Sýningin er hluti af dagská Listahátíðar

Á mörkum meðvitundar og meðvitundarleysis er staður – mitt á milli vöku og svefns. Þessi staður er heimili ofskynjana og martraða, en einnig bústaður ljúfra drauma og kyrrðar. Hann er heillandi og hefur hvoru tveggja tilhneigingu til að draga á tálar og verða að eftirsóknarverðum dvalarstað.

Í Transcendence er farið inn á mörk drauma og svefns og haldið er í ferðalag um þá handanveru sem er manninum hvoru tveggja kunnugleg og framandi í senn.

Hildur Yeoman fatahönnuður hefur verið óhrædd við að kanna nýjar nálganir í hönnun sinni. Hún sækir innblástur í sterkar upplifanir þar sem skynjun, táknmyndir, persónueinkenni, tónlist, myndlist og andrúmsloft leika stór hlutverk og tvinnast saman í nýja heima.

Transcendence er innsetning þar sem Hildur teflir saman hönnun, ljósmyndun og myndlist. Áhorfandanum er boðið að anga inn í óræðan heim þar sem ólíkar listgreinar mætast.

Á opnun sýningarinnar 3. júní verður lifandi tónlist og gjörningar tengdir verkum Hildar.

Fatahönnuður: Hildur Yeoman
Ljósmyndari: Saga Sigurðardóttir
Myndlistarmaður: Daníel Björnsson
Vídjólistamaður: Máni Sigfússon
Tónlistarkona: Jófríður Ákadóttir
Dansari: Valgerður Rúnarsdóttir

Lækningaminjasafn Íslands,
Neströð

03. júní kl 20:00 opnun
03. júní — 06. júní

Laugardag til mánudags 12–18
og eftir samkomulagi
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This