hundruðum milljóna á ári.

Hér fyrir neðan eru myndir af rekstrareikningunum sem greinin styðst við.

Jóhann Ludwig Torfason

Myndin af Listasafni ASÍ sem fylgir greininni er fengin á www.icelandmonitor.mbl.is

UA-76827897-1