Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Lítil Útópía í Kling og Bang – viðtal við Helenu Aðalsteinsdóttur

Sýningin „Fallandi trjám liggur margt á hjarta“ í Kling og Bang er fyrsta verkefni Helenu Aðalsteinsdóttur sem sýningarstjóri eftir MA nám í London. Listamenn sýningarinnar eru: Josephine van Schendel, Þórey Björk Halldórsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Dýrfinna Benita Basalan, Tabita Rezaire, Brokat Films, Elín Margot og Tarek Lakhrissi. Björk Hrafnsdóttir hitti Helenu í Kling og Bang ræddi við hana um sýninguna.

Björk: Þú ert með BA gráðu í myndlist frá LHÍ, hvernig kviknaði áhuginn á sýningarstjórnun?

Helena: Áhugi minn kviknaði þegar ég bjó í Amsterdam þar sem ég fór í meistaranám í myndlist. Þar stofnaði ég ásamt 7 listamönnum sýningarými þar sem við settum upp samsýningar ólíkra listamanna. Það var hálfgert match-making, og ég naut þess mjög að kynna listamenn hvert fyrir öðru og búa til ný samtöl í uppsetningu út frá verkunum þeirra. Stuttu síðar flutti ég til London einmitt til að fara í nám í sýningastjórnun. Ég held að ég hafi áttað mig á að mér fyndist mest spennandi að taka þátt í að setja fram sögur annarra, þar sem mér fannst brýnni þörf á að koma þeim á framfæri þó að röddin mín hyrfi ekkert. Þessi hugsun var samt ekki ný, en ég hafði dvalið sem unglingur í Vestur- og Austur Afríku og Suðvestur-Asíu og kynnst sögum sem ég heyrði aldrei í vestrænu samfélagi. Mig langaði alltaf til að koma ólíkum sjónarhornum á framfæri en fann að það var ekki mitt hlutverk í listinni minni. Það er svo stórt og erfitt viðfangsefni og ég yfirgaf það á meðan ég var í LHÍ því ég vissi ekki hvernig ég gæti beytt rödd minni. En þetta eru viðfangsefni sem ég velti fyrir mér sem sýningarstjóri.

Helena Aðalsteinsdóttir

Sýning þín fjallar meðal annars um kynjamisrétti og rasisma, í verki Tabita Rezaire er hún í samtali við vestræna heiminn sem gerir tilraun til að biðjast fyrirgefningar á nýlenduveldi kapítalismans og hvítrar forréttindahyggju. Hvar staðsetur þú þig í þessu samtali?

Ég er að finna minn stað í þessu öllu. Eitt af hlutverkum mínum sem manneskja sem nýtur margra forréttinda er að nýta þá stöðu til þess að búa til stað fyrir samræður. Ég er ekki endilega eingöngu að reyna að búa til svið fyrir aðrar raddir heldur líka að búa til samtalið. Það er svo dýrmætt. Við getum ekki tekið okkur úr þessari samstæðu, en það er mikilvægt að staldra við og hleypa fleiri röddum inn í samtalið. Að taka inn aðrar upplifanir og fá að endurspegla hvernig við eigum að haga okkur áfram. Kannski gerist það bara náttúrlega í gegnum samtalið, eins og hvað annað, þá lærir maður og fer að lifa lífinu aðeins öðruvísi og byrjar að taka tillit til reynslu annarra. Það er kannski byrjunin.
Þetta er gott en erfitt samtal til að eiga og eflaust margir að spyrja sig eftir BLM mótmælin síðasta sumar. Það er virkilega þörf á að halda þessari umræðu áfram og við eigum langt í land með að koma á jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun.

Tabita Rezaire, Sorry for Real_Sorrow For…, 2015.

