Flat Theatre for an Uneven Revolution –  The Berlin years of Ómar Stefánsson

Flat Theatre for an Uneven Revolution – The Berlin years of Ómar Stefánsson

Flat Theatre for an Uneven Revolution – The Berlin years of Ómar Stefánsson

„The sorcerer destroys the deception of the Creator, by creating another deception instead. But at the same time, it is important that he immediately eliminates all the deceptions he himself creates“

The Icelandic visual artist, Ómar Stefánsson, is known by many for his unconventional ways of life and art. At the age of sixteen, he gave an interview to the Icelandic paper, Vísir, as a young artist and a magician. The same year he got admitted to the Reykjavík School of Fine Arts at an exceptionally young age, where he graduated from the then new Experimental Arts Department in 1981. His art career now spans in huge excess across painting, sculpture, writing and published books as well as notorious performance work staged with the Art Brut bands Bruni BB and Inferno 5

Throughout his art career of almost 50 years,  Ómar has been consistent with the concept of his work, as seen in the above quote from the 1976 interview with Vísir. The controversial satire of human history, science and religion is a never ending theme and nothing is ever as it seems.

The exhibition Flat Theatre for an Uneven Revolution at ForA Contemporary Platform in Berlin, features paintings, sculptures and diaries that were made in the past five years at the artist’s studio in the metropolis city of Germany. These works tell, among other things, a story about the social transformation that took place during the pandemic, mixed with other dizzying chaos. For example the astronaut who almost drowned in his own piss. Thus, the exhibition leads us through the poetic and grotesque satire of human beings who live and die. A cloud-enclosed vault controls floods and tides, while the human being belongs to gravity along with other bottom creatures that it reflects on, in its daily activities.


Cloud makers and Tidal Technicians. Oil on canvas, 140 x 140 cm. 2017-2022

„Flat theatre is simply an explanation of what is going on here, the translation of things unto a two-dimensional surface, such as when maps are made. For example, where three-dimensional landscapes are projected onto two-dimensional surfaces. There are many methods for this, all of which are just as correct, or just as misleading, depending on how you say it, the glass is half full or half empty“

Ómar’s student years include performance tours along with Hermann Nitsch around Europe, an internship with Dieter Roth and jobs with the Illuminati congregation in the Alps in Switzerland. All of which can be seen to influence his work to this day. Ómar went to Berlin to further his studies and became a Meisterschuler with Professor Fussmann at the Hochschule der Künste in 1987. But fate brought Ómar back to Berlin about 30 years later when he lost his studio in Reykjavík, and at the same time he started keeping a diary in German where he describes his daily events through words, collages and drawings. Thirty diaries with his reflections, ideas and destiny now cover Ómar’s stormy years in Berlin 2017-2021, which end with a near-death experience, a physical death – „and rebirth in the zodiac sign of Scorpio in November 2021“, the artist adds and starts boasting about their new birthday.


Samples from the Berlin Diaries, Vol. I – XXVI.

The architecture of words and ideas speaks to the tangible structure of buildings in Ómar’s paintings, which are both formal and surreal. Forms take on a vivid structure that seems to be able to move and rearrange at any given moment. Man grows into himself, out of himself, becomes a house, becomes an animal and swings in the world, on the playground of existence. The exhibition at ForA gallery includes paintings about cosmogony and all kinds of uncertainties, what the artist saw during the pandemic in Berlin but also personal still lives.

„Every artist must make at least one Tempus Fugit work (Lat. Time flies) … And think of death. Every artist must think of death. And it happened to me here in Berlin, for example, to just fall ill and die and that was not my plan at all. And at this exhibition here we also have art which you can learn from. There’s a box that says what is forward and what is back. I had an intellectual conversation about this painting at the opening with a professor of philosophy and a dispute even. I was very pleased that this picture should provoke a controversy, even though it’s just a picture of a box. I said at least up and down were obvious facts. But there are different of opinions about that as well even“

We seem to live in a ready-made world where nothing is accidental. But the same cannot be said about the drawing in Ómar’s paintings, which appear to man as a wild and untamed phenomenon. Powerful and confident strokes draw a world that unites all the art movements of the 20th century, even further back. The violent and unrestrained subject matter has an obvious connection to the works of artists as diverse as Otto Dix, Hiernonymous Bosch and Hans Bellmer.

„I do not know what to say … I have been called a classical modernist. Which is also a little funny. The old new style or the new new style. First came Art Nouveau, the new style and then came modernism, then the new style and then the new new style. And this has all become a classical new style, so I’m very classical, I’d say, a classical artist. And traditional, compared to many”


Paintings from the exhibition Flat Theatre for an Uneven Revolutio. From left to right: Infected, The Battle of Amari with the Cyclope Cannibals in Crete, Inflated man falling, KaliYuga, Farming for spare parts, Choronzon, Mooning on Mars, The crazy old town. 

In Ómar’s abstract paintings and sculptures, however, one can discern the influence from his mentors Dieter Roth, Hermann Nitsch and also Magnús Pálsson, the founder of the Icelandic Experimental Art Department. Fast and energetic work methods give rise to grotesque lines and shapes in action works done with paint on canvas, mixed media and found material. Every now and then, comical titles pop up, which give this frantic world of images another angle. However, Ómar is better known for his large-scale paintings, which testify to his unique mastery of the medium and his great drawing skills. These paintings refer to the image structure of the cubists, futurists and surrealists and, at the same time, the dimensional illustrative tradition of graphic comic novels. 

The art works currently on display at the ForA exhibition are also remarkable for having escaped unscathed from the artist’s years in Berlin. Some of Ómar’s works was kept in storage at a building in the city which caught fire. He rented a studio in a building along with hundreds of other artists in Lichtenberg, which was confiscated with one day’s notice causing him and others to lose all their belongings in consequences that will not be listed here. „You are not human until you have lost everything“, says Ómar and quotes his former teacher at the Living Art Department, Magnús Pálsson, but it is obvious that the loss takes a heavy toll on him.

Panorama from Ómar’s studio in Lichtenberg, Berlín, 2019. Click to enlarge the image.

The pages of the diaries Ómar kept in Berlin are filled with drawings and collages that translate, like the Flat theatre, the five-dimensional reality of the artist’sinner world onto a two-dimensional surface. From the amount of books and the pages completed in these five years, it is clear that the artist does not let a day go by without working with these disciplines.

Even while the artist was in the intensive care unit at the hospital, the time he had awake was used for art creation and writing, with collages compiled from the hospital’s food stamps and the near-death experience written similar to other documented accounts surroundingthe deathbed. According to Ómar, he was suddenly dragged on his feet through a tunnel, which eventually led him back into the world, but not away into the light.

And what was it like to die? „It was absolutely awful … Stay alive as long as you possibly can“

In fact, it can be said that Ómar Stefánsson’s entire art career offers the audience a highly dramatic Flat Theatre exhibition. His art exhibitions and their preparation, art brut performances and their consequences, excerpts from declarative interviews with him, as well as the audience’s accounts of his fate throughout his life. All of this paints a vivid picture of an artist’s life trajectory who has walked untrodden and uneasy paths through life. Victories meet defeats in the rough oceanic waves of the typical artist’s life, which, however, form a decent curriculum vitae today. A lifespan of an uneven revolution where nothing is ever as it seems, with struggle between good and evil as serious and comical as it can be at the same time. Even when the artist himself is obviously upset about what he’s sharing, he uses his sense of humor as a tool in his narrative. His own near-death experience becomes a source of endless jokes. And what is right and what is wrong, what is truth, what is deception… the world contains only endless questions and hairy answers.

And do you really think the world is that confusing? A guest at the opening was heard asking the artist  – Yes and even more confusing than I could ever interpret in this show.

