Kvik [ Mynd ] List

Kvik [ Mynd ] List

Kvik [ Mynd ] List

Kvikmynd myndlistarmannsins Huldu Rósar Guðnadóttur verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl 22:20 miðvikudagskvöldið 1. febrúar. Myndin var áður sýnd í Bíó Paradís síðastliðið vor og vakti athygli listfræðinemans Guðna Rósmundssonar og kvikmyndafræðinemans Katrínar Vinther Reynisdóttur og úr varð að þau tóku viðtal við Huldu í haust fyrir námskeið sem þau voru að taka við Háskóla Íslands. Með góðfúslegu leyfi höfunda fengum við að birta viðtalið í heild sinni.

Getur þú nefnt nokkra áhrifavalda á verk þín gegnum árin úr kvikmynda og myndlistarheiminum?

Löngu áður en ég fór í myndistarnám þá stúderaði ég mannfræði við Háskóla Íslands. Þar fór ég á námskeið hjá Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni sem var aðalforsprakkinn að uppgangi sjónrænnar mannfræði á Íslandi. Sigurjón átti mjög gott safn af heimildarmyndum og þarna opnaðist fyrir mér heimur þeirra. Áður hafði ég einungis séð sjónvarpsheimildarmyndir á RÚV og hafði ekki hugmynd um tilurð og snilld skapandi heimildarmynda. Einkum er mér minnistæðar myndirnar Grey Gardens eftir Maysles bræður og Titicut Follies eftir Wiseman. Við horfðum líka á magnað verk um !Kung fólkið í Namibíu eftir Robert Marshall og svo auðvitað frönsku hefðina líka, Jean Rouch og Cinema verité. Ég gerði tilraun í anda cinema verité í kjölfarið en er í dag mun formfastari í nálgun. Með því meina ég að þó svo að sköpunarferlið sé rannsóknartækið í sjálfri sér þá fer fram mikil rannsókn og undirbúningur áður en ráðist er í gerð sjálfs verksins, þannig að ég er komin ansi nálægt kjarnanum þegar hin endalega myndataka hefst.

Hulda Rós á 32. Warsaw Film Festival 7-16 10 2016 í Warszaw/Pólandi. Ljósmynd: Bartek Trzeszkowski

Hvað varðar myndlist þá ólst ég ekki upp í myndlistarmeðvitaðri fjölskyldu eða umhverfi. Þegar ég var um tvítug hafði ég varla hugmynd um samtímalist. Ég hafði teiknað mikið sem barn, svona fantasíu en vegna óinspírarandi myndmenntarkennslu þá missti ég áhugann. Það var þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum að ég tók myndlistaráfanga og þegar kennarinn minn valdi abstrakt teikningu eftir mig til að vera bókakápa á ljóðabók nemenda fattaði ég að þetta gæti verið leið fyrir mig. Í kjölfarið tók ég kvöldnámskeið í myndlist og af-lærði þar allt sem ég hafði lært í myndmennt og fór ‘að sjá’ aftur. Það var mikil frelsun. Það var um þetta leyti sem ég uppgötvaði Sigurð Guðmundsson á safni í Amsterdam. Í safnaversluninni var safn póstkorta með ljósmyndaverkum hans. Þarna var hann að gera einfalt en mjög húmorískt ‘látbragð’ eða ‘gesture’ sem hann nefndi ‘Situations’ og höfðu margslugnar vísanir. Ég varð alveg dolfallinn og þessi póstkort fylgdu mér næsta áratuginn þangað þau gengu sér til húðar. Það voru þessi verk sem kynntu mig fyrir samtímalist og voru innblástur fyrir mig að læra myndlist áratug síðar.

Akkúrat núna held ég ekki vatni yfir sjónvarpsþáttaröðum myndlistarmannsins Grayson Perry á Channel 4 í Bretlandi. Í röðunum gefur hann mjög aðgengilega mynd af rannsóknarferlinum sem hann gengur í gegnum í undirbúningi að gerð verka sinna sem eru leirkerasmíð og veggteppi aðallega. Rannsóknin sjálf, sem er samfélagsleg stúdía með áherslu á sjónræn tákn sem miðla niðurstöðu Graysons á tilteknum samfélagshóp eða fyrirbæri, verður hluti af verkinu og gefur því aukið gildi. Þetta minnir soldið á Sophie Calle sem er annar áhrifavaldur en er mun aðgengilegra. Mér finnst að samtímalistin verði að teygja sig soldið út úr sínum elítukassa og til fólksins til þess að hún geti blómstrað sem tæki til samfélagsbreytinga. Kvikmyndaformið kemur þar sterkt inn í. Það hefur annan og breiðari áhorfendahóp en gallerí eða safn jafnvel. Steve McQueen hefur eflaust náð lengst allra myndlistarmanna að ná til fjöldans með mynd sinni ’12 Years A Slave’ og öðrum meginstraumsmyndum en þar finnst mér hann reyndar hafa stigið langt skref frá myndlistarhugsun og er meira að nota klassíska kvikmyndalega frásögn. Ég er mikill aðdáandi fyrri myndlistarverka hans, sérstaklega vídeóverkanna sem voru á Feneyjartvíæringnum árið 2009.

48-tíma gjörningur löndunarmanna í Leipzig. Ljósmynd: Lisa Matthys.

Hvernig sérð þú fyrir þér samband myndlistar og kvikmynda? Hvernig telur þú að þessi tengsl hafi komið fram í þinni listsköpun?

Kvikmyndaform er eins og hvert annað form sem myndlistarmaður getur notað. Ég skil vel að það séu ákveðin form, tækni eða efni sem krefjast algerrar tileinkunnar listamannsins að því ákveðna formi eða efni, til dæmis eins og margir listmálarar gera eða einstakir skúlptúristar sem vinna bara í ákveðið efni eins og til dæmis Grayson Perry sem einbeitir sér fyrst og fremst að leirmunum. Það er líka ákveðin tilhneiging innan listmarkaðar að setja listamenn í ákveðin hólf hvað varðar efnisnotkun eða viðfangsefni svo auðveldara sé að ‘branda’ listamanninn. Hinsvegar er ég meira spennt fyrir frelsinu þar sem hugmyndin er megnmálið og útfærslan krefst samstarfs við fjölda sérfræðinga í hinum ýmsu tækni, efni og formum. Einnig er ég spennt fyrir samfélagslegri þátttöku þar sem ég sjálf kemst út fyrir listheimsblöðruna og tek fólk utan hennar inn í ferlið á einn eða annan hátt. Það finnst mér spennandi og engin ástæða til að útloka kvikmyndaformið frekar en skúlptúr eða innsetningu. Kvikmyndaformið krefst mikillar samvinnu og heimildarmyndaformið enn frekar. Svo er það þannig að í kvikmyndaskólum dagsins í dag þá læra nemendur ákveðna formúlu, áhersla er lögð á sterka narratívu og karakter uppbyggingu. Þetta er eins konar formúla sem gengur vel til að vinna verðlaun á kvikmyndahátíðum eða fá dreifingu í stóru kvikmyndahúsunum og sölu í sjónvarp. Það er lítil áhersla lögð á tilraunamennsku eða opna nálgun sem er akkúrat það sem er kennt í myndlistarskólum. Mér finnst yfirleitt mest spennandi þegar myndlistarmenntaðir listamenn reyna að halda þessari opnu nálgun þegar þeir vinna við kvikmyndir og þá er útkoman oft spennandi. Ég er mjög spennt fyrir að sjá verk Melanie Bonajo, myndlistarkonu sem ég hef fylgst með lengi. Hún var að frumsýna heimildarmyndina ‘Progress vs. Regress’ á stærstu heimildarmyndahátið Evrópu IDFA í Amsterdam. Mér sýnist á öllu að þar hafi hún farið mjög óhefðbundnar leiðir í nálgun sinni á viðfangsefninu. Um daginn sá ég magnaða mynd eftir sænska myndlistarmanninn Johannes Nyholm ‘The Giant’ sem fékk mig til að gráta hreinlega. Hún snerti mig djúpt. Bara núna í vikunni hún að vinna sænsku ‘Eddu’ verðlaunin sem besta kvikmynd og besta handrit. Það væri gaman að sjá hvort Bíó Paradís sýni mynd Melanie. Það er svo margt spennandi að gerast.

Frá myndlistarsýningunni í Listasafni ASI. Ljósmynd: Dennis Helm

Fyrir mig þá var ég byrjuð að gera heimildarmyndir út frá kynnum mínum á sjónrænni mannfræði áður en ég hóf nám í myndlist. Ég held þeir hafi tekið mig inn í LHI á grundvelli þess að það hafði verð vakning í myndlistargeiranum á möguleikum heimildarmyndagerðar sem listræns tjáningarforms. Þeir vildu sjá hvað myndi gerast með að hleypa mér að.

Hvað veldur því að þú velur einn miðilinn fram yfir hinn þegar þú færð hugmynd að verki?

Nú eru um áratugur sem ég hef starfað sem myndlistarmaður þannig að ég hef talsverða reynslu í rekstur myndlistarstúdíós. Þetta er mjög mikið hark. Það sem helst stendur í vegi fyrir gerð stórra innsetninga og flókinna vídeóverka er að á Íslandi skortir sterkan framleiðslusjóð fyrir myndlistarverk. Myndlistarsjóður kom inn eins og guðs gjöf og ég var svo heppin að fá einn stærsta styrk sem gefin hefur verið strax þarna í upphafi og gerði hann mér kleift að standa straum af kostnaði við gerðar bókar um myndlistarrannsókn mína Keep Frozen en heimildarmyndin Keep Frozen er hluti af rannsóknarverkefninu. Það var þannig að ég fékk stóran norrænan styrk þar sem var krafist mótframlags úr heimasjóði til að leysa út styrkinn og því var bara ekki annað hægt en að gefa mér styrk. Myndlistarsjóður gerði mér þarna kleift að taka þátt í hinu alþjóðlega mótframlagskerfi. Þetta var eftir að mér hafði oftar en einusinni verið neitað um listamannalaun til að stunda rannsóknina og fjármagna sýningarverkefni tengd henni.

Það var í raun styrkur frá kvikmyndasjóði fyrir gerð heimildarmyndarinnar og þessi bókaframleiðslustyrkur sem gerði mér kleift að taka stórt stökk í rannsókninni. Þá hafði ég til dæmis framleitt sýningu fyrir Listahátíð í Reykjavík fyrir takmarkað fé. Myndband sem sýnt var á sýningunni var gert fyrir góðvilja myndatökumanns á heimildarmyndinni og með þeim tækjum sem verið var að nota við gerð heimildarmyndarinnar. Við notuðum tækifærið fyrst við höfðum græjurnar og fólkið. Guðmundur í Listamönnum gerði mér stórgreiða, samband listamanna í Berlín lét mig fá ókeypis ljósmyndastúdíó og svo mætti telja. Önnur sýning sem ég hafði gert áður í Listasafni Reykjavíkur var framleitt fyrir styrk frá þýska myndlistarsjóðnum. Það hefði ekki verið séns að gera 10 rása vídeóverk fyrir hundrað þúsund kallinn sem ég fékk frá LR. Þetta var áður en Myndlistarsjóður kom til. Það er mjög miður að síðan Myndlistarsjóður byrjaði þá hafa styrkupphæðirnar fyrir einstaka verkefni minnkað svo um munar og eru raun orðin jafnháar og smástyrkirnir sem hægt var að fá áður hjá Myndstefi til dæmis.

Þetta er hreinskilna svarið sem mér þykir við hæfi að gefa hér til að gefa skýra mynd af ástandinu. Umræða um þessi mál er nauðsynleg. Ég er langt frá því að vera ein í þessum sporum. Listamenn þurfa með útsjónarsemi að laga sig að ástandinu sem getur komið niður á endanlegri útkomu. Á meðan framleiðslustyrkir til myndlistar standa á svona veikum grunni þá er ekki hægt að tala um raunverulegt val.

Hver er sýn þín á kvikmyndir sem listform og út frá hverju telurðu megi helst meta listrænt gildi þeirra?

Uppruna kvikmyndalistarinnar má rekja til þess að menn vildu skrásetja raunveruleikann. Þannig að ‘heimildarmyndin’ er í raun undanfari leikinna kvikmynda. Það var ekki fyrr en á 3. áratugnum sem farið var að draga línur og orðið ‘documenttary’ varð til. Meginstraumsmyndir eru í raun og veru afþreying eða ákveðinn flótti frá raunveruleikanum og því hafa þær kannski meira gildi sem skemmtun en listrænt. Í mínum augum er kraftur myndlistar að finna í vísun hennar í raunveruleikann, eða díalóg hennar við umhverfi sitt, ekki í flótta frá raunveruleikanum. Þá erum við eins og ég segi komin út í afþreyingu sem er megintilgangur meginstraumskvikmynda. Þannig sé ég uppruna kvikmyndalistar sem í raun uppruna ákveðins myndlistarforms með talsvert mikið listrænt gildi þó svo að áberandi angar hennar hafi síðar þróast í aðra átt, í átt að afþreyingu. Sjálf hef ég fengist við tvenns konar hreyfimyndalistform, vídeóverkið og heimildarmyndaformið. Ég hef nálgast þessi form á ólíkan hátt og tala hér um heimildarmyndaformið.

Það er erfitt að tala um heimildarmyndir sem sérstakann flokk því þær eru svo ótrúlega ólíkar innbyrðis. Það er bara ein tegund heimildarmynda sem gætu talist hafa listrænt gildi og það eru svokallaðar skapandi heimildarmyndir sem mér finnst reyndar frekar glötuð nafngift.

Þessi verk byggja á mjög löngu rannsóknarferli og helgun að viðfangsefninu og útfærslan er höfundaverk eða ákveðin sýn höfundar á efnið. Það er ólíkt til dæmis sjónvarpheimildarmyndinni sem er ætlað að miðla einhver konar ‘sannleika’ sem talinn er vera hlutlaus og einnig leggja fram svör sem eiga að vera algild. Hafa fyrst og fremst upplýsingagildi. Ég hef litla trú á slíku. ‘Hlutlaus’ sannleikur er alltaf sýn þess sem hefur valdið, þess sem hefur skapað þann strúktur þar sem sagan er sögð. Ég held að til að meta hvort heimildarmynd sé myndlist eða eitthvað annað þarf að skoða hvatann að baki gerðar heimildarmyndarinnar. Sé hún gerð í þágu einhvers málstaðar eða sem fréttaskýring hefur hún augljóslega ekki listrænt gildi. Það getur líka skipt máli hver bakgrunnur höfundar er. Hann þarf ekki endilega að vera menntaður í myndlist en þarf að starfa í samhengi samtímalistar – hann þarf að hafa það vægi að myndin verði staðsett innan myndlistarumræðu.

Frá myndlistarsýningunni í Listasafni ASI. Ljósmynd: Dennis Helm

Að mínu mati er það sem gerir heimildamyndaformið spennandi eins og ég stunda það eru spurningarnar sem vakna við gerð og framsetningu heimildarmynda. Þetta eru listrænar spurningar um samband veruleika og framsetningar eða staðhæfinga um hvað sé raunveruleikinn; spurningar um eðli sannleikans og hlutleysis og möguleika þess að það sé í raun og veru til sannleikur eða hlutleysi; spurningar um samband sannleika/hlutleysis og framsetningar. Þetta eru líka mjög mikilvægar samfélagslegar og pólitískar spurningar sem eiga mikið erindi við samtíma okkar. Ég gekk mjög langt í þessari rannsókn með Keep Frozen verkefnið þar sem ég framleiddi bæði heimildarmynd í fullri lengd fyrir kvikmyndahús og 3-ja rása vídeóverk í risastærð fyrir stórt sýningarrými. Videóverkið var byggt á upptöku á gjörningi sem viðfangsefni heimildarmyndarinnar, þ.e. hafnarverkamennirnir, frömdu í sama sýningarrými og vídeóverkið var síðan sýnt í. Þarna var semsagt sama viðfang flutt á milli 3ja miðla og skapað samtal þar á milli.

Verufræðilegar, þekkingarfræðilegar og formfræðilegar spurningar vakna sjálfkrafa. Þessar spurningar eru líka allar listrænar. Fyrir mér er myndlist fyrst og fremst heimspeki og formfræði sem getur haft áhrif til samfélagslegra hræringa. Ef heimildarmynd er notuð sem listrænt form geri ég kröfu um að hún sé opin og veki spurningar í stað þess að svara þeim.

Telur þú að stafræna þróun síðustu ára hafi haft einhver áhrif á það hvernig mörkin milli myndlistar og kvikmyndalistarinnar hafa runnið saman? Hefur þróunin stafrænnar upptöku og sýningatækni haft áhrif á verk þín í myndlist og kvikmyndagerð?

Myndlistin og kvikmyndalistin skildu aldrei að fullu að skiptum. Tilraunakennd nálgun á kvikmyndalistina tók sér pásu í nokkra áratugi en vaknaði til lifsins með tilkomu vídeótækninnar og myndbandalistin varð til sem grein á 7. áratugnum. Það ruddi brautina fyrir kostnaðarminni verkefni og meiri leik en var mögulegt með dýrum filmum. Þar sem myndlistarmenn voru byrjaðir að grubbla í heimildarmyndagerð áður en stafræn tækni varð útbreidd mætti kannski halda að það hafi verið vídeotæknin sem hafði raunveruleg áhrif í að brjóta mörkin niður hafi þau verið til staðar og þá myndi ég halda að það hafi verið rökrétt framhald af tilraunamennsku í vídeólist. Það er það langt síðan þetta var. Síðan á 7. áratugnum hefur farið fram heilmikil endurskoðun á því sem var orðið að hefðbundinni heimildarmyndagerð og vídeólist, gjörningalist, heimildarmyndagerð og konseptlist tóku að renna saman en það var fyrir daga stafrænnar tækni.   Undanfarin 30 ár hefur verið í gangi ákveðin tilraunamennska í sambandi við það hvernig nálgast eigi samfélagsleg mál og má kannski líkja tímabilinu við fyrstu áratugi kvikmyndalistar þegar einnig var mikið um tilraunamennsku en með það að markmiði að negla niður ákveðna formúlu sem virkaði ‘best’ og varð ‘klassísk’ aðferðarfræði í meginstraums kvikmyndagerð.

Ljósmyndaröðin ‘Artist as Worker’ frá 2014. Var sýnd í heild sinni í Þoku á Listahátíð í Reykjavík sama ár en ein myndanna hefur einnig verið sýnd sem risastórt auglýsingaskilti við fjölfarna götu í Dresden í Þýskalandi.

Það má vera að tilkoma stafrænnar tækni hafi hraðað þróuninni. Ný tækni veldur alltaf breytingum, bæði efnislega og í sambandi við magn og einnig fagurfræði. Stafræn þróun hefur ollið algeru offlæði af data og þá myndrænu data sem hefur haft afgerandi áhrif á þær kynslóðir sem ólust upp á 10. áratugnum og síðar. Dreifingarleiðir eru líka aðrar og opnari og e.t.v. minni þörf á stuðningi eldri kynslóða, meistara, til að fá aðgengi að áhorfendum. Það skapar ákveðið brot í fagurfræði að þurfa ekki að reiða sig á góðvilja eldri kynslóða. Í fyrstu hafði það áhrif að ekki þurfti að kaupa dýra filmu og reiða sig á mjög dýr tæki. Hægt var að fara út og bara taka eitthvað upp án undrbúnings eða ákveðinnar hugmyndar. Þetta var hægt strax á 10. áratugnum með analog teipum eins og Mini-DV. Ég byrjaði sjálf að vinna á analog mini-DV spólur. Þær voru ekki mjög dýrar og voru spilaðar inn á tölvur en hráefnið var geymt á spólunum og síðar jafnvel á VHS spólum . Þetta var cinema-verité ‘observational’ myndir þar sem við fylgdum eftir viðfangsefnunum og tókum upp mikið efni sem við síðan unnum úr. Kjötborg var tekin á Digi-Betu fyrir um 10 árum síðan. Ennþá analóg spóla sem tekið var á og ákveðin sérfræðiþekking sem þurfti til og við vorum með ákveðnar hugmyndir og handrit sem við unnum samkvæmt og tókum ekki upp nærri eins mikið efni. Það hentar mér betur að vera með vel mótaða hugmynd áður en ég tek upp.

Það er liðinn sá tími þar sem tekið er upp endalaust af stafrænu efni þar sem það er svo ‘ódýrt’. Ef miðað er við að ná ákveðnum gæðum þá krefst notkun stafrænnar tækni einnig aga í vinnubrögðum. Góðar vélar taka upp efni sem er mjög þungt hvað varðar gígabætanotkun og harðir diskar eru dýrir. Utanumhald á stafrænu efni kallar á starfsfólk og svo framvegis. Það er heilmikil sérhæfð þekking sem kemur að á mismunandi stigum stafrænnar vinnslu. En jú vissulega, til dæmis í undirbúningi og rannsókn er mjög þægilegt að geta sjálfur tekið upp efni, skoðað það án mikillar fyrirhafnar og klippt saman í tölvunni sinni.

Nýjasta stafræna þróunin var tilkoma DCP tækninnar sem þýddi stöðlun á sýningartækni. Það gerð allt auðveldara en áður þurfti alls konar lagfæringar og aðlaganir fyrir hverja einustu sýningu (það var mikill munur á litum, birtu, gæðum vörpunar og spilara o.sfrv.) Bíóhús þurftu hinsvegar að kaupa mjög dýr tæki til að geta spilað myndir og mörg smærri art-house bíóhús duttu út. Á Íslandi eru litlu bíóhúsin út á landi orðin að geymslum eða eitthvað annað. Til samanburðar má nefna að í Berlín er mikil hefð fyrir litlum kannski 60 sæta hverfisbíóhúsum og Berlínarborg brást við með að styrkja þessi bíóhús í kaupum á DCP græjum. Það bjargaði þessari menningu. Á hinn bóginn þá eru myndir núna litgreindar fyrir DCP og erfiðara að vera spontant og sýna á alternatív stöðum sem eru ekki með DCP græjur þar sem fók venst því að hafa ákveðin gæði. Þannig þarf að litgreina og aðlaga bíomyndir sérstaklega fyrir sýningargræjur í söfnum með mismunandi gæði af spilum og vörpum og það er kostnaðarsamt og áhættusamt.

Stilla úr Keep Frozen.

Hvaða máli skiptir sýningarstaðurinn fyrir listaverkið? Kallar kvikmyndahúsið fram önnur viðbrögð og nær það ef til vill til annars áhorfendahóps en gallerýið?

Skemmtileg spurning. Ég skoða einmitt þessa spurningu í Keep Frozen verkefninu. Keep Frozen heimildarmyndin er sérstaklega búin til fyrir myrkvaðan kvikmyndasal. Áhorfendur eru í myrkvuðum sal í kvikmyndahúsi og eru passívari. Þessi alltumlykjandi tilfinning eða áhrif er líka hægt að ná í myrkruðum sýningarsal með stóru margrása vídeóverki sem sýnt er á stórum flötum. Í hinu síðarnefnda hefur áhorfandi samt meira val á því hvernig og í hvaða röð hann tekur inn söguna eða mynd/hljóðefnið. Stundum reyndar ekki með hljóð þar sem það hefur þá eiginleika að verða meira allráðandi í rými en mynd. Sýningarstaður, innri skipun í rými, stærð sýningarflatar, birta, allt hefur þetta áhrif.

Kvikmyndahúsið er líka staðsett annars staðar í menningunni og það eru annars konar væntingar og kröfur en í sýningarsölum gallería og safna og verkin eru metin á ólíkan hátt. Viðtökur spretta af ólíkum meiði. Það er einn helsti galli gallería að þau starfa í tengslum við listmarkað og áhorfendahópur þeirra vel efnað og oft á tíðum fólk af ákveðinni stétt eða með mikla menntun. Svona horfir þetta við mér eftir að hafa búið lengi í Berlín þar sem galleríumhverfið er alþjóðlegt. Söfn eiga við sömu takmarkanir að stríða en í minna mæli og þar sem söfn eru almenningseign þá er oft leitast við að ná til breiðari hóps með alls konar dagskrá. Söfn eru því opnari og meira þátttakendur í samfélaginu og lýðræðislegri en gallerí. Kvikmyndahús er kannski ekki opinbert rými, þau eru í eigu einhvers, einkaaðila eða samtaka, en þau tilheyra afþreyingarmenningu og það er mun breiðari hópur sem sækir þau og því líklegra að ná til fleiri en söfn eða gallerí. Hinsvegar er mögueiki á flókinni margslunginni umræðu og skilningi á verkinu minni og þar koma söfn og gallerí sterkt inn. Þau eru vettvangur meiri ígrundunar og eru því mikilvægir sem sýningarstaðir.

‘Árið 2015 kom út bók um listrannsóknarverkefnið Keep Frozen. Var útgáfan styrkt af Norrænu Menningargáttinni og Myndlistarsjóði. Hún fæst í Mengi í Reykjavík og í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.’

Getur þú nefnt listaverk eða kvikmynd sem þú telur að einkenni togstreituna á milli kvikmynda og myndlistar að einhverju leyti?

Það er áhugavert að vinsælustu verk myndlistarmanna, sbr. Steve McQueen og annarra, hafa tekið upp mjög klassískar frásagnaaðferðir umfram opna nálgun myndlistar. Ég held að á baki liggi ekki einungis listrænt val eða auðveldara aðgengi að áhorfendum heldur einnig aðgengi að fjármagni. Þegar við horfum á heimildarmyndir til dæmis þá er staðan sú í dag að þær sem njóta mestrar velgengni þá eru það myndir sem hafa því miður sagt skilið við heimildarmyndir sem listform eða tjáningarform og tekið upp einfaldari og ‘latari’ leiðir til framsetningar. Þessar myndir einkennast af ‘talandi hausum’ og myndskreytingu á milli hausa. Þá er viðtalsefnið notað óbreytt sem efniviður í sjónrænni framsetningu. Annað efni myndskreytir það sem hinn talandi haus er að tala um. Þetta framsetningarform er ríkjandi í heimildarmyndagerð í dag. Aðrar ríkjandi aðferðir eru að rödd sveimi yfir myndefninu og segi söguna frá einu sjónarhorni, textar sem segja áhorfandanum hvar og hvenær efnið var tekið upp eða hver það er sem er að tala hverju sinni, og senur þar sem myndavélin eltir annðahvort kvikmyndagerðamanninn sjálfan eða viðfangefni hans. Ég held að þannig sé heimildarmyndagerð kennd í dag í kvikmyndaskólum og aðferðin er síðan styrkt af fjárveitingum kvikmyndasjóðanna og smekk sjónvarpsstöðva.

Það má heldur ekki gleyma að sumir komast upp með að fá fjármagn til heimildarmyndagerðar án formlegrar menntunar í kvikmyndagerð eða myndlist og hafa litla alhliða þekkingu á mismunandi aðferðum og framsetningum og hafa einungis horft á ríkjandi form í sjónvarpi eða á kvikmyndahátíðum. Það væri mun erfiðara að fá fjármagn til leikinna myndar án nokkurar reynslu eða menntunar en einungis áhuga á viðfangsefninu. Listamenn eins og Harun Farocki byrjuðu í sjónvarpi á 7. áratugnum þegar sjónvarp var vettvangur tilraunamennsku en fluttu sig síðan yfir í samtímalist þegar sjónvarpsefni varð einfaldara og fomúlukenndara. Þetta er sorgleg þróun og þarna geta myndlistarmenn, sem ekki hafa hlotið kvikmyndaskólaþjálfun, komið sterkt inn og veitt viðspyrnu. Myndlistarskólar þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun og hugsun utan kassans. Það er meginmarkið myndlistarskóla eða ætti allavega að vera það. Kvikmyndasjóðirnir og hátíðarnar þurfa að styrkja annars konar nálgun en þessa ríkjandi. Markmiðið ætti að vera þátttaka í opnu samtali en ekki að vinna verðlaun eins og við séum í íþróttakeppni. Til dæmis væri dásamlegt ef Kvikmyndasjóður veitti fé í sérstök tilraunaverkefni eins og til dæmis Kvikmyndasjóðurinn í Berlín gerir. Þar er rými fyrir óhefðbundar nálganir á heimildarmyndaformið og kvikmyndaformið almennt og ekki má gleyma að stærri margrása vídeóverk eru oft fjármögnuð af slíkum sjóðum. Ég held að það sé fyrst og fremst fjármögnunaráhersla kvikmyndasjóða sem stoppar myndlistarfólk til að gera tilraunakvikmyndir.

Að lokum:

Löndunarljóð eftir Hinrik Þór Svavarsson fyrrverandi löndunarmann.

Strapex

Þið getið ekki skilið hvað strapex

er mikilvægt.

Fyrst þurfið þið að skilja hvað það er.

Þið getið ekki skilið hvað strapex

er óþolandi.

Fyrr en þið eruð búin að slíta

nokkur hundruð.

Það slitnar oft þegar síst skildi.

Oft þegar mest á ríður.

En trúið mér þegar ég segi ykkur

að það er ekkert verra en

ekkert strapex.


Hægt er að lesa texta og skoða myndir um myndlistarrannsóknarverkefni Huldu Rósar og einnig önnur verk hennar á vefsíðu hennar www.huldarosgudnadottir.is

Aðalmynd með grein er innsetningarmynd af 3-ja rása vídeóinnsetningunni Labor Move. Ljósmynd: Dotgain.

What is outside the circle of friends

What is outside the circle of friends

What is outside the circle of friends

The Icelandic art scene has the tendency of being somewhat constructed around the phenomenon of the ‘friend circle’. Certain artists are exhibited again and again in different context and the focus is on those that were raised up in Iceland and were educated in the local art school. Everybody knows everybody or are familiar and know what to expect from the usual suspects. It is thus like tasting a new culture of flavours to meet an Icelandic artist that one does not know about. Then the person is usually raised up in another country, has received their art education somewhere else or has lived abroad for extensive amount of time and is therefore out of the loop.

One of these happy moments happened at the book fair ‘Friends with Books’ that was held at Hamburger Bahnhof in Berlin in late 2015. artzine journalist was there to introduce her own book when she discovered that the strangers face in the next booth spoke Icelandic.

Filmstill. Fragmentary Pieces of Intelligence, 2011. Video on DVD. 04:35 min

Sveinn Fannar Jóhannsson is a visual artist that is raised up in Norway and educated in Germany. He was the recipient of the Norwegian residency place at the renowned Künstlerhaus Bethanien in Berlin during 2015-2016. Sveinn has not been exhibited in Iceland but Friday the 13th of January the curator Heidar Kári Rannversson opened the exhibition ‘Normid er ný framúrstefna’ at Gerdasafn museum where Sveinn is showing together with a group of artists from the Icelandic contemporary art scene who mostly live and work abroad. At the exhibition visitors can view Svein´s works ‘Mirror with Shelves’ (2008), ‘Another Double Open’ (2008), ‘Untitled/Six’ (2008), ‘Untitled/Twelve’, (2009) and ‘Fragmentary Pieces of Intelligence’ (2011). In the exhibition text the curator questions whether the artists that are seldom or never shown in Iceland can really been said to belong to the Icelandic contemporary art scene.

artzine journalist asked Sveinn some questions.

Sveinn, tell us about yourself. Who are you?

I am an artist, curator, publisher and self-taught hobbyist gardener in no particular order. I was born in Iceland but moved to Norway and from there to Germany and then back and forth until recently settling in Oslo. At the moment I am in Reykjavík preparing for the above mentioned show NORMALITY IS THE NEW AVANT-GARDE at Kópavogur Art Museum – Gerdasafn, together with a group of other Icelandic artists of which many also are currently spread around the world. And just for the record: I actually did live in Kópavogur in a very early part of the eighties, it’s good to be back.

Collector’s Edition. A Sudden Drop + Eight and a Half Days, 2015. Artist’s books wrapped in found underwear. Limited edition of 30 copies with an original 30,6 x 22 cm color ink-jet print enclosed in an acid-free, cellulose archival folder, housed in a Hahnemühle archival box. Signed, dated („2015“) and numbered (1/30 to 30/30) on the back.

Was it in Kópavogur in the early eighties that you decided to become an artist or did it happen later? How?

Ha, ha, more like two decennials later. I grew up with a normal interest for sub and pop-culture and everything that goes hand in hand with that, including a broad aspect of music, film and visual culture. It was from there on I developed a keen interest in photography which gradually led to the more murky waters of visual art in general.

 How did it come about that Heidar Kári ‘found you’?

I’m not sure actually, however I like to imagine that there are not many artists in the Northern Hemisphere escaping his horizon.

Untitled/Six, 2008. Lightjet print (framed). 113 x 140 cm.

Untitled/Twelve, 2009. Lightjet print (framed). 113 x 140 cm.

What I see in your art is that you are looking at society from the perspective of art. Any thoughts about that?

I do try to engage in a number of different projects and activities reacting on or against structures in the society, twisting and turning them, deliberately misunderstanding them or just purely sabotaging the way we normally go about with our daily business. On the one side it is about presenting an alternative view on some of the many things that we take for granted, but on the other side it also melts together with a more narrow aspect of our culture, namely art history and contemporary art culture. In the end you could say that I am looking at society from as many angles as I can possibly think of, but the results are objects or printed matter, some more ephemeral than other but nonetheless usually presentable in a contemporary art-setting.

Installation view, Künstlerhaus Bethanien. Untitled (Holes), 2016. Ink jet prints on Alu-Dibond, pine, white aluminium metallic paint, cement, sand, water and stainless steel double countersunk chipboard screws. Dimensions variable

Talking about being ‘presentable in contemporary art-setting’. By that I imagine you mean material objects. What about immaterial labour and research. Could you describe for us your methodology? What happens before things start to materialise? What happens when material comes into play?

