Listin og aktívisminn – Töfrafundur áratug síðar

Listin og aktívisminn – Töfrafundur áratug síðar

Listin og aktívisminn – Töfrafundur áratug síðar

„Töfrafundur – áratug síðar” var yfirskrift sýningar þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar sem stóð yfir í Hafnarborg frá 20. mars til 31. maí s.l.  Sýningin var beint  framhald gjörningsins „Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland” sem sameinaði tónlist, myndlist og kröfugerð um innleiðingu nýju stjórnarskrárinnar og fluttur var 3. október 2020 í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi, á götum úti við Stjórnarráðið og Alþingi Íslands. Gjörningurinn sem er einn eftirminnilegasti listviðburður síðasta árs var unninn í samstarfi við Listahátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík en var einnig risavaxið samstarfsverkefni þeirra Libiu og Ólafs við sýningastjórana Guðnýju Guðmundsdóttur í Berlín og Sunnu Ástþórsdóttur í Reykjavík, Stjórnarskrár félagið og Félag kvenna um nýja stjórnarskrá auk fjölda annara svo sem aðgerða- og umhverfissinna, tónskálda, tónlistafólks og grafíklistamanna. Fyrir þetta verk hlutu höfundarnir Íslensku myndlistarverðlaunin 2020.

Sýningin í Hafnarborg núna í vor var yfirlit verka þeirra síðasta áratuginn sem eiga það sammerkt að fjalla um stjórnarskrárnar. Þessi verk eru þó ekki fyrstu verk tvíeykisins sem hafa pólitíska eða félagslega skírskotun enda hafa félagsvísindi, pólitík, samtal og samvinna við aðra listamenn, félagsvísindafólk og fræðimenn ávallt fléttast inn í list þeirra. Gjörningurinn “Í leit að töfrum” hefur þó sennilega sprengt met þeirra í fjölda samstarfsaðila því að þessum stórbrotna myndlistar-, tónlistar- og aðgerðarsinnagjörningi komu vel yfir 150 listamenn og aðgerðarsinnar. 

Í gjörningnum var port Hafnarhússsins, Listasafns Reykjavíkur nánast þakið máluðum, áprentuðum og ísaumuðum textílverkum í formi áróðurstengdra borða og fána, auk þess sem stórar diskókúlur og lýsing ýfðu upp stemninguna sem var í senn hátíðleg, blönduð fögnuði, von og baráttugleði. Hver tónlistamaður eða tónlistahópur flutti sína kafla af tónlist hér og þar í salnum allt frá pönkútsetningum til klassískra kammertóna, raftónlistar og kórverka. Verkin voru ýmist sungnir, talaðir, rímaðir eða rappaðir stjórnarskrár kaflar, flestir fluttir á íslensku, en líka á pólsku, ensku og grænlensku auk þess sem barnakór, popparar og þjóðlagatónskáld tróðu upp.  

Eftir um fjögurra klukkustunda gjörning í safninu voru risavaxnir borðarnir bornir út þar sem hópur fólks, bæði úr Stjórnarskrárfélaginu, Samtökum kvenna um nýja stjórnarskrá, náttúruverndarsamtökum, listamenn og aðrir aktívistar tóku þátt í að ganga með borðana hrópandi kröfur sínar í takt við gjallarhornið sem glumdi í forgrunni. Gengið var frá Listasafninu að Stjórnarráðinu þar sem staldrað var við en endað við Alþingishúsið þar sem skærbleikir risaborðarnir sem mynduðu setninguna „Nýju stjórnarskrána takk!” voru hífðir upp með krana framan við þinghúsið. Skilaboðin einföld en eins og risavaxin upphrópun fyrir þingheim og almenning að vera minnt á að þjóðin á nýja stjórnarskrá.

Myndband með „Aðfaraorðum“ Lag og söngur: Lay Low.

Sýningin í Hafnarborg

Sýningin í Hafnarborg var stór myndbandsinnsetning sem lýsir ferli verkanna síðasta áratuginn ýmist í formi heimilda úr fréttum eða gjörningum um efnið, endurbirting muna svo sem á upprunalegum handritum stjórnarskránna frá 1874, 1920 og 1944 og tillögu Íslendinga frá 1873. Sýningin var einni vörðuð ýmsum þáttum sem tengdist gjörningnum í byrjun október svo sem textílverkunum/borðunum, skissum unnum fyrir gjörninginn og litskrúðugum stærri myndverkum sem lýstu tónlistabræðingnum. Einnig mátti þar finna potta og pönnur sem minntu okkur á búsáhaldabyltinguna sem nýja stjórnarskráin spratt upp úr. 

Í innra rými sýningarinnar sem vísaði til stofu í heimahúsi með sjónvarpi og fjarstýringu mátti setjast niður og leita að völdum köflum myndbandsins. Sýningin tók ýmsum breytingum yfir sýningartímann en samhliða henni var rekinn pop-up markaður á silkiþrykktum bolum og varningi með slagorðum. Auk þess voru settar upp vinnustofur – Töfrasmiðja – með prent- og saumaverkstæði og fundaraðtöðu fyrir aktívista. Þá var hengt upp verk á gafli Hafnarborgar sem seinna var fjarlægt og svo hengt upp aftur en það olli miklu fjaðrafoki innan bæði stjórnmála- og myndlistaheimsins.

Artzine ræddi við þau Líbíu og Óla um stjórnarskrárverkin og þann tíu ára feril sem leiddi til sýningarinnar í Hafnarborg,  gjörninginn sem færði þeim myndlistarverðlaunin og samtalið milli listar og aktívismans síðasta áratuginn sem inniheldur baráttu þeirra fyrir nýrri stjórnarskrá.

Artzine hitti þau Libiu og Ólaf og spurði þau hvaðan þessi mikla samvinnugleði sprettur og hvaðan áhuginn á því að vinna með pólitísk álitamál í myndlistinni kemur.

Libia: „Við höfum orðið fyrir áhrifum úr ýmsum áttum. Við heilluðumst sérstaklega af suður amerískum listamönnum, m.a. frá Chile frá sjöunda og áttunda áratugnum og af Neo-concretista hreyfingunni í Brasilíu. Einnig hrifumst við af Fluxus sem alþjóðlegri myndlistahreyfingu sem brúaði vestrið og Asíu. Staðan fyrir þann tíma í Evrópu var okkur einnig mjög hugleikinn í gegnum aðferðir Situationistanna en þeir voru bæði félagshyggjulega og pólitískt þenkjandi auk þess að koma úr fjölbreyttum áttum. Þar varð ævinlega til samtal mismunandi listamanna t.d. myndlistarmanna við ljóðskáld og arkitekta. Ef maður er að vinna með lífið og umhverfið út frá gagnrýnum félagshyggjulegum nótum þá er ekki hægt að horfa bara út frá einum fleti eða sjónarhorni. Það beinlínis kallar á samvinnu úr ýmsum áttum. Útkoman verður þá ekki eingöngu bundin myndlist heldur verður til víðara samtal svo sem samtal milli listarinnar við heimspekina, við sviðslistirnar, við blaðamennskuna og fleiri greinar”.

Ferill hugmynda og verka?

Libia: „Við hófum vinnuna við stjórnarskrárverkin árið 2007 – útfrá þeirri hugmynd að gera innihald gömlu stjórnarskrárinnar opinbert og sýnilegt. Fyrri hluti þess verks var þá frumflutningur á tónlistargjörningi í Ketilhúsinu á Akureyri í mars 2008 sem liður í sýningunni Bæ, bæ Ísland í Listasafninu á Akureyri en við höfðum fengið tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur til að semja í samstarfi við okkur tónverk við alla núgildandi stjórnarskrá.“

Ólafur: „Á þessum tíma hófum við samningaviðræður við RÚV um hvort áhugi væri fyrir því að sjónvarpa verkinu beint en svo reyndist ekki vera. Einhver áhugi hafði þó kveiknað og hafði fréttastofa RÚV samband við safnið í kjölfar flutningsins og óskað eftir myndbroti sem svo var sýnt í fréttunum. Í áratugi hafði myndlist nær eingöngu verið sýnd í lok fréttatíma sem enda innslag eða niðurlag frétta og textinn jafnvel runnið yfir listina með undirspili úr frægum kvikmyndum.

Við vorum því nokkuð ánægð með að fá pláss í sjálfum fréttatímanum og þótti það fréttnæmt í sjálfu sér. Eftir þetta hafði RÚV samband við okkur og vildu fá að flytja verkið í heilu lagi í útvarpi. Við höfnuðum því þar sem við vildum reyna áfram að fá verkinu sjónvarpað og töldum að það gæti dregið úr líkunum á að fá það í gegn ef verkið hefði verið flutt í heild sinni í útvarpi. Að endingu samþykktum við gerð langs útvarpsþáttar sem byggðist einnig á viðtölum við okkur og Karólínu. Hluti af tónlistinni hennar varð svo þematónlist þáttar sem Ævar Kjartansson og Jón Ormur gerðu seinna um stjórnarskrárnar.“

Libia: „Árið 2011 gerðum við svo annan hluta verksins en á þeim tíma var búið að kalla saman stjórnlagaráð og skrifin við nýju stjórnarskrána hafin. Ólöf K. Sigurðardóttir hafði boðið okkur að vera með einkasýningu í Hafnarborg og við ákváðum að leita aftur eftir samstarfi við RÚV sem í þetta sinn gekk eftir. Við tókum verkið upp í samstarfi við sjónvarpið í myndveri RÚV og var það bæði sýnt í Hafnarborg og því sjónvarpað. Á þeim tíma var áhuginn fyrir stjórnarskránni orðinn meiri í samfélaginu. Þá hjálpaði það til að við værum fulltrúar Íslands á Feneyjartvíæringinn þetta sama ár.

Fundurinn í Gerðarsafni 2017 var svo haldinn á fimm ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána á samsýningunni Sovereign | Colony sem Listahátíðin Cycles stóð fyrir en þar sýndum við frumrit stjórnarskránna frá 1874, 1920 og 1944, ásamt prentaðri útgáfu af dönsku stjórnarskránni frá 1849, fjölrituðu eintaki af nýju stjórnarskrártillögunni frá 2011 og fl. Þetta urðu ákveðin tímamót hjá okkur einnig því þarna leggjum við grunnin að áframhaldandi vexti verksins. Við heilluðumst líka af umrótinu sem nýja stjórnarskráin spratt upp úr en pólitíski jarðvegurinn sem hún verður til í er svo gjörólíkur þeim sem sú gamla kemur úr. Hún verður til í eftirleik hrunsins, samin af stjórnlagaráði, 25 manna margbreytilegum vinnuhóp sem var kosinn til verksins af almenningi. Fundurinn í Gerðarsafni átti að spegla það og innihalda mismunandi raddir en við buðum stjórnmálafólki og listafólki til fundarins að ræða innihald og samanburð nýju og gömlu stjórnarskrárinnar. Okkur langaði að halda nýju stjórnarskránni á lofti og sjá til þess að hún félli ekki í gleymsku strax.