Flat theater, of sorts
at the parking lot of existence 

Squares move
and on them triangles feed.

It all goes in circles,
yellow, blue, red,

Flat theatre, of sorts,
in the parking lot of existence.

The end of reality,
sort of.


Exhibition overview at ForA Contemporary Platform

Ómar Stefánsson was born in 1960 in Iceland and has exhibited at the Reykjavík Art Museum, the National Gallery of Iceland and had numerous solo exhibitions in Iceland. Works by him have also been shown at Heine Onstadt in Oslo, Norway and at an exhibition with Cy Twombly, Joseph Beuys at Gallery Händschin in Basel, Switzerland. The National Gallery of Iceland and the Reykjavík Art Museum have paintings by Ómar in their collection as well as the Technical School of Iceland, Eimskip and an Illuminati congregation in Switzerland. Ómar also created works especially for the train station in Basel, Switzerland, together with the artists Dieter Roth, Dominik Steiger and André Thomkins.

Further information about Ómar Stefánsson, his work and exhibition can be found at the sites omarstefansson.com

Freyja Eilíf


Flat Theatre for an Uneven Revolution by Ómar Stefánsson was exhibited at ForA Contemporary Platform in Berlin, March 14th – April 10th, 2022, curated by Freyja Eilíf.

Featured image: Freyja Eilíf. Video, recording and editing: Freyja Eilíf. Images of artwork: courtesy of the artist.
 

Flat Theatre for an Uneven Revolution –  The Berlin years of Ómar Stefánsson

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu – Ómar Stefánsson og Berlínarárin

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu – Ómar Stefánsson og Berlínarárin

“Galdramaðurinn eyðir blekkingu skaparans með því að skapa aðra blekkingu í staðinn. En um leið er mikilvægt að hann eyði jafnóðum þeim blekkingum sem hann skapar” 

Myndlistarmaðurinn Ómar Stefánsson er mörgum kunnugur fyrir óhefðbundnar leiðir sínar í lífi og list. Sextán ára gamall veitti hann helgarblaði Vísis viðtal sem ungur myndlistarnemi og galdramaður, en um sama leyti hóf hann nám Mynd- og Handíðaskólanum hvaðan hann útskrifaðist af Nýlistadeild árið 1981. Listferill hans spannar gríðarlegt magn af málverkum, skúlptúrum, ritverkum í útgefnum bókum sem og umdeildum gjörningaverkum sem framkvæmd voru í slagtogi með Art Brut hljómsveitunum Bruna BB og Inferno 5.

Á tæpum 50 ára  listferli hefur Ómar verið samkvæmur sjálfum sér, eins og greina má frá ofangreindri tilvitnun úr viðtali Helgarblaðsins Vísis frá árinu 1976. Í verkum sínum vinnur hann stöðugt með ádeilu á framsetningu mannkynssögunnar, vísinda og trúarbragða. Ekkert er eins og það sýnist.

Á sýningu sem bar titilinn Flatleikhús fyrir ójafna byltingu, sem ForA Contemporary Platform opnaði á verkum Ómars Stefánssonar í Berlín 12. mars til 10. apríl síðastliðinn, voru málverk, skúlptúrar og dagbækur sem unnin voru síðastliðin fimm ár á vinnustofu listamannsins þar í borg. Verkin af sýningunni segja meðal annars sögu um þá samfélagslegu umbreytingu sem átti sér stað á tímum heimsfaraldursins, í bland við annars konar hvimleiða ringulreið, til að mynda söguna um geimfarann sem drukknaði nærri í sínu eigin pissi.  Þannig leiðir sýningin okkur í gegnum ljóðræna og gróteska satýru þess að vera lifandi og deyjandi mannvera.  Skýjavél í innilokaðri hvelfingu stýrir flóði og fjöru en á meðan tilheyrir mannveran þyngdaraflinu með öðrum botnverum sem hún speglar sig í við daglegar athafnir.


Cloud makers and Tidal Technicians. Olía á striga, 140 x 140 cm. 2017-2022 


“Flatleikhús er einfaldlega skýring á því sem er í gangi hérna, að þýða hluti yfir á tvívíðan flöt, eins og þegar landakort eru gerð til dæmis, þá er verið að varpa þrívíddarlandslagi yfir á tvívíðan flöt og það eru margar aðferðir til þess, sem allar eru jafn réttar, eða jafn villandi, eftir því hvernig maður orðar það, glasið er hálffullt eða hálftómt” 

Námsár Ómars spanna gjörningaferðalög með Hermann Nitsch um Evrópu, starfsnám hjá Dieter Roth og störf hjá Illuminati söfnuðinum í Alpafjöllunum í Sviss. Allt sem greina má áhrif frá í verkum hans til þessa dags. Ómar gerði eins og margir listamenn eftir útskrift frá MHÍ, fór út til frekara náms til Berlínar og varð Meisterschuler í myndlist hjá prófessor Fussmann í Hochschule der Künste árið 1987. En örlögin leiddu Ómar aftur til Berlínar um 30 árum síðar og á sama tíma byrjaði hann að halda dagbók á þýsku þar sem hann greinir frá daglegum atburðum sínum með orðum, klippimyndum og teikningum. Þrjátíu dagbækur með hugleiðingum, hugmyndum og afdrifum hans, spanna hin stormasömu ár Ómars í Berlín 2017-2021 sem enda með nær-dauða-reynslu, líkamsdauða – “og endurfæðingu í stjörnumerki Sporðdrekans” bætir listamaðurinn við kíminn og er hæstánægður með nýja afmælisdaginn sinn.


Sýnishorn úr Berlínardagbókum, Vol. I – XXVI, 2021.

Byggingarlist orða og hugmynda talast á við áþreifanlegan strúktúr bygginga í málverkum Ómars, sem eru formalísk og súrrealísk í senn. Form taka á sig lifandi mynd, virðast geta fært sig um set og endurraðast á hverri stundu. Maðurinn vex inn í sjálfan sig, út úr sjálfum sér, verður hús, verður dýr og rólar sér í orðinu á leikvelli tilverunnar. Á sýningunni í ForA gallerí eru málverk sem fjalla meðal annars um heimsmyndunarfræði og alls konar óvissufræði, einnig það sem bar fyrir augu listamannsins á tímum heimsfaraldursins í Berlín og svo persónulegar kyrralífsmyndir..

Sérhver listamaður verður að gera eitt Tempus Fugit (Lat. Tíminn flýgur) listaverk… Og hugsa um dauðann. Það hlýtur hver listamaður að hugsa um dauðann. Og það kom nú til dæmis fyrir mig hérna í Berlín, að steindrepast bara, það var ekki planið. Svo er hérna myndlist sem hægt er að læra af. Hér er kassi sem á stendur hvað sé fram og hvað sé aftur. Við áttum samræður um þessar mynd, ég og einn heimspekimenntaður maður á opnun þessarar sýningar og við deildum. Ég var hæstánægður með árangurinn, að þessi mynd skyldi vekja upp slíkar deilur, þótt þetta sé bara mynd af kassa. Ég sagði að upp og niður væri klárt. En það eru skiptar skoðanir um það”

Við virðumst búa í tilbúnum heimi þar sem ekkert er tilviljunum háð.  Það sama er þó ekki hægt að segja um teikninguna í málverkunum Ómars, en þau birtast manni sem villt og ótamin fyrirbæri. Kröftugar og öruggar strokur draga upp heim sem sameinar allar listastefnur 20. aldarinnar og þótt lengra aftur væri litið. Ofsafengið og hömlulaust myndefnið hefur augljós tengsl inn í verk jafn ólíkra listamanna eins og Otto Dix, Hiernonymous Bosch og Hans Bellmer.

“Ég veit ekki hvað maður getur sagt..  ég hef verið kallaður klassískur módernisti. Sem er líka smá fyndið. Fyrst kom Art Nouveau, nýi stíllinn og svo kom módernisminn, svo nýi stíllinn og svo nýi nýi stíllinn. Svo er þetta allt orðið klassískur nýr stíll, þannig að ég er mjög klassískur, myndi ég segja, listamaður. Mjög hefðbundinn, miðað við marga” 

Nokkur málverk af sýningunni Flatleikhús fyrir ójafna byltingu. Frá vinstri til hægri: Infected, The Battle of Amari with the Cyclope Cannibals in Crete, Inflated man falling, KaliYuga, Farming for spare parts, Choronzon, Mooning on Mars, The crazy old town. 

Í afstraktmálverkum og skúlptúrverkum Ómars má sérstaklega greina þó áhrif sem hann er undir frá lærifeðrum sínum Dieter Roth, Hermann Nitsch og jafnframt Magnús Pálssyni. Hröð og ötul vinnubrögð fæða af sér gróteskar línur og form í aksjónverkum sem eru unnin bæði með málningu á striga, sem og fundnum og samanskeyttum efniviði. Við og við skjóta svo upp kollinum ansi kómískir titlar, sem gefa þessum ofsafengna myndheimi enn annan vinkil. Ómar er þó þekktari fyrir stórflata málverk sín, sem bera vitni um einstakt vald hans á miðlinum og mikla færni í teikningu. Þessi málverk skírskota til mynduppbyggingu fútúrista, kúbista, súrrealista og á sama tíma myndskreytingarhefða grafískra myndasagna.

Þau listaverk sem nú standa uppi á sýningunni í ForA eru einnig merkileg fyrir þær sakir að hafa komist klakklaust frá Berlínarárum listamannsins. Þónokkur verk sem Ómar hafði í geymsluhúsnæði í borginni urðu húsbruna að bráð. Vinnustofuhúsnæði sem hann deildi með hundruði annarra listamanna í Lichtenberg var gert upptækt með eins dags fyrirvara, sem olli því að hann og fleiri glötuðu aleigu sinni í málalyktum sem verða ekki útlistaðar hér.
Maður er víst ekki maður með mönnum fyrr en maður hefur misst aleiguna” segir Ómar og segist hafa það eftir fyrrum kennara sínum í Nýlistadeildinni, Magnúsi Pálssyni.

Breiðmynd af vinnustofuhúsnæði Ómars í Lichtenberg, Berlín og skúlptúrverkum sem fóru forgörðum. 2019-2021.
Klikkið á myndina til að stækka hana.

Síður dagbókanna sem Ómar hélt í Berlín eru fylltar með teikningum og klippimyndum sem lýsa, líkt og Flatleikhúsið, fimmvíðum veruleika listamannsins á tvívíðu formi. Af magni bókanna og útfylltra blaðsíðna er auðséð að listamaðurinn lætur ekki dag líða án þess að hafast handa við klippimyndir, teikningar eða skrif.

Meira að segja meðan listamaðurinn liggur inni á gjörgæslu hefur tíminn verið nýttur til listsköpunar og skráningar, þar sem myndir eru settar saman úr matarmiðum spítalans og nær-dauða-reynslunni lýst, sem var á svipuðum meiði og aðrar skrásettar frásagnir af sýnum á dánarbeði. Samkvæmt Ómari var hann skyndilega dreginn á löppunum í gegnum göng, sem þó að lokum leiddu hann aftur inn í heiminn, en ekki burtu í ljósið.

Og hvernig var að deyja? “Það var alveg hræðilegt… Haltu lífi eins lengi og þú mögulega getur(!)”