These things develop on different levels and within several time-frames. Some works or projects are more location and context-related than others and additionally I often have ongoing processes where materials and ideas are developed over time, sometimes over many years. This can be for example collecting found images or objects, and some of these processes find their way into a finished result, some never see the light of day. The materialisation of each work is developed together with the content and relates to each particular piece on its own premises. Often the idea will define the form and the format, but I try not to be too dogmatic.

Yes, dogmatic can be limiting. Have you tried to expand the platform that you show your art outside of the exhibition space context?

 Occasionally I’ve taken the opportunity to install or arrange sculptures in public spaces, leaving them to their own faith and gradual decay in interaction with their surrounding environment. These works typically have a limited existence aside from a photographic documentation that at some point may or may not become a work in itself.

Night Out Dress Down, 2013. Found clothes, oriented strand board, pure rice starch, glue and screws. Dimensions variable.

Tell us a little bit about your book publications. When did you start to publish books and why and are they available in Iceland?

There are a couple of early collaborative artist’s books created with colleagues a dozen years ago and then later I started working with Teknisk Industri in Oslo and also started self-publishing with Multinational Enterprises, my own one-man artist-run publishing house. For me the artist’s book is a classic genre just like painting, sculpture, photography etc., with its own history, limitations and possibilities. It is also an utterly generous medium allowing me to produce complex artworks with a great quantity of material by means of limited budgets and reach an audience on their own premises, be that their own private apartment, a library, an art book fair and so on. The artist’s book definitely lives and thrives inside as well as outside the white-cube. Some of my books can be acquired at the newly opened art bookstore Books in the Back, located in the back room of the Harbinger Gallery in downtown Reykjavík, others, you’ll have to import yourself.

Portraits by Waiters, 2013. Page 48, me enjoying a nice meal in the Museum Ludwig, Cologne. Published by Multinational Enterprises
We thank Sveinn for his answers.

Sveinn Fannar Jóhannsson grew up as a child of nature at a bottom of a valley in Norway but then at the tender age of 18 moved to the big city of Oslo before embarking on an art education in Leipzig, Germany. He has exhibited solo around Germany and Norway and these days he lives and works in Oslo.

www.johannsson.org

Interview: Hulda Rós Guðnadóttir

Featured image with article: Back in the childhood home, Kópavogur 2013

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Eirún Sigurðardóttir myndlistarkona og einn þriggja meðlima Gjörningaklúbbsins gaf nýverið út handbókina Skapandi ferli, leiðarvísir og kynnir hún þar til sögunnar aðferðarfræði sem hægt er að nýta sér í skapandi ferli. Okkur langaði að vita meira um framtakið og spurðum Eirúnu nokkurra spurninga.

Hvernig kom það til að þú réðist í að gera þessa bók?

Mér fannst það mikilvægt til þess að styrkja orðræðu og þekkingu á skapandiferli. Ég var búin að kenna sama námskeiðið í LHÍ í mörg skipti og 5 síðustu með Huginn Þór Arasyni myndlistarmanni, við vorum búin að þróa kennsluaðferðirnar okkar mjög mikið og safna í góðan reynslubanka. Ég vildi halda utan um þessa þekkingu og gefa fleirum tækifæri á að nýta sér hana.

Er leiðarvísirinn eingöngu hugsaður fyrir listamenn eða geta fleiri nýtt sér hann?

Leiðarvísirinn er fyrir alla sem vilja leggja upp í óvissuferð skapandi ferlis og einnig fyrir kennara sem leiðbeina hópi í gegnum slíkt ferðalag. Leiðarvísirinn er litaður af mínu sjónarhorni og þeim þekkingarbrunni sem það kemur úr en það hafa allir not af því að fá sér sopa.

Hvernig þróuðust þær aðferðir sem þú kynnir hér til sögunnar?

Þær þróuðust með tíma, reynslu, samvinnu og þekkingu. Þessar aðferðir sem ég kynni byggja á  20 ára reynslu af því að vinna að myndlist og á mörkum listgreina bæði ein og sem hluti af Gjörningaklúbbnum og einsog áður segir með því að þróa sama námskeið í nokkur skipti í skapandi ferli ásamt kollega mínum.

Þessar 4 vörður sem leiðarvísirinn byggir á fóru smám saman að myndast eftir því sem að við fórum að gera okkur betur grein fyrir því hvar erfiðleikarnir höfðu tilhneygingu til þess að liggja í ferlinu hjá nemendum okkar. Í framhaldi af því fundum við svo leiðir til þess að þjálfa og efla sköpunarferli þeirra. Fólk verður strand á svo mismunandi stöðum í ferlinu og því er mikilvægt að hver og einn átti sig á eigin sköpunarferli og verkjum ef því er að skipta svo að auðveldara sé að díla við þá.

Sköpunarferli listafólks geta verið mjög ólík en þessar 4 vörður: kveikjur, hugmyndavinna, skissur í efni og úrvinnsla, eiga það sameiginlegt að verða á flestra leið. Stundum vill fólk t.d. festast á hugmyndastiginu og á erftitt með að koma sér á næsta stig þ.e. að prófa og gera tilraunir og þá er gott að geta bent í áttina að næstu vörðu sem leggur áherslu á að prófa hlutina, skissur í efni. Aðal áherslan í skapandi ferli er að treysta á neistan/eigin áhuga/tilfinningu/innsæi og leifa því svo að þróast áfram á opinn hátt og með vissum aðferðum án þess að vera með fyrirfam gefna niðurstöðu, reyna að fá sem mest út úr ferlinu þannig að það geti gefið af sér marga möguleika sem síðan er valið úr.

Eru þetta upplýsingarnar sem þú vildir hafa getað gengið að sem ungur og nýútskrifaður listamaður eða jafnvel listnemi og hverju hefði það mögulega breitt fyrir þig?

Já, ég held að það hefði gert námið mitt markvissara og undirstöðurnar sterkari og það hefði líka verið fínt að geta kíkt í svona bók þegar ég var t.d. að undirbúa kennslu í fyrsta skipti. Mitt grunnnám í M.H.Í byggði reyndar að miklu leyti á tæknikunnáttu þannig að áherslan var önnur. En nám og námsaðferðir líkt og viðhorf til skapandi ferlis eru alltaf að þróast og munu halda áfram að þróast. Þó að ég eigi erfitt með að ímynda mér það í dag þá verður þessi bók væntanlega líka barn síns tíma í framtíðinni. En ég trúi því samt að í henni sé kjarni sem falli aldrei úr gildi.

Bókina er hægt að kaupa í Mengi Óðinsgötu 2 og Flóru á Akureyri. Einnig verður hægt að panta hana í nánustu framtíð í gegnum heimasíðu Eirúnar: eirunsigurdardottir.net

Curating The presence at Wind and weather window gallery

Curating The presence at Wind and weather window gallery

Curating The presence at Wind and weather window gallery

In the dark days of the New Year, January and February 2017, Wind and Weather Window Gallery presents The Presence, an artist performance series in three parts featuring the Oracle, the Consultant, and the Masseuse. Each role will be representative of different aspects of presence. Varying formats will mediate the scene, which will be recorded and live-streamed at artzine.is, as well as projected at different times throughout the series from the artzine website, Hverfisgallerí in Reykjavík, the Queens Collective, a community art center in the Medina of Marrakech, Morocco, and at Tranzit, a comtemporary art network in Lași, Romania. The window will act as a portal to elsewhere, just as video spans dimensions, present yet infinitely distant. 

The series will begin with the Madame Lilith, the oracle and deer messenger, passing from this world to another through the medium of video in the body of Ásdís Sif Gunnarsdóttir. The Oracle brings information about infinite presence with the help of tools to carry the information. When the Oracle is not present in body, she will be present through video. In Ásdís’ previous incarnations of performance she has used video to explore perception and the projection of the poetic imagination onto objective representations. In collaboration with artist, Kathy Clark, the Oracle arrives in this dimension by way of set and setting. Through infinite presence, we see how different layers of mediation are played out in reality.

Vedur og Vindur / Wind and Weather Window Gallery, Hverfisgata 37

The Consultant, embodied by Ásta Fanney Sigurðardóttir, will provide services through her window office in the bureau of internal affairs. The office will work as a structure through which the intangible world can reach the mundane. It is through structures such as offices that the officiality of transactions goes unquestioned. Therefore, it is the chosen infiltration setting for the Consultant to serve her role as detective of the poetic imagination. An omnipresence who sees and knows all, she explores the contexts of situations client by client.

In the month of February, Katrin Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir will present The Friction of Art through the intimate service of the foot massage. Katrin explores the friction between the viewer and the performer through this intimate exchange of giving and receiving. She aims to relay the sincerity with which art is working in service to society. Art can be as intimate and sincere as a foot massage, although she shows us blatantly how so. The foot massage is a metaphor for what artists do on other levels, carrying on the knowledge of teaching intimate presence.

