Laugardaginn 28. maí opnar myndlistarsýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, ÓLJÓS ÞRÁ, klukkan 14 í Grafíksalnum að Tryggvagötu 17 (snýr að höfninni). Á sýningunni verða sýnd ný verk unnin á árunum 2015 og 2016.
–
Í forgrunni verða textaverk og skúlptúrar byggð á ýmsum minnum um tímann og veðrið. Unnið er með brot úr textum með aðferðum og hugmyndum sem eru kunnugleg frá nýlegum sýningum Jónu Hlífar. Nýir efniviðir verða í forgrunni og samspil texta, efnis og áferðar mynda margradda frásögn um varanleikann, breytileikann og spennuna milli stóru myndarinnar og þess hversdagslega og einfalda.
–
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis en allar upplýsingar um starfsemi hennar á liðnum árum eru fáanlegar á vefsíðunni www.jonahlif.is. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá Myndlistarskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir (f. 1978) útskrifaðist frá fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri 2005, lauk MFA-gráðu frá Glasgow School of Art í Skotlandi 2007 og MA-gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands 2012. Jóna Hlíf hefur starfað og sýnt verk sín hér heima og erlendis en allar upplýsingar um starfsemi hennar á liðnum árum eru fáanlegar á vefsíðunni www.jonahlif.is. Samhliða listsköpun starfar Jóna Hlíf sem formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna og er stundakennari hjá Myndlistarskólanum á Akureyri og Listaháskóla Íslands.
–
Sýningin mun standa til og með 12. júní – opið verður laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 17.
Sýningin mun standa til og með 12. júní – opið verður laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 17.