Ekki bara hljóðverk

Ekki bara hljóðverk

Ekki bara hljóðverk

Nýverið opnuðu Ívar Glói Gunnarsson og Logi Leó Gunnarsson sýninguna Hljóð & Sönnun Súpa Skál (e. Sound & Proof Soup Bowl) í Gallery Port, Laugavegi 23b. Á sýningunni má sjá verk sem unnin eru í ýmsa miðla en eiga sameiginlega snertifleti er varða hljóð, rými og tækni. Verkin á sýningunni samanstanda af skúlptúrum, ljósmyndum, teikningum og hljóð-innsetningum. Á milli þeirra myndast áhugavert samtal sem steypir saman hugarheimum listamannanna tveggja. Blaðamaður artzine kíkti í heimsókn.

Það fyrsta sem blasir við þegar gengið er inn í sýngarrýmið í Gallery Port eru hljóðnemar sem hanga á víð og dreif um veggina. Hljóðnemarnir nema bæði hljóðin sem myndast inni á sýningunni, hljóðin í umferðinni fyrir utan gallerýið og jafnvel hljóðin sem rigningin gefur frá sér þegar hún bankar taktlaus á þakið. Snúrur hljóðnemanna eru tengdar við magnara sem blæs upp hljóðin og verður til þess að tilviljanakenndur hljóðheimur myndast í rýminu. Með þessu er Gallery Port orðið að eins konar hljóðfæri, jafvel skrásetning þess sem gerist í rauntíma í þessu tiltekna rými.


Yfirlitsmynd frá sýningunni.


Vinstri: Exhibition view documentation bypassing the artworks, Inkjet prent, Nicoh GR II Digital ljósmynd með Cross Process Effect.
Hægri: Exhibition view documentation bypassing the artworks, stafræn 35mm filmu. Ljósmyndaprent eftir Ívar Glóa.

Vinstri: Sitting in a chair. Inkjet prent eftir Loga Leó.
Hægri: Exhibition view documentation bypassing the artworks. Stafræn 35mm filmu ljósmyndaprent eftir Ívar Glóa.


Plugged in Microphone (Shure PG58) Eftir Loga Leó.


Yfirlitsmynd frá sýningunni.

„Ég reyni að stilla hljóðið þannig að það sé ekki endilega ljóst hvað er að gerast í rýminu“ segir Logi Leó. „Ég set hljóðnemana upp sjónrænt, svo stilli ég mixerinn út frá staðsetningu þeirra og út frá rýminu. Vegna endurkasts get ég ekki hækkað of mikið en ég vil það ekki endilega. Hljóðnemarnir eru allir af mismunandi gerð og hafa allir sinn hljóm. Ef þeir væru fleiri eða af öðrum gerðum væri hljóðið öðruvísi.“

Við hlið hljóðnemanna á veggjunum hangir ljósmyndasería. Myndirnar eru allar teknar á filmuvél og sýna hluta úr sýningarrýmum víðsvegar um heiminn, en án listaverka. Gólfin í þessum rýmum eru flotuð, veggirnir hvítir og rýmin upplýst af flúrljósum. Myndirnar sýna staðlað og hlutlaust form hins dæmigerða sýningarýmis, sem virðist nokkuð uggvekjandi þegar verkin sjálf eru ekki til staðar. „Það er einhvers konar alheimsskilningur á því hvernig kjöraðstæður á sviðsetningu listaverka eiga að vera,“ segir Ívar Glói – en ætlun hans var að fanga stemninguna sem myndast þegar listaverkin innan rýmisins eru ekki sjáanleg.

Ein ljósmyndanna sker sig úr seríunni á veggnum, en hún sýnir hvar hljóðnemi hvílir á brúnum stól í hvítu rými. Myndin vitnar í nærveru manneskju eða líkama sem er á sama tíma ekki til staðar í myndefninu sjálfu. Á öðrum vegg eru tvær tölvugerðar teikningar af bylgjukenndum línum sem endurtaka sig, lag ofan á lag. Teikningarnar minna óhjákvæmilega á hljóð eða tónlist og eiga vissulega samhljóm með öðrum verkum innan sýningarrýmisins. „Þetta byrjar sem ein grunnteikning sem ég margfalda þar til ég hef afmáð þá upprunalegu,“ upplýsir Logi Leó. „Þannig hugsa ég líka um hljóðið sem berst inn í hljóðnemana: það hleðst lag ofan á lag og úr því verður hálfgerður grautur. Mörkin afmást þar til það er ekki víst hver upprunalega- né endanlega virknin er.

Í miðjum sýningarsalnum standa fjórir skúlptúrar að svipaðri gerð sem eru þó frábrugðnir hvorum öðrum á einn eða annan hátt. Þeir samanstanda af keramík syllum sem festar hafa verið við trommu statíf ætluðum málmgjöllum. Líkt og hljóðnemarnir og sýningarrýmin sem sjást á ljósmyndunum, eru statífin öll af mismunandi gerð og koma víðsvegar að úr heiminum. Keramík syllurnar eru handgerðar og form þeirra er lífrænt. Þær eru litaðar eyðimerkur-rauðum lit og ofan á þeim standa litlar, svartar viftur sem blása kaldri golu inn í sýningarrýmið.

„Þetta eru usb tengdar tölvuviftur sem eru sérstaklega útbúnar fyrir það að vinna við tölvuna á heitum degi. Þær þjóna þeim tilgangi að gera vinnudag mögulegan sama hversu heitt það er, en eru hér teknar úr samhengi“ útskýrir Ívar Glói. „Vifturnar gera það sama og hljóð, þ.e. framkalla bylgjur í rými á einn eða annan hátt – þótt það komi að vísu hljóð frá þeim líka. Skúlptúrarnir eru í raun eins konar rýmislegt nótnakerfi og syllurnar ákvarða hvar vifturnar eru staðsettar. Þar að auki vitna titlar skúlptúranna bæði í tónlist og skrifstofurými.“

Þegar gestir ganga inn í sýninguna eru þeir umsvifalaust orðnir partur af rýminu. Hljóðin sem þeir gefa frá sér magnast upp í hljóðnemunum og föt jafnt sem hár bærast í golunni sem vifturnar gefa frá sér. Þeir standa og horfa á sjónræn listaverk sem fjalla að mörgu leyti um það sem þeir eru að verða fyrir áhrifum af á líðandi stundu, með því að standa inni í sýningarrýminu eða með því einu að vera til.

Sólveig Eir Stewart


Sýningin mun standa opin til 13. september í Gallery Port. 

Ljósmyndir: birtar með leyfi listamannanna.

Frekari upplýsingar: vefsíða Ívars Glóa: www.ivargloi.infovefsíða Loga Leó: www.logileo.info

About connections and slowness

About connections and slowness

About connections and slowness

A look into the show Tunglið er spegill tímans and the artist book publishing ‘uns.

The show Tunglið er spegill tímans encloses the poetic and meticulous artistic research of Arild Tveito which proceeds with brilliant intuitions and smart connections, creating a constellation of ideas. At a first look the space of Harbinger seems quite empty, except for a table with three chairs, a book on display in a cabinet, and a few texts hung on the wall. The show is very minimal, but once we start reading the texts we get to know the unique universe created by Tveito: the conceptualism behind the exhibition unveils its nature and starts to fill up the space with an invisible network. On show there are clues of the connections through which the artist had sailed during his research, there is some kind of magical fascination in discovering how things are secretly linked and how many possibilities of being and of meaning are inherent in one single object, depending on how you look at it.

The idea for the show was born with the Scottish curator Gavin Morrison, a friend of Tveito, who invited him to collaborate for a printed edition titled Sunnudagur, 29. September, 1912, an Icelandic translation from English of a journal entry by David Pinsent, who visited Iceland with Ludwig Wittgenstein. David Pinsent wrote down their experience in a very synthetic diary, which skips completely any description of the landscape, revealing the pragmatics of the trip.

Draumkvæde illustrated by Gerhard Munthe, 1904. Courtesy of the artist Arild Tveito.

During his stay in Iceland, Arild discovered the poem Tunglið er spegill tímans by Matthías Johannessen which has been translated in Norwegian by Knut Ødegård. Contrasting David Pinsent’s journal, the poem is made out of beautiful and poetic descriptions of images that revolve around the idea of death. The poem has been published in a small bilingual edition by Dulheim, and can be purchased at Harbinger. 
Similar poetical visions can be found in the book on display in the show Draumkvæde, illustrated by the Norwegian artist Gerhard Munthe in 1904. Draumkvæde recalls the medieval dream visions tradition, where “the dreamer is characteristically in some state of sinfulness or melancholy; the dream is then a response to the visionary’s reality; and the vision allows him to undergo an imaginational or spiritual development so that his perspective is changed after the dream experience” as Arild Tveito explaines.

Exhibition View.

The installation Pataphysical Constellation consists of three chairs and the table borrowed from the National Gallery of Iceland and brought to Harbinger for the show. The furniture was designed by Matte Halme of Lepofinn, Finland, back in the 1987, and its Finnish origins took Arild Tveito back to his time as a student in Nordic Art School of Karleby in Finland, where he attended some lessons from the Swedish artist Mats B (1951-2009), guest professor from the Vestrogotiska Patafysiska Institutet, who introduced the students to the imaginary science: the ‘pataphysics.

Exhibition View.

Tveito’s artistic research is very much influenced by the ‘pataphysicians: they follow a theory placed on the border between philosophy and science. The ‘pataphysics was born at the beginning of the last century from the brilliant mind of the French writer Alfred Jarry, and has collected many followers within the visual art field through the years. The ‘pataphysics “[…] is the science of that which is superinduced upon metaphysics, whether within or beyond the latter’s limitations, extending as far beyond metaphysics as the latter extends beyond physics.” and “’Pataphysics will be, above all, the science of the particular, despite the common opinion that the only science is that of the general. ‘Pataphysics will examine the laws governing exceptions, and will explain the universe supplementary to this one.” (Alfred Jarry 1996, p.21). 
By doing that, ‘pataphysics opens a door to a new way of thinking about the world, a way ruled by creativity, which recalls the way a human brain works: jumping from one memory or thought to another, connecting them in unpredictable ways.

Footage of Ásta Fanney Sigurðardóttir reading from the poem Tunglið er spegill tímans by poet Matthías Johannessen. The reading was made on the last day of Arild Tveito exhibition 18. august (on Reykjavík culturnight). 

Arild Tveito had also been influenced by Miguel Tamen’s book Friends of Interpretable Objects (2004), because “It re-anchors aesthetics in the object of attention even as it redefines the practice, processes, meaning, and uses of interpretation. Tamen’s concern is to show how inanimate objects take on life through their interpretation – notably, in our own culture, as they are collected and housed in museums. It is his claim that an object becomes interpretable only in the context of a ‘society of friends’.”

Tunglið er spegill tímans is part of the summer program Print in media, a space to be walked which has been organised by ‘uns, a project run by Guðrún Benónýsdóttir. ‘uns goes well beyond the organisation of shows and the publication of art books, even though it does both, it is above all a creative pot: working with artists, curators and writers, Guðrún brings together thinkers to open up enriching conversations.

The books are the outcome of long processes which involve many characters, summing up their personal approaches and points of view, in order to create multilayered shows and multifaceted objects which encourage never ending exploration.

On one hand the books are the result of a wide cooperation, while on the other hand they are very personal and intimate objects for the reader. Guðrún explores and stretches the concept of book, ‘uns is a revolutionary reaction to the always-on-the-rush contemporary world we are living in: the book is understood as a personal medium of art which follows the reader’s inner and physical rhythm. The publications of ‘uns are gateways through which you can connect to art wherever you are and whenever you have time, they are devices which open up to portable exhibitions. By having a book with you, you have the possibility to go back again and again to those concepts or those artworks when you need to, building up a closer connection with art and disclosing the multilayered meanings contained in the artist books.

The writer Milan Kundera suggests in his novel Slowness that slowing down is a way to remember, it is the condition in which we can stay connected with ourselves and with the world around us, while speeding is the better way to escape of forget something, because while running we can’t have a comprehensive view of where we are and what is happening around us. Milan Kundera has a good understanding of the contemporary world: he clearly sees how technology and the pushing pace of modern life is changing our way of communicating and of relating to the outside world. A similar reflection brought Guðrún to found ‘uns, since the art world is also affected by this collective acceleration, and sometimes decelerating is the key to reset a personal pace according to our inner needs.

Ana Victoria Bruno


Photo Credit: Guðrún Benónýsdóttir

ABC Klubhuis í Antwerpen

ABC Klubhuis í Antwerpen

ABC Klubhuis í Antwerpen

Í Antwerpen í Belgíu eru nokkrir íslenskir listamenn búnir að koma sér vel fyrir, en þau stofnuðu sýningarrýmið ABC Klubhuis og eru orðin mikilvægur hluti af listalífinu í borginni.  ABC Klubhuis er rekið af: Baldvini Einarssyni, Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Helga Þórssyni, Jóhönnu Kristbjörgu Sigurðardóttur, Kristínu Karólínu Helgadóttur, Ófeigi Sigurðarssyni og Valgerði Sigurðardóttur.

Nýlega voru þau beðin um að sýningarstýra viðburðum og stórri sýningu hjá De Studio sem er hluti af listahátíðinni Antwerp Art Weekend. Sýningin bar heitið Helgi með ABC KlubhuisArt Weekend er þriggja daga hátíð með það markmið að kynna fyrir listasenuna fyrir almenningi og þau rými sem eru starfandi í borginni. Hátíðin gefur út bækling með kynningarefni og er því góð auglýsing fyrir listamannarekin rými.