(See full Schedule below)

Kathy Clark, curator of Wind and Weather Window Gallery.

Kathy Clark, curator of Wind and Weather Window Gallery and collaborator in The Presence, has been holding exhibitions for the past three years at Hverfisgata 37. Kathy works in sculptural installations and found objects in her studio beyond the window gallery. The exhibition space incorporates a quotidian atmosphere in which everyone is part as passersby can experience the exhibition from the street.  I spoke with Kathy while work on The Presence was underway to find out more.

Do you feel that the studio makes an impact on how things are composed in the gallery, and/or vice versa?

They are quite separate.  It was in the beginning just me showing my work and then I started going to openings and meeting people. Later, I started asking people if they were interested in showing in my window gallery and everyone was really excited at the idea. Because people are walking and driving by, the idea is that it is art for everybody. Not everybody walks into an art gallery as it is more closed and can be only people who are interested in art go. It’s very much a DIY venture, which people are very responsive to here in Reykjavik.

As a non-commercial gallery, everything operates on an exchange of ideas with the artists exhibiting. Wind and Weather Window Gallery and its publicness allow a curious interplay as one usually finds this type of window full of commercial advertisements or products for sale. When that is replaced by a display whose agenda it is up to the viewer to decide, many things can happen.

Each exhibition runs for two months, quite some time in the space of a year. All of the wider socio-political events taking place in that time frame seem to become part of the public dialogue as the window gallery is part of public life. The everyday holds this presence that is at once everywhere and nowhere. There is also the idea that the everyday can be more confrontational to things in the wider world, especially outside of the art world, and in a way that art institutions cannot address as potently. There is a democracy to the everydayness as it is in the day-to-day where encounters happen that invoke real change.

Do you see that being a non-commercial gallery affects what the artists choose to exhibit?

True art to me comes from the person. What do they want to share with the world and what do they want to express? If that becomes a trend, that’s great, but more importantly is just that the artist expresses what the artist needs to say. What does it mean to them? I think it is becoming more and more a minor point in the discussion. I know artists go to school and become affected by their peers and teachers. But all of the factors leading up to where you make the decisions you make is very important. Where along the line have those decisions come from? Basically it is a question of choice for the person. Of the whole realm of that person what does that decision mean for you? I try to draw that out of the artists exhibiting when we have dialogues.

Since 2013, Wind and Weather Window Gallery has shown a variety of artists, both local and from abroad. In 2013, the gallery featured work by Kathy Clark, Steinunn Harðardóttir, Rebecca Erin Moran, and Claudia Hausfeld. In 2014, Auður Ómarsdóttir, Dóra Hrund Gísladóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Ragnheiður Káradóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, and Ásta Fanney Sigurðardóttir. In 2015, Ólöf Helga Helgadóttir, Myrra Leifsdóttir, Ragnhildur Jóhanns, Serge Comte, Ámundi, and Amy Tavern. In 2016, Haraldur Jónsson, Christopher Hickey, Halldór Ragnarsson, Linn Björklund, Úlfur Karlsson, and Anne Rombach exhibited. The space has experienced performance, video, installation, and many hybrids. From 2015-2016, Kathy also had a space on Laugavegur called Better Weather Window Gallery which featured exhibits by Halla Birgisdóttir, Johannes Tasilo Walter & Rebecca Erin Moran, Steingrímur Eyfjörð, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, David Subhi, Sigurður Ámundson, Lukka Sigurðardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Nikulás Stefán Nikulásson, Claudia Hausfeld, Freyja Eilíf Logadóttir, and Snorri Ásmundsson.

Do you feel like a curator in any sense?

We do talk about their ideas and when they come to me. I do have to agree to it because sometimes an artist may have an idea that I don’t think would work in terms of lighting or space. More often than not I am open to their ideas. I’m also here to give advice and support and bounce off ideas and ask questions. I’m interested in finding out what are they trying to say with their work. You have this whole space so I want the artist to consider the whole space. It’s this exchange that has been so potent. It has nothing to do with commercializing. I pay for the sign and I give my time. The only thing I ask for is an art piece in exchange. So it is an exchange of energy from one artist to another.

Although Kathy does not describe herself as a curator of Wind and Weather Window Gallery, her role brought to mind older contexts of the term ‘curator.’ Looking at the etymology of the term ‘curator’ we see it comes from the Latin cura, which means ‘to cure.’ In the middles ages the term was linked to the two curious positions of both the parish priest who was the ‘curate of souls’ and a more bureaucratic keeper of books and public records. In some ways the modern curator is still a curious mix of these two roles, procuring a kind of aesthetic cure for society. In Kathy’s case, the exchange of time and space with local artists does as much for the public.

 Erin Honeycutt

 The Masseuse

February 3rd.

February 8th.

 The Consultant

January 23rd.

January 25th.

 The Oracle

January 14th.

January 20th.

January 8th.

January 7th.

The Oracle: Ásdís Sif Gunnarsdóttir      7. janúar – 20. janúar 2017

The Consultant: Ásta Fanney Sigurðarsdóttir      23. janúar – 28. janúar 2017

The Masseuse: Katrín Inga Jonsdóttir Hjördísardóttir     1. febrúar – 26. febrúar 2017


Below is a detailed schedule with information about appointments and screenings:

The Oracle: Ásdís Sif Gunnarsdóttir & Kathy Clark     6. janúar – 20. janúar 2017

Appointments by email at asdissifgunnarsdottir@gmail.com or windandweather.is/contact/
The Oracle is live and present in the window gallery on the following dates:
January 7th, 8th, 14th, 15th and 20th at these times:

  • 17:15 
  • 17:30  
  • 17:50 
  • 18:15 

Walk-in-sessions:

18:30pm  and 18:50

On Friday, January 20th is the closing performance, a farewell session open to everyone from 17 – 19.

One may make an appointment on these days or special appointments can also be made upon request.


The Consultant: Ásta Fanney Siguðarsdóttir      23. janúar – 28. janúar 2017

Appointments by email at astafanney@gmail.com or  www.windandweather.is/contact/

The Consultant is live and present in the window gallery as follows:

Appointments begin January 23rd – January 28th at 12:01 pm

One may make an appointment on these days at 12:01 pm

Special appointments can also be made upon request.

On Saturday, January 28th is the closing event open to everyone from  17 – 19. 


The Masseuse: Katrín Inga Jonsdóttir Hjördísardóttir    3. febrúar – 26. febrúar 2017

 Appointments by email at artstudiodottir@gmail.com or www.windandweather.is/contact/ 

The Masseuse is live and present in the window gallery as follows:

Saturday,  February 4th is an opening performance from 17 – 19. All are welcome to attend.

Saturday,  February 4th from 17 – 19 with appointments available at the following times:

  • 17:15 pm
  • 17 :40 pm 
  • 18:20 pm
  • 18:45 pm

 Walk-in-session:

  • 18:45pm  

February 3rd, 4th, 10th, 11th, 17th, 18th, 24th , 25th ; from  16:30 – 19.

Walk-in-Sessions:

  • 16:20
  • 16:40

Appointments:

  •  17:00 
  •  17:20 
  •  17:40
  •  18:45

Walk-ins are also accepted. 


Appointment email: asdissifgunnarsdottir@gmail.com or windandweather.is

More about Wind and Weather Window Gallery.

The Importance of ‘What If?’

The Importance of ‘What If?’

The Importance of ‘What If?’

 Kwitcherbellíakin at Reykjavik Art Museum.

The two week installation Kwitcherbellíakin ended the last weekend of October at Reykjavik Art Museum as part of the Occupational Hazard project, a think tank which evolved around the former United States Naval air base, Ásbru. In the project, the former NATO-base plays a role as both a geographical place as well as a rhetorical meeting place where local Iceland meets global affairs. The site has now been reinvented as Ásbru Enterprise Park, a business development center for science, education and innovation. As Ásbrú is a poetic term (from the Snorra Edda) to describe the rainbow bridge leading to the home of the gods, it is a fitting description of the transitive identity of the place as a means to another place. The Occupational Hazard project focuses on the use of speculative fiction to rework past narratives and imagine future scenarios and conditions of being. A place such as this acts as a non-place in which to both rely on as a structure and to formulate the breaking of that structure through imaginative speculation.

In the installation put together by Hannes Lárusson, Tinna Grétarsdottir, and Ásmundur Ásmundsson, we see an amalgamation of Land Art and Glitch Art meeting cultural detritus. Other artists collaborating in the installation were Pia Lindman, Unnar Örn Auðarson Jónsson, Skark and Ato Malinda/The Many Headed Hydra. The digital collages within the installation contained historical events, icons, and innuendos mixed with a wide sweep of Western Art historical iconography. The symbology juxtaposed with historical imagery spoke of the contemporaneity of the situation as the historical events’ power and influence was still as much a part of the current dialogue.

I continually returned to Foucault’s notion of heterotopias when attempting to unpack the layers of meaning involved in the installation and its context within the wider speculative project. Foucault’s heterotopia is one in which the suspension of time and place holds infinite possibilities of past and future. His account of institutions of power produce a contrasting space in which several incompatible spatial elements are juxtaposed in the same plane of possibility, encapsulating discontinuities. Time becomes weightless in the heterotopian conditions. Embracing seemingly everything but art, the installation makes an account of the condition of being spliced between neoliberal ideologies and capitalist junctures. Aesthetic engagement can bring a more sophisticated take on the reality which we are grappling with.

No title, 2016 (Ásmundur Ásmundsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir)

In 2011, the artists created the controversial exhibition Koddu which highlighted political and socio-cultural changes taking place in Iceland since the 1990s. Their aim was to thread the relations between iconography and ideology in contemporary Iceland before and after the financial crisis and to address core ideas of national identity. In their analysis of Icelandic cultural politics, they brought into discussion some of the ways in which artists are used in the redefining of Icelandic culture to suit the needs of corporate branding, which can lead to a distortion of reality. In Kwitcherbellíakin, the artists continue to explore these themes in the direction of a model which aggravates the focus on utilitarian outcomes of art.

In conversation with Tinna and Hannes after the closing of the installation, we spoke further about their intentions, inspirations, and the processing of reactions. Hannes spoke about how the installation openly addressed elements that continue to play themselves out in the arts, such as the local/global interaction, which, according to the artist, is a continuation of the agenda that began with Iceland’s independence from Denmark in 1944. World War II not only marks the turning point in the history of Iceland toward modernization; the blast of the atom bomb in 1945 marks the beginning of the Anthropocene. As Tinna pointed out, “the promises of the ‘good life’ of modern progress has turned into times characterized by precarity. It is not just the soil that is exhausted – the social structures and human rights that are supposed to secure human and non-human well-being are increasingly dysfunctional and ignored.”

The installation was a camp in many ways, something which Tinna brings to the wider sociol-political sphere in noting how the term has been used to characterize today’s socio-political developments. The notion of the camp has been described by the philosopher Giorgio Agamben as “the fundamental biopolitical paradigm of the Modern” (see Homo Sacer. Sovereign Power and Bare Life). The sociologist Pascal Gielen uses the term to describe the art world and the false sense of freedom that it evokes, as the encampment of the art world is continually defined by the inevitable enclosures of capitalism. Tinna notes how Kwitcherbellíakin was the name of a camp in Reykjavík whose commander planted two palm trees and gave it this name. Other camps had very different names after generals or military history. As stated in the introductory text, it could be seen as the first art installation in Iceland, and the first contribution to the local scene.

Image: Kwitcherbellíakin,  Reykjavik Art Museum (Court yard). Ingvar Högni Ragnarsson.

The ‘camp’ composed in the installation consists of a variety of elements each carrying a plethora of messages with which to assimilate into a consensus, but perhaps the heterotopic nature is best put into context here where the aesthetic statement is one of disjunction, certainly not an easily quantified outcome. The scale of the installation is immense for a two week time frame: 81 pieces of cloth painted as a rainbow by asylum seekers at Ásbrú during a separate project (the Broken Rainbow Project) hang on the railing amongst pieces of “trash” (none of which is made locally), 15 enlarged digital collages held up by 20 used Lazyboy recliner chairs resting on 40 tonnes of soil. There was also sound installations, videos, a diesel electricity generator, freezers, a compound microscope for viewing the tardigrade – one of countless organisms living in the soil, and three tonnes of stones from the demolished turf house, Litlabrekka.

Tinna described the reactions to the role of the soil in the exhibition space and how reactions to it were a case in point:
„While entering the exhibition space the audience becomes part of the installation. They need to find their feet to move around in the space ‘wearing’ blue plastic shoe covers – a telling image of our relationship with the soil and non-humans others. The 400 square meter exhibition’s soil-covered floor seemed to irritate many of the museum staff – they saw it as creating mess, infecting other spaces of the museum etc. Children were the most enthusiastic about the soil – curious and relating to it and its inhabitants. Soil is not simply a base of life. It is a world of relationality – a ‘multispecies muddle’ to use the words of Donna Haraway. The urgency of our times has called for reconfiguration of how to live with the planet and its inhabitants. Moreover, understanding the multiple temporalities of soil, its organisms and ecological assemblages might prove valuable to disrupt and resist the Modern progress of the anthropocentric, capitalist timescale.“

No title, 2016 (Ásmundur Ásmundsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir)

While all of the digital collages in the installation are untitled and meant to be seen as a continuous iconography, it is possible to look at them individually. This image is meant to mark the beginning of the worldview that began with independence from Denmark in 1944. World War II was taking place at the time, a fact that the artists feel the impact of which is missing from historical narratives. In using speculation about the past the artists have the ability to bring up discussions about the commonly held narrative that has not been very present in public discourse. In the image are references to these global affairs such as the Russian tank and the American pin-up postcards on the table where the document is being signed. The absence of women at the signing is notable, although one of the men wears a woman’s hat from the Icelandic national costume. As the image tries to contextualize the place of Iceland in world affairs at the time, the dire situation is painted with humor. According to Hannes, “Iceland is always in dialogue with colonization, something which is not from Iceland, but the rest of the world. Even in current affairs,” he says, “the idea of maintaining independence while taking part in the global economy is a constant struggle.”

Images: No title, 2016 (Ásmundur Ásmundsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir)

The frivolity which has marked the media sensation of the US presidential elections can be seen in these two images representing the dichotomy that has become the figures of Hillary Clinton and Donald Trump. Their respective icons have become synonymous with certain ideologies mashed together to create their monstrously heavy identities. The exhibition was held at the same time as the Icelandic elections with the US elections on the horizon; a precarious temporality, which in hind-site seems worlds away. The condition of time in the camp of the exhibition is effectively multilayered to address this sensation.

Like figures from the collective subconscious, they are composed from an array of sources that the viewer may not take into consideration consciously. The Medusa from Caravaggio is wearing a skirt from Degas that covers the tail from Nina Sæmundsson’s mermaid sculpture. Her outstretched arm is holding the balls of David from Michelangelo. Tinna notes that the male anatomy here is more like a handbag, which poses the question of how we are going to inherit this history: “…what kind of luggage are we going to bring with us into the future?” Thinking about future speculations and what kind of future we have ahead of us, this is why the Medusa is so important in this image. She pops up and has been used in philosophy and cultural discourse throughout history. As the original ‘nasty woman’ she has been brought up in the US elections as an allegory for Hillary Clinton. There are again many narratives to choose from. Tinna notes that these two images “…are not just the state of mind, the state of the world, or the state of art, but the state of the post-human…” The amalgamated figures are barely human, a branded interspecies pair who de-center the human from the Anthropocene.

No title, 2016 (Ásmundur Ásmundsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir)

The Anthropocene, the epochal term that is marked by significant human impact on the earth’s systems, plays a large part in the exhibition. Covering a very broad timeline and embracing many system’s processes, it gives us glimpses of the role of speculation and imagination as a powerful tool in coming to realize the tensions inherent in any narrative. This embrace can allow a consideration of a wide spectrum of potential futures. To answer one of Tinna’s questions, “What can artists do in this system?” I think a potential answer is to continue wielding a way of thinking and creating that pushes the boundaries of our imagination where systems of oppression and fear would have us encapsulated by small-mindedness. We can turn judgment into curiosity and use fear to rouse empathy. In continuing to let “What if?” permeate our convictions and narratives, a plethora of possibilities and perspectives is opened. As political dichotomies seem to be approaching radical opposition in many places in the world, the need to break out of this binary thinking seems more important than ever. Speculative tools, as these artists have shown, can lead to different realities, some more dystopian than others, but it is the ability to be adaptable and authentic in our thinking that could make all the difference.

Erin Honeycutt


Featured Image, overview of courtyard: Ingvar Högni Ragnarsson

Hvað gerist ef dúfa skítur á glerkassabyggingu?

Hvað gerist ef dúfa skítur á glerkassabyggingu?

Hvað gerist ef dúfa skítur á glerkassabyggingu?