Í raun má segja að allur listferill Ómars Stefánsson bjóði áhorfendum upp á hádramatíska Flatleikhússýningu. Listasýningar hans og undirbúningur þeirra,  gjörningaframkomur og afleiðingar þeirra, úrklippur frá yfirlýsingaglöðum greinaviðtölum við hann, sem og frásagnir áhorfenda af afdrifum hans í gegnum tíðina. Allt dregur þetta upp allsvakalega mynd af ævispori listamanns sem fer ótroðnar slóðir og hefur ekki valið sér auðveldustu leiðina í gegnum lífið. Sigrar mæta ósigrum á úfnum hafsjó þess sem þó myndar þokkalega ferilskrá í dag, ójöfn lífsbylting og ekkert er eins og það sýnist. Baráttan á milli hins góða og illa eins háalvarleg og kómísk og hún getur verið í senn. Jafnvel þegar listamanninum sjálfum er ekki spaug ofarlega í huga, notar hann kímnigáfuna sem verkfæri í frásögn sinni. Hans eigin nær-dauða-reynsla verður að uppsprettu endalausra brandara. Og hvað er rétt og hvað er rangt, hvað er sannleikur,  hvað er blekking.. “heimurinn  inniheldur bara endalausar spurningar og loðin svör”  

Og er allt svona ruglingslegt að þínu mati? Heyrðist sýningargestur á opnuninni spyrja listamanninn. – Já og jafnvel enn ruglingslegra en ég næ að túlka á þessari sýningu.

Flatleikhús, eins konar
á bílastæði tilverunnar

Þar ferningar færast
og á þeim þríhyrningar nærast.

Allt fer þetta í hringi,
gula, bláa, rauða.

Flatleikhús, eins konar.
á bílastæði tilverunnar.

Endir alvörunnar,
eins konar. 

Sýningin Flatleikhús fyrir ójafna byltingu stóð uppi 12. mars til 10. apríl í ForA Contemporary Platform á Marburger Strasse 3 í Berlín. Á henni var til sýnis eitt frumeintak af Berlínardagbókunum (Bindi XXIV, 2021), fimmtíu og þrjú málverk sem unnin voru að mestu leyti á árunum 2017-2022 í Berlínarborg og sex skúlptúrar. Þá var fyrsta bindi Berlínardagbókanna (Vol. I, 2017) einnig útgefið á prenti á opnun sýningarinnar.

Flatleikhús fyrir ójafna byltingu, sýning Ómars Stefánssonar í ForA Contemporary Platform, Marburger Strasse 3, Berlín,
12. mars – 10. apríl 2022.

Ómar Stefánsson er fæddur árið 1960 á Íslandi og verk hans hafa verið sýnd á Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og á fjölmörgum einkasýningum á Íslandi. Þá voru verk eftir hann einnig verið sýnd á Heine Onstadt í Osló, Noregi og á sýningu með Cy Twombly, Joseph Beuys í Gallery Händschin í Basel, Sviss. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eiga málverk eftir Ómar sem og Tækniskóli Íslands, Eimskip sem og Illuminati söfnuðurinn í Sviss. Ómar vann einnig verk sérstaklega fyrir lestarstöðina í Basel, Sviss, ásamt listamönnunum Dieter Roth, Dominik Steiger og André Thomkins.

Nánari upplýsingar um Ómar, verk hans og sýninguna má skoða á hér: omarstefansson.com 

Freyja Eilíf


Aðalmynd með grein: Freyja Eilíf. Myndbönd, upptaka og vinnsla: Freyja Eilíf. Myndir af verkum birtar með leyfi listamannsins.

Listasafn ASÍ selt

Listasafn ASÍ selt

Listasafn ASÍ selt

Fjörlegt lista- og menningarlíf gerði íslenskan garðinn frægan löngu áður en náttúran var markaðsett í drasl með Inspired by Iceland. Þetta þýðir beinlínis að listamenn sköpuðu landinu gríðarlega mikinn auð með þessu orðspori sem liggur nú á vörum flestra erlendra sem maður hittir sem listamaður frá Íslandi.

Screen shot 2016-05-06 at 11.35.08 PMOg hvað gera menn þá? Í staðinn fyrir að sá fræjum í grasrætur samtímamenningar er traðkað ofan á verðmætum með einbeittum brotavilja. Glæpurinn fer fram fyrir opnun dyrum og enginn þarf svo lítið sem að skammast sín. Fólk er orðið svo heilaþvegið af þeirri banvænu og ósönnu tuggu að listamenn séu hinar raunverulegu afætur samfélagsins að það fagnar jafnvel. Það gat hver maður séð að eitthvað var gruggugt í drullupolli ASÍ þegar tilkynnt var í flýti um sölu á þessu dýrmæta húsi. Ársreikningar frá síðasta ári sýna ekki fram á neina rekstrarörðugleika svo að einhvers staðar er pottur brotinn í frásögn stjórnar. Hvers vegna seldu þau húsið? Við getum beðið spennt eftir að sjá hvað skrifstofuplottið bar í skauti sér. Verður sjoppa í anddyrinu sem selur íslenska hönnun? Verður sýnileiki á safneign listaverka ASÍ aukinn með frumlegum hugmyndum? Fær forsetinn Fjallamólk Kjarvals á skrifstofuna sína? Það vill svo til að ASÍ fjárfesti í húsinu á sínum til að bjarga því frá grátbroslegum örlögum, en nú er öldin önnur. Í ljósi þess forsendubrests sem nýafstaðin sala á húsinu er má velta fyrir sér hvort Alþýðusambandi Íslands sé í raun og veru treystandi fyrir safneigninni, sem var upprunlega gjöf til þeirra.

Raunveruleg menningarverðmæti verða nefnilega seint metin til fjár gegnum þann gjaldmiðil sem peningar eru. En baneitrað er niðurrifsafl menningarsnauðra aðila sem gegna tímabundnum stjórnarhlutverkum og taka að sér það hlutverk að valda óendurkræfum skaða fyrir menningu og þjóð. Hvað eru 15 milljónir mikið í ársúthlutun úr Myndlistarsjóði miðað við söluverð á húsi Ásmundar sem hljóðar upp á 168 milljónir? Hvað gerir ASÍ við ágóðann af sölunni? En skítt með þessar upphæðir, það er ógerningur að bera þær saman þegar þjófnaðurinn á fjármagni sem raunverulegu máli í skiptir í samfélaginu varðar svo stjarnfræðilegar upphæðir að við skiljum þær hreinilega ekki.

Screen shot 2016-05-07 at 12.24.19 AMÁstandið er slæmt. Safnasjóðir, menningarsjóðir, listasjóðir minnka ár hvert og starfsemi listamanna í miðbænum hverfur hægt og bítandi. Manni virðist sem menningarlífið muni ganga aftur á bak næstu misseri. Það kæmi ekki á óvart að með þessu áframhaldi muni listamenn í auknum mæli fara að kjósa sér aðra íveru- og vinnustaði, það er að segja, á öðrum siðmenntaðri stöðum á heiminum. Það er nefnilega ekkert gott að búa í einangrun á eyju í Atlantshafinu, sem hlúir ekki að menningu sinni, samfélagi sem kippir fótunum undan stoðum listalífs sem hefur áratugum saman verið í uppbyggingu. Staður þar sem ungt fólk getur ekki sótt sér gott nám erlendis lengur nema vera frá efnaðri fjölskyldu. Borg sem skeytir engu um arfleifð sína og menningu. Lítill afmarkaður og einangraður heimur þar sem græðgi og siðblinda ræður.

Fjárfestarnir segjast munu virða arfleifð hússins og samkvæmt vefmiðlinum Vísi.is þurfa myndlistarmenn ekki að hafa áhyggjur af þessu. Mig grunar að einhver muni þurfa að éta hatt sinn vegna þessara ummæla. En salan á húsinu er gengin í gegn. Exit through the gift shop og ekki gleyma að þakka fyrir ykkur. Dýrð sé guði í háum upphæðum! Listasafn ASÍ, húsið hans Ásmunds, hefur verið selt til fjárfesta á 168 milljónir.

Einkennismynd efst í grein: Jóhann Ludwig Torfason

 

Afstrakt málverk í forstofuna!

Afstrakt málverk í forstofuna!

Afstrakt málverk í forstofuna!

Afstrakt málverk í forstofuna! Við horfum á listina með augunum, við hengjum hana upp á vegg. Klístur lágmenningarinnar yfirtekur hið heilaga. „Fræðimaður óskast!“ Hrópar einhver. „Hyldu þennan skandal, klæddu þetta í önnur föt. Betri búning! Burtu með klámið! Þú setur þetta í eitthvað pent, eitthvað lekkert. En ekki loka upplifun áhorfendans, listin er frjáls mundu!“ Akkúratt svona, nú er allt betra. Listin þurfti bara á svona baði að halda. Listin þurfti kannski líka bara á svona blaðri að halda.

Við horfum á list með augunum og hendum henni í ruslið í huganum. Sorpframleiðslan verður ekki stöðvuð, en við getum beðið þolinmóð, rusl sópar annað rusl sjálfkrafa. Nú þarf líka að minna á það að list er ekki list nema bara sú list sem er að verða til á líðandi stundu! Þess vegna þarf alltaf að endurnýja svona mikið, þess vegna þurfum við svona mikið af listamönnum, svo það sé hægt að halda þessu við. Launalaust strit þúsunda er nauðsynlegt til að halda við  hringekju af stefnulausri þróun, búum bara til eitthvað! Úps, það gæti óvart verið atómsprengja.

Svo frjáls að við þurfum ekki að bendla okkur við neitt nema listagáfuna, með pínu styrk frá Arion banka. Hvað eiga listheimur og fegurðarsamkeppni sameiginlegt? Við setjum list inn í fegurðarsamkeppni og höldum fegurðarsamkeppni í Listasafni Íslands og útkoman er list og snilld. Hvernig afstrakt málverk er í forstofunni hjá þér?

Screen shot 2016-04-22 at 5.26.31 PM

Við búum til mann sem heitir B. Maðurinn B fer á listasýningu, gengur í gegnum sýningarrýmið og hugsar ,,ekki flott, ekki flott, kannski pínu flott, flott! Þetta er flott“. Kannski virkilega flott og B langar í’ða. B fær’ða. Þetta listaverk vinnur. En þeir sem eiga ekki búning, þeir tapa, þeir sópast burt. Eða öfugt, það er ekki hægt að segja til um það núna. Nú byrstir maðurinn B við sér og gólar: „Hvaða nauðgari er að klæða listina óviljuga úr fötunum hérna og slengja henni framan í vit mér? Heimskur ertu að vængstífa hina frjálsu list“ og listfræðingur svarar: „Mér sýndist listin vera sofandi. Ekki heyrði ég hana segja nei, ég heyri hana segja mest lítið þessa dagana“ – Listin er ekki mannvera og þess vegna má nauðga henni.

En einhver verður ósammála og hugsar „Þú hefur rangt fyrir þér“ og afstaða afstöðuleysi mætir afstöðu afstöðu í list, samkeppni og baráttu. Listamenn hafa framreitt verk fyrir tilefnið og dómur verður kveðinn með gangi tímans. Lystugustu listinni er kúkað út í kerfið og afgangurinn endar í kolaportinu við hliðina á afstrakt málverkinu sem minnst var á í byrjun. Góða skemmtun.

Birt í 3. tölublaði af Listvísi – Málgagn um myndlist

 

UA-76827897-1