Emma Heiðarsdóttir tók þátt í sýningu ABC Klubhuis en einnig með í annari sýningu sem var hluti af hátíðinni. Sú sýning bar heitið Back View og var sýnd í listamannarekna rýminu The Pink Houses en þar eru bæði gallerí og vinnustofur. 

artzine náði tali af Guðlaugu Míu einmum meðlima ABC Klubhuis og Emmu til að spyrja nokkurra spurninga og fá tilfinningu fyrir hátíðinni og listasenunni í Antwerpen: Antwerp Art eru samtökin sem stóðu fyrir hátíðinni en yfir 100 starfrækt listarými tóku þátt í að þessu sinni. Þetta er fjórða skiptið sem þessi viðburður er haldinn á jafn mörgum árum. Antwerp Art  eru samtök listamanna í borginni og þau sjá um alls skonar ólíka viðburði yfir árið svo sem gallerínótt, studíó heimsóknir og margt fleira til vekja athygli á listasenunni og þeim rýmum sem eru starfrækt í Antwerpen. Það var mikill heiður að vera boðið að sýningarstýra þessari sýningu hjá De Studio sem var aðalrými hátíðarinnar. Það kom okkur á óvart þar sem við erum frekar ný í senunni.


Frá sýningunni Helgi með ABC.

Hjá De Studio voru mismunandi viðburðir og sýningar en ABC Klubhuis stóð fyrir sýningu sem átti að endurspegla myndlistina og innihélt aðallega hlutbundna list eins og skúlptúra og málverk. En svo voru aðrir fengnir til að sýningarstýra sýningum og viðburðum með  vídeóverkum og gjörningum. Sýningin hjá ABC Klubhuis fór fram í þremur mismunandi rýmum: aðal sýningarsalnum, á bakvið tjöldin í vídeóherbergi þar sem áhorfandinn fékk innsýn í hversdagslíf listamannsins og í þriðja rýminu var bar og minjagripabúð. “Við nálgumst sýningarverkefnin soldið út frá því að allir fái að vera með og að áhorfandinn hafi auðveldan aðgang að myndlistinni. Viðhorf okkar er frekar blátt áfram og við erum ekki spila neina leiki eða reyna vera með einhverja kænsku.”

Hluti hópsins sem stendur á bakvið ABC Klubhuis býr líka að þeirri reynslu að hafa rekið sýningarrými í Reykjavík undir nafninu Kunstschlager sem enn er sárt saknað af mörgum sem fylgjast með því sem er að gerast á senunni á Íslandi. Sýningar þeirra einkennast af mikilli orku, stemmingu og gleði sem ómögulegt er að smitast ekki af. Þeirra viðhorf er að kýla á hlutina sama hvað. “Það er í raun miklu auðveldara að reka svona rými hérna úti þar sem viðhorfið er allt annað og okkur tekst að selja myndlistina mjög auðveldlega. Einnig hefur okkur verið alveg ótrúlega vel tekið sem nýrri orku inn í senuna.“

Það viðhorf ABC Klubhuismeðlima að allir séu með og að viðburðir þeirra einkennast af leikgleði kemur fram í því hvernig þau vinna sýningarnar en einnig aðgang áhorfandans að myndlistinni. Þau eru alltaf með bar inni í galleríinu þar sem þau selja áfengi og er kokteilvélin sem þau eiga orðin vel þekkt. Sú vél ásamt sala á minjagripum vakti mikla lukku yfir hátíðina þar sem listin var gerð aðgengileg öllum en ekki einungis efnuðum söfnurum. Þar bauðst fólki að kaupa minjagripi sem ABC Klubhuis lét útbúa og voru litlar útgáfur af verkunum á sýningunni  “Það var til dæmis kona sem keypti verk eftir Emmu en keypti líka lyklakyppu sem var miniature af sama verki” segir Mía.


Frá sýningunni Back View.

Verk Emmu eru einhverskonar viðbrögð og samtal við þau rými sem hún vinnur eða sýnir í og einkennast verkin af litlum inngripum og samtölum við hversdagsleikann. Áhorfandinn þarf jafnvel stundum að leita að  verkunum. Á sýningunni Back View sýnir Emma með Machteld Bernaert og er gerð tilraun til þess að bregðast við útsýninu útum gluggann á galleríinu. Þar hefur Emma tekið afsteypu af bárujárnsþaki og komið afsteypunni fyrir í rýminu í sömu sjónlínu og þakið sjálft sem er fyrir utan. “Mér finnst svo oft heillandi bakgarðar í Belgíu og sýningin er að leika með mörk sýningarrýmsins. Þannig að glugginn er opinn og verkin vísa til þess sem maður sér út.” Machteld Bernaert sem sýnir með Emmu endurgerir hversdagslega hluti eins og kaffibolla og þakrennur í keramík og setur smá kaffi í bollana þannig að áhorfandinn getur týnst á mörkum hversdagsleikans og þess  sviðsetta. Sýningin er þannig leikur með upphafningu hversdagsleikans eða “normalíseringu” á listaverkinu.

Emma segist finna fyrir mun á því sem er að gerast í myndlistinni í Antwerpen og svo á Íslandi að því leyti að í Antwerpen viðist fókusinn vera á hlutbundna eða formalíska list, á meðan senan á Íslandi einkennist frekar af gjörningum og viðburðum. Ég finn fyrir því að hérna úti er miklu meiri markaður fyrir myndlist og að safnarar séu áhrifavaldar hér en þó eru líka kraftmikil rými sem eru listamannarekin.”


Frá sýningunni Back View.

Fagurfræði listamannana sem reka ABC Klubhuis og Emmu virðast mjög ólík við fyrstu sín, þar sem verk Klúbbmeðlima einkennast af litagleði, formalisma, glamúr, glettni og einhverskonar súrrealískri bjögun á veruleikanum. Hinsvegar einkennast verk Emmu af ljóðrænum og litlum inngripum í umhverfið og hverdsagsleikann. Þó eiga verkin það oft sameiginlegt að vera skírkotanir í hið lifaða líf.  Einnig eiga þau það öll sameiginlegt að vinna í hlutbundni list sem einkennist frekar af upplifunum og fagurfræðilegum sjónarmiðum en fræðilegum. Þar sem upplifunum einstaklingsins er hampað frekar en stífri rökhyggju.

Listamennirnir sem tóku þátt í Helgi með ABC voru: Veronik Willems & Sophie Anson,David Bernstein, Bloeme Van Bon, Deborah Bowmann, Sarah & Charles, Baldvin Einarsson, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Emma HeiðarsdóttirKristín Karólína Helgadóttir, Pieter Jennes, Valérie Mannaerts, Bram Van Meervelde, Benny Van den Meulengracht-Vranx, Sophie Nys, OAOA, Philip Aguirre y Otegui, Sharon Van Overmeiren, Tom Poelmans, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Charline Tyberghein, Wim Wauman og Helgi Þórsson.

artzine þakkar fyrir áhugavert innlit í listalíf Klúbbhúmeðlima og er mun fróðari um listasenuna í Antwerpen en það er greynilega margt spennandi að gerast þar sem vert er að skoða.

Dagrún Aðalsteinsdóttir


Ljósmyndir eru birtar með leyfi  listamannana og ABC Klubhuis.
Vefsíður: abcklubhuis.com / Emma Heiðarsdóttir: emmaheidarsdottir.info

 

Um samúð

Um samúð

Um samúð

Í Hallgrímskirkju stendur yfir sýning Kristínar Reynisdóttur myndlistarmanns, til 13. maí. Hún ber titilinn Synjun og í sýningarskrá er fjallað um hvernig verk Kristínar vísa í stöðu flóttamanna og þann fjölda fólks sem hefur verið synjað um hæli hérlendis og erlendis. Í anddyri kirkjunnar má sjá krossa úr ólíkum viðartegundum sem vaxið hafa víðs vegar um heiminn en borist hingað til lands, rennda viðarboli í formi lágmynda og mynd af risastóru, neyðarappelsínugulu hjarta, lit sem einnig er á bakhlið viðarkrossanna.

Frá upphafi er óhætt að segja að list og samfélag tengist órjúfanlegum böndum. Á einn eða annan hátt er listin hluti af umhverfi sínu, hvort sem hún er andsvar við því, speglar það, setur fram heimspekilegar vangaveltur, eða er virkur hluti af því. Öldum saman hefur listin verið farvegur samfélagsins fyrir þjáningu, sorg, gleði og reiði. Listaverk eru eins og tímavélar, þau geta gert nokkrar aldir að engu, hinn sammannlegi þáttur er alltaf eins. Andlit aftan úr öldum lifnar við augliti til auglitis á striganum og mannlegar tilfinningar tjáðar í ljóði breytast ekki.

Undanfarna áratugi hafa listamenn í auknum mæli leitast við að virkja list sína innan ramma samfélagsins. Markmiðið er þá iðulega að reyna á einhvern hátt að nýta myndlistina til að auka lífsgæði, eða til að vekja athygli almennings á því sem betur má fara. Myndlist getur til dæmis aukið lífsgæði þegar listamenn leggja áherslu á mannlega og notendavæna þætti innan borgarskipulags, eða fegra umhverfi sitt. Þessi liststarfsemi gengur undir ýmsum nöfnum, á borð við „urban interventions“, eða „project-based community practise“, og fleira. Stundum rennur listin saman við félagsstarfsemi svo varla verður greint á milli. Síðan eru til listamenn eins og Rirkrit Tiravanija sem sérhæfa sig í að gefa fólki að borða – að vísu kannski ekki þeim sem mest þurfa á því að halda, heldur listunnendum sem mæta á opnun eða sýningu. En þannig má vekja athygli á margvíslegum möguleikum listarinnar.

Aðrir listamenn nálgast samfélagsleg málefni á hefðbundnari máta og í sjónrænu formi, eins og Kristín gerir á sýningu sinni, Synjun. Málefni flóttamanna á Íslandi eru sífellt í umræðunni, flestir koma – og fara – án þess að við vitum af því en einstaka mál ná athygli okkar í gegnum fjölmiðla og eru lýsandi dæmi fyrir þann alþjóðlega veruleika sem Ísland er hluti af. Árlega er fjölda fólks synjað um hæli hérlendis og það sent burt, ómögulegt er að ímynda sér hvernig er að standa í slíkum sporum. Hér kemur hin illræmda Dyflinnarregla við sögu en samkvæmt henni má senda þá sem áður teljast hafa sótt um hæli í öðru ríki innan Evrópusambandsins til baka þangað án þess að mál þeirra fái efnislega meðferð. Flóttamenn geta til dæmis lent í því að fingraför þeirra eru tekin á Ítalíu og sett í alþjóðlegan gagnagrunn og teljast þeir þá falla undir þessa reglu. Dyflinnarreglugerðin veitir löndum heimild en skikkar þau ekki til þess að senda fólk til baka, það er valkostur.

Óhætt að segja að aðstæður flóttamanna frá stríðshrjáðum ríkjum séu í brennidepli í samtímanum og aldrei er of oft minnt á nauðsyn þess að sýna náunganum samúð. Kannski má líka túlka sýningu Kristínar í víðara samhengi, sem kveikju að samúð, ekki bara í garð flóttamanna heldur allra, að ógleymdri nauðsyn þess að sýna sjálfum sér samúð.
Vonandi verður Synjun til þess að minna fjölmarga gesti Hallgrímskirkju á mikilvægi samúðarinnar. Hún gæti líka minnt á möguleika myndlistar og lista almennt séð til þess að vera virkt afl í málefnum samtímans. Aðferðir og möguleikar listamanna eru jafn ólíkir og margvíslegir og þeir eru margir.

Ragna Sigurðardóttir


Ljósmyndir: HGÓ

Að láta listina gerast

Að láta listina gerast

Að láta listina gerast

Það að setja upp alþjóðlega samsýningu myndlistarmanna í stórborg eins og Lundúnum getur verið meira en að segja það, en Sara Björnsdóttir myndlistarmaður lét það ekki stoppa sig. Hún fékk til liðs við sig hóp myndlistarmanna, leigði sýningarstað og hrinti verkefninu í framkvæmd. Sara vann að sýningunni í meira en eitt ár, en hún hefur búið og starfað að list sinni í borginni síðastliðin þrjú ár.

Sýningin, sem hét To Make Art Happen, og lauk um nýliðna helgi, var sú fyrsta af amk. þremur sambærilegum sýningum á þessu og næsta ári, sem Sara hyggst búa til, en hver sýning verður með sitt eigið þema og mismunandi listamenn.

Sýningarstaðurinn kallast Safe House, fjölnota niðurnítt, en bráðskemmtilegt, hús frá Viktoríutíma, sem tilheyrir að hluta athafnahverfinu Bussey Building í Peckhamhverfi í London. Bussey Building er í raun listamiðstöð, sér heimur, mitt í hinu fjölþjóðlega Peckham, með listagalleríum, líkamsræktarstöð, kaffihúsum, veitingahúsum, vinnustofum, brettahúsi og ýmsu fleira skemmtilegu.

Peckham hverfið sem slíkt er reyndar heill heimur út af fyrir sig og má hvetja fólk til að eyða þar degi, eða drjúgum hluta dags, þó ekki væri nema til að fá sér sæti fyrir utan gott kaffihús og virða fyrir sér fjölbreytilegt og iðandi mannlífið, margslungnar verslanir og þjónustu sem þarna er að finna.

En aftur að Safe House. Þar voru mættir listamennirnir Þóroddur Bjarnason, Darri Lorenzen, Snorri Ásmundsson, Sara Björnsdóttir, Sæmundur Þór Helgason, Frederique Pisuisse, Hatty Lee, David Cotterrell, Kevin Atherton, Libia Castro og Ólafur Ólafsson til að setja upp sýningu. Þemað var tími, og voru verkin öll með ákveðna tilvísun í tímahugtakið, mis sterkt þó eins og gengur.

Undirritaður sýndi verkið Hello My name is Thoroddur, akríl málverk á striga sem var endurgerð á vinsælum límmiða sem fólk notar gjarnan á mannamótum til að kynna sig, amk. í hinum enskumælandi heimi.  Skammt frá því verki mátti sjá verk eftir þau Lybiu Castro og Ólaf Ólafsson, Landið þitt er ekki til.  Í þessari nýju útgáfu verksins höfðu þau fengið sendiherra Íslands í Englandi til að mála málverk eftir tölustöfum ( paint by numbers ) með textanum Your Country Doesn´t Exist. Verkið samanstóð af málverkinu sjálfu, tveimur ljósmyndum af sendiherrranum að mála myndina, en hann valdi að mála mynd sína úti í hrauni, í stíl Kjarvals, og texta í ramma sem útlistaði gerð verksins. Þau Ólafur og Lybia hafa gert sambærileg verk víða annars staðar, meðal annars á Feneyjartvíæringnum þegar þau voru þar fulltrúar Íslands.


Hello My name is Thoroddur eftir Þórodd Bjarnason.


Landið þitt er ekki til eftir Libiu Castro og Ólaf Ólafsson.


Hér má sjá tvö verk eftir Hatty Lee.


Stilla úr videoverki Kevin Atherton en videoið var einnig hluti af gjörningi sem fluttur var á opnuninni.


Verk David Cotterrell.

Í sama rými mátti sjá staðbundnar ljósmyndir Hatty Lee, en hún tók myndir inni í Safe House, en bætti aðeins við fegurðargildi hússins með því að setja litað gler tímabundið inn í húsið fyrir myndatökuna.

Fjórði listamaðurinn á jarðhæð sýningarstaðarins var Kevin Atherton. Óhætt er að segja að myndbandsverk hans hafi verið marglaga. Verkið sýndi hann sjálfan sem ungan mann að boxa út í loftið. Skömmu síðar mætir andstæðingur til leiks, Atherton sjálfur, mörgum áratugum síðar, og boxar við unga manninn, og hefur sigur. Ellikerling sigrar tímann. Á opnun bættist enn eitt lagið við, þegar Atherton reimaði á sig stuttbuxur og boxhanska og boxaði “live” allt kvöldið við ungu útgáfuna af sjálfum sér.  Til upplýsingar má geta þess að í fyrstu útgáfu verksins boxuðu tveir ungir Athertonar við hvorn annan með hjálp kvikmyndatækninnar.

Á efri hæð hússins blasti fyrst við manni svart tjald, sem dregið var fyrir eitt herbergjanna í húsinu. Þegar tjaldið var dregið frá var komið inn í verk Darra Lorenzen. Verkið samanstóð af tímastilltu forrituðu ljósi í myrkvuðu rými sem dofnaði og birti til á víxl. Einnig mátti sjá litla snærisspotta sem hann hnýtti og lét hanga inni í herberginu, en óneitanlega fór maður að horfa á herbergið öðrum augum í þessum sífelldu ljósaskiptum, og taka eftir ýmsum smáatriðum.

Sara Björnsdóttir sýndi ljósmyndaverk. Fólk á ströndu sem horfði út á haf. Persónulegt verk, ein manneskja og tvær, sitjandi langt frá hvorri annarri, til skiptis.

Enn eru fjögur verk ónefnd. Á hægri hönd í rýminu sem sneri að götunni var það verk Frederique Pisuisse. Verkið, sem lá þvert eftir veggnum á einskonar hillu, var margslungið og margir miðlar notaðir. Leirkarl lá makindalega í horninu, hvít hendi lengst til hægri, ljósgjafi, og vídeó, bakvið mynstrað gler. Pisuisse sjálf tók þar viðtal við athafnamann.

Sæmundur Þór var á endaveggnum með litla sérsmíðaða lottókúlu, en verkið er tilvísun í listalotterí sem listamaðurinn hyggst halda innan tíðar.

Við hlið Sæmundar var verk sem auðvelt var að missa af ef maður gætti ekki að sér, verk David Cotterrell. iPhone sími var settur út í glugga, eins og einhver hefði gleymt honum þar. Stundum hringdi síminn, þannig að allir fóru ósjálfrátt að líta í kringum sig eða gramsa í vösum sínum, en inn á milli birtust á skjá símans persónuleg textaskilaboð milli elskenda eða pars.

Snorri Ásmundsson sýndi ljósmynd á arinveggnum. Hópur Íslendinga í Los Angeles, með Hollywood skiltið í baksýn, og allir í símanum. Tákn tímans. Allir saman, en samt enginn á staðnum.

Snorri framdi einnig gjörning á opnun, þar sem hann bað fólk um að skiptast við sig á jökkum, og svo koll af kolli þar til fjöldi manna var kominn í vitlausan jakka. Undirritaður greip í trompetinn og spilaði þjóðsöngva Íslands, Bretlands og ESB, á undan gjörningi Snorra.

To Make Art Happen stóð undir nafni. Sara lét listina „gerast“, og það er ekki allt búið enn.

Þóroddur Bjarnason

 


Ljósmyndir: Hatty Lee

Hægt er að sjá fleiri myndir og meira um verkefnið hér: facebook.com/toMakeArtHappen

Myndlistarrannsókn og tilraun vinnur Kvikmyndahátíðina í Berlín

Myndlistarrannsókn og tilraun vinnur Kvikmyndahátíðina í Berlín

Myndlistarrannsókn og tilraun vinnur Kvikmyndahátíðina í Berlín

Kvikmyndahátíðin í Berlín er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í A flokki á hverju ári. Í ár átti hún sér stað 15. til 25. febrúar. Ef dæma á af myndum og umfjöllun í meginstraumsfjölmiðlum mætti halda að hátíðin snerist um töfraljóma rauða teppisins. Það er hinsvegar ekki málið fyrir fagfólk og áhugafólk um kvikmynda- og myndbandslist. Hátíðin er mikilvæg miðstöð á þýsku og alþjóðlegu senunni um myndabands- og kvikmyndalist myndlistarmanna.

Kvikmyndirnar í aðalkeppninni um Gullbjörninn taka mjög mismunandi afstöðu gagnvart miðlinum og hægt er að líta á þær að hluta sem sýnishorn af hinum fjölmörgu flokkum hátíðarinnar. Í ár vann tilraunakennd rannsóknarmynd sem auðveldlega væri hægt að segja að sé fulltrúi Forum flokksins. Forum gæti útleggst á íslensku sem opinn samræðuvettvangur. Það var mynd leikstýrunnar og myndlistarkonunnar Adina Pintilie ‘Touch Me Not’ sem vann. Það má ekki horfa framhjá því að þessi ákvörðun hefur mikið menningarlegt og pólitískt mikilvægi. Hún er afgerandi yfirlýsing hinnar alþjóðlegu dómnefndar um hvert þau vilja að hátíðin stefni eftir að stjórnandi hennar Dieter Kosslick hættir árið 2019.

Þetta er yfirlýsing sem er mjög mikilvæg fyrir myndlistarmenn í kvikmyndagerð, sérstaklega í ljósi opinbers bréfs sem margir af helstu leikstjórum Þýskalands skrifuðu undir síðastliðinn nóvember og sem kallaði á áherslu á stærri nöfn og meiri töfraljóma frekar en áherslu hátíðarinnar á rannsókn á mismunandi afstöðum og möguleikum kvikmyndanna. Formaður dómnefndar, Tom Tykwer, skýrði ákvörðun dómnefndar með því að þau vildu ekki verðlauna það sem kvikmyndalistin gæti þegar gert vel heldur mikið frekar hvert kvikmyndalistin gæti farið í framtíðinni. Hann er að tala um möguleika kvikmyndarinnar. Stefnan er í átt tilraunarinnar.


Frá innsetningunni ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’. Frá vinstri til hægri: ‘Strange Meetings’ eftir Jane Jin Kaisen, ‘Pink Slime Ceasar Shift’ eftir Jen Liu og ‘Café Togo’ eftir Musquiqui Chihying og Gregor Kasper.

Þetta eru ekki ný átök eða umræður. Tilraunaflokkur hátíðarinnar, Forum, var upprunalega stofnaður sem ‘Hinn alþjóðlegi umræðuvettvangur um nýja kvikmyndalist’ á umrótsárunum í lok 7. áratugarins, sem mótvægi við Kvikmyndahátíðina í Berlín. Stofnhópurinn sem síðar varð að Arsenal, þýsku stofnuninni um kvikmynda- og myndabandslist, vildi umbreyta kvikmyndalistinni í vettvang uppbyggilegrar menningarlegrar umræðu og skoðanaskipta. Það var svo árið 1970, í kjölfar mikilvægra breytinga á Kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem Forum flokkurinn var innlimaður í hátíðina sem vettvangur fyrir kvikmyndir sem eiga heima á mörkum myndlistar og kvikmyndalistar og þar sem heimildarmyndir og skáldaðar myndir eru metnar á jafnræðisgrundvelli. Frá upphafi vildi Forum flokkurinn standa utan við keppnisandann og er ekki með nein opinber verðlaun. Hinsvegar eru fjöldinn allur af sjálfstæðum verðlaunum. Í ár voru kvenleikstjórar mjög sigursælar í flokknum.

Forum flokkurinn er hinsvegar aðallega helgaður myndum í fullri lengd og það var árið 2006 sem stjórnarformaður Arsenal stofnunarinnar, Stefanie Schulte Strathaus ásamt sjálfstæða kvikmynda- og myndlistar sýningarstjóranum Anselm Franke, stofnaði ‘Forum Expanded’ undirflokkinn – hinn útvíkkaði umræðuvettvang. Þar fá styttri myndir og einrása myndbandsverk að taka þátt ásamt innsetningarverkum og gjörningum. Afstaða Forum Expanded er að bjóða upp á gagnrýni og útvíkkaða skynjun á fyrirbærinu kvikmynd.


Stilla úr ‘Today Is 11th June 1993’ eftir Clarissa Thieme.

Þessi rýni tekur á sig form hópsýningar á innsetningaverkum ásamt röð kvikmyndasýninga í hefðbundnum kvikmyndasal. Forum hefur frá upphafi verið helgað tilraunakenndum frásagnarleiðum, óháð tegundaflokkunum, þar sem meiri áhætta hefur verið tekin en í öðrum flokkum hátíðarinnar og áhersla hefur verið á annars konar valmöguleika eða sýn á annars samþykktri kvikmyndasögu. Það sem gerir hinn útvíkkaða undirflokk sérstakan er að hann er vettvangur þar sem heimildarmyndir, skáldað efni, tilraunaefni, blendingar, einrása og margrása verk og innsetningar, kvikmynda- og myndbandsverk eru flokkuð saman og skoðuð í samhengi við hvort annað. Vettvangurinn er ekki bara einstakur, í sambandi við að horfa framhjá hefðbundnum tegundaflokkunum og merkimiðum eftir sýningarsniði, heldur er hann einnig einstakur að því leiti að í honum taka sýningastjórarnir ákveða afstöðu eða réttara sagt leggja í ákveðinn rannsóknarleiðangur með ákveðið sýningarheiti eða spurningu að leiðarljósi. Í þeirri rannsókn rúmast bæði heimsfrumsýningar á verkum og mikilvæg eldri verk ásamt nýlegum verkum af tvíæringum og öðrum sýningum. Í flokknum eru engin verðlaun.


Kvikmyndagerðar og myndlistakonan Clarissa Thieme.

Árið 2018 er Forum Expanded ennþá rekið í samstarfi Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín og Arsenal stofnunarinnar með Stefanie fremsta í flokki jafningja en Anselm Franke er meira á hlíðarlínunni þar sem hann er í dag yfirmaður kvikmynda- og myndlistardagskrá Húss Menninga Heimsins (‘Haus der Kulturen der Welt’) í Berlín. Auk Stefanie stendur að baki sýningunni 2018 sýningarstjórateymi sem samanstendur af sýríska kvikmynda og myndbandslistamanninum Khaled Abdulawahed, þýska tilraunakvikmynda sýningarstjóranum Ulrich Ziemons og listakonunni, sýningarstjóranum og einum af stofnanda ‘Contemporary Image Collective’ í Kairó, Maha Maamoun. Saman skipa þau teymi sem segir sögu af áherslunni á fjölbreytilega afstöðu í menningarpólitík Þýskalands.

Þetta árið var heiti sýningarinnar bein tilvitnun í spássíunótu Maya Deren frá 1947 um eiginleika Marxisma: ‘Kerfi sem er fært um að breyta sjálfu sér’ (‘A Mechanism Capable of Changing Itself’) og vísar í tilfelli sýningarinnar til kvikmyndalistarinnar sem er ekki aðeins fær um að koma af stað breytingum eða breytast heldur hefur einnig í sér getuna til að skapa ný skynjunarform. Samkvæmt Stefanie vísar heitið auk þess í stofnanarammann sjálfan sem verkin eru sýnd í. Kvikmyndafræðingurinn Ute Holl hélt ræðu á opnun Forum Expanded sýningarinnar um kenningalegan bakgrunn rannsóknarspurningarinnar og titilsins. ‘‘Eins og Maya Deren gerði ráð fyrir að sérhvert móttökuform kvikmyndarinnar umbreytti líka viðtakendum á sama tíma þá lýsir hugmynd hennar um kvikmyndalistina samáhrifum stýrikerfis þar sem tæknilegir, félagslegir og fagurfræðilegir þættir ásamt skynþáttum eru í stöðugu umbreytingarferli sem á sér stað á gagnkvæman hátt: ‘Kerfi sem er fært um að breyta sjálfu sér’,“ hélt Ute fram og hélt áfram: “Það var ósk Maya Deren að kvikmyndalistin myndi staðsetja okkur í sambandi við hið óþekkta frekar en að færa okkur undir stjórn hins staðlaða eða dæmigerða‘.’ Þetta er viðhorf sem bergmálar ekki aðeins í sýningarstjórninni á Forum / Forum Expanded í ár heldur er einnig hvatinn á bakvið ákvörðun hinnar alþjóðlegu dómnefndar sem veitti Gullbjörninn.

Eins og undanfarin ár átti sýningin sér stað bæði sem hópsýning í Akademie der Künste eða Akademíu listarinnar við Hansetenweg í Berlín og sem kvikmndasýningar þar og í Arsenal stofnunni við Potsdamer Platz. Í sýningunni virðast sýningarstjórarnir, eins og hin alþjóðlega dómnefnd, vera að leita að nýrri sýn á fortíðinni og leið til að umbreyta henni í nýja sýn á möguleikum framtíðarinnar þar sem lykilinn er áhersla á framtíðarmöguleika kvikmynda- og myndbandlistarinnar frekar en að verðlauna þaulreyndar aðferðir. Listamönnunum sem var boðið eru 58 talsins. Ný verk voru vanalega eftir yngri kynslóðina á meðan eldri verk voru valin úr sögu avant-garde kvikmyndagerðar, vanalega frá miðbiki 20. aldarinnar í Bandaríkjunum. Þegar litið er á afrekaskrá yngri listamanna kemur í ljós að þeir hafa flestir tekið virkan þátt í starfi mikilvægra þýska eða berlínskra liststofnanna, ýmist með því að sýna verk, taka við styrk, verið í námi eða eru á skrá hjá belínsku eða þýsku gallerí. Fáein verk koma úr stórum tvíæringum á síðasta ári.


Anouk de Clercq ásamt kollegum sínum fyrir utan Akademie der Künste.

Einn listamannanna er hin þekkta myndbandslistakona Anouk de Clercq sem heimsfrumsýndi nýjasta verk sitt ‘It’ í kvikmyndasal í Arsenal stofnuninni. Verkið er samstarfsverkefni með ljósmyndaranum Tom Callemin.’It’ eins og fyrri verk Anouk tekur sér sterka fagurfræðilega stöðu á milli myrkurs og ljóss og kannar hvað gerist þar á milli. Anouk, sem búsett er í Berlín, er mjög sýnileg í belínsku senunni en á sama tíma var hún að sýna myndbandsverk á tveim öðrum virtum sýningarstöðum í Berlín: í Künstlerhaus Bethanien í Kreuzberg og ACUD gallerí í Mitte hverfi. Einhverjir á Íslandi þekkja e.t.v. til verka Anouk en hún var handhafi SIM vinnustofudvalar árið 2006 og tók þátt í sýningu í Safni á Laugavegi undir sýningarstjórn Birtu Guðjónsdóttur. Síðan þá hefur Anouk ferðast átta sinnum til Íslands og jafnvel búið til verk sem eru innblásin af tíma hennar og ferðalögum á landinu.

Anouk er ein af stofnendum Auguste Orts, belgísks framleiðslu- og dreifingarfyrirtækis fyrir hljóð-og myndverk myndlistarmanna sem falla á milli flokkunarkerfa tegunda og forma. Verk Anouk eru framleidd af þessu fyrirtæki og fjármögnuð af flæmska Hljóð-og myndverkasjóðnum og einnig af rannsóknarsjóði Listaháskólans í Ghent en Anouk er með rannsóknarstöðu við þann skóla. Ég hitti hana stuttlega daginn fyrir frumsýninguna og spurði hana hvað vettvangurinn Forum Expanded þýddi fyrir hana sem listamann: “Það er algerlega frábært að sjá verk samferðamanna í listinni í sýningarstjórnuðu samhengi, sem er mjög sjaldgjæft fyrir stórar hátíðir. Venjulega einblína hátíðir á það nýjasta af því nýjasta, frumsýningar os.fr.v en hér blanda þeir nýju efni við eldri verk og leita eftir flæði í hverjum dagskrárlið. Og svo má nefna að vinir mínir og samferðamenn í kvikmyndalistinni búa út um allan heim og hérna fáum við tækifæri til að hittast aftur og skiptast á skoðunum um myndirnar sem við höfum séð, myndirnar sem við erum að undirbúa, o.sfr.v.’‘ Tilfinningin um að búa í tveim aðskildum heimum er eitthvað sem allir listamenn sem vinna með kvikmyndir og myndbönd þurfa að fást við. Það er mismunur á fjármögnun, tegundaflokkun, samhengi, umræðu og væntingum.

Ég spyr Anouk hvernig það hefur verið fyrir hana að tilheyra tveim mismunandi heimum: “Ég byrjaði bæði í myndlistarheiminum og í kvikmyndaheiminum á sama tíma: þessir tveir heimar mættust sjáldan. Á síðustu tveim árum eða svo hefur orðið til merkimiði fyrir það sem ég og samferðamenn mínir gera: ‘kvikmyndir myndlistarmanna’ (‘artist film’) eða hreyfimyndir myndlistarmanna (‘artist moving image’) þannig að flæðið á milli þessara tveggja heima hefur orðið betra. Það hefur orðið til sena sem er stöðugt að styrkjast og senan er með fótinn inn fyrir dyrnar bæði í kvikmynda- og myndlistarheiminum.


Sýningarstjórateymi Forum Expanded 2018. Frá vinstri til hægri: framkvæmdastjórinn Stefanie Schulte Strathaus, sýningarstjórinn og með-stofnandi  ‘Contemporary Image Collective’ í Kaíró, Maha Maamoun, Sýrlenski kvikmyndagerðar/video-listamaðurinn Khaled Abdulawahed og þýski tilraunakvikmynda sýningarstjórinn Ulrich Ziemons.

Söfn hafa orðið opnari og forvitnari um kvikmyndir og myndbönd, kvikmyndahátíðir eru að leita eftir nýjum leiðum í kvikmyndagerð og þannig komu þær auga á kvikmyndagerð myndlistarmanna. Það virðist vera að þessi sena af myndlistarmönnum sem eru að gera kvikmyndir, virki æ meir eins og brú á milli þessara tveggja heima.’

Anouk hefur sjálf verið virk í að brúa bilið en á árunum 2015 – 2017 skipulagði Auguste Orts verkefnið ‘On and For Production’ eða ‘Um og fyrir framleiðslu’, frumkvöðlaverkefni sem samanstóð af röð funda víðsvegar um Evrópu þar sem málefni tengd framleiðslu og fjármögnun á kvikmyndagerð myndlistarmanna voru rædd með þátttöku leiðandi fagfólks og fjármögnunaraðila úr báðum heimum. Christina Nord, fyrrverandi kvikmyndarýnir hjá ‘die tageszeitung’ dagblaðinu í Berlín og núverandi yfirmaður í menningardagskrárdeild Goethe stofnunarinnar, skrifaði grein um blendingsmyndir í sýningarskrá Forum / Forum Expanded, þar sem hún vitnar í orð kvikmyndagerðamannsins Marcin Malaszczak varðandi þetta: “Fyrir kvikmyndagerðamenn, fyrir verkið sjálft, skipta tegundaflokkaskipanir ekki máli. Þessar tegundaflokkanir eru aðeins nauðsynlegar þegar verið er að sækja um styrk, þegar þú vilt vinna í kerfinu. Þá þarf að stimpla allt. Sama á við um flestar hátíðir.“ Þetta er hvatinn á baki verkefni Anouk að færa saman fjármögnunaraðlia í myndlistar- og kvikmyndaheiminum til að hefja samræður og skoðanaskipti, til að brúa þessa tvo heima.


Akademie der Künste – einn af stöðunum þar sem Forum Expanded á Berlinale Film Festival fór fram.

Annar listamaður sem heimsfrumsýndi einrása verk í kvikmyndasal Akademíunnar er þýska tilraunakvikmyndagerðakonan Clarissa Thieme, fyrrverandi aðstoðarprófessor við Listaháskólann í Berlin og nýlega handhafi rannsóknarstöðu við berlínsku rannsóknarmiðstöðina fyrir æðri rannsóknir í listum og vísindum (‘BAS’). Myndin hennarToday Is 11th June 1993′ var þróuð í ramma myndlistarrannsóknarstyrks við stofnunina sem Clarissa hefur fengið til að rannsaka myndbandsupptökur úr myndbandssafni Hamdija Kresevljakovic í Sarajevo.

Myndin er fyrsta listræna niðurstaðan úr rannsóknarverkefninu en meira er á leiðinni fljótlega, gjörningur og myndbandsinnsetning. Myndbandssafnið samanstendur af upptökum sem teknar voru á meðan á fjögurra ára umsátri um Sarajevo stóð yfir, og var tekið bæði af Kreševljakovic bræðrum og safnað frá frá fólki sem bjó í borginni á þessum tíma. Í mynd Clarissu situr þýðandi í lokuðum bás fyrir framan vörpun á myndbandsupptöku úr safninu sem sýnir heimagerða vísindaskáldsögu þar sem hópur af ungu fólki ímyndar sér að flýja umsátrið með hjálp tímavélar. Þetta er einhvers konar framtíðarútópíu ímyndunarfantasía og þess vegna frumlegt efni til að nota fyrir pólítíska og félagslega umræðu.

Í Spurningum&Svörum eftir sýninguna benti Clarissa á að safnið sýnir sjónarhorn sem er mjög ólíkt umfjöllun meginstraumsfjölmiðla frá þessum tíma og geti það því þjónað sem einskonar gluggi aftur í þennan tíma. Hvernig eigi að sýna og upplifa efni úr söfnum er ríkt svið til að gera tilraunir með og Clarissa gerir þetta á mjög áhugaverðan hátt með þvi að búa til brú á milli þá og nú með því að endurtaka í bergmáli fyriráætlanir hinna upprunalegu kvikmyndagerðamanna.

Myndin, sem virðist í fyrstu vera einföld sviðsetning á efninu, er marglaga og kveikir á hugrenningum og tengingum hjá áhorfandanum, ekki aðeins um hvernig umsátrið um Sarajevo var sett fram með almennum stöðluðum hætti árið 1993 og síðar, heldur einnig um hvernig umsátur í samtímanum eru sýnd í meginstraumsfjölmiðlum dagsins í dag. “Forum Expanded er blendingsvettvangur þar sem kvikmyndalist og myndlist mætast. Og það lýsir mjög mínu eigin starfi. Á mjög áhugaverðan hátt þá er vettvangurinn listræn tilraun í sjálfu sér sem spyr spurninga um merkingu kvikmyndalistar í samtímanum og hvað hún gæti orðið. Spurningar vaknar ekki einungis vegna verkanna sem sýnd eru heldur einnig vegna áhorfenda. Þetta er mjög dýrmætur hugsunartankur og rannsóknarstofa“, svarar Clarissa þegar ég spyr hana af hvað það sé sem gerir það mikilvægt að sýna verkið hennar á hátíðinni. “Mér finnst það mjög áhugavert að Forum / Forum Expanded sé staðsett sem flokkur í Kvikmyndahátíðinni í Berlín, kvikmyndahátíð í A-flokki með svo marga aðra flokka og með evrópska kvikmyndamarkaðinn í Martin Gropius Bau safninu sem er með þúsundir mynda sem eru ekki einu sinni á lista í sýningarskrá hátíðarinnar.

Á vissan hátt eru Forum Expanded og evrópski kvikmyndamarkaðurinn á sitthvorum enda ‘öfganna’. Með mjög mikilli einföldun má auðvitað segja að þar sé að finna muninn á milli myndlist og söluvænna kvikmynda. Ég held að við getum ekki litið framhjá þeirri staðreynd að mismunandi dreifingar- og fjármögnunarleiðir hafa mikil áhrif á verkin okkar. Ég sé þetta ekki svona svart og hvítt. Ég hef til dæmis mikinn skilning á dreifingu í kvikmyndaheiminum sem hefur það að markmiði að eins margt fólk og mögulegt er sjái verkið. Þetta er mjög ólík þeirri einkaréttar nálgun sem felst í að búa til aðeins fimm eintök sem seld eru sem listaverk. Það eru jákvæð og neikvæð áhrif sem koma úr báðum þessum áttum að mínu viti. Mér finnst gott að skoða þetta mjög gaumgæfilega. Oftast höfum við ekki algerlega frjálst val hvernig við framleiðum og sjósetjum verkin okkar. En auðvitað sem myndlistarmaður eða kvikmyndagerðamaður þá þarftu að þekkja vel hinar ólíku leiðir til þess að geta stefnt að því sem er best fyrir verkið sem þú ert að vinna að á hverri stundu. Segjum að það séu mjög ólíkir kvikmyndaheimar undir þaki Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Í tíu daga þá segir fólk þér að það geri kvikmyndir og þau gera það líka öll. En þetta er eins og hittingur mismunandi vetrarbrauta. Þar sem ég nýt skoðanaskipta í fremstu röð og þar sem þú finnur í sérhverjum þessara mismunandi kvikmyndaheimum fólk sem sannarlega elskar kvikmyndir og myndlist og brennur fyrir því sem það gerir, þá nýt ég þess mjög að Forum / Forum Expanded sé staðsett innan Kvikmyndahátíðarinnr í Berlín og finnst vettangurinn veita bæði innblástur og koma stöðugt á óvart.“

Hulda Rós Guðnadóttir


Aðalmynd með grein: Frá innsetningunni ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’. 2-rása video innsetning ‘Third Part of the Third Measure’ eftir The Otolith Group.

Ljósmyndir: með leyfi höfunds greinarinnar og listamanna.

UA-76827897-1