Nafnlaust – Málverk

Nafnlaust – Málverk

Nafnlaust – Málverk

Myndlýsing Þórunnar Hjartadóttur

Neðst og fremst eftir myndfletinum endilöngum er stór, fimm fjallshryggja biti af brúnu Toblerone-súkkulaði, enn óbrotinn. Sjónarhornið er aðeins á ská fram hægra megin, birtan fellur frá vinstri. Við sjáum Toblerone-súkkulaðið á hlið. Ofan og aftan við sést í dökka, óbrotna súkkulaðiplötu, einir fimm bitar ná þvert yfir myndflötinn. Þar fellur birtan frá hægri. Við sjáum ofan á súkkulaðiplötuna, eða hún er reist upp á rönd. Efsti hluti myndarinnar, rúmlega þriðjungur, er ljósgrár með frekar flatri, eintóna áferð. Þó er hægt að ímynda sér að efri brúnin á súkkulaðistykkinu sé land, það er örlítið gulgrænleitt, og að ofan við sé himinn, þar er svolítið blábleikt í bakgrunninum. Myndin er merkt GK neðst í hægra horni, á fremsta súkkulaðibitanum. Myndin er mjög geómetrísk.

NafnlaustMálverk

Ein af áhugaverðari sýningum þessa árs er sýningin Málverk sem Guðjón Ketlsson (1956) var með í Hverfisgalleríi 26. febrúar til 9. apríl. Á sýningunni var meðal annars sería af 12 áþekkum verkum úr olíu á striga og texta sem er grafinn í ál.

Eitt af þeim verkum heitir Nafnlaust eins og önnur verk á sýningunni og er 3 x 160 x 2 cm. Það einkennist af ljósum gráleitum tónum og löngum mjóum ferhyrningi. Við fyrstu sýn virðist það vera dæmigert minimalistiskt verk sem hefur enga tilvísun eða skírskotun út fyrir sjálft sig. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Búið er að klippa málverk sem Guðjón málaði á níunda ártugnum, tíma „nýja málverksins“, í tveggja cm ræmur og stafla saman. Við hlið þess er jafn stór álplata sem búið er grafa myndlýsingu sem Þórunn Hjartardóttir hefur gert af málverkinu. Málverkið umbreytist þannig í hugmyndalistaverk. Hugmyndalistamenn telja að listin verði til í huga áhorfandans, að lýsing á myndlistarverki framkalli upplifun af listinni. Ef lýsingin á málverkinu hefði staðið ein þá hefði áhorfandinn eflaust getað séð fyrir sér einhvera mynd, en með því að sýna saman sundur klippt málverkið og lýsingu á málverkinu sýnir Guðjón fram á að upplifunin af því að sjá málverk og heyra lýsingu á því er allt önnur. Með því að sýna efnið, sundurklippt málverkið, beinist upplifun áhorfandans að því að sjá fyrir sér mynd á striga frekar en að sjá fyrir sér einhverja mynd.

Verkið hefur fleiri skýrskotanir. Það teflir fram andstæðunum umhverfisvernd og umhverfisspjöll. Með því að endurnýta gamalt málverk svarar Guðjón ákalli samtímans um umhverfisvernd, að allir borgarar þurfi að bera ábyrgð og huga að náttúrunni, meðal annars með því að endurnýta gamla hluti. Á Íslandi eru álverin einn helsti andstæðingur umhverfisverndar því álverin menga út frá sér og til að bræða ál þarf mikið rafmagn sem aftur krefst þess að við fórnum náttúru fyrir framleiðslu þess. Álver valda þannig spjöllum á náttúrunni. Verkið er því ekki bara endurvinnslulist heldur umhverfissóði um leið.

Verkð sýnir fram á að myndlist og þar á meðal málverkið er margbrotið fyrirbæri.

Marta Valgeirsdóttir
Myndlistarmaður og heimspekingur

Sjónlýsing – Hverfisgallerí

Sjónlýsing – Hverfisgallerí

Laugardaginn 19. mars kl 15:00 verður Þórunn Hjartardóttir með sjónlýsingu á verkum Guðjóns Ketilssonar á sýningunni Málverk í Hverfisgalleríi. Listamaðurinn verður einnig á svæðinu og tekur þátt í samtalinu.

Sýningin samanstendur meðal annars af verkum þar sem listamaðurinn vann með eigin málverk sem unnin voru á 9. áratug síðustu aldar, auk texta sem lýsir því sem fyrir augu bar í hverju verki. Guðjón skar málverkin niður í þunnar ræmur sem hann svo límdi þétt saman. Eftir stendur því málverk án myndar og texti sem stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.

Texta málverkanna vann Þórunn Hjartardóttir en hún tekur að sér lýsingu á myndlist fyrir blinda og sjóndapra. Það er ákveðin færni sem felst í því að lýsa verkum eins og þau standa án þess að fylla lýsinguna sínum eigin túlkunum eða með of sterkum lýsingarorðum. Þórunn ætlar að vera með sjónlýsingu á verkunum eins og þau standa núna og segja gestum frá því hvernig hún vinnur lýsingarnar.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest