Höfundur: artzine

Umgerð / Hugsteypan í Hafnarborg

18. mars-22. apríl 2016 Föstudagskvöldið 18. mars kl. 20 opnaði Hafnarborg sýninguna Umgerð með verki myndlistartvíeykisins Hugsteypunnar. Verkið er þrívíð innsetning sem leggur undir sig sýningarrýmið og teygir anga sína um veggi og gólf í aðal-sal safnsins. Innsetningin tekur breytingum þar sem mismunandi myndum er varpað yfir salinn og lýsingin breytist. Verkið rambar á mörkum málverks og ljósmyndar eða stakra skúlptúra og heildrænnar innsetningar. Á sýningunni veltir Hugsteypan fyrir sér myndlist bæði frá eigin sjónarhóli sem listamanna en einnig með augum áhorfenda sem eru hvattir til þess að taka myndir í innsetningunni á hvern þann máta sem verkið blæs...

Read More

Sjónlýsing – Hverfisgallerí

Laugardaginn 19. mars kl 15:00 verður Þórunn Hjartardóttir með sjónlýsingu á verkum Guðjóns Ketilssonar á sýningunni Málverk í Hverfisgalleríi. Listamaðurinn verður einnig á svæðinu og tekur þátt í samtalinu. Sýningin samanstendur meðal annars af verkum þar sem listamaðurinn vann með eigin málverk sem unnin voru á 9. áratug síðustu aldar, auk texta sem lýsir því sem fyrir augu bar í hverju verki. Guðjón skar málverkin niður í þunnar ræmur sem hann svo límdi þétt saman. Eftir stendur því málverk án myndar og texti sem stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var. Texta málverkanna vann Þórunn Hjartardóttir en hún...

Read More

Sölvi Dúnn Snæbjörnsson – ENN EIN JÁTNINGIN // SÍM-SALUR

Myndlistarmaðurinn Sölvi Dúnn Snæbjörnssoner með sýningu sína „Enn ein játningin“  í SÍM-salnum Hafnarstræti 16. Með sýningunni, sem samanstendur að mestu af olíumálverkum, játar enn einn listamaðurinn fyrir heiminum ást sína á öðrum listamanni, ást sína á pastellitum, óttann við dóma annarra og endalausa leit eftir viðurkenningu. Enn ein játningin stendur yfir 3.-23. mars. Sýningin er opin alla virka daga á milli kl....

Read More

SAKMINJASAFNIÐ // EKKISENS

Það er Ekkisens heiður að kynna SAKMINJASAFNIÐ (1stu sýningu) sem opnar næstkomandi laugardag 19. mars kl. 17:00. Sýningasóknari Sakminjasafnsins er skáldið og slitamaðurinn Snorri Páll (Jónsson Úlfhildarson) settu öll þessi brot saman ef viltu finna það sem engum reynist þó hollt né hamingjudrjúgt að sinna en sjáirðu hvert stefnir hvar þarftu síður að kvíða við vorum öll þarna hvert og eitt þetta kvöld á dráttarbrautinni hvað sem það átti að þýða — Megas SAKMINJASAFNIÐ er ótímabundið verkefni sem sett var á fót árið 2015. Safnið hefur í það minnsta þríþættan tilgang og tilverugrundvöll: 1.) söfnun, sköpun, varðveislu, greiningu, útgáfu...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest