Miðvikudaginn 18. maí og fimmtudaginn 19. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um ljósmyndasýninguna Fólk / People, en þar sýna sjö ólíkir listamenn verk sín. Fyrri leiðsögnin er haldin í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum og fer eingöngu fram á ensku, en hin síðari verður með hefðbundnu sniði og á íslensku. Þorbjörg Ásgeirsdóttir safnfulltrúi og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi fræða gesti um sýninguna sem lýkur 29. maí næstkomandi og er því um síðustu leiðsögnina að ræða.

Listamennirnir eru Barbara Probst, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Sýningin stendur til 29. maí og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17.

Aðgangur er ókeypis.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This