Advertisement

Höfundur: artzine

Uppbrot / Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir

16.04.-09.10.2016 Hlutskipti listamanna hefur oft verið að brjóta upp gömul og gildandi viðhorf. Ásmundur Sveinsson (1893–1982) talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur.“ Elín Hansdóttir (f. 1980) segir listina eiga að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar.“ Á sýningunni Uppbrot rýnir Elín í verk Ásmundar, glímir við arfleið hans og leitar áður ókannaðra flata. Elín og Ásmundur vinna með þrívíddina á ólíkan hátt, hann fangar form í efni, hún endurskilgreinir rýmið. Átökin milli nýrra verka Elínar og verka Ásmundar opna áhorfendum nýja sýn....

Read More

Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Þór Sigurþórsson – Skafmynd 16.04 – 21.05 2016 (English below) Skafmynd nefnist fyrsta einkasýning Þórs Sigurþórssonar í Hverfisgallerí. Titill sýningarinnar Skafmynd dregur nafn sitt af efni sem listamaðurinn hefur unnið með í nokkur ár, seigfljótandi silfurgráa málningu sem m.a. er notuð sem þunnt lag á skafmiða til þess að fela hugsanlegan vinning. Efnið er til þess eins að vera skafið af, ógagnsætt lag sem hylur hluta myndarinnar en felur um leið í sér ákveðna athöfn, að skafa og sjá hvort maður hafi heppnina með sér. Á sýningunni má sjá myndröð óljósra ljósmynda sem þaktar eru skafefninu auk skúlptúra úr...

Read More

Fjarsamband / Ljóðabók Auðar Ómarsdóttur

F j a r s a m b a n d // Co nt ra ct io ns er fyrsta ljóðabók Auðar Ómarsdóttur sem nýverið kom út. Bókin er tvískipt, annars vegar skrifar Auður ljóðin út frá umhverfi sínu, lætur aðra og annað skrifa fyrir sig ljóðin, F j a r s a m b a n d. Þar er hægt að tengja vinnubrögð Auðar við Súrrealistana sem unnu ósjálfrátt, eða reyndu að losna sig við fjötra meðvitundarinnar í sköpun. Auður reynir að stjórna ekki ferðinni með eigin meðvitund heldur leyfir ljóðunum að koma til sín.  Seinni parturinn, Co nt ra ct...

Read More

Sköpum betri umgjörð um myndlist

Listamenn á Íslandi eru öflugur, hæfileikaríkur og fjölbreyttur hópur og innan hans eru ólíkir aðilar með ólíkar þarfir. Þeir skapa fjölbreytt verk, vinna með ólíka miðla og afla sértekna. Sumir afla þeirra erlendis frá, aðrir innanlands, sumir frá opinberum aðilum og aðrir frá einkaaðilum. SÍM eru heildarsamtök listamanna sem vinna að bættum kjörum, berjast fyrir hagsmunum listamanna, m.a. sem málsvari  gagnvart sýningaraðilum hvort sem þeir eru söfn eða einkaaðilar. Formaður SÍM hefur það hlutverk að leiða samtökin, eiga stöðugt í samtali við stjórn og félagsmenn, forgangsraða og koma hlutum í verk. Á undanförnum árum hafa ýmis framfaraskref verið stigin...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest