Fánar og spíralar -Þar sem áður var grænmetismarkaður er nú myndlist

21.05. 2017

ENGROS er nafn á stórri myndlistarsýningu sem leggur nú undir sig svæðið Grönttorvet í Valby, Kaupmannahöfn. ENGROS er að frumkvæði listamannahópanna PIRPA og SKULPTURI. Meðal sýnenda eru þær Þóra Sigurðardóttir og Sólveig Aðalsteinsdóttir ásamt fjölda danskra myndhöggvara.

Svæðið Grönttorvet er nú í miklu umbreytingaferli. Þar sem áður var lífleg atvinnustarfsemi á gríðarstóru svæði með grænmetis -heildsölumarkaði í stórum skemmum hefur verið skipulögð íbúðabyggð og er nú þegar hafin bygging íbúðahúsnæðis. Byggingar grænmetismarkaðanna standa nú að mestu tómar eða hafa verið rifnar niður og byggingarnar nýju rísa upp allt um kring með ótrúlegum hraða. Umhverfis sýningarsvæðið eru stórir hraukar af niðurbrotnum steinsteypuveggjum og malbiki – byggingarkranarnir vofa yfir. Næstu tvö árin mun þó hluti svæðisins fá að standa og verður vettvangur tímabundinnar menningar og listastarfsemi.

Sólveig sýnir 4 ljósmyndir sem fanga litina umhverfis grænmetismarkaðinn. Ljósmyndirnar eru prentaðar á efni í stærðinni 170 x 110 sem eru festar á stangir utandyra, blakta þar og þeytast til þegar flutingabílar keyra hjá.

Verk Þóru heitir Spíralstigi eða á dönsku VindeltrappeHún hefur valið sér að vinna út frá hringstiga innandyra í rými sem er 2.95m x 2.80m x 8m. Verkið fjallar um stigann sem fyrirbæri í rými, með veggteikningum og prenti.

Hér er linkur á texta eftir Erin Honeycutt um verk Þóru: Spiral of love

Framlag Sólveigar og Þóru er styrkt af Myndlistarsjóði, Muggi og Letterstedtska sjóðnum.
Hér að neðan eru nokkrar myndir af þeirra framlagi til sýningarinnar.

SKULPTURI er hópur 8 myndhöggvara í Kaupmannahöfn sem með margvíslegum hætti hefur skipulagt sýningarverkefni sem snúast um að endurskilgreina svæði, listaverk og rými.

Hægt er að fræðast meira um hópinn hér: skulpturi.dk

SKULPTURI hefur með þessari sýningu á Grönttorvet í Kaupmannahöfn, komið í framkvæmd hugmynd sem um skeið hefur blundað meðal þeirra myndlistamannanna í hópnum, að standa fyrir stórri sýningu, sem er eins konar yfirlýsing (manifest) um margvíslega möguleika skúlptúrsins/rýmisverka, þvert á kynslóðir myndlistamanna.

PIRPA er sýningarrými á Grönttorvet sem myndlistamennirnir Cai Ulrich von Platen  og Camilla Nörgaard reka. Cai Ulrich var boðið að taka þátt í sýningunni Dalir og hólar á Vesturlandi 2012 og þá varð til hugmyndin um að yfirfæra Dalir og hóla-hugmyndina inn á svæði Grönttorvet. Þessar tvær hugmyndir PIRPA og SKULPTURI féllu vel hvor að annarri og urðu að sýningunni ENGROS. Hér má sjá vefsíðu Cai: www.vonplaten.dk  og Camilla: www.camillanorgaard.net

Þáttakendur sýningarinnar ENGROS eru hátt í 50 myndhöggvarar af öllum kynslóðum samtímans og eru fyrir utan þau sem þegar eru nefnd: Ellen Hyllemose, Jörgen Carlo Larsen, Finn Reinbothe, Jytte Höy, Marianne Jörgensen, Nanna Abell, Christian SkjödtAmitai RommNanna Abell, Lisbeth Bank, Julie Bitsch, Anders Bonnesen, Rune Bosse, Ole Broager, Mikkel Carl, Eva Steen Christensen, Jesper Dalgaard, Rose Eken, Esben Gyldenløve, Lone Høyer Hansen, Kasper Hesselbjerg, Ellen Hyllemose, Jytte Høy, Amalie Staunskjær Jakobsen, Klaus Thejll Jakobsen, Oscar Jakobsen, Veo Friis JespersenKirsten JustesenMarianne Jørgensen, Heine Kjærgaard Klausen, Esben Klemann, Jørgen Carlo Larsen, Karin Lind, Karin Lorentzen, Mathias & Mathias, Ragnhild May, Henrik Menné, Morten Modin, Astrid Myntekær, Tina Maria Nielsen, Kaj Nyborg, Peter Olsen, Lars Bent Petersen, Bjørn Poulsen, Finn Reinbothe, Amitai Romm, René Schmidt, Christian Skjødt, Julie Stavad, Hartmut Stockter, Morten Stræde, Daniel Svarre, Laurits Nymand Svendsen, Margrét Agnes Iversen, Malte Klagenberg, Jens Tormod Bertelsen, Søren Krag, Cilla Leitao, Sune Lysdal, Carla fra Hellested, Lorenzo Tebano, Anna Samsøe, Rikke Ravn Sørensen, Mikael Thejll, Charlotte Thrane, Fredrik Tydén, Sif Itona Westerberg og Torgny Wilcke.

Sýningin opnaði þann 19 maí og stendur til 24 . júní, 2017.
Opnunartímar: miðvikudag – sunnudags kl. 12 – 18

www.skulpturi.dk

UA-76827897-1