Sunnudaginn 12. júní kl. 15-16 verður listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri um sýninguna Nautn / Conspiracy of Pleasure sem verður opnuð næstkomandi laugardag, 11. júní, kl. 15-16.
Hin ýmsu lögmál og birtingarmyndir nautnar eru útgangspunktur sýningarinnar. Sex listamenn sýna ný verk, þar sem þeir fjalla um hugtakið, hver frá sínu sjónarhorni og forsendum, og efna til orðræðu um hlutverk nautnar í heimspekilegu, listrænu og veraldlegu samhengi. Listamennirnir sex, Anna Hallin, Birgir Sigurðsson, Eygló Harðardóttir, Guðný Kristmannsdóttir, Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Jóhann Ludwig Torfason / pabbakné, verða allir á staðnum ásamt báðum sýningarstjórum, Hlyni Hallssyni og Ingu Jónsdóttur, og spjalla um sýninguna.
Verið velkomin. Aðgangur er ókeypis.