Hin fallna kona leikur frjáls í Vinabæ

Hin fallna kona leikur frjáls í Vinabæ

Hin fallna kona leikur frjáls í Vinabæ

Óperan La Traviata eignast nýtt líf í sýningunni Free Play, einskonar innsetningu á mörkum myndlistar, óperu og raftónlistar sem sett verður upp í Vinabæ og er aðeins um eina sýningu að ræða. Listrænir stjórnendur verksins eru Borghildur Indriðadóttir, Hrafnhildur Gissurardóttir og Hrafnhildur Árnadóttir sópran, sem jafnframt flytur hlutverk Víólettu á sviðinu. Í stað hljómsveitar skapar Sveinbjörn Thorarenssen, einnig þekktur sem Hermigervill, hljóðheim verksins í samstarfi við sópransöngkonuna. Blaðamaður artzine hitti á Hrafnhildarnar tvær og Sveinbjörn og ræddi verkið.

„Við vildum draga fram rafið, pönkið og nútímann sem felst í óperunni. Í sýningunni eiga sér snertiflöt myndlist, raftónlist og klassísk ópera og reynum við að gera þessum ólíku miðlum jafnhátt undir höfði,” segir Hrafnhildur Gissurardóttir. Úr varð lifandi innsetning, þar sem Hrafnhildur Árnadóttir syngur aríur Víólettu við draumkennda raftónlist. Leikmyndin er plastfyllt svið sem minnir á abstrakt vinnusvæði þar sem öll verkfæri innsetningarinnar eru sýnileg. Búningur Hrafnhildar, hannaður af Þórunni Maríu Jónsdóttur, er hugsaður sem nokkurskonar framhald af innsetningunni. Í upphafi er tilvísun í óperuna greinileg en sú tilvísun strípast af þegar líður á. Hópurinn að baki Free Play segir bingósalinn eiga margt sameiginlegt með fagurfræði David Lynch og Aki Kaurismäki og var salurinn sem verk leikstjóranna hópnum innblástur við gerð Free Play.

La Traviata er ein frægasta ópera Verdi, enda er hún samin af einstakri ástríðu og einlægni. Umfjöllunarefni óperunnar vakti þó mikla hneykslan þegar hún var fyrst flutt. Verkið fjallar um Víólettu, konu sem Hrafnhildur G. lýsir sem einangraðri og þjakaðri konu: „Hún upplifði mikla skömm, en var með hreint hjarta. La Traviata þýðir auðvitað „hin fallna kona“ upp á íslensku, og þegar verkið var frumflutt í Feneyjum á nítjöndu öld þótti verkið allt of syndsamlegt. Tónskáldið vildi að óperan ætti sér stað í samtíma hans, en það þótti höggva allt of nærri almenningi. “Verdi var óhræddur við að brjóta hefðir – hann var algjör pönkari.

Myndskeið og klipping: Saga Sig og Valgerður Árnadóttir

Í hugum flestra er óperan með hefðbundnari formum, en þó eru umdeildar jaðarpersónur oft miðpunktar óperanna. Sem dæmi má til viðbótar við Víólettu nefna persónu Carmen í samnefndu verki Bizet og Elektru í samnefndu verki Strauss. Ef til vill var óperan eini farvegur þess tíma til að raddir kvenna eins og þeirra fengju að heyrast.

Hrafnhildur Árnadóttir hefur ekki áður sungið hlutverk Víólettu, en segir það lengi hafa verið sitt draumahlutverk innan óperunnar. „Það er hvirfilbylur innra með Víólettu. Hún á margt sameiginlegt með nútímakonum að því leyti að hún er með þunga byrði að bera, hún glímir við veikindi og erfiðleika en setur upp grímu og lætur eins og allt sé í lagi. Einnig plagar hana óttinn við að vera ástfangin, kvilli sem líka plagar okkur nútímafólkið, bæði konur og karla. Ástin á að vera það stórkostlegasta sem til er en á sama tíma erum við skíthrædd við hana og reynum því mörg að forðast hana á ýmsan hátt, með djammi, glysi og glaumi.“ Sveinbjörn bætir við að í þessari uppsetningu fái Víóletta sviðið loks óáreitt: „Allt sem gerist á sviðinu er frá hennar sjónarhóli, þar sem hún flýtur á skýi óöryggis og óhamingju.“

Þó er hér ekki um staðfæringu á La Traviata að ræða, enda er sagan í takt við allt sem er að gerast í samfélagi okkar að við hana þarf engu að bæta, að mati hópsins. „Steríótýpan um hina föllnu og afvegaleiddu konu á enn þá við í dag.”segir Hrafnhildur G.

Þessi tragíski karakter kemur vel fram í hljóðheimi Sveinbjörns og Hrafnhildar. Þó að í klassískum uppsetningum á La Traviata sé mikið partý á sviðinu segir Sveinbjörn tónlistina sem hann hefur skapað enga partítónlist, enda sé tónlistin sköpuð út frá innri hugarheimi Víólettu. „í tónlistinni eru falin einkenni óperunnar sem brjótast svo fram á réttum tíma og nóg af skruðningum og óhljóðum í bland við kristalfegurð“, segir Sveinbjörn. Hann segir hafa verið áhugaverða reynslu að vinna í fyrsta sinn með óperusöngkonu: „Ég fékk algjört sjokk fyrst þegar við komum inn í stúdíó saman. Óperur eru auðvitað aldrei teknar upp í litlu rými heldur í óperuhúsum og inní lítilli stúdíókompu var hávaðinn ærandi! Um leið og hún byrjaði að syngja þurfti ég að grípa fyrir eyrun, og hún sprengdi náttúrulega alla skala á hljóðnemunum og allt það. En eftir þetta byrjunarsjokk gátum við farið að leika okkur með óperusönginn, og meðal annars að setja auto-tune á sönginn og allskonar skemmtilegt.“ Í sýningunni gefst áhorfendum því gullið tækifæri til að kynnast því sem Sveinbjörn veðjar á að verði næsta æði í poppheiminum: Óperusöngur með „auto-tune“.

Free Play hefur verið í vinnslu síðastliðið ár, en ferlið byrjaði með samtali þeirra Borghildar og Hrafnhildanna tveggja, en þær hafa allar sterka tengingu við óperuna á einn eða annan hátt. Þær eru nýfluttar frá Þýskalandi og Hollandi, löndum sem hafa lengi haldið merkjum óperunnar á lofti. Hrafnhildur G. segir frá sinni upplifun af óperuheiminum: „Ég starfaði sem sýningarstjóri í Amsterdam og bjó beint á móti óperuhúsinu þar. Ég var svo síðustu mánuði mína þar farin að fara reglulega í óperuna og pæla mikið í henni. Ég fór að fá leið á að sitja yfir myndlistarsýningum. Jafnvel þó ég væri að koma á framfæri ungum listamönnum sem mér fannst ótrúlega spennandi fannst mér eins og vantaði líf í sýningarnar eftir að þær voru opnaðar. Ég varð því spennt fyrir lifandi innsetningum og performansi, að geta sósað öllum formum saman.“

Það gera höfundarnir í hópnum svo sannarlega í Free Play en bakgrunnur þeirra spannar allt frá arkítektúr og sýningarstjórnun yfir í klassískan óperusöng. Þó fannst þremenningunum þær verða að fara út fyrir hið hefðbundna óperuhús til að ná þessum markmiðum sínum: „Ef þú tekur óperuna ekki úr sínu hefðbundna umhverfi verður hún alltaf glamúr. Til að geta yfirleitt séð óperu í Evrópu þarf maður yfirleitt að labba inn í eitthvað í líkingu við kastala, en við vildum berstrípa óperuna af þessum glamúr.“ Vinabær varð í framhaldinu fyrir valinu sem svið fyrir harmsögu Víólettu. „Fyrir utan það hversu heillandi bingósalur Vinabæjar er þá passar nafnið vel við einmanaleika Víólettu, en hún kallaði heimaborg sína París til dæmis „yfirfulla eyðimörk“.

Verkið verður aðeins sýnt í Vinabæ á laugardaginn klukkan 17, en hópurinn stefnir á að finna verkinu fleiri farvegi í framtíðinni. „Við komumst svo nýlega að því að Íslenska Óperan er að fara að setja þetta upp á næsta ári í Hörpu, sem er skemmtileg tilviljun. Svo það verður gaman fyrir óperuunnendur að bera verkin saman“ segir Hrafnhildur G að lokum.

Salvör Gullbrá Þórarindóttir


Staður: Vinabær, Skipholti 33, 105 Reykjavík.
Tími: 17.00. 

Miða á Free Play má nálgast á Tix.is.
Listrænir stjórnendur: Borghildur Indriðadóttir, Hrafnhildur Gissurardóttir og Hrafnhildur Árnadóttir.
Tónlist: Sveinbjörn Thorarensen, Hermigevill.
Búning Víólettu hannaði Þórunn María Jónsdóttir í samstarfi við listræna stjórnendur.
Hönnun eftir Petru Valdimarsdóttur.
Förðun: Ástrós Erla Benidiktsdóttir .
Ljósmyndir og upptökur eftir Sögu Sig. Aðalmynd með grein: skjáskot úr myndbandi eftir Sögu Sig.
Klipping var í höndum Valgerðar Árnadóttur.

Viðburðurinn á Facebook

Að láta listina gerast

Að láta listina gerast

Að láta listina gerast

Það að setja upp alþjóðlega samsýningu myndlistarmanna í stórborg eins og Lundúnum getur verið meira en að segja það, en Sara Björnsdóttir myndlistarmaður lét það ekki stoppa sig. Hún fékk til liðs við sig hóp myndlistarmanna, leigði sýningarstað og hrinti verkefninu í framkvæmd. Sara vann að sýningunni í meira en eitt ár, en hún hefur búið og starfað að list sinni í borginni síðastliðin þrjú ár.

Sýningin, sem hét To Make Art Happen, og lauk um nýliðna helgi, var sú fyrsta af amk. þremur sambærilegum sýningum á þessu og næsta ári, sem Sara hyggst búa til, en hver sýning verður með sitt eigið þema og mismunandi listamenn.

Sýningarstaðurinn kallast Safe House, fjölnota niðurnítt, en bráðskemmtilegt, hús frá Viktoríutíma, sem tilheyrir að hluta athafnahverfinu Bussey Building í Peckhamhverfi í London. Bussey Building er í raun listamiðstöð, sér heimur, mitt í hinu fjölþjóðlega Peckham, með listagalleríum, líkamsræktarstöð, kaffihúsum, veitingahúsum, vinnustofum, brettahúsi og ýmsu fleira skemmtilegu.

Peckham hverfið sem slíkt er reyndar heill heimur út af fyrir sig og má hvetja fólk til að eyða þar degi, eða drjúgum hluta dags, þó ekki væri nema til að fá sér sæti fyrir utan gott kaffihús og virða fyrir sér fjölbreytilegt og iðandi mannlífið, margslungnar verslanir og þjónustu sem þarna er að finna.

En aftur að Safe House. Þar voru mættir listamennirnir Þóroddur Bjarnason, Darri Lorenzen, Snorri Ásmundsson, Sara Björnsdóttir, Sæmundur Þór Helgason, Frederique Pisuisse, Hatty Lee, David Cotterrell, Kevin Atherton, Libia Castro og Ólafur Ólafsson til að setja upp sýningu. Þemað var tími, og voru verkin öll með ákveðna tilvísun í tímahugtakið, mis sterkt þó eins og gengur.

Undirritaður sýndi verkið Hello My name is Thoroddur, akríl málverk á striga sem var endurgerð á vinsælum límmiða sem fólk notar gjarnan á mannamótum til að kynna sig, amk. í hinum enskumælandi heimi.  Skammt frá því verki mátti sjá verk eftir þau Lybiu Castro og Ólaf Ólafsson, Landið þitt er ekki til.  Í þessari nýju útgáfu verksins höfðu þau fengið sendiherra Íslands í Englandi til að mála málverk eftir tölustöfum ( paint by numbers ) með textanum Your Country Doesn´t Exist. Verkið samanstóð af málverkinu sjálfu, tveimur ljósmyndum af sendiherrranum að mála myndina, en hann valdi að mála mynd sína úti í hrauni, í stíl Kjarvals, og texta í ramma sem útlistaði gerð verksins. Þau Ólafur og Lybia hafa gert sambærileg verk víða annars staðar, meðal annars á Feneyjartvíæringnum þegar þau voru þar fulltrúar Íslands.


Hello My name is Thoroddur eftir Þórodd Bjarnason.


Landið þitt er ekki til eftir Libiu Castro og Ólaf Ólafsson.


Hér má sjá tvö verk eftir Hatty Lee.


Stilla úr videoverki Kevin Atherton en videoið var einnig hluti af gjörningi sem fluttur var á opnuninni.


Verk David Cotterrell.

Í sama rými mátti sjá staðbundnar ljósmyndir Hatty Lee, en hún tók myndir inni í Safe House, en bætti aðeins við fegurðargildi hússins með því að setja litað gler tímabundið inn í húsið fyrir myndatökuna.

Fjórði listamaðurinn á jarðhæð sýningarstaðarins var Kevin Atherton. Óhætt er að segja að myndbandsverk hans hafi verið marglaga. Verkið sýndi hann sjálfan sem ungan mann að boxa út í loftið. Skömmu síðar mætir andstæðingur til leiks, Atherton sjálfur, mörgum áratugum síðar, og boxar við unga manninn, og hefur sigur. Ellikerling sigrar tímann. Á opnun bættist enn eitt lagið við, þegar Atherton reimaði á sig stuttbuxur og boxhanska og boxaði “live” allt kvöldið við ungu útgáfuna af sjálfum sér.  Til upplýsingar má geta þess að í fyrstu útgáfu verksins boxuðu tveir ungir Athertonar við hvorn annan með hjálp kvikmyndatækninnar.

Á efri hæð hússins blasti fyrst við manni svart tjald, sem dregið var fyrir eitt herbergjanna í húsinu. Þegar tjaldið var dregið frá var komið inn í verk Darra Lorenzen. Verkið samanstóð af tímastilltu forrituðu ljósi í myrkvuðu rými sem dofnaði og birti til á víxl. Einnig mátti sjá litla snærisspotta sem hann hnýtti og lét hanga inni í herberginu, en óneitanlega fór maður að horfa á herbergið öðrum augum í þessum sífelldu ljósaskiptum, og taka eftir ýmsum smáatriðum.

