Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Á dögunum rakst ég fyrir tilviljun á viðtal sem Morgunblaðið tók við mig fyrir rúmum 20 árum (birt 16. apríl 1994). Ég var þá með stóra einkasýningu í sölum Hafnarborgar í heimabæ mínum Hafnarfirði. Ég ræðst þarna með látum á þá róttæku theoríu sem framar öllu öðru einkenndi veraldarsýn myndlistarmanna á 20. öldinni og gekk m.a.undir nafninu Tilraunin (The Experiment), en hún lagðist til atlögu við miðstöð myndlistarinnar og snerist  með vitsmunalegum rökum gegn hefðbundinni skynrænni eftirtekt og fagurfræði.

Hugmyndin var öðru fremur sú að myndlistin ætti að yfirgefa listasöfnin og verða hluti af hinu daglega lífi. Í viðtalinu tek ég skýrt fram að ég sé LISTmálari og að gáfur, þekking sem og snjallar hugmyndir hafi ekkert með myndlist að gera, ekki frekar en heimspeki og lestur bóka. Hefðin er það sem gildir og listin er fyrst og fremst galdur (!).

Það má vera að margir hafi hrist höfuðið og átt erfitt með að skilja að ég skyldi láta slíkar fullyrðingar frá mér fara og fundist að með þessu móti væri ég að setja spurningarmerki við vandaðar hugmyndir og verk margra kollega minna á Íslandi sem og fjölda alþjóðlegra myndlistarmanna samtíðarinnar. Sú var aldrei raunin og við nánari skoðun er það reyndar þannig, að þessi „framkoma“ er alls ekki svo óvenjuleg og ætla mætti í fyrstu. Því ef betur er að gáð er hér í grundvallaratriðum um  að ræða hegðunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til hugsunarháttar hiðs svokallaða „rómantíska tímabils“ og er í hnotskurn sú sama og róttækir listamenn notuðu á upphafsárum Tilraunarinnar.

Maður vinnur með tabúið. Segir allt sem má ekki segja, í þeim tilgangi að koma (í fyrstu óskýrum) nýjum viðhorfum og hugsanagangi í loftið. Ýkir svo um munar með öfgafullum yfirlýsingum. Flokkar allt í svart og hvítt. Snýr ölllu á hvolf. Það sem virkilega fyrir mér vakti, var að vekja athygli á því að sitthvað er varðar hugarfarið og theoríuna í myndlistinni væri að breytast. Að ef skoðað er listaverk, sé t.d. orðið nauðsynlegt að leggja aftur meiri áherslu á hina sjónrænu eftirtekt, í stað þess að einblína svo til eingöngu á það vitsmunalega. Það var vissulega aldrei ætlun mín að afneita tilvistarrétti Tilraunarinnar, sem væri fjarstæðukennt, en einmitt margt sem einkennir þessa áberandi tvíhyggjulegu myndlistarkenningu er dæmigert fyrir hegðunarmunstur og hugsunarhátt Nútímalistarinnar (Modern Art). Tilefni þessa uppistands míns var og er fyrst og fremst sú staðreynd, að bilið milli manns og náttúru er alltaf að stækka, sem veldur því að skilin milli hugar og náttúrulegs líkama okkar verða með hverjum deginum skarpari. Við upplifum þetta á mismunandi hátt. T.d. með því að hugsa um líkamann líkt og um væri að ræða vél, sem hægt er að gera við og skipta um varahluti, ef eitthvað bilar. Afleiðingarnar eru þær, að sú  náttúra, sem við í rauninni erum, þ.e.a.s. líkaminn, er orðin sjálfsvitund okkar allt að því framandi. Svipað er að segja um ytri náttúruna, umhverfi okkar. Mengun í lofti sem vatni, loftslagsbreytingarnar og röskun á jafnvægi vistkerfa munu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt líf hér á jörðinni. Þar sem yfirgnæfandi Dúalismi og hlutræn veruleikasýn Klassísku náttúruvísindanna, bera framar öðru ábyrgð á þessu brigðula ástandi, liggur í augum uppi að nauðsynlegt er orðið að manneskjan leggji sig í auknum mæli fram um að lifa í samlyndi við náttúruna.

  Um aldamótin 1800 eru það  rómantísk viðhorf, sem vildu stuðla að meiri sameiningu milli manns og náttúru. Og studdu þá skoðun að raunhæft væri að skoða fyrirbrigði veraldarinnar sem heild og að minna máli skipti, það sem Klassísku náttúruvísindin gerðu, að vera stöðugt að velta vöngum yfir einingunum er halda þeim saman. Auk þess ætti að meðtaka veruleikann skynrænt (subjective) og milliliðalaust frá náttúrunni sjálfri, í stað þess að við séum  hlutrænt (objective) að fastsetja hvað náttúran í eðli sínu er og hvernig beri að umgangast hana. Það er því ekki óvitlaust að ætla að við gætum nú í dag haft mögulegan ávinning af því að sjá hlutina frá hinu ljóðræna sjónarhorni Rómantíkarinnar. Og ekki bara það, því annað engu að síður áhugavert er, að þrátt fyrir umhverfisvæn og algild náttúrutengsl, eru það ekki síst mótsagnir, óstöðuleiki, írónía, uppreisnarandi, að ógleymdri óstöðvandi þrá um að eitthvað verði  að breytast, sem allra best endurspegla ímynd rómantískrar afstöðu.

Þar af leiðandi er mikilvægt að minnast þess að án þessa hugarástands, sem allsherjandi var í upphafi 19. aldar; og þá reyndar sama hvort var í myndlistinni, bókmenntunum, náttúruvísindunum eða tónlistinni, hefðum við, þegar fram liðu stundir, aldrei fengið að upplifa listastefnur og listamenn á borð við Dada, Marcel Duchamp, Súrrealismann, Actionlistina, Joseph Beuys, Popplistina og Jeff Koons, svo eitthvað sé nefnt.  Frjáls listsköpun, sjálfstjórn (autonomy), persónuleg tjáning og það að hunsa allar fastar reglur er varða sköpun myndverka, sem og sú móderníska tilhneiging að hafa þörf fyrir að ræða um innihald listaverka, er rómantískur hugsunarháttur.

Hlutverk Rómantíkarinnar er og var alltaf það sama. Að stokka spilin og gefa upp á nýtt.

Á upphafsárum síðustu aldar, þegar franski avantgardelistamaðurinn Marcel Duchamp lét þau afdrifamiklu orð falla „it has to change“ , þá átti hann aðallega við það að myndlistin ætti að vera meira það sem við hugsum og minna það sem við sjáum. Hann vildi að myndlistin hefði meira með hugvitið að gera en skynfærin. Þarna töldu margir að væri komið að upphafi  þess sem þýski heimspekingurinn Hegel spáði að myndi gerast og kallaði „endalok myndlistarinnar“. Í rauninni var þó fremur um að ræða tilraun, er sóttist við að lyfta hinu eiginlega formi og innihaldi myndlistarhugtaksins upp á „hærra“ plan, þar sem hugurinn og orðin ráða ríkjum. Einskonar orðbundin, hlutræn útvíkkun á hugtakinu átti með þessu móti að eiga sér stað. Þetta var náttúrulega stórkostleg hugmynd, þó svo hún væri samtímis alvarleg  árás á miðstöð myndlistarinnar. En það var náttúrulega það sem Duchamp vildi.

Tilraunin hefur haft gífurleg áhrif á framþróunina og valdið straumhvörfum hvað skilning okkar á myndlist varðar. Þrátt fyrir örvæntingu og ótta margra um að þessi aðgerð myndi virkilega ráða myndlistina af dögum, er þegar upp er staðið ekkert nema gott um hana að segja. Í dag er hægt að nálgast myndlist á svo marga og mismunandi vegu. Hún þarf ekki endilega að vera myndræn heild; hún getur líka verið ringulreið,ferli eða konsept. Og hún er ekki eingöngu málverk, teikning, ljósmynd eða höggmynd, heldur getur að sama skapi verið lífsform eða kreatívur leikur, þar sem  áhorfendur verða þátttakendur í sköpun verksins. Hún getur verið innsetning, vídeó, sameining hljóðs, forms, rýmis og tíma eða bara hversdagsleg, málefnaleg, vísindaleg, kappræður, sjálfsskoðun, rannsókn, líffræðilegt breytingarferli, heimspekilegur prósatexti, sjálfbirgingsleg írónía, action, workshop, performance, happening, lækningarmeðferð og margt, margt fleira.

Nú á átjánda ári tuttugustuogfyrstu aldarinnar hefur Tilraunin staðið yfir í ein hundrað ár. Á þessum tíma hefur hún náð að brjóta svo til allar fagurfræðireglur klassíska myndlistarhugtaksins sem og aðrar óæskilegar skynrænar hindranir er stóðu í vegi fyrir henni.  Og undir nafninu „Art in Public Space“ er myndlistin allavega að hluta til komin út fyrir veggi safnanna; auk þess sem hún tengist núna meira en áður gerðist daglegu lífi fólks. Þannig á litið er það skoðun margra að búið sé að sefa brimið og slétta öldurnar; að Tilraunin sé orðin að „hefð“ og þar með búin að ljúka sínu hlutverki. Reynist þetta vera rétt, stöndum við núna á tímamótum. Það þýðir þó enganvegin að Tilraunin sem slík haldi ekki áfram að vera til. Sjálfsafneitunin sem og allar þær frjóu hugmyndir, viðhorf, skoðanir og aðferðir sem þessi nýstárlega theoría hefur getið af sér, munu lifa óhindraðar áfram í meðvitund listamannanna; hafa áhrif á hugsanir þeirra og  verkin sem þeir skapa. Þ.a.l. er ekkert sem týnist eða glatast. Auk þess snýst þetta ekki um það, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á ákveðnum stað og tíma er það sem gerist og verður að veruleika, bundið sérstakri nauðsyn. Þannig séð má segja að þær breytingar er eiga sér stað hverju sinni, liggji í loftinu, gerist að sjálfu sér.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með í myndlistinni að nú er það allra svalasta í bransanum að listamenn fari í föt framkvæmdarstjórans, stofni fyrirtæki og láti allt upp í hundrað manns vinna fyrir sig. Og eins og góðu fyrirtæki sæmir, taka þeir að sér verkefni fyrir ákveðna aðila og eru þ.a.l. byrjaðir að vinna eftir pöntun. Flestir þessara listamanna eru sannir og góðir fulltrúar Nútímalistarinnar, en það breytir því ekki að þessi framkoma gagnvart miðlinum er umhugsunarverð, þar eð hún minnir  á efnahagsleg viðhorf og vinnubrögð þeirra tíma er voru og hétu áður en nútímalistin kom til sögunar, en áhrif kúnnans á þau listaverk sem þarna verða til, eru stöðugt að aukast. Einmitt þetta atriði og sú hætta að farið verði í auknum mæli að vinna listaverk, líkt og siður var á tímum Klassizismanns, í ákveðnum stíl og eftir föstum reglum, gæti með tímanum ógnað hinu dýrmæta sjálfstæði samtímalistamannsins.

Aðaleinkenni Nútímalistarinnar er frelsið, frelsi listamannsins að ákveða sjálfur hvað hann gerir, án tillits til markaðslögmála; og  sjálfstjáningin, sem krefst þess að listamaðurinn vinni, leiki, og/eða flytji verkið sjálfur. Auðvitað er ekkert út á það að setja að menn láti hinn verklega þátt hugverka sinna í hendur annara. Nútímalistin er og var alltaf sambland af hugmyndum og aðferðum Klassizismanns og Rómantíkarinnar. „White Cube“ og hið hreina form Konstrúktívismanns og Mínimalismanns eru t.d. dæmigerð fyrir klassizistíska erfð; sem og raunsær málunarstíll Súrealismanns. Hér er eingöngu verið að minna á mikilvægi sjálfstjórnarinnar og sjálfstjáningarinnar, sem eru svo einkennandi fyrir Nútímalistina og mega þ.a.l. ekki týnast; ekki frekar en viljinn til að ögra og gera tilraunir. Án tilvistar þessara þátta er óhugsandi að Avantgarde-hreyfingin hefði orðið að veruleika. Og án hennar hefði Nútímalistin ekki getað brotist út í fullum blóma. Meðvituð um þetta ættum við í það minnsta að vera á varðbergi gagnvart allri upphafningu og dásömun antímódernískra viðhorfa og vinnubragða.

Það er engin tilviljun að á óvissutímum líkum þeim er áttu sér stað í upphafi iðnvæðingarinnar og þeirra sem digitalvæðing samtímans hefur leist úr læðingi, aukist áhrif rómantískrar hegðunar og hugsunar til muna.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að rómantíska díalektíkin getur virkað sem miðill eða diplómat milli andstæðnanna og vinnur stöðugt að því að sameina eða leysa upp mótsagnirnar. Rómantíkin er nefnilega enginn stíll, hún er afstaða, sem kemur m.a. fram í því að hún er ávalt opin fyrir báðum hliðum málsins. Þessvegna er Rómantíkin full af mótsögnum og getur verið, ef því er að skipta, allt í einu, heimspekileg, djúphugsandi, málefnaleg, hefðbundin og um leið óskynsöm, yfirborðsleg, ljóðræn og framfarasinnuð. Fyrir  myndlistina var og er þessi óvenjulega afstaða mjög þýðingarmikil, en óhætt er að segja að hún hafi á sínum tíma skipt sköpum hvað tilurð Nútímalistarinnar varðar og gæti nú á okkar dögum ráðið úrslitum um framgang og þróun samtímalistarinnar.

Það hefur borið á því um nokkurt skeið að mikill þorri listamanna sækji hugmyndir sínar í fagurfræði er minnir á veröld neyslusamfélagsins. Ein ástæðan fyrir þessu er vissulega sú, að án mikillar fyrirhafnar gefur okkur hversdagsleikinn (Banality) og skrumið  (Kitsch) tækifæri til að uppplifa myndir, hluti, innrými og umhverfi á einfaldan og milliliðalausan hátt. Með því t.d. að breyta leikfangi í list eða öllu heldur að ákveða að eitthvert leikfang sé ekki bara hlutur heldur myndlist, öðlast það nýtt gildi. Við nálgumst fyrirbrigðið á annan hátt, stöldrum lengur við og horfum lengur á það. Þannig gefst okkur tækifæri á að læra á nýjan leik að upplifa myndlistina sjónrænt. Hversdagsleikinn og skrumið takast hér á við skynsemina og vinna sem mótvægi gegn andlegri menntun og þekkingu.

Listamennirnir daðra við glitrið og glansandi smekkleysuna og ögra þannig á írónískan hátt, líkt og Duchamp gerði forðum með „hentunum“, hugtaki myndlistarinnar. Munurinn er hinsvegar sá að í þetta sinn er það ekki það vitsmunalega sem málið snýst um, heldur það skynræna. Meðvitaður eða ómeðvitaður tilgangur þessarar aðgerðar er sú von að með þessu móti takist að koma einhverskonar  metaphysísku ferli í gang. Skrumið er ekkert annað, en það-sem-eftir-er af gleymdum og glötuðum afurðum myndrænnra sviðsetninga og þeirri skapandi vinnu sem þær kröfðust. Og viti menn, takist áhorfandanum að nálgast glansandi yfirborð listskrumsins á „réttan“ hátt, má finna fyrir einhverju er minnir á birtingarljóma íhugunar (contemplation). Um er að ræða líkamlega, sjónræna eftirtekt, ekki ólíka milliliðalausri upplifun barns á umhverfi sínu, hlutunum og leikföngunum í kring um það.

Leikfangið er í augum barnsins eitthvað sem hefur eigið sjálf. Sjónræn upplifun barnsins á leikfanginu kemur þannig frá hlutnum sjálfum, þar eð vissir eiginleikar leikfangsins birtast í vitund þess, áður en barnið er byrjað að hugsa um það. Þessi aðferð, þar sem tilfinningarleg, líkamleg eftirtekt er í fyrirrúmi, gefur okkur þannig möguleika á því að nálgast tilveruna á nýjan hátt. Við stöndum ekki lengur utan við veruleikann heldur erum hluti af honum.  Í Klassísku náttúruvísindunum söfnum við reynslu með því að skoða og athuga hlutinn úr fjarlægð. Við nálgumst hlutinn hlutrænt.

Veltum vöngum yfir honum án þess að láta hann hafa skynræn áhrif á okkur og ákveðum endanlega hlutrænt, hvaða eiginleikar hluturinn hefur. Þetta er kallað ytri reynsla. Með hinni sjónrænu, skynrænu aðferð er reynslan það sem skoðandin upplifir milliliðalaust frá hlutnum sjálfum. Það hefur síðan áhrif á hugsun og endanlega skoðun hans á því hverjir séu eiginleikar hlutarins. Þetta er kallað innri reynsla. Báðar þessar aðferðir eru hver að sínu leyti góðar og nauðsynlegar, samt sem áður, sé tekið mið af þeirri gjá er myndast hefur á síðustu öldum milli manns og náttúru, má segja að nú sé þörfin meiri fyrir þá síðarnefndu. Af þessum sökum munu margar þær forsendur sem einkenna sem mest uppruna nútímalistarinnar, til að mynda ídealíska og rómantíska myndlistarhugtakið, fá aftur aukna þýðingu. Ekki það að eitthvað komi til baka (þessi grundvallaratriði voru aldrei alveg í burtu), hér er einfaldlega verið að minna okkur á það að Nútímalistin er byggð á andstæðum (hefð og framfarir) sem eru í stöðugri glímu við hvort annað, hafa áhrif á hvort annað og taka því með tímanum breytingum.

Það má skýra þetta þannig, að  sá nýji skilningur sem við höfum öðlast með framförunum, er orðinn hluti af hugtaki myndlistarinnar, sem þýðir að þegar við núna í dag, notum hinar upprunalegu hefðbundnu aðferðir, þá eru þær óhjákvæmilega undir stöðugum áhrifum þessa nýja skilnings og þ.a.l. ekki lengnur í einu og öllu það sem þær voru fyrir. Einmitt þessi vitneskja gerir okkur kleift að nota, samhliða öllum þeim nýju vitsmunalegu nálgunarmöguleikum sem okkur standa til boða, klassíska myndlistarhugtakið við sköpun og skoðun samtímalistar; án þess að falla í gryfju endurtekningarinnar. En þetta gildir ekki eingöngu fyrir klassíska miðla líkt og málverkið, því þessi vistvæna theoría gæti að sama skapi virkað sem áskorun fyrir alla hina nýju miðlunarmöguleika er bæði Tilraunin og digitalvæðingin hafa gefið af sér.

Þar sem um er að ræða sjónræna og tilfinningalega eftirtekt sem sækist eftir því að sameina formið innihaldinu (efninu), er líkt og tekið hefur verið fram, mikilvægt að það sem skoðandinn sér, fari milliliðalaust í gegnum líkamann. Þannig séð eru skynfærin líkust móttökustöð, inngangi, sem á þennan hátt geta miðlað til sjálfsvitundarinnar mikilvægum upplýsingum er varða skilning okkar á þýðingu og gildi þeirrar náttúru sem manneskjan í rauninni er. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekkert annað en stefnumót við okkur sjálf. Hið efnislega listaverk er bara miðlun, sviðsetning; hið eiginlega listaverk er andlegt og á sér stað innra með okkur sjálfum.

Hvað sem þessu líður, rómantísk díalektík er alltaf opin fyrir báðum hliðum málsins, þar sem hún leitast í sífellu við að sameina og/eða leysa upp mótsagnirnar (synthesis).  Þessi stöðugi óróleiki, þessi stöðuga þrá um að eitthvað verði að breytast er það sem einkennir rómantíkina; að halda listinni á hreyfingu, koma í veg fyrir að hún staðni í einhverjum útvöldum þröngsýnum sannleika.  Og hvað „endalok myndlistarinnar“ varðar, þá er heimspeki Hegels engin bein lína, heldur hringur, sem þýðir að endir og upphaf renna saman í eitt. Hér er því ekki átt við virkileg endalok; frekar ber að skilja þetta þannig, að í sérhvert sinn sem okkur finnst einhverju vera að ljúka, er  líklegra að um sé að ræða nýtt upphaf með nýjum viðhorfum og áskorunum. Það er því ekki ólíklegt að þetta „nauðsynlega nýja“ sem samtímalistin stendur frammi fyrir í dag og beðið er eftir með spenningi hvað er, sé fyrir löngu hafið; og við einfaldlega ekki búin að átta okkur á því.

Eitt er víst, myndlistin er, var og verður alltaf einstæð; í öllum sínum margbreytileika.

Jón Thor Gíslason myndlistarmaður


Ljósmynd með grein er birt með leyfi höfundar.

Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi

Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi

Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi

Myndheimur Guðmundar Thoroddsen er sérstakur og nokkuð sláandi. Á klippimyndum hans má sjá skrítna karlmenn sem virðast ráfa um í einhvers konar tómi, sumir í jakkafötum og aðrir á nærbuxunum, en öllum virðist þeim mikið niðri fyrir; þeir eru einbeittir og uppteknir af einhverju sem við vitum ekki alveg hvað er. Guðmundur segir sjálfur að þetta séu bara „karlfífl að gera eitthvað sem þeir halda að sé merkilegt en er bara helvítis vitleysa og rúnk“.

Þótt verk þessi séu gamansöm er ómögulegt annað en að sjá í þeim vissa samfélagsgagnrýni – ádeilu á hið karllæga samfélag sem upphefur störf og athafnir karla sem þó reynast ansi oft ekki hafa hundsvit á því sem þeir eru að fást við og klúðrað málum aftur og aftur fyrir sér og öðrum. Klippimyndir eru sérstaklega gott tæki til að koma slíkum skilaboðum áleiðis og þannig var þeim einmitt beitt þegar myndlistarmenn fóru fyrst að nota þessa aðferð fyrir hundrað árum. Í meðferð dadaista, eins og Hönnu Höch, varð klippimyndin að beittu pólitísku vopni þar sem auglýsingaefni og tímaritsmyndir fengu nýtt líf. Klippimyndir urðu líka vinsælar eftir seinni heimsstyrjöldina þar sem þær nýttust vel til að ögra og gera grín að vestrænu neyslusamfélagi, t.d. hjá Richard Hamilton og Erró. Verk Guðmundar eru ólík þeim að því leyti að hann endurnýtir ekki prentað efni beint heldur teiknar eða málar eftir fyrirmyndum og klippir svo út, en niðurstaðan er keimlík og áhrifin ekki síður beitt.

Því fer fjarri að klippimyndir þurfi eingöngu að snúast um pólitískt innihald. Þetta er myndrænn miðill og kallar á sams konar sjónræna ögun og málverk eða ljósmynd. Þetta skynjar Guðmundur, enda hefur hann áður fengist við bæði málverk og skúlptúr, og klippimyndir hans eru langt frá því að vera neitt kraðak af klippum og myndefni. Í þeim er vel skilgreind dýpt eða þrívídd þótt Guðmundur leyfi sér að leika með hlutföll og stærðir. Myndbyggingin getur virkað losaraleg við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð er hún nákvæmlega hugsuð til að undirstrika tilgangsleysi og sjálfsbirgingshátt karlanna.

Verkin eru húmorísk en gamanið er oft grátlega grátt. Það er eitthvað barnalegt við þessa karlmenn og stússið á þeim. Þeir ana um eins og örlög heimsins velti á þeim, þeir troða sér fram og frekjast og sjálfum finnst þeim allt sem þeir gera afskaplega merkilegt, ef ekki beinlínis hetjulegt. Leirverkin á sýningunni undirstrika þessa hugsanabrenglun karlaveldisins. Þetta eru eins konar krukkur sem minna á verðlaunabikara í íþróttum, skreyttar flúri sem minnir sterkt á typpi. Með þessum hætti – virðist Guðmundur vera að segja – verðlauna karlarnir sjálfa sig og hver annan fyrir ímynduð afrek og viðhalda þannig goðsögninni um eigin verðleika og mikilvægi.

Jón Proppé


Guðmundur Thoroddsen er fæddur 1980 og lauk BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist með með MFA gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York árið 2011. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi sem og erlendis. Ber helst að nefna einkasýningarnar Father’s Fathers árið 2012, Hobby and Work árið 2013 og Dismantled Spirits árið 2016 í Asya Geisberg Gallery í New York og samsýninguna Ljóslitlífun í Listasafni Reykjavíkur 2010. Fjallað hefur verið um sýningar hans í ýmsum fjölmiðlum s.s. Artforum, The New York Times, Time Out New York og Dazed Digital. Hann hefur hlotið styrki úr styrktarsjóðum Guðmundu Andrésdóttur, Myndstefs, KÍM og Evrópu unga fólksins, auk Listamannalauna. Guðmundur er einnig á mála hjá Asya Geisberg Gallery í New York.

Á undanförnum árum hefur Guðmundur verið að skoða karlmennsku og stöðu feðraveldisins, þar sem hann gagnrýnir og hæðist að því á sama tíma og hann upphefur það. Húmorísk og sjálfrýnin verkin eru unnin í fjölbreytta en hefðbundna miðla, s.s. leir, vatnslit, teikningu og málverk. Myndefnið eru gjarnan skeggjaðir karlar sem uppteknir eru við ýmsa iðju á borð við körfuknattleik, bjórbruggun og skotveiðar. Auk þessa má sjá marga þeirra kasta vatni eða leysa vind vítt og breitt um myndflötinn.


Textinn er sýningartexti sem skrifaður er fyrir sýninguna Tilltingaskítur sem er í  30.09.17 – 28.10.17

Aðal mynd með grein: Tittlingaskítur (2017), jarðleir og glerungur. 26,5x16x15cm. Guðmundur Thoroddsen.

Hið óræða haf sem aðskilur tvo heima þegar Þúsund tungur óma

Hið óræða haf sem aðskilur tvo heima þegar Þúsund tungur óma

Hið óræða haf sem aðskilur tvo heima þegar Þúsund tungur óma

Að skapa verk sem dansar á mörkum tón-, sjón- og sviðslista er markmið dönsku leik- og listakonunnar Nini Juliu Bang sem frumsýnir verk sitt Þúsund tungur í Tjarnarbíói þann 29. september n.k. Þar mun hún ásamt bandarísku leikstýrunni Samönthu Shay sýna annað samstarfsverk sitt á Íslandi en síðasta sumar sýndu þær verkið Of Light sem var samið undir handleiðslu Marinu Abramovic og fékk talsverða athygli. Þær sýna nú nýtt verk sem leiðir gesti inn í veröld varnarleysis og ólíka menningarheima. Blaðamaður heyrði í þeim og ræddi við þær um listina og innblásturinn á bakvið verkið.

Hver er ykkar bakgrunnur og hvernig kom til að þið fóruð að vinna saman?

N: Í tíu ár var ég leik- og söngkona í Teatr ZAR, leikhóp The Grotowski Institute í Póllandi. Við ferðuðumst um allan heim með sýningar og Samantha hafði séð hópinn nokkrum sinnum. Við tvær kynntumst þó ekki fyrr en ég var að segja skilið við hópinn. Þá var Samantha byrjuð á hugmyndavinnu fyrir sýninguna Of light og ég stökk inn í það ferli. Ég held að við höfum báðar vitað frá upphafi að þetta samstarf og vináttan sem myndaðist væri eitthvað sem myndi bara dýpka. Núna höfum við unnið saman í fjórum löndum og frumsýnt tvö verk.

S: Ég kem einnig úr leikhúsheiminum. Ég lærði leiklist en hef að mestu leyti verið að búa til mín eigin verk síðan ég útskrifaðist, verk sem eiga margt skylt við gjörningalist og snúa upp á hugmyndir um hefðbundið leikhús. Einnig hef ég leikstýrt tónlistarmyndböndum og kennt vinnustofur um listsköpun. Þegar ég sá Nini á sviði með Teatr ZAR varð ég agndofa. Þessi hópur býr til verk sem eru svo líkamleg og drifin áfram af hljóði. Enn þann dag í dag er verkið þeirra Gospels of Childhood eitt af mínum uppáhalds sviðsverkum. Allt við það er svo sjónrænt og áhrifaríkt fyrir skynfærin að maður verður ekki samur eftir. Á sviðinu var fljót af brotnu gleri og viðargólf sem var eins og tromma þegar leikararnir köstuðu sér í gólfið. Þetta verk hafði mikil áhrif á mig og mín verk. Ég var svo kynnt fyrir Nini löngu seinna og bað hana um leið að vinna með mér að Of Light. Við fundum strax að þetta samstarf myndi vara lengur en þetta eina verk.

Listakonurnar Nini Julia Bang og Samantha Shay. Ljósmynd: Victoria Sandra.

Hvernig varð verkið A Thousand Tongues til og hvaðan kemur titillinn?

N: Mín upplifun er að allt sem ég skapi komi frá furðulegri en þrjóskri þörf í mér til að skilja, vinna úr og tjá mínar upplifanir. A Thousand Tongues óx innra með mér í mörg ár áður en að ég bað Samönthu um að leikstýra því. Ég vissi að hún myndi skilja kjarna þess sem ég var að reyna að segja, jafnvel þó að ég gæti ekki sett það í orð sjálf heldur aðeins tjáð það með tónlist og hreyfingu. Í verkinu syng ég á 10 tungumálum og ég vildi að það kæmi fram í titlinum. Mér hefur alltaf líkað við máltækið að tala tungum sem og söguna af Babelturninum og hvernig við töluðum öll sama tungumálið í upphafi. Þaðan kemur titillinn Þúsund tungur. Ég laðast einnig að hefðbundinni tónlist ólíkra landa og hefða því að mér finnst hún geyma raddir forfeðranna. Það er einhver mikill og merkilegur kraftur í söngvum sem hafa ferðast á milli kynslóða, sumir í þúsundir ára og í gegnum þúsundir manna.

Hvað þýðir verkið fyrir ykkur og hvað viljið þið að áhorfendur skynji?

S: Verkið er um varnarleysi og hvernig Nini tjáir það með rödd sinni. Tónlistin kemur frá svo mörgum heimshornum að það óhjákvæmilega sýnir ólíka menningarheima. Styrkleikinn í rödd Nini er fólgin í því hvernig hún beitir henni. Hún býr til einstaklega sérstök hljóð og kemur þeim til áhorfenda á tilfinningaríkan hátt. Allt það sjónræna í verkinu, hreyfingar, tími og tímasetning, tónn og umhverfi er sprottið frá þessari rödd, sem ræður ríkjum í verkinu.

N: Síðustu 15 árin hef ég ferðast afar mikið og hef oft orðið hissa að það skiptir ekki máli hvert ég fer, við eigum það öll sameiginlegt að deila von um að finna frið, frelsi og ást. Hljómar klisjulega en fjölmiðlar eru sífellt að segja okkur hversu ólík við erum en það er ekki mín reynsla. Það sem er ólíkt okkar á milli ætti að vera það sem okkur finnst áhugavert hvort við annað, ekki öfugt. Í verkinu tala ég til undirmeðvitundarinnar, tilfinninga og innsæisins. Í sköpunarferlinu reyndi ég að skrapa af mér eins mörg lög og ég gat til að vera sem næst kjarnanum og varðveita uppsprettuna sem veitir mér hve mestan innblástur.


Ljósmynd: Samantha Shay

Hvaðan kom innblásturinn fyrir sjónræna hluta verksins?

S: Nini var með margar myndir í huga sem voru henni innblástur. Myndirnar fönguðu andstæður á milli ljóss og myrkurs sem og mikilvægi frumefnanna. Ég valdi að vinna með ævaforna sögu frá Mesapótamíu, sögu sem kemur frá gleymdum menningarheimi Súmerana, þar sem nú er Írak. Þar var mæðraveldi og þeir tilbáðu gyðju sem hét Inanna. Í sögunni, sem er hluti af sálmi, kafar Inanna ofan í undirheima. Við hvert hlið þarf hún að sleppa hluta af sjálfri sér þar til hún kemst á lokastað. Mér finnst fallegur kraftur í kjarna sögunnar. Mér finnst upphaf sálmsins svo magnað; “Inanna, Queen of Heaven and Earth, opened her ear to the great below“ og í þessari menningu þýddi orðið eyra það sama og viska. Þetta nær því yfir þá hugmynd að viska komi ekki einungis úr djúpum sálarleiðangrum, heldur að sú leið tengist hljóði sem var ástæðan að mér fannst hún passa svo við þetta verk.

Þaðan spratt hugmyndin að hafa vatn á sviðinu en það er frumefnið sem hefur verið tengt við hið kvenlega og talið vera hlið til undirheima á sama tíma og það er talið heilandi.

Þið voruð báðar á Íslandi í fyrra til að sýna verkið Of light í Tjarnarbíói við mikið lof. Af hverju Ísland?

N: Þegar ég var aðeins 17 ára fór ég á puttanum um Ísland og var ein í mánuð. Ég var að skrifa ritgerð um ósýnilegar verur og vildi rannsaka tengingu Íslendinga við álfa og náttúruna. Það var rosalega mikilvæg reynsla fyrir mig því þessi ferð gaf mér hugrekkið til þess að ferðast ein um heiminn nokkrum árum seinna. Síðan þá hefur Ísland átt sérstakan stað í hjarta mér og að heimsfrumsýna Of light hérna var töfrum líkast.

S: Mér líður sem verk mín hafi verið betur skilin og metin hér. Eftir að hafa ferðast fram og aftur frá Íslandi undanfarin ár þá er ég nýflutt hingað og var að byrja í meistaranámi í svðislistum við LHÍ. Ég tek eftir miklu óttalausari tilraunum í listum hér á landi. Þegar ég sýni verk mín annars staðar er eins og fólki finnist óþæginlegt að geta ekki sett verkið í orð strax, því ég vinn mikið með tilfinningar og hið sjónræna. Á Íslandi eru ekki sömu tálmar í leikhússköpun og ég hef upplifað annars staðar. Það gæti tengst öfgunum sem þjóðin upplifir með veðrinu eða einangrunin sem fylgir því að vera eyja. Það er varnarleysi í því, auðmýkt og einhver sannur anarkískur kraftur. Ég sé hungur í raunupplifunum í senunni hér og djúpan exístensíalisma líka. Það er þar sem bestu verkin koma, í þránni að halda lífi í óbyggðum eða að verða óbyggðirnar sjálfar. Það er forgangsröðun hér að verk eigi að skilja eftir sterka upplifun. Og þetta kann ég svo vel að meta.

Dagný B. Gísladóttir


Aðeins tvær sýningar, 29. september kl. 20:30 og 1. október kl. 20:30, í Tjarnarbíói.
Miða má nálgast hér: https://tix.is/is/buyingflow/tickets/4553/
Heimasíður listamannanna:www.samantha-shay.com / www.ninibang.com
Aðalmynd með grein: Silvia Grav.
Hér má sjá umsögn Bjarkar Guðmundsdóttur þar sem hún mælir með verkinu Of Light.

In the Beginning. Again

In the Beginning. Again

In the Beginning. Again

The question of creativity is a recurring theme in the work of Erla S. Haraldsdóttir. One might say that Haraldsdóttir ceaselessly challenges the idea that an artist can create ex nihilo (out of nothing) and questions the romantic notion of “divine inspiration”. For many years, she has been creating fictional systems as tools for her artistic process, as is perhaps most apparent in her paintings. Her method is motivated by an urge to create a space of artistic freedom through self-imposed restrictions,­ such as instructions given to her by friends and colleagues or specifically devised systems. Her works are often the result a sampling of art-historical references that displace the western-oriented hegemony of art. Their themes reflect on the wider question about the beginning, about getting started. How to choose where to start when you could start anywhere? In a conversation, Haraldsdóttir once described the white canvas as a wandering planet without a sun to circle around, implying that the artist must invent that sun or system defining the orbit of the work.

What better way to proceed, therefore, than to choose the beginning of the beginning as a theme? As its title suggests, Genesis is centred on the story of creation as it is told in the monotheistic Abrahamic religions. It is a familiar theme within western church art and a common subject of commissioned and self-determined works by artists and artisans throughout history. Haraldsdóttir already began with that beginning once before – this is indeed the second time in a short while that she is presenting a series of paintings about the story of creation. The first (Hallgrímskirkja, Reykjavik, and Konstepedimin, Gothenburg, 2016) took its cue from the Íslenska teiknibokin, a compilation of medieval drawings made by Icelandic artists between 1300 and 1500. Haraldsdóttir’s paintings, which recall medieval stained glass windows, were composed on a grounding of complementary colours to the effect that the colours seem to glow from within.

„Water“ (First day) 2017, oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

„Ocean and Heaven“ (Second day) 2017,
oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

„Binary Solarsystem“ (Fourth day) 2017,
oil on linen, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

„Unicorn“ (Sixth day) 2017, oil on canvas, 120 x 70cm.
Photo: Thomas Bruns

„Forest in Maine“ (Third day) 2017,
oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

„Colored Raven“ (Fifth day) 2017,
oil on canvas, 120 x 70cm. Photo: Thomas Bruns

„Sylvía“ (Sixth day) 2017, oil on canvas, 120 x 70cm.
Photo: Thomas Bruns

For Genesis, Haraldsdóttir has refined her motifs. When, with her characteristically bold and rich palette, she addresses the story of creation, she also reflects on her own creative processes. We recognise several elements from the story of the origins of the world, but also from art history as well as recurrent details from the artist’s own imagery. Reflections, water mirrors, plants, the Icelandic horse and the crow are intertwined with art-historical quotations and personal snapshots. At first sight, the Fourth Day resembles an album cover or a velour poster from the 1970s; the colourful frame surrounding the unfashionable portrait of the artist’s mother is based on a pattern used by South African Ndbele tribes in jewellery and murals; and the Icelandic horse of the Sixth Day is a paraphrase of a work by the Icelandic painter Þórarinn B. Þorláksson. Despite this rich world of signs and references, it should perhaps be emphasised that the image itself is not what guides Haraldsdóttir’s creation. One can certainly say that she works with symbolic and figurative painting, but as far as painting itself is concerned – the creation of the image – this exhibition demonstrates that the way the image comes into being is as relevant to her as the final result. In other words, the body of the painting, the texture, is even more important than the subject matter. Haraldsdóttir does not make a painting of something; rather, she paints something into existence. The image appears through a mixture of oil and pigment on linen cloth, and it is the movements of the hand that generate the image.

Rather than fighting the materiality of the paint, the texture is part of a process in which pigment and oil shape the outcome. From translation, creation turns into transformation, a series of events that allow the strokes of the brush to bring a breath of wind to the pictorial landscape. Painting is a desire to exist in the moment. And we desire the moment, because the moment, when it happens, can be a new beginning. Perhaps this is why Haraldsdóttir has chosen to stray from the linear story that presents seven evolutionary steps in the creative hierarchy of development. Instead, the tranquility that characterises each of her paintings induces a new beginning. There is a contradictory chronology in the drawn-out temporality of this series: a mountain emerges from the mirroring water, and the eye of the rainbow-shimmering raven reflects the sun in the previous painting.

„Genesis“, 2017, installation view. Solo exhibition. Lund Cathedral, The Crypt, Lund, Sweden. 12 paintings, oil on linen, various sizes. Photo: Kalle Sanner.

When comparing Haraldsdóttir’s paintings to the long tradition of artworks exploring the story of creation, one of their most striking aspects is precisely this sense of serenity. This is particularly apparent in Seventh Day, the most prominent painting in her sequence. With its dominant placement and larger size, it acts as a kind of “altarpiece” in the Cathedral crypt. But while God in the Íslenska teiknibókin or in the work of William Blake is shown blessing the world, and while Michelangelo’s six paintings on the ceiling of the Sistine Chapel never let the Creator rest, the motif of Haraldsdóttir’s centerpiece is based on a smartphone photograph of the artist’s legs, taken while she was lying in bed. It is framed by a pattern composed of what apears to be tubes of paint, and encompasses a wide spectrum of colours. While the rainbow symbolises the Second Creation, the sign of covenant between God and all life on earth (Genesis 9:17), it is the background that immediately catches the viewer’s attention: here we see the vernacular depiction of an untidy apartment, with a paintbrush stuck in a vase and a lopsided frame on the wall.

Theological discussions generally contrast the notion of creatio ex nihilo with creatio ex materia (creation out of matter) and creatio ex deo (creation out of the being of God). With the final painting in her series, Haraldsdóttir proposes to combine the three. Kazimir Malevich claimed that laziness has been branded the mother of all vices when, in fact, it should be regarded as “the mother of life”. Mladen Stilinović ends his seminal text The Praise of Laziness (1993) with the words: “There is no art without laziness.” Similarly, Haraldsdóttir seems to suggest that the Seventh Day is not a well-deserved rest after a job well done. It is ultimate creativity. A stretched-out now.

Jonatan Habib Engqvist


Featured image: Sandra Henningsson
Artist website: erlaharaldsdottir.com

Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

ENGROS er nafn á stórri myndlistarsýningu sem leggur nú undir sig svæðið Grönttorvet í Valby, Kaupmannahöfn. ENGROS er að frumkvæði listamannahópanna PIRPA og SKULPTURI. Meðal sýnenda eru þær Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir ásamt fjölda danskra myndhöggvara.

Svæðið Grönttorvet er nú í miklu umbreytingaferli. Þar sem áður var lífleg atvinnustarfsemi á gríðarstóru svæði með grænmetis -heildsölumarkaði í stórum skemmum hefur verið skipulögð íbúðabyggð og er nú þegar hafin bygging íbúðahúsnæðis. Byggingar grænmetismarkaðanna standa nú að mestu tómar eða hafa verið rifnar niður og byggingarnar nýju rísa upp allt um kring með ótrúlegum hraða. Umhverfis sýningarsvæðið eru stórir hraukar af niðurbrotnum steinsteypuveggjum og malbiki – byggingarkranarnir vofa yfir. Næstu tvö árin mun þó hluti svæðisins fá að standa og verður vettvangur tímabundinnar menningar og listastarfsemi.

Sólveig sýnir 4 ljósmyndir sem fanga litina umhverfis grænmetismarkaðinn. Ljósmyndirnar eru prentaðar á efni í stærðinni 170 x 110 sem eru festar á stangir utandyra, blakta þar og þeytast til þegar flutingabílar keyra hjá.

Verk Þóru heitir Spíralstigi eða á dönsku VindeltrappeHún hefur valið sér að vinna út frá hringstiga innandyra í rými sem er 2.95m x 2.80m x 8m. Verkið fjallar um stigann sem fyrirbæri í rými, með veggteikningum og prenti.

Hér er linkur á texta eftir Erin Honeycutt um verk Þóru: Spiral of love

Framlag Sólveigar og Þóru er styrkt af Myndlistarsjóði, Muggi og Letterstedtska sjóðnum.
Hér að neðan eru nokkrar myndir af þeirra framlagi til sýningarinnar.

SKULPTURI er hópur 8 myndhöggvara í Kaupmannahöfn sem með margvíslegum hætti hefur skipulagt sýningarverkefni sem snúast um að endurskilgreina svæði, listaverk og rými.

Hægt er að fræðast meira um hópinn hér: skulpturi.dk

SKULPTURI hefur með þessari sýningu á Grönttorvet í Kaupmannahöfn, komið í framkvæmd hugmynd sem um skeið hefur blundað meðal þeirra myndlistamannanna í hópnum, að standa fyrir stórri sýningu, sem er eins konar yfirlýsing (manifest) um margvíslega möguleika skúlptúrsins/rýmisverka, þvert á kynslóðir myndlistamanna.

PIRPA er sýningarrými á Grönttorvet sem myndlistamennirnir Cai Ulrich von Platen  og Camilla Nörgaard reka. Cai Ulrich var boðið að taka þátt í sýningunni Dalir og hólar á Vesturlandi 2012 og þá varð til hugmyndin um að yfirfæra Dalir og hóla-hugmyndina inn á svæði Grönttorvet. Þessar tvær hugmyndir PIRPA og SKULPTURI féllu vel hvor að annarri og urðu að sýningunni ENGROS. Hér má sjá vefsíðu Cai: www.vonplaten.dk  og Camilla: www.camillanorgaard.net

Þáttakendur sýningarinnar ENGROS eru hátt í 50 myndhöggvarar af öllum kynslóðum samtímans og eru fyrir utan þau sem þegar eru nefnd: Ellen Hyllemose, Jörgen Carlo Larsen, Finn Reinbothe, Jytte Höy, Marianne Jörgensen, Nanna Abell, Christian SkjödtAmitai RommNanna Abell, Lisbeth Bank, Julie Bitsch, Anders Bonnesen, Rune Bosse, Ole Broager, Mikkel Carl, Eva Steen Christensen, Jesper Dalgaard, Rose Eken, Esben Gyldenløve, Lone Høyer Hansen, Kasper Hesselbjerg, Ellen Hyllemose, Jytte Høy, Amalie Staunskjær Jakobsen, Klaus Thejll Jakobsen, Oscar Jakobsen, Veo Friis JespersenKirsten JustesenMarianne Jørgensen, Heine Kjærgaard Klausen, Esben Klemann, Jørgen Carlo Larsen, Karin Lind, Karin Lorentzen, Mathias & Mathias, Ragnhild May, Henrik Menné, Morten Modin, Astrid Myntekær, Tina Maria Nielsen, Kaj Nyborg, Peter Olsen, Lars Bent Petersen, Bjørn Poulsen, Finn Reinbothe, Amitai Romm, René Schmidt, Christian Skjødt, Julie Stavad, Hartmut Stockter, Morten Stræde, Daniel Svarre, Laurits Nymand Svendsen, Margrét Agnes Iversen, Malte Klagenberg, Jens Tormod Bertelsen, Søren Krag, Cilla Leitao, Sune Lysdal, Carla fra Hellested, Lorenzo Tebano, Anna Samsøe, Rikke Ravn Sørensen, Mikael Thejll, Charlotte Thrane, Fredrik Tydén, Sif Itona Westerberg og Torgny Wilcke.

Sýningin opnaði þann 19 maí og stendur til 24 . júní, 2017.
Opnunartímar: miðvikudag – sunnudags kl. 12 – 18

www.skulpturi.dk

Kvik [ Mynd ] List

Kvik [ Mynd ] List

Kvik [ Mynd ] List

Kvikmynd myndlistarmannsins Huldu Rósar Guðnadóttur verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl 22:20 miðvikudagskvöldið 1. febrúar. Myndin var áður sýnd í Bíó Paradís síðastliðið vor og vakti athygli listfræðinemans Guðna Rósmundssonar og kvikmyndafræðinemans Katrínar Vinther Reynisdóttur og úr varð að þau tóku viðtal við Huldu í haust fyrir námskeið sem þau voru að taka við Háskóla Íslands. Með góðfúslegu leyfi höfunda fengum við að birta viðtalið í heild sinni.

Getur þú nefnt nokkra áhrifavalda á verk þín gegnum árin úr kvikmynda og myndlistarheiminum?

Löngu áður en ég fór í myndistarnám þá stúderaði ég mannfræði við Háskóla Íslands. Þar fór ég á námskeið hjá Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni sem var aðalforsprakkinn að uppgangi sjónrænnar mannfræði á Íslandi. Sigurjón átti mjög gott safn af heimildarmyndum og þarna opnaðist fyrir mér heimur þeirra. Áður hafði ég einungis séð sjónvarpsheimildarmyndir á RÚV og hafði ekki hugmynd um tilurð og snilld skapandi heimildarmynda. Einkum er mér minnistæðar myndirnar Grey Gardens eftir Maysles bræður og Titicut Follies eftir Wiseman. Við horfðum líka á magnað verk um !Kung fólkið í Namibíu eftir Robert Marshall og svo auðvitað frönsku hefðina líka, Jean Rouch og Cinema verité. Ég gerði tilraun í anda cinema verité í kjölfarið en er í dag mun formfastari í nálgun. Með því meina ég að þó svo að sköpunarferlið sé rannsóknartækið í sjálfri sér þá fer fram mikil rannsókn og undirbúningur áður en ráðist er í gerð sjálfs verksins, þannig að ég er komin ansi nálægt kjarnanum þegar hin endalega myndataka hefst.

Hulda Rós á 32. Warsaw Film Festival 7-16 10 2016 í Warszaw/Pólandi. Ljósmynd: Bartek Trzeszkowski

Hvað varðar myndlist þá ólst ég ekki upp í myndlistarmeðvitaðri fjölskyldu eða umhverfi. Þegar ég var um tvítug hafði ég varla hugmynd um samtímalist. Ég hafði teiknað mikið sem barn, svona fantasíu en vegna óinspírarandi myndmenntarkennslu þá missti ég áhugann. Það var þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum að ég tók myndlistaráfanga og þegar kennarinn minn valdi abstrakt teikningu eftir mig til að vera bókakápa á ljóðabók nemenda fattaði ég að þetta gæti verið leið fyrir mig. Í kjölfarið tók ég kvöldnámskeið í myndlist og af-lærði þar allt sem ég hafði lært í myndmennt og fór ‘að sjá’ aftur. Það var mikil frelsun. Það var um þetta leyti sem ég uppgötvaði Sigurð Guðmundsson á safni í Amsterdam. Í safnaversluninni var safn póstkorta með ljósmyndaverkum hans. Þarna var hann að gera einfalt en mjög húmorískt ‘látbragð’ eða ‘gesture’ sem hann nefndi ‘Situations’ og höfðu margslugnar vísanir. Ég varð alveg dolfallinn og þessi póstkort fylgdu mér næsta áratuginn þangað þau gengu sér til húðar. Það voru þessi verk sem kynntu mig fyrir samtímalist og voru innblástur fyrir mig að læra myndlist áratug síðar.

Akkúrat núna held ég ekki vatni yfir sjónvarpsþáttaröðum myndlistarmannsins Grayson Perry á Channel 4 í Bretlandi. Í röðunum gefur hann mjög aðgengilega mynd af rannsóknarferlinum sem hann gengur í gegnum í undirbúningi að gerð verka sinna sem eru leirkerasmíð og veggteppi aðallega. Rannsóknin sjálf, sem er samfélagsleg stúdía með áherslu á sjónræn tákn sem miðla niðurstöðu Graysons á tilteknum samfélagshóp eða fyrirbæri, verður hluti af verkinu og gefur því aukið gildi. Þetta minnir soldið á Sophie Calle sem er annar áhrifavaldur en er mun aðgengilegra. Mér finnst að samtímalistin verði að teygja sig soldið út úr sínum elítukassa og til fólksins til þess að hún geti blómstrað sem tæki til samfélagsbreytinga. Kvikmyndaformið kemur þar sterkt inn í. Það hefur annan og breiðari áhorfendahóp en gallerí eða safn jafnvel. Steve McQueen hefur eflaust náð lengst allra myndlistarmanna að ná til fjöldans með mynd sinni ’12 Years A Slave’ og öðrum meginstraumsmyndum en þar finnst mér hann reyndar hafa stigið langt skref frá myndlistarhugsun og er meira að nota klassíska kvikmyndalega frásögn. Ég er mikill aðdáandi fyrri myndlistarverka hans, sérstaklega vídeóverkanna sem voru á Feneyjartvíæringnum árið 2009.

48-tíma gjörningur löndunarmanna í Leipzig. Ljósmynd: Lisa Matthys.

Hvernig sérð þú fyrir þér samband myndlistar og kvikmynda? Hvernig telur þú að þessi tengsl hafi komið fram í þinni listsköpun?

Kvikmyndaform er eins og hvert annað form sem myndlistarmaður getur notað. Ég skil vel að það séu ákveðin form, tækni eða efni sem krefjast algerrar tileinkunnar listamannsins að því ákveðna formi eða efni, til dæmis eins og margir listmálarar gera eða einstakir skúlptúristar sem vinna bara í ákveðið efni eins og til dæmis Grayson Perry sem einbeitir sér fyrst og fremst að leirmunum. Það er líka ákveðin tilhneiging innan listmarkaðar að setja listamenn í ákveðin hólf hvað varðar efnisnotkun eða viðfangsefni svo auðveldara sé að ‘branda’ listamanninn. Hinsvegar er ég meira spennt fyrir frelsinu þar sem hugmyndin er megnmálið og útfærslan krefst samstarfs við fjölda sérfræðinga í hinum ýmsu tækni, efni og formum. Einnig er ég spennt fyrir samfélagslegri þátttöku þar sem ég sjálf kemst út fyrir listheimsblöðruna og tek fólk utan hennar inn í ferlið á einn eða annan hátt. Það finnst mér spennandi og engin ástæða til að útloka kvikmyndaformið frekar en skúlptúr eða innsetningu. Kvikmyndaformið krefst mikillar samvinnu og heimildarmyndaformið enn frekar. Svo er það þannig að í kvikmyndaskólum dagsins í dag þá læra nemendur ákveðna formúlu, áhersla er lögð á sterka narratívu og karakter uppbyggingu. Þetta er eins konar formúla sem gengur vel til að vinna verðlaun á kvikmyndahátíðum eða fá dreifingu í stóru kvikmyndahúsunum og sölu í sjónvarp. Það er lítil áhersla lögð á tilraunamennsku eða opna nálgun sem er akkúrat það sem er kennt í myndlistarskólum. Mér finnst yfirleitt mest spennandi þegar myndlistarmenntaðir listamenn reyna að halda þessari opnu nálgun þegar þeir vinna við kvikmyndir og þá er útkoman oft spennandi. Ég er mjög spennt fyrir að sjá verk Melanie Bonajo, myndlistarkonu sem ég hef fylgst með lengi. Hún var að frumsýna heimildarmyndina ‘Progress vs. Regress’ á stærstu heimildarmyndahátið Evrópu IDFA í Amsterdam. Mér sýnist á öllu að þar hafi hún farið mjög óhefðbundnar leiðir í nálgun sinni á viðfangsefninu. Um daginn sá ég magnaða mynd eftir sænska myndlistarmanninn Johannes Nyholm ‘The Giant’ sem fékk mig til að gráta hreinlega. Hún snerti mig djúpt. Bara núna í vikunni hún að vinna sænsku ‘Eddu’ verðlaunin sem besta kvikmynd og besta handrit. Það væri gaman að sjá hvort Bíó Paradís sýni mynd Melanie. Það er svo margt spennandi að gerast.

Frá myndlistarsýningunni í Listasafni ASI. Ljósmynd: Dennis Helm

Fyrir mig þá var ég byrjuð að gera heimildarmyndir út frá kynnum mínum á sjónrænni mannfræði áður en ég hóf nám í myndlist. Ég held þeir hafi tekið mig inn í LHI á grundvelli þess að það hafði verð vakning í myndlistargeiranum á möguleikum heimildarmyndagerðar sem listræns tjáningarforms. Þeir vildu sjá hvað myndi gerast með að hleypa mér að.

Hvað veldur því að þú velur einn miðilinn fram yfir hinn þegar þú færð hugmynd að verki?

Nú eru um áratugur sem ég hef starfað sem myndlistarmaður þannig að ég hef talsverða reynslu í rekstur myndlistarstúdíós. Þetta er mjög mikið hark. Það sem helst stendur í vegi fyrir gerð stórra innsetninga og flókinna vídeóverka er að á Íslandi skortir sterkan framleiðslusjóð fyrir myndlistarverk. Myndlistarsjóður kom inn eins og guðs gjöf og ég var svo heppin að fá einn stærsta styrk sem gefin hefur verið strax þarna í upphafi og gerði hann mér kleift að standa straum af kostnaði við gerðar bókar um myndlistarrannsókn mína Keep Frozen en heimildarmyndin Keep Frozen er hluti af rannsóknarverkefninu. Það var þannig að ég fékk stóran norrænan styrk þar sem var krafist mótframlags úr heimasjóði til að leysa út styrkinn og því var bara ekki annað hægt en að gefa mér styrk. Myndlistarsjóður gerði mér þarna kleift að taka þátt í hinu alþjóðlega mótframlagskerfi. Þetta var eftir að mér hafði oftar en einusinni verið neitað um listamannalaun til að stunda rannsóknina og fjármagna sýningarverkefni tengd henni.

Það var í raun styrkur frá kvikmyndasjóði fyrir gerð heimildarmyndarinnar og þessi bókaframleiðslustyrkur sem gerði mér kleift að taka stórt stökk í rannsókninni. Þá hafði ég til dæmis framleitt sýningu fyrir Listahátíð í Reykjavík fyrir takmarkað fé. Myndband sem sýnt var á sýningunni var gert fyrir góðvilja myndatökumanns á heimildarmyndinni og með þeim tækjum sem verið var að nota við gerð heimildarmyndarinnar. Við notuðum tækifærið fyrst við höfðum græjurnar og fólkið. Guðmundur í Listamönnum gerði mér stórgreiða, samband listamanna í Berlín lét mig fá ókeypis ljósmyndastúdíó og svo mætti telja. Önnur sýning sem ég hafði gert áður í Listasafni Reykjavíkur var framleitt fyrir styrk frá þýska myndlistarsjóðnum. Það hefði ekki verið séns að gera 10 rása vídeóverk fyrir hundrað þúsund kallinn sem ég fékk frá LR. Þetta var áður en Myndlistarsjóður kom til. Það er mjög miður að síðan Myndlistarsjóður byrjaði þá hafa styrkupphæðirnar fyrir einstaka verkefni minnkað svo um munar og eru raun orðin jafnháar og smástyrkirnir sem hægt var að fá áður hjá Myndstefi til dæmis.

Þetta er hreinskilna svarið sem mér þykir við hæfi að gefa hér til að gefa skýra mynd af ástandinu. Umræða um þessi mál er nauðsynleg. Ég er langt frá því að vera ein í þessum sporum. Listamenn þurfa með útsjónarsemi að laga sig að ástandinu sem getur komið niður á endanlegri útkomu. Á meðan framleiðslustyrkir til myndlistar standa á svona veikum grunni þá er ekki hægt að tala um raunverulegt val.

Hver er sýn þín á kvikmyndir sem listform og út frá hverju telurðu megi helst meta listrænt gildi þeirra?

Uppruna kvikmyndalistarinnar má rekja til þess að menn vildu skrásetja raunveruleikann. Þannig að ‘heimildarmyndin’ er í raun undanfari leikinna kvikmynda. Það var ekki fyrr en á 3. áratugnum sem farið var að draga línur og orðið ‘documenttary’ varð til. Meginstraumsmyndir eru í raun og veru afþreying eða ákveðinn flótti frá raunveruleikanum og því hafa þær kannski meira gildi sem skemmtun en listrænt. Í mínum augum er kraftur myndlistar að finna í vísun hennar í raunveruleikann, eða díalóg hennar við umhverfi sitt, ekki í flótta frá raunveruleikanum. Þá erum við eins og ég segi komin út í afþreyingu sem er megintilgangur meginstraumskvikmynda. Þannig sé ég uppruna kvikmyndalistar sem í raun uppruna ákveðins myndlistarforms með talsvert mikið listrænt gildi þó svo að áberandi angar hennar hafi síðar þróast í aðra átt, í átt að afþreyingu. Sjálf hef ég fengist við tvenns konar hreyfimyndalistform, vídeóverkið og heimildarmyndaformið. Ég hef nálgast þessi form á ólíkan hátt og tala hér um heimildarmyndaformið.

Það er erfitt að tala um heimildarmyndir sem sérstakann flokk því þær eru svo ótrúlega ólíkar innbyrðis. Það er bara ein tegund heimildarmynda sem gætu talist hafa listrænt gildi og það eru svokallaðar skapandi heimildarmyndir sem mér finnst reyndar frekar glötuð nafngift.

Þessi verk byggja á mjög löngu rannsóknarferli og helgun að viðfangsefninu og útfærslan er höfundaverk eða ákveðin sýn höfundar á efnið. Það er ólíkt til dæmis sjónvarpheimildarmyndinni sem er ætlað að miðla einhver konar ‘sannleika’ sem talinn er vera hlutlaus og einnig leggja fram svör sem eiga að vera algild. Hafa fyrst og fremst upplýsingagildi. Ég hef litla trú á slíku. ‘Hlutlaus’ sannleikur er alltaf sýn þess sem hefur valdið, þess sem hefur skapað þann strúktur þar sem sagan er sögð. Ég held að til að meta hvort heimildarmynd sé myndlist eða eitthvað annað þarf að skoða hvatann að baki gerðar heimildarmyndarinnar. Sé hún gerð í þágu einhvers málstaðar eða sem fréttaskýring hefur hún augljóslega ekki listrænt gildi. Það getur líka skipt máli hver bakgrunnur höfundar er. Hann þarf ekki endilega að vera menntaður í myndlist en þarf að starfa í samhengi samtímalistar – hann þarf að hafa það vægi að myndin verði staðsett innan myndlistarumræðu.

Frá myndlistarsýningunni í Listasafni ASI. Ljósmynd: Dennis Helm

Að mínu mati er það sem gerir heimildamyndaformið spennandi eins og ég stunda það eru spurningarnar sem vakna við gerð og framsetningu heimildarmynda. Þetta eru listrænar spurningar um samband veruleika og framsetningar eða staðhæfinga um hvað sé raunveruleikinn; spurningar um eðli sannleikans og hlutleysis og möguleika þess að það sé í raun og veru til sannleikur eða hlutleysi; spurningar um samband sannleika/hlutleysis og framsetningar. Þetta eru líka mjög mikilvægar samfélagslegar og pólitískar spurningar sem eiga mikið erindi við samtíma okkar. Ég gekk mjög langt í þessari rannsókn með Keep Frozen verkefnið þar sem ég framleiddi bæði heimildarmynd í fullri lengd fyrir kvikmyndahús og 3-ja rása vídeóverk í risastærð fyrir stórt sýningarrými. Videóverkið var byggt á upptöku á gjörningi sem viðfangsefni heimildarmyndarinnar, þ.e. hafnarverkamennirnir, frömdu í sama sýningarrými og vídeóverkið var síðan sýnt í. Þarna var semsagt sama viðfang flutt á milli 3ja miðla og skapað samtal þar á milli.

Verufræðilegar, þekkingarfræðilegar og formfræðilegar spurningar vakna sjálfkrafa. Þessar spurningar eru líka allar listrænar. Fyrir mér er myndlist fyrst og fremst heimspeki og formfræði sem getur haft áhrif til samfélagslegra hræringa. Ef heimildarmynd er notuð sem listrænt form geri ég kröfu um að hún sé opin og veki spurningar í stað þess að svara þeim.

Telur þú að stafræna þróun síðustu ára hafi haft einhver áhrif á það hvernig mörkin milli myndlistar og kvikmyndalistarinnar hafa runnið saman? Hefur þróunin stafrænnar upptöku og sýningatækni haft áhrif á verk þín í myndlist og kvikmyndagerð?

Myndlistin og kvikmyndalistin skildu aldrei að fullu að skiptum. Tilraunakennd nálgun á kvikmyndalistina tók sér pásu í nokkra áratugi en vaknaði til lifsins með tilkomu vídeótækninnar og myndbandalistin varð til sem grein á 7. áratugnum. Það ruddi brautina fyrir kostnaðarminni verkefni og meiri leik en var mögulegt með dýrum filmum. Þar sem myndlistarmenn voru byrjaðir að grubbla í heimildarmyndagerð áður en stafræn tækni varð útbreidd mætti kannski halda að það hafi verið vídeotæknin sem hafði raunveruleg áhrif í að brjóta mörkin niður hafi þau verið til staðar og þá myndi ég halda að það hafi verið rökrétt framhald af tilraunamennsku í vídeólist. Það er það langt síðan þetta var. Síðan á 7. áratugnum hefur farið fram heilmikil endurskoðun á því sem var orðið að hefðbundinni heimildarmyndagerð og vídeólist, gjörningalist, heimildarmyndagerð og konseptlist tóku að renna saman en það var fyrir daga stafrænnar tækni.   Undanfarin 30 ár hefur verið í gangi ákveðin tilraunamennska í sambandi við það hvernig nálgast eigi samfélagsleg mál og má kannski líkja tímabilinu við fyrstu áratugi kvikmyndalistar þegar einnig var mikið um tilraunamennsku en með það að markmiði að negla niður ákveðna formúlu sem virkaði ‘best’ og varð ‘klassísk’ aðferðarfræði í meginstraums kvikmyndagerð.

Ljósmyndaröðin ‘Artist as Worker’ frá 2014. Var sýnd í heild sinni í Þoku á Listahátíð í Reykjavík sama ár en ein myndanna hefur einnig verið sýnd sem risastórt auglýsingaskilti við fjölfarna götu í Dresden í Þýskalandi.

Það má vera að tilkoma stafrænnar tækni hafi hraðað þróuninni. Ný tækni veldur alltaf breytingum, bæði efnislega og í sambandi við magn og einnig fagurfræði. Stafræn þróun hefur ollið algeru offlæði af data og þá myndrænu data sem hefur haft afgerandi áhrif á þær kynslóðir sem ólust upp á 10. áratugnum og síðar. Dreifingarleiðir eru líka aðrar og opnari og e.t.v. minni þörf á stuðningi eldri kynslóða, meistara, til að fá aðgengi að áhorfendum. Það skapar ákveðið brot í fagurfræði að þurfa ekki að reiða sig á góðvilja eldri kynslóða. Í fyrstu hafði það áhrif að ekki þurfti að kaupa dýra filmu og reiða sig á mjög dýr tæki. Hægt var að fara út og bara taka eitthvað upp án undrbúnings eða ákveðinnar hugmyndar. Þetta var hægt strax á 10. áratugnum með analog teipum eins og Mini-DV. Ég byrjaði sjálf að vinna á analog mini-DV spólur. Þær voru ekki mjög dýrar og voru spilaðar inn á tölvur en hráefnið var geymt á spólunum og síðar jafnvel á VHS spólum . Þetta var cinema-verité ‘observational’ myndir þar sem við fylgdum eftir viðfangsefnunum og tókum upp mikið efni sem við síðan unnum úr. Kjötborg var tekin á Digi-Betu fyrir um 10 árum síðan. Ennþá analóg spóla sem tekið var á og ákveðin sérfræðiþekking sem þurfti til og við vorum með ákveðnar hugmyndir og handrit sem við unnum samkvæmt og tókum ekki upp nærri eins mikið efni. Það hentar mér betur að vera með vel mótaða hugmynd áður en ég tek upp.

Það er liðinn sá tími þar sem tekið er upp endalaust af stafrænu efni þar sem það er svo ‘ódýrt’. Ef miðað er við að ná ákveðnum gæðum þá krefst notkun stafrænnar tækni einnig aga í vinnubrögðum. Góðar vélar taka upp efni sem er mjög þungt hvað varðar gígabætanotkun og harðir diskar eru dýrir. Utanumhald á stafrænu efni kallar á starfsfólk og svo framvegis. Það er heilmikil sérhæfð þekking sem kemur að á mismunandi stigum stafrænnar vinnslu. En jú vissulega, til dæmis í undirbúningi og rannsókn er mjög þægilegt að geta sjálfur tekið upp efni, skoðað það án mikillar fyrirhafnar og klippt saman í tölvunni sinni.

Nýjasta stafræna þróunin var tilkoma DCP tækninnar sem þýddi stöðlun á sýningartækni. Það gerð allt auðveldara en áður þurfti alls konar lagfæringar og aðlaganir fyrir hverja einustu sýningu (það var mikill munur á litum, birtu, gæðum vörpunar og spilara o.sfrv.) Bíóhús þurftu hinsvegar að kaupa mjög dýr tæki til að geta spilað myndir og mörg smærri art-house bíóhús duttu út. Á Íslandi eru litlu bíóhúsin út á landi orðin að geymslum eða eitthvað annað. Til samanburðar má nefna að í Berlín er mikil hefð fyrir litlum kannski 60 sæta hverfisbíóhúsum og Berlínarborg brást við með að styrkja þessi bíóhús í kaupum á DCP græjum. Það bjargaði þessari menningu. Á hinn bóginn þá eru myndir núna litgreindar fyrir DCP og erfiðara að vera spontant og sýna á alternatív stöðum sem eru ekki með DCP græjur þar sem fók venst því að hafa ákveðin gæði. Þannig þarf að litgreina og aðlaga bíomyndir sérstaklega fyrir sýningargræjur í söfnum með mismunandi gæði af spilum og vörpum og það er kostnaðarsamt og áhættusamt.

Stilla úr Keep Frozen.

Hvaða máli skiptir sýningarstaðurinn fyrir listaverkið? Kallar kvikmyndahúsið fram önnur viðbrögð og nær það ef til vill til annars áhorfendahóps en gallerýið?

Skemmtileg spurning. Ég skoða einmitt þessa spurningu í Keep Frozen verkefninu. Keep Frozen heimildarmyndin er sérstaklega búin til fyrir myrkvaðan kvikmyndasal. Áhorfendur eru í myrkvuðum sal í kvikmyndahúsi og eru passívari. Þessi alltumlykjandi tilfinning eða áhrif er líka hægt að ná í myrkruðum sýningarsal með stóru margrása vídeóverki sem sýnt er á stórum flötum. Í hinu síðarnefnda hefur áhorfandi samt meira val á því hvernig og í hvaða röð hann tekur inn söguna eða mynd/hljóðefnið. Stundum reyndar ekki með hljóð þar sem það hefur þá eiginleika að verða meira allráðandi í rými en mynd. Sýningarstaður, innri skipun í rými, stærð sýningarflatar, birta, allt hefur þetta áhrif.

Kvikmyndahúsið er líka staðsett annars staðar í menningunni og það eru annars konar væntingar og kröfur en í sýningarsölum gallería og safna og verkin eru metin á ólíkan hátt. Viðtökur spretta af ólíkum meiði. Það er einn helsti galli gallería að þau starfa í tengslum við listmarkað og áhorfendahópur þeirra vel efnað og oft á tíðum fólk af ákveðinni stétt eða með mikla menntun. Svona horfir þetta við mér eftir að hafa búið lengi í Berlín þar sem galleríumhverfið er alþjóðlegt. Söfn eiga við sömu takmarkanir að stríða en í minna mæli og þar sem söfn eru almenningseign þá er oft leitast við að ná til breiðari hóps með alls konar dagskrá. Söfn eru því opnari og meira þátttakendur í samfélaginu og lýðræðislegri en gallerí. Kvikmyndahús er kannski ekki opinbert rými, þau eru í eigu einhvers, einkaaðila eða samtaka, en þau tilheyra afþreyingarmenningu og það er mun breiðari hópur sem sækir þau og því líklegra að ná til fleiri en söfn eða gallerí. Hinsvegar er mögueiki á flókinni margslunginni umræðu og skilningi á verkinu minni og þar koma söfn og gallerí sterkt inn. Þau eru vettvangur meiri ígrundunar og eru því mikilvægir sem sýningarstaðir.

‘Árið 2015 kom út bók um listrannsóknarverkefnið Keep Frozen. Var útgáfan styrkt af Norrænu Menningargáttinni og Myndlistarsjóði. Hún fæst í Mengi í Reykjavík og í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.’

Getur þú nefnt listaverk eða kvikmynd sem þú telur að einkenni togstreituna á milli kvikmynda og myndlistar að einhverju leyti?

Það er áhugavert að vinsælustu verk myndlistarmanna, sbr. Steve McQueen og annarra, hafa tekið upp mjög klassískar frásagnaaðferðir umfram opna nálgun myndlistar. Ég held að á baki liggi ekki einungis listrænt val eða auðveldara aðgengi að áhorfendum heldur einnig aðgengi að fjármagni. Þegar við horfum á heimildarmyndir til dæmis þá er staðan sú í dag að þær sem njóta mestrar velgengni þá eru það myndir sem hafa því miður sagt skilið við heimildarmyndir sem listform eða tjáningarform og tekið upp einfaldari og ‘latari’ leiðir til framsetningar. Þessar myndir einkennast af ‘talandi hausum’ og myndskreytingu á milli hausa. Þá er viðtalsefnið notað óbreytt sem efniviður í sjónrænni framsetningu. Annað efni myndskreytir það sem hinn talandi haus er að tala um. Þetta framsetningarform er ríkjandi í heimildarmyndagerð í dag. Aðrar ríkjandi aðferðir eru að rödd sveimi yfir myndefninu og segi söguna frá einu sjónarhorni, textar sem segja áhorfandanum hvar og hvenær efnið var tekið upp eða hver það er sem er að tala hverju sinni, og senur þar sem myndavélin eltir annðahvort kvikmyndagerðamanninn sjálfan eða viðfangefni hans. Ég held að þannig sé heimildarmyndagerð kennd í dag í kvikmyndaskólum og aðferðin er síðan styrkt af fjárveitingum kvikmyndasjóðanna og smekk sjónvarpsstöðva.

Það má heldur ekki gleyma að sumir komast upp með að fá fjármagn til heimildarmyndagerðar án formlegrar menntunar í kvikmyndagerð eða myndlist og hafa litla alhliða þekkingu á mismunandi aðferðum og framsetningum og hafa einungis horft á ríkjandi form í sjónvarpi eða á kvikmyndahátíðum. Það væri mun erfiðara að fá fjármagn til leikinna myndar án nokkurar reynslu eða menntunar en einungis áhuga á viðfangsefninu. Listamenn eins og Harun Farocki byrjuðu í sjónvarpi á 7. áratugnum þegar sjónvarp var vettvangur tilraunamennsku en fluttu sig síðan yfir í samtímalist þegar sjónvarpsefni varð einfaldara og fomúlukenndara. Þetta er sorgleg þróun og þarna geta myndlistarmenn, sem ekki hafa hlotið kvikmyndaskólaþjálfun, komið sterkt inn og veitt viðspyrnu. Myndlistarskólar þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun og hugsun utan kassans. Það er meginmarkið myndlistarskóla eða ætti allavega að vera það. Kvikmyndasjóðirnir og hátíðarnar þurfa að styrkja annars konar nálgun en þessa ríkjandi. Markmiðið ætti að vera þátttaka í opnu samtali en ekki að vinna verðlaun eins og við séum í íþróttakeppni. Til dæmis væri dásamlegt ef Kvikmyndasjóður veitti fé í sérstök tilraunaverkefni eins og til dæmis Kvikmyndasjóðurinn í Berlín gerir. Þar er rými fyrir óhefðbundar nálganir á heimildarmyndaformið og kvikmyndaformið almennt og ekki má gleyma að stærri margrása vídeóverk eru oft fjármögnuð af slíkum sjóðum. Ég held að það sé fyrst og fremst fjármögnunaráhersla kvikmyndasjóða sem stoppar myndlistarfólk til að gera tilraunakvikmyndir.

Að lokum:

Löndunarljóð eftir Hinrik Þór Svavarsson fyrrverandi löndunarmann.

Strapex

Þið getið ekki skilið hvað strapex

er mikilvægt.

Fyrst þurfið þið að skilja hvað það er.

Þið getið ekki skilið hvað strapex

er óþolandi.

Fyrr en þið eruð búin að slíta

nokkur hundruð.

Það slitnar oft þegar síst skildi.

Oft þegar mest á ríður.

En trúið mér þegar ég segi ykkur

að það er ekkert verra en

ekkert strapex.


Hægt er að lesa texta og skoða myndir um myndlistarrannsóknarverkefni Huldu Rósar og einnig önnur verk hennar á vefsíðu hennar www.huldarosgudnadottir.is

Aðalmynd með grein er innsetningarmynd af 3-ja rása vídeóinnsetningunni Labor Move. Ljósmynd: Dotgain.

UA-76827897-1