Málþing 20. – 22. maí í Herðubreið, Seyðisfirði

Skaftfell efnir til málþings um samspil myndlistar og vistfræði í tengslum við verkefnið Frontiers in Retreat . Yfirskrift málþingsins er „Verkfæri til sjálfsbjargar á hjara veraldar” og mun það þjóna sem samtalsvetttvangur þar sem rýnt verður í eftirfarandi spurningar:

 • Hver eru helstu einkenni vistkerfa, umhverfis, samfélags og daglegs lífs á Íslandi?
 • Hvernig geta listamenn tekist á við þessi málefni og hvert er framlag þeirra til umræðunnar?
 • Hvaða tækifæri og áskoranir eru framundan fyrir staðbundin vistkerfi og hvernig getum við aðlagast þeim?

Boðið verður upp á fyrirlestra sem tengjast náttúru, jarðfræði og mannlífi, snertifleti myndlistar og vistfræði, umhverfismál og meðvitaðan lífsstíl, umbætur á innviðum samfélagsins og aukin lífsgæði. Sérstakur gestur verður Naresh Giangrande frá bresku samtökunum Transsition Network og mun hann loka málþinginu á sunnudeginum. Samtökin eru góðgerðarstofnun sem hvetur, útskýrir, víkkar, styður, þjálfar og dýpkar vitund á heimsvísu með Transition módelinu sem leiðir til minnkunnar á losun koltvísýrings og eykur velferð í heiminum.

 

Aðrir fyrirlesarar koma víða að:

 • Caitlin Wilson frá Landvernd
 • Erla Dóra Vogler frá Djúpavogshreppi
 • Guðfinnur Jakobsson frá Skaftholti
 • Hjalti Jóhannesson frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri
 • Jonatan Spejlborg og Lasse Hogenhof (DK) frá Lunga skólanum
 • Kati Gausmann (DE) myndlistarmaður
 • Martin Gasser (CH) frá Breiðdalssetri
 • Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður
 • Ráðhildur Ingadóttir myndlistarmaður
 • Rán Þórarinsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands
 • Richard Skelton (UK) myndlistarmaður

 

Málþingið fer fram á ensku í Herðubreið og þátttaka er gjaldfrjáls. Dagskrá er aðgengileg á www.skaftfell.is og nánari upplýsingar um fyrirlesara birtast brátt. Skráning fer fram á fraedsla@skaftfell.is

Málþingið er styrkt af menningaráætlun ESB, Myndlistarsjóði, Uppbyggingarsjóði Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstað og Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, stofnanda Hagkaups.

Screen Shot 2016-05-12 at 14.59.13

Nánar má lesa um Frontiers in Retreat verkefnið í heild sinni á http://skaftfell.is/verkefni/frontiers-in-retreat-2013-2018/

Ljósmyndir í góðum gæðum má nálgast á: https://www.dropbox.com/sh/cq37vyvoik8885u/AACiPv-JsQr3OZobfdXGmFVLa?dl=0

Nánari upplýsingar veitir Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona Skaftfells, skaftfell@skaftfell.is, s: 6956563

skaftfell-logo

Austurvegur 42   |   710 Seyðisfjörður   |   Iceland   |   Sími / Tel. (+354) 472 1632

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This