Egill Sæbjörnsson opnaði sýningu sína í Hafnarborg um síðustu helgi sem hvetur okkur til að horfa gagnrýnum augum á manngert umhverfi okkar, sem samanstendur af þráðbeinum línum og allt of mörgum einföldum flötum. Fyrr á árinu bauð Egill fólki til samvinnu í Bakaríi þar sem þátttakendur unnu saman að því að búa til flóknari og lífrænni arkitektúr sem færir auganu verðugt viðfangsefni. Útkomuna úr þessari fallegu samvinnu gefur að líta á sýningu hans Bygging sem vera & borgin sem svið. 

Borgin er ein stór stofa sem tilheyrir okkur öllum

Egill stóð fyrir viðburðinum Bakarí í Hafnarborg fyrr á árinu og bauð þátttakendum að móta byggingarlist í brauðdeig sem lið í undirbúningi sýningarinnar. „Í Bakaríinu voru búnir til litlir brauðhlutir sem við stækkuðum upp í fulla stærð sem er mjög fallegt að sjá,“ segir Egill.

Borgarskipulag, arkitektúr og manngert umhverfi eru málefni sem Egill er að vinna með á sýningunni. „Ég er búinn að vera að ergja mig á nýjum byggingum, bæði hérlendis og erlendis í langan tíma og hef talað mikið um þetta við vini mína sem eru arkitektar. Ég hef þrengt þetta niður í að 20. aldar arkitektúr er með of lítið af flóknu yfirborði. Í gömlum húsum skapar skraut byggingarinnar flókið yfirborð og þó við þurfum ekki endilega að búa til skraut í dag eins og það var þá, þá þarf hluti af byggingunni að vera svolítið flókinn. Það þarf að vera meira af einhverju sem er fallegt því nú er þetta allt of stílhreint og redúserað. Það má ekki ein dúfa setjast á glerkassabyggingu og skíta á hana að þá fellur hún og fer alveg úr jafnvægi. Mér finnst arkitektar í dag vera heilaþvegnir af því að allt sem heitir skraut sé vont. Ég held að það sé sjúkdómur 20. aldarinnar og ég bíð eftir að það fari að snúast við.

Þetta er eitt sem ég er að taka fyrir í þessari sýningu, því í Bakaríinu bjó fólk til glugga, tröppur og hurðir úr deigi sem var bakað í staðinn fyrir að vera hannað í AutoCAD. Deigið beyglar allt sem þú gerir og það fær lífræna áferð á meðan AutoCAD myndi leiðrétta hverja einustu línu, gera hana beina og stífa. Á þennan hátt erum við að búa til arkitektúr í gegnum lífrænt efni í staðinn fyrir svona beinlínu-ferli.“

01a

Egill bendir á að eins og með alla menningu er mannlegt umhverfi ekki einkaeign fárra útvaldra heldur sameign allra sem deila umhverfinu, nota það og tilheyra því. „Byggingar skapa umhverfi sem tilheyrir okkur öllum og við eigum öll rýmið á milli húsanna. Þetta er allt saman borgin okkar, leiksvið okkar tilveru og í raun eins og stofa okkar allra. Borgin er ein stór stofa og við eigum rétt á því að þetta sé gert vel. Þetta er bara spurnig um vilja og kröfu samfélagsins. Í miðbænum er krafan um vandaðar byggingar hærri, krafa um skrautlegar og hlýlegar byggingar. Mér finnst að borg eigi að vera eins og lófi sem maður horfir inn í og þar sé hægt að sjá heila lífssögu. Hún má ekki vera hvítt blað sem er óskrifað og hundleiðinlegt.“

„Á sýningunni er ég líka að tala um Hafnarfjörð, sem mér finnst vera gott dæmi um íslenskan raunveruleika. Það er dæmigerður mannlegur faktor að maður sér ekki hvaða gull maður hefur í hendi sér, en ef horft er á Hafnarfjörð utan frá áttar maður sig á því hvað hraunið er einstakt, eiginlega á heimsmælikvarða. Það er alveg rosalega júník. En Hafnarfjörður er eins og unglingur í identitíkrísu sem veit ekki alveg hver hann á að vera. Hér er t.d. verið að búa til eitthvað feik identití með því að þykjast vera víkingabær, sem er algjör meðalmennska. Í staðinn fyrir að finna sinni innri styrk sem er falinn í því sem bærinn hefur fengið í náttúrulega forgjöf, sem er hraunið, bæjarlækurinn og söguleg höfn. Ef bærinn myndi byggja á þessu gæti hann fengið mikið sterkara byggðarsérkenni og persónuleika.“

Það er fleira í manngerðu umhverfi Hafnarfjarðar sem Egill gæti vel hugsað sér að gera á annan hátt. „Hönnunarslys geta alltaf komið fyrir hvar sem er, eins og að allt aðalsvæðið á nesinu í Hafnarfirði er bara bílastæði. Fjörðurinn er barn síns tíma og sýnir algert skilningsleysi á þessum djúpa karakter Hafnarfjarðar, sem er byggður í hrauni. Með hrauni en ekki á móti hrauni þar sem alltaf er verið að valta yfir hraunið. Í stað þess að hanna torg með stéttum úr prefabricated, tilhöggnum steinum ætti að horfa í bakgarðinn, þar sem öll þessi fegurð er í hrauninu. Hafnarfjörður á eftir að vera til eftir 200 ár og það er mjög stórt svæði sem er óbyggt í Hafnarfirði sem nær alveg upp að Helgafelli og lengra, ef ég hef skilið það rétt. Ég held að Íslendingar þurfi að taka ábyrgð og vilja byggð t.d. í svona landslagi þar sem reynt verður að byggja með hrauninu og hafa þetta svolítið sérstakt. Þegar byggt er fallega og vel er það svo góð langtíma fjárfesting, bæði peningalega séð og fyrir samfélagið, fyrir heildina. Við þurfum að hækka þessa kröfu.“

Gullöld íslenskrar myndlistar

Af því að Egill hefur verið búsettur í Berlín í langan tíma spyr ég hann út í skoðun hans á íslenskri myndlistarsenu.

Hvað gengur vel á Íslandi og hverju þarf að breyta?

„Mér finnst mikil blessun að hafa Kling & Bang hérna og mér finnst Nýló vera eins og móðir listarinnar sem tekur öllum opnum örmum. Nýló er mjög falleg institute en þær eru margar að deyja út erlendis. Nýló má alls ekki verða að stofnun sem setur sig á einhverskonar hærra plan og það er mjög mikilvægt að listrænt frelsi Nýló verði algjörlega verndað. Eins er mikilvægt að ungt fólk haldi áfram að fá tækifæri til að reka safnið og þar sé breiður hópur listamanna boðinn velkominn. Það er það sem er fallegt við Nýló og listin á að vera á breiðum skala og fóstra listina. Það er aðalatriðið.“

„Það sem mætti laga á Íslandi er að hér er mikill óprófessionalismi. Það er ekki af því að fólk sé vitlaust, það er bara ekki sami prófessionalismi hér eins og t.d. í Þýskalandi þar sem t.d. söfnin heimta af þér að þú sért búinn með sýninguna þína tveimur mánuðum fyrir opnun og hringja stöðugt í þig þremur mánuðum fyrir opnun. Hérna byrjar fólk að hringja tveimur vikum fyrir opnun. ‘Þetta reddast’-faktorinn er mjög góður en hann væri ennþá betri ef hér væri meiri prófessionalismi.“

„Peningar eru ekki allt sem þarf í myndlist en það mætti styrkja tilburði fleiri gallería til að komast út. Það væri æðislegt ef fleiri íslensk gallerí gætu farið á messur. Íslenskir listamenn eru enn of lokaðir af og það þarf að reyna að koma þeim í tengsl út á einhvern hátt.

Listamannalaun eru mjög mikilvæg og ég vona að það verði skilningur til að halda þeim áfram. Þau hafa hjálpað mér alveg gífurlega í gegnum tíðina og mjög mörgum. Nú eru nokkrir listamenn sem eru að gera það ágætt og eitthvað af þessum peningum eru hreinlega að skila sér beint aftur kassann fyrir utan öll menningarlegu áhrifin sem eru margfeldisáhrif.

Ég held að íslensk myndlist sé á blómaskeiði í augnablikinu. Það hefur aldrei verið svona mikil þensla og mikið í gangi. Það er gullöld í myndlist í rauninni, þó að hún fari kannski ekki mjög hratt þá er hún samt í gangi.“

Á þessum ofsajákvæðu nótum setjum við lokapunktinn í bili.

Takk fyrir viðtalið, Egill.

Hlín Gylfadóttir


Myndir með grein: Daníel Magnússon

Nánari upplýsingar um sýninguna:

CURRENT

Um sýninguna á vef Hafnarborgar

UA-76827897-1