Frá ritstjórn artzine
Tekin hefur verið sú ákvörðun hjá artzine að hætta að vera með tilkynningar um viðburði sem ekki tengjast artzine beint. Þetta á einungis við um að auglýsa viðburði en við munum eftir sem áður leggja áherslu á að fjalla um það sem er að gerast í samtímalist á Íslandi.
Facebook er sá miðill sem treysta má á í þessum efnum og þar sem það er mikil vinna að sinna þessum þætti þá höfum við metið það sem svo að betra sé að einbeita okkur að greinaskrifum, viðtölum og öðru ritstjórnarefni sem okkur finnst spennandi að fjalla um. Við hvetjum alla þá sem hafa eitthvað að segja og vilja setja frá sér greinar eða pælingar um málefni myndlistar til að hafa samband við okkur því auk þess að vera með fasta höfunda þá tökum við líka við innsendu efni. Við skoðum allt og ef efnið er vel unnið og fellur undir þann ramma sem við erum að vinna með þá er mjög líklegt að efnið verði birt.
Ýmislegt spennandi er í uppsiglingu hjá artzine. Liðsaukinn stækkar og eflist og þó svo að gaman sé að koma á óvart þá þá má segja frá því að Björk Viggósdóttir og Guðrún Heiður Ísaksdóttir hafa bæst í hópinn með spennandi framlag sem mun birtast á vefnum í byrjun september.
Við höldum áfram að finna okkar rödd og framtíðin er björt.
Helga Óskarsdóttir
ritstjóri artzine
Hafa samband: artzine@artzine.is / s: 699 5652 (Helga)