Sara Björnsdóttir sýndi ljósmyndaverk. Fólk á ströndu sem horfði út á haf. Persónulegt verk, ein manneskja og tvær, sitjandi langt frá hvorri annarri, til skiptis.

Enn eru fjögur verk ónefnd. Á hægri hönd í rýminu sem sneri að götunni var það verk Frederique Pisuisse. Verkið, sem lá þvert eftir veggnum á einskonar hillu, var margslungið og margir miðlar notaðir. Leirkarl lá makindalega í horninu, hvít hendi lengst til hægri, ljósgjafi, og vídeó, bakvið mynstrað gler. Pisuisse sjálf tók þar viðtal við athafnamann.

Sæmundur Þór var á endaveggnum með litla sérsmíðaða lottókúlu, en verkið er tilvísun í listalotterí sem listamaðurinn hyggst halda innan tíðar.

Við hlið Sæmundar var verk sem auðvelt var að missa af ef maður gætti ekki að sér, verk David Cotterrell. iPhone sími var settur út í glugga, eins og einhver hefði gleymt honum þar. Stundum hringdi síminn, þannig að allir fóru ósjálfrátt að líta í kringum sig eða gramsa í vösum sínum, en inn á milli birtust á skjá símans persónuleg textaskilaboð milli elskenda eða pars.

Snorri Ásmundsson sýndi ljósmynd á arinveggnum. Hópur Íslendinga í Los Angeles, með Hollywood skiltið í baksýn, og allir í símanum. Tákn tímans. Allir saman, en samt enginn á staðnum.

Snorri framdi einnig gjörning á opnun, þar sem hann bað fólk um að skiptast við sig á jökkum, og svo koll af kolli þar til fjöldi manna var kominn í vitlausan jakka. Undirritaður greip í trompetinn og spilaði þjóðsöngva Íslands, Bretlands og ESB, á undan gjörningi Snorra.

To Make Art Happen stóð undir nafni. Sara lét listina „gerast“, og það er ekki allt búið enn.

Þóroddur Bjarnason

 


Ljósmyndir: Hatty Lee

Hægt er að sjá fleiri myndir og meira um verkefnið hér: facebook.com/toMakeArtHappen

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

Plastic animals

In september last year I saw a work at the Miró foundation in Barcelona that sparked my thinking about the act of covering, and its artistic potential. An installation by Gerard Ortín titled Reserva includes some fake, plastic animals that are manufactured as hunting dollies. The worn-out surfaces of these foamy creatures suggests a lived experience. They are placed in forests so that hunters can practice their skills on them, long before they approach real wildlife with real animals. Within the installation, the plastic animals are presented on a big screen, in their appointed role. Placed, standing still in a wild-life situation, they blend with the environment, immersed with their surroundings. Endured, still frames are presented to the viewer, giving her the time to actually find the subject hidden within the frame. Boars, bisons, mules, deers and other creatures imitate a natural setting, where the animals are frozen in place.

Each time an animal is found, the video cuts to the next frame, where the process of spotting may begin again, separating the subject from the background. Next to the screen, the foamy animals are exposed as what they are, piled together (physically) as plastic objects full of holes and wear from their days of being hunted over and over again. The dimly lit space blurs the boundaries of each body so they actively camouflage each other. Their collective shape remains a large, blurry, foggy, body of legs coming out here and there. These moments of revealing make it possible to identify animal from animal and manifest my initial interest in looking at the inherent duality of covering and revealing. In this way, going from representations on a screen and being superimposed in a space, the act of covering could be the participation in a collective body. A collective body which fluctuates in a dynamic consisting in constantly hiding something, and as a consequence, revealing something of it at the same time.

A blind tent, a camouflaged shelter made for photographers hiding in the woods (Stock photo)

Artists are hunters in the many ways that they collect materials. Seen through the lens of mere commodities, these animals become figures in a constant limbo. That is to say, they continue to play dead even though they are to imitate the living. Immobile in the space they are presented in, the animals reflect the way humans have hunted for many, many years. Humans hunt with stillness as their weapon. Stealthy, sleek, and above all, hidden from the one who is being hunted. In the woods, camouflage patterns are worn by hunters to disguise them as their surroundings. Imitating the animals that have the color palette of the forests that engulf them. The environment covers, the animals are the covered, and humans have appropriated this fashion to their advantage.

Concealing coloration and the invention of camouflage

The modern understanding of camouflage can be traced back to the artist Abbott Thayer and his research in to the colors of the natural world.

“In natural camouflage, a wide range of animals benefit from an inverse coloration scheme. That is to say, their bellies are white or lightly colored while the color of their fur turns progressively darker as we scan towards the top of their body. 1

Especially when still, animals can remain mostly undetected to the naked eye. Thayer did paintings and studies of natural inversions of color, proving that opaque, three dimensional objects can be flattened out and effaced in to their surroundings by light hitting their surface. Animals, naturally, become living optical illusions this way and other solid things too if shaded correctly. The contrast usually highlighted by the outlines of opaque objects breaks by nature’s ability to erase it. The things in the foreground start merging with the background.

“Animals are colored by Nature as in A, the sky lights them as in B, and the two effects cancel each other, as in C. The result is that their gradation of light-and-shade, by which opaque solid objects manifest themselves to the eye, is effaced at every point, and the spectator seems to see right through the space really occupied by an opaque animal.” Illustration of the inverse coloration scheme from Abbott Thayer’s lushly illustrated “Concealing-Coloration in the Animal Kingdom” (original released in 1909).

Thayer elaborates further on the two ways in which nature erases contrasts. One way is by blending. The natural coloration of birds, mammals, insects and reptiles mimics the creatures environment. The second way is by a disruption. Strong, elaborate patterns of color break outlines and flatten colors. So as to trick the mind by using a repetitive motif. This we are also familiar with in design, when we see a patterned surface and anticipate that its sameness will stay unchanged. In our anticipation we miss what might be lurking underneath the surface 2. Going back to Reserva, another film by Ortin shows a still shot of trees and bushes. It’s a bright day. The video-frame is perfectly still, almost like a photograph if it weren’t for a faint wind blowing through the branches. The visitor has time to absorb the scenery, as the wind synchronizes with the breath of the viewer, and the image evokes an uncanny presence. This is the presence of a figure that sits in the tree, right at the center of the frame. A spastic movement happens, a change in posture on top of the tree-branch. And from the moment we spot the figure, our gaze will not leave it. Let’s say that before we noticed, there was a pattern that covered the entire image-frame – a pattern of forest landscape. Like a design, the strong patterns of color flatten contrasts and break up outlines, so that the figure disappeared in to it or seemed to be something other than what it is. When the figure moves, a visual break occurs. We find something we can identify. The cover is blown by a sudden movement. To cover a person is to camouflage her. That person is not only hidden to the eye, but also, embodies the environment. Just like the bird blending in to branches of a tree.

Blending in

Harry Potter wearing his Cloak of Invisibility. A magical fabric produced to render anyone who wears it or whatever it covers invisible to the outside world. Screenshot taken from Harry Potter and the Sorcerer’s Stone.

In our day to day experiences, we often think to blend in, to act natural, to be as if not there. Covering is a way of becoming invisible, so in order to become visible, the question becomes; how do we break these flattening patterns? A body can be represented identical to a surrounding surface, but having a totally different essence. Let’s imagine ourselves as a fabric with such an intense and complex pattern that its appearances fluctuate as we move around. The fabric is capable of producing all kinds of gestures, creatures and figures. Our fabric is a make-shifter with countless possibilities and mirrors the way we are seen and see ourselves in the multitude of roles that the part-time worker (artist) has. Similarly to seeing an abstract silhouette in the dark. Each time you see it, it appears as something else compared to the night before. A fabric like that creates form and meaning as it moves and is watched. The forms in themselves formulating meaning after meaning after meaning. The inexhaustibility of the fabric’s surface as something not so different from the creativeness of shadow imagery or camouflage in itself. An inexhaustibility brought about by this game of hiding and revealing. I ́m talking about a flexible fabric that unfolds and generates meaning in a performative manner. In this way, and going from blending in, to cover can mean to become the other. The goal here is to obliterate fixated identities, which already shift around so much in our day to day experiences. With this fabric, we gain the aesthetic agency to shift and convert in to a multitude of objects by means of pattern, posture and movement.

LOIE FULLER: Research by Ola Maciejewska a performance report

The limits between the active agency of a performer and the agency of such a fabric are investigated in Ola Maciejewska’s project LOIE FULLER: Research. In a performance I was fortunate enough to witness in December 2017, Ola constantly re-defined a Dancing Dress using her performing body to give it new forms and representations. Two dresses, one black, the other a yellow-white one. Each one appears as a cloud of never-ending possibilities for representations. In describing the practice behind it, she writes that “It’s a physical practice stimulating the movement of matter receiving form, a movement that emerges as a result of the relationship between the human body and the object […] it focuses on facilitating forms that make that relationship visible. 3” What becomes visible only exists for a brief time, as a real-time metamorphosis is allowed to happen. The distinctions between performer and matter, form and movement start to erase. Ola’s practice is inspired by Loie Fuller, author of the Serpentine Dance, a choreographic piece which played with lightning effects and movement to create its spectacle. Fuller discovered that there was movement outside the body, this extension manifested itself in the Dancing Dress. To obliterate its true form even further, Ola makes use of the design to investigate its possible implications today. The motivation of the work is to shed light on to this in- betweenness, being between the body and the fabric and to overcome simple binary codes implemented in our way of perceiving. The distinctions between background/foreground, body/fabric, human/non-human casually blend with each other to create a more holistic relationship. The artist, being immersed in this piece of clothing, joins a new type of body which rejects conventional recognitions as something one. The real body here, is in something that the performer shares with the fabric, something that plunges in to our preconceived notions of a/b relationships and disrupts it. The pattern of binary thought breaks when we realize that a performer and an object have a more complex relationship. They might become the same, at least temporarily. Together they take on many shapes as the performance escalates and unfolds. The historic object (the dancing dress originally designed by Fuller) is recreated (more than a century later) and used as the generator of new meanings. This generates a longing to dwell in the in- between states of the mysterious relationship we can have with matter. Covering, in the way I perceive Ola’s work, not only refers to becoming other or enhancing an artist’s material relationship, but also has an agency in the way it pays a tribute to an existing art work. The Dancing Dress is not merely a small footnote in the work, but it is to continue the work. Appropriation is way to pay homage to, and seeing the possibilities that a work has today. A double rupture can happen when we trace the bigger history of a work like this. Ola presents a rupture for the now and the echos of a rupture that was created more than a century ago (when Fuller started performing with her Dancing Dress). The intention is to break the understanding of what it means to see things, and to experience them as constantly shifting in their identities and appearances. Of seeing them as they appear and disappear, making visible and blurring boundaries between objects and humans, assigning agencies to both of them.

Promotional image of Loïe Fuller: Research by Ola Maciejewska Photo credit: Martin Argyroglo.

My way

In music, a cover is a new performance of a previously released song by someone other than the original artist (Wikipedia definition). This means an artist appropriating an already existing song and delivering it with her own interpretation. This has to be done with utmost care and has layers of intentions; homages, tributes, alternative versions… What I see in the cover is a temporal rip in time, a way to seize something that exists and wrap it in the fabric of another type of music. But this fabric has some tear in it. Unlike the dancing fabric that helped describe the make-shifting dances and representational silhouettes caused by constant movements and patterns, this fabric is tubular. Tubular in the way we can see in to it, and through it. When artists weave this fabric of covering, there must be something they leave behind that references the original. Original here means the previous cover, or the song as performed by the previous artist. A cover is nothing without its revealing supplement. Revealing something about the past, or something about passions, interpretations. Any interpretation comes with layers of temporalities, voices, meanings, intentions, relevancies… Improvisation is possibly the only gate-way out of this binary between covering and revealing. Something of a freer sort, something that spins its own fabric, in real-time, in the making, in the moment.

Screenshot from a YouTube karaoke version of My Way by Frank Sinatra.

Let’s look at what happens when a song is covered. Listening is learning through sound. Learning in the way you get to know someone, of repeatedly listening and gaining an understanding that way. I like to believe that an obsession with a song is behind every cover. And that obsession turns in to an active sharing made possible with the making of a cover. A song increases its territorial domain with each sharing, made possible by all the performing bodies. The performers make choices on the way as to how much of the original is left in there. Karaoke can be a way of covering. When somebody is on the stage performing Frank Sinatra’s My way, the performer embodies an image of Sinatra for that brief time. And in that time, the territory of a song increases, even if it disappears again when another song is performed. This temporal embodiment and voicing involves a reference to the real thing inside a staged event. Their distinctions lose their relevance. T h e My way contamination reaches new territories as it is brought out of the music industry and enters the karaoke bar via a performing body. To sing karaoke is to temporarily bring a spirit in to the space and increase a songs territory by means of simply sharing a passion.

One last example of covering I can give is one from myself. When I was younger, I used to enjoy pretending to be other people. People I looked up to, rock stars, actors… I’d try to get similar clothes, haircuts, attitudes from images or knowledge that I had of these people beforehand and just go for it. Stand in front of a mirror, imitating, going out, imitating. Not as to think that I was literally them, not up to the point where I was introducing myself as them, but more as a curiosity who I could become. To see how I’d feel experiencing myself as him/her. I would remain me, but I realized I could switch between identities. The image of the teenager holding a hairdryer in front of a mirror comes to mind. An embodiment that actively performs a duality but includes only one audience. The self splits in two, the image is in the mirror, the self becomes the one who gazes there and adores what he sees. This way, the adorer is the adored. A one-person show, one-person audience. Being immersed in the other, temporarily, is an act of covering. And there is a subliminal level of fandom. Whatever the circumstance (be it singing in front of a mirror with a hairdryer, singing Frank Sinatra in a karaoke bar), it offers a meeting of two realities. Becoming the other and seeing oneself as the other, simultaneously. The uncanniness brought about with seeing yourself and experiencing yourself seeing as an other brings about a radical self-referentiality in perceiving 4. In this sense, covering is felt in its utmost immediacy.

Being tucked away in a private space where this embodiment, in all its intimacy is possible. I ́m talking about covering as a breaker of boundaries between self and other. About it giving a multi-perspectival agency to the self, in a practical, artistic way. Try it out, an example would be re-interpreting Robert DeNiro’s famous performance from Taxi Driver… “You talkin’ to me?”

Bergur Thomas Anderson


Featured image: Gerard Ortín, installation view. Photo credit © Fundació Joan Miró, Barcelona.
Foto: Pere Pratdesaba.

  1. http://www.mascontext.com/issues/22-surveillance-summer-14/abbott-h-thayers-vanishing-ducks-surveillance-art-and-camouflage/
  2.  https://www.smithsonianmag.com/arts-culture/a-painter-of-angels-became-the-father-of-camouflage-67218866/
  3. https://olamaciejewska.carbonmade.com/projects/5685373 
  4. Brian Massumi, The thinking-feeling of what happens: A semblance of a conversation page 6

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Á dögunum rakst ég fyrir tilviljun á viðtal sem Morgunblaðið tók við mig fyrir rúmum 20 árum (birt 16. apríl 1994). Ég var þá með stóra einkasýningu í sölum Hafnarborgar í heimabæ mínum Hafnarfirði. Ég ræðst þarna með látum á þá róttæku theoríu sem framar öllu öðru einkenndi veraldarsýn myndlistarmanna á 20. öldinni og gekk m.a.undir nafninu Tilraunin (The Experiment), en hún lagðist til atlögu við miðstöð myndlistarinnar og snerist  með vitsmunalegum rökum gegn hefðbundinni skynrænni eftirtekt og fagurfræði.

Hugmyndin var öðru fremur sú að myndlistin ætti að yfirgefa listasöfnin og verða hluti af hinu daglega lífi. Í viðtalinu tek ég skýrt fram að ég sé LISTmálari og að gáfur, þekking sem og snjallar hugmyndir hafi ekkert með myndlist að gera, ekki frekar en heimspeki og lestur bóka. Hefðin er það sem gildir og listin er fyrst og fremst galdur (!).

Það má vera að margir hafi hrist höfuðið og átt erfitt með að skilja að ég skyldi láta slíkar fullyrðingar frá mér fara og fundist að með þessu móti væri ég að setja spurningarmerki við vandaðar hugmyndir og verk margra kollega minna á Íslandi sem og fjölda alþjóðlegra myndlistarmanna samtíðarinnar. Sú var aldrei raunin og við nánari skoðun er það reyndar þannig, að þessi „framkoma“ er alls ekki svo óvenjuleg og ætla mætti í fyrstu. Því ef betur er að gáð er hér í grundvallaratriðum um  að ræða hegðunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til hugsunarháttar hiðs svokallaða „rómantíska tímabils“ og er í hnotskurn sú sama og róttækir listamenn notuðu á upphafsárum Tilraunarinnar.

Maður vinnur með tabúið. Segir allt sem má ekki segja, í þeim tilgangi að koma (í fyrstu óskýrum) nýjum viðhorfum og hugsanagangi í loftið. Ýkir svo um munar með öfgafullum yfirlýsingum. Flokkar allt í svart og hvítt. Snýr ölllu á hvolf. Það sem virkilega fyrir mér vakti, var að vekja athygli á því að sitthvað er varðar hugarfarið og theoríuna í myndlistinni væri að breytast. Að ef skoðað er listaverk, sé t.d. orðið nauðsynlegt að leggja aftur meiri áherslu á hina sjónrænu eftirtekt, í stað þess að einblína svo til eingöngu á það vitsmunalega. Það var vissulega aldrei ætlun mín að afneita tilvistarrétti Tilraunarinnar, sem væri fjarstæðukennt, en einmitt margt sem einkennir þessa áberandi tvíhyggjulegu myndlistarkenningu er dæmigert fyrir hegðunarmunstur og hugsunarhátt Nútímalistarinnar (Modern Art). Tilefni þessa uppistands míns var og er fyrst og fremst sú staðreynd, að bilið milli manns og náttúru er alltaf að stækka, sem veldur því að skilin milli hugar og náttúrulegs líkama okkar verða með hverjum deginum skarpari. Við upplifum þetta á mismunandi hátt. T.d. með því að hugsa um líkamann líkt og um væri að ræða vél, sem hægt er að gera við og skipta um varahluti, ef eitthvað bilar. Afleiðingarnar eru þær, að sú  náttúra, sem við í rauninni erum, þ.e.a.s. líkaminn, er orðin sjálfsvitund okkar allt að því framandi. Svipað er að segja um ytri náttúruna, umhverfi okkar. Mengun í lofti sem vatni, loftslagsbreytingarnar og röskun á jafnvægi vistkerfa munu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt líf hér á jörðinni. Þar sem yfirgnæfandi Dúalismi og hlutræn veruleikasýn Klassísku náttúruvísindanna, bera framar öðru ábyrgð á þessu brigðula ástandi, liggur í augum uppi að nauðsynlegt er orðið að manneskjan leggji sig í auknum mæli fram um að lifa í samlyndi við náttúruna.

  Um aldamótin 1800 eru það  rómantísk viðhorf, sem vildu stuðla að meiri sameiningu milli manns og náttúru. Og studdu þá skoðun að raunhæft væri að skoða fyrirbrigði veraldarinnar sem heild og að minna máli skipti, það sem Klassísku náttúruvísindin gerðu, að vera stöðugt að velta vöngum yfir einingunum er halda þeim saman. Auk þess ætti að meðtaka veruleikann skynrænt (subjective) og milliliðalaust frá náttúrunni sjálfri, í stað þess að við séum  hlutrænt (objective) að fastsetja hvað náttúran í eðli sínu er og hvernig beri að umgangast hana. Það er því ekki óvitlaust að ætla að við gætum nú í dag haft mögulegan ávinning af því að sjá hlutina frá hinu ljóðræna sjónarhorni Rómantíkarinnar. Og ekki bara það, því annað engu að síður áhugavert er, að þrátt fyrir umhverfisvæn og algild náttúrutengsl, eru það ekki síst mótsagnir, óstöðuleiki, írónía, uppreisnarandi, að ógleymdri óstöðvandi þrá um að eitthvað verði  að breytast, sem allra best endurspegla ímynd rómantískrar afstöðu.

Þar af leiðandi er mikilvægt að minnast þess að án þessa hugarástands, sem allsherjandi var í upphafi 19. aldar; og þá reyndar sama hvort var í myndlistinni, bókmenntunum, náttúruvísindunum eða tónlistinni, hefðum við, þegar fram liðu stundir, aldrei fengið að upplifa listastefnur og listamenn á borð við Dada, Marcel Duchamp, Súrrealismann, Actionlistina, Joseph Beuys, Popplistina og Jeff Koons, svo eitthvað sé nefnt.  Frjáls listsköpun, sjálfstjórn (autonomy), persónuleg tjáning og það að hunsa allar fastar reglur er varða sköpun myndverka, sem og sú móderníska tilhneiging að hafa þörf fyrir að ræða um innihald listaverka, er rómantískur hugsunarháttur.

Hlutverk Rómantíkarinnar er og var alltaf það sama. Að stokka spilin og gefa upp á nýtt.