Sýningin er byggð á útskriftarverkefninu þínu frá Central Saint Martins. Hvernig valdir þú verkin/listamennina inn á sýninguna

Ég hafði samband við listamenn sem nýta sagnagerð í verkunum sínum, og var að leitast eftir sögum um femínískar útópíur. Sýningin endurspeglar ólíkar framtíðarsýnir og þess vegna var mikilvægt að þar kæmu fram fjölbreytt sjónarhorn. Listamennirnir og hönnuðirnir sem eiga verk á sýningunni koma því frá mörgum áttum; þetta er frekar alþjóðlegur hópur en flestir eiga heima á Íslandi. Tvö af átta verkum sýningarinnar höfðu verið sýnd áður og sem ég vissi af og tók inn í sýninguna, en hin verkin voru öll sérstaklega gerð með þessa sýningu í huga. Sem sýningarstjóri var stór partur af mínu hlutverki að fara í stúdíóheimsóknir og eiga samtöl við listamennina um þróun hugmyndanna. Þar kom reynsla mín sem listamaður líka að gagni og við gátum talað um hvernig hægt væri að myndgera hugmyndirnar.

Sýningin er mikið byggð á feminískum vísindaskáldskap. Hvaðan kemur það?

Það varð eins konar vitundarvakning hjá mér þegar ég ákvað að ég vildi ekki fara út í verkefni nema að það væri skemmtilegt. Mér finnst vísindaskáldskapur rosalega skemmtilegur og fór að athuga hvernig ég gæti nýtt hann. Ég skoðaði m.a. kenningu sem heitir Space Travel (Lost in Space eftir Marleen S Barr) sem fjallar um hvernig við getum farið inn í annan heim þegar við lesum skáldsögur. Það er ótrúlegt hvernig textinn getur haft svo mikil áhrif á mann að maður hverfi inn í aðra veröld. Ég vildi athuga hvernig við gætum gert þetta í raunveruleikanum, hvernig hægt væri að skapa þessa tilfinningu svo að listamaðurinn gæti búið til einhvers konar heim eða snúið upp á einhverjar reglur…

Í London sá ég svo Tarek Lakhrissi vídeóverkið, Out of the blue, það var fyrsta sýningin sem ég sá eftir að ég flutti til London, þannig að það hefur örugglega haft áhrif og setið í mér.

Josephine van Schendel, Dendrianthropic Bodies, 2021

Hvaða vísindaskáldskaparhöfundar höfðu mest áhrif á þig?

Skáldsagan eftir Ursula Le Guin, Left Hand of Darkness, var stór partur af fræðinni sem ég notaði, mér finnst svo skemmtilegt að geta notað vísindaskáldskap og skáldskap yfirhöfuð sem fræði. Þar verð ég fyrir miklum innblæstri frá Donna Haraway, sem er prófessor emerita við deild Sögu mannsandans og deild feminískra fræða (History of Consciousness Department og Feminist Studies Department) í Háskóla Kaliforníu í Santa Cruz. Hún á það til að nýta skáldskap í akademískum rannsóknum sínum þar sem hún veltir vöngum yfir framtíðinni. Og svo auðvitað Octavia Butler, hún og Ursula hófu eiginlega þessa bylgju af feminískum vísindaskáldskap á áttunda áratugnum.

Hvernig finnst þér að vísindaskáldskapur geti haft áhrif á raunveruleikann?  

Þetta er tækifæri til að búa til útópíu. En það er erfitt að ímynda sér heim án þess að byggja hann á heiminum sem við búum í. Það er alltaf einhver kontrast, eða akkúrat öfugt við það sem við þekkjum. En í þessum útópísku heimum er frelsi til að sýna hvernig hlutirnir gætu verið öðruvísi. Eins og í Star Trek, þar sem t.d. fyrsti „interracial“ kossinn átti sér stað í sjónvarpi árið 1964. Nichelle Nichols sem lék í Star Trek starfaði síðar hjá NASA við að ráða konur og fólk úr minnihlutahópum til stofnunarinnar. Hún réði t.d. fyrstu konuna, fyrstu svörtu konuna og annan svarta karlmanninn til að verða geimfarar. Núna hljómar þetta kannski sjálfsagt, en það var það ekki á sínum tíma! Og mér finnst gaman að hugsa til þess að vísindaskáldskapur hafi haft áhrif.

Þetta er fyrsta sýningin þín eftir útskrift. Var mikil pressa á sýningunni til að endurspegla þig sem sýningarstjóra?

Það var svo frábært tækifæri að geta verið með fyrsta verkefnið mitt eftir útskrift í Kling og Bang. Mig langaði að gera allt! En svo áttaði ég mig á að sýningin verður ekki betri eftir því sem meira er á henni, að það er betra að skammta hlutina niður og leyfa skilaboðunum sem ég að vil koma á framfæri að koma skýrt fram. Að því sögðu þá er alveg ótrúlega margt í gangi og margir listamenn sem koma að sýningunni!

Kom eitthvað á óvart í ferlinu?

Það var örugglega ferlið að verkinu hennar Þóreyjar sem kom skemmtilegast á óvart. Barinn hennar, Pitstop for a dream. Ég hafði nálgast Þóreyju með að fá bjór fyrir opnunina. Við fórum svo að tala um að hún myndi gera sérstakan bjór fyrir sýninguna og svo koll af kolli og hugmyndirnar stækkuðu og stækkuðu þar til að bjórinn var orðinn að listaverki á sýningunni.

Hafði heimsfaraldurinn áhrif á sýninguna?

Hann hafði mjög mikil áhrif, sýningin átti fyrst að vera í október og var seinkað um marga mánuði. Við það fengu sýningin og verkin að stækka, það vannst meiri tími til að vinna verkin og tala um verkin. Svo kom nýtt samkomubann nokkrum dögum fyrir opnun en þá var svo skemmtilegt hvernig verk Þóreyjar hafði þróast því það er alltaf bjór í boði á sýningunni eins og það sé eilíf opnun.

Elín Margot, the end of me, the beginning of you, 2021

Þetta verk er smá icebreaker, líka, því þú þarft að fá aðstoð frá einhverjum öðrum við að dæla bjórnum og þá ertu kannski búin að opna samtal sem getur átt sér stað í gegnum sýninguna. Svo er líka skemmtilegt að fólk geti upplifað sýninguna á hægara hraða, með færra fólk í kringum sig, verkin eru mjög stór og innihalda oft langar narratívur og þá er gott að hafa tíma til að skoða þau.

Mun verkefnið þróast áfram?

Já! Í útgáfu. Planið var að gefa út bók í síðustu viku sýningarinnar, það frestaðist aðeins en hún er nánast tilbúin. Bókin er unnin á svipaðan hátt og sýningin; í henni taka þátt listamennirnir sem eiga verk á sýningunni, og fleiri listamenn og rithöfundar sem eru að vinna á svipuðu bili, milli raunveruleika og fantasíu. Bókin er meira framhald af sýningunni þannig að samtalið heldur áfram. Hún er hönnuð af Grétu Þorkelsdóttir og ég og Ástríður Jónsdóttir erum ritstjórar. Hún mun koma út í í byrjun hausts.

Hvað er frammundan?

Um þessar mundir er ég að bjóða mig fram sem formann Nýlistasafnsins. Ég er ótrúlega spennt fyrir því hlutverki og langar m.a. að halda áfram að ýta undir fjölbreytileika í sýningahaldi. Það er svo margt áhugavert að gerast og mikil gróska í myndlist á Íslandi og ég hlakka til að taka þátt í að koma fleiri sögum og sjónarhornum á framfæri.

Björk Hrafnsdóttir

Sýningin opnaði 30. mars og stendur til 9. maí 2021.


Ljósmyndari: Blair Alexander Massie

The interview is part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Viðtalið er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

„Lucky Me?“ by Lucky 3 at Kling & Bang

„Lucky Me?“ by Lucky 3 at Kling & Bang

„Lucky Me?“ by Lucky 3 at Kling & Bang

In the exhibition Lucky Me? the art-collective Lucky 3, consisting of Darren Mark, Dýrfinna Benita Basalan, and Melanie Ubaldo, draws to attention their experiences that fall in between identification with- and marginalization of the Filipino community and culture. They invite, as they say in the catalogue, a mostly white audience (including me), to experience a reconstructed nostalgia that is not of the audience’s own—while serving as a celebration of the Filipino community in Iceland.  

Installations, videos, clothes, and karaoke are all parts of the engrossing whole that makes up the cultural reminiscence that Lucky Me? consists of. Situated in the white and cold space of Kling & Bang in Marshallhús, and taking place in the darkest days of winter; the exhibition is warm, welcoming, and personal while still being true to one of its core messages of displacement, and mixed feelings of self-identity. The experience of the contrasting elements were inviting and thought-provoking simultaneously. Which left me with the feeling of political awareness of the multicultural reality that we inhabit today in a good way. That is, the cultural breadth of a society is a gift worth appreciating, within an artistic context as well as outside of it.

The first room of the exhibition displays a kind of street imagination; a basketball court, punching bag, and sportswear hanging as if it drying after a wash. The space showcasing clothes and installations by Darren Mark instantly pulled me out of the Icelandic snowstorm raging outside. Where it’s practically impossible to enjoy basketball outdoors, into a context that’s warm and where the worries of daily life are completely different. It set the mood, a soft reminder that I was there as a viewer to let someone else influence me with their vision of what life entails.

The reminiscence continued in the next room but, was neither soft nor pleasant. A brick wall covered with broken glass met me and behind it a video of a flood—a most likely devastating flood—followed by children violently dancing and inmates following a choreographed routine. Confusion.

The brick wall almost barring entry while being curiously intriguing. In an interview with Menningin Melanie Ubaldo said that the brick wall represented a common sight in the Philippines, where they use broken glass for security against burglary.[1]

The wall could be seen as protecting the small “store” installed inside the gallery. The small „store“ functions as a tribute to a concept called sari-sari, a type of store that usually has for sale a variety of single-use items, such as soap or food, and sporting familiar brands such as Head & Shoulders, Nescafé and Palmolive. Thus, this struck me as a reminder of the unequivocal effect of mass consumer culture and how vastly the effects of it reaches, but at the same time it gave the sari-sari a faintly familiar air to it. On display in the sari-sari was the popular Filipino noodle brand Lucky Me! which the exhibition derives its name from. Lucky Me? is an almost ironic or cynical twist to the name of the noodle brand that brought up in me deep questions about self-identity, and belonging in the light of racism.

On the last wall, two artworks were displayed side by side. A small screen, situated opposite to the other screen in the room, showing a Filipino family, in a typical Icelandic house, eating dinner, and chatting sometime around Christmas. A casual scene which was relaxing to watch and listen to while not understanding the language while being in stark contrast to the active, and tragic scene on the other side of the room. Next to the family eating dinner was a big fan. Painted with a picture of what might express a feeling, probably not describable in words, of plants growing brutally out of a bleeding corpse lying comically with its tongue out to the side. Vile yet comic, the picture on the fan struck me with discomfort that most likely was intentional.

Karaoke, the crown jewel in the last room, served as a great reminder of playtime. Put on a song of your choice and enjoy it. I personally chose Heart of Glass, sang out of tune and enjoyed the hell out of it. In the room with karaoke was a sofa wrapped in plastic, not very welcoming and a big golden altar made of foam spray and candles, looking spectacularly fancy from afar while not so, up close.

The installations, by Lucky 3, complement each other to bring the audience into a new group-perspective, one that is not readily available for many members of the audience. The artistic expression of culture in this personal exhibition, therefore, becomes a vulnerable practice that can be felt and almost touched. In the catalogue, Lucky 3 expresses their hopes that the exhibition will be a learning experience, which for me it without a doubt was.

Eva Lín Vilhjálmsdóttir

 

[1] https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/menningin/27844/8l2s7i

Pictures courtesy of Kling & Bang and the artists.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest