STINGUR Í AUGUN nr2

Verksmiðjan á Hjalteyri, / 14.05 – 28.05 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

————————–————————–————————–—–

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
STINGUR Í AUGUN nr2
14. maí kl. 15:00. og þiggja veitingar
————————–————————–————————–—–
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
STINGUR Í AUGUN nr2
14th May at 3 pm, drinks served

Kaktus í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir, Jónína Björg Helgadóttir og norðlenskir listamenn.

Opnun laugardaginn 14. maí kl. 15:00 / Opið alla virka daga kl. 14:00 – 17:00 en opnunartími og dagskrá um helgar verða auglýst sérstaklega.

“Stingur í augun” Opnun nr. 2

Laugardaginn 14. maí verður önnur opnunin í röðinni “Stingur í augun” – Kaktus á Hjalteyri. Hópurinn sem stendur á bak við listarýmið Kaktus í Listagilinu á Akureyri dvelur í Verksmiðjunni á Hjalteyri allan maímánuð og um síðustu helgi var fyrsta opnunin af fjórum sem þau standa fyrir þar. Í þetta skiptið fá Kaktusar til liðs við sig listamenn af Norðurlandi, bæði reynslubolta og nýgræðinga og munu þeir setja svip sinn á Verksmiðjuna. Opnunin verður kl. 15:00 – 19;00 laugardaginn 14. maí og opið verður milli 14:00 – 17:00 sunnudaginn 15. maí. Sérstakir viðburðir verða á laugardeginum kl. 16:00. Verksmiðjan er opin gestum og gangandi frá kl. 14 – 17 alla virka daga, en Kaktus meðlimir hafa flutt vinnustofur sínar tímabundið í Verksmiðjuna, svo gestir geta skoðað sýningar en einnig fylgst með framvindunni.

Dagskrá mánaðarins:

07. – 08. maí : Kaktus – Stingur í augun
14. – 15. maí: Norðlenskir listamenn í bland við Kaktus
21. – 22. maí: Kaktus fær til liðs við sig lokaársnema úr Listaháskóla Íslands
28. maí: Listahátíðin Ymur, sem er bland af tónlist, innsetningum, gjörningum og vídeólist.

Listahópurinn Kaktus samanstendur af sex ólíkum listamönnum, en það eru Anne Balanant, Áki Sebastian Frostason, Brák Jónsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Hekla Björt Helgadóttir og Jónína Björg Helgadóttir. Þau stofnuðu saman lista- og menningarýmið Kaktus í mars árið 2015, en þau reka rýmið í sameiningu ásamt því að hafa sýnt saman.

Kaktus er styrktur af Akureyrarstofu, Norðurorku, Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Frekari upplýsingar veita: Jónína Björg Helgadóttir á kaktusdidsomeart@gmail.com eða í
síma 663-2443
Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This