Á upphafsárum síðustu aldar, þegar franski avantgardelistamaðurinn Marcel Duchamp lét þau afdrifamiklu orð falla „it has to change“ , þá átti hann aðallega við það að myndlistin ætti að vera meira það sem við hugsum og minna það sem við sjáum. Hann vildi að myndlistin hefði meira með hugvitið að gera en skynfærin. Þarna töldu margir að væri komið að upphafi  þess sem þýski heimspekingurinn Hegel spáði að myndi gerast og kallaði „endalok myndlistarinnar“. Í rauninni var þó fremur um að ræða tilraun, er sóttist við að lyfta hinu eiginlega formi og innihaldi myndlistarhugtaksins upp á „hærra“ plan, þar sem hugurinn og orðin ráða ríkjum. Einskonar orðbundin, hlutræn útvíkkun á hugtakinu átti með þessu móti að eiga sér stað. Þetta var náttúrulega stórkostleg hugmynd, þó svo hún væri samtímis alvarleg  árás á miðstöð myndlistarinnar. En það var náttúrulega það sem Duchamp vildi.

Tilraunin hefur haft gífurleg áhrif á framþróunina og valdið straumhvörfum hvað skilning okkar á myndlist varðar. Þrátt fyrir örvæntingu og ótta margra um að þessi aðgerð myndi virkilega ráða myndlistina af dögum, er þegar upp er staðið ekkert nema gott um hana að segja. Í dag er hægt að nálgast myndlist á svo marga og mismunandi vegu. Hún þarf ekki endilega að vera myndræn heild; hún getur líka verið ringulreið,ferli eða konsept. Og hún er ekki eingöngu málverk, teikning, ljósmynd eða höggmynd, heldur getur að sama skapi verið lífsform eða kreatívur leikur, þar sem  áhorfendur verða þátttakendur í sköpun verksins. Hún getur verið innsetning, vídeó, sameining hljóðs, forms, rýmis og tíma eða bara hversdagsleg, málefnaleg, vísindaleg, kappræður, sjálfsskoðun, rannsókn, líffræðilegt breytingarferli, heimspekilegur prósatexti, sjálfbirgingsleg írónía, action, workshop, performance, happening, lækningarmeðferð og margt, margt fleira.

Nú á átjánda ári tuttugustuogfyrstu aldarinnar hefur Tilraunin staðið yfir í ein hundrað ár. Á þessum tíma hefur hún náð að brjóta svo til allar fagurfræðireglur klassíska myndlistarhugtaksins sem og aðrar óæskilegar skynrænar hindranir er stóðu í vegi fyrir henni.  Og undir nafninu „Art in Public Space“ er myndlistin allavega að hluta til komin út fyrir veggi safnanna; auk þess sem hún tengist núna meira en áður gerðist daglegu lífi fólks. Þannig á litið er það skoðun margra að búið sé að sefa brimið og slétta öldurnar; að Tilraunin sé orðin að „hefð“ og þar með búin að ljúka sínu hlutverki. Reynist þetta vera rétt, stöndum við núna á tímamótum. Það þýðir þó enganvegin að Tilraunin sem slík haldi ekki áfram að vera til. Sjálfsafneitunin sem og allar þær frjóu hugmyndir, viðhorf, skoðanir og aðferðir sem þessi nýstárlega theoría hefur getið af sér, munu lifa óhindraðar áfram í meðvitund listamannanna; hafa áhrif á hugsanir þeirra og  verkin sem þeir skapa. Þ.a.l. er ekkert sem týnist eða glatast. Auk þess snýst þetta ekki um það, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á ákveðnum stað og tíma er það sem gerist og verður að veruleika, bundið sérstakri nauðsyn. Þannig séð má segja að þær breytingar er eiga sér stað hverju sinni, liggji í loftinu, gerist að sjálfu sér.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með í myndlistinni að nú er það allra svalasta í bransanum að listamenn fari í föt framkvæmdarstjórans, stofni fyrirtæki og láti allt upp í hundrað manns vinna fyrir sig. Og eins og góðu fyrirtæki sæmir, taka þeir að sér verkefni fyrir ákveðna aðila og eru þ.a.l. byrjaðir að vinna eftir pöntun. Flestir þessara listamanna eru sannir og góðir fulltrúar Nútímalistarinnar, en það breytir því ekki að þessi framkoma gagnvart miðlinum er umhugsunarverð, þar eð hún minnir  á efnahagsleg viðhorf og vinnubrögð þeirra tíma er voru og hétu áður en nútímalistin kom til sögunar, en áhrif kúnnans á þau listaverk sem þarna verða til, eru stöðugt að aukast. Einmitt þetta atriði og sú hætta að farið verði í auknum mæli að vinna listaverk, líkt og siður var á tímum Klassizismanns, í ákveðnum stíl og eftir föstum reglum, gæti með tímanum ógnað hinu dýrmæta sjálfstæði samtímalistamannsins.

Aðaleinkenni Nútímalistarinnar er frelsið, frelsi listamannsins að ákveða sjálfur hvað hann gerir, án tillits til markaðslögmála; og  sjálfstjáningin, sem krefst þess að listamaðurinn vinni, leiki, og/eða flytji verkið sjálfur. Auðvitað er ekkert út á það að setja að menn láti hinn verklega þátt hugverka sinna í hendur annara. Nútímalistin er og var alltaf sambland af hugmyndum og aðferðum Klassizismanns og Rómantíkarinnar. „White Cube“ og hið hreina form Konstrúktívismanns og Mínimalismanns eru t.d. dæmigerð fyrir klassizistíska erfð; sem og raunsær málunarstíll Súrealismanns. Hér er eingöngu verið að minna á mikilvægi sjálfstjórnarinnar og sjálfstjáningarinnar, sem eru svo einkennandi fyrir Nútímalistina og mega þ.a.l. ekki týnast; ekki frekar en viljinn til að ögra og gera tilraunir. Án tilvistar þessara þátta er óhugsandi að Avantgarde-hreyfingin hefði orðið að veruleika. Og án hennar hefði Nútímalistin ekki getað brotist út í fullum blóma. Meðvituð um þetta ættum við í það minnsta að vera á varðbergi gagnvart allri upphafningu og dásömun antímódernískra viðhorfa og vinnubragða.

Það er engin tilviljun að á óvissutímum líkum þeim er áttu sér stað í upphafi iðnvæðingarinnar og þeirra sem digitalvæðing samtímans hefur leist úr læðingi, aukist áhrif rómantískrar hegðunar og hugsunar til muna.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að rómantíska díalektíkin getur virkað sem miðill eða diplómat milli andstæðnanna og vinnur stöðugt að því að sameina eða leysa upp mótsagnirnar. Rómantíkin er nefnilega enginn stíll, hún er afstaða, sem kemur m.a. fram í því að hún er ávalt opin fyrir báðum hliðum málsins. Þessvegna er Rómantíkin full af mótsögnum og getur verið, ef því er að skipta, allt í einu, heimspekileg, djúphugsandi, málefnaleg, hefðbundin og um leið óskynsöm, yfirborðsleg, ljóðræn og framfarasinnuð. Fyrir  myndlistina var og er þessi óvenjulega afstaða mjög þýðingarmikil, en óhætt er að segja að hún hafi á sínum tíma skipt sköpum hvað tilurð Nútímalistarinnar varðar og gæti nú á okkar dögum ráðið úrslitum um framgang og þróun samtímalistarinnar.

Það hefur borið á því um nokkurt skeið að mikill þorri listamanna sækji hugmyndir sínar í fagurfræði er minnir á veröld neyslusamfélagsins. Ein ástæðan fyrir þessu er vissulega sú, að án mikillar fyrirhafnar gefur okkur hversdagsleikinn (Banality) og skrumið  (Kitsch) tækifæri til að uppplifa myndir, hluti, innrými og umhverfi á einfaldan og milliliðalausan hátt. Með því t.d. að breyta leikfangi í list eða öllu heldur að ákveða að eitthvert leikfang sé ekki bara hlutur heldur myndlist, öðlast það nýtt gildi. Við nálgumst fyrirbrigðið á annan hátt, stöldrum lengur við og horfum lengur á það. Þannig gefst okkur tækifæri á að læra á nýjan leik að upplifa myndlistina sjónrænt. Hversdagsleikinn og skrumið takast hér á við skynsemina og vinna sem mótvægi gegn andlegri menntun og þekkingu.

Listamennirnir daðra við glitrið og glansandi smekkleysuna og ögra þannig á írónískan hátt, líkt og Duchamp gerði forðum með „hentunum“, hugtaki myndlistarinnar. Munurinn er hinsvegar sá að í þetta sinn er það ekki það vitsmunalega sem málið snýst um, heldur það skynræna. Meðvitaður eða ómeðvitaður tilgangur þessarar aðgerðar er sú von að með þessu móti takist að koma einhverskonar  metaphysísku ferli í gang. Skrumið er ekkert annað, en það-sem-eftir-er af gleymdum og glötuðum afurðum myndrænnra sviðsetninga og þeirri skapandi vinnu sem þær kröfðust. Og viti menn, takist áhorfandanum að nálgast glansandi yfirborð listskrumsins á „réttan“ hátt, má finna fyrir einhverju er minnir á birtingarljóma íhugunar (contemplation). Um er að ræða líkamlega, sjónræna eftirtekt, ekki ólíka milliliðalausri upplifun barns á umhverfi sínu, hlutunum og leikföngunum í kring um það.

Leikfangið er í augum barnsins eitthvað sem hefur eigið sjálf. Sjónræn upplifun barnsins á leikfanginu kemur þannig frá hlutnum sjálfum, þar eð vissir eiginleikar leikfangsins birtast í vitund þess, áður en barnið er byrjað að hugsa um það. Þessi aðferð, þar sem tilfinningarleg, líkamleg eftirtekt er í fyrirrúmi, gefur okkur þannig möguleika á því að nálgast tilveruna á nýjan hátt. Við stöndum ekki lengur utan við veruleikann heldur erum hluti af honum.  Í Klassísku náttúruvísindunum söfnum við reynslu með því að skoða og athuga hlutinn úr fjarlægð. Við nálgumst hlutinn hlutrænt.

Veltum vöngum yfir honum án þess að láta hann hafa skynræn áhrif á okkur og ákveðum endanlega hlutrænt, hvaða eiginleikar hluturinn hefur. Þetta er kallað ytri reynsla. Með hinni sjónrænu, skynrænu aðferð er reynslan það sem skoðandin upplifir milliliðalaust frá hlutnum sjálfum. Það hefur síðan áhrif á hugsun og endanlega skoðun hans á því hverjir séu eiginleikar hlutarins. Þetta er kallað innri reynsla. Báðar þessar aðferðir eru hver að sínu leyti góðar og nauðsynlegar, samt sem áður, sé tekið mið af þeirri gjá er myndast hefur á síðustu öldum milli manns og náttúru, má segja að nú sé þörfin meiri fyrir þá síðarnefndu. Af þessum sökum munu margar þær forsendur sem einkenna sem mest uppruna nútímalistarinnar, til að mynda ídealíska og rómantíska myndlistarhugtakið, fá aftur aukna þýðingu. Ekki það að eitthvað komi til baka (þessi grundvallaratriði voru aldrei alveg í burtu), hér er einfaldlega verið að minna okkur á það að Nútímalistin er byggð á andstæðum (hefð og framfarir) sem eru í stöðugri glímu við hvort annað, hafa áhrif á hvort annað og taka því með tímanum breytingum.

Það má skýra þetta þannig, að  sá nýji skilningur sem við höfum öðlast með framförunum, er orðinn hluti af hugtaki myndlistarinnar, sem þýðir að þegar við núna í dag, notum hinar upprunalegu hefðbundnu aðferðir, þá eru þær óhjákvæmilega undir stöðugum áhrifum þessa nýja skilnings og þ.a.l. ekki lengnur í einu og öllu það sem þær voru fyrir. Einmitt þessi vitneskja gerir okkur kleift að nota, samhliða öllum þeim nýju vitsmunalegu nálgunarmöguleikum sem okkur standa til boða, klassíska myndlistarhugtakið við sköpun og skoðun samtímalistar; án þess að falla í gryfju endurtekningarinnar. En þetta gildir ekki eingöngu fyrir klassíska miðla líkt og málverkið, því þessi vistvæna theoría gæti að sama skapi virkað sem áskorun fyrir alla hina nýju miðlunarmöguleika er bæði Tilraunin og digitalvæðingin hafa gefið af sér.

Þar sem um er að ræða sjónræna og tilfinningalega eftirtekt sem sækist eftir því að sameina formið innihaldinu (efninu), er líkt og tekið hefur verið fram, mikilvægt að það sem skoðandinn sér, fari milliliðalaust í gegnum líkamann. Þannig séð eru skynfærin líkust móttökustöð, inngangi, sem á þennan hátt geta miðlað til sjálfsvitundarinnar mikilvægum upplýsingum er varða skilning okkar á þýðingu og gildi þeirrar náttúru sem manneskjan í rauninni er. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekkert annað en stefnumót við okkur sjálf. Hið efnislega listaverk er bara miðlun, sviðsetning; hið eiginlega listaverk er andlegt og á sér stað innra með okkur sjálfum.

Hvað sem þessu líður, rómantísk díalektík er alltaf opin fyrir báðum hliðum málsins, þar sem hún leitast í sífellu við að sameina og/eða leysa upp mótsagnirnar (synthesis).  Þessi stöðugi óróleiki, þessi stöðuga þrá um að eitthvað verði að breytast er það sem einkennir rómantíkina; að halda listinni á hreyfingu, koma í veg fyrir að hún staðni í einhverjum útvöldum þröngsýnum sannleika.  Og hvað „endalok myndlistarinnar“ varðar, þá er heimspeki Hegels engin bein lína, heldur hringur, sem þýðir að endir og upphaf renna saman í eitt. Hér er því ekki átt við virkileg endalok; frekar ber að skilja þetta þannig, að í sérhvert sinn sem okkur finnst einhverju vera að ljúka, er  líklegra að um sé að ræða nýtt upphaf með nýjum viðhorfum og áskorunum. Það er því ekki ólíklegt að þetta „nauðsynlega nýja“ sem samtímalistin stendur frammi fyrir í dag og beðið er eftir með spenningi hvað er, sé fyrir löngu hafið; og við einfaldlega ekki búin að átta okkur á því.

Eitt er víst, myndlistin er, var og verður alltaf einstæð; í öllum sínum margbreytileika.

Jón Thor Gíslason myndlistarmaður


Ljósmynd með grein er birt með leyfi höfundar.

The diverse positions of curator Solvej Helweg Ovesen

The diverse positions of curator Solvej Helweg Ovesen

The diverse positions of curator Solvej Helweg Ovesen

In the years 2013-2017 Grosses Treffen, a networking event for visual artists, took place once a year at the Nordic embassies in Berlin. It included a careful selection process where few artists from each Nordic country were handpicked to meet ‘the makers and shakers’ of the German art scene, the curators and the museum directors. The founder, curator and organiser of Grosses Treffen was Solvej Helweg Ovesen. She is currently associate curator of the new Riga International Biennial of Contemporary Art (RIBOCA) and also artistic director and curator of the communal Gallerie Wedding-Raum für Zeitgenssische Kunst in Berlin contracted by the City Of Berlin.

When we met she was in the midst of executing a large performance festival in Berlin titled ‘Songs of a melding iceberg – displaced without moving’ as part of Nordwind 2017. This version of the festival brings together artists from Africa and the Nordic and Arctic countries around the theme of understanding de-colonisation in combination with ecological changes. Grosses Treffen is currently at a crossroads and therefore it was ideal to meet Solvej and ask her a few questions about her experiences and motivations.

Nordwind Berlin 2017

Solvej, you are an curator from Denmark, based in Berlin. You have in recent years focused very much on the African art scene but also the Nordic and Arctic art scene and curated projects that bring those two scenes together. Why?


The connection to Africa came about in a private way because my sister lives in Nairobi and through her introd
uction to the African continent I started to get to know a lot of very interesting African people and probably noticed the ones in my own environment in Berlin much more. In 2014 Bonaventure Ndikung and I started to collaborate and we have done many shows together since. Through the African artists I work with I came to understand both myself differently and also the issue of de-colonisation that is also very relevant in the north, in for example Greenland, at the moment. I´m actually looking at Scandinavia and the Arctic through Africa somehow and that gave me another entrance to art scenes that I thought I already knew. One of the core interests and themes in my curatorial practice is how ecological changes that we are experiencing also change our culture. There is a lot of geopolitical interest in Greenland and lot of opportunities at the same time as some very strong images come from there that tell us about the landscape and our future, let´s say, in a dimension that we cannot handle as humans. It is a very interesting place the Arctic what the melding of the ice really mean for the people there and here? It might also change our relations a lot. It already does. And it is interesting to see how humans react to the changing weather. In the Arctic people also react with nomadism, following the resources. The Nation-States try to keep the people in place. Therefore the second part of the title of the Nordwind programme, “Displaced without Moving”. If you have huge changes and can´t move to follow the resources then the historical way of solving of the problem is suddenly not at hand.. and you are displaced without moving.

Could you elaborate further why de-colonial situation or experiences are a relevant topic on the Nordic scene? How would you see it as a relevant topic for Icelandic artists?

The people I encounter from Iceland are quite aware of the former Danish occupation. It is the same if I go to Estonia. Of course it is more happening there in connection to the Russian situation. But Denmark has occupied Iceland and Greenland. I grew up not feeling at all like my nation had done anything wrong. I was told by my mum that Denmark was the best and safest place you could possibly live. Then at some point late I could see the bodies that Denmark had left behind historically in England, Iceland, Greenland and Estonia for example Danish imperialism has had quite some violent consequences that was brought to my consciousness though the awareness of post-colonialism in general. I think the concept of the de-colonial it is relevant in relation to how Icelanders have been occupied by Denmark. From a small nation position it is always important. Obviously Iceland is dealing with its past as well as other nations. But from my perspective it doesn´t seem to be such a big wound anymore, just the human understanding of the effects of colonialism as such is there. I´m interested in the work of Icelandic dramaturg Arnbjörg María Danielsen who I work with in connection to Nordwind at the moment.

Performance by Arnbjörg María Danielsen og Qudus Onikeku

Her current work has to do with de-colonisation of Greenland and at Nordwind she collaborates with world famous dancer Qudus Onikeku from Lagos, Nigeria. She has previously invited him to Disko arts festival in Greenland. The festival was founded by her in the Disko Bay area in Greenland and is based on de-colonial values and is for Greenlandic artists to develop a position independently in and out of Greenland – without Danes involved! Arnbjörg takes a very strong position in her work and with this festival. Danes have been very busy speaking about our colonization of Greenland and now it is time for Greenlanders to talk amongst themselves and with artists from other places where de-colonisation is important part of artistic practice since decades such is the case in Lagos and with the work of Onikeku.

Now when Grosses Treffen is at cross-roads could you tell us what you consider the most valuable outcomes of the project so far?

The network between artists from the North. Berlin has been a hub where up and coming and established artists, from also distant places, have been united. Berlin is and has been a place for these people to meet each other. When Grosses Treffen opened its doors in the morning at Felleshus, The Nordic Embassies in Berlin, it was almost like an army of young people coming in. An amazing sight.

Installation by Dafna Maimon ‘Orient Express’ í Gallerie Wedding.

It is a great gift that these people, artists, now know each other, that the Nordic Embassies and I know them. These are people who are creating important statements in the here and now and they have been brought together. And as always the traces will become even more visible way further in the future. So there is still much to happen. Also for myself I will probably be working with these people for the rest of my life? I’m already working with them – for example Dafna Maimon that is now opening here at Galery Wedding with the solo show Orient Express as part of Nordwind.

From Grosses Treffen in Felleshus at The Nordic Embassies in Berlin.

Her work takes a point of departure in reenactment of her fathers kebab restaurant in Helsinki as a space to discuss transcultural family relations. I met her through Grosses Treffen and there is now an online archive of 800 artists more for curators all over the world to work with.

Now you have been close to the Icelandic art scene for some years. When you compare it to the art scene in Denmark, Berlin, Germany, Riga, Latvia, or internationally is there something that you have noticed that might be be improved? Something that the Icelandic art scene should consider in order to get ahead and become stronger on the international scene?

First of all you cannot categorize, but speak about generic tendencies. If you go to Denmark you see a lot of formally and technically interested artists. If you go to Estonia you might see more political aesthetic practises. When you go to Latvia you may see more existentially interested aesthetic expressions. In Iceland it is often very poetic and fictive artwork. Strong imagination. What the Icelandic art scene like any other smaller art scene could consider is to generate more diverse positions – both aesthetically and content wise. I think it is important that the artists are more diverse in their expression; with their subject matter; with their knowledge; and with their ambition. You have Olafur Eliasson and that is a certain model where there is only one from every continent that is on that level. I strongly appreciate the work of Egill Sæbjörnsson. It is a very generous and invigorating position and has historical roots in Iceland, but he also generates new sustainable communities abroad. He is working with an imaginary universe that is very very entertaining and funny and obscure and thus approachable from many sides. So I would say more of those different, consequent and outstanding positions.

Is there anything that you would want to add?

First of all I think it is important for all artists from wherever they come from not to represent their country unless they want to. Maybe it is also important to add that the country itself can do a lot to avoid the brain drain, the fact that the best brains – no matter where in the world they come from – leave the country, by welcoming bigger art-productions and supporting them directly. That is how the artists of the scene can develop diverse positions and audiences become resensibilized to aspects of life that are not prioritized in a certain political culture at a certain moment.

Hulda Rós Guðnadóttir


Mynd af Solvej Helweg Ovesen: Hulda Rós Guðnadóttir.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest