Customize Consent Preferences

We use cookies to help you navigate efficiently and perform certain functions. You will find detailed information about all cookies under each consent category below.

The cookies that are categorized as "Necessary" are stored on your browser as they are essential for enabling the basic functionalities of the site. ... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Listasafn ASÍ selt

7.05. 2016 | Umfjöllun

Fjörlegt lista- og menningarlíf gerði íslenskan garðinn frægan löngu áður en náttúran var markaðsett í drasl með Inspired by Iceland. Þetta þýðir beinlínis að listamenn sköpuðu landinu gríðarlega mikinn auð með þessu orðspori sem liggur nú á vörum flestra erlendra sem maður hittir sem listamaður frá Íslandi.

Screen shot 2016-05-06 at 11.35.08 PMOg hvað gera menn þá? Í staðinn fyrir að sá fræjum í grasrætur samtímamenningar er traðkað ofan á verðmætum með einbeittum brotavilja. Glæpurinn fer fram fyrir opnun dyrum og enginn þarf svo lítið sem að skammast sín. Fólk er orðið svo heilaþvegið af þeirri banvænu og ósönnu tuggu að listamenn séu hinar raunverulegu afætur samfélagsins að það fagnar jafnvel. Það gat hver maður séð að eitthvað var gruggugt í drullupolli ASÍ þegar tilkynnt var í flýti um sölu á þessu dýrmæta húsi. Ársreikningar frá síðasta ári sýna ekki fram á neina rekstrarörðugleika svo að einhvers staðar er pottur brotinn í frásögn stjórnar. Hvers vegna seldu þau húsið? Við getum beðið spennt eftir að sjá hvað skrifstofuplottið bar í skauti sér. Verður sjoppa í anddyrinu sem selur íslenska hönnun? Verður sýnileiki á safneign listaverka ASÍ aukinn með frumlegum hugmyndum? Fær forsetinn Fjallamólk Kjarvals á skrifstofuna sína? Það vill svo til að ASÍ fjárfesti í húsinu á sínum til að bjarga því frá grátbroslegum örlögum, en nú er öldin önnur. Í ljósi þess forsendubrests sem nýafstaðin sala á húsinu er má velta fyrir sér hvort Alþýðusambandi Íslands sé í raun og veru treystandi fyrir safneigninni, sem var upprunlega gjöf til þeirra.

Raunveruleg menningarverðmæti verða nefnilega seint metin til fjár gegnum þann gjaldmiðil sem peningar eru. En baneitrað er niðurrifsafl menningarsnauðra aðila sem gegna tímabundnum stjórnarhlutverkum og taka að sér það hlutverk að valda óendurkræfum skaða fyrir menningu og þjóð. Hvað eru 15 milljónir mikið í ársúthlutun úr Myndlistarsjóði miðað við söluverð á húsi Ásmundar sem hljóðar upp á 168 milljónir? Hvað gerir ASÍ við ágóðann af sölunni? En skítt með þessar upphæðir, það er ógerningur að bera þær saman þegar þjófnaðurinn á fjármagni sem raunverulegu máli í skiptir í samfélaginu varðar svo stjarnfræðilegar upphæðir að við skiljum þær hreinilega ekki.

Screen shot 2016-05-07 at 12.24.19 AMÁstandið er slæmt. Safnasjóðir, menningarsjóðir, listasjóðir minnka ár hvert og starfsemi listamanna í miðbænum hverfur hægt og bítandi. Manni virðist sem menningarlífið muni ganga aftur á bak næstu misseri. Það kæmi ekki á óvart að með þessu áframhaldi muni listamenn í auknum mæli fara að kjósa sér aðra íveru- og vinnustaði, það er að segja, á öðrum siðmenntaðri stöðum á heiminum. Það er nefnilega ekkert gott að búa í einangrun á eyju í Atlantshafinu, sem hlúir ekki að menningu sinni, samfélagi sem kippir fótunum undan stoðum listalífs sem hefur áratugum saman verið í uppbyggingu. Staður þar sem ungt fólk getur ekki sótt sér gott nám erlendis lengur nema vera frá efnaðri fjölskyldu. Borg sem skeytir engu um arfleifð sína og menningu. Lítill afmarkaður og einangraður heimur þar sem græðgi og siðblinda ræður.

Fjárfestarnir segjast munu virða arfleifð hússins og samkvæmt vefmiðlinum Vísi.is þurfa myndlistarmenn ekki að hafa áhyggjur af þessu. Mig grunar að einhver muni þurfa að éta hatt sinn vegna þessara ummæla. En salan á húsinu er gengin í gegn. Exit through the gift shop og ekki gleyma að þakka fyrir ykkur. Dýrð sé guði í háum upphæðum! Listasafn ASÍ, húsið hans Ásmunds, hefur verið selt til fjárfesta á 168 milljónir.

Einkennismynd efst í grein: Jóhann Ludwig Torfason

 

UA-76827897-1