English below
OPEN CALL: PLAN-B art festival
Plan-B art festival hefur formlega opnað fyrir umsóknir listamanna fyrir hátíðina!
Plan-B er listahátíð sem haldin verður í fyrsta sinn í Borgarnesi og nágrenni helgina 12. –14. ágúst og verða mörg helstu kennileita bæjarins að sýningarrýmum á meðan á hátíðinni stendur. Sérstök áhersla verður lögð á samtímalist og fjölbreytilega birtingarmynd listarinnar með notkun ólíkra miðla. Bæði verður tekið við fullbúnum hugmyndum sem og hugmyndum á byrjunarstigi. Mikilvægt er að hægt sé að aðlaga verkin og vinna inn í þau fjölbreyttu sýningarrými sem standa til boða. 
Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, Myndlistarsjóði og Arion banka. Styrktaraðilar okkar gera okkur kleift að stuðla að fjölbreyttu og áhugaverðu menningarlífi á Vesturlandi, skapa nýjan vettvang myndlistar að ógleymdum þeim mikilvæga þætti að greiða listamönnum laun fyrir þátttöku í hátíðinni.
Staðfestir listamenn eru þau Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir og Rakel McMahon.
– 
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á planb@planbartfestival.is
 –
 //
OPEN CALL: PLAN-B art festival
Plan-B art festival is now accepting artist applications!
Plan-B art festival will take place in Borgarnes and nearby areas for the first time during the weekend of 12th –14th of August. Attention will be directed towards contemporary art and the conversation between diverse art created with mixed media. Proposals can be fully developed artworks / projects or unformed ideas, adaptable to the variety of untraditional venues.
– 
Plan-B art festival is sponsored by West Iceland Foresight, Icelandic Visual Arts Fund and Arion Bank. With the support of our sponsors we can contribute to the development of the fertile cultural landscape in West Iceland, create a new art scene and last but not least to pay artists for their participation in the festival.
– 
Featured artists are Davíð Örn Halldórsson, Freyja Eilíf Logadóttir and Rakel McMahon.
– 
For proposals and inquiries, please contact us at planb@planbartfestival.is
 –
UA-76827897-1