Listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure

Listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure

Sunnudaginn 12. júní kl. 15-16 verður listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure sem verður opnuð næstkomandi laugardag, 11. júní, kl. 15-16.

Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk, þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Listamennirnir sex, Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason / pabbakné, verða allir á staðnum ásamt báðum sýningarstjórum, Hlyni Hallssyni og Ingu Jónsdóttur, og spjalla um sýninguna.

Verið velkomin. Aðgangur er ókeypis.


Einkennismynd með frétt: Birgir Sigurðsson

Goddur islands – Shu Yi exitus

Goddur islands – Shu Yi exitus

Opnun Föstudaginn 10. júní klukkan 16:00 – 19:00
Sýningin stendur til 4. júlí.

Skúlagata 32,

Islands

These sleeping islands… most of which have been abandoned. What are we really thinking when we we visit deserted islands? I have visited them during the last three years for a sentimental escape — to capture them with my camera. Each time I gaze upon them through my view finder, it retraces for me recollections of my ancestors, their protective presence. All my lineage of ancestors with their temperate hearts and their infantile smiles; on my maternal side are those who lived there for centuries. They all visit my mind. My lineage is usually linked with Svefneyjar or The Sleeping Islands on Breidafjördur on the west coast of Iceland. I think about this harsh, isolated living, which actually means “to set apart”, but also their paradise, their shangri-la. In Italian island is isola, which comes from insula. Therefore insular, peninsula, isolation, etc.; all attributes and metaphors of these pieces of land set apart from the rest. These islands that carved their faces, like scriptures on dormant rocks, forming museums of memories in my imagination — on these magical moments I release the shutter on my camera.

Goddur

Goddur (Gudmundur Oddur Magnússon) is a professor in Visual Communication at Iceland Academy of the Arts. He is educated in Fine Art from Iceland College of Art & Crafts in Reykjavik (1976-79) and in Graphic Design and Photography at Emily Carr University of Art & Design in Vancouver, Canada (1986-89)

Goddur’s work in photography have been displayed in solo exhibitions and included in group exhibitions like “New times in Icelandic Photography” at Reykjavik Art Museum and “Seasons of Icelandic Photography” Moscow House of Photography in Russia.

His photography has been widely used in graphic design as posters, cd-sleeves and book jackets. Those work have been published internationally from publication companies like TASCHEN, Laurence King in London and Die Gestalten in Berlin.

__

Exitus

Landscape has always intrigued me as an open invitation. Inherently it contains information about how it has come to be formed. At the same time it recedes and diminishes by exposure to the elements over time. In this exhibition, I have selected two series of photographs that explore the relationship between landscape, time and space. The title Exitus was initially inspired by my reading of Haruki Murakami’s 2002 [trans. 2005] novel Kafka on the Shore. In it, the presence of an entrance stone in the landscape is an important motif in the novel as it represents the boundary between a physical and metaphysical order. In my photographs I capture scenes that reflect my understanding of landscape as both spectator and participant. Whether objective or subjective, they reflect myself, while at the same time they permit me to sense alternative states of being. Exitus refers simultaneously to motion in both directions, from physical to metaphysical states, and from other existences back into our reality.

Shu Yi

Shu Yi is a Fine Art photographer and Graphic Designer based in Reykjavík, Beijing and London. She studied at Capital Normal University in Beijing and completed the master’s programme of Fine art photography at London College of Communication in 2012.

Shu Yi’s aesthetic value and artistic concept has been greatly influenced by a combined effect of both Eastern Buddhist thinking and Western cultural history and philosophy. Most of her photographic work reflects enthusiasm and doubt about the interconnection between time, space, and matter, particularly their proportional relationship, one to the other.

While studying photography at London College of Communication she began her photography practice which is preoccupied with discussing and understanding how human beings perceive time and space in different manners through an artistic point of view.

Dream Lover í Ekkisens

Dream Lover í Ekkisens

English below

Víðkunna fjöllistakonan Berglind Ágústsdóttir opnar einkasýninguna Dream Lover í Ekkisens þann 10. júní kl. 17:00. Verið hjartanlega velkomin í opnunarhófið. 

Sýningin verður svo opin til 25. júní frá þriðjudegi til sunnudags frá kl. 16:00 – 18:00 nema annað verði tekið fram á viðburðasíðu.

Berglind hefur undanfarið gert tilraunir með skúlptúra sem unnir eru í gifs sem og gert myndbönd við tónlist af plötu sinni Just Dance. Hún mun sýna skúlptúra, teikningar og vídjóverk í Ekkisens jafnframt því að vinna ný verk á sýningartímanum og gera tilraunarútvarp.

Berglind (f.1975) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Hún hefur sýnt víða hér á Íslandi og erlendis og staðið að listviðburðum, verið sýningarstjóri og starfað sem tónlistar og myndlistarkona sem hefur ávallt blandað miðlum saman og unnið mikið í samvinnu við aðra. Berglind hefur spilað víða um heim og gefið út plötur og kassettur. Hún vekur hvarvetna athygli enda fer ekkert á milli mála að list hennar er samofin framkomu hennar og atferli dags daglega. Líkt og í hversdagslífinu beitir hún í myndlist sinni litum, mynstri, leikföngum og ljósmyndum til að koma á framfæri því sem henni liggur á hjarta. Verkin eru ýmist gjörningar, myndbönd, tónlist eða innsetningar. Einnig skipurleggur hún tónlistar og list viðburði og gerir tilrauna útvarp


The nationally renowned multi-artist, Berglind Ágústsdóttir will open a solo exhibition „Dream Lover“ in Ekkisens Art Space on June the 10th from 17:00 – 19:00. On display will be a number of playful works, experimental plaster sculptures, drawings and on site happenings. Berglind will create new works in the space during the exhibition and manage an experimental radio. The title of the exhibition is derived from a video art piece which will be premiered in Iceland in the show, a collaboration with the swedish artist Liina Nilsson.

The exhibition will be open from 16:00 – 18:00 till the 25th of June from tuesday to sunday unless something else is stated on the event page.
///

RÍFA KJAFT – Verksmiðjan á Hjalteyri

RÍFA KJAFT – Verksmiðjan á Hjalteyri

Verksmiðjan á Hjalteyri býður yður að vera við opnun sýningarinnar
RÍFA KJAFT
11. júní kl. 14:00 og þiggja veitingar.
————————–————————–————————–—–
Verksmiðjan in Hjalteyri cordially invites you to the exhibition opening
RÍFA KJAFT
11th of June at 2 pm, drinks served

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Karla Sasche, Sara Björg Bjarnadóttir,
Hekla Björt Helgadóttir, Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Véronique Legros, Kristín Reynisdóttir, Ólöf Benediktsdóttir.


Verksmiðjan á Hjalteyri, 11/06 – 10.07 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com/

Opnun laugardaginn 11. maí kl. 14:00 / Opið alla daga kl. 14:00 – 17:00.

Laugardaginn 11. júní kl. 14-17 opnar myndlistarsýningin «Rífa kjaft», í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Þetta er sýning listakvenna einvörðungu, en titillinn yfirlýsing þess að vera staðföst og sjálfri sér trú – láta ekkert hindra sig þó á móti blási.
Þátttakendur eru búsettir á Íslandi og í Þýskalandi, íslenskir og erlendir og á ýmsum aldri, sú yngsta fædd 1990 og sú elsta 1950. Viðfangsefnin og miðlarnir sem notast er við eru margvíslegir. Á opnuninni verður Anna Sigríður Sigurjónsdóttir með gjörning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 10 júlí.

Frekari upplýsingar veita: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir palinarademaker@gmail.com og í síma: 8945818

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

Kvikmyndadagkrá: Bestu vinir mannsins Fimmtudaginn 9. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Kvikmyndadagkrá: Bestu vinir mannsins Fimmtudaginn 9. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla verða sýndar tvær kvikmyndir um samskipti manna og dýra eftir þá Hafstein Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð annars vegar og Kristján Loðmfjörð hinsvegar. Kristján ræðir við gesti að sýningu lokinni.

Drottins náð, Kristján Loðmfjörð, 2015 (43 mín).
Þrettán einstaklingar deila persónulegri reynslu sinni af samvistum við dýr. Heimildarmyndin er tekin upp í sveitum landsins þar sem nánd við húsdýrin er ráðandi þáttur í daglegum störfum og lífi. Titill myndarinnar vísar til hins kristilega lögmáls um dýrin sem gjöf guðs, mönnum til ununar og afnota.

Filma, Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð, 2012 (25 mín).
Kvikmyndin segir frá för ljósmyndara eftir suðurströnd Íslands með það fyrir augum að taka ógleymanlega mynd af vitanum í Hrollaugseyjum. Kötturinn Filma er með í för. Ætlun kvikmyndagerðarmannanna um að skrásetja hina listrænu framkvæmd tekur aðra stefnu þegar kötturinn tekur til sinna ráða.

Kvikmyndirnar verða endursýndar fimmtudagana 7. júlí, 4. ágúst og 1. september kl. 20.

Leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðingi

Leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðingi

Sunnudaginn 12. júní kl. 14.00 verður leiðsögn um sýninguna Undir berum himni – Með suðurströndinni í fylgd Eyrúnar Óskarsdóttur, listfræðings.

Á sýningunni er að finna mörg öndvegisverka listamannsins frá ferðalögum hans austur í Skaftafellssýslur. Verkin á sýningunni eru frá árunum 1909 – 1928, bæði olíu og vatslitamyndir.

Eyrún mun rekja feril listamannsins og fjalla sérstaklega um vatnslitamálverkin með hliðsjón af blæbrigðum birtunnar í verkunum.

Mynd í prentupplausn: Frá Múlakoti eftir Ásgrím Jónsson

Nánar um sýninguna:hér

UA-76827897-1