Sýningarstjóraspjall – Markús Þór Andrésson: RÍKI – flóra, fána, fabúla Fimmtudaginn 2. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Markús fjallar um gerð sýningarinnar RÍKI – flóra, fána, fabúla. Á sýningunni vega viðhorf samtímalistamanna til náttúrunnar salt milli þess að vilja skoða hana á hlutlægan hátt eða nota hana sem spegil á eigið sjálf og samfélag. Hvort tveggja býður upp á frjóar og snjallar túlkanir sem ýta undir skapandi hugsun og vekja jafnframt spurningar um stöðu mannsins gagnvart umhverfi sínu. Áhorfendur fá innsýn í listsköpun margra ólíkra listamanna sem tefla fram bæði nýjum og eldri verkum.

Markús Þór (f. 1975) er menntaður í sýningarstjórn frá Center for Curatorial Studies, Bard College í Bandaríkjunum. Hann lærði myndlist í Listaháskóla Íslands.

Boðið er upp á viðamikla dagskrá samhliða sýningunni. Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa

Meira um sýninguna: hér

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This