Það hefur verið stöðug barátta stjórnarskrárfélagsins að halda nýju stjórnarskránni á lofti með markvissum aðgerðum og stemma stigu við þögguninni sem hefur átt sér stað í samfélaginu gagnvart henni. Verkin okkar eru hluti af þeirri baráttu. Við gengum til liðs við Stjórnarskrárfélagið á sínum tíma og fórum samhliða því að þróa þá hugmynd að setja alla krafta okkar í að vinna að framgangi nýju stjórnarskrárinnar. Setja hana í tónlistarlegan búning og kallast þannig á við verkið sem við gerðum með gömlu stjórnarskrána.“

Textílverk eða áróðurfánar?

Ólafur: „Vísirinn að þessari textílmaníu, varð eiginlega til þarna í Gerðarsafni 22. september 2017 þegar við málum textann „20. Október 2012” á vegginn. Dagsetningu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána. Á sýningunni okkar í Hafnarborg sýndum við „textílverkin” okkar sem í öðru samhengi kallast „bannerar” eða „áróðursfánar”. Í upphafi máluðum við á vegginn en fórum svo að mála með akrýlmálningu á textíl. Við færðum því kjurra veggjalist yfir í hreyfanlega textíllist sem svo sprakk út í allskyns textílverkum, saumuðum, máluðum og þrykktum. Ég talaði oft um textílverkin okkar sem „bannera” sem er ekki hugmynd úr listheiminum svo núna er ég meðvitað farinn að vísa til þeirra einnig sem textílverka, sem þau líka eru.“

Tónlistarleg hámenning og lágmenning:

Ólafur: Í vinnunni með gömlu stjórnarskrána ákváðum við að nota klassíska nútímatónlist og þá annars vegar þar sem form hennar er svo teygjanlegt. Þannig getur t.d. tímarammi slíks verks auðveldlega spannað 8 blaðsíður af texta. Hinsvegar höfum við lengi vel skipt menningunni í há- og lágmenningu og þar sem klassísk tónlist hefur jafnan flokkast undir hina svokölluðu „hámenningu” þá ákváðum við að nota klassíska nútímatónlist. Í ljósi innihaldsins og virði þess fyrir samfélagið var það meðvituð ákvörðun að nota svona gildishlaðna „hámenningarlega” tónlistartegund. Karólína valdi í samtali við okkur að semja verkið bara fyrir píanó, kontrabassa, tvo einsöngvara og kór. Í gjörningnum í október vildum við svo hafa aðra nálgun. Okkur tókst ekki að hafa allar mögulegar tegundir tónlistar innan verksins, ha, ha…. Þá unnum við með fjölda tónskálda auk þess að reyna að innvikla eins mikla samvinnu og samtal inn í verkið og hægt var.

Libia: Við byrjuðum að vinna með níu tónskáldum, bjuggum til þrjá hópa með þremur í hvorum svo tónskáldin áttu líka sitt innbyrðis samtal. Svo ákváðum við í sameiningu að tónsmiðirnir fengju tilfallandi greinar til að vinna með, úr hinum ýmsu köflum stjórnarskrárinnar, þannig að verk þeirra fléttuðust saman, en endanlegur flutningur var þó línulegur.

Faraldurinn:

Ólafur: Þegar við hófumst handa við að vinna að gjörningnum í Berlín og þegar við vorum að prufukeyra fyrstu hugmyndir tónsmiðanna á Íslandi haustið 2019 höfðum við ekki hugmynd um það sem koma skyldi. Upphaflega vorum við að hugsa um að gjörningurinn gæti rúmað þátttöku allt að 800 manns auk almennings. Seinna vorum við komin með spurninguna um hvort við gætum yfir höfuð framkvæmt þetta vegna Covid faraldursins.

Libia: „Það er í raun ekki hægt að horfa á verkið án þess að setja það í samhengi við Covid. Það hefur verið krefjandi í þessu ferli að vinna í kringum það. Við þurftum að breyta ýmsu vegna faraldursins en við náðum þó að halda í þá grunnþætti sem við vildum. Uppsetning verksins hélt flæðinu sem við höfðum hugsað okkur en var líka ákveðin málamiðlun þar sem dregið var úr ýmsu og við þurftum auðvitað að takmarka hópa áhorfenda í ákveðin tímahólf. Þá var verkinu einu sinni frestað og dagsetningin færð frá júní fram í október og næstum einnig frestað þá, en við ákváðum að halda okkar striki.“

Samvinnan og stærðarskalinn?

Libia: „Ferlið við gjörninginn var unnið með sýningarstjórunum Guðnýju Guðmundsdóttur sem hefur tónlistarlegan bakgrunn og er framkvæmdastjóri Cycle listahátíðarinnar og Sunnu Ástþórsdóttur í Reykjavík sem hefur sinn bakgrunn í listfræði og starfar á Nýlistasafninu. Ferlið var bæði skipulega unnið og kaotískt í senn. Í upphafi vorum við bara fjögurra manna teymi en svo förum við að vera í sambandi við tónskáldin og tónlistarfólkið, Listasafn Reykjavíkur, sjónvarpið og svo auðvitað aktívistana og aðstoðarfólk svo þetta var stundum dáldið brjálað. Covid kallaði auðvitað líka yfir okkur þetta dásamlega kaotíska ástand. Þá var samvinnan á fjölbreyttum grunni og mikil samskipti sem urðu á köflum yfirþyrmandi en þetta var líka ferli sem tók tvö og hálft ár í vinnslu.

Þar sem við erum að vinna með lifandi ferli þá á verkið sér einnig sitt sjálfstæða líf. Verkið krefur okkur um að vinna á þessum stærðarskala því málið sjálft er samfélagslega á þessum stærðarskala. Við erum að tala um lög og grunnstoðir þjóðríkis. Stjórnarskrárfélagið er lífræn hreyfing  sem hefur þurft að glíma við þöggun og þá jafnvel minkað en svo aftur stækkað á víxl. Þetta er eðli aktívismans. Hreyfingar þróast og breytast og á einum tímapunkti geta verið fimm einstaklingar að þrýsta á og halda uppi málstaðnum en svo getur allt sprungið. Okkur fannst að listræna upplifunin yrði að vera eins almenn og stór og hægt væri. Við vorum að ramma gjörninginn inn innandyra í safninu í þessu myndræna formi með því að líkja eftir stóru tónleikahúsi en svo var ekki síður mikilvægt að yfirgefa safnið og halda áfram á götum úti í almannarýminu”.

Aktívismi eða list?

Ólafur: „Skilgreiningin á því hvað sé list og hvað ekki er ekki til sem eitthvað endanlegt og formfast og sama á við um aktívisma. List er alltaf í endurmótun og tilvist hennar byggir á samhengi við menningu, hugmyndafræði, valdastrúktúr og valdaforræði hvers tíma í sögulegu samhengi. Hún er bara eitthvað sem við finnum upp á, viðhöldum, breytum, brjótum upp, berjumst fyrir, storkum eða enduruppgötvum jafnóðum“.

Libia: „Þetta er raunar bæði list og aktívismi sem getur vel gengið samtímis. Það er nauðsynlegt að láta ekki draga úr sér móðinn vegna einhverra strangra skilgreininga sem tíðarandinn setur manni hverju sinni heldur halda áfram að spyrja og storka listinni í gegnum reynsluna og verkin sjálf. Listin er niðurstaða þess samkomulags sem tíðarandinn setur okkur en hún er líka verkfæri til að endurspegla hann og jafnvel gagnrýna hann og ásamt öðrum greinum og fræðisviðum spyrja spurninga og reyna að hafa áhrif til breytinga”.

Þöggun eða ritskoðun?

Ólafur: „það má velta vöngum yfir ýmsum þáttum þegar kemur að fjölmiðlum og þeirri athygli eða kannski stundum fálæti sem sumir fjölmiðlar sýndu á ýmsum stigum í vinnuferli okkar með stjórnarskrárnar.  Það má einnig velta því fyrir sér hvort sjónvarpsmiðlarnir þurfi ekki að taka meiri þátt í að starfa með myndlistarfólki og móta sér þar skýrari stefnu. Kannski þurfa allar menningastofnanir að átta sig betur á hlutverki sínu við að miðla og styrkja list því innihald verka sem á einhvern hátt eru samfélagsádeila eða hafa pólitíska skírskotun eiga ekki að vera sniðgengin eða þögguð niður af ótta við að stofnanirnar sjálfar séu að taka málefnalega afstöðu. 

Listafólk verður að hafa frelsi í sinni listsköpun svo lengi sem ekki er farið yfir ákveðin siðferðisviðmið. Við göngum ekki svo langt að segja að verk okkar hafi verið ritskoðuð af fjölmiðlum en mörgum þótti stundum grunsamleg þögn í kringum ákveðna hluta þessara verka.  Sýningin í Hafnarborg hefur þó óumdeilanlega orðið fyrir ritskoðun því sunnudaginn 2. Maí var textílverk sem við hengdum á  gafl Hafnarborgar samkvæmt leyfisveitingu verið fjarlægt. Verkið var uppstækkuð eftirmynd eins af þjóðfundarmiðunum, nú víðfrægu, frá þjóðfundinum 2010 sem innihélt eftirfarandi skilaboð til þingheims „EKKI KJAFTA YKKUR FRÁ NIÐURSTÖÐUM STJÓRNLAGAÞINGS”.  Okkur var tilkynnt símleiðis um morguninn frá starfandi forstöðumanni Hafnarborgar að bæjarstjóri Hafnarfjarðar Rósa Guðbjartsdóttir hefði fyrirskipað að verkið yrði samstundis tekið niður. 

Þegar við svo mættum á staðinn skömmu síðar var þegar búið að fjarlægja verkið án nokkurs samráðs. Við sáum okkur ekki annað fært en að kalla til lögreglu og tilkynntum um hvarf verksins þar sem engin ummerki voru lengur um það eða hvar það væri niðurkomið. Verkinu var síðar skilað til okkar af bæjarstarfsmanni en skilaboðin skýr. Verkið skyldi ekki hanga uppi. 

Þessi aðgerð og aðför að listinni er auðvitað stóralvarleg en við höfum sýnt um allan heim, jafnvel á Kúbu og í Tyrklandi og höfum aldrei orðið fyrir álíka uppákomu af hendi stjórnvalda. Málið fór fyrir bæjarráðs- og bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði og eftir yfiirlýsingar frá Íslandsdeild ICOM, BÍL og fleiri aðila fékkst verkið hengt upp á ný en tveimur vikum síðar”.

Eftir að sýningunni í Hafnarborg lauk hóf textílverkið víðfræga „EKKI KJAFTA YKKUR FRÁ NIÐURSTÖÐUM STJÓRNLAGAÞINGS” í hringferð um landið, m.a. til Ísafjarðar og Akureyrar.

María Pétursdóttir


Ljósmyndir: María Pétursdóttir, Myndband / Video Libia Castro & Töfrateymið / The Magic Team.

Magic Meeting – A deade on!

Magic Meeting – A deade on!

Magic Meeting – A deade on!

The exhibition “Magic Meeting – A Decade On!” by Libia Castro and Ólafur Ólafsson in Hafnarborg opened on the 20th of March 2021. The exhibition is a continuation of the multivocal music, visual art and activist performance „In Search of Magic – A Proposal for a New Constitution for the Republic of Iceland” that took place on the 3rd of October in the Reykjavik Art Museum, Hafnarhúsið, continued out on the streets, in front of the Prime Minister’s office ending in Austurvöllur public square in front of the parliament. The event was made in collaboration and co-produced with Cycle Music and Art Festival and was part of the program of the Reykjavik Art Festival. The performance is the most memorable art event of the year and was a collective work on a huge scale between the artists Libia & Ólafur, the curators Guðný Guðmundsdóttir and Sunna Ástþórsdóttir, well known composers and musicians, activists in The Constitutional Association, Women for The Constitution and environmentalists, graphic artists, technicians and others. See Cycle.is for a full list of collaborators. The duo was awarded the Icelandic Art Prize 2021 for their collective performance.

The exhibition in Hafnarborg comprises works of the last decade in relation to the constitution of Iceland, and a new multimedia immersive environment with a video installation at its center created with works from the performance made on Oct 3rd and a new video work documenting the entire happening edited to archive images from tv and other film sources of the last decade. Those artworks are not their first to address civic rights or politics or include collaboration with other artists.  Libia and Ólafur live and work in Iceland, Berlin Germany, Rotterdam Holland and Málaga in Spain, and their work has been exhibited internationally among other in Manifesta 7, TENT Rotterdam, 54th Venice Biennial, The National Gallery in Oslo, CAAC Seville and Kunst-Werke, Berlin. The performance „In Search of Magic…” is probably one of the artists’ biggest collective works in its scale, with around 150 participants and brings to life all the 114 articles of Iceland’s new constitutional proposal.

The Reykjavik Art Museum was referred to as a music hall that day but also filled with textiles, action banners and flags. It was set up as an immersive environment shared by performers, activists and the public. Huge disco balls and lighting amplified the atmosphere which was monumental and playful at the same time, as well as filled with solidarity and hope. Each musician, band or music group performed their chapter of music in different spots in the big museum hall in the form of punk rock, classical contemporary compositions, children’s choir, electronics, folk music or other genres. Sung, spoken or rapped chapters of the new constitution, performed in Icelandic, Polish and Filipino for full 4 hours.

Most of the performers had on hoodies or T-shirts with printed images of slogans related to the New Constitution. The audience was led to the balconies in covid restricted groups but people were able to stay there for a certain period of time. After the event inside the museum, the artists and performers with the activists came carrying the huge banners outside where they joined forces with a big group of audience and participants, activists and artists. People started walking with the banners, seen and filmed from within and from the air, with camera operators and with cell phones from the participating crowd. A leading person was using a megaphone and the group´s voices used as responsive protest in choir to present their claim. The parade stopped in front of the Prime Minister’s office and went  from there to Austurvöllur square where speeches were held, articles were musically performed and a huge monumental banner was pulled up with a crane in front of the house of parliament, Alþingi, letting the building frame the work. The message was simple but like a screaming fuchsia-pink sticky-note, stating “ The New Constitution Thanks!”.

A video with the „Introductionary words“ song and lyrics: Lay Low.

The exhibition in Hafnarborg is an overview with older and new works from the project on the new constitution and its predecessors. Exhibited among others are textile works/banners from the performance, the monumental banner that was lifted in front of Althingi, sketches and colorful works, entitled Visual Scores, depicting the music fusion. Pots and pans are located at various places reminding us of the social background scenario where the New Constitution was originated. The video work at the center of the installation documents the performance, also edited and juxtaposed to filmed archive material from RUV (The Icelandic National Broadcasting Service) and other sources from the last decade, in relation to the New Constitution, the environmental struggle and representing relevant moments in Icelandic society in the aftermath of the 2008 economic crisis. Guests can also sit down with a remote control in a separate room installed like a living room situation and scroll through the video work for   selective chapters. The groundfloor´s exhibition space of the museum has been used as an open project space in progress lately, where workshops have been held during the exhibition time, talks, presentations and assemblies and at the entrance lobby there is a pop up shop selling T-shirts, bags and printed second hand clothing stating the claims regarding the new constitution. The art will probably be meeting the politics again in sone form like it did in their show in Gerðarsafn in 2017 in an event in the end of the exhibition time.

Artzine interviewed Libia and Ólafur and asked them about the last decade, the conversation between art and activism and how the artistic battle for the new constitution had to overcome covid restrictions again and again and maybe even silencing. And where this joy for collective work and the interest in working with civic rights, sociopolitical critical issues comes from?

Collaboration and influence:


Libia: We have been inspired by various artists throughout our dialogue. We were for example very inspired by South American artistic practices in Chile in the 70’s and 80’s and in Brazil with neo concretism and what was developed after that, also by fluxus as an international interdisciplinary art movement bridging the West and Asia. In Europe the situationists were very, very important for us, having been critical earlier. They were sociopolitically engaged in their practice as well as collaborative in their work. They were poets and architects in a collective with visual artists which I think is what has inspired us the most. If you are working with life and life processes as a collective and with sociopolitical critical issues it is very difficult to focus on your work from a single narrow perspective or the use and research through one medium only. The outcome will not only be visual arts but visual arts in dialogue with music, philosophy, performance art, journalism and so on. Also form and aesthetics will be questioned and re-shaped by the intersection and the experimentation between different disciplines and the content´s research, though in our case conceptual and visual art is the discipline we operate from and expand.

The process and concept:


L: We started on the first work regarding this issue in 2007 the idea was to make the content of the old constitution public through art. To appropriate and decontextualize all the articles of the constitution and give them new life and context through art and music by looking at them estranged from their original juridical context. Also making them accessible to a wide public, unlocking them to new associations through a musical performance. The work had two moments of production. The first one was the musical performance of the constitution in a contemporary classical version in collaboration with the composer Karolina Eiríksdóottir, in march 2008 at the music hall Ketilhúsið in Akureyri. It was part of the exhibition “Bye, Bye Iceland“ in the Akureyri Art museum. In the autumn of 2008 when the financial crash took place we were thinking that we still wanted to make this artwork really public, beyond the context of art and the music world presenting it in mass media – on television.

Ólafur: At that point it was not really possible. We had tried to get the television to broadcast live from the performance but they were not at all interested. They did respond afterwards so they must have been intrigued. They contacted us and called the museum and asked if it had been filmed. Then we sent them a video fragment of 3 minutes and that was broadcasted as a news item. Art has hardly been displayed in the news and for decades it has only appeared in news as the outro at the end of it, with the text running over it and they would play some unrelated music while it scrolled down. The fact that this artwork made the news was news in itself. Then actually the radio was very interested afterwards also and asked if they could play the entire piece on radio. We said no to that, knowing it would reduce the chance of it being broadcasted in television. Also because we are visual artists and we wanted it to be understood that way. We agreed to a long program about it on the radio though. Big part of it was broadcasted and they interviewed us and Karolina. Part of the music became theme music to a program that Ævar Kjartansson and Jón Ormur made later about constitutional matters. 

L: In 2011 we did the second part of the production. After the economic crash and the constitutional council had been elected and appointed and the new constitution was about to be written, Ólöf K. Sigurðardóttir invited us a solo exhibition in Hafnarborg. In that show we could finally produce the music video of the musical performance in collaboration with RUV.  Then of course the issue of the constitution was out there and RUV was interested. It also helped that we were going to exhibit at The Venice Biennial that year.

Then the public meeting and debate in Gerðarsafn 2017 was held on the five years anniversary of the New Constitution as an event in our installation, in the group exhibition Sovereign | Colony organized by Cycle Music and Art Festival. In the show we exhibited original documents of the constitution from 1874, 1920, and 1944 as well as a print of the Danish version from 1849 and multiple copies of the New Constitution implemented in 2011.

It was an important meeting point for us. We were setting on the foundation for the project to grow. We were also inspired by the fact that the new constitution is written in another political and historical heightened context which is the aftermath of the crash in 2008. It is written by this heterogeneous constitutional council, a collective of 25 pre-elected people. We felt that it was so important. We wanted to make the content of the new constitution public again through art and using the art context and see what people felt about it and contribute to the debate so it wouldn’t be forgotten. For us that meeting was very meaningful and important in this process of letting activism and art meet. We will make a symposium / assembly in the end term of the exhibition in Hafnarborg as well so it´s like a cycle now. 

The new project is in tandem with what’s going on in society here in relation to the new constitution, the politics of silencing it and what’s happening within the Constitutional Association and the Women for the New Constitution, the activists that are resisting and caring about it, being active all this time keeping it alive and relevant to the public and within political discussion. The last couple of years the movement for the new constitution has grown exponentially again. We joined that movement in 2017 and at the same time we started to develop the idea of putting music to all the articles of the constitution, making a performance in relation to the first work, but this time as an activist-artist project.

Textile work or protest banners?


Ó: I realised recently that the origin of our textile artwork mania is from the precise moment of the 22nd of September 2017 when we were making the wall painting in Gerðarsafn. The text  was the date of the public election on the New Constitution painted on the wall but later it became a banner to be used as a backdrop on the stage that Hörður Torfa and the Constitutional Association were using in front of the parliament house, where we started gathering again every weekend in meetings and protest. Now we have turned wall paintings into a mobile applicable artifact and it has exploded into a multiplicity of textile works.

Musical high-culture and low-culture:

Ó: For the first performance in 2008 we chose to use classical contemporary music for two reasons. One is simply that the format of classical contemporary music is elastic enough you can stretch it out timewise as you want like when you are working with 8 pages of text. Another reason is that classical music would be categorized as “high-culture”. We had only two instruments, contrabass and piano and then voices. There was a deliberate decision to match what is considered high end to the content and experiment with it, partly subvert it. It should be the highest valued music genre as the matter itself was highly valued and at the same time we wanted a popular platform for the video, public television, to reach a wide audience. In the later work we wanted to have another approach, diversity and inclusion. We failed to include all genres of music that exist hahaha, but we had quite a few, working with a multiplicity of composers and musicians and trying to instigate as much collaboration as possible, inclusion and dialogue.

L: We started working with nine composers and we made three groups of three so they were collaborating within as well. We decided not to work on the chapters linearly but to take the articles from 1 to 114 and cut them up and mix them and choose them by chance. By splitting all the articles and taking them by chance there would not only be a collage of different juxtaposed songs together when putting them back again in their linear order, but also threads and fragments connecting throughout the whole collective composition.

The pandemic:


Ó: When we originally started working on the performance in Berlin and when we were trying out some of the first ideas with the composers in Iceland in the autumn of 2019, we had no idea of what would come. Then we were thinking of including 800 people in the work as well as the public. Later we had the issue “will we be able to do it at all because of Covid?”.

L: We can not see the project out of the context of Covid. That has been such a crazy element to work with and around. We had to change quite some because of it. Still we were able to do it and maintain all the fundamental elements we wanted. We did not have any frontal staging, performers, activists, technicians, film, sound and operators. The public would share the whole floor, all balconies and perspectives, be spread and move, occupying the entire space. We did maintain that in the installation and the staging of the performers, technicians and some of the activists, which were also an audience, but the public was separated into one side of the balconies, restricting their position and view to the aerial perspective from one side of the courtyard only. The monumentality and immersion of it and the idea of otherwise shared space and moving perspectives was there. The music and sound was also coming at different times from different places, or synchronously from the different directions. 30 people could enter every 30 minutes, keeping a meter distance from each other. Since it was a durational performance the audience could at least rotate and experience a part of it. Everybody was wearing masks, and guardians and helpers became part of the performance. We had also planned on bringing in other artists from other parts of the country and abroad but Covid hindered us and the performance date was even moved from June to October. In October we almost had to cancel it, but we decided all together to work with the limitations, something that was very important for an art and activist event in a moment of campaigning.

The collective and scale:


L: We had two curators collaborating and co-producing with us; Guðný Guðmundsdóttir based in Berlin, coming from a music background and being the director of Cycle Music and Art festival and Sunna Ástþórsdóttir in Reykjavik, coming from the visual arts, working at The Living Art Museum. The process was both very structured and also very organic, including the wonderful chaos that COVID had brought over all of us. In the beginning we were a small team of 4 people but then we grew exponentially when we started the communication and work with the composers, the activists, the musicians, with the Reykjavik Art Museum, the Reykjavik Art Festival, RUV, the film and sound team so it was crazy multi tasking and overwhelming at times.

There were also gaps in between but it was a process of two and half years, and last year though it was “on“ all the time, at times it was also just “off” because of Covid. The collaboration was widespread with different action and production groups. We were working with a process that is alive and having its own life. It demanded that big scale because the subject is on that kind of scale in society. We are talking about the laws and the juridical foundation of a country, but also about the most groundbreaking and democratic civil process that has taken place in Iceland in decades, which was the rewriting of the new constitution in the aftermath of the economic crisis of 2008, the so called Crowdsourced Constitution.

The movement we are a part of which demands its implementation and works against its silencing and forgetfulness, has shrunk at times and then at times it can blow up and become much bigger. That’s how it is with activism and movements. There is a contingency, a trigger and if you are ready all can grow again exponentially and things that have been locked can change and evolve again. Then there are other times where five people are resisting and pushing, keeping the flame going, away from suffocating. We also felt that the work would have to be as public and on this big of a scale as to match its reality and the movement has only been growing these last couple of years. We were anchoring the musical performance in a visual art context that is the museum, being a living artform and a living image, as a ritual in commoning and remembering together, but also becoming a happening as an action and civil protest. First occupying the museum then leaving it with part of the stage, with the art works and the magic, and continuing the dance and chanting out on the streets, acting and intervening in front of the Prime Minister’s Office and the Parliament House on the public square.

Activism or art:


L: It is actually both things together and that is perfectly possible.

Ó: The definition of what is art doesn’t exist as something eternal or rigid the same goes for the ways of activism – , art is always in a construct and exists in a consensus, in relation to culture, ideologies, hierarchies, hegemonies, history -as historic periods- etc… It’s just something we maintain, reinvent, transgress, battle, defy, de-construct, re-define when we go along.

L: Important is not to get disencourage by rigid definitions and the consensus of the time you live in and continue asking or challenging it through the experiments and the art works themselves. It is not different when we ask ourselves and question what defines the status quo, regarding who is holding hegemonic power for example and how is it being perpetuated at different times for example and whether we should change it and how if it is a source of suffering, or injustice. Art is a result of the consensus in place, but it is also a practice and an instrument to reflect on it critically, poetically, to question it and even together with other disciplines and human action contribute to disrupt and imagine it changing, and act upon it.

Silence or censorship:

Ó: It’s reasonable to wonder about various facts when it comes to the media, their responses and even at times non responses.  Perhaps the broadcasting media has to decide if they are going to work with visual artists in general and if so they should have a strategy or a vision regarding that. Perhaps all the cultural institutions should look into their policy and sharpen their role in communicating and strengthening visual art.  Artworks that are critical, a social satire or have a political nuance in some way should not be silenced or circumvented of fear that the institutions themselves are taking a stance.

As long as certain ethical norms are not violated artists have to have freedom in their artistic creation. We do not go so far as to say that our work has been censored by the media, but many people have wondered and felt a suspicious silence around certain parts of these works.

L: Nevertheless the outrage that it caused on social media and specifically the continuation in the media throughout the week after with all the image material we produced from the performance, gave us and the activists a lot of possibilities to continue campaigning. Which resulted in a very big increase of signatures for the public petition list that had been started by the Women for The New Constitution some months before, which was one of our aims and the reason why we all absolutely wanted to go ahead with the performance on the 3rd of October, despite all the covid restrictions we had to deal with. That turned out to be the right decision, since the next day all museums were closed and gatherings reduced to 10 people max.

Artzine congratulates Libia and Ólafur and the collective of people participating in the performance “In search of magic – A proposal for a new Constitution for the Republic of Iceland”, on receiving the Art Prize 2021. The magic of the work was partly the beautiful solidarity and artistic framing of this critical mass movement that stands behind the presentation of the claim acknowledging the new constitution.

Aftermath: The exhibition in Hafnarborg has indisputably been censored, but the Sunday 2nd of  May a textile artwork or banner that the artists had hung on the facade of Hafnarborg, by permission, was removed. The work was an enlarged replica of a ticket used in the 2010 National meeting which contained the following message to the parliament „DO NOT  BULLSHIT YOURSELF FROM THE RESULTS OF THE CONSTITUTIONAL PARLIAMENT”.  The artists got a phone call that morning from the manager of Hafnarborg telling them that the textile artwork should be taken down by the mayor Rosa Guðbjartsdóttir request.  When Libia and Ólafur came shortly after to the museum the artwork had already been taken without any consultation.  They called the police as the artwork was missing and without a trace. Later a town employee of Hafnarfjörður returned the flag to them but the message was clear. The artwork should not be hanging on the facade.

This case is unique, but the artists who have exhibited all over the world, even in Cuba and Turkey, have never experienced a similar incident at the hands of a government. The case went before the town council and town council meetings and after declarations from the Icelandic department of ICOM, BÍL and others, the work was hung up again.

María Pétursdóttir


Photo credit: María Pétursdóttir. Video Libia Castro & The Magic Team.

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Sýningin „Fallandi trjám liggur margt á hjarta“ í Kling og Bang er fyrsta verkefni Helenu Aðalsteinsdóttur sem sýningarstjóri eftir MA nám í London. Listamenn sýningarinnar eru: Josephine van Schendel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Dýrfinna Benita Basalan, Tabita Rezaire, Brokat Films, Elín Margot og Tarek Lakhrissi. Björk Hrafnsdóttir hitti Helenu í Kling og Bang ræddi við hana um sýninguna.

Björk: Þú ert með BA gráðu í myndlist frá LHÍ, hvernig kviknaði áhuginn á sýningarstjórnun?

Helena: Áhugi minn kviknaði þegar ég bjó í Amsterdam þar sem ég fór í meistaranám í myndlist. Þar stofnaði ég ásamt 7 listamönnum sýningarými þar sem við settum upp samsýningar ólíkra listamanna. Það var hálfgert match-making, og ég naut þess mjög að kynna listamenn hvert fyrir öðru og búa til ný samtöl í uppsetningu út frá verkunum þeirra. Stuttu síðar flutti ég til London einmitt til að fara í nám í sýningastjórnun. Ég held að ég hafi áttað mig á að mér fyndist mest spennandi að taka þátt í að setja fram sögur annarra, þar sem mér fannst brýnni þörf á að koma þeim á framfæri þó að röddin mín hyrfi ekkert. Þessi hugsun var samt ekki ný, en ég hafði dvalið sem unglingur í Vestur- og Austur Afríku og Suðvestur-Asíu og kynnst sögum sem ég heyrði aldrei í vestrænu samfélagi. Mig langaði alltaf til að koma ólíkum sjónarhornum á framfæri en fann að það var ekki mitt hlutverk í listinni minni. Það er svo stórt og erfitt viðfangsefni og ég yfirgaf það á meðan ég var í LHÍ því ég vissi ekki hvernig ég gæti beytt rödd minni. En þetta eru viðfangsefni sem ég velti fyrir mér sem sýningarstjóri.

Helena Aðalsteinsdóttir

Sýning þín fjallar meðal annars um kynjamisrétti og rasisma, í verki Tabita Rezaire er hún í samtali við vestræna heiminn sem gerir tilraun til að biðjast fyrirgefningar á nýlenduveldi kapítalismans og hvítrar forréttindahyggju. Hvar staðsetur þú þig í þessu samtali?

Ég er að finna minn stað í þessu öllu. Eitt af hlutverkum mínum sem manneskja sem nýtur margra forréttinda er að nýta þá stöðu til þess að búa til stað fyrir samræður. Ég er ekki endilega eingöngu að reyna að búa til svið fyrir aðrar raddir heldur líka að búa til samtalið. Það er svo dýrmætt. Við getum ekki tekið okkur úr þessari samstæðu, en það er mikilvægt að staldra við og hleypa fleiri röddum inn í samtalið. Að taka inn aðrar upplifanir og fá að endurspegla hvernig við eigum að haga okkur áfram. Kannski gerist það bara náttúrlega í gegnum samtalið, eins og hvað annað, þá lærir maður og fer að lifa lífinu aðeins öðruvísi og byrjar að taka tillit til reynslu annarra. Það er kannski byrjunin.
Þetta er gott en erfitt samtal til að eiga og eflaust margir að spyrja sig eftir BLM mótmælin síðasta sumar. Það er virkilega þörf á að halda þessari umræðu áfram og við eigum langt í land með að koma á jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun.

Tabita Rezaire, Sorry for Real_Sorrow For…, 2015.

Sýningin er byggð á útskriftarverkefninu þínu frá Central Saint Martins. Hvernig valdir þú verkin/listamennina inn á sýninguna

Ég hafði samband við listamenn sem nýta sagnagerð í verkunum sínum, og var að leitast eftir sögum um femínískar útópíur. Sýningin endurspeglar ólíkar framtíðarsýnir og þess vegna var mikilvægt að þar kæmu fram fjölbreytt sjónarhorn. Listamennirnir og hönnuðirnir sem eiga verk á sýningunni koma því frá mörgum áttum; þetta er frekar alþjóðlegur hópur en flestir eiga heima á Íslandi. Tvö af átta verkum sýningarinnar höfðu verið sýnd áður og sem ég vissi af og tók inn í sýninguna, en hin verkin voru öll sérstaklega gerð með þessa sýningu í huga. Sem sýningarstjóri var stór partur af mínu hlutverki að fara í stúdíóheimsóknir og eiga samtöl við listamennina um þróun hugmyndanna. Þar kom reynsla mín sem listamaður líka að gagni og við gátum talað um hvernig hægt væri að myndgera hugmyndirnar.

Sýningin er mikið byggð á feminískum vísindaskáldskap. Hvaðan kemur það?

Það varð eins konar vitundarvakning hjá mér þegar ég ákvað að ég vildi ekki fara út í verkefni nema að það væri skemmtilegt. Mér finnst vísindaskáldskapur rosalega skemmtilegur og fór að athuga hvernig ég gæti nýtt hann. Ég skoðaði m.a. kenningu sem heitir Space Travel (Lost in Space eftir Marleen S Barr) sem fjallar um hvernig við getum farið inn í annan heim þegar við lesum skáldsögur. Það er ótrúlegt hvernig textinn getur haft svo mikil áhrif á mann að maður hverfi inn í aðra veröld. Ég vildi athuga hvernig við gætum gert þetta í raunveruleikanum, hvernig hægt væri að skapa þessa tilfinningu svo að listamaðurinn gæti búið til einhvers konar heim eða snúið upp á einhverjar reglur…

Í London sá ég svo Tarek Lakhrissi vídeóverkið, Out of the blue, það var fyrsta sýningin sem ég sá eftir að ég flutti til London, þannig að það hefur örugglega haft áhrif og setið í mér.

Josephine van Schendel, Dendrianthropic Bodies, 2021

Hvaða vísindaskáldskaparhöfundar höfðu mest áhrif á þig?

Skáldsagan eftir Ursula Le Guin, Left Hand of Darkness, var stór partur af fræðinni sem ég notaði, mér finnst svo skemmtilegt að geta notað vísindaskáldskap og skáldskap yfirhöfuð sem fræði. Þar verð ég fyrir miklum innblæstri frá Donna Haraway, sem er prófessor emerita við deild Sögu mannsandans og deild feminískra fræða (History of Consciousness Department og Feminist Studies Department) í Háskóla Kaliforníu í Santa Cruz. Hún á það til að nýta skáldskap í akademískum rannsóknum sínum þar sem hún veltir vöngum yfir framtíðinni. Og svo auðvitað Octavia Butler, hún og Ursula hófu eiginlega þessa bylgju af feminískum vísindaskáldskap á áttunda áratugnum.

Hvernig finnst þér að vísindaskáldskapur geti haft áhrif á raunveruleikann?  

Þetta er tækifæri til að búa til útópíu. En það er erfitt að ímynda sér heim án þess að byggja hann á heiminum sem við búum í. Það er alltaf einhver kontrast, eða akkúrat öfugt við það sem við þekkjum. En í þessum útópísku heimum er frelsi til að sýna hvernig hlutirnir gætu verið öðruvísi. Eins og í Star Trek, þar sem t.d. fyrsti „interracial“ kossinn átti sér stað í sjónvarpi árið 1964. Nichelle Nichols sem lék í Star Trek starfaði síðar hjá NASA við að ráða konur og fólk úr minnihlutahópum til stofnunarinnar. Hún réði t.d. fyrstu konuna, fyrstu svörtu konuna og annan svarta karlmanninn til að verða geimfarar. Núna hljómar þetta kannski sjálfsagt, en það var það ekki á sínum tíma! Og mér finnst gaman að hugsa til þess að vísindaskáldskapur hafi haft áhrif.

Þetta er fyrsta sýningin þín eftir útskrift. Var mikil pressa á sýningunni til að endurspegla þig sem sýningarstjóra?

Það var svo frábært tækifæri að geta verið með fyrsta verkefnið mitt eftir útskrift í Kling og Bang. Mig langaði að gera allt! En svo áttaði ég mig á að sýningin verður ekki betri eftir því sem meira er á henni, að það er betra að skammta hlutina niður og leyfa skilaboðunum sem ég að vil koma á framfæri að koma skýrt fram. Að því sögðu þá er alveg ótrúlega margt í gangi og margir listamenn sem koma að sýningunni!

Kom eitthvað á óvart í ferlinu?

Það var örugglega ferlið að verkinu hennar Þóreyjar sem kom skemmtilegast á óvart. Barinn hennar, Pitstop for a dream. Ég hafði nálgast Þóreyju með að fá bjór fyrir opnunina. Við fórum svo að tala um að hún myndi gera sérstakan bjór fyrir sýninguna og svo koll af kolli og hugmyndirnar stækkuðu og stækkuðu þar til að bjórinn var orðinn að listaverki á sýningunni.

Hafði heimsfaraldurinn áhrif á sýninguna?

Hann hafði mjög mikil áhrif, sýningin átti fyrst að vera í október og var seinkað um marga mánuði. Við það fengu sýningin og verkin að stækka, það vannst meiri tími til að vinna verkin og tala um verkin. Svo kom nýtt samkomubann nokkrum dögum fyrir opnun en þá var svo skemmtilegt hvernig verk Þóreyjar hafði þróast því það er alltaf bjór í boði á sýningunni eins og það sé eilíf opnun.

Elín Margot, the end of me, the beginning of you, 2021

Þetta verk er smá icebreaker, líka, því þú þarft að fá aðstoð frá einhverjum öðrum við að dæla bjórnum og þá ertu kannski búin að opna samtal sem getur átt sér stað í gegnum sýninguna. Svo er líka skemmtilegt að fólk geti upplifað sýninguna á hægara hraða, með færra fólk í kringum sig, verkin eru mjög stór og innihalda oft langar narratívur og þá er gott að hafa tíma til að skoða þau.

Mun verkefnið þróast áfram?

Já! Í útgáfu. Planið var að gefa út bók í síðustu viku sýningarinnar, það frestaðist aðeins en hún er nánast tilbúin. Bókin er unnin á svipaðan hátt og sýningin; í henni taka þátt listamennirnir sem eiga verk á sýningunni, og fleiri listamenn og rithöfundar sem eru að vinna á svipuðu bili, milli raunveruleika og fantasíu. Bókin er meira framhald af sýningunni þannig að samtalið heldur áfram. Hún er hönnuð af Grétu Þorkelsdóttir og ég og Ástríður Jónsdóttir erum ritstjórar. Hún mun koma út í í byrjun hausts.

Hvað er frammundan?

Um þessar mundir er ég að bjóða mig fram sem formann Nýlistasafnsins. Ég er ótrúlega spennt fyrir því hlutverki og langar m.a. að halda áfram að ýta undir fjölbreytileika í sýningahaldi. Það er svo margt áhugavert að gerast og mikil gróska í myndlist á Íslandi og ég hlakka til að taka þátt í að koma fleiri sögum og sjónarhornum á framfæri.

Björk Hrafnsdóttir

Sýningin opnaði 30. mars og stendur til 9. maí 2021.


Ljósmyndari: Blair Alexander Massie

The interview is part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Viðtalið er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

Removing the Filter: An interview with Auður Lóa Guðnadóttir

Removing the Filter: An interview with Auður Lóa Guðnadóttir

Removing the Filter: An interview with Auður Lóa Guðnadóttir

Auður Lóa’s exhibition Yes/No at the Reykjavík Art Museum reflects the diversity, chaos, and connections between the many corners of the internet. She pulls imagery from pop culture, art history, politics, and personal photographs that she finds by letting herself fall through an online rabbit hole. Curious to see these images out of context, Auður Lóa removes her subjects from the screen into the 3-dimensional world of papier-mâché sculpture. Her exhibition aims to draw new relations, mixing the variety of images one can come across on the world wide web in a single day. In this interview, I caught up with Auður Lóa to discuss this latest exhibition.

Amanda: Starting from the beginning…how did you get your start in artmaking? Do you have any early memories that led you to where you are now?

Auður Lóa: I have been making art since I was really small. I know that it sounds super cheesy, but I think I always wanted to become an artist. I was an introverted kid that just liked drawing. And then I became an artist. It is not a particularly interesting story, but I think it was an obvious choice for me.

Your subjects range from pop culture imagery to references to fine art, is there a connecting theme behind your choices? Where do you find your inspiration?

The imagery is sourced from the internet and books, so all of the images have happened in real life. Many of them are from history, art history, and pop culture. Some of them are actual characters from paintings and some of them are the artworks themselves. Others are just things that exist in the world. For this exhibition, I decided to embrace the chaos and use whichever images sparked my interest. There is a little web of ideas within them. So many of them touch on social justice subjects like feminism and colonialism, but also internet culture, how information travels, and how we make and perceive art. I usually make exhibitions that are narrowed down to one subject. But this time I was interested in branching out and mixing everything together. I was interested to see what would come out of that process. I just wanted to make as many sculptures as humanly possible.

Let’s talk material choices. What drew you toward working with paper-mâché? At first glance, it is easy to assume these are clay figurines, is this your goal?

I initially started working with paper-mâché because it’s really cheap. A lot of the time I have a bad conscience towards working with materials I buy from the store like plaster or clay. I find it hard as an artist to produce new things into this world–especially when the things are just there to just hang around or be kept in storage. I started working with paper-mâché because it took the pressure away from every single item. I wasn’t spending a whole lot of money on each piece and if I was fed up with it, I could just throw it away without thinking about it too much. It is a better environment to create when you have low stakes, to begin with. Because if you buy a shitload of clay you have this pressure of like “yeah, I better do something really nice with this nice clay and special paint and stuff.”

Also, paper-mâché does not constrain me to a specific size and I can work however large or small I want. It is a very hardy material and is nice to work with. I like the feel of it and I like the effect. It is very lumpy and hard to control so the material starts to become present in the work. I get that it looks like clay, but I don’t mind that so much. I draw inspiration from ceramic figurines so the associations to glazed ceramic sculptures is welcome. I would like it to be paper-mâché though, that is my bottom line.

These days, it seems like the mainstream internet aims for flawless, photoshopped images. Your work begins to reject this aesthetic, but at the same time, the final layer of your sculpture is a smooth, shiny coat of glaze–which fits within the ideals of perfection. Is this something that you were thinking about?

No, I don’t think that is very present in my practice. What I like to do with these images from the internet is to take them out of the computer screen. My main focus is what happens when you take these images that are on your computer, or your phone, and make them physical. You experience all your day-to-day imagery on the same screen. So you have the same filter when you read the news, do your social media, watch funny cat videos or porn–if you like that. What I’m interested in is taking all of these images and putting them on the same, equal platform.

The D-hall exhibition series was established for up-and-coming Icelandic artists to hold their first solo exhibition in a public museum. How did you prepare for this exhibition? Did you approach this exhibition differently than your previous ones in artist-run spaces?

Well, for starters it is a great opportunity and a great platform so I was really excited about this big opportunity. This is the biggest exhibition space I’ve had to myself so far. I was really interested and also a bit frightened of that. It’s different working in an established museum because there is staff working at the museum and with you. I was working with a curator and technical assistants. So that is nice and you feel really taken care of. But I also have a real soft spot for the artist-run spaces in Reykjavík. They have a lot to offer in a different way.

Are there any specific pieces in this that have a particularly interesting story? If you can’t decide, tell me about your current favorite.

I have so many favorites! The possum with the babies on her back is one of my favorites. And the big swan vase. And the portrait of Diana Spencer…

I did make some pieces that were from family photographs. My mom and dad are both in the show. And I made my little sister. I used a photograph from an old family photograph when she was just a baby. When we were little, we lived in a former British colony called Malawi in Central Africa. I made some sculptures that pertain to Malawi’s history, and I made a sculpture of my sister where she is being babysat by Janet, a woman who worked in our house. I felt that was an interesting sculpture to make and have this opportunity to have the global phenomenon of colonialism and racism and big subjects, but also staying within a light mood.

I secretly snuck in some sculptures that are really violent, and reference bad parts of history. I have not gotten a lot of comments on it, which is interesting because Icelandic people are not thinking about a lot of this stuff. You can easily go through this exhibition just looking at the cats, so I am guessing that is what most people do. Maybe the political sculptures are a little too hidden, but they are there if somebody wants to delve into them.

Personally, I believe it’s important that they are there. I think the way that you integrate these political sculptures into the show is reflective of how we encounter this kind of information in our lives. Maybe we’re not actively seeking out news about racism, or sexism, or feminism, but it’s there and it’s on the internet. I find it more relatable in that you advertise it as “this is a show about life” instead of “this is an important show about political issues”

Yeah and I also had to think long and hard about my place in talking about these subjects, as a participant in this society. It is important to take a stance or try to talk about this stuff without doing it in a way where people are not receptive to it. Or doing it in a “white savior” way. It is complicated, and I had to think long and hard about how these images should be portrayed and how they should be put in between.

I want to emphasize that I did not want to present the political sculptures in a way that seemed like I was making fun of them, even though they are mixed with humorous imagery. I wanted to do it in a respectful way.

In conclusion, what’s next for you? What are you thinking about these days?

Well, this exhibition was actually postponed twice. It was supposed to be last winter, now it opened in March. I just got all those sculptures out of the studio. The funny thing is I am opening a show at the Leysingar festival in Kompan Alþýðuhúsið at the end of May, so I just went straight into finishing up the works for that show. And then in the summer, I’ll be exhibiting with Staðir in the Westfjords. After that, think I will take a bit of a summer holiday…

Amanda Poorvu


Auður Lóa graduated from the fine arts department of The Iceland Academy of the Arts in 2015. Since then she has worked independently, and in the company of other artists; she has been involved in group exhibitions such as Á Ferð in Harbinger project space, Still life in The Reykjavík Art Museum, and 109 Cats in Sweaters in Ekkisens artspace. In November of 2017 she curated and presented her own work in the exhibition Diana Forever which was held in three locations in Reykjavík, and for which she received the motivational award of the Icelandic Visual Arts Council in 2018.

The show Yes/No takes place at the Reykjavík Art Museum as part of the D-hall exhibition series from 18.03.2021 to 09.05.2021.
Artist website: www.audurloa.com


Photo Credits: Portret of Auður Lóa: Ólöf Kristín Helgadóttir. Photos from exhibition: Artzine

The interview is part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Viðtalið er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Gunnhildur Hauksdóttir spjallar við Guðnýju Guðmundsdóttur um nýtt gallerí í Berlín

 

Gallerí Guðmundsdóttir er nýtt gallerí sem er að festa rætur í miðborg Berlínar, þar eru sýndir alþjóðlegir listamenn, en Íslendingar í meirihluta og þá sérstaklega konur. Guðný Guðmundsdóttir stendur galleríinu að baki og er að stíga sín fyrstu skref sem miðlari lista á þennan máta, þó hún sé síst nýgræðingur í því að veita myndlist brautargengi. Eftir töluverðar ráðagerðir um form og aðferðir opnaði Guðný dyr sínar í júlí á síðasta ári með einkasýningu alnöfnu sinnar og hefur haldið tvær sýningar hingað til. Yfirstandandi er sýning Katrínar Ingu Jónsdóttur sem opnaði í haust. Fleiri eru í vinnslu þó farsóttin hafi sett strik í reikninginn.

Guðný er klassískt menntaður fiðluleikari og tónlistarfræðingur en brennur fyrir því að veita myndlist vettvang og hefur gert í nokkur ár. Hún ólst upp í kringum myndlist og var teymd á sýningar alla sína æsku, sem hún elskaði að hata en var sátt (við að mæta á opnun) ef hún fékk gos. Hún er m.a. prímus mótór í Listahátíðinni Cycle sem var sett á laggirnar 2015 og þar á undan hafði hún verið með tónlistarhátíð unga fólskins í Kópavogi. Cycle var upphaflega tilraun til að gefa fólki rými til að prufa sig áfram með að blanda saman myndlist og tónlist, en fljótlega leitaði hugurinn meira að myndlistinni og leiðum hennar til að vekja samfélagsumræðu, sem auðveldara er að gera í krafti myndlistarinnar að hennar mati.

Guðný vann t.a.m. með Steinunni Gunnlaugsdóttur við að koma hinu alræmda verki Hafpulsan upp á tjörninni í Reykjavík og hefur unnið lengi með Líbíu Castro og Ólafi Ólafssyni, nú síðast í vetur við að gera risastóran og fjölþættan gjörning um Stjórnarskrártillögu Íslendinga frá 2012 í Listasafni Reykjavíkur. Þetta var sennilega verkið sem hún var að bíða eftir fyrir Cycle þar sem allt fléttaðist saman tónlistin, myndlistin og samfélagsumræðan. Nú hefur Guðný breytt nálgun sinni á því hvernig hún vill meðhöndla myndlist, það hefur hún gert með því að opna sölugallerí og mér lék hugur á að vita hvernig það kom til og spurði hana fyrst hvernig hugmyndin fæddist.

GG: Ég veit ekki hvort hugmyndin hafi beint fæðst, ætli hún hafi ekki frekar vaxið og þroskast úr þeim jarðvegi sem ég hef verið að vinna í undanfarin ár. Þetta er nokkurs konar línulegt ferli þar sem hvorki er hægt að finna einhvern ákveðinn upphafspunkt né endi. Maður viðar að sér þekkingu í gegnum árin og veit ekki endilega hvert ferðinni er heitið. Að minnsta kosti hefur það reynst mér vel hingað til að vera ekki að setja mér markmið sem eiga að nást á einhverjum sérstökum tímapunkti, frekar treysta á ferlið sjálft, eigið innsæi og vera reiðubúin að hlusta og hreyfast með umhverfinu.

Ég fór til Þýskalands í klassískt tónlistarnám fyrir tvítugt og hef búið þar síðan meira og minna. Undanfarin ár hef ég mest unnið með myndlistar- og tónlistarfólki í gegnum Listahátíðina Cycle á Íslandi og hef ferðast með hana til Berlínar, Hong Kong og Buenos Aires. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast starfsumhverfi listafólks beggja vegna borðsins og get í raun flakkað á milli hlutverka allt frá listamanninum sjálfum til skipuleggjanda og umboðsaðila.

Þegar ég var svo heppin að fá afnot af gömlum kjallara, Bunker, á besta stað í Berlin langaði mig að söðla um úr hátíðabransanum yfir í það að reka verkefnarými þar sem hægt væri að vera með sýningar, lista- og fræðimannaspjöll, gjörninga og jafnvel tónleika. Ég sá það sem farsæl skipti úr því ofboðslega vinnuálagi sem fylgir hátíðaskipulagi. Hugmyndin um að geta dreift álaginu betur yfir árið og ekki ganga síendurtekið sér til húðar í vinnu var mjög lokkandi tilhugsun.

En þegar ég var að skilgreina tilgang og gildi þess að reka verkefnarými komu upp áleitnar spurningar sem ekki var hægt að líta framhjá, eins og hver er raunverulegur ávinningur fyrir listafólkið. Að halda einkasýningu tekur langan tíma að undirbúa og þróa, það þarf að safna fyrir því með styrkjum og þetta er full vinna í marga mánuði. Styrkir eins og listamannalaun eða verkefnastyrkir brúa bilið á milli hugmyndavinnu og framkvæmdar en þegar verkin eru tilbúin ætti næsta batterí sem sér um miðlun, kynningu og sölu að taka við. Það er í verkahring gallerísins.

Íslenskt samfélag er lítið og getur ekki haldið uppi stóru myndlistarhagkerfi og það eru margir um hituna. Á einhverjum tímapunkti sá ég að betra væri fyrir alla aðila að stofna sölugallerí, það myndi betur nýtast því listafólki sem ég hef verið að vinna með. Í stað þess að koma hingað til Berlínar eftir margra mánaða vinnu og halda sýningu sem fer svo beint á lífshlaupsupptalningarlistann þá eigum við í langvarandi samstarfi og vinnum áfram og úr þeirri frumsköpun sem á sér stað í sýningunni sjálfri. Sýningin er fyrsta skrefið og með henni fer næsta tannhjól af stað. Ég, sem galleríisti, á í skapandi samtali við listafólkið mitt, ber þeirra hag fyrir brjósti, miðla verkum þeirra til safnara, sýningarstjóra og listasafna. Við berum því sameiginlega ábyrgð á þessu ferli og það er beggja hagur að vel gangi.

Ég man að þú varst mikið að velta fyrir þér nafninu á galleríinu þegar hugmyndin var að gerjast hjá þér, hvernig kom það til að Gallerí Guðmundsdóttir varð fyrir valinu?

Þegar fljótt er litið yfir alþjóðlega sviðið þá bera langflest gallerí nöfn eigenda sinna. Ég veit ekki af hverju það er ekki hefðin á Íslandi en efalaust er hægt að finna einhverjar hógværar ástæður fyrir því. Eftir að hafa mátað mörg nöfn á galleríið fannst mér það eiginlega passandi að nefna það eftir mér sjálfri en síðustu 20 árin hef ég staðið í ströngu við að stafa þetta langa eftirnafn hér í Þýskalandi, nafn sem mér samt þykir svo vænt um. Fólk man eftir löngum og skrýtnum nöfnum þótt það taki kannski aðeins lengri tíma fyrir það að læra að stafsetja þau.  Ég verð þó að viðurkenna að það tók tíma að standa algerlega með þessari ákvörðun. Því um leið og mér fannst þetta geggjuð hugmynd var ég hrædd um að þetta væri of frekt. Síðan leið sú tilfinning hjá og ég er hæst ánægð með þessa ákvörðun í dag.

Hverjir eru með þér í þessu?

Minn samstarfsmaður í lífi og leik heitir Jochen Steinbicker og án hans hefði ég nú sennilega strandað einhvers staðar í þýsku skriffinnskunni með þetta verkefni. Við erum í þessu saman þótt að ég fari fyrir skipi og beri ábyrgð á listrænum ákvörðunum. En síðan á ég auðvitað í miklu samtali við þá listamenn sem ég hef valið að vinna með nú í byrjun. Ég hef ekki verklega reynslu af því að reka gallerí þótt ég þekki listheiminn frá ýmsum sjónarhornum, þannig að að einhverju leyti erum við að læra saman hvernig við viljum haga þessu samstarfi, það hefur verið og mun halda áfram að vera mjög áhugavert ferli.

Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands Mynd: Gallery Gudmundsdottir.

Frá gjörningi Katrínar Ingu á sýningunni Land Self Love.

Land Self Love Myndir: Gallery Gudmundsdottir

Listrænar áherslur í galleríinu? Hvernig velurðu samstarfsaðila hver er þín sýn?

Málefni kvenna eru mér mjög hugleikin, hvort sem það eru réttindamál eða almennt hið kvenlæga þegar kemur að smekk og fagurfræði. Öll réttindabarátta tekur tíma og á þeirri vegferð þarf að snúa við hverjum steini. Til þess að breyting geti átt sér stað þarf fólk að endurtengja hugsanaferla sína og vera í stöðugri sjálfskoðun, það er mjög krefjandi ferli. Stærsti þröskuldurinn er þó að mínu mati tungumálið, því við miklar breytingar þarf einnig ný orð og orðin þarf að prófa, æfa og skerpa.  Áhugi minn á þessum málum mun koma skýrt fram í galleríinu og ég vonast til að leggja mitt af mörkum við að æfa og skerpa orðfærið um kvenlegt fagurferði. Best væri að hafa jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um hið kvenlæga og kvenlíkamann þegar kemur að listum. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef valið að vinna nánast eingöngu með konum.

Já áhugavert þetta með tungumálið, og þú ert þá einsog þáttakandi í að búa til orðræðu um kvenlæga myndlist, því sú orðræða er kannski varla til eða er að minnsta kosti barnung, sérstaklega í ísenskri orðræðu um myndlist?

Já, og önnur ástæða er að ég hef fylgst með framgangi karlkyns vina minna hér í Berlín, hvernig þeir hafa verið teknir undir verndarvængi karlkyns galleríista beint eftir skóla, rétt einsog af færibandi, og vígðir inn í söluhagkerfi hins hyper-karllæga listheims á meðan ég sé skólasystur þeirra bíða, vinna og vona. Er það vegna þess að list strákanna er betri?  Eða höfðar karllægur reynsluheimur þeirra frekar til karlkyns sýningarstjóra og safnara sem enn eru í meirihluta alþjóðlega?

Ég hef leyft mér að draga mjög einfaldaða ályktun af þessum upplýsingum. Skilningur okkar á fegurð og fagurfræði mótast að miklu leyti af okkar kynbundna reynsluheimi.  Það er því deginum ljósara að list kvenna, kynsegin eða annarra jaðarsettra hópa sem eiga annan reynsluheim eigi erfiðara uppdráttar í listheimi sem er mótaður af karllægri fagurfræði. Kvenlæg og karllæg fagurfræði eru orð sem ekkert endilega eru bundin við kyn, en hvað þýða þau?  Ég hlakka til kryfja merkingu þeirra sérstaklega vegna þess að innan lærðra lista hefur umræðan um kynbundna fagurfræði verið tabú!

En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru raddir listafólksins sem ég vinn með það sem skiptir mestu máli, en ekki mitt persónulega feminíska ferðalag. Þeirra sýn, meðhöndlun og túlkun á tíma, efni og rými og skynjun á samfélaginu er það sem stendur í forgrunni og mitt hlutverk er að styðja við, miðla og finna verkum þeirra farveg sem þau annars gætu ekki sjálf.

Það hljómar einsog tónlist í eyru mín, því tíma listafólks er best varið í sköpun og betra að láta aðra um miðlun. Hvernig sérðu svo framhaldið?

Stefnan er að halda áfram í hægfara hreyfingu. Mig langar til að vera vakandi í hverju skrefi, ekki hoppa yfir neitt, eiga í auðgandi samtali við listina, skapendur og unnendur hennar samtímis og miðla henni á nýja staði. Vonandi í ekki of fjarlægri framtíð vil ég fara með galleríið á sölumessur. Það mun koma að því og ég hlakka til en svo er líka með öllu óvíst hvernig sölusena myndlistar kemur undan þessum Covidvetri. Kannski eru sölurýmin hvort eð er að færast meira yfir á alnetið! Það væri líka skemmtileg áskorun að kljást við, en fyrst er það bara hversdagurinn í gallerírekstri sem ég er upptekin af.

Viltu tala aðeins um þær sýningar sem þegar hafa verið í galleríinu og hvað er næst á dagskrá, þ.e.a.s. þegar við komum undan þessu kóvi?

Við opnuðum galleríið í sumar með sýningunni Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands eftir nöfnu mína Guðnýju Guðmundsdóttur. Guðný hefur einsog ég búið mjög lengi í Þýskalandi en hún nam myndlist í Hamborg og flutti svo til Berlínar upp úr 2000. Að mínu mati er Guðný meðal áhugaverðari konum, með hárbeittan húmor, einstakan smekk og innsæi. Verkin hennar eru líkt og frjáls spuni sem hún vinnur á ótrúlega agaðan og yfirvegaðan hátt, auk þess býr hún yfir stórkostlegri næmni fyrir formi, efni og lit. Efnistök og fagurfræði endurspegla samtímann frá mismunandi sjónarhornum, raunhyggju, skáldskapar eða jafnvel dulúðar en þó skín hennar verkfræðilega hugsun alltaf í gegn.

Sýningin sem nú stendur yfir heitir Land Self Love og er eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur. Katrín lauk framhaldsnámi í myndlist í New York og hefur verið með annan fótinn í Berlín undanfarin ár. Mér finnst Katrín búa yfir kjarnorku og sýningin ber þess svo sannarlega vott. Hennar útgangspunktur er gjörningurinn sjálfur og gjörningurinn er að einhverju leyti samtvinnaður hennar daglega lífi. Það væri jafnvel hægt að segja að allt sem Katrín snertir er list og loftið sem hún andar er líka list. Gjörningurinn er grunnurinn að sýningunni og átti hann sér stað inn í gallerí rýminu fyrir luktum dyrum. Segja má að verkin sem við sýnum séu afrakstur þess gjörnings en þau eru unnin í mismunandi miðla bæði stór málverk, steypuverk, vídeó, ljósaverk og prent. Efnistök Katrínar Ingu er sjálfið og sjálfsástin, hún vinnur á hispurslausan en magnaðan hátt með líkama sinn og áhorfandinn er liggur við knúinn til þess að mynda sér skoðun á því sem fyrir augu ber. Hún er gott dæmi um listakonu sem leikur sér samtímis að myndmáli hins kvenlæga og þess karllæga. Það sem kveikir hvað mest í mér í verkum Katrínar er að hún er að reyna að finna leið til að gjörningurinn hennar – lífsgjörningurinn sjálfur ef kalla mætti haldi áfram í verkunum eftir að hún skilur við þau. Oft skrifar hún nokkurs konar handrit fyrir kaupandann um hvað hann skuldbindi sig til að gera eftir að verkið er keypt. Kaupsamningurinn er samningur  en samtímis líka hluti listaverksins sjálfs. Hún er þar að sækja á mjög spennandi mið og ég hlakka til að fylgja henni inn í næstu lotu hennar ferils.

Guðný segir mér ekki hvaða sýning er næst á dagskrá hjá henni, en eftir að hafa spjallað við hana finn ég að hún sér þetta sem langhlaup, hún er ekkert að flýta sér, vandvirk og fer sér hægt, leyfir sýningum að lifa og vinnur úr þeim. Nógur tími til að leyfa einu stykki galleríi að dafna og vaxa.

Sýningu Katrínar lýkur í apríl.


www.gallerygudmundsdottir.com

Ljósmynd af Guðnýju Guðmundsdóttur: Cormac Walsh

Stars are the flowers of our skies: The Wildflower

Stars are the flowers of our skies: The Wildflower

Stars are the flowers of our skies: The Wildflower

 

in conversation with Becky Forsythe and Penelope Smart

 

In The Wildflower, we’re transported into a disorienting horizon full of flowers, non-flowers, stones, glass and jelly. Bringing together artists and writers from Canada and Iceland, the exhibition questions, uncovers, and challenges various problems and possibilities surrounding nature, land, landscape, and what it means to those who dwell on it. 

As I sink into thoughts about my personal relationship to both the Canadian and Icelandic landscapes, the initial parallels are clear. They both carry postcard-like perceptions of vibrancy. Large, open space, fresh air, and curiosity – from fjords and hot springs in Iceland, to great lakes and tall trees in Canada. They share northern geographies and similar flora. Contemplating the propositions that the show offered brought forward many questions. What is considered an Icelandic landscape, and what is considered a Canadian one? Whose perspectives are given space and whose voices are missing? Where do these stories intersect, and where do they part? 

This conversation with curators Becky Forsythe and Penelope Smart, much like The Wildflower itself, spanned countries, viewpoints, and time(zones). Generously offering a glimpse into their collective vision of the show and beyond, we spoke about traditional craft in contemporary spaces, what inclusion means, notions of past, present and future in landscape, as well as the added labour of distance.

Juliane Foronda: Your shared connection to nature is quite evident. What other interests or curiosities informed this show? 

Becky Forsythe: Themes circulating nature are so vast and varied — and saying The Wildflower is solely grounded in nature only scratches the surface. Our intention was a layered exhibition, and first and foremost one about artists whose works are exciting, re-envision natural material, personal history, or land in new ways. This was sparked by an interest in reimagined craft-based practices as a way to narrow in on familiar, foreign, future landscapes and unfold the layers in those concepts. It is also quite natural for us to work with female artists spanning generations and most definitely emerging into their practices.

Penelope Smart: I think craft based practices have a lot to say to traditional visual art practices in a gallery. They are often connected to domestic skills or “women’s work”, and are now seen as something extremely alive in a contemporary art space. 

BF: Arna weaves, but none are present in the show. She does however weave together preserved flowers in Untitled (2014). Her practice is very conceptual, and I am not sure that she would consider her practice craft-based. But her work stems from a long history of weaving and conceptual fiber sculpture in Iceland with people like Ásgerður Búadóttir (1920-2014), Hildur Hákonardóttir and G.Erla (Guðrún Erla Geirsdóttir), who have opened up the reading of “women’s work” in contemporary art since the fifties, sixties or seventies.

PS: As a curator who loves craft, there’s a powerful point in the idea of permission, responsibility and ownership. Craft can immediately connect you to a community that may or may not be your own, and you may or may not have permission into it. Where I am in northern Ontario, I think there are really generative experiences of how craft is connected to Indigenous communities, traditions, and other histories that you may not be trusted into just because you think it’s interesting. We were thinking about representations of nature in the future, and there is a paradox presenting works that connect to craft practices and traditions. That tension is consciously at play in this show.

BF: This tension in the exhibition plays with work elements that would be identified as craft-based, and how they appear in the artists’ work through other means. For example, Nína’s work, where she embroidered the tablecloth with local flora. This is a skill she acquired as a young woman, and she utilizes her skills, as any artist would, in conceptualizing an installation which is in some ways about the traditional practice of stitching, but reaches beyond that and into an atmosphere of cultural awareness. 

JF: What was your motivation behind fostering this conversation between the Canadian and Icelandic landscapes, and why was this important to you? 

PS: The idea of Iceland and Canada sharing latitudes and plant histories because of their geographies is something we were interested in. The work that was coming out of the studios in each of these places were often related to each other, especially between Newfoundland and Iceland. There’s so much more research that can be done, we’ve just skimmed the surface.

JF: Both Iceland and Canada have strong and specific overarching narratives around what it means to belong to, represent and live on these lands. Many of these narratives surround notions of home, heritage, legacy and access. Are varying perspectives and experiences, such those from the many refugees and immigrants who also inhabit these lands represented in The Wildflower?

PS: I don’t know if all those views are represented. The artists included in the show from Canada and the North are Indigenous, mixed ancestry, or white and/or of European descent, and are drawing from their own experience. I’m okay with someone pointing out that there are people and stories missing from the show, because that’s definitely true and for me, isn’t a reason to feel like the show fails in terms of a show that’s thinking about landscape. If The Wildflower does play a part in bringing up conversations about what’s lacking, where stories are missing about the experience of landscape, or what it means, if anything, to talk about flowers in a northern landscape, that’s great. These conversations are hard, but they’re important.

BF: The view we present is not a universal vision of land or landscape, but an act to deconstruct or counter or address imbalance in contemporary conversations on the topic. The exhibition itself wasn’t so much about transporting the experience of Canada here, or matching it to the experience of Iceland, but about creating a dialogue where questions would arise. Break up out-dated representations, I would say, and present a new potential for landscape. There are experiences that are missing, and that is okay, this is just one open possibility gathered from many voices.

 

Installation view with Jón Gunnar Árnason, Blómið, 1967, The Wildflower, Hafnarborg 2020. Photo: Kristín Pétursdóttir

Asinnajaq, Where you go, I follow, 2020, digital photograph on polysheer. Photo: Kristín Pétursdóttir

Katrina Jane, Tools of Being, 2020, Portuguese marble. Photo Kristín Pétursdóttir

Leisure, Narrative no. 9 (cotton grass, berry hand, summer 1943 on Bonavista Bay and women picking berries on the barrens 1912-15/2016), Narrative no.13, 2017, photo montage and Invisibility Cloaks, 2020, haskap, blueberries and cranberries on canvas. Photo: Vigfús Birgisson

JF: Is nature and/or land(scape) inclusive? 

BF: The way that nature’s been handled is not inclusive. I guess it depends on who is telling the story? Whose nature is it? And who has access? But if you think about this in the environmental or cultural context, then nature has been misused in a way that’s not inclusive at all and has kept certain cultures, genders and races repressed. 

PS: This is such a good question. I do think this comes up in the sense of nature as a resource. And who has access to it. In the exhibit, there’s the idea of nature as a resource related to different histories and in terms of the materials themselves, the view of nature as something that gives or has given, and gives innately, and how we take.

JF: While this collaboration was always planned to have an element of long distance to some capacity, you came across many unexpected challenges due to COVID-19. Can you talk a bit about the obstacles, joys, added labour and findings that came from this?

BF: The long distance nature of our collaboration meant the transition into the reality of COVID-19 just happened. We had worked in a lot of research and preparation that would take place onsite in Iceland, that was affected quite early on and became impossible. We pivoted in this new vulnerability, like colleagues, exhibitions, museums and galleries everywhere are currently doing, and found new approaches. This transformed our selection of work, but also pushed us, in a good way, to reconsider the place of our work in the field.

PS: It’s unfortunate that I wasn’t able to go to Iceland. At times it felt like constantly asking do we cancel this? became the work. But this was happening for everyone. I often felt like I couldn’t do my fair share because I wasn’t physically there. It didn’t change how the show went for me in the end, as it looked exactly how it would have if I had been able to be there. It makes me excited for the next thing we get to do together.

BF: We were lucky that we walked into this with a consistent working practice, weekly meetings and reliable communication. Onsite/online, we weren’t only doing this long distance, but between time zones too. I really see the labour that went into this exhibition as balanced— whether conceptual, physical or intellectual. It was heartbreaking that Penelope couldn’t be here, because we had organized to a certain extent, but also left room to respond together in the space once we were in it, and we really didn’t get to experience that. That’s an exciting part for me to really feel works in the space, get in there and respond. 

JF: (How) will this collaboration exist after this exhibition is over?

BF:  I think we did walk into it with the idea that this project, and at least the beginnings of this research extend into something beyond. Our list of artists, contributors and writers was so huge. We definitely couldn’t include everyone that we wanted to in The Wildflower, and that leaves us with exciting research to continue. The fact that we’ve survived this massive exhibition at this time, long distance – across countries and with COVID, it’s left me really excited to attempt something new. Whether that’s realised as an exhibition or another format, it’s still up in the air. There’s still a lot that we haven’t unpacked and it’s about finding the right time for those things to happen.

PS: The ways that we experience and engage with art are shifting. It’s no longer about getting on a plane to do research and studio visits, and a lot more art is now happening outside of traditional gallery settings. This means that we have to think about how our work as curators can continue to be of value to audiences moving forward. I’m interested and learning how to talk about land, how to belong to it and where I belong, what does belonging actually translate to, how does history play out in a landscape, how do you claim it or not, and how do you revisit yourself in land. I want to be able to work with artists who are looking at these questions.

——————

Following my question about if nature and landscape was inclusive, Penelope posed a series of questions back at me. She asked how inclusivity feels, where it lives in the body, and what emotions are present when we talk about if nature is inclusive. These questions in relation to my personal relationship with land and nature have been circulating in my headspace since being asked, and I will likely continue to sit in the reality of these thoughts for some time.

I immediately thought of my family’s first winter in Canada, and the small toboggan (sled) my parents got us so we could all play in the snow. I thought of the first time I realised I didn’t know how to ice skate or ski like most of the kids at my primary school could, who were predominantly of white settler-colonial descent. I also remembered my first trip to a friend’s cottage in my teens, and how they taught me how to canoe at sunset. My thoughts also fall back to listening to my father tell me stories throughout my childhood about his rural village in the northern region of the Philippines – stories of mango trees, being showered by the warm tropical rain, playing with spiders, stones and banana leaves, and about how bright the stars were at night. This landscape is completely opposite to the one I grew up in and is one that I barely know myself, but I feel inherently connected to it from these stories that have been told and retold to me over the years. I also thought about when I moved to Iceland, and how my body surrendered to the slow pace of the dark winter. I remembered the first time I saw the northern lights, and I can still hear the sound of the strong winter wind whistling through my window. I also often think of that soft pink light that peeks out around February, which breaks the darkness and makes the whole landscape seem to glow in silence for a few moments.

These thoughts and memories led me to realise that experiences with/in nature and landscape often carry multiple markers or milestones that reveal how much you conventionally belong or fit in. This is particularly true for lands where nature and landscape are deeply interwoven into culture and cultural norms, such as in Iceland and Canada. It’s a curious place, where nature mixes with culture and its conventions, making clear that nature often exists as a refuge or pleasure for the systemically privileged, while it is a border or boundary for many others. The very specific narratives placed around land and landscape affects people’s psyche and their sense of belonging. It also brings up the notion of nature as legacy – what you pass down and leave behind. I often wondered why my father’s village feels so emotionally familiar to me, and I’ve come to realise that knowledge and histories can transcend time and physical space through the radical care of sharing one’s skills, experience and stories with others.

In an attempt to answer Penelope’s questions, inclusion and exclusion, for me, lives in the space(s) between my tear ducts and my chest. My lived experiences and the feelings they come with trigger a quickened pulse from my heavy heart, a tickle in my throat, a runny nose, and misty eyes. Nature exists in multitudes, and for me, can bring up feelings of wonder while often being laced with a mix of gratitude, guilt, clarity and confusion. I like to think of my relationship with nature as a private one in a public space; it’s complex, changing and challenging, and it’s the only one of its kind that I’ll ever know. 

This conversation exists in two parts, with the other being on Femme Art Review.

 

The WildflowerVilliblómið, was exhibited at Hafnarborg – Centre of Culture and Fine Art (Hafnarfjörður, IS) between August 29 – November 8 2020.

Artists included: Arna Óttarsdóttir, Asinnajaq, Eggert Pétursson, Emily Critch, Jón Gunnar Árnason, Justine McGrath, Katrina Jane, Nína Óskarsdóttir, Leisure, Thomas Pausz, Rúna Thorkelsdóttir

Curated by Becky Forsythe and Penelope Smart

Becky Forsythe and Penelope Smart met at the Banff Centre for the Arts and Creativity in 2017. Their shared work is based in new and meaningful conversations about nature, materials and the feminine. The Wildflower is their first collaborative project.

Becky Forsythe is a curator, writer, and organizer in Reykjavík, Iceland. Penelope Smart is curator at Thunder Bay Art Gallery and writer based in Ontario, Canada. 

Writer’s note of Land Acknowledgement: 

For thousands of years, Tkaronto (Toronto) has been the traditional territory of many nations including the Mississaugas of the Credit, the Anishinaabeg, the Chippewa, the Haudenosaunee and the Wendat, and it is still home to many diverse First Nations, Inuit and Métis from across Turtle Island (North America). Tkaronto is covered by Treaty 13 with the Mississaugas of the Credit. I have lived on this land for the majority of my life, and it continues to significantly shape and impact my trajectory. I acknowledge and recognize the many privileges that I have because of immigrating to and having grown up on stolen land. I conducted this interview from Glasgow, Scotland, where I am currently based. 

Penelope spoke to me from Thunder Bay, Ontario, located on the traditional territory of the Anishinaabeg, which is covered by the Robinson-Superior Treaty. She is grateful to live and work on the traditional territory of Fort William First Nation. Becky spoke to me from Reykjavík, Iceland. She acknowledges traditional territories of the Huron-Wendat, the Haudenosaunee, the Anishinaabeg, specifically Ojibway/Chippewa, the Odawa and Wahta Mohawk peoples whose presence on the land continues to this day, and where her time and experiences lived on this land continue to influence her person and practice. 

Femme Art Review is based out of the traditional territory of the Anishinaabek, Haudenosaunee, Lūnaapéewak, and Attawandaron peoples (London, Ontario). Artzine is based out of Reykjavík, Iceland.

 

 

Cover picture: Nína Óskarsdóttir, The Feast (Veislan), 2020, mixed media, table cloth embroidered with Icelandic wildflowers and assorted beer jellies. Photo: Kristín Pétursdóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest