OPEN CALL: PLAN-B art festival

OPEN CALL: PLAN-B art festival

English below
OPEN CALL: PLAN-B art festival
Plan-B art festival hefur formlega opnað fyrir umsóknir listamanna fyrir hátíðina!
Plan-B er listahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn í Borgarnesi og nágrenni helgina 12. –14. ágúst og verða mörg helstu kennileita bæjarins að sýningarrýmum á meðan á hátíðinni stendur. Sérstök áhersla verður lögð á samtímalist og fjölbreytilega birtingarmynd listarinnar með notkun ólíkra miðla. Bæði verður tekið við fullbúnum hugmyndum sem og hugmyndum á byrjunarstigi. Mikilvægt er að hægt sé að aðlaga verkin og vinna inn í þau fjölbreyttu sýningarrými sem standa til boða. 
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Myndlistarsjóði og Arion banka. Styrktaraðilar okkar gera okkur kleift að stuðla að fjölbreyttu og áhugaverðu menningarlífi á Vesturlandi, skapa nýjan vettvang myndlistar að ógleymdum þeim mikilvæga þætti að greiða listamönnum laun fyrir þátttöku í hátíðinni.
Staðfestir listamenn eru þau Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir og Rakel McMahon.
– 
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á planb@planbartfestival.is
 –
 //
OPEN CALL: PLAN-B art festival
Plan-B art festival is now accepting artist applications!
Plan-B art festival will take place in Borgarnes and nearby areas for the first time during the weekend of 12th –14th of August. Attention will be directed towards contemporary art and the conversation between diverse art created with mixed media. Proposals can be fully developed artworks / projects or unformed ideas, adaptable to the variety of untraditional venues.
– 
Plan-B art festival is sponsored by West Iceland Foresight, Icelandic Visual Arts Fund and Arion Bank. With the support of our sponsors we can contribute to the development of the fertile cultural landscape in West Iceland, create a new art scene and last but not least to pay artists for their participation in the festival.
– 
Featured artists are Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir and Rakel McMahon.
– 
For proposals and inquiries, please contact us at planb@planbartfestival.is
 –
Tími, veður, kopar, steinn 

Tími, veður, kopar, steinn 

Laugardaginn 28. maí opnar myndlistarsýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, ÓLJÓS ÞRÁ, klukkan 14 í Grafíksalnum að Tryggvagötu 17 (snýr að höfninni). Á sýningunni verða sýnd ný verk unnin á árunum 2015 og 2016. 

Í forgrunni verða textaverk og skúlptúrar byggð á ýmsum minnum um tímann og veðrið. Unnið er með brot úr textum með aðferðum og hugmyndum sem eru kunnugleg frá nýlegum sýningum Jónu Hlífar. Nýir efniviðir verða í forgrunni og samspil texta, efnis og áferðar mynda margradda frásögn um varanleikann, breytileikann og spennuna milli stóru myndarinnar og þess hversdagslega og einfalda.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis en allar upplýsingar um starfsemi hennar á liðnum árum eru fáanlegar á vefsíðunni www.jonahlif.is. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá Myndlistarskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands.

Sýningin mun standa til og með 12. júní – opið verður laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 17.
RÍKI – flóra, fána, fabúla

RÍKI – flóra, fána, fabúla

RÍKI – flóra, fána, fabúla 
28.05.2016 – 18.09.2016
Sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla er viðamikil sýning á verkum sem tengjast náttúrunni og flokkunarkerfi hennar. Sýningin veitir áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum, glænýjum verkum sem og öðrum eldri úr safneign Listasafns Reykjavíkur. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Á opnunardegi sýningarinnar kl. 17 flytur myndlistarmaðurinn Anna Fríða Jónsdóttir gjörning ásamt sellóleikaranum Ástu Maríu Kjartansdóttur í fjölnotasal Hafnarhússins.

Boðið verður upp á viðamikla dagskrá samhliða sýningunni, meðal annars gjörninga og kvikmyndasýningar.

Exhibition opening: KINGDOM – Flora, Fauna, Fable
Saturday 28 May 4 p.m. at Hafnarhus

The exhibition KINGDOM – Flora, Fauna, Fable gives the viewer insight into the art of dissimilar artists through their work from recent years and decades, as well as older works from the archives of Reykjavík Art Museum. Curator: Markús Þór Andrésson.

On the opening day at 17 p.m., artist Anna Fríða Jónsdóttir will show her performance, Natural Law, together with selloist Ásta María Kjartansdóttir. The performance will take place at Hafnarhús.

An exciting program runs alongside the exhibition.

Tveir áttungar – Kristinn E. Hrafnsson

Tveir áttungar – Kristinn E. Hrafnsson

English below

Hverfisgallerí kynnir með ánægju aðra einkasýningu Kristins E. Hrafnssonar hjá galleríinu.

Sýningin dregur heiti sitt af lykilverki sýningarinnar sem er stór og mikill stálskúlptúr sem samanstendur af tveimur áttungum úr kúlu. Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Samband listaverksins við vettvanginn er mikilvægur þáttur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu með öðrum. Ljóðrænir textar gegna stóru hlutverki í verkum hans.

Kristinn E. Hrafnsson er fæddur árið 1960 á Ólafsfirði. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Verk Kristins hafa verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu og er verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi, sem og í opinberum söfnum og einkasöfnum. Kristinn býr og starfar í Reykjavík.

keh.is

Sýningin stendur til 2. júlí.

________________________________________________________
OPENING SATURDAY MAY 28TH AT 4 – 6 PM

Hverfisgalleri is pleased to present Kristinn E. Hrafnson´s second solo exhibition at the gallery.

The exhibition draws its name from the key work of the exhibition, a large steel sculpture consisting of two eighths of a ball. In Kristinn´s works one can detect a philosophical thread and a pondering of time, space, movement, relativity and language. His art deals with people, and man´s understanding of his surroundings and how nature influences his outlook and relationships. The relationship between the artwork and its surroundings has always been an important aspect of his work, but throughout his career Kristinn has created numerous site specific works, outdoors and indoors, both in collaboration with architects and as solo projects. Poetic texts play an important role in his works.

Kristinn E. Hrafnsson was born in 1960 in Ólafsfjörður, Iceland. He studied at the Icelandic College of Arts and Crafts and graduate finished his graduate studies at Akademie der Bildenden Kunste in Munich, Germany in 1990. Kristinn´s works have been exhibited widely in Iceland and Europe, and his works belong to all of Iceland´s major museums, both private and public. Kristinn lives and works in Reykjavik.

keh.is

Runs through July 2nd.

Ummerki vatns í Hafnarborg

Ummerki vatns í Hafnarborg

27. maí – 21. ágúst 2016

Ummerki vatns er samsýning sex listamanna sem öll eiga það sameiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum þar sem litur, vatn og uppgufun þess er meðal annars til umfjöllunar. Listamennirnir finna sköpun sinni farveg í einhverskonar flæði og nota til þess ólíka miðla.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Anna Rún Tryggvadóttir, Florence Lam, Harpa Árnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal. Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Birgir Snæbjörn Birgisson, myndlistarmaður.

Anna Rún Tryggvadóttir (f. 1980) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk mastersnámi við Concordia háskólann í Montreal árið 2014. Innsetningar hennar eru oft og tíðum helgaðar kerfum sem stuðla að hreyfingu og umbreytingu ólíkra efna.

Florence Lam (f.1992) fæddist í Vancouver í Kanada en ólst upp í Hong Kong. Árið 2014 lauk hún BA gráðu í myndlist frá Central Sait Martins Collage of Art & Design og stundar nú meistaranám við Listaháskóla Íslands. Í verkum sínum tekur hún sér stöðu stjórnanda þegar á sama tíma hún hefur enga stjórn á efninu sem hún vinnur með og dregur þannig fram grunneiginleika efnisins.

Harpa Árnadóttir (f.1965) lagði stund á myndlist við Myndlista- og handíðaskólann og síðan framhaldsnám við Konsthogskolan Valand í Gautaborg. Verk Hörpu fela í sér tilraunakennda rannsókn á yfirborði og gegnsæi en grunnur margra verka hennar er hugmyndin um að líta megi á málverk sem sjónræna ljóðlist.

Hulda Stefánsdóttir (f. 1972) lærði myndlist á Íslandi og í New York. Myndlistarferill hennar spannar um tvo áratugi, auk þess sem hún hefur kennt og gengt stöðu prófessors við Listaháskóla Íslands. Verk Huldu virðast í fyrstu sýn vera einföld þannig að áferð yfirborðsins verður ekki aðeins að bakgrunni heldur líka að áberandi aðalatriði málverksins.

John Zurier (f. 1956) býr og starfar í Californíu.  Hann málar óhlutbundin, næstum einlit málverk sem fanga eiginleika ljóss og veðurs minninga hans um einstaka staði og tíma.  John hefur heimsótt Ísland töluvert á undanförnum árum þar sem Íslensk náttúra og birta hefur verið honum innblástursefni.

Margrét H. Blöndal (f.1970) lauk námi frá fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993 og meistaraprófi í skúlptúr frá Rutgers háskólanum í New Jersey. Vatnslitaverk Margrétar bera keim af því viðkvæmislega jafnvægi sem hún leitar milli hluta og rýmis.

Dagskrá:

Sunnudagur 29. maí kl. 14 – Sýningarstjóraspjall
Sunnudagur 29. maí kl 15 – Gjörningur Florence Lam – ef veður leyfir.


Nánari upplýsingar á www.hafnarborg.is og hjá:
Áslaugu Írisi Friðjónsdóttur, upplýsingafulltrúi Hafnarborgar, s. 585 5790
og Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri, s. 585 5790
Flâneur – Sara Björnsdóttir

Flâneur – Sara Björnsdóttir

Sýningin er hluti af dagská Listahátíðar

Sýning Söru Björnsdóttur, Flâneur, er einskonar sjálfsævisögulegt ferðalag og fjallar um leyndardómsfullt ástand listakonunnar þar sem hún dvelur í stórborginni Lundúnum og sækir sér langþráðan vinnufrið. Hún tekur upp ljóðrænt háttalag flandrarans (flâneur) sem ferðast án stefnu eða tilgangs um borgina í leit að öllu og engu. Textaverk og klippimyndir mynda sögur, augnablik, hugarvíl og uppreisn. Þetta tvinnar Sara saman við talaða frásögn sem lýsir vandræðum, ævintýrum og sérviskulegu ástandi hennar á þessu tímabili.

Verk Söru standa á mótum hins pólitíska og persónulega þar sem hún gengur umbúðalaust að viðfangsefni sínu hverju sinni. Persónulegt innsæi Söru getur snert fínlegar taugar hjartans en verkin geta jafnfram snert okkar viðkvæmustu taugar vegna þess sannleika sem hún afhjúpar. Hún fjallar gjarnan um hugmyndir og viðfangsefni sem skarast við líf hennar og hversdagsleika.

Í gjörningum, vídeóverkum og öðrum miðlum höfum við fylgst með listamanninum endurtaka einfaldar, daglegar athafnir eins og að reykja sígarettu, drekka rauðvín eða hlæja.

Sara Björnsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1962. Hún stundaði nám í London við Chelsea College of Art & Design á árunum 1996-1997 og Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá 1991-1995. Sara hefur unnið ötullega að listinni alla tíð og á að baki fjölda samsýninga og einkasýninga. Sýningin er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til.

Sýningarstjóri: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

Gerðarsafn
27. maí kl 20:00
opnun27. maí — 21. ágúst

Þriðjudag til sunnudags 11–17
Lokað mánudaga

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest